Ný tillaga um "sumartíma"

Inngangsorð

Komin er fram á Alţingi tillaga um ađ taka upp "sumartíma" á Íslandi (sjá ţingskjal). Ţótt tillagan sé ekki útfćrđ í smáatriđum má gera ráđ fyrir ađ hún taki miđ af frumvarpi sama efnis sem lagt var fram á Alţingi áriđ 2000 (sjá texta og greinargerð). Samkvæmt því skyldi klukkunni flýtt um eina klukkustund frá núgildandi tíma síðasta sunnudag í mars og seinkað aftur síðasta sunnudag í október eins og gert er í öđrum  Evrópulöndum. Tímabreytingin ćtti því að gilda í sjö mánuði á ári hverju, eđa um 60% af árinu. Tillaga þessa efnis kom fyrst fram á Alþingi árið 1994, og er þetta í sjötta sinn sem hún er lögð fyrir þingið. Alþingi hefur tvívegis óskað eftir umsögn frá Háskóla Íslands um þetta mál, fyrst árið 1994 og aftur árið 1996. Þær umsagnir fylgja hér með (sjá fylgiskjal 1 og fylgiskjal 2). Lesandanum er bent á að kynna sér þessi fylgiskjöl. Ţar er einnig fjallađ um hugmyndir um breytta skipan frídaga, sem er annađ efni ţeirrar ţingsályktunartillögu sem hér er til umrćđu.

Verđur nú gerđ nánari grein fyrir nokkrum atriðum sem varða "sumartíma" og bent á nýjar röksemdir.
 

Hvað er sumartími?

Orðið "sumartími" hefur fleiri en eina merkingu í íslensku máli. Ţegar rćtt er um ađ flýta klukkum er algengast ađ menn noti orđiđ um ţann tímareikning sem gildir frá vori til hausts. En stundum kalla menn það sumartíma þegar klukkunni er flýtt frá hefðbundnum tíma, hvort sem það er gert að sumri eða vetri. Þeir sem leggja þennan skilning í orðið segja gjarna að nú gildi sumartími á Íslandi árið um kring. Er þá átt við að klukkur séu stilltar eftir þeim tíma sem gilti á sumrin  þau ár sem  klukkunni var flýtt hérlendis (sjá greinina Um tímareikning á Íslandi).

Þegar klukkunni er flýtt um tvær stundir frá réttum beltatíma eins og framkomin tillaga gerir ráð fyrir, kallast það tvöfaldur sumartími. Slíkt fyrirkomulag er alls ekki óţekkt. Það var tekiđ upp í Bretlandi í heimstyrjöldinni síðari, og var klukkunni ţá flýtt um eina stund á vetrum og tvær stundir á sumrin eins og lagt er til að gert verði hér á landi. Nú á dögum finnast allmörg dæmi um þetta, m.a. í Vestur-Evrópu, Síberíu, vesturhéruđum Kína og í Alaska. 

Hvenćr verđur hádegi á Íslandi?

Í ţeirri ţingsályktunartillögu sem nú liggur fyrir segir orđrétt: "Ef tekinn er upp sumartími fćrist hiđ náttúrlega hádegi frá um hálftvö til um hálfţrjú á daginn".  Ţetta er rétt ef  einblínt er á Reykjavík og ađeins litiđ á međaltal hádegistímans. Yfir sumartímamánuđina yrđi hádegi í Reykjavík kl. 14:26 ađ međaltali, en tíminn yrđi breytilegur eftir dagsetningum frá kl. 14:12 (í október)  til kl. 14:34 (í júlí). Vćri horft til landsins alls, gćti hádegi orđiđ allt frá kl. 13:38 (austast á landinu, í október) til kl. 14:45 (vestast á landinu, í júlí). Heildarmeđaltal fyrir tímabiliđ og landiđ allt yrđi kl. 14:14.
 

Um orkusparnað við sumartíma

Sumartíminn leiðir til orkusparnaðar, því að betra samræmi næst milli birtutíma og vökutíma svo að þörfin fyrir raflýsingu (og í sumum tilvikum upphitun) minnkar. Þetta var höfuðástæða þess að reglur um flýtta klukku og sumartíma voru settar í Evrópu í báðum heimsstyrjöldum og enn á ný í olíukreppunni á áttunda tug síđustu aldar. Röksemdin vegur ekki eins þungt í norðlægu landi eins og Íslandi þar sem bjart er allan sólarhringinn um hásumarið, en dimmt mestan hluta sólarhrings í skammdeginu, hvernig svo sem klukkur eru stilltar. Ţetta er skýringin á því ađ lítil áhersla hefur veriđ lögð á orkusparnaðinn í tillögum um nýjan sumartíma hérlendis. Rétt er þó að gefa þessari hlið málsins gaum og athuga hve mikil áhrif nýr sumartími hefði til að fækka myrkurstundum á vökutíma á Íslandi. Við útreikningana verður gengið út frá þeim forsendum að vökutíminn sé 16 stundir á sólarhring, frá kl. 7 á morgnana til kl. 23 á kvöldin, og að bjart sé frá sólarupprás til sólarlags. Í þessu samhengi telst því myrkur frá sólarlagi til sólarupprásar, sem er önnur skilgreining en sú sem notuð er í almanakinu og miđast viđ birtuna utanhúss. Hér er ţađ birtan innandyra sem meira máli skiptir.

Árið 2001 verður tekið sem dæmi, en munur milli ára er sáralítill. Samkvæmt nýju reglunni hefđi sumartími veriđ í gildi frá 25. mars til 28. október. Útreikningar sýna að í Reykjavík hefđi myrkurstundum á vökutíma fækkađ úr 1709 í 1634 eða um 75 stundir (4,4%) miðað við ţágildandi kerfi. Í upphaflegu kerfi, þegar íslenskur miðtími gilti allt árið, voru myrkurstundir á vökutíma 1861 talsins. Með því að flýta klukkunni um 1 klst. allt árið eins og nú er gert (og gert var áriđ 2001), hefur þessum stundum fækkað í 1709, þ.e. um 152 stundir (8,2%), en með nýjum sumartíma myndi þeim fækka um 75 stundir í viðbót eins og fyrr er sagt, þ.e. um 227 stundir alls (12,2%). Að flýta klukkunni um 2 klst. allt árið hefði sömu áhrif, en hámarksárangur næðist með því að flýta klukkunni um 2,5 klst. Við það myndi myrkurstundum á vökutíma fækka um 237 (12,7%).

Á Akureyri er fjöldi myrkurstunda á vökutíma meiri en í Reykjavík, en ávinningur af sumartíma svipaður. Ef tillagan um nýja sumartíma nćr fram ađ ganga fækkar myrkurstundum á vökutíma úr 1800 í 1715 eða um 85 stundir (4,7%) miðað við núgildandi kerfi. Þegar íslenskur miðtími gilti allt árið voru myrkurstundir á vökutíma l951. Miðað við það kerfi yrði ávinningurinn af nýjum sumartíma 236 stundir (12,1%). Sami árangur hefðist af því að flýta klukkunni um 2 klst. allt árið, en mestur árangur fengist ef klukkunni væri flýtt um 2,8 klst.: 256 stundir (13,1%).

Við skulum nú bera þetta saman við tvo staði erlendis, London og Róm. Í London gildir miðtími Greenwich að vetrinum en á sumrin er klukkunni flýtt um 1 klst. eftir sömu reglu og vćntanlega yrđi fylgt hérlendis. Í London eru áhrif sumartímans þau að myrkurstundum á vökutíma fækkar úr 1849 í 1642, þ.e. um 207 stundir (11,2%). Í Róm gildir Mið-Evróputími á veturna en klukkunni er flýtt á sumrin á sama tíma og í London. Í Róm er breytingin úr 1762 stundum í 1555 stundir, þ.e. ávinningurinn er hinn sami að stundafjölda (207) en prósentutalan verður önnur (11.8%). Þetta er töluvert meira en þau 8% sem unnist hafa á Íslandi með því að flýta klukkunni um eina klukkustund. Með nýjum sumartíma næðist svipaður árangur hérlendis (12%), en þá má ekki gleyma því að hinn nýi sumartími jafngildir því að klukkan á Íslandi sé færð fram um tvær stundir frá beltatíma. Við erum því að bera saman tvöfaldan sumartíma á Íslandi og einfaldan sumartíma annars staðar. Og áhrifin skila sér á annan hátt á Íslandi en sunnar í löndum. Í London og Róm verða áhrif til sparnaðar hvern einasta dag frá því að sumartíminn tekur gildi þar til hann er felldur niður aftur. Á Íslandi gætir áhrifanna aðeins um takmarkaðan tíma vor og haust. Þetta sést best í yfirlitstöflunni hér að neðan. Taflan sýnir að hér á landi væri heppilegast að láta nýjan sumartíma gilda fram að haustjafndægrum. Eftir það hefur hann engin áhrif til sparnaðar. Ástæðan er sú, að sá tími sem vinnst með aukinni birtu síðdegis, tapast í myrkurstundum að morgni.

 

Árlegar myrkurstundir á vökutíma 


 
Reykjavík Eldra        Nýrra     Ávinningur Áhrifaskeið kerfisbreytingar
(Ávinningur við:) kerfi          kerfi  (Dagsetningar  2001)
Núverandi kerfi 1861 -->   1709  =  152 ( 8,2%) (12.3.- 14.6. og 29.6. - 8.10.)
Nýtt kerfi 1861 -->   1634  =  227 (12,2%) (12.3 - 14.6. og 29.6. - 8.10.)
Nýtt miðað við núverandi 1709 -- >  1634  =    75 ( 4,4%) (29.3. - 21.5. og 24.7. - 18.9.)
Akureyri
Núverandi kerfi 1951 -->  1800  =  151 ( 7,7%) (8.3. - 3.6. og 10.7. - 12.10.)
Nýtt kerfi 1951 -->  1715  =  236 (12,1%) (8.3. - 3.6. og 10.7. - 12.10.)
Nýtt miðað við núverandi 1800 -->  1715  =    85 ( 4,7%) (25.3. - 19.5. og 26.7. - 23.9.)
London
Núverandi kerfi 1849 -->  1642  =  207 (11,2%) (25.3. - 28.10.)
Róm
Núverandi kerfi 1762 -->  1555  =  207 (11,8%) (25.3. - 28.10.)

 
Bjartari kvöld - dimmari morgnar

Ef klukkunni er flýtt, hefur það þau áhrif að bjartara verður og hlýrra eftir að vinnu eða skóla lýkur síðdegis. Þetta er augljós kostur fyrir þá sem vilja nýta þennan tíma til útivistar og er tvímælalaust sterkasta röksemd þeirra sem vilja taka upp nýjan sumartíma. Hitt vill stundum gleymast að bjartari kvöldstundir eru keyptar því verði að dimmara verður á morgnana. Þegar núverandi skipan var tekin upp árið 1968 og gamli sumartíminn lögleiddur allt árið, fylgdi því sá ókostur að seinna birti á morgnana, einkum vestast á landinu, og var það mest áberandi í skammdeginu á Vestfjörðum. Ef tekinn væri upp tvöfaldur sumartími eins og nú er lagt til, yrðu áhrifin greinilegust á haustin, síðasta mánuðinn sem sumartími væri í gildi. Þetta sést af eftirfarandi yfirliti sem reiknað er fyrir árið 2001, en munurinn milli ára er óverulegur. 
 

Sólarupprás í
Reykjavík
  Eftir breytingu   Samsvarandi
dagsetning nú
Mismunur
29. september  07:31

08:31

19.október 20 dagar
 6. október 07:51

08:51

26. október 20 dagar
13. október 08:12

09:12

 1. nóvember 19 dagar
20. október 08:33

09:33

8. nóvember 19 dagar
27. október 08:55

09:55

15. nóvember 19 dagar
Sólarupprás á
Akureyri
Eftir breytingu Samsvarandi
dagsetning nú
Mismunur
29. september 07:16

08:16

18. október 19 dagar
 6. október 07:38

08:38

24. október 18 dagar
13. október 08:01

09:01

 31. október 18 dagar
20. október 08:24

09:24

 6. nóvember 17 dagar
27. október 08:48

09:48

13. nóvember 17 dagar

Með "samsvarandi dagsetningu" er átt við það hvaða dagsetning með núgildandi tímareikningi gefi sama tíma sólarupprásar og þann sem breytingin hefði í för með sér. Eftir breytinguna yrði 6. október til dæmis álíka dimmur að morgni til í Reykjavík og 26. október er nú. Með öðrum orðum: skammdegið myndi setjast að allt ađ þremur vikum fyrr, ef horft er til ţess hvenær birtir á morgnana. Hér er miđađ viđ sólarupprás.  Ef miđađ vćri viđ birtingu eins og hún er skilgreind í almanakinu yrđi munurinn 1-3 dögum meiri. 

Tímasetningar í almanökum

Áður fyrr var það viðtekin venja um allan heim að almanök fylgdu staðaltíma árið um kring. Ef sumartími var í gildi, þurftu menn því að muna að bæta klukkustund við tímatölur almanaka til að fá þann tíma sem klukkur voru stilltar eftir. Þannig fylgdi Almanak Háskólans alltaf íslenskum miðtíma, einni klst. á eftir miðtíma Greenwich, meðan reglur um sumartíma giltu hérlendis. Á síðustu árum hafa nokkur erlend almanök, ţar á međal háskólaalmanök á Norđurlöndum, tekið upp þann hátt að tímasetja eftir sumartíma þegar hann er í gildi. Þetta er væntanlega gert til að draga úr hættunni á að lesandinn misreikni sig. Mistök verða þó aldrei útilokuð, og þar sem ekki er hægt að treysta því að sama reglan gildi í öllum almanökum, verða menn að kynna sér vandlega hvaða reglu er fylgt í því almanaki sem þeir nota. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvaða tímareikningi yrði fylgt í Almanaki Háskólans ef nýr sumartími yrđi lögfestur. Líklegast er þó að fylgt yrði óbreyttum tíma allt árið, þ.e. miðtíma Greenwich eins og nú er gert, bæði vegna fyrri hefðar og eins til að halda samræmi milli flóðtaflna Almanaks Háskólans og þeirra flóðtaflna sem Sjómælingar Íslands gefa út og birtar eru í íslenskum sjómannaalmanökum. Þær töflur munu án nokkurs efa sýna miðtíma Greenwich árið um kring, óháð reglum um sumartíma.
 

Heilsufarslegar röksemdir

Í umræðu um sumartíma hafa komiđ fram athugasemdir þess efnis að það geti haft áhrif á heilsu manna ef klukkunni er flýtt úr hófi fram. Starfsemi mannslíkamans er háð dagsveiflu sem sem stillist eftir sólargangi. Ef klukkunni er flýtt getur það leitt til þess að menn fari á fætur fyrr en þeim er eðlilegt miðað við dagsveiflu líkamsstarfseminnar, og ađ sama skapi of snemma ađ sofa. Menn greinir á um það hvort færsla klukkunnar um 1-2 klst. geti haft veruleg heilsufarsleg áhrif, en það er almennt viðurkennt að áhrifin séu merkjanleg, a.m.k. fyrst eftir að klukkum er breytt. Á hinn bóginn hafa heilsufarslegar röksemdir líka verið notaðar til að mæla með sumartíma með vísun til þess að meiri tími gefist til útivistar í sól og birtu. Á þeim forsendum var sumartími innleiddur í Noregi árið 1959. Hann var þó afnuminn aftur árið 1966 vegna margvíslegra óþæginda sem af honum leiddi. Fjórtán árum síðar, í kjölfar olíukreppunnar, tóku Norðmenn svo aftur upp sumartíma.
 

Viðhorf til sumartíma erlendis

Sumartíminn hefur hvarvetna verið umdeild ráðstöfun. Í Japan, þar sem réttum beltatíma er fylgt allt árið, hafa komið upp raddir um að rétt sé að taka upp sumartíma. Í skoðanakönnun árið 1999 lýsti meirihluti þátttakenda (54%) í fyrsta sinn fylgi við hugmyndina, fyrst og fremst með orkusparnað í huga. Í Evrópulöndum, þar sem sumartími hefur verið í gildi síðan í olíukreppunni, er hins vegar vaxandi andstaða við þetta fyrirkomulag. Í sumum löndum, t.d. Belgíu og Frakklandi, hafa verið stofnuð samtök sem berjast gegn sumartímanum. Skoðanakannanir benda til þess að meira en 70% Frakka séu andvígir núverandi fyrirkomulagi. Árið 1996 komst nefnd á vegum forsætisráðherra Frakklands að þeirri niðurstöðu að afnema bæri sumartíma í Frakklandi. Ein af röksemdum nefndarinnar var sú að orkusparnaðurinn af sumartímanum væri svo lítill (0,1 - 0,2% af heildarorkunotkun Frakka) að fyrirhöfnin svaraði ekki kostnaði. Tillaga nefndarinnar strandaði á andstöðu innan Evrópusambandsins þar sem mikil áhersla var lögð á samræmdan tímareikning í löndum sambandsins. Í framkvæmdastjórn sambandsins hefur veriđ rćtt um ţađ að framlengja sumartímann og láta fljóta klukku gilda allt árið eins og gert er á Íslandi. Eftir er að sjá hvort sú hugmynd kemst í framkvæmd. 
 

Skoðanakönnun hérlendis

Í skoðanakönnun Gallups hér á landi áriđ 2000 lýstu rösklega 48% landsmanna sig fylgjandi því að flýta klukkunni á sumrin, en 44% voru því ósammála. 8% tóku ekki afstöðu. Frá skrifstofu Gallups fengust þær upplýsingar að skekkjumörk í þessari könnun hefðu verið 2%. Könnunin náði til fólks á aldrinum 18-75 ára. Viðhorfið til þessa máls fór mjög eftir aldri. Í aldurshópnum 25-44 ára voru um 59% fylgjandi breytingu, en í hópnum 55-75 ára voru aðeins 21% sem vildu breyta.  Þennan mun má túlka á tvo vegu. Í eldri hópnum er fólk sem man þá tíð þegar klukkunni var flýtt á sumrin á Íslandi og ætti því að þekkja betur kosti þess og ókosti. Þetta gæti verið skýringin. En einnig  mætti halda ţví fram að eldra fólkið sé íhaldssamara (eða hið yngra nýungagjarnara) og verður hver og einn að meta vægi þessara röksemda.
 

Lokaorð

Eins og fram kemur í þeim greinargerðum sem vísað var til í upphafi (fylgiskjali 1 og 2) hefur sá sem þetta ritar afdráttarlausa skoðun á þessu deilumáli. Þrátt fyrir það hefur verið leitast við að draga hér fram röksemdir bæði með og móti hugmyndinni um nýjan sumartíma til þess að lesendur geti sjálfir gert upp hug sinn.


Ţ.S. 12.4. 2006
Byggt á umsögn um frumvarp í nóv. 2000