Um almanakiđ

    Almanak Háskólans, öđru nafni Íslandsalmanakið,  hefur komið út samfellt síðan 1837 (sjá forsíðumynd fyrsta almanaksins). Ţađ er ţví mun eldra en Almanak Hins íslenska ţjóđvinafélags sem hóf göngu sína áriđ 1875. Ţessum tveimur ritum er oft ruglađ saman, sem skiljanlegt er, ţví ađ Ţjóđvinafélagiđ fékk í öndverđu heimild til ađ taka Almanak Háskólans upp í almanak sitt. Hefur sú hefđ haldist síđan, ef frá eru talin árin 1914-1918 ţegar ritin voru algjörlega ađskilin. Frá 1923 til 1972 framseldi Háskóli Íslands einkaleyfi sitt til almanaksútgáfu til Ţjóđvinafélagsins, og á ţví tímabili annađist félagiđ útgáfu beggja almanakanna. Einkaleyfi Háskólans til útgáfu almanaka, sem veitt var međ lögum áriđ 1921, var fellt úr gildi áriđ 2008. 

Sjá enn fremur ţessar greinar:
 
Skyggnst í sögu almanaksins


Framhaldssaga

Hversu nákvæmar eru töflur almanaksins?

Reiknimeistarar almanaksins  

 

Ţ.S. 1998. Síđast breytt  3.10. 2023.