Stærsta reikistirninu gefið nafn

Reikistirnið 2003 UB313 hefur nú loksins fengið endanlegt heiti. Í september 2006 var tilkynnt að þetta reikistirni, sem er stærra en Plútó, hefði hlotið nafnið Eris í höfuðið á gyðju missættis í grískri goðafræði. Samkvæmt nýlegri samþykkt Alþjóðasambands stjarnfræðinga telst Eris vera dvergreikistjarna. Eris hefur tungl (sjá eldri frétt) sem fær nafnið Dysnomia, en sú var dóttir Erisar í goðafræðinni.

Þ.S. 8.10. 2006.

Almanak Háskólans