Vetrarsólstöđurnar 2008

   21. desember var stysti dagur ársins 2008. Sólstöđurnar eđa sólhvörfin voru um hádegisbil, kl. 12:04. Ríkissjónvarpiđ fjallađi um ţetta í fréttatíma, og féllu ţá eftirfarandi orđ:

    "Ţess má geta ađ dagurinn er ekki jafn stuttur í báđa enda ţví sólin kemur nú fyrr upp á morgnana."

    Ekki er alveg ljóst hvađ fréttamađurinn ćtlađi ađ segja, en hugsanlega hefur hann átt viđ ţađ ađ tíminn frá sólarupprás til hádegis vćri ekki jafn langur og tíminn frá hádegi til sólarlags. Ţetta er vissulega rétt flesta daga ársins, hvort sem er međ hćkkandi  eđa lćkkandi sól, en ţennan tiltekna dag var ekki um merkjanlegan mun ađ rćđa vegna ţess hve sólstöđurnar voru nćrri hádeginu. Í Reykjavík voru bćđi árdegi og síđdegi ţennan dag 2 stundir, 4 mínútur og 17,5 sekúndur. Strax nćsta dag, 22. desember, mátti greina örlítinn mun. Ţann dag var árdegiđ í Reykjavík 2 stundir, 4 mínútur og 21,7 sekúndur en síđdegiđ 2 stundir 4 mínútur og 23,2 sekúndur. Sólin var ţá komin örlítiđ norđar á stjörnuhimninum viđ sólsetur en hún hafđi veriđ viđ sólarupprás, og ţađ skýrir muninn. Rétt er ađ taka fram ađ ţessar nákvćmu tímalengdir eru reiknađar tölur ţar sem sólarupprás og sólarlag miđast viđ láréttan sjóndeildarhring og fast ljósbrot í andrúmsloftinu (0,6°). Í reynd er ljósbrotiđ breytilegt eftir loftţrýstingi og hitastigi ţannig ađ mćld gildi gćtu orđiđ talsvert frábrugđin ţessum reiknuđu gildum.

    Ađ sólin komi fyrr upp á morgnana strax eftir sólstöđur er ekki alls kostar rétt ef horft er til fyrstu daganna, ţví ađ hádegistímanum er ţá ađ seinka og lengingar dagsins gćtir meira ađ kvöldi  en ađ morgni.  Um ţađ er fjallađ í greininni um "hćnufetiđ" (sjá hér).    
 


Ţ.S. 22. desember 2008. Viđbót 23.12. 2008.           

Almanak Háskólans