Stórt reikistirni fundiđ Auk reikistjarnanna ganga um sólu fjölmargir minni hnettir og efnisklumpar sem nefna mætti reikistirni. Lengi hefur verið vitað um þétt belti reikistirna, svonefnd smástirni, milli brauta Mars og Júpíters, en á síðustu árum hafa menn uppgötvað annað belti meira en tífalt lengra frá sól, utan við braut Neptúnusar. Þau reikistirni sem þar eru á sveimi hafa verið kölluð útstirni til aðgreiningar frá smástirnunum sem eru nær sólu. Talið er að útstirnin séu ólík smástirnunum að innri gerð og skyldari halastjörnum. Stöku útstirni gengur nær sólu en Neptúnus, jafnvel inn fyrir braut Satúrnusar. Meira en 800 útstirni hafa nú fundist (í mars 2004). Flest
ţeirra eru frá 50 upp í 500 km í ţvermál, en stćrđina áćtla menn eftir
birtunni ţví ađ ekki er unnt ađ mćla hana beint. Útstirnin eru svo langt
í burtu ađ ţau eru sem ómćlanlegir deplar, jafnvel í stćrstu sjónaukum.
Frá ţessu er ţó ein undantekning. Áriđ 2002 fannst útstirni svo stórt ađ
unnt var ađ greina stćrđ ţess í Hubble-geimsjónaukanum. Ţvermál ţess
reiknađist 1250 km en óvissan í mćlingunni er 200 km á hvorn veg. Ţetta
útstirni fannst viđ leit međ sjónauka á Palomarfjalli í Kaliforníu í
júní 2002. Finnendurnir gáfu ţví nafniđ Quaoar (frb. "kveifar")
eftir einum af guđum indíána, og ţađ nafn hefur síđan veriđ stađfest af
Alţjóđasambandi stjörnufrćđinga. Til samanburđar má nefna ađ ţvermál tunglsins
(jarđarmánans) er um 3500 km, ţvermál Plútós um 2400 km og ţvermál
Karons (tungls Plútós) um 1200 km. Quaoar er ţví álíka stórt og Karon og
gćti sem best rúmađ öll smástirnin í beltinu milli Mars og Júpíters. Í febrúar 2004 fundu sömu stjörnufrćđingar enn stćrra útstirni, sem hlotiđ hefur bráđabirgđaheitiđ 2004 DW. Stćrđ ţess hefur ekki veriđ mćld nákvćmlega, en eftir birtunni ađ dćma gćti ţađ veriđ um 1600 km í ţvermál. Reynist ţađ rétt, er ţetta stćrsta reikistirni sem fundist hefur til ţessa (sjá ţó síđari frétt). Ţađ fylgir braut sem er mjög svipuđ braut Plútós, bćđi hvađ snertir lögun (brautin er áberandi sporöskjulaga) og fjarlćgđ frá sól. Sem stendur er ţetta útstirni 45 sinnum lengra frá sól en jörđin. Auk ţessara tveggja stćrstu útstirna eru fáein sem eru nálćgt 1000 km í ţvermál: 2000 WR106 (Varuna), 2001 KX76 (Ixion) og 2002 AW197. Líklegt er ađ fleiri eigi eftir ađ finnast af ţessari stćrđ ţótt langflest séu ţau minni. (Sjá nýrri frétt.)
|