Nýr hringur finnst umhverfis Satúrnus  

Hinn 6. október 2009 var tilkynnt að nýr hringur hefði fundist umhverfis Satúrnus. Hringur þessi er svo daufur að hann sést ekki frá jörðu, en mynd náðist af honum með Spitzer sjónaukanum sem er á braut um sólina (ekki jörðina) og er næmur fyrir innrauðu ljósi. Hinn nýi hringur er alls ótengdur þeim sem áður voru þekktir. Hann fylgir braut tunglsins Föbe og er því langt utan við hið hefðbundna hringakerfi og myndar 27° horn við það. Talið er að hann sé úr mjög smágerðum ögnum sem dreifst hafi frá Föbe eftir árekstra þess tungls við reikisteina. Um aðra hringa Satúrnusar má lesa hér.

Þ.S. 7. október 2009.

Almanak Háskólans