Það sem af er þessu ári (2007) hafa fjögur ný tungl fundist við
reikistjörnuna Satúrnus. Þrjú þeirra greindust í sjónauka á Hawaii og
hafa hlotið bráðabirgðaheitin S/2007 S1, S/2007 S2 og S/2007 S3. Fjórða
tunglið, S/2007 S4, sást á myndum frá geimflauginni Cassini sem er á
braut um Satúrnus. Öll eru tunglin lítil. Nánari upplýsingar um þau er
að finna í yfirlitinu um tungl
reikistjarnanna. Alls þekkja menn nú 60 tungl sem ganga um Satúrnus.
Þ.S. 9. ágúst 2007. |