Enn fjölgar tunglum Satúrnusar  

Í október 2004 fannst nýtt tungl við reikistjörnuna Satúrnus, það þriðja sem greinst hefur á myndum teknum úr geimflauginni Cassini. Tunglið hlaut bráðabirgðaheitið S/2004 S5 en hefur nú fengið nafnið Pólýdúses.  Í byrjun maí 2005 var staðfest að tólf tungl til viðbótar (S/2004 S7 til S/2004 S18) hefðu fundist á myndum sem teknar voru í desember 2004 með stórum sjónauka á fjallinu Mauna Kea á Hawaii. Síðar í maí 2005 var svo tilkynnt að enn eitt tungl (S/2005 S1) hefði greinst á myndum frá Cassini. Öll eru tunglin smá, á að giska 4-8 km í þvermál. Þar með eru þekkt tungl Satúrnusar orðin 47 talsins (sjá yfirlit um tungl reikistjarnanna). 
 
Þ.S. 12. maí 2005.

Almanak Háskólans