Í ágúst 2004 var tilkynnt um tvö ný tungl sem fundist hefðu við
reikistjörnuna Satúrnus. Tunglin fundust á myndum sem teknar voru úr
geimflauginni Cassini og hafa hlotið bráðabirgðaheitin S/2004 S1 og
S/2004 S2. Þau eru mun minni en þau tungl sem áður hafa fundist,
aðeins 3-4 km í þvermál og ganga mjög nálægt reikistjörnunni,
milli tunglanna Mimas og Enkeladus. Þar með eru þekkt tungl
Satúrnusar orðin 33 talsins (sjá yfirlit um tungl
reikistjarnanna).
Þ.S. 20. ágúst 2004. |