Ný tungl Satúrnusar  

Í ágúst 2004 var tilkynnt um tvö ný tungl sem fundist hefðu við reikistjörnuna Satúrnus. Tunglin fundust á myndum sem teknar voru úr geimflauginni Cassini og hafa hlotið bráðabirgðaheitin S/2004 S1 og S/2004 S2. Þau eru mun minni en þau tungl sem áður hafa fundist, aðeins 3-4 km í þvermál og ganga mjög nálægt reikistjörnunni, milli tunglanna Mimas og Enkeladus. Þar með eru þekkt tungl Satúrnusar orðin 33 talsins (sjá yfirlit um tungl reikistjarnanna). 
 
Þ.S. 20. ágúst 2004.

Almanak Háskólans