Um grundvöll páskareiknings eftir Þorstein Sæmundsson Inngangur Hin síbreytilega dagsetning páskanna er eitthvert sérkennilegasta
fyrirbærið í tímatali okkar. Á hverju ári
flyst til með páskunum fjöldi kirkjulegra merkisdaga s.
s. öskudagur, skírdagur, föstudagurinn langi, uppstigningardagur,
hvítasunna og trínitatis. Meðan kirkjulegt helgihald
skipaði meira rúm í hugum manna en nú, var útreikningur
páskanna veigamikið atriði sem margir létu sig skipta,
þar á meðal kunnir stjörnufræðingar og
stærðfræðingar eins og Clavius, Delambre og Gauss.
Fjölmargar greinar voru ritaðar um þetta efni, og nýjar
greinar hafa raunar verið að birtast allt fram á þennan
dag. Að því er ég best veit hefur þó
aldrei verið tekið saman á íslensku neitt það
sem kallast geti fullnægjandi greinargerð um páskareikning,
hvorki um grundvöll hans né þær mörgu reiknireglur
sem fram hafa verið settar á ýmsum tímum. Reiknireglurnar
verða ekki gerðar að umtalsefni hér, enda er það
viðfangsefni fyrst og fremst stærðfræðilegs eðlis.
Hins vegar er ætlun mín að taka til meðferðar
grundvöll páskareikningsins og skýra hann eftir bestu
getu. Af þeim heimildum sem ég hef haft til hliðsjónar
vil ég sérstaklega nefna þessar: Haandbog
i Kronologi eftir J. Fr. Schroeter (Osló 1926), Explanatory
Supplement to the Astronomical Ephemeris (London 1961), Annuaire
du Bureau des Longitudes 1968 (París 1967) og Encyclopædia
Britannica, greinin "Calendar", sérstaklega í útgáfunni
frá 1943. Eins og oft vill verða ber heimildum ekki alls kostar
saman, en ég geri mér vonir um að það sem hér
fer á eftir megi heita nákvæm túlkun á
staðreyndum málsins. Í framsetningu efnisins hef ég
sums staðar reynt að fara nýjar leiðir til að létta
undir með lesandanum, en frásögnin verður þó
tæplega neinn skemmtilestur, til þess er efnið í
eðli sínu of flókið.
Páskahald í gamla stíl Páskar kristinna manna eru sem kunnugt er haldnir í minningu
um upprisu Krists. Guðspjöllunum ber saman um að Kristur hafi
verið krossfestur á föstudegi á páskahátíð
Gyðinga (pesakh), en sú hátíð var að fornum
sið haldin við fyrstu tunglfyllingu eftir jafndægur á
vori. Í upphafi héldu kristnir menn í Gyðingalandi
páskahátíð á sama tíma og aðrir
Gyðingar, og gat páskadaginn þá borið upp á
hvaða vikudag sem var. Utan Gyðingalands litu menn hins vegar meir
á það atriði að Kristur hefði risið upp
á sunnudegi og vildu því binda páskahátíðina
við sunnudag. Þegar kom fram á 3. öld e. Kr. náði
síðari skoðunin yfirhöndinni og mótaðist
þá sú grundvallarstefna að páskar skyldu
haldnir fyrsta sunnudag eftir fullt tungl eftir jafndægur
á vori. Þessi stefna var síðar staðfest
af kirkjuþinginu í Nikeu árið 325 e. Kr. og kristnum
mönnum forboðið að halda páska eftir reglum Gyðinga.
Alllöng bið varð þó á því
að full samstaða næðist um páskahald innan kristninnar.
Ástæðan var einkum sú, að aðferð skorti
til að ákvarða vorjafndægur og tunglfyllingu svo,
að ekki yrði ágreiningur um niðurstöðurnar.
Einnig var deilt um fleiri atriði, eins og t. d. það hvort
páska mætti halda á tunglfyllingardaginn sjálfan
þegar svo stóð á að sá dagur var sunnudagur.
Tillögur að sameiginlegum páskareglum fengu lítinn
byr fyrr en á 6. öld, að munkurinn Díónysíus
Exiguus, sem búsettur var í Róm, setti fram nýja
og þrauthugsaða páskatöflu. Tafla Díónysíusar
sýndi dagsetningu páskadags 95 ár fram í tímann.
Við gerð töflunnar sló Díónysíus
því föstu að vorjafndægur bæri ávallt
upp á 21. mars. Var það í samræmi við
sjónarmið kirkjunnar í Alexandríu, en sú
borg naut mikils álits sem miðstöð stjörnufræðilegrar
þekkingar. Sem páskadag valdi Díónysíus
síðan fyrsta sunnudag eftir fyrsta tunglfyllingardag
frá og með 21. mars. Tunglfyllinguna fann hann eftir
sérstökum reglum sem síðar verður vikið
að. Eins og um hnútana var búið hjá Díónysíusi
gat páskadagur ekki orðið fyrr en 22. mars og ekki síðar
en 25. apríl. Voru bæði þessi mörk í
samræmi við reglur sem kirkjan i Alexandríu hafði
kosið að fylgja. Kerfi sínu til stuðnings skírskotaði
Díónysíus til samþykkta kirkjuþingsins
í Nikeu tveimur öldum áður. Á seinni tímum
hefur þó mjög verið dregið í efa að
kirkjuþingið hafi sett eins nákvæmar reglur um páskana
og Díónysíus vildi vera láta (sjá Schroeter:
Kronologi II, bls. 204 og 217). En allt um það varð páskatafla
Díónysíusar sigursæl, og þegar kom fram
á 8. öld má segja að allar páskatöflur
af öðrum uppruna hafi verið horfnar af sjónarsviðinu.
Ríkti þá eining meðal kristinna manna um páskahald
í 800 ár, eða fram til þess tíma að
Gregoríus páfi 13. gaf út tilskipun sína um
breytt tímatal árið 1582.
Nýi stíll Tímatalsbreyting Gregoríusar átti sér nokkurn aðdraganda. Allt frá árinu 8 e. Kr. höfðu menn fylgt reglu Júlíusar Cæsars um lengd almanaksársins, þannig að fjórða hvert ár var undantekningarlaust látið vera hlaupár. En er tímar liðu urðu menn þess áskynja að meðallengd almanaksársins ("júlíanska" ársins - 365,25 dagar) væri ekki í fullu samræmi við lengd árstíðaársins. Þetta lýsti sér meðal annars í því að vorjafndægrin komu stöðugt fyrr í marsmánuði. Um það leyti sem kirkjuþingið var háð í Nikeu höfðu vorjafndægur verið nálægt 21. mars, en á 16. öld var svo komið að vorjafndægrin bar upp á 11. mars eða þar um bil. Þótti þá flestum fráleitt að miða áfram við 21. mars sem vorjafndægradag eins og gert var í páskareglunum. Í annan stað munaði æ meiru á raunverulegri tunglfyllingu og þeirri sem reiknuð var með aðferð Díónysíusar og lögð var til grundvallar við páskaútreikninginn. Hið raunverulega tungl var orðið á undan áætlun, og bilið breikkaði að meðaltali um einn dag á hverjum 308 árum. Á 16. öld var skekkjan orðin svo mikil (3 dagar), að hún var hverjum manni augljós. Markmiðið með tímatalsbreytingu Gregoríusar 13. var að leiðrétta báðar þessar skekkjur og færa þannig páskahaldið í rétt horf. Var nefnd stjörnufræðinga og stærðfræðinga falið að fjalla um málið. Nefndin ákvað að fylgja í höfuðatriðum vendilega yfirveguðum tillögum sem ítalski læknirinn og stjörnufræðingurinn Aloysíus Lilíus hafði sett fram. Felldar voru úr tímatalinu 10 dagsetningar, nægilega margar til þess að vorjafndægur yrðu aftur nálægt 21. mars, og reglunni um hlaupár var breytt til þess að meðallengd almanaksársins samræmdist betur árstíðaárinu. Var það gert með því að fella niður 3 hlaupár á hverjum 400 árum og gera þau að almennum árum. Þá var tekin upp ný aðferð við að reikna út þá tunglfyllingu sem ráða skyldi páskunum. Áður hafði einfaldlega verið reiknað með því að kvartilaskipti tunglsins endurtækju sig á sömu mánaðardögum á 19 ára fresti (einni "tunglöld"). Þetta var nokkurn veginn rétt, en munaði þó að jafnaði einum degi á hverjum 308 árum (júlíönskum) eins og fyrr er sagt. Ef sama aðferð hefði verið notuð óbreytt í nýja tímatalinu, myndi það hafa leitt til skekkju sem svaraði einum degi að meðaltali á hverjum 235 árum (gregoríönskum) þannig að rétt tunglfylling hefði þá smám saman orðið á eftir áætlun. Nú var þetta tekið til greina og ákveðið að leiðrétting skyldi gerð með nokkru millibili eftir föstum reglum. Hið nýja tímatal eða "nýi stíll" var ekki tekið upp samtķmis í öllum löndum, svo að tímamunur gat oršiš á páskahaldi eftir því hvort farið var eftir nýja stíl eða gamla stíl. Flestir grķsk-kažólskir menn héldu įfram aš reikna pįska og ašrar kirkjuhįtķšir eftir gamla tķmatalinu, žótt žeir mišušu viš nżja tķmatališ aš öšru leyti, og žannig standa mįl enn. Stundum hefur sś skoðun oršiš ofan á, að vorjafndægur og fyllingu páskatungls beri að ákvarða með stjarnfræðilegum athugunum. Þá aðferð viðhöfðu t. d. mótmælendur í Þýskalandi á árunum 1700-1776, og í Svíþjóð frá 1740 til 1844. Ástæðan mun fyrst og fremst hafa verið sú að mótmælendum var í nöp við allt sem frá páfanum var komið, og tímatalsreglurnar voru þar ekki undanskildar. Svipað var viðhorf hinnar grísk-kaþólsku kirkju. Þegar hún um síðir ętlaši að taka upp nýja stíl (meš lķtilshįttar breytingu) árið 1923, afréð hún að láta páskana ráðast af raunverulegum gangi tungls og sólar miðað við tímareikning Jerúsalemborgar. Þetta síðasta atriði skiptir máli, því að tunglfyllingin getur oršiš á mismunandi vikudögum eftir því hvaða stað er miðað við. Ķ reynd nįši žessi įkvöršun ekki fram aš ganga, og mešal grķsk-kažólskra eru pįskar yfirleitt haldnir eftir gamla stķl eins og fyrr segir, og verša aš jafnaši sķšar en páskar rómversk-kažólskra og mótmęlenda. Frá fyrstu tíð hafa verið uppi hugmyndir um að binda páskana við fastan sunnudag í mars eða apríl og losna þar með við ýmis óþægindi sem hreyfanleiki páskanna hefur í för með sér. Nægileg samstaða hefur þó aldrei náðst um þessa lausn málsins. Verður nú vikið nánar að hinum upprunalegu
reglum til að finna páska, fyrst reglum gamla stíls,
sem kenndar eru við Díónysíus Exiguus, og síðan
reglum nýja stíls, sem Aloysíus Lilíus lagði
grundvöllinn að. Báðar reglurnar má setja fram
á sama hátt í orðum eins og gert var hér
á undan, þ. e. a. s.: Páskadagur
skal vera fyrsti sunnudagur eftir fyrsta tunglfyllingardag frá og
með 21. mars. Munurinn á reglunum liggur hins vegar í
því hvernig tunglfyllingin er reiknuð, eins og nú
skal greina.
Páskatunglið í gamla stíl. Tunglöld og gyllinital Eins og fyrr er sagt var fylling páskatungls í gamla stíl reiknuð út frá þeirri forsendu að kvartilaskipti tungls endurtækju sig nákvæmlega á sömu mánaðardögum á 19 ára fresti. Til þess að geta sagt fyrir um tunglkomur og tunglfyllingar tiltekið ár nægði þá að þekkja stöðu ársins í þessari 19 ára tunglöld. Tunglöldin er stundum kennd við gríska stjörnufræðinginn Meton sem uppgötvaði hana árið 432 f. Kr., en Babyloníumenn munu hafa vitað um hana löngu fyrir þann tíma. Þegar Díónysíus samdi páskatöflu sína á 6. öld e. Kr. lagði hann tunglöldina til grundvallar. Taflan náði yfir tímabilið 532-626 e. Kr. og spannaði þannig 5 tunglaldir. Þær töflur sem síðar voru gerðar, mynduðu eðlilegt framhald af töflu Díónysíusar, og mun þannig hafa skapast sú venja að reikna tunglaldirnar frá árinu 532 sem upphafsári. Einhvern tíma síðar, líklega ekki fyrr en á 11. öld, var farið að tákna stöðu árs í tunglöld með svonefndu gyllinitali (þ. e. gullinni tölu; uppruni nafnsins er óviss). Var þá sagt að fyrsta ár í tunglöld hefði gyllinitalið 1, næsta ár gyllinitalið 2, o. s. frv. upp í 19. Árið 532 sem var fyrsta ár í tunglöld fékk þannig gyllinitalið 1, og árið 550 sem var 19. og síðasta árið í sömu tunglöld fékk gyllinitalið 19. Næsta tunglöld hófst svo með árinu 551 sem fékk gyllinitalið 1, o. s. frv. Sé talið þannig áfram allt fram á 20. öld kemur í ljós að síðasta tunglöld aldarinnar hófst með árinu 1995. Árið 2000 var því 6. ár í tunglöld eins og sjá má á bls. 2 í almanakinu fyrir það ár. Gyllinital tiltekins árs má finna með því að deila í ártalið með 19. Afgangurinn er þá einum lægri en gyllinitalið. Í gamla stíl var gyllinitalið notað til að
segja fyrir um kvartilaskipti tunglsins árið um kring.Tafla
A sýnir tunglkomurnar fyrir sérhvert gyllinital samkvæmt
því kerfi sem almennt var notað. Þau ár sem
gyllinitalið var 1 reiknuðu menn t. d. með því
að nýtt tungl bæri upp á dagana 23. janúar,
21. febrúar, 23. mars, 21. apríl, 21. maí, 19. júní,
19. júlí, 17. ágúst, 16. september, 15. október,
14. nóvember og 13. desember. Í þessu sambandi er rétt
að geta þess að hugtakið nýtt tungl var áður
fyrr notað í annarri merkingu en nú tíðkast.
Þegar tungl er nýtt, í nútímaskilningi
þess orðs, er það sem næst í sólstefnu
og sést ekki á himninum vegna nálægðar við
sól. Einum til tveimur dögum síðar kemur tunglið
í ljós á himninum austan við sól, og það
var sá atburður sem upphaflega nefndist nýtt tungl eða
tunglkoma. Við val dagsetninganna í töflu A var þessari
hefð fylgt. Í samræmi við hana taldist tunglfylling
vera 13 dögum eftir tunglkomu en ekki 15 dögum eftir tunglkomu
eins og nú myndi talið réttara.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
1) Degi síðar í hlaupárum. Rétt er að geta þess að til eru aðrar töflur með eilítið frábrigðilegum dagsetningum. |
Með hliðsjón af töflu A var nú hægur vandi að ákvarða páskatunglið í gamla stíl. Væri gyllinitalið t. d. 1, sést með því að telja 13 daga frá tunglkomudögunum í efstu línu töflunnar, að fyrstu tunglfyllingu frá og með 21. mars átti að bera upp á 5. apríl. Með því að nota sömu aðferð fyrir önnur gyllinitöl er hægt að setja upp nýja töflu, B, sem sýnir sambandið beint milli gyllinitals og páskatungls í gamla stíl. Slíka töflu mátti nú nota til að finna páska. Þau ár til dæmis, sem gyllinitalið var 10, var reiknað með því að tunglfyllingin yrði 27. mars og páskar síðan haldnir næsta sunnudag á eftir. Hina raunverulegu tunglfyllingu bar auðvitað ekki alltaf nákvæmlega upp á 27. mars þótt gyllinitalið væri 10, allra síst þegar líða tók á miðaldir og meðalskekkjan var komin á þriðja dag. Almenningur mun þó tæplega hafa gert sér grein fyrir þessu misræmi fyrr en á 15. öld þegar farið var að gefa út prentuð almanök sem sýndu rétta tunglkomu- og tunglfyllingardaga. Sáu menn þá svart á hvítu að hinar kirkjulegu tungltöflur voru mjög úr lagi gengnar og þar með páskahaldið. Skekkjan í tungltöflunum mun líklega hafa ráðið mestu um það að endanlega skyldi ákveðið að innleiða nýtt tímatal seint á 16. öld. |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Páskatunglið í nýja stíl. Paktar
Eitt helsta markmiðið með tímatalsbreytingu Gregoríusar
páfa 13. var, eins og þegar hefur verið sagt, að leiðrétta
misræmið milli raunverulegra tunglfyllinga og dagsetninganna
í töflu B. Einfaldasta lausnin hefði vafalaust verið
sú að breyta dagsetningunum í töflunni til samræmis
við raunverulegan gang tunglsins og endurskoða síðan
töfluna með reglubundnu millibili. Lilíus og ráðgjafar
páfa völdu aðra leið, sem í fljótu bragði
virðist frábrugðin þessari, en stefnir raunar að
sama marki. Til þess að ákvarða fyllingu páskatungls
skyldi framvegis stuðst við svonefnda pakta, en hjálpartölur
með því nafni höfðu lengi verið notaðar
í gamla stíl til að tákna aldur tunglsins vissan
dag í árinu, oftast 22. mars en stundum 1. janúar.
Lilíus kaus að miða við 1. janúar, svo að
paktar nýja stíls, eða gregoríanskir paktar eins
og þeir eru líka kallaðir, eiga að segja til um aldur
tunglsins á nýársdag, þ. e. þann dagafjölda
sem liðinn er frá nýju tungli. Hugmynd Lilíusar
var sú að finna pakta hvers árs með einfaldri reiknireglu
og nota síðan töflu til að finna páskatunglið
út frá pöktunum. Í staðinn fyrir töflu
A var nú samin ný tafla, C, sem sýndi tunglkomurnar
í árinu fyrir hvert paktagildi. Meðallengd tunglmánaðar
er 29,53 dagar eins og fyrr segir, svo að paktarnir (sem miðast
við að aldur tungls sé reiknaður í heilum dögum)
geta tekið öll gildi frá 0 upp í 29. Paktarnir 0
svara til þess að nýtt tungl (í hinum eldri skilningi)
beri upp á nýársdag. Í stað tölunnar
0 var áður notað táknið * en stundum 30, þannig
að paktarnir leika þá á 1-30.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
1) Þegar paktar eru 19 og gyllinital líka
19, teljast tvær tunglkomur í desember (2. og 31.).
2) Degi síðar í hlaupárum. |
Út frá töflu C getum við nú leitt aðra
töflu, D, sem sýnir fyllingu páskatunglsins fyrir öll
paktagildi. Er þá reiknað með að tunglfyllingin
sé 13 dögum á eftir tunglkomu eins og áður.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Dagsetningarnar í töflu C (og þar með líka
D) eru að sjálfsögðu valdar þannig, að tunglfyllingardagarnir
verði sem næst réttu lagi. Þegar paktar ársins
eru 0 á tunglfylling til dæmis að vera 13. apríl
og er það oftast nær, þótt stundum geti að
vísu skakkað degi. Ástæðan til þess að
frávik geta orðið er meðfram sú að aldur
tungls á nýársdag (paktarnir) ræður ekki
öllu um það hvenær tunglfyllingar verði síðar
á árinu. Bæði er, að bilið milli tunglfyllinga
er örlítið breytilegt, og svo hitt, að tímaskeiðið
frá nýársdegi til ákveðinnar dagsetningar
í mars eða apríl er mislangt eftir því hvort
hlaupár er eða ekki. Þannig myndi tunglfylling á
103. degi ársins falla á 13. apríl í almennu
ári en 12. apríl í hlaupári. Við þetta
bætist svo að sjálfsögðu það atriði
að aldur tungls á hádegi á nýársdag
getur staðið á broti úr degi ef nákvæmlega
er reiknað, en paktarnir eru alltaf heilar tölur og geta því
ekki sýnt aldur tungls á nýársdag með slíkri
nákvæmni. Getur skekkja af þessum sökum numið
allt að hálfum degi.
Lausleg athugun bendir til þess að við sérstakar kringumstæður ætti að geta munað tveimur dögum á réttri tunglfyllingu og dagsetningu í töflu D. Ég hef þó ekki rekist á neitt dæmi þess að meiru hafi munað en einum degi. Ef við athugum töflu D sjáum við að paktarnir 24 eru látnir gefa sama tunglfyllingardag og paktarnir 25, þ. e. 18. apríl, en ekki 19. apríl eða 20. mars eins og eðlilegra gæti virst með hliðsjón af næstu paktatölum. Þetta er gert af ásettu ráði til þess að páskarnir fari ekki út fyrir hin hefðbundnu tímamörk, 22. mars og 25. apríl. Um hina sérstöku paktatölu 25* verður rætt síðar. Nú er eftir að líta á það atriði hvernig finna skuli pakta tiltekins árs. Þegar paktar nýja stíls voru innleiddir, var ákveðið að tengja þá gyllinitalinu á sem einfaldastan hátt til þess að sem minnstur munur yrði á gömlu og nýju reglunni til að finna páska. Nánari athugun leiddi í ljós að fyrst eftir gildistöku hins nýja tímatals myndi hæfilegt að láta sambandið milli gyllinitals og pakta vera eins og sýnt er í töflu E. Með öðrum orðum, á fyrsta ári hverrar tunglaldar myndi láta nærri að tungl væri eins dags gamalt á nýársdag; næsta ár (gyllinital 2) mátti heita að það væri 12 daga gamalt, o. s. frv. Við sjáum að paktatalan er látin hækka um 11 frá ári til árs (þegar summan fer yfir 30, dragast 30 frá), og er það nokkurn veginn í samræmi við gang tunglsins. Í lok hverrar tunglaldar og við upphaf þeirrar næstu hækka paktarnir þó um 12 (frá 19 yfir í 31 = 1). Samanburður á töflum B og D (með hliðsjón af E) sýnir að dagsetningarnar hafa yfirleitt verið fluttar fram um 7 daga; þegar gyllinitalið var 1 taldist páskatungl áður fullt 5. apríl, en eftir breytinguna er tunglfyllingin sett á 12. apríl svo að dæmi sé tekið. Þarna er um að ræða þriggja daga flutning aftur á bak til að fá samræmi við gang tunglsins og tíu daga flutning fram á við vegna þeirra dagsetninga sem sleppt var úr tímatalinu árið 1582. Heildarfærslan verður því 7 dagar. Til þess að tafla D héldist nú til frambúðar
í samræmi við raunverulegan gang tunglsins voru settar
reglur sem breyta sambandinu milli pakta og gyllinitals á vissum
aldamótum. Hin upprunalega tafla, E, var látin gilda fyrir
tímabilið 1582-1699. Þá tók við önnur
tafla, F, sem gilti frá 1700 til 1899 og síðan þriðja
taflan, G, sem gildir fyrir yfirstandandi tímabil allt fram til
ársins 2199.
|
|
|
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|
|
Eins og sjá má eru breytingarnar á aldamótum
í því fólgnar að allar paktatölur í
fyrri töflu eru lækkaðar um 1 (stundum eiga þær
að hækka um 1, en það er sjaldgæfara). Kerfið
sem liggur að baki þessum breytingum er tvíþætt.
Í fyrsta lagi hefur hin breytta hlaupársregla nýja
stíls bein áhrif á paktana. Ástæðan
er sú, að í hvert sinn sem aldamótaár er
fellt úr tölu hlaupára, seinkar tunglkomunum miðað
við almanaksárið um einn dag, og er þá rökrétt
að lækka paktana um 1. Þessi leiðrétting kallast
sóljöfnuður vegna þess að hún er tengd
lengd ársins og þar með sólarganginum. Sóljöfnuðurinn
verður til að lækka paktana árin 1700, 1800, 1900,
-- 2100, 2200, 2300, -- 2500, 2600, 2700, o. s. frv. öll aldamótaár
sem ekki eru hlaupár. Þegar sóljöfnuðurinn
hefur verið framkvæmdur eru paktarnir orðnir jafngóð
vísbending um gang tunglsins í nýja stíl eins
og gyllinitalið var í gamla stíl. Skekkjan sem þá
er eftir að leiðrétta nemur að meðaltali einum degi
á 308 árum eins og fyrr er sagt, og er þetta gert með
því að hækka paktana um 1 átta sinnum á
2500 árum (ráðgjafar Gregoríusar töldu, að
skekkjan næmi einum degi á 312,5 árum). Á þetta
að gerast um aldamót á þriggja alda fresti sjö
sinnum í röð, en í áttunda skiptið líða
4 aldir á milli. Leiðréttingin, sem kallast tungljöfnuður,
var fyrst gerð árið 1800, á svo að koma til framkvæmda
árin 2100, 2400, 2700, 3000, 3300, 3600 og 3900; síðan
aftur árin 4300, 4600 o. s. frv.
Eins og tafla E sýnir, hélst sambandið milli gyllinitals og pakta óbreytt frá 1582 til 1699. Árið 1700 kom sóljöfnuðurinn til skjalanna og lækkaði paktana um 1 (tafla F). Árið 1800 var sóljöfnuðurinn veginn upp af tungljöfnuði, og varð því engin breyting. Árið 1900 varð enn sóljöfnuður svo að sambandið milli gyllinitals og pakta breyttist aftur (tafla G). Næsta breyting verður ekki fyrr en árið 2200 þegar sóljöfnuðurinn verður aftur einn að verki. Í síðustu töflunni (G), þeirri sem nú gildir, kemur fyrir sérstakt paktagildi sem táknað er með 25*. Eins og við munum voru paktagildin 24 og 25 látin gefa sama tunglfyllingardag, 18. apríl. Nú getur það hent, eins og á yfirstandandi tímabili (1900-2199), að bæði gildin, 24 og 25, eigi að koma fyrir í hverri einustu tunglöld. Þetta myndi hafa það í för með sér að páskarnir fengju óeðlilega ríka tilhneigingu til að lenda á tímanum 19.-25. apríl. Til þess að forðast þetta var ákveðið að undir slíkum kringumstæðum skyldi færa tunglfyllinguna fyrir paktana 25 til 17. apríl og auðkenna paktatöluna jafnframt á sérstakan hátt. Paktarnir 25* jafngilda því pöktunum 26. Rétt er að benda á að öll þrjú gildin, 24, 25 og 26, koma aldrei fyrir í einni og sömu tunglöld. Í handbókinni um fingrarím eru töflur sem sýna gyllinital, pakta og dagsetningu páskadags fyrir árin 1000-2199 e. Kr. Einnig eru þar gefnar stærðfræðilegar reiknireglur til að finna pakta og páskadag. Um hina einföldu reglu til að finna gyllinitalið hefur þegar verið getið. (Úr Almanaki Þjóðvinafélagsins 1971,
með lítilsháttar breytingum) Sķšast breytt 26.11. 2018 |