Nýtt tungl Plútós
Hinn 20. júlí 2011 tilkynntu bandarískir stjörnufræðingar
að á ljósmyndum sem teknar voru með Hubble geimsjónaukanum á tímabilinu frá 28.
júní til 18. júlí hefði sést
áður óþekkt tungl á braut um
dvergreikistjörnuna Plútó. Tunglið er hið fjórða sem finnst við Plútó og hafa
finnendur kallað það "P4", en hið opinbera bráðabirgðaheiti er S/2011 (134340)
1. Tungl þetta er daufara en hin tunglin þrjú og því að líkindum minna en þau ef
yfirborðið er ámóta dökkt. Braut hins nýja tungls virðist liggja milli brauta
tunglanna Nix og Hydra, og er það því hið þriðja í röðinni talið frá Plútó.
Nánari upplýsingar er að finna í yfirlitinu
Tungl reikistjarnanna.
Þ.S. 20.7. 2011Almanak Háskólans
|