Nýfundin tungl í sólkerfinu

    Síðan almanakið fyrir árið 2001 fór í prentun hafa fundist fjölmörg ný tungl í sólkerfinu við skipulega leit með stórum stjörnusjónaukum. Tólf þessara tungla ganga umhverfis reikistjörnuna Júpíter, önnur tólf kringum Satúrnus og þrjú kringum Úranus. Öll eru þessi tungl lítil og flest þeirra eru langt frá reikistjörnunni sem þau ganga um.   Líkur eru á að mörg þessara tungla hafi áður verið smástirni sem reikistjörnurnar hafi fangað. Nánari upplýsingar um tunglin er að finna í yfirlitinu Tungl reikistjarnanna

Þ.S. febr. 2001