Ný tungl Neptúnusar

Í janúar 2003 var tilkynnt um fund ţriggja, áđur óţekktra tungla sem ganga umhverfis reikistjörnuna Neptúnus. Ţessi tungl fengu bráđabirgđaheitin S/2002 N1, S/2002 N2 og S/2002 N3. Í lok ágústmánađar 2003 fundust svo tvö tungl í viđbót, og voru ţau auđkennd međ nöfnunum S/2003 N1 og S/2002 N4. Síđastnefnda tungliđ hafđi sést í ágúst 2002 en ţađ týndist aftur. Tunglin fundust viđ skipulega leit međ tveimur stórum stjörnusjónaukum, öđrum viđ stjörnustöđina á fjallinu Cerro Tololo í Síle, hinum á fjallinu Mauna Kea á Hawaii. Tunglin eru smá, hiđ stćrsta er um 60 km í ţvermál.  Ţrjú tunglanna ganga rangsćlis en tvö réttsćlis um reikistjörnuna. Ţau eru svo langt frá Neptúnusi ađ umferđartímarnir eru frá 7 árum upp í 25 ár, sem er algjört met í sólkerfinu.  

Ţar međ er fjöldi ţekktra tungla sem ganga um Neptúnus kominn í 13.

Sjá enn fremur yfirlitið Tungl reikistjarnanna.
 
Ţ.S. 22.2. 2003. Viđbót 30.11. 2003

Almanak Háskólans