Hvenær verður næst sólmyrkvi á Íslandi?

     Næsti sólmyrkvi sem sést gæti frá Íslandi er hringmyrkvi sem væntanlegur er 31. maí árið 2003. Hringmyrkvi er það kallað þegar tungl fer fyrir miðja sól eða því sem næst, en nær þó ekki að skyggja á alla sólina vegna þess að þvermál tunglsins á himni er örlítið minna en þvermál sólar í það skiptið. Sést þá rönd af sólinni umhverfis dimma tunglkringluna. Hringmyrkvinn 2003 sést á svæði sem nær frá nyrsta hluta Skotlands til Grænlands og ætti að sjást frá öllu Íslandi ef veður leyfir. Þetta verður mjög snemma morguns (um kl. 4) og sól því lágt á lofti. Tunglið mun skyggja á 88% af yfirborði sólar. Nánar er sagt frá þessum myrkva í almanaki fyrir árið 2003.
Sjá enn fremur  Sólmyrkvar á Íslandi fram til 2200.


Þ.S. okt. 1999
Breytt í okt. 2002
 
Sjá ítarlegri umfjöllun: Sólmyrkvinn 31. maí 2003.

Almanak Háskólans