Hér fer á eftir stutt yfirlit
um helstu sólmyrkva sem sjást munu á Íslandi
fram til ársins 2200. Skrá þessi er að mestu byggð
á upplýsingum frá belgíska stjörnufræðingnum
Jean Meeus, sem kunnur er fyrir útreikninga sína á
myrkvum og hefur gefið út viðamikið rit um það
efni.
1. Almyrkvi á sólu 12. ágúst
2026. Ferill skuggans, sem er tæplega 300 km á breidd,
liggur yfir Ísland vestanvert, eins og fyrr segir. Í Reykjavík
mun almyrkvinn standa í 1 mínútu og 10 sekúndur,
en á Ísafirði í 1 mínútu og 36 sekúndur.
Á Norðfirði sést deildarmyrkvi, og mun tungl hylja
95% af þvermáli sólar þaðan séð.
2. Hringmyrkvi á sólu 11. júní
2048. Hringmyrkvinn mun sjást frá Íslandi sunnanverðu.
Í Reykjavík stendur hann yfir í 4,6 mínútur.
3. Hringmyrkvi á sólu 11. mars
2119. Ferill þessa myrkva liggur vestan við Ísland.
Á landinu sjálfu sést deildarmyrkvi og mun um 96%
af þvermáli sólar verða hulið frá vesturströndinni
séð.
4. Almyrkvi á sólu 14. júní
2151. Ferill myrkvans liggur sunnan við Ísland. Hér
á landi sést deildarmyrkvi; í Reykjavík mun
tungl hylja 96% af þvermáli sólar.
5. Hringmyrkvi á sólu 12. apríl
2173. Ferillinn liggur austan við Ísland. Hérlendis
sést deildarmyrkvi; í Reykjavík myrkvast 88% af þvermáli
sólar.
6. Almyrkvi á sólu 26. júní
2196. Ferillinn gengur yfir Ísland norðvestanvert. Á
Ísafirði stendur myrkvinn í 1 mínútu og
36 sekúndur. Í Reykjavík verður aðeins deildarmyrkvi,
en tunglið mun skyggja á 99% af þvermáli sólar.