Nýtt tungl Júpíters
 

    Tilkynnt hefur verið um áður óþekkt  tungl hjá reikistjörnunni Júpíter, hið 17 sem vitað er að gangi um þessa stærstu reikistjörnu sólkerfisins. Tunglið fannst í júlí á þessu ári við rannsókn á myndum sem teknar voru í október s.l. með sjónauka í Kitt Peak stjörnustöðinni í Arizona í Bandaríkjunum. Myndirnar voru teknar gagngert til að leita að nýjum tunglum, og voru það stjörnufræðingar við háskólann í Arizona og Harvard-Smithson rannsóknastöðina í Cambridge í Massachusetts sem unnu saman að þessu verkefni. Tunglið hefur hlotið bráðabirgðaheitið S/1999 J1. Það er afar dauft (nálægt 20. birtustigi) og er giskað á að það sé varla meira en 5 km í þvermál. Það er lengra frá Júpíter en nokkurt hinna tunglanna. Reiknast mönnum svo til að meðalfjarlægð þess frá Júpíter samsvari um 170 þvermálum reikistjörnunnar og að umferðartíminn sé rúm tvö ár. Er nú beðið eftir frekari myndum og mælingum til staðfestingar á þessu. Sjá enn fremur yfirlitið Tungl reikistjarnanna.
 
Ţ.S. sept. 2000