Ensk-íslensk orðaskrá úr stjörnufræði

A

Abell catalogue
[íslenska] Abellsskráin [skýr.] skrá yfir þyrpingar vetrarbrauta, kennd við bandaríska stjörnufræðinginn George Abell (1927-1983)
aberration (1)
[íslenska] ljósvik [sh.] ljósstefnuvik [skýr.] sýndarbreyting á stefnu ljósgeisla vegna hreyfingar (hraða) athugandans [dæmi] stellar aberration, planetary aberration
aberration (2)
[íslenska] linsuvilla [sh.] spegilvilla (sjóntækis) [dæmi] chromatic aberration, spherical aberration, coma, astigmatism, curvature of field, distortion
ablation
[íslenska] blæsing [skýr.] eyðing efnis, t.d. utan af loftsteini eða geimfari vegna núnings í lofthjúpi jarðar
absolute magnitude
[íslenska] reyndarbirta [skýr.] mælikvarði á ljósafl stjörnu; birtustig (sýndarbirta) stjörnunnar ef hún væri 10 parsek (um 32,6 ljósár) frá jörðu. Þegar um smástirni er að ræða er viðmiðunarfjarlægðin 1 stjarnfræðieining. Ólíkt apparent magnitude
absolute temperature
[íslenska] altækur hiti [skýr.] hiti reiknaður frá alkuli
absolute zero
[íslenska] alkul [skýr.] lægsti hugsanlegi hiti, -273,15°C
absorption
[íslenska] gleyping [skýr.] það að efni drekkur í sig geislun
absorption coefficient
[íslenska] gleypistuðull
absorption line
[íslenska] gleypilína (í litrófi)
absorption nebula
[sh.] dark nebula [íslenska] gleypiþoka [sh.] skuggaþoka [skýr.] dimm efnisþoka í geimnum
absorption spectrum
[íslenska] gleypiróf
abundance
(of elements) [íslenska] fjöldahlutfall [sh.] þyngdarhlutfall [skýr.] hlutfall frumefna, t.d. í sól eða alheimi
acceleration
[íslenska] hröðun
accretion
[íslenska] aðsóp
accretion disk
[íslenska] aðsópskringla [sh.] safnkringla, safnskífa [skýr.] t.d. umhverfis svarthol
achondrite
[íslenska] akondrít [skýr.] grjónsnauður loftsteinn, gagnstætt chondrite
achromatic lens (achromat)
[íslenska] litvís linsa [skýr.] tvískipt linsa, nærri því laus við litvillu
acoustic wave
[íslenska] hljóðbylgja
active
[íslenska] kvikur (um norðurljós)
active galactic nucleus (AGN)
[íslenska] virkur vetrarbrautarkjarni
active galaxy
[íslenska] virk vetrarbraut [skýr.] vetrarbraut með kjarna sem geislar frá sér mjög mikilli orku
active optics
[íslenska] viðbragðssjóntækni [skýr.] sem leiðréttir breytingar sem verða á lögun aðalspegils eða loftnets í sjónauka, t.d. vegna hreyfingar sjónaukans eða hitabreytinga, sjá jafnframt adaptive optics
active region
[íslenska] ókyrrt svæði (á sól)
active sun
[íslenska] ókyrr sól
adaptive optics
[íslenska] aðlögunarsjóntækni [skýr.] sem leiðréttir óstöðuga mynd með því að breyta lögun innskotsspegils eða linsu í sjónauka, sjá jafnframt active optics
adiabatic
[íslenska] innrænn [sh.] óverminn (um ferli þar sem varmi kerfisins helst óbreyttur)
advection
[íslenska] aðstreymi
Ae star
[íslenska] Ae-stjarna [skýr.] stjarna í litrófsflokki A, sem sýnir bjartar ljómlínur vetnis (e=emission)
aeon
[sh.] eon [íslenska] óra kv. [sh.] áramilljarður
aeronomy
[íslenska] háloftafræði
aerosol
[skýr.] örsmáar agnir eða dropar í lofthvolfi [íslenska] agnúði
aether
-> ether
afterglow
[íslenska] eftirskin (gammablossa)
air shower
[íslenska] geimgeislaskúr
airglow
[íslenska] loftljómi [sh.] næturljómi
Airy disc
[íslenska] kringla Airys [skýr.] minnsta mynd af stjörnu sem tiltekinn sjónauki getur skilað. Kennd við enska stjörnufræðinginn George Biddell Airy (1801-1892)
Aitken Double Star Catalogue (ADS)
[sh.] New General Catalogue of Double Stars [skýr.] skrá yfir tvístirni, útg. 1932, kennd við bandaríska stjörnufræðinginn Robert G. Aitken (1864-1951)
albedo
[íslenska] endurskinshlutfall [dæmi] Bondhlutfall, gagnskinshlutfall [skýr.] hæfni hlutar til að endurvarpa ljósi sem á hann fellur [dæmi] Bond albedo, geometrical albedo
Alfvén wave
[íslenska] Alfvénbylgja [skýr.] tegund af bylgju í rafgasi með segulsviði, kennd við sænska eðlisfræðinginn Hannes Alfvén (1908-1995)
Algol variable
[íslenska] Algol-myrkvastjarna [skýr.] kennd við stjörnuna Algol í stjörnumerkinu Perseifi (Perseus)
aliasing
[íslenska] hjáróm [skýr.] það fyrirbæri þegar falskt lágtíðnimerki kemur fram í stafrænum sveiflumælingum sem afleiðing af vanskyni
alidade
[skýr.] hluti af stjörnuhæðarmæli, >>astrolabe [íslenska] stjörnusigti [sh.] stjörnumið
all-sky camera
[íslenska] alhvolfsmyndavél
Almagest
[íslenska] Almagest [skýr.] frægt stjörnufræðirit Ptólemeusar
almanac
[íslenska] almanak
almucantar
[íslenska] jafnhæðarbaugur
alpha
[íslenska] alfa [skýr.] fyrsti stafur gríska stafrófsins, oft notaður til að tákna björtustu stjörnuna í stjörnumerki
Alpha Centauri
[íslenska] Alfa í Mannfáki [skýr.] bjartasta stjarnan í stjörnumerkinu Mannfáki (Centaurus)
Alphonsine tables
[íslenska] Alfonstöflur [skýr.] stjörnufræðilegar töflur frá 13. öld, samdar af hópi stjörnufræðinga og tileinkaðar Alfonsi X Kastilíukonungi (1226-1284)
altazimuth (1)
[íslenska] lóðstilltur
altazimuth (2)
[íslenska] lóðstilltur sjónauki [skýr.] sjónauki á lóðstilltu stæði (fæti)
altazimuth mounting
[íslenska] lóðstillt stæði [sh.] lóðstilltur fótur (sjónauka)
altitude (1)
[íslenska] hæð (yfir sjóndeildarhring, venjulega í gráðum)
altitude (2)
[íslenska] hæð (yfir sjávarmáli, t.d. í metrum)
aluminizing
[íslenska] álhúðun (spegils)
Am-star
[íslenska] Am-stjarna [skýr.] stjarna í litrófsflokki A, sem sýnir óvenju sterkar litrófslínur vissra málma (m=metallic)
American Association of Variable Star Observers (AAVSO)
[skýr.] bandarískt félag áhugamanna um athuganir á breytistjörnum
American Astronomical Society (AAS)
[skýr.] helsta félag stjörnufræðinga í Bandaríkjunum
Amor group
[íslenska] Amor-smástirni [skýr.] smástirni sem ganga inn fyrir braut Mars en ekki inn fyrir braut jarðar, nefnd eftir einu þeirra
amplitude (1)
[íslenska] sveifluvídd (milli hámarks og lágmarks)
amplitude (2)
[íslenska] sveifluvik [sh.] sveifluseiling (frá meðalgildi)
analemma
[íslenska] árlykkja [skýr.] sýndarhreyfing sólar á himni yfir árið, miðað við daglega athugun á föstum tíma dags
anastigmatic
[skýr.] um linsu sem er laus við bjúgskekkju (astigmatism), kúluvillu (spherical aberration) og hjúpskekkju (coma) [íslenska] bjúgréttur
Andromeda
[íslenska] Andrómeda [skýr.] stjörnumerki
Andromeda galaxy
[sh.] Andromeda nebula [íslenska] Andrómeduþokan [skýr.] stjörnuþoka (vetrarbraut) í stjörnumerkinu Andrómedu
Andromeda nebula
-> Andromeda galaxy
Andromedids
[íslenska] Andrómedítar [skýr.] loftsteinadrífa kennd við stjörnumerkið Andrómedu
angle of refraction
[íslenska] ljósbrotshorn
Anglo-Australian Observatory (AAO)
[skýr.] bresk-áströlsk stjörnustöð í Ástralíu
Anglo-Australian Telescope (AAT)
[skýr.] bresk-ástralskur sjónauki í Ástralíu
angstrom (Å)
[sh.]ångström [íslenska] angström [skýr.] 0,1 nanómetri. Lengdareining, notuð í litrófsgreiningu, kennd við sænska eðlisfræðinginn Anders Jonas Ångström (1814-1874)
angular acceleration
[íslenska] hornhröðun
angular diameter
[sh.] apparent diameter [íslenska] sýndarþvermál
angular distance
[íslenska] hornbil (t.d. milli stjarna á himinhvolfinu)
angular measure
[íslenska] hornmál (t.d. bogagráður)
angular momentum
[íslenska] hverfiþungi
angular resolution
-> resolution
angular velocity
[íslenska] hornhraði
anisotropy
[íslenska] stefnuhneigð
annihilation
[íslenska] eyðing (frumagnar og andagnar sem mætast)
annual aberration
[íslenska] árleg ljósvilla [skýr.] sýndarbreyting á stöðu fastastjörnu vegna hraða jarðar á hreyfingu hennar um sólu
annual equation
[sh.] annual inequality [íslenska] árjöfnuður [skýr.] frávik tungls frá meðalgöngu vegna árlegrar sveiflu í fjarlægð sólar sem breytir flóðhrifum sólar á tunglbrautina
annual inequality
-> annual equation
annual parallax
[sh.] heliocentric parallax [íslenska] árleg hliðrun [sh.] sólmiðuð hliðrun [skýr.] hliðrun á stöðu fastastjörnu vegna árlegrar hreyfingar jarðar um sólu; mesti munur á stöðu stjörnunnar séð frá jörð annars vegar en sól hins vegar, -> parallax
annual variation
[skýr.] hreyfing stjörnu á himni á einu ári vegna framsóknar vorpunkts (precession) og eiginhreyfingar (proper motion) [íslenska] árvik
annular eclipse
[íslenska] hringmyrkvi
annular phase
[íslenska] hringmyrkvastig (í sólmyrkva)
anomalistic month
[íslenska] jarðnándarmánuður [skýr.] umferðartími tungls miðað við jarðnándarstað tunglbrautarinnar
anomalistic year
[íslenska] jarðbrautarár [skýr.] umferðartími jarðar miðað við sólnándarstað jarðbrautarinnar
anomaly
[íslenska] brautarhorn [skýr.] mælikvarði á fjarlægð reikistjörnu frá sólnándarstað [dæmi] true anomaly, mean anomaly, eccentric anomaly
ansae
[íslenska] höld [sh.] hringar (Satúrnusar)
antapex
[íslenska] flóttapunktur [skýr.] sá punktur á stjörnuhimninum sem sólin (sólkerfið) stefnir frá, gagnstætt apex
antenna
[íslenska] viðtak [sh.] loftnet
antenna pattern
[sh.] field pattern, polar diagram [íslenska] viðtaksmynstur (rafaldssjónauka) [skýr.] lýsir stefnuvirkni hans
antenna temperature
[sh.] background temperature [íslenska] viðtakshiti (loftnets)
anthropic principle
[íslenska] mannhorf [skýr.] sú hugmynd að tilvist athuganda setji hugsanlegri mynd alheims þröngar skorður
antimatter
[íslenska] andefni
antiparticle
[íslenska] andeind
antitail
[íslenska] andhali (halastjörnu)
Antlia
[íslenska] Dælan [skýr.] stjörnumerki
Antoniadi scale
[íslenska] stjörnuskyggniskvarði Antoniadis [skýr.] mælikvarði á athugunarskilyrði. Kenndur við grísk-franska stjörnufræðinginn Eugène M. Antoniadi (1870-1944)
Ap stars
[íslenska] Ap-stjörnur [skýr.] stjörnur í litrófsflokki A, sem hafa afbrigðileg litrófseinkenni (p=peculiar)
apastron
[íslenska] stjörnufirð [skýr.] sá staður á braut stjörnu í tvístirni, þar sem stjörnurnar eru fjærstar hvor annarri, gagnstætt periastron
aperture
[íslenska] sjónop [sh.] ljósop
aperture ratio
[sh.] relative aperture [íslenska] ljósopshlutfall (ljósop) [skýr.] hlutfallið milli þvermáls og brennivíddar sjónglers eða spegils
aperture synthesis
[íslenska] sjónopsföldun (rafaldssjónauka)
apex (1)
[sh.] solar apex [íslenska] sóknarpunktur [sh.] sóknarpunktur sólar [skýr.] sá staður á stjörnuhimninum sem sólin (sólkerfið) stefnir að, gagnstætt antapex
apex (2)
[íslenska] sóknarpunktur [sh.] sóknarpunktur jarðar [skýr.] sá staður á himninum sem jörðin stefnir að á hverjum tíma á göngu sinni um sólina
aphelion
[íslenska] sólfirð [skýr.] sá staður á umferðarbraut um sólu, sem fjærstur er sólinni, gagnstætt perihelion
aplanatic
[íslenska] sporréttur (um sjóntæki) [skýr.] laus við hvelvillu og vængskekkju
apoapsis
[sh.] apocentre [íslenska] firðstaða [skýr.] fjarlægasta staða hnattar á braut um annan hnött, gagnstætt periapsis
apocentre (apocenter)
[íslenska] fjarpunktur [skýr.] brautarstaður fjærst þyngdarmiðju, t.d. í tvístirni, gagnstætt pericentre
apochromat
-> apochromatic lens
apochromatic lens
[sh.] apochromat [íslenska] lithrein linsa
apodization
[íslenska] birtufönsun [skýr.] tækni til að auka myndskerpu sjónauka
apogee
[íslenska] jarðfirð [skýr.] sá staður á sporbraut um jörðu, sem fjærstur er jörðinni, gagnstætt perigee
Apollo group
[íslenska] Apolló-smástirni [skýr.] smástirni sem hafa meiri meðalfjarlægð frá sólu en jörðin, en ganga þó inn fyrir braut jarðar. Nefnd eftir því smástirni sem fyrst fannst á slíkri braut
apparent
[íslenska] sýndar- [sh.] sannur
apparent diameter
-> angular diameter
apparent equinox
[sh.] true equinox [íslenska] sannur vorpunktur [skýr.] ólíkt >>mean equinox
apparent horizon
-> astronomical horizon
apparent magnitude
[íslenska] sýndarbirta (stjörnu) [skýr.] ólíkt absolute magnitude
apparent place
[sh.] apparent position [íslenska] sýndarstaða (stjörnu) [skýr.] séð frá jarðarmiðju, ólíkt mean place, true place
apparent position
-> apparent place
apparent sidereal time
[íslenska] sannur stjörnutími [skýr.] stjörnutími sem miðast við sannan vorpunkt, ólíkt mean sidereal time
apparent solar time
[íslenska] sannur sóltími [skýr.] tími sem miðast við sanna sól, ólíkt mean solar time
apparition
[íslenska] athugunarskeið (stjörnu, t.d. reikistjörnu eða halastjörnu) [skýr.] tímaskeið þegar stjarnan liggur vel við athugun
appulse
[íslenska] stjörnumót [skýr.] þegar tvær stjörnur ganga mjög nærri hvor annarri á himni, án þess þó að önnur skyggi á hina
apsidal motion
[íslenska] brautarsnúningur [skýr.] stefnubreyting á langás umferðarbrautar, sbr. apsis
apsis
[skýr.] (ft. apsides) [íslenska] ásendi [skýr.] endi á langás sporbrautar
Apus
[íslenska] Paradísarfuglinn [skýr.] stjörnumerki
Aquarids
[íslenska] Akvarítar [skýr.] loftsteinadrífa, kennd við vatnsberamerkið (Aquarius)
Aquarius
[íslenska] Vatnsberinn [skýr.] stjörnumerki
Aquila
[íslenska] Örninn [skýr.] stjörnumerki
Ara
[íslenska] Altarið [skýr.] stjörnumerki
arc minute
[íslenska] bogamínúta
arc second
[íslenska] bogasekúnda
archaeoastronomy
[íslenska] fornleifastjörnufræði [sh.] forsögustjörnufræði
Arcturus
[íslenska] Arktúrus [skýr.] stjarna í stjörnumerkinu Hjarðmanni (Boötes)
areal velocity
[íslenska] flatarhraði [skýr.] flöturinn sem geislavigur sveipast yfir á tímaeiningu
areography
[íslenska] landafræði Mars [skýr.] dregið af gríska nafninu á reikistjörnunni (Ares)
areology
[íslenska] jarðfræði Mars
argument of perihelion
[íslenska] stöðuhorn sólnándar [skýr.] einn af brautarstikum sporbrautar
Aries
[íslenska] Hrúturinn [skýr.] stjörnumerki
arm population
[íslenska] armabyggð (í vetrarbraut)
armillary sphere
[íslenska] baugahnöttur [skýr.] fornt hjálpartæki við stjörnuskoðun og kennslu
array
[íslenska] fylki [skýr.] kerfi loftneta notað í rafaldssjónauka
artificial satellite
[íslenska] gervitungl
ascending node
[íslenska] rishnútur [skýr.] þar sem braut himinhnattar á norðurleið sker viðmiðunarflöt, gagnstætt descending node
ascension, right (RA)
[sh.] right ascension [íslenska] stjörnulengd [sh.] miðbaugslengd [skýr.] hnit í miðbaugshnitakerfi
ashen light
[íslenska] skuggaljós [skýr.] bjarmi á skuggahlið mánans eða Venusar
aspect
[sh.] configuration [íslenska] afstaða (reikistjörnu eða tungls til sólar)
aspheric surface
[íslenska] eikúluflötur [skýr.] flötur sem ekki er hluti kúlu, t.d. sporvala
association
[íslenska] stjörnufélag [skýr.] laustengdur hópur skyldra stjarna
Association of Universities for Research in Astronomy (AURA)
[skýr.] samstarfshópur sem bandarískir háskólar hafa komið á fót til að annast rekstur stjörnurannsóknastöðva
asterism
[íslenska] stjörnusamstæða [sh.] samstirni [skýr.] áberandi stjörnumynd á himni en ekki eiginlegt stjörnumerki, t.d. Fjósakonurnar
asteroid
[skýr.] reikistirni af þeirri tegund sem gengur um sólu milli brauta Mars og Júpíters. [íslenska] smástirni
asteroid belt
[íslenska] smástirnabeltið [skýr.] belti reikisteina milli brauta Mars og Júpíters
asteroseismology
[íslenska] stjarnskjálftafræði [skýr.] skjálftafræði sólstjarna, hliðstætt helioseismology
asthenosphere
[íslenska] seighvolf [skýr.] lag í möttli jarðar eða annarrar reikistjörnu, undir stinnhvolfinu (lithosphere)
astigmatism
[íslenska] bjúgskekkja (sjóntækis)
astrobiology
[sh.] exobiology [íslenska] stjörnulíffræði [sh.] geimlíffræði
astrobleme
[íslenska] loftsteinsspor [skýr.] fornt ummerki um fall loftsteins
astrochemistry
[íslenska] stjarnefnafræði
astrodynamics
[íslenska] geimbrautafræði
astrograph
[skýr.] sjónauki til að ljósmynda stórt svæði af himninum í einu [íslenska] stjörnuvíðsjá
Astrographic Catalogue
[skýr.] stjörnuskrá sem var fullgerð árið 1964. Samvinnuverkefni margra þjóða sem hófst árið 1887 undir nafninu "Carte du Ciel"
astrolabe (1)
[íslenska] stjörnuskífa [skýr.] fornt áhald af fjölbreytlegum gerðum til að ákvarða stöðu himintungla,  tíma dags eða nætur o.m.fl.
astrolabe (2)
[sh.] prismatic astrolabe [íslenska] stjörnuhæðarmælir [skýr.] sérbúinn sjónauki til að ákvarða stöðu stjarna
astrology
[íslenska] stjörnuspáfræði [sh.] stjörnuspeki
astrometric binary
[íslenska] mælitvístirni [skýr.] þar sem önnur stjarnan er ósýnileg en hin sýnir mælanlega hreyfingu á himni vegna áhrifa þeirrar ósýnilegu
astrometry
[sh.] spherical astronomy, positional astronomy [íslenska] stjarnmælingafræði [sh.] stjörnuhnitafræði
astronaut
[íslenska] geimfari
astronautics
[íslenska] geimferðafræði [sh.] geimsiglingafræði
astronavigation
[skýr.] þáttur í siglingafræði þar sem tekið er mið af stjörnum til staðarákvarðana [íslenska] siglingastjörnufræði
astronomer
[íslenska] stjörnufræðingur [sh.] stjarnfræðingur
Astronomer Royal
[íslenska] konunglegur stjörnufræðingur [skýr.] breskur heiðurstitill sem aðeins einn maður getur borið á hverjum tíma. Fram til 1972 voru konunglegir stjörnufræðingar jafnframt forstöðumenn Greenwich-stjörnustöðvarinnar
Astronomical Almanac
[skýr.] stjörnufræðilegt almanak gefið út af Bretum og Bandaríkjamönnum, með nokkru framlagi frá öðrum þjóðum
Astronomical Data Center (ADC)
[skýr.] safn af stjörnuskrám og öðrum fróðleik sem Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) varðveitir í samvinnu við stofnun í
astronomical horizon
[sh.] celestial horizon, apparent horizon [íslenska] sjónbaugur [sh.] láréttur sjóndeildarhringur [skýr.] himinbaugur í láréttri stefnu frá athuganda; þar sem láréttur flötur gegnum athugandann sker himinkúluna
Astronomical Journal (AJ)
[skýr.] bandarískt stjörnufræðitímarit, gefið út af félagi stjörnufræðinga í Bandaríkjunum (AAS)
Astronomical Notices
-> Astronomische Nachrichten
Astronomical Society of the Pacific (ASP)
[skýr.] stjörnufræðifélag með aðsetur í Kaliforníu
astronomical triangle
[íslenska] hábaugsþríhyrningur [skýr.] þríhyrningur með hornpunkta í himinhvirfli, himinpól og stjörnu
astronomical twilight
[íslenska] stjörnurökkur [skýr.] tímabil fyrir sólarupprás eða eftir sólarlag, hefst eða lýkur þegar sól er 18° undir sjónbaug
astronomical unit (AU)
[íslenska] stjarnfræðieining (SE) [skýr.] meðalfjarlægðin milli jarðar og sólar
Astronomische Gesellschaft Katalog (AGK)
[skýr.] stjörnuskrá þýska stjörnufræðifélagsins
Astronomische Nachrichten (AN)
[sh.] Astronomical Notices [skýr.] þýskt tímarit um stjörnufræði; hefur komið út síðan 1821, lengur en nokkurt annað stjörnufræðitímarit
astronomy
[íslenska] stjörnufræði [sh.] stjarnfræði, stjarnvísindi
astrophotography
[íslenska] stjörnuljósmyndun
Astrophysical Journal (ApJ)
[skýr.] bandarískt tímarit um stjarneðlisfræði
astrophysics
[íslenska] stjarneðlisfræði
Astrophysics Data System (ADS)
[skýr.] tölvugagnabanki um stjarneðlisfræði, skipulagður af Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA)
Aten group
[skýr.] smástirni sem hafa minni meðalfjarlægð frá sólu en jörðin, en ganga þó út fyrir braut jarðar. Nefnd eftir því smástirni sem fyrst fannst á slíkri braut [íslenska] Aten-smástirni
atmosphere
[íslenska] lofthjúpur [sh.] gufuhvolf, andrúmsloft
atmospheric dispersion
[íslenska] litasundrun í andrúmslofti
atmospheric extinction
[íslenska] ljósdeyfing í andrúmslofti
atmospheric pressure
[íslenska] loftþrýstingur
atmospheric refraction
[íslenska] ljósbrot í andrúmsloftinu
atmospheric window
[íslenska] lofthjúpsgluggi [skýr.] bylgjusvið þar sem ljós eða aðrar rafsegulbylgjur ná til yfirborðs jarðar [dæmi] optical window, radio window
atom
[íslenska] atóm [sh.] frumeind
atomic clock
[íslenska] atómklukka
atomic number
[íslenska] sætistala
atomic time
[íslenska] atómtími
attenuation
[íslenska] dofnun (geislunar) [skýr.] t.d. vegna fjarlægðar
audiofrequency
[íslenska] heyranleg tíðni
augmentation
[íslenska] staðbundin stækkun (tungls) [skýr.] sýndarstækkun miðað við stærðina séð frá miðju jarðar
Auriga
[íslenska] Ökumaðurinn [skýr.] stjörnumerki
aurora
[íslenska] segulljós [dæmi] aurora borealis, aurora australis  
aurora australis
[íslenska] suðurljós
aurora borealis
[íslenska] norðurljós
auroral beads
[íslenska] norðurljósaperlur [skýr.] blettaröð í norðurljósum
auroral breakup
[íslenska] norðurljósarof [skýr.] umbrot í upphafi norðurljósahviðu
auroral corona
[íslenska] norðurljósakóróna
auroral oval
[íslenska] norðurljósasveigur [sh.] norðurljósakragi [skýr.] sveigur sem norðurljósin mynda umhverfis segulskaut jarðar á hverjum tíma
auroral substorm
[sh.] substorm [íslenska] norðurljósahviða
auroral zone
[íslenska] norðurljósabelti [skýr.] þar sem tíðni norðurljósa er mest
autoguider
[íslenska] sjálfstýring [skýr.] sjálfvirk stýring sjónauka til að fylgja stjörnu nákvæmlega
Automatic plate-measuring machine (APM)
[skýr.] mjög afkastamikið tæki til að mæla stöðu og birtu stjarna á ljósmyndaplötum
autumnal equinox (1)
[íslenska] haustjafndægur [sh.] haustjafndægri
autumnal equinox (2)
[íslenska] haustpunktur [skýr.] sá staður á stjörnuhimninum þar sem sólin er við haustjafndægur
averted vision
[íslenska] frálitssjón [skýr.] næmari sjón sem fæst með því að horfa ögn til hliðar
axial period
[íslenska] möndulsnúningstími
axion
[íslenska] áseind [skýr.] efniseind sem hugmyndir eru um og gæti hugsanlega myndað hulduefnið í alheiminum
axis
[íslenska] möndull [sh.] ás
azimuth
[íslenska] áttarhorn [skýr.] venjulega reiknað til austurs frá norðri

B

Baade's window
[íslenska] Baadesgluggi [skýr.] tiltölulega ryklaust svæði (sjónsvið) á himni, nálægt miðju Vetrarbrautarinnar. Kennt við þýsk-bandaríska stjörnufræðinginn Walter Baade (1893-1960)
background radiation
[íslenska] grunngeislun [sh.] örbylgjukliður (í alheiminum)
background temperature
[sh.] antenna temperature [íslenska] viðtakshiti [skýr.] loftnets
backscattering
[íslenska] bakdreifing (ljóss)
Baily's beads
[íslenska] perlur Bailys [skýr.] þar sem örlar fyrir sól við tunglröndina í sólmyrkva. Kenndar við enska stjörnuáhugamanninn Francis Baily (1774-1844)
Baker-Schmidt telescope
[íslenska] Baker-Schmidt-sjónauki [skýr.] endurbætt gerð af Schmidt-sjónauka, hönnuð af bandaríska sjóntækjasmiðnum James G. Baker (1914-), sjá Schmidt telescope
ballistic trajectory
[íslenska] kastferill [sh.] skotferill
Balmer decrement
-> Balmer jump
Balmer discontinuity
-> Balmer jump
Balmer jump
[sh.] Balmer decrement, Balmer discontinuity [íslenska] Balmersdeyfing [skýr.] í litrófi stjörnu vegna gleypingar vetnis handan við Balmersmörkin, >>Balmer limit, >>Balmer lines
Balmer limit
[íslenska] Balmersmörk [skýr.] stysta bylgjulengd Balmerslína í litrófi stjarna, sjá Balmer lines
Balmer lines
[sh.] Balmer series [íslenska] Balmerslínur (í litrófi) [skýr.] myndast vegna gleypingar vetnis. Kenndar við svissneska stærðfræðinginn Johann Jakob Balmer (1825-1898)
Balmer series
-> Balmer lines
band spectrum
[íslenska] bandróf
bandwidth
[íslenska] tíðnibil (tækis) [skýr.] tíðnisvið þar sem tækið er næmt
bandwidth
-> coherence bandwidth
barium star
[íslenska] barínstjarna [skýr.] rauð risastjarna sem sýnir áberandi merki baríns í litrófi sínu
Barlow lens
[íslenska] Barlowslinsa [skýr.] millilinsa notuð til að auka stækkun í sjónauka, kennd við enska stærðfræðinginn og eðlisfræðinginn Peter Barlow (1776-1862)
Barnard's Loop
[íslenska] baugur Barnards [skýr.] gashvel sem umlykur stjörnumerkið Óríon, kennt við bandaríska stjörnufræðinginn Edward Emerson Barnard (1857-1923)
Barnard's star
[íslenska] Barnardsstjarna [skýr.] ein nálægasta fastastjarnan
barred spiral galaxy
[íslenska] bjálkaþoka [skýr.] þyrilvetrarbraut, þar sem armarnir hringast út frá báðum endum miðlægs stafs eða bjálka
barrel distortion
[íslenska] tunnubjögun (myndar í sjóntæki)
Barringer crater
[sh.] Meteor Crater [íslenska] Barringersgígur [skýr.] frægur gígur eftir loftstein í Arizona, kenndur við bandarískan námaverkfræðing, Daniel Barringer (1850-1929)
barycentre
[íslenska] samþungamiðja [skýr.] þungamiðja tveggja eða fleiri massa
Barycentric Coordinate Time (TCB)
[íslenska] sólkerfistími [skýr.] tími skilgreindur eftir hreyfingum himinhnatta séð frá miðju sólkerfisins. Eldri skilgreining og eldra nafn: Barycentric Dynamical Time (TDB)
baryonic matter
[íslenska] þungeindaefni [skýr.] venjulegt efni
baseline
[íslenska] grunnlína [skýr.] bein lína milli athugunarstaða, t.d. við rafaldsvíxlunarmælingar
basin
[íslenska] dæld [skýr.] gríðarstór árekstrargígur á tungli eða reikistjörnu, sjá impact crater
Bayer letter
[íslenska] Bayers-stafur [skýr.] auðkennisbókstafur stjörnu, kenndur við þýska lögfræðinginn og stjörnufræðinginn Johann Bayer (1572-1625), sem auðkenndi stjörnur með grískum bókstöfum og heiti stjörnumerkis
Be star
[íslenska] Be-stjarna [skýr.] stjarna í litrófsflokki B, sem sýnir bjartar ljómlínur vetnis (e=emission)
beam
[íslenska] geisli [sh.] geislavöndull, baðmur
beam
[íslenska] sjónsvið (sjónauka, einkum rafaldssjónauka)
beam efficiency
[íslenska] geislanýtni
beamwidth
[íslenska] geislavídd [sh.] baðmvídd
Becklin-Neugebauer object
[sh.] BN-object [íslenska] Becklinsstjarnan [skýr.] skær, innrauð stjarna í sameindaskýi handan við Óríonþokuna, kennd við bandarísku stjörnufræðingana Eric E. Becklin (1940-) og Gerry Neugebauer (1932-)
Beehive cluster
-> Praesepe
belt
[íslenska] belti [skýr.] (á Júpíter: dökkt belti)
Berenice's hair
-> Coma Berenices
Besselian elements
[íslenska] Besselsstikar [skýr.] stærðir sem notaðar eru við útreikning myrkva
Besselian year
[íslenska] Bessels-ár [skýr.] sólarár reiknað eftir gangi meðalsólar, kennt við þýska stjörnufræðinginn Friedrich Wilhelm Bessel (1784-1846)
beta
[íslenska] beta [skýr.] annar stafur gríska stafrófsins, oft notaður til að tákna næstbjörtustu stjörnuna í stjörnumerki
beta decay
[íslenska] betahrörnun
Beta Lyrae star
[íslenska] Beta-hörpustjarna [skýr.] tegund myrkvastjarna, kennd við stjörnuna Beta í stjörnumerkinu Hörpunni (Lyra)
Betelgeuse
[íslenska] Betelgás [skýr.] stjarna í stjörnumerkinu Óríon
biconcave
[íslenska] tvíhvolfur (um linsu)
Bielids
[íslenska] Andrómedítar [skýr.] loftsteinadrífa, ýmist kennd við halastjörnu Biela (Wilhelm von Biela, þýskur stjörnufræðingur, 1782-1856) eða stjörnumerkið Andrómedu
Big bang
[íslenska] Miklihvellur [skýr.] upphaf alheims í heimsfræðikenningu, sjá Big bang theory
Big bang theory
[skýr.] fræðikenning um alheiminn [íslenska] miklahvellskenningin
Big crunch
[íslenska] Miklahrun [sh.] Heljarhrun [skýr.] heimsendir í heimsfræðikenningum
Big Dipper
[sh.] Plough [íslenska] Karlsvagninn [skýr.] stjörnusamstæða í stjörnumerkinu Stórabirni
billion
[íslenska] milljarður [skýr.] upprunalega merkingin, milljón milljónir, er nú sjaldséð í enskum textum um stjörnufræði
binary
[sh.] binary star [íslenska] tvístirni [sh.] reyndartvístirni
binary galaxy
[íslenska] tvíþoka [skýr.] tvær vetrarbrautir í samfloti í geimnum
binary pulsar
[íslenska] tifstjarna í tvístirni
binary star
-> binary
binning
[íslenska] dílaknipping [skýr.] samvirkjun samliggjandi díla í myndflögu
binoculars
[íslenska] tvíkíkir
bipolar flow
[íslenska] pólflæði [skýr.] gasstreymi frá nýmyndaðri stjörnu
bipolar group
[íslenska] tvískauta hópur (sólbletta)
bipolar nebula
[íslenska] pólflæðisþoka [skýr.] útstreymi efnis frá nýmyndaðri stjörnu
birefringent filter
[íslenska] tvíbrotssía [skýr.] ljóssía sem nýtir tvöfalt ljósbrot [dæmi] Lyot filter
BL-Lac object
[sh.] BL-Lacertae object [íslenska] eðluþoka [skýr.] ein tegund vetrarbrauta, kennd við þá fyrstu sem fannst og fékk auðkennisstafina BL í stjörnumerkinu Eðlunni (Lacerta)
BL-Lacertae object
-> BL-Lac object
black body
[íslenska] svarthlutur [skýr.] hlutur sem drekkur í sig alla geislun sem á hann fellur
black body radiation
[íslenska] algeislun [skýr.] geislun frá svarthlut
black drop
[íslenska] randdropi [skýr.] ljósfyrirbæri sem sést þegar Venus fer fyrir sól
black dwarf
[íslenska] dimmur dvergur
black hole
[íslenska] svarthol
blazar
[íslenska] blasi [skýr.] annað nafn á eðluþokum (BL-Lac object) eða mjög breytilegum dulstirnum
blink comparator
[íslenska] bliksjá [skýr.] tæki sem notað er til að bera saman tvær áþekkar ljósmyndir og sýnir mismun myndanna sem blikandi stjörnu eða stjörnu sem hrekkur til og frá
bloomed lens
[íslenska] einhúðuð linsa
blue moon (1)
[íslenska] blámáni [skýr.] tunglið þegar það er bláleitt vegna ryks í háloftunum
blue moon (2)
[íslenska] tvímáni [skýr.] seinni tunglfylling af tveimur í sama mánuði
blue straggler
[íslenska] blávillingur [sh.] blár flækingur [skýr.] óeðilega bláleit (ungleg) stjarna í kúluþyrpingu
blueshift
[íslenska] blávik
BN-object
-> Becklin-Neugebauer object
Bode's law
[sh.] Titius-Bode law [íslenska] Bodeslögmál [skýr.] regla um fjarlægðir reikistjarna frá sólu, kennd við þýska eðlisfræðinginn Johann Daniel Titius (1729-1796) og þýska stjörnufræðinginn Johann Elert Bode (1747-1826)
Bok globule
[íslenska] Bokhnoðri [skýr.] dökk, hnattlaga geimþoka af tegund sem kennd er við hollensk-bandaríska stjörnufræðinginn Bart Jan Bok (1906-1983)
bolide
[íslenska] vígahnöttur
bolometer
[íslenska] alrófsmælir
bolometric correction
[íslenska] alrófsleiðrétting [skýr.] mismunur sjónbirtu og alrófsbirtu himinhnattar
bolometric magnitude
[íslenska] alrófsbirta [sh.] alrófsbirtustig [skýr.] stjörnu
Bolshoi Teleskop Azimutalny
-> Large Altazimuth Telescope
Boltzmann constant
[íslenska] Boltzmannsfasti [skýr.] fasti kenndur við austurríska eðlisfræðinginn Ludwig Boltzmann (1844-1906)
Boltzmann equation
[íslenska] Boltzmannsjafna [skýr.] jafna kennd við austurríska eðlisfræðinginn Ludwig Boltzmann (1844-1906)
Bond albedo
[íslenska] Bondhlutfall [skýr.] hæfni hlutar til að endurvarpa ljósi sem á hann fellur ef allt endurvarp er meðreiknað, óháð stefnu. Kennt við bandaríska stjörnufræðinginn G.P. Bond (1825-1865). Sbr. (ólíkt) geometrical albedo
Bonner Durchmusterung (BD)
[íslenska] Bonn-stjörnuskráin [skýr.] samin við stjörnuturninn í Bonn
Boss General Catalogue
[íslenska] stjörnuskrá Boss [skýr.] skrá kennd við bandaríska stjörnufræðinginn Lewis Boss (1846-1912)
bound-bound absorption
[íslenska] þrepagleyping (í atómi)
bound-bound transition
[íslenska] þrepastökk (í atómi)
bound-free absorption
[íslenska] lausnargleyping [skýr.] í atómi
bow shock
[íslenska] stafnhögg [sh.] stafnhöggsbylgja [skýr.] t.d. þar sem sólvindurinn mætir segulhvolfi jarðar
Boötes
[íslenska] Hjarðmaðurinn [skýr.] stjörnumerki
Brans-Dicke theory
[íslenska] Brans-Dicke-kenningin [skýr.] kenning um þyngdarsvið, ætlað að koma í stað almennu afstæðiskenningarinnar. Kennd við bandarísku eðlisfræðingana Carl H. Brans (1935-) og Robert H. Dicke (1916-1997)
bremsstrahlung
[sh.] free-free emission [íslenska] hemlunargeislun, lausageislun
Bright Star Catalogue (BS)
[skýr.] stjörnuskrá yfir 9000 björtustu stjörnur himins, gefin út af stjörnustöð Yale-háskóla í Bandaríkjunum
brightness
[íslenska] birta [sh.] skærleiki
brightness temperature
[íslenska] birtuhiti [skýr.] hiti stjörnu reiknaður út frá birtu hennar
British Astronomical Association (BAA)
[skýr.] breskt áhugamannafélag um stjörnuathuganir
British Interplanetary Society (BIS)
[skýr.] breskt félag áhugamanna um geimferðir
brown dwarf
[íslenska] brúnn dvergur
Bubble Nebula
[íslenska] Bóluþokan [skýr.] geimþoka í stjörnumerkinu Kassíópeiu
burst
[íslenska] hrina (geislunar)
butterfly diagram
[íslenska] fiðrildisrit [skýr.] línurit sem sýnir breytingar á breiddarstigi sólbletta með sólblettasveiflunni

C

C-class asteroid
[íslenska] kolefnissmástirni [sh.] C-flokks smástirni [skýr.] smástirni sem líkist kolefniskondrítum, sjá carbonaceous chondrite
C-M diagram
-> colour-magnitude diagram
Caelum
[íslenska] Meitillinn [skýr.] stjörnumerki
calendar (1)
[íslenska] tímatal
calendar (2)
[íslenska] almanak [sh.] dagatal
calendar year
[íslenska] almanaksár
calibration
[íslenska] kvörðun
California Institute of Technology (Caltech)
[íslenska] Tækniháskóli Kaliforníu
California nebula
[íslenska] Kaliforníuþokan [skýr.] geimþoka í stjörnumerkinu Perseifi (Perseusi), dregur nafn af lögun sinni
Callisto
[íslenska] Kallistó [skýr.] eitt af tunglum Júpíters
Caloris basin
[íslenska] Kalorisdæld [skýr.] stærsta gígmyndun á Merkúríusi
Camelopardalis
[sh.] Camelopardus [íslenska] Gíraffinn [skýr.] stjörnumerki
Camelopardus
-> Camelopardalis
camera tube
[íslenska] myndtökulampi [sh.] myndlampi
canal
[íslenska] skurður [skýr.] á Mars
Cancer
[íslenska] Krabbinn [skýr.] stjörnumerki
Canes Venatici
[íslenska] Veiðihundarnir [skýr.] stjörnumerki
Canis Major
[íslenska] Stórihundur [skýr.] stjörnumerki
Canis Minor
[íslenska] Litlihundur [skýr.] stjörnumerki
Canopus
[íslenska] Kanópus [skýr.] stjarna í stjörnumerkinu Kilinum (Carina)
Cape Canaveral
[sh.] Cape Kennedy [íslenska] Kanaveralhöfði [sh.] Kennedyhöfði
Cape Kennedy
-> Cape Canaveral
Capella
[íslenska] Kapella [sh.] Kaupamannastjarnan [skýr.] bjartasta stjarnan í stjörnumerkinu Ökumanni (Auriga)
Capricornids
[íslenska] Kapríkornítar [skýr.] loftsteinadrífa, kennd við steingeitarmerkið (Capricornus)
Capricornus
[íslenska] Steingeitin [skýr.] stjörnumerki
capture theory
[íslenska] hremmikenning [skýr.] kenning um uppruna tungls eða reikistjarna
captured atmosphere
[íslenska] aðfenginn lofthjúpur
captured rotation
[sh.] synchronous rotation, tidally locked rotation [íslenska] bundinn möndulsnúningur
carbon cycle
-> carbon-nitrogen-oxygen cycle
carbon star
[íslenska] kolefnisstjarna [skýr.] rauð risastjarna sem sýnir áberandi merki kolefnissambanda í litrófi sínu
carbon-nitrogen cycle
-> carbon-nitrogen-oxygen cycle
carbon-nitrogen-oxygen cycle (CNO cycle)
[sh.] carbon-nitrogen cycle (CN cycle), carbon cycle [íslenska] kolefnishverfan [skýr.] ferli atómkjarnasamruna, ein af mögulegum orkulindum sólstjarna
carbonaceous chondrite
[íslenska] kolefniskondrít [skýr.] sjaldgæf loftsteinategund
cardinal point
[íslenska] höfuðátt
Carina
[íslenska] Kjölurinn [skýr.] stjörnumerki
Carrington rotation number
[íslenska] snúningstala Carringtons [sh.] Carringtonstala [skýr.] tala möndulsnúninga sólar, kennd við enska stjörnufræðinginn Richard Carrington (1826-1875)
Carte du Ciel
[íslenska] Carte du Ciel [skýr.] fjölþjóðlegt samvinnuverkefni um stjörnukortagerð, sem hófst árið 1887 og lauk með útgáfu stjörnuskrárinnar Astrographic Catalogue árið 1964. Nafnið er franskt og hefur almennu merkinguna stjörnukort
Cartwheel Galaxy
[íslenska] Hjólþokan [skýr.] óregluleg vetrarbraut
cascade
[íslenska] þrepaskriða [sh.] þrepaskrun [skýr.] (um geimgeisla) stigmögnuð fjölgun sem verður þegar geislarnir fara gegnum andrúmsloft jarðar
Cassegrain telescope
[íslenska] Cassegrain-sjónauki [skýr.] tegund spegilsjónauka, kennd við franska eðlisfræðinginn Jacques Cassegrain (1652-1712)
Cassini's division
[íslenska] Cassinisgeil (í hringum Satúrnusar) [skýr.] dimmt hringbil, kennt við fransk-ítalska stjörnufræðinginn Jean-Dominique (Giovanni Domenico) Cassini (1625-1712)
Cassini's laws
[íslenska] Cassinislögmál [skýr.] lögmál um möndulsnúning tunglsins, kennt við fransk-ítalska stjörnufræðinginn Jean-Dominique (Giovanni Domenico) Cassini (1625-1712)
Cassiopeia
[íslenska] Kassíópeia [skýr.] stjörnumerki
Cassiopeia A
[íslenska] Kassíópeia A [skýr.] mikil rafaldslind í stjörnumerkinu Kassíópeiu, leifar sprengistjörnu
Castor
[íslenska] Kastor [skýr.] stjarna í stjörnumerkinu Tvíburunum
cataclysmic variable
[íslenska] hamfarastjarna
catadioptric telescope
[íslenska] spegil- og linsusjónauki
catalogue equinox
[íslenska] viðmiðunarvorpunktur stjörnuskrár
catoptric system
[íslenska] spegilsjóntæki [skýr.] ólíkt dioptric system
CCD  (charge coupled device)
[íslenska] ljósflaga [sh.] myndflaga [skýr.] ljósnæm kísilflaga
CCD camera
[íslenska] ljósflögumyndavél
CD (Cordoba Durchmusterung)
[íslenska] Kordóba-stjörnuskráin
cD galaxy
[íslenska] cD-stjörnuþoka [sh.] reginvöluþoka [skýr.] sporvöluvetrarbraut, stærsta gerð af risavöluþoku, D galaxy
CDS
[sh.] Centre de données astrononomiques de Strasbourg [skýr.] stjörnufræðileg gagnamiðstöð í Frakklandi, sú þekktasta sinnar tegundar í heiminum
celestial axis
[íslenska] heimsás
celestial coordinates
[íslenska] stjörnuhnit
celestial equator
[íslenska] miðbaugur himins
celestial horizon
-> astronomical horizon
celestial latitude
[sh.] ecliptic latitude [íslenska] sólbaugsbreidd [skýr.] hnit í sólbaugshnitakerfi
celestial longitude
[sh.] ecliptic longitude [íslenska] sólbaugslengd [skýr.] hnit í sólbaugshnitakerfi
celestial mechanics
[íslenska] stjarnhreyfingafræði [sh.] aflfræði himintungla
celestial meridian
[íslenska] hábaugur [sh.] hádegisbaugur
celestial pole
[íslenska] himinskaut [sh.] himinpóll
celestial sphere
[íslenska] himinhvolf [sh.] himinhvelfing, himinkúla, festing
cell
-> mirror cell
Centaur
[íslenska] kentár [skýr.] reikistirni sem gengur um sólu utan við braut Júpíters en innan við braut Neptúnusar. Dæmi: Kíron. Kentárar tilheyra útstirnum
Centaurus
[íslenska] Mannfákurinn [sh.] Kentárinn [skýr.] stjörnumerki
central eclipse
[íslenska] miðlínumyrkvi [skýr.] sólmyrkvi þess háttar að miðlína skuggakeilunnar snertir jörð
central force
[íslenska] miðlægur kraftur [skýr.] sem stefnir að eða frá miðpunkti
central meridian (CM)
[íslenska] miðjuhábaugur [skýr.] sá hábaugur himinhnattar sem liggur um kringluna miðja, séð frá jörð
Central Meridian Passage
-> CMP
Centre de données astrononomiques de Strasbourg
-> CDS
Centre national d'études spatiales (CNES)
[íslenska] Geimrannsóknastofnun Frakklands
centre of gravity
[íslenska] þungamiðja [sh.] þyngdarmiðja
centre of mass
[íslenska] massamiðja
centrifugal force
[íslenska] miðflóttakraftur [sh.] miðflóttaafl
centripetal acceleration
[íslenska] miðsóknarhröðun
centripetal force
[íslenska] miðsóknarkraftur [sh.] miðsóknarafl
Cepheid
[íslenska] sefíti [skýr.] breytistjörnutegund, kennd við stjörnuna Delta í stjörnumerkinu Sefeusi (Cepheus)
Cepheus
[íslenska] Sefeus [skýr.] stjörnumerki
Cerenkov radiation
[sh.] Cherenkov radiation [íslenska] Tsjerenkov-geislun [skýr.] kennd við rússneska eðlisfræðinginn Pavel Alexeyevich Cerenkov (1904- )
Ceres
[íslenska] Seres [skýr.] smástirni
Cetus
[íslenska] Hvalurinn [skýr.] stjörnumerki
Chamaeleon
[íslenska] Kamelljónið [skýr.] stjörnumerki
Chandler wobble
[sh.] polar wandering [íslenska] Chandlersreik [sh.] Chandlersvagg, pólrangl (jarðar)
Chandrasekhar limit
[íslenska] Chandrasekharsmörk [skýr.] hámarksmassi hvítra dvergstjarna (um 1,4 sólarmassar), mörk kennd við indversk-bandaríska stjarneðlisfræðinginn Subrahmanyan Chandrasekhar (1910-1995)
Chandrasekhar-Schönberg limit
-> Schönberg-Chandrasekhar limit
channel
[íslenska] farvegur [skýr.] á Mars
chaos
[íslenska] hvikulleiki
chaotic
[íslenska] hvikull
charge coupled device (CCD)
[íslenska] ljósflaga [skýr.] ljósnæm kísilflaga
Charon
[íslenska] Karon [skýr.] tungl Plútós
chemosphere
[íslenska] efnahvolf [skýr.] rými í háloftum jarðar
Cherenkov radiation
-> Cerenkov radiation
child universe
[íslenska] afsprengisheimur [skýr.] hugtak í heimsfræði, tengist hugmyndum um óðaþensluskeið í alheiminum
Chiron
[íslenska] Kíron [skýr.] reikistirni sem líkist halastjörnukjarna og gengur milli brauta Satúrnusar og Úranusar (fer reyndar rétt inn fyrir braut Satúrnusar). Fyrsta útstirnið sem fannst. Sjá einnig Centaur
chondrite
[íslenska] kondrít [skýr.] algeng tegund loftsteina, einkennist af grjónum (chondrule)
chondrule
[íslenska] grjóna [skýr.] silíkatögn í loftsteini
chopper
[íslenska] veifill [skýr.] tæki til að beina innroðasjónauka til skiptis í tvær áttir
chromatic aberration
[íslenska] litvilla (sjónglers)
chromosphere
[íslenska] lithvolf (sólar)
chronology
[íslenska] tímatalsfræði
chronometer
[íslenska] skipsklukka [sh.] sæúr
Circinus
[íslenska] Hringfarinn [skýr.] stjörnumerki
circle of longitude
[íslenska] lengdarhringur [skýr.] himinhringur sem liggur þvert á sólbaug
circle of position
[sh.] position circle [íslenska] stöðuhringur [skýr.] í siglingafræði
Circlet
[íslenska] Hringsnáði [skýr.] samstirni í fiskamerkinu
circular polarization
[íslenska] hringskautun (ljóss eða annarrar rafsegulgeislunar)
circular velocity
[íslenska] hringhraði [skýr.] hraði í hringhreyfingu hlutar í þyngdarsviði
circumpolar
[íslenska] pólhverfur [skýr.] um himinhnött sem aldrei sest
circumstellar matter
[íslenska] stjörnuhjúpur
Cirrus Nebula
-> Veil Nebula
cislunar
[íslenska] innan tunglbrautar
civil time
-> local time
civil twilight
[íslenska] almannarökkur [skýr.] tímabil fyrir sólarupprás eða eftir sólarlag, hefst eða lýkur þegar sól er 6° undir sjónbaug
civil year
[íslenska] almanaksár
classical Cepheid
[íslenska] venjulegur sefíti [skýr.] breytistjörnutegund
clathrate
[íslenska] holefni [skýr.] efni samsett úr tveimur ólíkum efnum þar sem sameindir annars efnisins hýsa sameindir hins í kristalsholrúmum
cleft
[íslenska] tunglsprunga
clock star
[íslenska] tímastjarna [skýr.] stjarna notuð til tímamælinga
close binary
[íslenska] þétt tvístirni
closure parameter
-> density parameter
cluster
[íslenska] þyrping [sh.] klasi
CMP
[sh.] Central Meridian Passage [íslenska] miðganga
Coalsack
[íslenska] Kolapokinn [skýr.] geimþoka í stjörnumerkinu Suðurkrossi
coated lens
[íslenska] húðuð linsa
Coccoon Nebula
[íslenska] Hjúpþokan [skýr.] geimþoka í stjörnumerkinu Svaninum
coccoon star
[íslenska] hulustjarna [skýr.] stjarna umlukt rykmekki
coded mask
[íslenska] greinigrind [skýr.] mynsturgrind framan við röntgensjónauka; hjálpar við myndgreiningu
coelostat
[íslenska] himinhald [skýr.] spegiltæki sem beinir sífellt mynd af völdu svæði himins til sjónauka, þannig að ekki þurfi að hreyfa sjónaukann þótt jörðin snúist
coesite
[íslenska] kóesít [skýr.] sjaldgæf bergtegund sem myndast við árekstur loftsteina á jörð
coherence
[íslenska] samsveiflun [sh.] samstig [skýr.] samfall margra bylgjuhreyfinga, t.d. í ljósgeislum
coherence bandwidth
[sh.] bandwidth [íslenska] tíðnibil samstíga geislunar (frá geislagjafa)
colatitude
[íslenska] pólfirð (staðar eða stjörnu)
cold camera
[íslenska] kulmyndavél [skýr.] myndavél þar sem filmunni er haldið afar kaldri
cold dark matter (CDM)
[íslenska] kaldhulduefni [skýr.] afbrigði hulduefnis, sjá dark matter
collapsar
[íslenska] hrunstirni [skýr.] nifteindastjarna eða svarthol sem myndast við það að kjarni risastórrar stjörnu fellur saman
collimation
[íslenska] beinstilling [skýr.] stilling sjóntækis þannig að ljósgeislar verði samsíða eða haldist innan ákveðinna marka
collimator
[íslenska] beinstillir [skýr.] hluti sjóntækis
colour excess
[íslenska] rauðauki [skýr.] breyting á litvísi stjörnu vegna þess að ljósið frá stjörnunni hefur farið gegnum geimgas
colour index
[íslenska] litvísir [skýr.] mælikvarði á lit (litrófsflokk) stjörnu, mismunur á birtu stjörnu eins og hún mælist á tveimur mismunandi litsviðum
colour temperature
[íslenska] lithiti [skýr.] hiti stjörnu dæmdur eftir lit hennar, nánar tiltekið breytingum á ljósstyrkleika eftir bylgjulengd
colour-luminosity diagram
[íslenska] litar- og ljósaflslínurit [skýr.] línurit sem sýnir sambandið milli litar og ljósafls í hópi stjarna
colour-magnitude diagram
[sh.] C-M diagram [íslenska] litar- og birtulínurit [skýr.] línurit sem sýnir sambandið milli litar og birtu í hópi stjarna
Columba
[íslenska] Dúfan [skýr.] stjörnumerki
colure
[íslenska] baugur [dæmi] equinoctial colure, solstitial colure
coma (1)
[íslenska] haddur [sh.] hjúpur (halastjörnu)
coma (2)
[íslenska] vængskekkja [sh.] hjúpskekkja (í sjóntæki)
Coma Berenices
[sh.] Berenice's hair [íslenska] Bereníkuhaddur [sh.] Bernikkuhaddur [skýr.] stjörnumerki kennt við drottningu í Egiptalandi á 3. öld f. Kr.
Coma cluster (1)
[íslenska] Haddþyrpingin [skýr.] þyrping vetrarbrauta í Bereníkuhaddi
Coma cluster (2)
[íslenska] Haddþyrpingin [skýr.] lausþyrping stjarna í sama stjörnumerki
combined magnitude
[íslenska] samanlögð birta [sh.] samanlagt birtustig (fjölstirnis)
comes
-> secondary
comet
[íslenska] halastjarna
commensurability
[íslenska] sammælanleiki (umferðartíma) [skýr.] þegar hlutfall tveggja umferðartíma er einfalt brot, t.d. 2/5
comoving stars
[íslenska] samferða stjörnur
compact galaxy
[íslenska] hnappþoka [skýr.] vetrarbraut sem er smávaxin miðað við þá birtu sem hún ber
companion
-> secondary
comparator
[íslenska] viksjá [skýr.] tæki til að bera saman tvær áþekkar ljósmyndir [dæmi] blink comparator, stereocomparator
comparison spectrum
[íslenska] samanburðarlitróf
Compton effect
[sh.] Compton scattering [íslenska] Comptonshrif [sh.] Comptonstvístrun [skýr.] tvístrun röntgengeisla eða gammageisla sem rekast á rafeindir, kennd við bandaríska eðlisfræðinginn Arthur Compton (1892-1962)
Compton scattering
-> Compton effect
concave
[íslenska] íhvolfur
concave mirror
[íslenska] holspegill
Cone Nebula
[íslenska] Keiluþokan [skýr.] geimþoka í stjörnumerkinu Einhyrningi
configuration
-> aspect
confocal
[íslenska] samdepla lo. [skýr.] um tvær linsur þar sem brennideplarnir falla saman
confusion
[íslenska] skörun (mynda í rafaldssjónauka)
conic section
[íslenska] keilusnið
conjugate aurora
[íslenska] gagnstæð segulljós (um norðurljós og samsvarandi suðurljós)
conjugate point
[íslenska] gagnstöðupunktur (í segulsviði jarðar) [skýr.] sá staður á suðurhveli jarðar sem liggur á sömu segulsviðslínu og staður á norðurhveli, og öfugt
conjunction
[íslenska] samstaða (himinhnatta) [skýr.] venjulega haft um það þegar tveir hnettir hafa sömu sólbaugslengd
conservation of energy
[íslenska] varðveisla orku [sh.] orkugeymd
conservation of momentum
[íslenska] varðveisla skriðþunga [sh.] skriðþungageymd
constellation
[íslenska] stjörnumerki [skýr.] ólíkt sign of the zodiac
contact
[íslenska] snerting (í myrkva)
contact binary
[íslenska] snertitvístirni [sh.] samtvinnað tvístirni
continuous creation
[íslenska] sísköpun
continuous spectrum
[íslenska] samfellt litróf
continuum
[íslenska] samfella [sh.] litrófssamfella
contrast
[íslenska] birtuskil
convection
[íslenska] varmaiða [sh.] varmaburður
convective envelope
[íslenska] iðuhjúpur (tvístirnis) [skýr.] þar sem orkan flyst út á við með iðuhreyfingum
convective zone
[íslenska] iðuhvolf (sólstjörnu) [skýr.] þar sem orkan flyst út á við með iðuhreyfingum
convex
[íslenska] kúptur
cooling flow
[íslenska] kæliflæði (í vetrarbrautaþyrpingum)
coordinate system
[íslenska] hnitakerfi
Coordinated Universal Time (UTC)
[íslenska] samræmdur heimstími
Copernican system
[íslenska] heimsmynd Kóperníkusar [skýr.] kennd við pólska stjörnufræðinginn Nikulás Kóperníkus (1473-1543)
Cor Caroli
[íslenska] Karlshjartað [skýr.] stjarna í stjörnumerkinu Veiðihundunum (Canes Venatici), nefnd til heiðurs Karli I Englandskonungi
Cordoba Durchmusterung (CD)
[íslenska] Kordóba-stjörnuskráin
core
[íslenska] kjarni
Coriolis force
[íslenska] Korioliskraftur [skýr.] sýndarkraftur sem stafar af snúningi viðmiðunarkerfis athugandans, kenndur við franska verkfræðinginn Gaspard de Coriolis (1792-1843)
corona (1)
 [íslenska] kóróna [dæmi] solar corona, galactic corona, auroral corona
corona (2)
[íslenska] litbaugur (t.d. um tungl eða sól)
corona (3)
[íslenska] umgjörð [skýr.] hringlaga fyrirbæri á Venusi
Corona Australis
[íslenska] Suðurkórónan [skýr.] stjörnumerki
Corona Borealis
[íslenska] Norðurkórónan [skýr.] stjörnumerki
coronagraph
[íslenska] kórónusjá [skýr.] tæki til að skoða kórónu sólar
coronal
[íslenska] kórónuleitur (um norðurljós)
coronal hole
[íslenska] kórónugeil [skýr.] fyrirbæri í kórónu sólar
coronal mass ejection (CME) (1)
[sh.] coronal transient [íslenska] kórónugos [sh.] sólgos 
coronal mass ejection (CME) (2)
[íslenska] kórónuskvetta [skýr.] efni sem þeytist út frá sól í kórónugosi
coronal plume
[íslenska] sólfön [skýr.] í kórónu sólar
coronal streamer
[íslenska] sólvængur [sh.] sólveifa [skýr.] í kórónu sólar
coronal transient
-> coronal mass ejection
corpuscular radiation
[íslenska] agnageislun
correcting plate
[íslenska] leiðréttingarlinsa
correlation receiver
[sh.] correlation telescope [íslenska] fylgninemi [skýr.] truflanasía í rafaldssjónauka
correlation telescope
-> correlation receiver
Corvus
[íslenska] Hrafninn [skýr.] stjörnumerki
cosmic abundance
[íslenska] fjöldahlutfall [sh.] þyngdarhlutfall atóma í alheiminum
cosmic background radiation
[sh.] microwave background radiation [íslenska] grunngeislun [sh.] örbylgjukliður (í alheiminum)
cosmic censorship
[íslenska] sjónbann (í geimnum) [skýr.] um þá kenningu að sérstæða í tímarúmi, t.d. svarthol, sé ávallt hulin sjónum
cosmic dust
[íslenska] geimryk
cosmic noise
[íslenska] geimkliður
cosmic rays
[íslenska] geimgeislar
cosmic redshift
-> cosmological redshift
cosmic scale factor
[íslenska] heimsmál [skýr.] mælikvarði á stærð alheims
cosmic string
[íslenska] geimstrengur [skýr.] hugsanleg veila í tímarúminu
cosmic year
[sh.] galactic year [íslenska] vetrarbrautarár [skýr.] umferðartími sólar um miðju Vetrarbrautarinnar, telst vera 235 milljón ár
cosmochemistry
[íslenska] geimefnafræði [skýr.] efnafræði gass og ryks í geimnum
cosmogony
[íslenska] upprunafræði (einkanlega sólkerfisins)
cosmography
[íslenska] geimfræði
cosmological constant
[íslenska] heimsfasti [skýr.] liður sem Einstein innleiddi í kenningu sína um þyngdarafl til að fá stöðugan alheim sem lausn (alheim án útþenslu eða samdráttar)
cosmological density parameter
-> density parameter
cosmological distance
[íslenska] heimsfræðileg fjarlægð [skýr.] fjarlægð reiknuð samkvæmt rauðviki
cosmological distance scale
[íslenska] fjarlægðarkvarði heimsfræðinnar
cosmological model
[íslenska] heimslíkan
cosmological principle
[íslenska] meginforsenda heimsfræðinnar
cosmological redshift
[sh.] cosmic redshift [íslenska] þenslurauðvik [skýr.] rauðvik sem stafar af útþenslu alheimsins
cosmology
[íslenska] heimsfræði
cosmos
[íslenska] alheimur
coudé focus
[íslenska] brennidepill alnarsjónauka
coudé telescope
[íslenska] alnarsjónauki [sh.] vinkilsjónauki
counterglow
-> gegenschein
Crab nebula
[íslenska] Krabbaþokan [skýr.] geimþoka í nautsmerki, leifar sprengistjörnu
Crab pulsar
[íslenska] Krabbatifstjarnan [skýr.] tifstjarna í Krabbaþokunni
crater
[íslenska] gígur
Crater
[íslenska] Bikarinn [skýr.] stjörnumerki
crater rays
-> lunar rays
crêpe ring
-> crepe ring
crepe ring (crêpe ring)
[íslenska] grisjuhringur [sh.] krephringur [skýr.] einn af hringum Satúrnusar
crepuscular rays
[íslenska] rökkurgeislar [skýr.] skuggarákir á himni fyrir sólarupprás eða eftir sólsetur
crescent (1) lo.
[íslenska] vaxandi [skýr.] (um tunglið)
crescent (2) no.
[íslenska] sigð [skýr.] ásýnd tungls eða reikistjörnu þegar minna en helmingur af þeirri hlið sem að jörðu snýr er lýst upp af sól
Crisium, Mare
[íslenska] Kreppuhaf [sh.] Kreppubotn [skýr.] á tunglinu
critical density
[íslenska] markþétta
Crux
[íslenska] Suðurkrossinn [skýr.] stjörnumerki
cryostat
[íslenska] kuldahald [skýr.] búnaður sem heldur tækjum (t.d. innroðamælum) mjög köldum
culmination
-> upper culmination
curvature
[íslenska] krappi [sh.] sveigja
curvature of field
[íslenska] myndflatarsveigja
curve of growth
[íslenska] vaxtarferill (litrófslínu)
cusp
[íslenska] horn (á sigð himinhnattar)
cyclotron radiation
[íslenska] hringhraðalsgeislun
Cygnids
[íslenska] Signítar [skýr.] loftsteinadrífa, kennd við stjörnumerkið Svaninn (Cygnus)
Cygnus
[íslenska] Svanurinn [skýr.] stjörnumerki
Cygnus A
[skýr.] rafaldsvetrarbraut, skærasta rafaldslind himins handan Vetrarbrautarinnar
Cygnus Loop
[íslenska] Svanssveigurinn [skýr.] geimþoka í stjörnumerkinu Svaninum
Cynthian
[íslenska] mána-
Cytherean
[íslenska] Venusar- [sh.] Venus-

D

D galaxy
[íslenska] D-stjörnuþoka [sh.] risavöluþoka [skýr.] risastór sporvöluþoka (elliptical galaxy). D er dregið af enskunni "dustless" (ryklaus)
D-layer
[sh.] D-region [íslenska] D-lagið (í rafhvolfi jarðar)
D-region
-> D-layer
Danjon astrolabe
[íslenska] stjörnuhæðarmælir Danjons [skýr.] mælitæki kennt við franska stjörnufræðinginn André Danjon (1890-1967)
Danjon scale
[íslenska] myrkvakvarði Danjons [skýr.] mælikvarði á endurskin tungls í tunglmyrkva, kenndur við franska stjörnufræðinginn André Danjon (1890-1967)
dark adaptation
[íslenska] myrkuraðlögun
dark ages
[íslenska] myrköld [skýr.] tímaskeið snemma í þróun alheims meðan myrkur ríkti
dark energy
[íslenska] hulduorka [skýr.] orka sem talið er að tómarúmið geymi og valdi hröðun í útþenslu alheimsins
dark frame
[íslenska] ólýst mynd [skýr.] mynd sem tekin er án lýsingar til að kanna svörun einstakra díla í myndflögu þegar utanaðkomandi áreiti er í lágmarki
dark halo crater
[íslenska] skuggahringsgígur (á tunglinu)
dark matter
[íslenska] hulduefni [skýr.] efni sem talið er leynast í alheiminum í verulegum mæli, en hefur ekki fundist
dark nebula
-> absorption nebula
data centre
[íslenska] gagnabanki
Date line
-> International Date Line
Dawes limit
[íslenska] Dawesmörk [skýr.] raunfundin skerputakmörk sjónauka sem hefur tiltekið þvermál, kennd við enska stjörnufræðinginn William Rutter Dawes (1799-1868)
day
[íslenska] dagur [dæmi] solar day, sidereal day
Daylight Saving Time (DST)
[sh.] Summer Time [skýr.] tími sem víkur frá staðaltíma, venjulega um eina klukkustund [íslenska] sumartími
De revolutionibus
[íslenska] Um snúninga himinhvelanna [skýr.] rit pólska stjörnufræðingsins Nikulásar Kóperníkusar (1473-1543), kom út 1543
de Sitter model
[íslenska] líkan Sitters (af alheiminum) [skýr.] heimsfræðilegt líkan
Dec
-> declination
decan
[íslenska] þríund [skýr.] þriðjungur stjörnuspámerkis (um 10°)
deceleration parameter (q)
[íslenska] þenslustiki (alheims) [skýr.] mælikvarði á breytingu á útþensluhraða alheimsins
declination
[sh.] Dec [íslenska] stjörnubreidd [sh.] miðbaugsbreidd [skýr.] hnit í miðbaugshnitakerfi
declination axis
[íslenska] þverás [skýr.] sjónauka
declination circle
[íslenska] stillibaugur stjörnubreiddar (á sjónauka)
deconvolution
[íslenska] merkjasönsun [skýr.] aðferð til að leiðrétta vissar bjaganir í mæligögnum
decoupling era
[sh.] recombination epoch [íslenska] skilnaðarstund (efnis og geislunar í sögu alheimsins) [skýr.] sú stund, skömmu eftir Miklahvell, þegar efnisskeiðið tók við af geislunarskeiðinu. Jafnframt sameiningarstund rafeinda og róteinda (rafeiningarstund)
deep sky object
[íslenska] djúpfyrirbæri [skýr.] fjarlæg himinfyrirbæri, einkum þokur og þyrpingar
Deep Space Network (DSN)
[íslenska] Víðgeimsnetið [skýr.] kerfi rafaldssjónauka sem Geimvísindastofnun Bandaríkjanna notar til að fylgjast með geimflaugum
defect of illumination
[íslenska] ljósskarð [skýr.] sá hluti þvermáls reikistjörnu eða tungls (mældur í hornmáli) sem ekki er upplýstur séð frá jörð
deferent
[íslenska] aðalhringur (í heimsmyndarkerfi Ptólemeusar)
degeneracy
[íslenska] öng [sh.] öngstig [skýr.] efnisástand sem myndast þegar samþjöppun er svo mikil að venjulegar ástandsjöfnur gilda ekki og þrýstingur verður óháður hitastigi. Þetta gerist ef eðlismassinn fer yfir 108 kg /m3 eða þar um bil. Sjá electron degeneracy, neutron degeneracy
degeneracy pressure
[íslenska] öngþrýstingur [sh.] kulþrýstingur [skýr.] fyrirbæri í iðrum hvítra dverga og nifteindastjarna, sjá degeneracy
degenerate matter
[íslenska] öngefni [sh.] kulefni [skýr.] efni í ofurþéttu ástandi, sjá degeneracy
degenerate star
[íslenska] öngstjarna [sh.] kulstjarna [skýr.] ofurþétt stjarna, sjá degeneracy
Delphinus
[íslenska] Höfrungurinn [skýr.] stjörnumerki
delta
[íslenska] delta [skýr.] fjórði stafur gríska stafrófsins, oft notaður til að tákna fjórðu björtustu stjörnuna í stjörnumerki
Delta-Aquarids
[íslenska] Delta-Akvarítar [skýr.] loftsteinadrífur (tvær) kenndar við stjörnuna Delta í vatnsberamerki (Aquarius)
Demon Star
[íslenska] Ófreskjan [skýr.] auknefni á myrkvastjörnunni Algol (Beta í stjörnumerkinu Perseifi)
density
[íslenska] þétta [sh.] þéttleiki, eðlismassi, eðlisþyngd
density parameter
[sh.] cosmological density parameter, closure parameter [íslenska] þéttustiki (alheims) [skýr.] mælikvarði á þéttuna, settur fram sem hlutfall af þeirri þéttu sem þyrfti til að alheimurinn væri lokaður
density-wave theory
[íslenska] þéttiöldukenning [skýr.] kenning um myndun sveipa í þyrilþokum
descending node
[íslenska] sighnútur [skýr.] þar sem braut himinhnattar á suðurleið sker viðmiðunarflöt, gagnstætt ascending node
detached binary
[íslenska] ótvinnað tvístirni [skýr.] þar sem bilið milli stjarnanna er meira en svo, að efni streymi milli þeirra
detector
[íslenska] nemi
deuterium
[íslenska] tvívetni
dew cap
[íslenska] daggarhlíf
diagonal
-> diagonal mirror
diagonal mirror
[sh.] diagonal [íslenska] hornspegill (í sjónauka) [skýr.] fastur spegill sem beinir ljósinu að augngleri eða myndfleti
Dialogue
[íslenska] Samræður (um miklu heimskerfin tvö) [skýr.] bók ítalska stjörnufræðingsins og eðlisfræðingsins Galileós Galilei (1564-1642), kom út 1632
diamond ring effect
[íslenska] demantshringurinn [sh.] myrkvahringurinn [skýr.] sést í sólmyrkva
diaphragm
[sh.] stop [íslenska] ljósop [sh.] gapaldur (í sjóntæki)
dichotomy
[íslenska] hálfstaða [skýr.] þegar helmingur af upplýstri hlið tungls eða reikistjörnu sést frá jörðu
dichroic extinction
[íslenska] skautuð ljósdeyfing
dichroic mirror
[íslenska] litskiptispegill [skýr.] spegill sem endurvarpar ljósi af tilteknum lit en hleypir öðrum lit í gegn
differential rotation
[íslenska] mismunasnúningur
differentiation
[íslenska] diffrun [sh.] deildun
diffraction
[íslenska] ljósdreifing [sh.] bylgjudreifing [skýr.] dreifing geislunar við hindrunarrönd
diffraction grating
[sh.] grating [íslenska] ljósgreiða [skýr.] áhald til að kljúfa ljós í liti [dæmi] reflection grating, transmission grating
diffraction limit
[íslenska] skerputakmörk (sjóntækis) [skýr.] vegna ljósbeygingar
diffraction pattern
[íslenska] greiðumynstur (við ljósbeygingu)
diffuse nebula
[sh.] gaseous nebula [íslenska] lýsiþoka [skýr.] bjartur efnismökkur í geimnum, sjá emission nebula, reflection nebula
dioptric system
[íslenska] linsusjóntæki [skýr.] ólíkt catoptric system
dip
[skýr.] lækkun sjóndeildarhrings frá láréttu vegna hæðar athuganda yfir sjávarmáli [íslenska] hnig [sh.] lot
dipole
[íslenska] tvípóll
direct motion
[sh.] prograde motion [íslenska] framhreyfing [sh.] hreyfing rangsælis [skýr.] gagnstætt retrograde motion
directivity
[íslenska] stefnuvirkni (loftnets)
dirty snowball theory
[íslenska] snjóboltakenningin [skýr.] um efnið í halastjörnum
disc
[sh.] disk [íslenska] kringla [sh.] skífa
disc galaxy
[sh.] disk galaxy [íslenska] skífuþoka [sh.] kringluþoka, kringluvetrarbraut
disc population
[sh.] disk population [íslenska] kringlubyggð [skýr.] stjörnubyggð í kringlu vetrarbrautar. sbr. halo population
disc star
[sh.] disk star [íslenska] kringlustjarna [sh.] skífustjarna [skýr.] stjarna í kringlu vetrarbrautar
dish
[íslenska] skál [skýr.] tegund loftnets í rafaldssjónauka
disk
-> disc
disk galaxy
-> disc galaxy
disk population
-> disc population
disk star
-> disc star
disparation brusque (fr.)
[íslenska] sólbendilshvarf
dispersion
[íslenska] litasundrun [skýr.] sundrun ljóss eða annarrar rafsegulgeislunar í liti (róf) vegna ljósbrots, ljósdreifingar eða ljóstvístrunar
dispersion measure
[íslenska] tvístrunarmál
distance indicator
[íslenska] fjarlægðarvísir [skýr.] hvaðeina sem nota má til fjarlægðarákvarðana
distance modulus
[íslenska] fjarlægðarstuðull [skýr.] mismunur sýndarbirtu og reyndarbirtu
distortion
[íslenska] bjögun (myndar í sjóntæki) [dæmi] barrel distortion, pincushion distortion
diurnal aberration
[íslenska] dagleg ljósvilla [sh.] daglegt ljósstefnuvik [skýr.] sýndarbreyting á stefnu ljóss frá stjörnu vegna þess hraða sem athugandinn fær frá möndulsnúningi jarðar
diurnal circle
[íslenska] dægrabaugur [skýr.] dagbogi ásamt náttboga
diurnal libration
[íslenska] dagsveifla í tunglviki [skýr.] sbr. optical libration
diurnal motion
[íslenska] dagleg hreyfing
diurnal parallax
-> geocentric parallax
Dobsonian telescope
[íslenska] Dobsonssjónauki [skýr.] stór sjónauki á einföldu stæði, kenndur við bandaríska stjörnuáhugamanninn John Dobson (1915- )
docking
[íslenska] samlæsing (geimskipa)
Dog Star
[íslenska] Hundastjarnan [skýr.] Síríus
domain wall
[íslenska] óðalsmæri [skýr.] skilflötur vegna hugsanlegrar veilu í tímarúminu
dome (1)
[íslenska] hvolfþak
dome (2)
[íslenska] ávala [skýr.] ávöl hæð á tunglinu
Doppler broadening
[íslenska] Dopplersbreikkun (litrófslína) [skýr.] kennd við austurríska eðlisfræðinginn Christian J. Doppler (1803-1853)
Doppler effect
[sh.] Doppler shift [íslenska] Dopplersfærsla [sh.] Dopplersvik, Dopplershrif [skýr.] í litrófi
Doppler shift
-> Doppler effect
Dorado
[íslenska] Sverðfiskurinn [skýr.] stjörnumerki
dorsum (1)
[íslenska] hryggur [skýr.] fjallshryggur á yfirborði reikistjörnu
dorsum (2)
[íslenska] bakhlið (á stjörnuhæðarmæli)
double
-> double star
double cluster
[íslenska] tvíþyrping [skýr.] stjarna
double-contact binary
[íslenska] tvenndartvístirni [skýr.] tvístirni sem er svo þétt að stjörnurnar myndu snertast ef möndulsnúningshraði annarrar eða beggja kæmi ekki í veg fyrir það
Double double (Double-double)
[íslenska] Tvían [skýr.] stjarnan Epsilon í stjörnumerkinu Hörpunni, tvöfalt tvístirni
double galaxy
[íslenska] vetrarbrautatvennd [skýr.] tvær vetrarbrautir, þéttstæðar á himni
double radio source
[íslenska] tvöföld rafaldslind [sh.] rafaldstvennd
double star
[sh.] double [íslenska] tvístirni [dæmi] optical double, physical double
double-lined spectroscopic binary
[íslenska] tvílínu-litrófstvístirni
doublet (1)
[íslenska] tvíglera linsa [sh.] tvíglerungur
doublet (2)
[íslenska] línutvennd [skýr.] tvær þéttstæðar litrófslínur frá sama frumefni eða fareind
Draco
[íslenska] Drekinn [skýr.] stjörnumerki
draconic month
[sh.] draconitic month, nodical month [íslenska] hnútamánuður [skýr.] umferðartími tungls miðað við hnútpunkt tunglbrautar (draco=dreki, fornt nafn á þeim hluta tunglbrautar sem liggur sunnan sólbrautar)
Draconids
-> Giacobinids
draconitic month
-> draconic month
draw tube
[íslenska] rennihólkur (í sjónauka)
drift scan
[íslenska] rekrit [skýr.] mynd sem fæst þegar snúningur jarðar er látinn sjá um að breyta stefnu rafaldssjónauka
drive clock
[íslenska] drifklukka [sh.] klukkudrif (sjónauka)
Dumbbell nebula
[íslenska] Dymbilþokan [skýr.] sérkennileg hringþoka í stjörnumerkinu Litlaref
Durchmusterung
[íslenska] stjörnuskrá [skýr.] orðið er þýskt
dust grain
[íslenska] rykkorn (í himingeimnum)
dust lane
[íslenska] rykrák (í vetrarbraut)
dust tail
[íslenska] rykhali (halastjörnu)
dwarf galaxy
[íslenska] dvergþoka [sh.] dvergvetrarbraut
dwarf nova
[íslenska] dvergnýja [sh.] dvergnýstirni
dwarf planet
[íslenska] dvergreikistjarna [skýr.] himinhnöttur sem gengur um sólina og er nægilega stór til að lögun hans ráðist af þyngdaraflinu, en of lítill til að hafa hreinsað til sín reikisteina úr nánasta umhverfi sínu
dwarf star
[íslenska] dvergstjarna
dynamical parallax
[íslenska] hreyfireiknuð hliðrun (tvístirnis)
dynamical time
[íslenska] stjarnhreyfingatími [sh.] hreyfimiðaður tími
dynamo theory
[íslenska] rafalskenning [skýr.] um orsök segulsviðs jarðar og himinhnatta

E

E-corona
-> L-corona
E-layer
[sh.] E-region [íslenska] E-lagið (í rafhvolfi jarðar)
E-region
-> E-layer
Eagle Nebula
[íslenska] Arnarþokan [skýr.] geimþoka í höggormsmerki
early-type galaxy
[íslenska] árþoka [skýr.] vetrarbraut sem lítur út fyrir að vera ung, ef miðað er við fyrri hugmyndir um þróun vetrarbrauta, gagnstætt late-type galaxy
early-type star
[íslenska] árstjarna [sh.] bernskustjarna [skýr.] háhitastjarna, áður talin ung stjarna, gagnstætt late-type star
earth
[íslenska] jörðin
earth-grazer
[sh.] near-earth object [íslenska] nærstirni [skýr.] smástirni sem fer nærri jörðu
earth-rotation synthesis
[íslenska] myndvíkkun við jarðsnúning [skýr.] aðferð til sjónopsföldunar rafaldssjónauka
earthshine
[íslenska] jarðskin [sh.] grámi (á tunglinu) [skýr.] orsök "grámána"
east point
[íslenska] austurpunktur (á sjóndeildarhring)
eastern elongation
[íslenska] eystri álengd (reikistjörnu) [skýr.] þegar innri reikistjarna er lengst í austur frá sól
eccentric
[íslenska] miðskakkur [sh.] miðviks-
eccentric anomaly
[íslenska] miðviksbrautarhorn [skýr.] óbeinn mælikvarði á fjarlægð reikistjörnu frá sólnándarstað
eccentricity
[íslenska] miðskekkja [sh.] miðvik
echelle grating
[íslenska] kvarðaljósgreiða [skýr.] tæki til að kljúfa ljós í liti; nær mikilli upplausn, en á þröngu bylgjusviði
echelle spectrograph
[íslenska] kvarðarófriti
eclipse
[íslenska] myrkvi
eclipse year
[íslenska] myrkvaár [skýr.] tíminn sem það tekur jörð að fara einn hring um sólu miðað við rishnút (eða sighnút) tunglbrautarinnar, um 347 dagar
eclipsing binary
-> eclipsing variable
eclipsing variable
[sh.] eclipsing binary [íslenska] myrkvastjarna [skýr.] tvístirni þar sem önnur stjarnan gengur fyrir hina, séð frá jörðu
ecliptic
[íslenska] sólbaugur [sh.] sólbraut
ecliptic coordinates
[íslenska] sólbaugshnit [skýr.] hnit sem miðast við sólbaug
ecliptic latitude
[sh.] celestial latitude [íslenska] sólbaugsbreidd [skýr.] hnit í sólbaugshnitakerfi
ecliptic limits
[íslenska] myrkvamörk [skýr.] segja til um, hve nærri hnútpunkti tunglbrautar sól og tungl þurfa að vera til að sólmyrkvi eða tunglmyrkvi geti orðið
ecliptic longitude
[sh.] celestial longitude [íslenska] sólbaugslengd [skýr.] hnit í sólbaugshnitakerfi
ecosphere
[íslenska] visthvolf [skýr.] svæði í grennd við sólstjörnu, þar sem líf gæti dafnað
Eddington limit
[íslenska] Eddingtonsmörk [skýr.] hámarkshlutfall ljósafls og massa sem samrýmist því að sólstjarna haldist í jafnvægi, mörk kennd við enska stjarneðlisfræðinginn Arthur Stanley Eddington (1882-1944)
Edgeworth-Kuiper belt
-> Kuiper belt
effective area
[íslenska] jafngildisflötur (rafaldssjónauka) [skýr.] mælikvarði á næmleika sjónaukans
effective focal length
[íslenska] jafngildisbrennivídd
effective temperature
[íslenska] jafngildishiti (sólstjörnu) [skýr.] sá yfirborðshiti sem stjarnan þyrfti að hafa til að halda óbreyttu ljósafli ef hún fengi geislunareiginleika svarthlutar
Einstein - de Sitter universe
[íslenska] heimslíkan Einsteins og Sitters [skýr.] kennt við þýsk-svissnesk-bandaríska eðlisfræðinginn Albert Einstein (1879-1955) og hollenska stjörnufræðinginn Willem de Sitter (1872-1934)
Einstein cross
[íslenska] Einsteinskross [skýr.] ljósfyrirbæri myndað af þyngdarlinsu, þegar ljós frá dulstirni fer fram hjá vetrarbraut, kennt við þýsk-svissnesk-bandaríska eðlisfræðinginn Albert Einstein (1879-1955)
Einstein ring
[íslenska] Einsteinshringur [skýr.] ljósfyrirbæri myndað af þyngdarlinsu, kennt við þýsk-svissnesk-bandaríska eðlisfræðinginn Albert Einstein (1879-1955)
Einstein shift
-> gravitational redshift
ejecta
[íslenska] slettur [skýr.] eftir loftsteina eða eldgos, t.d. á tunglinu
ejecta blanket
[íslenska] slettubreiða
electromagnetic radiation
[íslenska] rafsegulgeislun
electromagnetic spectrum
[íslenska] rafsegulróf
electromagnetic wave
[íslenska] rafsegulbylgja
electron
[íslenska] rafeind
electron degeneracy
[íslenska] rafeindaöng [skýr.] efnisástand þar sem þéttleikinn er svo mikill að rafeindum verður ekki þjappað frekar saman. Slíkt ástand ríkir í iðrum hvítra dverga
electron temperature
[íslenska] rafeindahiti [skýr.] það hitastig sem samsvarar mældri orku rafeinda, hvort sem orkan stafar af varma eða ekki
electronographic camera
[íslenska] rafeindamyndavél
electronvolt
[íslenska] rafeindarvolt
element
[íslenska] frumefni
element of orbit
[sh.] orbital element [skýr.] mæligildi sem segir til um lögun eða legu umferðarbrautar [íslenska] brautarstiki [sh.] stiki
elementary particle
[íslenska] öreind
elf
[sh.] ELVES [íslenska] elva [skýr.] ein tegund af háloftabliki
-> transient luminous event
ellipse
[íslenska] sporbaugur
ellipsoid
[íslenska] sporvala
ellipsoidal reflector
[íslenska] sporvölukíkir [skýr.] kíkir sem hefur spegil með yfirborði sem er hluti sporvölu
ellipsoidal variable
[íslenska] sporvölubreyta [skýr.] tvístirni þar sem stjörnurnar eru svo nærri hvor annarri að þær taka á sig sporvölulögun og sýnast misbjartar eftir því hvernig þær snúa við jörðu
elliptical galaxy
[íslenska] sporvöluþoka [sh.] sporvöluvetrarbraut
elliptically polarized wave
[íslenska] sporvöluskautuð bylgja
ellipticity
[íslenska] ílengd [skýr.] mælikvarði á frávik sporbaugs frá hringlögun
elongation
[íslenska] álengd [skýr.] fjarlægð á himinhvolfinu frá viðmiðunarhnetti, t.d. fjarlægð reikistjörnu frá sólu
emersion
[íslenska] endursýn [skýr.] þegar himinhnöttur birtist aftur eftir myrkvun
emission
[íslenska] útgeislun
emission line
[íslenska] ljómlína (í litrófi)
emission nebula
[íslenska] ljómþoka [skýr.] sjálflýsandi geimþoka
emission spectrum
[íslenska] ljómlitróf [sh.] ljómróf
emissivity
[íslenska] eðlisgeislun (efnis) [skýr.] mælikvarði á geislunarhæfni efnisins í samanburði við svarthlut
emulsion
-> photographic emulsion
Encke division
[íslenska] Enckesgeil (í hringum Satúrnusar) [skýr.] dimmt hringbil kennt við þýska stærðfræðinginn og stjörnufræðinginn Johann Franz Encke (1791-1865)
encounter theories
[sh.] tidal theories [íslenska] strókakenningar (um uppruna sólkerfisins)
energy level
[íslenska] orkuþrep (í atómi)
energy transport
[íslenska] orkuburður
English mounting
[sh.] yoke mounting [íslenska] enskur sjónaukafótur [sh.] enskt sjónaukastæði
entrainment
[íslenska] meðsog (í strókum frá vetrarbrautum)
envelope
[íslenska] hjúpur
eon
-> aeon
epact
[íslenska] paktar [skýr.] "aldur" tungls á nýársdag, hjálpartala við páskareikning
ephemeris (1)
[íslenska] stjörnualmanak
ephemeris (2)
[íslenska] stjörnuhnitatafla
ephemeris meridian
[íslenska] almanaksbaugur [skýr.] ímyndaður lengdarbaugur sem víkur frá lengdarbaug Greenwich sem svarar muninum á heimstíma og almanakstíma
ephemeris second
[íslenska] almanakssekúnda [skýr.] sekúnda í almanakstíma
Ephemeris Time (ET)
[íslenska] almanakstími [skýr.] tími eins og hann var skilgreindur fram til 1967 eftir hreyfingum himinhnatta séð frá jörðu, óháð snúningi jarðar.
epicycle
[íslenska] aukahringur (í heimskerfi Ptólemeusar)
epoch
[íslenska] viðmiðunartími (stjörnuhnita eða brautarstika himinhnattar)
epsilon
[íslenska] epsilon [skýr.] fimmti stafur gríska stafrófsins, oft notaður til að tákna fimmtu björtustu stjörnuna í stjörnumerki
equant
[íslenska] hjámiðja (hringa í heimskerfi Ptólemeusar)
equation of light
[sh.] lighttime correction [íslenska] ljóstímaleiðrétting (í stjörnuathugunum) [skýr.] leiðrétting sem gerð er þegar taka þarf tillit til þess tíma sem það tekur ljósið að berast til jarðar
equation of the centre
[íslenska] miðjujöfnuður [skýr.] sú flýting eða seinkun í brautargöngu himinhnattar, sem leiðir af miðskekkju brautarinnar
equation of the equinoxes
[sh.] nutation in right ascension [íslenska] jafndægrajöfnuður [skýr.] frávik meðalvorpunkts frá sönnum vorpunkti vegna pólriðu jarðar
equation of time
[íslenska] tímajöfnuður [skýr.] frávik meðalsóltíma frá sönnum sóltíma
equator
[íslenska] miðbaugur
equator of illumination
[íslenska] birtumiðbaugur [skýr.] baugur sem skiptir sigð tungls eða reikistjörnu í samhverfa helminga
equatorial (1) lo.
[íslenska] miðbaugs-
equatorial (2) lo.
[íslenska] pólstilltur
equatorial (3) no.
[íslenska] pólstilltur sjónauki [skýr.] sjónauki á pólstilltu stæði (fæti)
equatorial bulge
[íslenska] miðbaugsbunga
equatorial coordinates
[íslenska] miðbaugshnit (himinhnattar) [skýr.] hnit sem miðast við miðbaug himins
equatorial head
[íslenska] pólkollur (á sjónaukafæti)
equatorial horizontal parallax
[íslenska] láhliðrun á miðbaug [skýr.] hliðrun himinhnattar, séð frá stað á miðbaug jarðar, þegar hnötturinn er við sjónbaug
equatorial mounting
[íslenska] pólstillt stæði [sh.] pólstilltur fótur (sjónauka)
equatorial plane
[íslenska] miðbaugsflötur
equinoctial colure
[íslenska] jafndægrabaugur (á himinhvolfinu) [skýr.] baugur sem liggur gegnum himinskautin og jafndægrapunktana
equinoctial point
-> equinox
equinox (1)
[íslenska] jafndægur [sh.] jafndægri
equinox (2)
[sh.] equinoctial point [íslenska] jafndægrapunktur (á stjörnuhimninum) [skýr.] þar sem sól er um jafndægur
equipotential surface
[íslenska] jafnmættisflötur (í þyngdarsviði)
equivalence principle
[íslenska] jafngildislögmálið [skýr.] um jafngildi þyngdar krafta og tregðukrafta í afstæðiskenningunni
equivalent width
[íslenska] jafngildisbreidd (litrófslínu)
Equuleus
[íslenska] Folinn [skýr.] stjörnumerki
Erfle
[íslenska] Erfle-augngler [skýr.] tegund augnglera sem hefur vítt sjónhorn
ergosphere
[íslenska] orkuhvolf (svarthols)
Eridanus
[íslenska] Fljótið [skýr.] stjörnumerki
eruptive variable
[íslenska] gosstjarna
escape velocity
[íslenska] lausnarhraði [skýr.] hraði sem hlutur þarf að hafa til að losna úr viðjum aðdráttarafls, t.d. aðdráttarafls jarðar
establishment of the port
[íslenska] hafnartími [skýr.] tíminn sem líður (að meðaltali) frá því að tungl er í hásuðri eða hánorðri þar til flóð verður á tilteknum stað. Stundum takmarkað við nýtt tungl og fullt tungl. ->lunitidal interval
eta
[íslenska] eta [skýr.] sjöundi stafur gríska stafrófsins, oft notaður til að tákna sjöundu björtustu stjörnuna í stjörnumerki
Eta Aquarids
[íslenska] Eta-Akvarítar [skýr.] loftsteinadrífa, kennd við stjörnuna Eta í vatnsberamerki (Aquarius)
etalon
[íslenska] glertvenna [skýr.] hluti af ljósvíxlunarmæli
ether
[sh.] aether [íslenska] ljósvaki
Euclidean space
[íslenska] evklíðskt rúm
Europa
[íslenska] Evrópa [skýr.] eitt af tunglum Júpíters
European Southern Observatory (ESO)
[skýr.] stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli (við La Silla í Chile)
European Space Agency (ESA)
[íslenska] Geimvísindastofnun Evrópu
evection
[íslenska] lengdarvik [skýr.] sveiflubundið frávik tungls frá meðalgöngu vegna áhrifa sólar á miðskekkju tunglbrautarinnar
evening star
[íslenska] kvöldstjarna [skýr.] björt stjarna á kvöldhimni, einkum Venus þegar hún er austan við sól
event horizon
[íslenska] sjónhvörf [skýr.] ystu mörk þess svæðis sem svarthol gerir ósýnilegt
Evershed effect
[íslenska] Eversheds-fyrirbæri [skýr.] streymi efnis út á við í kraga sólbletta, kennt við breska stjörnufræðinginn John Evershed (1864-1956)
excitation
[íslenska] örvun (atóms)
excited state
[íslenska] örvunarástand
exit cone
[íslenska] lausnarkeila (ljóss við jaðar svarthols)
exit pupil
[sh.] Ramsden disc [íslenska] ljósháls [sh.] Ramsdenshringur (sjóntækis) [skýr.] þar sem geislagangurinn er þrengstur, hugtak kennt við enska sjónaukasmiðinn Jesse Ramsden (1735-1800)
exitation temperature
[íslenska] örvunarhiti [skýr.] hiti metinn eftir örvun atóma
exobiology
-> astrobiology
exosphere
[íslenska] úthvolf [skýr.] ysti hluti lofthjúps
extended source
[íslenska] víðlind (í rafaldsstjörnufræði) [skýr.] gagnstætt point source
extinction
[íslenska] ljósdeyfing (í geimnum eða lofthjúpi jarðar) [dæmi] interstellar extinction, atmospheric extinction
extragalactic
[íslenska] utan Vetrarbrautarinnar
extragalactic nebula
-> galaxy
extraterrestrial
[íslenska] utan jarðar [sh.] geim-
Extraterrestrial Intelligence (ETI)
[íslenska] vitsmunalíf í geimnum
extravehicular activity (EVA)
[íslenska] geimganga
extreme ultraviolet (EUV, XUV) (1) no.
[sh.] extreme ultraviolet (XUV) [íslenska] fjarútblámi [skýr.] ysti hluti útblámalitrófsins, næst röntgengeislun
extreme ultraviolet (EUV, XUV) (2) lo.
[sh.] extreme ultraviolet (XUV) [íslenska] fjarútblátt [skýr.] um ysta hluta útblámalitrófsins, næst röntgengeislun
extrinsic variable
[íslenska] óeiginleg breytistjarna [dæmi] eclipsing variable, ellipsoidal variable [skýr.] stjarna sem breytir birtu vegna ytri kringumstæðna en ekki vegna innri orsaka. Gagnstætt intrinsic variable
eye relief
[íslenska] augnfró [skýr.] fjarlægð augnglers frá auga, þegar allt sjónsvið augnglersins er sýnilegt
eyelens
[íslenska] nærgler (í augngleri sjóntækis) [skýr.] glerið næst auganu
eyepiece
[íslenska] augngler (sjónauka eða annars sjóntækis)

F

F-corona
[íslenska] F-kóróna [skýr.] sá hluti sólkórónunnar sem gefur frá sér samfellt litróf með gleypilínum (F=Fraunhofer)
F-layer
[íslenska] F-lagið (í rafhvolfi jarðar)
f-spot
-> following spot
f-value
-> oscillator strength
f/number
-> focal ratio
Faber-Jackson relation
[íslenska] Faber-Jackson vensl [skýr.] samband milli birtu sporvöluþoku og hreyfingarhraða stjarna í þokunni, kennt við bandarísku stjörnufræðingana Söndru M. Faber (1944-) og Robert E. Jackson (1949-) sem fundu það árið 1976
Fabry-Perot interferometer
[íslenska] Fabry-Perot-ljósvíxlunarmælir [skýr.] áhald kennt við frönsku eðlisfræðingana Charles Fabry (1867-1945) og Alfred Pérot (1863-1925)
facula
[íslenska] sólkyndill [skýr.] bjart svæði á yfirborði sólar
false-colouring
[íslenska] gervilitun (myndar) [skýr.] til að draga fram ákveðin einkenni
fan beam
[íslenska] blævængsgeisli [skýr.] lýsir stefnuvirkni rafaldssjónauka, ólíkt pencil beam
Fanaroff-Riley class
[íslenska] Fanaroff-Riley-flokkur [skýr.] rafaldslindir sem hafa verið flokkaðar eftir fjarlægð milli björtustu svæðanna sem senda frá sér rafaldsbylgjur. Þessi flokkaskiping er kennd við suður-afríska stjörnufræðinginn Bernard Fanaroff (1947-) og breska stjörnufræðinginn Júlíu Riley (1947-)
Faraday rotation
[íslenska] Faradays-snúningur (skautunar í rafsegulbylgjum) [skýr.] kenndur við enska eðlis- og efnafræðinginn Michael Faraday (1791-1867)
farrum
[íslenska] klatti [skýr.] hringlaga landslagsmyndun á yfirborði reikistjörnu
fast radio burst (FRB)
[íslenska] snöggvi, rafaldssnöggvi [skýr.] örstuttur rafaldsblossi (útvarpsgeislun) í fjarlægri vetrarbraut
fibril
[íslenska] þræðlingur [sh.] sólþræðlingur (í lithvolfi sólar)
field
[íslenska] svið
field equation
[íslenska] sviðsjafna
field galaxy
[íslenska] stakstæðuvetrarbraut [skýr.] vetrarbraut utan þyrpingar en í sama sjónsviði
field lens
[íslenska] fjargler [sh.] fjarlinsa (í augngleri) [skýr.] linsan fjærst auganu
field of view
[íslenska] sjónsvið
field pattern
-> antenna pattern
field star
[íslenska] stakstæðustjarna [skýr.] stjarna utan þyrpingar en í sama sjónsviði
field stop
[íslenska] sviðsop (í augngleri) [skýr.] op sem takmarkar sjónsviðið
Fifth Fundamental Catalogue (FK5)
[íslenska] Fimmta grunnstjörnuskráin [skýr.] fimmta útgáfa af þýskri stjörnuskrá (Fundamentalkatalog des Berliner Astronomischen Jahrbuchs)
figuring
[íslenska] mótun (sjónglers eða spegils í sjónauka)
filament
[íslenska] sólbendill [skýr.] sólstrókur sem ber í kringlu sólar, sbr. prominence
filar micrometer
[sh.] position micrometer [íslenska] þráðamælir [sh.] afstöðumælir (í augngleri sjónauka)
filigree
[íslenska] deplanet (í ljósvolfi sólar) [skýr.] bjartir deplar í bilum milli sólýrna (granule)
filter
[íslenska] sía [sh.] litsía
filtergram
[íslenska] róflínumynd (af sól), tekin gegnum víxlunarsíu, hliðstætt spectroheliogram
finder
[íslenska] leitarsjónauki
fireball
[íslenska] vígahnöttur
firmament
[íslenska] festing (himins)
first contact
[íslenska] fyrsta snerting (í myrkva)
first point of Aries
[íslenska] vorpunktur (á himni) [skýr.] kenndur við hrútsmerkið (Aries), þar sem punkturinn var áður fyrr
first quarter
[íslenska] fyrsta kvartil [sh.] fyrsti tunglfjórðungur
fission
[sh.] nuclear fission [íslenska] kjarnasundrun [sh.] kjarnaklofnun
fixed star
[sh.] star [íslenska] fastastjarna [sh.] sólstjarna
flaming
[íslenska] leiftrandi (um norðurljós)
Flamsteed number
[íslenska] Flamsteeds-númer (stjörnu) [skýr.] talið í hverju stjörnumerki fyrir sig. Kennt við enska stjörnufræðinginn John Flamsteed (1646-1719)
flare
[íslenska] sólblossi
flare star
[íslenska] blossastjarna
flash spectrum
[íslenska] leifturlitróf [sh.] leifturróf (lithvolfs sólar í sólmyrkva)
flat
[íslenska] flatspegill [skýr.] flatur spegill í sjóntæki eða spegilgler sem eftir er að móta
flat field
[íslenska] jafnlýsiflötur [skýr.] viðmiðunarsvið, notað til að mæla og leiðrétta misræmi í svörun mismunandi hluta myndflögu og jafna bjögun af völdum þeirrar linsu eða spegils sem varpar mynd á flöguna
flat-field correction
[íslenska] næmijöfnun myndflögu
flatness problem
[íslenska] fletjuvandinn (í heimsfræði) [skýr.] vandi sem varðar sveigju tímarúms
flattening
-> oblateness
flexus
[íslenska] sveigrimi (á reikistjörnu eða tungli) [skýr.] landslagseinkenni
flickering
[íslenska] flöktandi (um norðurljós)
flocculus
-> plage
fluctus
[íslenska] flóðdráttur [skýr.] landslagseinkenni sem bendir til flæðis á yfirborði reikistjörnu
fluorescence
[íslenska] flúrljómun
flux
[íslenska] flæði
flux density
[íslenska] flæðisþétta
flyby
[íslenska] framhjáflug
focal length
[íslenska] brennivídd
focal plane
[íslenska] brennislétta
focal point
[íslenska] brennidepill
focal ratio
[sh.] f/number [íslenska] brennihlutfall [skýr.] hlutfallið milli brennivíddar og þvermáls sjónglers eða spegils
focal reducer
[sh.] telecompressor [íslenska] brennivíddarstyttir [skýr.] linsa sem notuð er til að minnka brennivídd sjónauka og stækka sjónsviðið
focal surface
[íslenska] brenniflötur [sh.] myndflötur
focus
[íslenska] brennidepill [sh.] brennipunktur
following spot
[sh.] f-spot [íslenska] sporgöngublettur (í sólblettahópi) [skýr.] gagnstætt preceding spot
forbidden line
[íslenska] bannlína (í litrófi)
forbidden transition
[íslenska] bannstökk (í atómi)
Forbush effect
[íslenska] Forbushhrif [skýr.] fækkun geimgeisla sem ná til jarðar; áhrif frá sólvindshviðum
force
[íslenska] kraftur
fork mounting
[íslenska] tjúgustæði (sjónauka)
Fornax
[íslenska] Ofninn [skýr.] stjörnumerki
forward scattering
[íslenska] framdreifing (ljóss) [skýr.] gagnstætt bakdreifing
fossa
[íslenska] drag (á reikistjörnu eða tungli) [skýr.] landslagseinkenni
Foucault knife-edge test
[íslenska] Foucaultsprófun (á spegli) [skýr.] kennd við franska eðlisfræðinginn Jean Bernard Foucault (1819-1868)
Foucault's pendulum
[íslenska] Foucaultspendúll [sh.] Foucaultshengill [skýr.] kenndur við franska eðlisfræðinginn Jean Bernard Foucault (1819-1868)
Fourier transform
[íslenska] Fouriersmyndfall [skýr.] kennt við franska stærðfræðinginn Jean Baptiste Fourier (1768-1830)
fourth contact
[sh.] last contact [íslenska] fjórða snerting [sh.] síðasta snerting (í myrkva)
fragmentary
[íslenska] skertur (um norðurljós)
frame of reference
[íslenska] viðmið
Fraunhofer lines
[íslenska] Fraunhoferslínur (í litrófi) [skýr.] línur kenndar við þýska sjóntækjafræðinginn Joseph von Fraunhofer (1787-1826)
FRB
-> fast radio burst
free fall
[íslenska] frjálst fall
free-bound emission
[íslenska] hremmigeislun [skýr.] geislun frá rafeindum sem bindast atómum
free-bound transition
[íslenska] hremmistökk (í atómi)
free-free emission
[sh.] brehmsstrahlung [íslenska] lausageislun [sh.] hemlunargeislun [skýr.] geislun frá frjálsum rafeindum
free-free transition
[íslenska] lausastökk (í atómi)
frequency
[íslenska] tíðni
Friedmann universe
[íslenska] Friedmannsheimur (í heimsfræði) [skýr.] kenndur við rússneska stærðfræðinginn og eðlisfræðinginn Alexander Friedmann (1888-1925)
fringe
-> interference fringe
fundamental catalogue
[íslenska] grunnstjörnuskrá
full width at half maximum (FWHM)
[íslenska] hálfgildisbreidd (falls af breytu)
fundamental epoch
[sh.] standard epoch [íslenska] tímaviðmið [sh.] staðalviðmiðunartími (upplýsinga í stjörnuskrá)
fundamental mode
[íslenska] grunnsveifla [skýr.] lægsti tíðniþáttur í margþættri sveiflu
fundamental star
[íslenska] viðmiðunarstjarna
fusion
[sh.] nuclear fusion [íslenska] kjarnasamruni

G

Gaia hypothesis
[íslenska] Gajukenningin [skýr.] kenning á þá leið að lífverur jarðar stjórni efnasamsetningu lofthjúpsins; nafnið vísar til grískrar gyðju
gain
[íslenska] mögnun
galactic bulge
[íslenska] vetrarbrautarkeis [skýr.] miðjusvæði vetrarbrautarkerfis, þar sem það er þykkast
galactic centre
[íslenska] miðja Vetrarbrautarinnar
galactic circle
-> galactic equator
galactic cluster
[íslenska] lausþyrping (stjarna)
galactic cluster
[íslenska] vetrarbrautaþyrping
galactic coordinates
[íslenska]  vetrarbrautarhnit, vetrarbaugshnit [skýr.] stjörnuhnit sem miðast við Vetrarbrautina
galactic corona
[íslenska] vetrarbrautarkóróna [skýr.] gashjúpur sem umlykur vetrarbraut
galactic disk
[íslenska] vetrarbrautarkringla
galactic equator
[sh.] galactic circle [íslenska] vetrarbaugur [skýr.] stórhringur eftir miðri Vetrarbrautinni á himinhvolfinu
galactic fountain
[íslenska] vetrarbrautargusa [skýr.] gas sem þeytist frá sprengistjörnum út úr kringlu Vetrarbrautarinnar og fellur til hennar aftur
galactic halo
[íslenska] vetrarbrautarhjúpur [skýr.] sá hluti vetrarbrautar, sem umlykur kringlu hennar (galactic disk)
galactic latitude
[íslenska] vetrarbaugsbreidd [skýr.] hnit í vetrarbaugskerfi
galactic longitude
[íslenska] vetrarbaugslengd [skýr.] hnit í vetrarbaugskerfi
galactic plane
[íslenska] vetrarbrautarflötur
galactic pole
[íslenska] vetrarbrautarskaut
galactic wind
[íslenska] vetrarbrautarvindur [skýr.] útstreymi gass frá vetrarbraut
galactic year
-> cosmic year
Galaxy
[íslenska] Vetrarbrautin
galaxy
[sh.] extragalactic nebula (úrelt samheiti) [íslenska] vetrarbraut [sh.] stjörnuþoka
Galilean satellites
[íslenska] Galíleóstungl [skýr.] stærstu tungl Júpíters, kennd við ítalska stjörnufræðinginn og eðlisfræðinginn Galíleó Galílei (1564-1642)
Galilean telescope
[íslenska] Galíleóssjónauki
Galle ring
[íslenska] Galleshringur [skýr.] innstur daufra hringa sem fundist hafa umhverfis Neptúnus, heitinn eftir þýska stjörnufræðingnum Johann Gottfried Galle (1812-1910) sem fann reikistjörnuna eftir tilvísun franska stjörnufræðingsins Urbain Leverrier
gamma
[íslenska] gamma [skýr.] þriðji stafur gríska stafrófsins, oft notaður til að tákna þriðju björtustu stjörnuna í stjörnumerki
gamma-ray astronomy
[íslenska] gammageislastjörnufræði
gamma-ray burst (GRB)
[íslenska] gammablossi
Ganymede
[íslenska] Ganýmedes [skýr.] eitt af tunglum Júpíters
Garnet Star
[íslenska] Granatstjarnan [skýr.] rauð stjarna í stjörnumerkinu Sefeusi
gaseous nebula
-> diffuse nebula
Gaussian gravitational constant
[íslenska] þyngdarstuðull Gauss [skýr.] stuðull kenndur við þýska stærðfræðinginn Karl Friedrich Gauss (1777-1855)
gegenschein
[sh.] counterglow [íslenska] gagnskin [skýr.] dauft skin á himni, gegnt sólu
Geiger counter
[sh.] Geiger-Müller counter [íslenska] geigerteljari [skýr.] kenndur við þýsku eðlisfræðingana Johannes Geiger (1882-1945) og Walther Müller (*1928)
Geiger-Müller counter
-> Geiger counter
Gemini
[íslenska] Tvíburarnir [skýr.] stjörnumerki
Geminids
[íslenska] Geminítar [skýr.] loftsteinadrífa, kennd við tvíburamerkið (Gemini)
General Catalogue of Variable Stars (GCVS)
[íslenska] Altæka breytistjörnuskráin [skýr.] rússnesk skrá yfir allar þekktar breytistjörnur, fyrst gefin út árið 1948
general relativity
[íslenska] almenna afstæðiskenningin
geocentric coordinates (1)
[íslenska] jarðmiðjuhnit [skýr.] hnit staðar á yfirborði jarðar, miðuð við jarðarmiðju
geocentric coordinates (2)
[íslenska] jarðmiðjuhnit [skýr.] stjörnuhnit, séð frá jarðarmiðju
geocentric parallax
[sh.] diurnal parallax [íslenska] jarðmiðjuhliðrun [sh.] dagleg hliðrun [skýr.] munur á stefnu til himinhnattar, annars vegar frá athuganda á yfirborði jarðar en hins vegar frá jarðarmiðju, sbr. parallax
geocentric system
[íslenska] jarðmiðjukerfi [skýr.] heimskerfi sem hefur jörðina að miðju
geocorona
[íslenska] jarðkóróna [skýr.] vetnishjúpur yst í gufuhvolfi jarðar
geodesic
[íslenska] rakleið [sh.] gagnvegur [skýr.] stysta leið milli tveggja punkta þegar tilteknum skilyrðum er fullnægt
geodesy
[íslenska] landmælingar
geodetic coordinates
[íslenska] landfræðileg hnit
geoid
[íslenska] jarðvala [sh.] geoíða [skýr.] yfirborð jarðar miðað við meðalsjávarmál
geomagnetic field
[íslenska] jarðsegulsvið
geomagnetic storm
[íslenska] segulstormur [skýr.] truflun í segulsviði jarðar
geomagnetism (1)
[sh.] terrestrial magnetism [íslenska] jarðsegulmagn
geomagnetism (2)
[sh.] terrestrial magnetism [íslenska] jarðsegulfræði
geometrical albedo
[íslenska] gagnskinshlutfall [skýr.] hæfni hlutar til að endurvarpa ljósi í átt til ljósgjafans. Sbr.(ólíkt) Bond albedo
geometrical libration
-> optical libration
geophysics
[íslenska] jarðeðlisfræði
geospace
[íslenska] grenndargeimur [skýr.] geimurinn í grennd við jörðina, út að mörkum segulhvolfsins
geostationary
[íslenska] staðbundinn [sh.] sístöðu- [skýr.] um gervitungl sem helst stöðugt yfir sama stað á miðbaug jarðar. Sbr. geosynchronous sem er víðara hugtak
geostationary orbit
[íslenska] staðbraut [sh.] sístöðubraut [skýr.] braut gervitungls sem hefur umferðartíma jafnan snúningstíma jarðar og virðist haldast nokkurn veginn kyrrt yfir sama stað á miðbaug. Sbr. geosynchronous orbit sem er víðara hugtak
geostationary satellite
[íslenska] staðtungl [sh.] sístöðutungl [skýr.] gervitungl sem helst stöðugt yfir sama stað á miðbaug jarðar. Sbr. geosynchronous satellite sem er víðara hugtak
geosynchronous
[íslenska] jarðsnúningsbundinn [skýr.] um gervitungl sem fer um jörðu til austurs á einum sólarhring. Sbr. geostationary sem er þrengra hugtak
geosynchronous orbit
[íslenska] jarðsnúningsbraut [skýr.] braut gervitungls sem fer um jörðu til austurs á einum sólarhring. Sbr. geostationary orbit sem er þrengra hugtak
geosynchronous satellite
[íslenska] jarðsnúningstungl [skýr.] tungl sem fer til austurs um jörðina á einum sólarhring. Sbr. geostationary satellite sem er þrengra hugtak
geotail
-> magnetotail
German mounting
[íslenska] þýskt sjónaukastæði
ghost crater
[íslenska] felugígur (á tunglinu) [skýr.] gígur sem er nánast horfinn undir hraun
Giacobinids
[sh.] Draconids [íslenska] Drakónítar [skýr.] lofsteinadrífa ýmist kennd við stjörnumerkið Drekann eða halastjörnu sem franski stjörnufræðingurinn Michel Giacobini fann árið 1900
giant
[sh.] giant star [íslenska] risastjarna
giant branch
[íslenska] risastjörnugreinin (í Hertzsprung-Russel línuriti)
giant molecular cloud (GMC)
[íslenska] risastórt sameindaský [skýr.] geimskýjategund, helsti myndunarstaður stjarna
giant planet
[íslenska] risareikistjarna [skýr.] reikistjarna á borð við Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus, einnig í öðrum sólkerfum. Sbr. Jovian planet
giant star
-> giant
gibbous moon
[íslenska] gleitt tungl [sh.] gleiðmáni [skýr.] tunglið þegar það er meira en hálft en ekki fullt
glitch
[íslenska] skrik [sh.] hnökri (í möndulsnúningi tifstjörnu)
globular cluster
[íslenska] kúluþyrping (stjarna)
globule
[íslenska] hnoðri [skýr.] dökkt, hnattlaga geimský
GMT
-> Greenwich Mean Time
gnomon
[íslenska] kambur [sh.] sproti (á sólúri)
gossamer ring
[íslenska] híalínshringur [skýr.] einn þeirra daufu hringa sem fundist hafa umhverfis reikistjörnuna Júpíter
Gould Belt
[íslenska] belti Goulds [skýr.] belti bjartra stjarna á himinhvolfinu, kennt við bandaríska stjörnufræðinginn Benjamin Apthorp Gould (1824-1896)
Grand Tour
[íslenska] Ferðin mikla [skýr.] áætlun um að senda geimflaug til allra ytri reikistjarna sólkerfisins frá Júpíter til Plútós í einni ferð
Grand Unified Theory (GUT)
[skýr.] kenning sem spannar þrjá meginkrafta í efnisheiminum: rafsegulkraftinn, sterka kjarnakraftinn og veika kjarnakraftinn [íslenska] samsviðskenning hin meiri
granulation
[íslenska] sólýringur [sh.] kornáferð (á yfirborði sólar)
granule
[íslenska] sólýra [skýr.] bjartur blettur á yfirborði sólar, allt að 1000 km í þvermál. Slíkir blettir eru þéttstæðir um allt yfirborð sólar en hver þeirra varir aðeins stutta stund
graticule
-> reticle
grating
-> diffraction grating
grating spectrograph
[íslenska] litrófsmyndavél með ljósgreiðu
gravitation
[sh.] gravity [íslenska] þyngdarafl [sh.] aðdráttarafl
gravitational collapse
[íslenska] þyngdarhrun (stjörnu)
gravitational constant
[íslenska] þyngdarstuðull [sh.] þyngdarfasti
gravitational field
[íslenska] þyngdarsvið
gravitational force
[íslenska] þyngdarkraftur
gravitational instability
[íslenska] þyngdarvingl [skýr.] óstöðugleiki efnis í þyngdarsviði
gravitational lens
[íslenska] þyngdarlinsa [skýr.] þyngdarsvið sem sveigir ljósgeisla líkt og linsa
gravitational mass
[íslenska] þyngdarmassi
gravitational radiation
[sh.] gravitational waves [íslenska] þyngdargeislun [sh.] þyngdarbylgjur [skýr.] sveiflur þyngdarsviðs
gravitational redshift
[sh.] Einstein shift [íslenska] þyngdarrauðvik (ljóss) [skýr.] oft kennt við þýsk-svissnesk-bandaríska eðlisfræðinginn Albert Einstein (1879-1955)
gravitational waves
-> gravitational radiation
graviton
[íslenska] þyngdareind [skýr.] hugsanleg boðeind þyngdarsviðs
gravity (1)
-> gravitation
gravity (2)
[íslenska] þyngd
gravity assist
[íslenska] þyngdarhjálp [skýr.] aðferð til að auka hraða geimflaugar með því að láta hana fara nærri reikistjörnu
gravity brightening
[íslenska] þyngdarljómun [skýr.] aukin yfirborðsbirta stjörnu vegna þyngdarhrifa þegar möndulsnúningshraði stjörnunnar veldur fráviki frá hnattlögun og skautin verða nær miðju en miðbaugssvæðin
gravity darkening
[íslenska] þyngdarfölnun [skýr.] sbr. gravity brightening
grazing incidence
[íslenska] fleytispeglun [skýr.] speglun undir mjög litlu horni
grazing occultation
[íslenska] snertimyrkvun [skýr.] þegar stjarna myrkvast aðeins örskamma stund við rönd þess himinhnattar sem á hana skyggir
Great Attractor
[íslenska] Miklidragi [skýr.] gríðarlegt samsafn vetrarbrauta og hulduefnis í stjörnumerkinu Mannfáki
great circle
[íslenska] stórhringur (á kúlu) [skýr.] hringur sem hefur miðju í kúlunni miðri
Great Wall
[íslenska] Mikilveggur [skýr.] safn vetrarbrauta sem allar eru í svipaðri fjarlægð frá jörðu; nær yfir stórt svæði á himninum
green flash
[íslenska] græniglampi [skýr.] sést stöku sinnum við sólsetur
greenhouse effect
[íslenska] gróðurhúsaáhrif
Greenwich hour angle (GHA)
[íslenska] Greenwich-tímahorn [skýr.] tímahorn stjörnu séð frá Greenwich, ólíkt local hour angle (LHA)
Greenwich Mean Astronomical Time (GMAT)
[íslenska] stjörnufræðilegur miðtími Greenwich [skýr.] tími með dagaskiptum á hádegi, notaður af stjörnufræðingum fram til 1925
Greenwich Mean Sidereal Time (GMST)
[íslenska] meðalstjörnutími Greenwich
Greenwich Mean Time
[sh.] GMT [íslenska] miðtími Greenwich
Greenwich meridian
[íslenska] hábaugur Greenwich
Greenwich Sidereal Time (GST)
[íslenska] stjörnutími Greenwich
Gregorian calendar
[sh.] New Style (NS) [íslenska] gregoríanska tímatalið [sh.] gregoríska tímatalið, nýi stíll [skýr.] tímatal kennt við Gregoríus páfa 13. (1502-1585), núgildandi tímatal víðast hvar í heiminum
Gregorian telescope
[íslenska] gregorískur sjónauki [skýr.] sjónauki kenndur við skoska stærðfræðinginn og stjörnufræðinginn James Gregory (1638-1675)
grinding
[íslenska] slípun (sjónglers)
grism
[íslenska] greiðstrendingur [skýr.] tæki sem notað er við litrófsrannsóknir og sameinar ljósgreiðu (grating) og ljósstrending (prism)
ground state
[íslenska] grunnástand (atóms)
Grus
[íslenska] Tranan [sh.] Hegrinn [skýr.] stjörnumerki
Guardians
[íslenska] Pólverðirnir [skýr.] stjörnurnar Beta og Gamma í stjörnumerkinu Litlabirni
guest star
[íslenska] himingestur [skýr.] fornt, kínverskt heiti á fyrirbærum s.s. halastjörnum og nýstirnum sem birtast óvænt á himni og sjást í alllangan tíma
guide star
[íslenska] miðunarstjarna
guide telescope
[íslenska] miðunarsjónauki [sh.] stýrisjónauki
Gum nebula
[íslenska] Gumþokan [skýr.] ljómþoka á suðurhveli himins, kennd við ástralska stjörnufræðinginn Colin S. Gum (1924-1960)
gyrofrequency
[íslenska] veltitíðni [skýr.] rafagnar í segulsviði

H

H-I region
[íslenska] órafað vetnisský
H-II region
[íslenska] rafað vetnisský
H-R diagram
-> Hertzsprung-Russell diagram
Hadley circulation
[íslenska] Hadleyshringstreymi [skýr.] streymi heits lofts frá miðbaug til heimskauta reikistjörnu og kaldara lofts til baka
hadron era
[íslenska] sterkeindastund (í heimsfræði)
halation
[íslenska] baugmyndun [skýr.] myndgalli vegna endurkasts í ljósmyndaplötu eða filmu
Hale telescope
[sh.] Palomar telescope [íslenska] Palomarsjónaukinn [skýr.] sjónauki á Palomarfjalli í Kaliforníu, sá stærsti í heimi frá 1948 til 1975
half-life
[íslenska] helmingunartími (geislavirks efnis)
half-width
[íslenska] hálfhæðarbreidd (litrófslínu)
halo (1)
[íslenska] hjúpur (vetrarbrautar)
halo (2)
[íslenska] ljósbaugur [sh.] geislabaugur, rosabaugur
halo orbit
[sh.] libration orbit [íslenska] lykkjubraut [skýr.] hringlaga eða ílöng braut geimflaugar umhverfis jafnvægispunkt í þyngdarsviði tveggja himinhnatta (Lagrangian point)
halo population
[íslenska] hjúpbyggð [skýr.] stjörnubyggð í hjúpi vetrarbrautar, sbr disc population
halo star
[íslenska] hjúpstjarna [skýr.] stjarna í vetrarbrautarhjúpi
Haro galaxy
[íslenska] Haro-vetrarbraut [skýr.] bláleit stjörnuþoka sem sýnir skarpar ljómlínur, þokutegund kennd við mexíkóska stjörnufræðinginn Guillermo Haro (1913-1988)
Harvard classification
[íslenska] Harvard-stjörnuflokkunin [skýr.] flokkun stjarna eftir litrófstegund, kennd við Harvard-stjörnustöðina
Harvard-Smithsonian Center for Astrophysics (CfA)
[skýr.] bandarísk miðstöð rannsókna í stjarneðlisfræði
harvest moon
[íslenska] haustmáni [sh.] uppskerumáni [skýr.] fullt tungl um haustjafndægur, kemur upp um svipað leyti nokkra daga í röð
Hawking effect
[íslenska] Hawkingsbrigði [skýr.] uppgufun lítilla svarthola, kennt við enska eðlisfræðinginn Stephen William Hawking (1942- )
Hawking radiation
[íslenska] Hawkingsgeislun [skýr.] geislun sem tengist uppgufun lítilla svarthola, kennd við enska eðlisfræðinginn Stephen William Hawking (1942-)
Hayashi-line
-> Hayashi-track
Hayashi-track
[sh.] Hayashi-line [íslenska] Hayashi-ferill [skýr.] myndunarferill sólstjörnu, kenndur við japanska stjörnufræðinginn Chushiro Hayashi (1920-)
head
(of a comet) [íslenska] höfuð (halastjörnu) [skýr.] kjarni og haddur halastjörnunnar
head-tail galaxy
[íslenska] halakörtuþoka [skýr.] rafaldsvetrarbraut af tegund sem er sérkennileg útlits
heavenly body
[íslenska] himinhnöttur [sh.] himintungl
heavenly sphere
[íslenska] himinhvel
heliacal rising
[íslenska] sólfylgiris [skýr.] haft um það þegar stjarna (venjulega Sírus) rís með sól
heliocentric coordinate system
[íslenska] sólmiðjuhnitakerfi [sh.] sólmiðjukerfi
heliocentric latitude
[íslenska] sólmiðjubreidd [skýr.] stjörnuhnit í sólmiðjukerfi
heliocentric longitude
[íslenska] sólmiðjulengd [skýr.] stjörnuhnit í sólmiðjukerfi
heliocentric parallax
-> annual parallax
heliocentric system
[íslenska] sólmiðjukerfi [skýr.] heimskerfi þar sem jörð og reikistjörnur teljast ganga um sólina
heliographic latitude
[íslenska] sólbreidd [sh.] breidd á sól [skýr.] breidd staðar á yfirborði sólar mæld frá miðbaug hennar
heliographic longitude
[íslenska] sóllengd [sh.] lengd á sól [skýr.] lengd staðar á yfirborði sólar mæld frá viðmiðunarbaug
heliometer
[íslenska] helíómeter [skýr.] gamalt hornamælingatæki
heliopause
[íslenska] sólvindshvörf [sh.] sólvindsmörk [skýr.] endimörk sólvindsins, utarlega í sólkerfinu
helioseismology
[íslenska] sólskjálftafræði
heliosheath
[íslenska] sólvindsslíður [skýr.] rými rétt innan sólvindshvarfa
heliosphere
[íslenska] sólvindshvolf [skýr.] allt rýmið innan sólvindsmarkanna
heliospheric current sheet
[íslenska] segulhvörf í sólvindi [skýr.] þunnt lag þar sem segulsvið í sólvindinum skiptir um stefnu
heliostat
[íslenska] sólarhald [skýr.] spegill sem snýst og beinir sólarljósi stöðugt inn í sjónauka sem ekki hreyfist
helium
[íslenska] helín [skýr.] frumefni sem fannst á sólinni árið 1868 og dregur nafn af því (gr. helios = sólin)
helium flash
[íslenska] helínblossi [skýr.] atburður í þróunarskeiði sólstjörnu
helium problem
[íslenska] helínvandinn [skýr.] vandinn við að skýra magn helíns í alheiminum
Helix nebula
[íslenska] Skrúfuþokan [skýr.] hringþoka í Vatnsberanum
Henry Draper Catalogue (HD)
[íslenska] Henry Draper-stjörnuskráin [skýr.] skrá sem stjörnufræðingar við Harvard-stjörnustöðina gáfu út á árunum 1918-1924 og sýnir litrófstegundir 225 þúsund stjarna, tileinkuð bandaríska stjörnufræðingnum Henry Draper (1832-1882)
Herbig-Haro object
[íslenska] Herbig-Haro-fyrirbæri [skýr.] bjartur efnishnoðri sem er að þéttast og verða að stjörnu, að því er menn telja. Kennt við bandaríska stjörnufræðinginn George Howard Herbig (1920-) og mexíkóska stjörnufræðinginn Guillermo Haro (1913-1988)
Hercules
[íslenska] Herkúles [sh.] Herakles [skýr.] stjörnumerki
Hertzsprung gap
[íslenska] Hertzsprung-eyðan [skýr.] eyða í svonefndu Hertzsprung-Russell-línuriti
Hertzsprung-Russell diagram
[sh.] H-R diagram [íslenska] Hertzsprung-Russell-línurit [skýr.] línurit sem sýnir samband birtu (ljósafls) og litar sólstjarna, kennt við danska stjörnufræðinginn Ejnar Hertzsprung (1873-1967) og bandaríska stjörnufræðinginn Henry Norris Russell (1877-1957)
Hesperus
[íslenska] Venus (sem kvöldstjarna) [skýr.] forngrískt nafn
heterodyne spectrometer
[íslenska] fjölþátta litrófsmælir [skýr.] örbylgjumælir
heterogeneity
[íslenska] misleitni
heterogeneous
[íslenska] misleitur
heterosphere
[íslenska] fjölhvolf [skýr.] gufuhvolf jarðar ofan 80 km eða svo, þar sem efnasamsetning breytist verulega með hæð, gagnstætt homosphere
hierarchical universe
[íslenska] stigskiptur heimur [sh.] stigveldisheimur (í heimsfræði)
high-velocity stars
[íslenska] skundastjörnur [skýr.] fastastjörnur sem breyta hratt afstöðu til annarra stjarna í nágrenni sólar
Hill sphere
[íslenska] Hillshvolf [skýr.] rými umhverfis reikistjörnu þar sem þyngdarhrif reikistjörnunnar ráða mestu um hreyfingar hluta. Kennt við bandaríska stjörnufræðinginn og stærðfræðinginn George William Hill (1838-1914)
Hirayama family
[íslenska] Hirayama-fjölskylda [skýr.] hópur smástirna sem fylgja mjög svipuðum brautum um sólu. Fjölskyldur af þessu tagi skipta mörgum tugum. Japanski stjörnufræðingurinn Kiyotsugu Hirayama uppgötvaði fyrirbærið árið 1928
historical astronomy
[íslenska] stjörnusagnfræði [skýr.] fjallar um sögu stjörnufræðinnar
Hohmann transfer orbit
[íslenska] Hohmanns-skiptibraut [skýr.] lágmarksorkubraut, sú braut geimflaugar milli tveggja hnatta, sem krefst minnstrar orku (ef sérstakar, flóknar brautir eru frátaldar)
Holmberg radius
[íslenska] Holmbergsgeisli [skýr.] mælikvarði á stærð vetrarbrautar, fjarlægðin frá miðju út að vissum birtumörkum, mæld eftir langásnum
homogeneity
[íslenska] einsleitni
homogeneous
[íslenska] einsleitur, eingerður
homosphere
[íslenska] einhvolf [skýr.] gufuhvolf jarðar neðan 80 km eða svo, þar sem efnasamsetning breytist ekki verulega með hæð, gagnstætt heterosphere
Hooker telescope
[sh.] Mt. Wilson telescope [íslenska] Wilsonsjónaukinn [skýr.] sjónauki á Wilsonfjalli í Kaliforníu, sá stærsti í heimi frá 1917 til 1948
horizon
[íslenska] sjóndeildarhringur [sh.] sjónarrönd [skýr.] sjá jafnframt astronomical horizon
horizonal coordinates
[íslenska] sjónbaugshnit [skýr.] stjörnuhnit sem miðast við sjónbaug
horizontal branch
[íslenska] lárétta greinin (í Hertzsprung-Russell-línuriti kúluþyrpinga)
horizontal parallax
[íslenska] láhliðrun [sh.] sjónbaugshliðrun [skýr.] hliðrun við sjónbaug
horizontal plane
[íslenska] sjónbaugsslétta
Horologium
[íslenska] Klukkan [skýr.] stjörnumerki
Horsehead nebula
[íslenska] Riddaraþokan [skýr.] geimþoka í stjörnumerkinu Óríon
horseshoe mounting
[íslenska] skeifustæði (sjónauka)
Horseshoe nebula
-> Omega nebula
hour
[íslenska] stund [sh.] klukkustund
hour angle
[íslenska] tímahorn (stjörnu) [skýr.] hornið milli hábaugs og tímabaugs stjörnu; sá stjörnutími sem liðinn er frá því að (fasta)stjarnan fór yfir hábaug himins
hour circle
[íslenska] tímabaugur [skýr.] baugur milli himinskauta
Hubble classification
[íslenska] Hubblesflokkun (vetrarbrauta) [skýr.] flokkun kennd við bandaríska stjörnufræðinginn Edwin Powell Hubble (1889-1953)
Hubble constant
[sh.] Hubble parameter [íslenska] Hubblesstuðull [skýr.] hlutfallið milli fráhvarfshraða og fjarlægðar vetrarbrauta, kennt við bandaríska stjörnufræðinginn Edwin Powell Hubble (1889-1953)
Hubble diagram
[íslenska] Hubbleslínurit [skýr.] línurit sem sýnir samband sýndarbirtu og rauðviks vetrarbrauta, kennt við bandaríska stjörnufræðinginn Edwin Powell Hubble (1889-1953)
Hubble flow
[íslenska] Hubblesþensla (alheims) [skýr.] útþensla kennd við bandaríska stjörnufræðinginn Edwin Powell Hubble (1889-1953)
Hubble parameter
-> Hubble constant
Hubble radius
[íslenska] Hubblesgeisli [skýr.] fjarlægðin til þeirra vetrarbrauta sem fjarlægjast með hraða ljóssins vegna útþenslu alheimsins; fjarlægðin til endimarka hins sýnilega heims, lauslega reiknað
Hubble Space Telescope (HST)
[íslenska] Hubblessjónaukinn [skýr.] sjónauki í geimnum, nefndur til heiðurs bandaríska stjörnufræðingnum Edwin Powell Hubble (1889-1953)
Hubble time
[íslenska] Hubblestími [skýr.] útþenslutími alheims, reiknaður eftir Hubblesstuðli
Hubble's law
[íslenska] Hubbleslögmál [skýr.] lögmál um fráhvarfshraða vetrarbrauta, kennt við bandaríska stjörnufræðinginn Edwin Powell Hubble (1889-1953)
Huygens eyepiece
[íslenska] Huygens-augngler [skýr.] ein tegund augnglera, kennd við hollenska eðlisfræðinginn og stjörnufræðinginn Christiaan Huygens (1629-1695)
Hyades
[íslenska] Regnstirnið [skýr.] stjörnuþyrping í nautsmerki
hyberbola
[íslenska] gleiðbogi
Hydra
[íslenska] Vatnaskrímslið [skýr.] stjörnumerki
hydrostatic equilibrium
[íslenska] vökvajafnvægi
hydroxyl radical (OH)
[íslenska] hydroxýlhópur
Hydrus
[íslenska] Lagarormurinn [skýr.] stjörnumerki
hyperboloid reflector
[íslenska] gleiðflatarkíkir [skýr.] kíkir sem hefur spegil með gleiðflataryfirborði
hypergalaxy
[íslenska] vetrarbrautastóð [skýr.] vetrarbraut með smærri fylgiþokum (dvergvetrarbrautum)
hypernova
[skýr.] gríðarlega öflug sprengistjarna, ein af hugsanlegum skýringum svonefndra gammablossa [íslenska] gríðarstjarna

I

Iapetus
[íslenska] Japetus [skýr.] eitt af tunglum Satúrnusar
image converter
[íslenska] myndbreytir [skýr.] myndmagnari sem gerir innrautt ljós eða röntgengeisla sýnilega
image intensifier
[sh.] image tube [íslenska] myndmagnari
image orthicon
[íslenska] ortíkon-myndlampi (í sjónvarpsmyndavél)
image photon counting system (IPCS)
[íslenska] ljóseindagreinir
image tube
-> image intensifier
immersion
[íslenska] hvarf (stjörnu í myrkva)
impact crater
[íslenska] árekstrargígur [skýr.] gígur eftir loftstein eða halastjörnu
implosion
[íslenska] hrun [skýr.] sprenging inn á við
inclination
[íslenska] halli (t.d. mönduls, brautar eða segulnálar)
index of refraction
-> refractive index
Indus
[íslenska] Indíáninn [skýr.] stjörnumerki
inequality
[íslenska] misgengi [skýr.] óregla í göngu himinhnattar, frávik frá jafnri hreyfingu vegna miðskekkju brautarinnar og áhrifa frá öðrum hnöttum [dæmi] equation of the centre, evection, variation, annual equation
inertia
[íslenska] tregða
inertial frame
[íslenska] tregðukerfi
inertial mass
[íslenska] tregðumassi
inferior conjunction
[íslenska] innri samstaða [skýr.] þegar reikistjarna er milli jarðar og sólar
inferior culmination
-> lower culmination
inferior planet
-> inner planet
inflationary era
[íslenska] óðaþensluskeið [skýr.] hugsanlegt skeið í bernsku alheimsins
inflationary universe
[íslenska] óðaþensluheimur [skýr.] alheimslíkan sem gerir ráð fyrir óðaþensluskeiði í bernsku alheimsins
infrared lo. (IR)
[íslenska] innrauður [sh.] innroða-
infrared (IR)
[íslenska] innroði
infrared astronomy
[íslenska] innroðastjörnufræði [skýr.] sú grein stjörnufræði sem fjallar um innrautt ljós
infrared cirrus
[íslenska] innrauð blikubönd (í Vetrarbrautinni)
infrared radiation
[íslenska] innroðageislun
infrared source
[íslenska] innroðalind [skýr.] uppspretta innrauðs ljóss
infrared telescope
[íslenska] innroðasjónauki [sh.] sjónauki fyrir innrautt ljós
infrared window
[íslenska] innroðagluggi [skýr.] tíðnibil í hinum innrauða hluta litrófsins þar sem ljósið kemst gegnum gufuhvolf jarðar
inhomogeneous
[íslenska] úfinn [skýr.] um segulsvið
initial mass function
[íslenska] massadreifingarregla [skýr.] fjöldadreifing stjarna eftir efnismagni
initial mass function
-> Salpeter function
inner planet
[sh.] inferior planet [íslenska] innri reikistjarna [skýr.] reikistjarna sem gengur nær sól en jörðin
insolation
[íslenska] ágeislun [skýr.] sólgeislun á flatar- og tímaeiningu
instability
[íslenska] vingl [sh.] flökt [skýr.] óstöðugleiki
instability strip
[íslenska] flöktsvæði (í Hertzsprung-Russell-línuritinu)
integrated magnitude
-> total magnitude
integration time
[íslenska] safntími [skýr.] tími við mælingar eða myndatökur
intensity
[íslenska] styrkur [sh.] ljósstyrkur, geislastyrkur
intensity interferometer
[íslenska] styrkvíxlunarmælir [sh.] birtuvíxlunarmælir [skýr.] tæki til að mæla þvermál stjarna
interacting binary
[íslenska] gagnvirkt tvístirni [skýr.] þar sem efni flyst milli stjarnanna
interacting galaxies
[íslenska] gagnvirkar vetrarbrautir [skýr.] vetrarbrautir sem trufla hver aðra
intercalation
[íslenska] innskot (í tímatali)
interference
[íslenska] víxlun (ljóss eða annarrar rafsegulgeislunar)
interference
[íslenska] truflun
interference filter
[íslenska] víxlunarsía
interference fringe
[sh.] fringe [íslenska] víxlunarrák
interferometer
[íslenska] víxlunarmælir
intergalactic medium
[íslenska] útgeimsefni [skýr.] efni milli vetrarbrauta
International Astronomical Union (IAU)
[íslenska] Alþjóðasamband stjarnfræðinga
International Atomic Time (TAI)
[íslenska] atómtími
International Date Line
[sh.] Date line [íslenska] dagalínan [skýr.] lína sem skiptir dögum á jörðinni
International Geophysical Year (IGY)
[íslenska] Alþjóða jarðeðlisfræðiárið [skýr.] alþjóðlegt samstarfstímabil 1957-1958
International sunspot number
-> relative sunspot number
International Years of the Quiet Sun (IQSY)
[íslenska] Sólkyrrðarárið [skýr.] alþjóðlegt samstarfstímabil í rannsóknum á áhrifum sólar á jörð, 1964-1965
interplanetary
[íslenska] nærgeims- [skýr.] innan sólkerfisins
interplanetary dust
[íslenska] nærgeimsryk
interplanetary medium
[íslenska] nærgeimsefni
interplanetary scintillation
[íslenska] nærgeimstíbrá
interpulse
[íslenska] millitif (í geislun frá tifstjörnu)
interstellar
[íslenska] miðgeims- [skýr.] milli stjarna í Vetrarbrautinni
interstellar absorption
[íslenska] miðgeimsgleyping [skýr.] ljósgleyping í efni milli fastastjarnanna
interstellar extinction
[íslenska] miðgeimsdeyfing [skýr.] ljóstap milli stjarna í Vetrarbrautinni vegna gleypingar og ljósdreifingar
interstellar medium
[íslenska] miðgeimsefni [skýr.] efni milli stjarna í Vetrarbrautinni
interstellar reddening
[íslenska] geimroðnun [skýr.] litarbreyting stjörnu vegna miðgeimsdeyfingar
intrinsic colour index
[íslenska] eiginlitvísir (stjörnu) [skýr.] óháð miðgeimsdeyfingu ljóssins
intrinsic variable
[skýr.] stjarna sem breytir birtu vegna innri orsaka, gagnstætt extrinsic variable [íslenska] eiginleg breytistjarna
invariable plane
[íslenska] fastaslétta (sólkerfisins)
inverse Compton emission
[íslenska] Comptons-andgeislun [skýr.] þegar orka ljóseindar eykst við árekstur við rafagnir; kennd við bandaríska eðlisfræðinginn Arthur Compton (1892-1962)
inverse square law
[íslenska] tvíveldislögmál
Io
[íslenska] Íó [skýr.] eitt af tunglum Júpíters
ion
[íslenska] jón [sh.] fareind, rafi
ion tail
[íslenska] röfunarhali (halastjörnu)
ionization
[íslenska] jónun [sh.] röfun
ionization potential
[íslenska] röfunarspenna
ionization temperature
[íslenska] röfunarhiti
ionization zone
[íslenska] röfunarsvæði
ionosphere
[íslenska] rafhvolf
irradiation (1)
[íslenska] ljómstækkun [skýr.] sýndarstækkun bjarts hlutar þegar bakgrunnurinnn er dökkur
irradiation (2)
[íslenska] ágeislun (rafsegulgeislunar eða rafagna)
irregular galaxy
[íslenska] óregluleg vetrarbraut
irregular variable
[íslenska] óregluleg breytistjarna
isophote
[íslenska] jafnbirtulína
isoplanatic angle
[íslenska] myndbjögunarmörk [skýr.] hornmál stærstu myndar sem er óbjöguð af tíbrá andrúmsloftsins, venjulega nokkrar bogasekúndur
isotope
[íslenska] samsæta
isotropic
[íslenska] stefnusnauður
isotropy
[íslenska] stefnusneyða

J

jansky (Jy)
[íslenska] janskí [skýr.] flæðisþéttleikaeining í rafaldsstjörnufræði, kennd við bandaríska verkfræðinginn Karl Guthe Jansky (1905-1950)
Jeans length
[íslenska] Jeansgeisli [skýr.] stærð sem segir til um það hve stórt gasský í geimnum þarf að vera til að það geti fallið saman vegna eigin þyngdar ef hitastig og þétta skýsins eru þekkt. Kennt við enska stærðfræðinginn og stjörnufræðinginn James H. Jeans (1877-1946)
Jeans mass
[íslenska] Jeansmassi [skýr.] sá lágmarksmassi sem gasský í geimnum þarf að hafa til að það geti fallið saman vegna eigin þyngdar við tiltekið hitastig og þéttu. Kennt við enska stærðfræðinginn og stjörnufræðinginn James H. Jeans (1877-1946)
jet
[íslenska] strókur
Jet Propulsion Laboratory (JPL)
[skýr.] geimrannsóknastofnun rekin af Tækniháskóla Kaliforníu (Caltech) í samvinnu við Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA)
Jewel Box
[íslenska] Gimsteinaskrínið [skýr.] lausþyrping í stjörnumerkinu Suðurkrossi
Jovian planet
[íslenska] risareikistjarna [skýr.] reikistjarna á borð við Júpíter í okkar sólkerfi, þ.e. Júpíter, Satúrnus, Úranus eða Neptúnus, sbr. giant planet
Julian calendar
[sh.] Old Style (OS) [íslenska] júlíanskt tímatal [sh.] gamli stíll [skýr.] kennt við Júlíus Sesar (100-44 f. Kr.)
Julian date (JD)
íslenska] júlíanskur dagur [skýr.] tölusettur dagur (og einnig brot úr degi), talið frá hádegi 1. jan. 4713 f. Kr. 
Julian year
[íslenska] júlíanskt ár [skýr.] kennt við Júlíus Sesar (100-44 f.Kr.)
Juno
[íslenska] Júnó [skýr.] smástirni
Jupiter
[íslenska] Júpíter [skýr.] stærsta reikistjarnan

K

K-corona
[íslenska] K-kóróna [skýr.] samfellugeislun sólkórónu (K=kontinuierlich)
K-correction
[íslenska] K-leiðrétting [skýr.] leiðrétting sem gerð er á mæligildum birtustigs og lita fjarlægra vetrarbrauta vegna áhrifa rauðviks á litrófið
Keck telescopes
[íslenska] Kecksjónaukarnir [skýr.] tveir risastórir sjónaukar í bandarískri stjörnustöð á fjallinu Mauna Kea á Hawaii, þeir stærstu í heimi þegar smíði þeirra lauk (1991 og 1996). Nefndir eftir stofnuninni sem fjármagnaði smíðina
Kellner eyepiece
[íslenska] Kellners-augngler [skýr.] ein tegund augnglera, kennd við Þjóðverjann Carl Kellner (1826-1855)
Kelvin-Helmholtz contraction
[íslenska] Kelvin-Helmholtz-samdráttur [skýr.] gömul skýring á orkulind sólar, kennd við skoska stærðfræðinginn og eðlisfræðinginn Kelvin lávarð (William Thomson, 1824-1907) og þýska eðlisfræðinginn og lífeðlisfræðinginn Hermann von Helmholtz (1821-1894)
Kelvin-Helmholtz timescale
[íslenska] Kelvinstími [skýr.] heildartími Kelvin-Helmholtz-samdráttar sólar
Kepler's equation
[íslenska] Keplersjafna (um ferilhorn reikistjarna) [skýr.] kennd við þýska stjörnufræðinginn Jóhannes Kepler (1571-1630)
Kepler's laws
[íslenska] Keplerslögmál [skýr.] lögmál um gang reikistjarna um sólu, kennd við þýska stjörnufræðinginn Jóhannes Kepler (1571-1630)
Kepler's star
[íslenska] stjarna Keplers [skýr.] sprengistjarna sem sást árið 1604, nefnd eftir þýska stjörnufræðingnum Jóhannesi Kepler (1571-1630)
Keplerian telescope
[íslenska] Keplerssjónauki [skýr.] tegund linsusjónauka, kennd við þýska stjörnufræðinginn Jóhannes Kepler (1571-1630)
Kerr black hole
[íslenska] Kerr-svarthol [skýr.] svarthol sem snýst, ólíkt Schwarzschild black hole
Keyhole nebula
[íslenska] Skráargatið [skýr.] þoka umhverfis stjörnuna Eta í stjörnumerkinu Kilinum (Carina)
Kids
[íslenska] Kiðlingarnir [skýr.] tvær stjörnur í grennd við stjörnuna Kapellu (nafnið Kapella merkir "litla geitin")
kinematics
[íslenska] hreyfingafræði
kinetic temperature
[íslenska] hreyfihiti
Kirkwood gaps
[íslenska] Kirkwoods-eyður [skýr.] eyður í smástirnabeltinu, kenndar við bandaríska stjörnufræðinginn Daniel Kirkwood (1814-1895)
KREEP
[skýr.] tegund tunglgrýtis (K=Kalium, REE=rare earth elements, P=phosphorus)
Kreutz group
[sh.] Kreutz sungrazers [íslenska] Kreutz-hópurinn [skýr.] safn skyldra halastjarna sem ganga nærri sól, kennt við þýska stjörnufræðinginn Heinrich Kreutz (1854-1907), sjá sungrazer
Kreutz sungrazers
-> Kreutz group
Kuiper belt (frb. Kajper belt)
[sh.] Edgeworth-Kuiper belt [íslenska] Kuipersbelti [sh.] Edgeworth-Kuipersbelti [skýr.] safn ískenndra reikistirna handan við braut Neptúnusar, líklegt forðabúr skammferðarhalastjarna. Kennt við hollensk-bandaríska stjörnufræðinginn Gerard P. Kuiper (1905-1973) og stundum við írska verkfræðinginn og áhugastjörnufræðinginn Kenneth E. Edgeworth (1880-1972). Sjá jafnframt Oortsský
Kuiper belt object (KBO)
[íslenska] Kuipersbeltisstirni [skýr.] reikistirni í Kuipersbeltinu. Þau tilheyra útstirnum

L

L-corona
[sh.] E-corona [íslenska] L-kórónan [sh.] E-kórónan [skýr.] sá hluti sólkórónunnar sem gefur frá sér ljómlínulitróf (L=line emission, E=emission line)
Lacerta
[íslenska] Eðlan [skýr.] stjörnumerki
Lacus
[íslenska] tjörn (á tungli eða reikistjörnu) [skýr.] fremur lítið, dökkt, afmarkað svæði á yfirborði hnattar
Lagoon nebula
[íslenska] Lónþokan [skýr.] geimþoka í bogmannsmerki
Lagrangian point
[sh.] libration point [íslenska] Lagrange-punktur [skýr.] jafnvægispunktur (einn af fimm) í samanlögðu þyngdarsviði tveggja himinhnatta, kenndur við fransk-ítalska stærðfræðinginn Joseph Louis Lagrange (1736-1813)
Laplace's nebular hypothesis
[íslenska] þokukenning Laplaces [skýr.] kenning um uppruna sólkerfisins, kennd við franska stærðfræðinginn og stjörnufræðinginn Pierre Simon Laplace (1749-1827)
Large Altazimuth Telescope (BTA)
[sh.] Bolshoi Teleskop Azimutalny [íslenska] Stóri lóðstillti sjónaukinn [skýr.] rússneskur sjónauki í Kákasusfjöllum, sá stærsti í heimi þegar smíði hans lauk árið 1975
Large Binocular Telescope (LBT)
[íslenska] Stóri tvísjónaukinn [skýr.] sjónaukasamstæða í Arizona í Bandaríkjunum
Large Magellanic Cloud (LMC)
[sh.] Nubecula Major [íslenska] Stóra Magellansskýið [skýr.] stjörnuþoka á suðurhveli himins, kennd við portúgalska sæfarann Ferdinand Magellan (1480-1521)
laser
[íslenska] leysir
last contact
-> fourth contact
last scattering surface
[íslenska] ljósjaðar (alheims)  [skýr.] ystu mörk hins sýnilega heims, þaðan sem örbylgjukliðurinn berst
last quarter
[sh.] third quarter [íslenska] síðasta kvartil [sh.] þriðja kvartil
late-type galaxy
[íslenska] síðþoka [skýr.] vetrarbraut sem lítur út fyrir að vera gömul ef miðað er við fyrri hugmyndir um þróun vetrarbrauta, (gagnstætt) early-type galaxy
late-type star
[íslenska] síðstjarna [skýr.] lághitastjarna, áður talin gömul stjarna, gagnstætt early-type star
latitude
[íslenska] breidd (á himni) [dæmi] celestial latitude, galactic latitude
latitude variation
[íslenska] breiddarhnik [skýr.] vegna pólrangls jarðar, sjá Chandler wobble
launch vehicle
[íslenska] burðarflaug
launch window
[íslenska] skotgæftir [skýr.] tími þegar heppilegt er að skjóta upp geimflaug
Le Verrier ring
-> Leverrier ring
leading spot
-> preceding spot
leap month
[íslenska] hlaupmánuður
leap second
[íslenska] hlaupsekúnda
leap year
[íslenska] hlaupár
legal time
[sh.] civil time [íslenska] lögtími [skýr.] tími sem klukkur eru stilltar eftir -> local time
Lemaître model
[íslenska] Lemaître-líkan (í heimsfræði) [skýr.] líkan kennt við belgíska stærðfræðinginn Georges Lemaître (1894-1966)
Lemaitre model
[íslenska] Lemaitre-líkan [skýr.] sjá Lemaître model
lens
[íslenska] linsa
lenticular galaxy
[íslenska] linsuþoka [skýr.] linsulaga vetrarbraut
Leo
[íslenska] Ljónið [skýr.] stjörnumerki
Leo Minor
[íslenska] Litlaljón [skýr.] stjörnumerki
Leonids
[íslenska] Leonítar [skýr.] loftsteinadrífa, kennd við ljónsmerkið (Leo)
lepton
[íslenska] létteind
lepton era
[íslenska] létteindastund (í heimsfræði) [skýr.] rétt eftir Miklahvell
Lepus
[íslenska] Hérinn [skýr.] stjörnumerki
Leverrier ring
[sh.] Le Verrier ring [íslenska] Leverriershringur [skýr.] einn af hinum daufu hringu umhverfis Neptúnus, nefndur til heiðurs franska stjörnufræðingnum Urbain Leverrier(1811-1877)
Libra
[íslenska] Vogin [skýr.] stjörnumerki
libration
[íslenska] tunglvik [skýr.] færsla sem veldur breytingu á ásýnd tungls séð frá jörðu[dæmi] geometrical libration, physical libration 
libration orbit
-> halo orbit
libration point
-> Lagrangian point
light cone
[íslenska] ljóskeila [skýr.] ferill ljósblossa í tímarúminu
light curve
[íslenska] birtuferill (breytistjörnu)
light echo
[íslenska] ljósvarp [skýr.] endurvarp ljóss frá geimefni eftir stjörnusprengingu
light pollution
[íslenska] ljósmengun
light-gathering power
[íslenska] ljósgrip (sjónauka)
light-time
[íslenska] ljóstími [skýr.] sá tími sem það tekur ljós að berast milli tveggja staða
light-year
[íslenska] ljósár [skýr.] vegalengdin sem ljósið fer á einu ári
lighttime correction
-> equation of light
limb
[íslenska] rönd [sh.] jaðar
limb brightening
[íslenska] jaðarljómun [skýr.] birtuaukning við rönd himinhnattar, t.d. við rönd sólar í rafaldssviðinu
limb darkening
[íslenska] jaðarhúmun [skýr.] deyfing ljóss við rönd himinhnattar, t.d. rönd sólar í sýnilegu ljósi
limiting magnitude
[íslenska] birtumark (sjónauka) [skýr.] daufasta birtustig sem sjónaukinn greinir
Lindblad resonance
[íslenska] Lindbladsherma [skýr.] fyrirbæri í hreyfingu stjarna miðað við þyrilarma í vetrarbraut
line blanketing
[íslenska] línuhul [skýr.] deyfing í litrófi stjörnu vegna aragrúa daufra litrófslína sem renna saman
line broadening
[íslenska] línubreikkun (í litrófi)
line of apsides
[íslenska] ásendalína (sporbaugs)
line of cusps
[íslenska] birtuhornalína [skýr.] lína sem tengir hornin á sigð tungls eða reikistjörnu
line of inversion
[íslenska] segulskiptilína (í sólblettahópi)
line of nodes
[íslenska] hnútalína [skýr.] skurðlína brautarsléttu himinhnattar og viðmiðunarsléttu
line profile
[íslenska] línusnið (litrófslínu)
line receiver
[íslenska] rafaldslínunemi [skýr.] rafaldsviðtæki hannað til að nema tiltekin, þröng bylgjusvið
line spectrum
[íslenska] línulitróf [sh.] línuróf
linear polarization
-> plane-polarization
liner
[skýr.] low ionization nuclear emission region [íslenska] ljóni [skýr.] lítt jónaður vetrarbrautarkjarni
lithosphere
[íslenska] stinnhvolf (jarðar) [skýr.] jarðskorpan og efsti hluti möttulsins, sjá jafnframt asthenosphere
lobate ridge
[íslenska] sepakambur (á tunglinu)
lobe
[íslenska] stefnugeiri (loftnets)
Local Group
[íslenska] grenndarhópurinn [skýr.] hópur nálægra vetrarbrauta
local hour angle (LHA)
[íslenska] staðartímahorn (stjörnu) [skýr.] ólíkt Greenwich hour angle (GHA)
local mean time
[sh.] local time [íslenska] staðarmiðtími [sh.] staðartími [skýr.] meðalsóltími staðar, miðast við meðalsól og lengdarbaug staðarins
local sidereal time
[íslenska] staðarstjörnutími [skýr.] stjörnutími á tilteknum stað
local standard of rest (LSR)
[íslenska] grenndarstöðumið [skýr.] viðmiðunarpunktur sem fylgir meðalhreyfingu stjarna í Vetrarbrautinni í nágrenni sólar
Local Supercluster
[íslenska] grenndarofurþyrpingin [skýr.] safn vetrarbrautaþyrpinga með miðju nálægt Meyjarþyrpingunni
Local System
[íslenska] grenndarkerfið [skýr.] vetrarbrautarspori sem myndar belti bjartra stjarna á himinhvolfinu (belti Goulds)
local thermodynamic equilibrium (LTE)
[íslenska] staðbundið varmajafnvægi
local time
[sh.] legal time, civil time [íslenska] staðartími [sh.] lögtími [skýr.] sá tími sem venjulegar klukkur eru stilltar eftir, ýmist staðaltími eða sumartími. Heitið "local time" getur líka merkt local mean time, apparent solar time eða local sidereal time
long-baseline interferometry (LBI)
[íslenska] langavegsmælingar [skýr.] víxlunarmælingar með rafaldssjónaukum sem eru langt hver frá öðrum
long-period comet
[íslenska] langferðarhalastjarna [skýr.] halastjarna með umferðartíma sem er lengri en 200 ár
long-period variable
[íslenska] langsveiflustjarna [skýr.] sveiflustjarna þar sem lotan er 100 dagar eða meira
longitude
[íslenska] lengd
longitude of perigee
[íslenska] jarðnándarlengd [skýr.] einn af brautarstikum hnattar sem gengur um jörðu
longitude of perihelion
[íslenska] sólnándarlengd [skýr.] einn af brautarstikum hnattar sem gengur um sólu
longitude of the ascending node
[íslenska] rishnútslengd [skýr.] einn af brautarstikum himinhnattar
look-back time
[íslenska] afturhorfstími [skýr.] tíminn sem liðinn er frá því að ljósið lagði af stað frá því fyrirbæri sem verið er að athuga
Loop nebula
-> Tarantula nebula
loop prominence
[íslenska] lykkjustrókur (í lithvolfi eða kórónu sólar)
lower culmination
[sh.] inferior culmination [íslenska] lágganga (himinhnattar) [skýr.] þegar himinhnöttur er lægst á lofti (fjærst hvirfilpunkti) í daggöngu sinni
lower transit
[íslenska] neðri þverganga (himinhnattar) [skýr.] þegar himinhnöttur fer yfir hádegisbaug lengst frá hvirfilpunkti
luminosity
[íslenska] ljósafl
luminosity function
[íslenska] lýsifall [skýr.] segir til um fjölda þeirra stjarna eða vetrarbrauta í rúmmálseiningu sem hafa tiltekna birtu eða ljósafl
luminosity-volume test
[íslenska] ljósrýmisprófun [skýr.] aðferð til að finna merki um þróun alheims í safni fjarlægra fyrirbæra sem sýna tiltekið rauðvik
lunar lo.
[íslenska] tungl- [skýr.] sem viðkemur tunglinu (mánanum)
lunar calendar
[íslenska] tungltímatal [skýr.] tímatal sem miðast við göngu tungls
lunar cycle
-> Metonic cycle
lunar day
[íslenska] tungldagur [skýr.] dagur á tunglinu, 29½ jarðneskur dagur að meðaltali
lunar eclipse
[íslenska] tunglmyrkvi
lunar grid
[íslenska] tunglnet [skýr.] drættir sem virðast mynda net á yfirborði tunglsins
lunar month
-> synodic month
lunar occultation
[íslenska] stjörnumyrkvi af völdum tungls
lunar orbiter
[íslenska] tunglfylgiflaug [skýr.] geimflaug á braut umhverfis tunglið
lunar parallax
[íslenska] hliðrun tungls [skýr.] munur á stefnu til tungls vegna fráviks athuganda frá jarðarmiðju
lunar rays
[sh.] crater rays, rays [íslenska] gíggeislar (á tunglinu)
lunar transient phenomenon (LTP)
-> transient lunar phenomenon
lunar year
[íslenska] tunglár [skýr.] tólf tunglmánuðir, rúmlega 354 dagar
lunation
-> synodic month
lunisolar calendar
[íslenska] sólbundið tungltímatal [skýr.] tungltímatal sem er leiðrétt með innskotsmánuðum til að fá samræmi við sólarárið
lunisolar precession
[íslenska] framsókn af völdum sólar og tungls [sh.] pólvelta af völdum sólar og tungls
lunitidal interval
 [íslenska] sjávarfallabið [skýr.] tíminn sem líður frá því að tungl er í hásuðri (eða hánorðri) þar til flóð verður á tilteknum stað (flóðbið) eða fjara (fjörubið). Sbr. establishment of the port 
Lupus
[íslenska] Úlfurinn [skýr.] stjörnumerki
Lyman limit
[íslenska] Lymansmörk [skýr.] stysta bylgjulengd Lymanslína í litrófi stjarna
Lyman series
[íslenska] Lymansröð [skýr.] röð lína í hinum útbláa hluta vetnislitrófsins, kennd við bandaríska eðlisfræðinginn Theodore Lyman (1874-1954)
Lynx
[íslenska] Gaupan [skýr.] stjörnumerki
Lyot filter
[íslenska] Lyot-ljóssía [skýr.] tvíbrotssía, kennd við franska stjörnufræðinginn Bernard Lyot (1897-1952)
Lyra
[íslenska] Harpan [skýr.] stjörnumerki
Lyrids
[íslenska] Lýrítar [skýr.] loftsteinadrífa, kennd við stjörnumerkið Hörpuna (Lyra)

M

M region
-> M-region
M-region
[sh.] M region [íslenska] M-svæði (á sól) [skýr.] upphaflega haft um svæði á sól sem veldur truflunum á segulsviði jarðar. Nú er talið að slík svæði séu kórónugeilar
Mach's principle
[íslenska] kenning Machs [skýr.] kenning um uppruna tregðunnar í aflfræði, kennd við austurríska eðlisfræðinginn Ernst Mach (1838-1916)
macula
[íslenska] dökkna [skýr.] dökkur blettur á yfirborði reikistjörnu
Maffei galaxies
[íslenska] Maffeiþokur [skýr.] stjörnuþokur (tvær), kenndar við ítalska stjörnufræðinginn Paolo Maffei (1926-)
Magellan Telescopes
[íslenska] Magellan-sjónaukarnir [skýr.] tveir samstæðir stjörnusjónaukar í Las Campanas stjörnustöðinni í Chile
Magellanic Clouds
[íslenska] Magellansský [skýr.] tvær stjörnuþokur (Stóra Magellansskýið og Litla Magellansskýið) á suðurhveli himins, kenndar við portúgalska sæfarann Ferdinand Magellan (1480-1521)
magnetar
[íslenska] ofursegla [skýr.] gríðarlega segulmögnuð tifstjarna (nifteindastjarna)
magnetic star
[íslenska] segulstjarna [skýr.] stjarna með sterkt og breytilegt segulsvið
magnetic storm
[íslenska] segulstormur [skýr.] örar breytingar á segulsviði jarðar
magnetogram
-> solar magnetogram
magnetograph
[sh.] solar magnetograph [íslenska] sólsegulriti [skýr.] tæki sem skráir segulsvið yfirborðs sólar
magnetohydrodynamics
[íslenska] segulstraumfræði
magnetometer
[íslenska] segulmælir
magnetopause
[íslenska] segulhvörf [skýr.] ystu mörk segulhvolfs, t.d. segulhvolfs jarðar
magnetosheath
[íslenska] segulslíður [skýr.] lag sem umlykur segulhvolf
magnetosphere
[íslenska] segulhvolf [skýr.] svæði umhverfis reikistjörnu þar sem segulsvið reikistjörnunnar ræður hreyfingum rafagna
magnetotail
[sh.] geotail [íslenska] segulhvolfshali
magnification
[sh.] magnifying power [íslenska] stækkun
magnifying power
-> magnification
magnitude (1)
[íslenska] birtustig [sh.] skærð (stjörnu) [skýr.] mælikvarði á birtu, oft stytt í birta [dæmi] apparent magnitude, absolute magnitude
magnitude (2)
(of an eclipse) [íslenska] myrkvastig (sólmyrkva eða tunglmyrkva) [skýr.] segir til um það hve mikið af sól eða tungli er hulið í myrkva
main beam
[sh.] main lobe (of an antenna) [íslenska] megingeiri (rafaldsloftnets)
main lobe
-> main beam
main sequence
[íslenska] meginröð (stjarna) [skýr.] ferill í Hertzsprung-Russell-línuriti
main sequence fitting
[íslenska] meginraðarmátun [skýr.] aðferð til að ákvarða fjarlægð stjörnuþyrpingar með samanburði á meginröðum í Hertzsprung-Russell-línuritum
major axis
[íslenska] langás (sporbaugs)
major planet
[íslenska] reikistjarna [skýr.] gagnstætt minor planet
Maksutov telescope
[íslenska] Maksutov-sjónauki [skýr.] afbrigði spegil- og linsusjónauka, kennt við rússneska sjóntækjasmiðinn Dmitri D. Maksutov (1896-1964)
Malmquist bias
[íslenska] Malmquist-bjagi [skýr.] skekkja í úrtaki á fjarlægum fyrirbærum s.s. vetrarbrautum vegna þess að mest ber á þeim fyrirbærum sem ljóssterkust eru, en hin sem bera litla birtu finnast síður. Kenndur við sænska stjörnufræðinginn Gunnar Malmquist (1893-1982)
mantle
[íslenska] möttull (jarðar)
mare
[íslenska] tunglhaf
Mare Crisium
[íslenska] Kreppuhafið (á tunglinu)
Mare Fecunditatis
[íslenska] Frjósemishafið (á tunglinu)
Mare Frigoris
[íslenska] Frerahafið (á tunglinu)
Mare Humorum
[íslenska] Vessahafið (á tunglinu)
Mare Imbrium
[íslenska] Regnhafið (á tunglinu)
Mare Nectaris
[íslenska] Veigahafið (á tunglinu)
Mare Nubium
[íslenska] Skýjahafið (á tunglinu)
Mare Orientale
[sh.] Orientale Basin [íslenska] Austurhafið [sh.] Austurbotn (á tunglinu)
Mare Serenitatis
[sh.] Serenitatis Basin [íslenska] Kyrrðarhafið [sh.] Kyrrðarbotn (á tunglinu)
Mare Tranquillitatis
[íslenska] Friðarhafið [sh.] Friðarbotn (á tunglinu)
Mare Vaporum
[íslenska] Eimhafið (á tunglinu)
Markarian galaxies
[íslenska] Markarian-stjörnuþokur [skýr.] vetrarbrautir kenndar við sovéska (armenska) stjörnufræðinginn Benjamin E. Markarian (1913-1985)
mascon
[íslenska] þéttingur [skýr.] massaþétta undir tunglhafi
maser (1)
[íslenska] meysir [skýr.] tæki til að magna örbylgjur
maser (2)
[íslenska] meysir [skýr.] ferli í geimskýjum sem magnar örbylgjur á hliðstæðan hátt og meysistæki
mass function
[íslenska] massafall [skýr.] hlutfall sem hægt er að leiða út frá athugunum á hreyfingu annarrar stjörnunnar í tvístirni og veitir samtvinnaðar (ekki aðskildar) upplýsingar um massa stjarnanna og brautarhallann séð frá jörð
mass transfer
[íslenska] millistreymi massa
mass-luminosity relation
[íslenska] massalýsilögmálið [skýr.] um samband massa og ljósafls stjörnu í meginröð
massive astrophysical compact halo object (MACHO)
[skýr.] bráðabirgðanafngift á hulduefni í hjúpi vetrarbrauta sem meðal annars veldur örlinsuhrifum í ljósi frá þeim. Nafnið gæti átt við hvers kyns daufar stjörnur eða jafnvel svarthol [íslenska] þyngill
matter era
[íslenska] efnisskeiðið [skýr.] tímabil á eftir geislunarskeiðinu í sögu alheimsins
Maunder minimum
[íslenska] Maunderslágmark [skýr.] lámark í sólblettafjölda, frá 1645 til 1715, kennt við enska stjörnufræðinginn Edward Walter Maunder (1851-1928)
maximum entropy method
[íslenska] hámarksóreiðuaðferð [skýr.] stærðfræðileg aðferð til að ná sem mestum upplýsingum úr óskýrum myndum
Maxwell gap
[íslenska] Maxwellsgeil [skýr.] geil í grisjuhring Satúrnusar, fannst á myndum sem teknar voru úr geimflauginni Voyager 1 árið 1980, kennd við skoska eðlisfræðinginn James Clerk Maxwell (1831-1879)
Maxwell Montes
[íslenska] Maxwellsfjöll [skýr.] hæsti fjallgarður á Venusi, nefndur eftir skoska stærðfræðingnum og eðlisfræðingnum James Clerk Maxwell (1831-1879)
Me star
[íslenska] Me-stjarna [skýr.] stjarna í litrófsflokki M sem sýnir bjartar ljómlínur vetnis (e=emission)
mean anomaly
[íslenska] meðalbrautarhorn (á brautargöngu reikistjörnu) [skýr.] segir til um það hve langt reikistjarnan væri komin frá sólnándarstað, séð frá sólu, hefði reikistjarnan hreyfst með jöfnum hraða (meðalhraða sínum)
mean density of matter
[íslenska] meðalþétta efnis (í alheimi)
mean equator
[íslenska] meðalmiðbaugur [skýr.] miðbaugur himins eins og hann væri ef hreyfing hans stjórnaðist eingöngu af pólveltu jarðar, en pólriðunnar gætti ekki
mean equinox
[íslenska] meðalvorpunktur [skýr.] vorpunktur eins og hann væri ef hreyfing hans stjórnaðist eingöngu af pólveltu jarðar, en pólriðunnar gætti ekki
mean motion
[íslenska] meðalhreyfing [skýr.] meðalhornhraði himinhnattar á sporbaug
mean noon
[íslenska] meðalhádegi
mean parallax
[íslenska] meðalhliðrun (í hópi stjarna)
mean place
[sh.] mean position [íslenska] meðalstaða (stjörnu) [skýr.] staða miðuð við meðalmiðbaug og meðalvorpunkt, séð frá miðju sólar, sbr. apparent place og true place
mean pole
[íslenska] meðalskaut (himins) [skýr.] staða himinskautsins ef pólriðu jarðar gætti ekki
mean position
-> mean place
mean sidereal time
[íslenska] meðalstjörnutími [skýr.] stjörnutími sem miðast við stöðu meðalvorpunkts, ólíkt apparent sidereal time
mean solar day
[íslenska] meðalsólarhringur
mean solar time
[sh.] mean time [íslenska] meðalsóltími [sh.] miðtími, meðaltími [skýr.] tími sem miðast við meðalsól, ólíkt apparent solar time
mean sun
[íslenska] meðalsól [skýr.] ímynduð sól sem fylgir meðalhreyfingu sólar á himni
mean tide
[íslenska] meðalsjávarborð
mean time
-> mean solar time
megaparsec (Mpc)
[íslenska] megaparsek [skýr.] vegalengd, milljón parsek
meniscus lens
[íslenska] skálarlinsa
Mensa
[íslenska] Borðið [skýr.] stjörnumerki
Mercury
[íslenska] Merkúríus [skýr.] innsta reikistjarna sólkerfisins
meridian (1)
[íslenska] lengdarbaugur
meridian (2)
[íslenska] hábaugur [sh.] hádegisbaugur
meridian circle
-> transit instrument
meridian passage
[íslenska] háganga [sh.] lágganga, þverganga
mesopause
[íslenska] miðhvörf [skýr.] efri mörk miðhvolfsins í háloftum jarðar
mesosphere
[íslenska] miðhvolf [skýr.] rými milli heiðhvolfs og hitahvolfs í háloftum jarðar
Messier (M)
[íslenska] Messier [skýr.] tilvísun í skrá Messiers um himinþokur (Messier catalogue)
Messier catalogue
[íslenska] þokuskrá Messiers [sh.] Messiersskrá [skýr.] skrá kennd við franska stjörnufræðinginn Charles Joseph Messier (1730-1817)
metagalaxy
[íslenska] vetrarbrautasafn
metagalaxy
[íslenska] alheimurinn
metal
(in astronomical terminology) [íslenska] þungefni [skýr.] öll frumefni þyngri en vetni og helín
metal abundance
[íslenska] þungefnamagn [skýr.] magn efna sem eru þyngri en vetni og helín
meteor
[íslenska] loftsteinn [sh.] hrapsteinn, stjörnuhrap
Meteor Crater
-> Barringer crater
meteor shower
[íslenska] loftsteinadrífa
meteor storm
[íslenska] loftsteinahríð [skýr.] skæðadrífa loftsteina, afar sjaldgæft, skammvinnt fyrirbæri, lýsir sér oftast sem gríðarleg aukning á venjulegri loftsteinadrífu
meteor stream
[íslenska] loftsteinastraumur
meteorite
[íslenska] loftsteinn [skýr.] reikisteinn sem fallið hefur á jörðina
meteorite crater
[íslenska] loftsteinsgígur
meteoroid
[íslenska] reikisteinn [sh.] geimgrýti
Metonic cycle
[sh.] lunar cycle [íslenska] tunglöld [skýr.] 19 ára tímabil endurtekningar í kvartilaskiptum tungls á sama tíma árs, kennt við Grikkjann Meton (á 5. öld f. Kr.)
metric
[íslenska] firð
Michelson's stellar interferometer
[íslenska] stjarnvíxlunarmælir Michelsons [skýr.] tæki til að mæla sýndarþvermál stjarna
microchannel plate detector
[íslenska] þráðaplötuskynjari [skýr.] tæki til að nema háorkuljóseindir
microdensitometer
-> microphotometer
microlensing
[skýr.] mögnun á ljósi stakrar stjörnu vegna þyngdarhrifa annarrar stjörnu sem fer fyrir hana [íslenska] örlinsuhrif
micrometeorite
[íslenska] loftsteinsögn
micrometeoroid
[íslenska] geimarða
micrometer
[íslenska] nándarmælir [sh.] afstöðumælir [skýr.] tæki til að mæla hornbil eða afstöðuhorn þéttstæðra stjarna á himni. Dæmi: filar micrometer
microphotometer
[sh.] microdensitometer [íslenska] gegnumskinsmælir [skýr.] tæki til að mæla birtu stjarna á ljósmyndum
Microscopium
[íslenska] Smásjáin [skýr.] stjörnumerki
microwave
[íslenska] örbylgja
microwave background radiation
-> cosmic background radiation
Mie scattering
[íslenska] Miesdreifing [skýr.] dreifing ljóss í geimnum eða lofthjúpi jarðar af völdum agna sem eru svipaðrar stærðar og öldulengd ljóssins. Kennd við þýska eðlisfræðinginn Gustav Mie (1868-1957). Dæmi: blámáni
Milankovic cycles
[íslenska] Milankovitssveiflur [skýr.] sveiflur í möndulhalla jarðar og brautarstikum jarðbrautar, sem hugsanlega valda ísöldum, kenndar við Júgóslavann Milutin Milankovic (1879-1958)
Milky Way
[íslenska] Vetrarbrautin
millimetre-wave astronomy
[íslenska] millimetrastjörnufræði [skýr.] rafaldsstjörnufræði sem nýtir geislun með öldulengd frá 1 til 10 mm
Mills cross antenna
-> Mills cross stellar interferometer
Mills cross stellar interferometer
[sh.] Mills cross antenna [íslenska] víxlunarkross Mills [sh.] Millskrossloftnet [skýr.] rafaldsvíxlunarmælir kenndur við ástralska stjörnufræðinginn Bernard Yarnton Mills (1920-)
mini black hole
[íslenska] agnarsvarthol
minimum energy orbit
[íslenska] lágmarksorkubraut [skýr.] sú braut geimflaugar milli tveggja reikistjarna, sem krefst minnstrar orku [dæmi] Hohmann transfer orbit
minor axis
[íslenska] skammás (sporbrautar)
minor planet
[íslenska] reikistirni [skýr.] efnisklumpur sem gengur um sólu, mun minni en hinar hefðbundnu reikistjörnur og sjaldnast hnattlaga. Reikistirnin skiptast í smástirni og útstirni
minute of arc
[íslenska] bogamínúta
Mira star
[íslenska] Mírustjarna [skýr.] kennd við breytistjörnuna Míru
mirror blank
[íslenska] hráspegill [skýr.] óslípað spegilgler fyrir stjörnusjónauka
mirror cell
[sh.] cell [íslenska] bakfesting (spegils)
mirror image aurora
[íslenska] spegluð norðurljós
missing mass
[sh.] dark matter [íslenska] huldumassi, hulduefni
MK-classification
-> Morgan-Keenan classification
mock moon
-> parselene
mock sun
-> parhelion
Modified Julian Date (MJD)
[íslenska] stýfður júlíanskur dagur [skýr.] júlíanskt dagsnúmer sem talan 2440000 hefur verið dregin frá til einföldunar, og auk þess 0,5 til að dagurinn hefjist á miðnætti, sjá jafnframt Julian Date
molecular cloud
[íslenska] sameindaský [skýr.] miðgeimsgas þar sem atómin hafa að miklu leyti sameinast í sameindir
Monoceros
[íslenska] Einhyrningurinn [skýr.] stjörnumerki
monochromatic magnitude
[íslenska] einlitarbirta (stjörnu)
monochromator
[íslenska] einlitari [skýr.] tæki sem hleypir aðeins í gegn geislun í einum lit (þröngu bylgjusviði)
mons
[íslenska] fjall (á yfirborði reikistjörnu)
month
[íslenska] mánuður [dæmi] synodic month, sidereal month, tropical month, anomalistic month, draconic month
Monthly Notices (MN)
-> Monthly Notices of the Royal Astronomical Society
Monthly Notices of the Royal Astronomical Society (MNRAS)
[sh.] Monthly Notices (MN) [skýr.] tímarit konunglega breska stjörnufræðifélagsins
moon
[íslenska] tungl
moon
[íslenska] tunglið [sh.] máninn
moonquake
[íslenska] tunglskjálfti
Morgan's classification
[íslenska] flokkunarkerfi Morgans [sh.] vetrarbrautaflokkun Morgans [skýr.] kennt við bandaríska stjörnufræðinginn William Wilson Morgan (1906-1994)
Morgan-Keenan classification
[sh.] MK-classification, Yerkes classification [íslenska] MK-stjörnuflokkunin [sh.] Yerkes-stjörnuflokkunin [skýr.] flokkun eftir litrófseinkennum, kennd við bandarísku stjörnufræðingana William W. Morgan (1906-1994), Philip C. Keenan (1908-) við Yerkes-stjörnustöðina. Ein útgáfa þessarar flokkunar (MKK classification) er einnig kennd við þriðja höfundinn, Edith Kellman (1911-)
morning star
-> Venus
morning star
[íslenska] morgunstjarna [skýr.] björt stjarna á morgunhimni, einkum Venus þegar hún er vestan við sól
mother-of-pearl cloud
-> nacreous cloud
mounting
[íslenska] sjónaukastæði [sh.] fótur
moving cluster
[íslenska] hreyfiþyrping [skýr.] þyrping þar sem sýndarhreyfingar stjarnanna gera kleift að finna hliðrun og þar með fjarlægð þyrpingarinnar
moving cluster parallax
[íslenska] hóphliðrun [skýr.] hliðrun reiknuð út frá sýndarhreyfingum stjarna í þyrpingu
Mt. Wilson telescope
-> Hooker telescope
multilayer coating
[íslenska] fjölhúðun (sjónglers)
multiple
[íslenska] margfaldur (um norðurljós)
Multiple Mirror Telescope (MMT)
[íslenska] Fjölspeglasjónaukinn [skýr.] samstæða sex stórra sjónauka á einu sjónaukastæði á Hopkinsfjalli í Arizona í Bandaríkjunum
multiple mirror telescope
[íslenska] fjölspeglasjónauki
multiple star
[íslenska] fjölstirni [sh.] margstirni
multiplet
[íslenska] línuþyrping [skýr.] fjöldi þéttstæðra litrófslína frá sama frumefni eða fareind
multistage rocket
[íslenska] margþrepa eldflaug
muon
[íslenska] míeind
mural circle
[íslenska] veggbogi [sh.] múrbogi [skýr.] fornt tæki til að mæla hæð stjarna yfir sjónbaug
mural quadrant
[íslenska] veggkvaðrantur [sh.] múrkvaðrantur [skýr.] fornt stjörnumælingatæki, veggbogi sem nær yfir 90 gráðu horn
Musca
[íslenska] Flugan [skýr.] stjörnumerki

N

N galaxy
[íslenska] N-vetrarbraut [skýr.] tegund vetrarbrauta í flokkunarkerfi Morgans, einkennist af björtum kjarna (e. nucleus)
n-body problem
[íslenska] fjölhnattaþraut [skýr.] óleyst þraut um hreyfingar margra hnatta undir þyngdaráhrifum
nacreous cloud
[sh.] mother-of-pearl cloud [íslenska] glitský
nadir
[íslenska] ilpunktur (á himinhvolfinu) [skýr.] punktur andspænis hvirfilpunkti, lóðrétt undir athuganda og sést því ekki
Nagler
[sh.] Nagler eyepiece [íslenska] Naglers-augngler [skýr.] tegund augnglera sem hefur mjög gleitt sjónhorn, kennd við bandaríska sjóntækjafræðinginn Albert H. Nagler (1935-)
Nagler eyepiece
-> Nagler
naked singularity
[íslenska] nakin sérstæða [skýr.] sérstæða án sjóndeildar, fyrirbæri sem kenningin um sjónbann virðist útiloka
Nasmyth focus
[íslenska] Nasmyths-myndflötur [skýr.] myndflötur sem fæst með því að nota aukaspegil í sjónauka á lóðstilltum fæti til að varpa mynd til hliðar eftir lárétta snúningsásnum. Kenndur við breska verkfræðinginn James Nasmyth (1808-1890)
National Aeronautics and Space Administration (NASA)
[íslenska] Geimferðastofnun Bandaríkjanna
nautical almanac
[íslenska] siglingaalmanak
nautical twilight
[íslenska] siglingarökkur [skýr.] tímabil fyrir sólarupprás og eftir sólarlag; hefst (að morgni) og lýkur (að kvöldi) þegar sól er 12° undir sjónbaug
navigation
[íslenska] siglingafræði
neap tide
[íslenska] smástreymi
near-contact binary
[íslenska] nærtvinnað tvístirni [skýr.] hálftvinnað tvístirni sem nálgast það að vera samtvinnað
near infrared
[íslenska] nær-innroði [skýr.] sá hluti innrauða litrófsins sem næstur er sýnilegu ljósi
near ultraviolet
[íslenska] nær-útblámi [skýr.] sá hluti útbláa litrófsins sem næstur er sýnilegu ljósi
near-earth asteroid (NEA)
[skýr.] smástirni sem gengur nærri jörðu. Nærstirni skiptast í þrjá flokka, Apolló-smástirni, Aten-smástirni, og Amor-smástirni [íslenska] nærstirni
near-earth object (NEO)
[sh.] earthgrazer [skýr.] smástirni eða halastjarna sem gengur nærri jörðu. Sjá einnig near-earth asteroid [íslenska] nærgengill
nebula
[íslenska] geimþoka [sh.] geimský [skýr.] efnisþoka í geimnum. Áður fyrr var orðið notað um himinþokur almennt, þar með taldar stjörnuþokur (vetrarbrautir) [dæmi] emission nebula, reflection nebula, absorption nebula
nebula filter
[íslenska] þokulitsía [skýr.] sía sem aðeins hleypir í gegn litrófslínum sem einkenna ljós frá ljómþokum
nebular hypothesis
[íslenska] geimþokutilgátan (um uppruna sólkerfisins)
negative lens
[íslenska] dreifilinsa
Neptune
[íslenska] Neptúnus
neutrino
[íslenska] fiseind
neutron
[íslenska] nifteind
neutron degeneracy
[íslenska] nifteindaöng [skýr.] efnisástand þar sem þéttleikinn er svo mikill að nifteindum verður ekki þjappað frekar saman. Slíkt ástand ríkir í iðrum nifteindastjarna
neutron star
[íslenska] nifteindastjarna
New General Catalogue of Double Stars
-> Aitken Double Star Catalogue
New General Catalogue of Nebulae and Clusters of Stars (NGC)
[íslenska] Nýja himinþokuskráin [skýr.] (útg. 1888)
New Style (NS)
-> Gregorian calendar
New Technology Telescope (NTT)
[íslenska] Nýtæknisjónaukinn [skýr.] sjónauki í stjörnustöð Evrópulanda í Chile, fyrsti stóri sjónaukinn sem hagnýtti viðbragðssjóntækni
Newtonian telescope
[íslenska] Newtonssjónauki [skýr.] tegund spegilsjónauka, kennd við enska stærðfræðinginn og eðlisfræðinginn Isaac Newton (1642-1727)
nightglow
[íslenska] loftljómi [sh.] næturljómi [skýr.] daufur bjarmi á himinhvolfinu
noctilucent cloud (NLC)
[íslenska] silfurský [sh.] lýsandi næturský
node
[íslenska] hnútur [sh.] hnútpunktur [skýr.] skurðpunktur brautar og viðmiðunarsléttu [dæmi] ascending node, descending node
nodical month
-> draconic month
noise
[íslenska] suð [sh.] kliður, truflun
nonrelativistic
[íslenska] sínstæður [skýr.] sem ekki þarf að beita afstæðiskenningunni við
nonthermal emission
[íslenska] óvermisgeislun [skýr.] geislun sem stafar ekki af hita hlutar og er ekki eins og algeislun, gagnstætt thermal emission
noon
[íslenska] hádegi
Nordic Optical Telescope (NOT)
[íslenska] Norræni sjónaukinn [skýr.] sjónauki á eynni La Palma í Kanaríeyjaklasanum
Norma
[íslenska] Hornmátið [skýr.] stjörnumerki
North America Nebula
[íslenska] Norður-Ameríkuþokan [skýr.] ljómþoka í stjörnumerkinu Svaninum
north celestial pole
[íslenska] norðurpóll himins
north galactic pole
[íslenska] norðurpóll Vetrarbrautarinnar
north galactic spur
[íslenska] norðurspori Vetrarbrautarinnar
north point
[íslenska] norðurpunktur (á sjóndeildarhring)
north polar distance
[íslenska] norðurpólfirð
North Polar Sequence
[íslenska] Pólstjörnuröðin [skýr.] valdar stjörnur til viðmiðunar við ákvörðun birtustigs
North Star
[íslenska] Norðurstjarnan [sh.] Pólstjarnan
Northern Coalsack
[íslenska] Nyrðri kolapokinn [skýr.] skuggaþoka í stjörnumerkinu Svaninum. Sbr. Coalsack
Northern Cross
[íslenska] Norðurkrossinn [skýr.] samstæða fimm björtustu stjarnanna í stjörnumerkinu Svaninum
Northern Crown
[íslenska] Norðurkórónan [skýr.] stjörnumerki
nova
[íslenska] skæra [sh.] nýstirni
Nubecula Major
-> Large Magellanic Cloud
Nubecula Minor
-> Small Magellanic Cloud
nuclear fission
-> fission
nuclear fusion
-> fusion
nuclear reaction
[íslenska] kjarnahvörf
nucleon
[íslenska] kjarneind
nucleosynthesis
[íslenska] kjarnamyndun [sh.] myndun atómkjarna
nucleus
[íslenska] kjarni
null geodesic
[íslenska] ljósleið [skýr.] rakleið ljóss í tímarúminu
nutation
[íslenska] pólriða (jarðar)
nutation in right ascension
-> equation of the equinoxes

O

O-association
[sh.] OB-association [íslenska] O-stjörnufélag [sh.] OB-stjörnufélag [skýr.] laustengdur hópur stjarna í litrófsflokkum O og B
OB-association
-> O-association
object glass (OG)
-> objective
object lens
-> objective
objective
[sh.] object lens, object glass (OG) [íslenska] viðfangsgler (í sjóntæki)
objective grating
[íslenska] viðfangsgreiða [skýr.] áhald til að kljúfa ljós í liti, sett framan við viðfangsgler eða aðalspegil sjónauka
objective prism
[íslenska] viðfangsstrendingur [sh.] viðfangsprisma [skýr.] áhald til að mynda litróf
oblate spheroid
[íslenska] pólflöt snúðvala [sh.] flattur sporvölusnúður
oblateness
[sh.] flattening [íslenska] pólfletja [skýr.] mælikvarði á frávik hnattar frá kúlulögun
obliquity of the ecliptic
[íslenska] sólbrautarhalli [sh.] sólbaugshalli
observatory
[íslenska] stjörnustöð [sh.] stjörnuathugunarstöð, stjörnuturn
observer
[íslenska] stjörnuskoðandi
occultation
[íslenska] stjörnumyrkvi
Oceanus Procellarum
[íslenska] Stormahafið (á tunglinu)
Octans
[íslenska] Áttungurinn [skýr.] stjörnumerki
ocular
[íslenska] augngler (í sjóntæki)
off-axis guider
[íslenska] hjástefnubeinir [skýr.] búnaður til að stýra sjónauka með því að fylgja eftir stjörnu sem er rétt utan við venjulegt sjónsvið sjónaukans
Olbers' paradox
[íslenska] Olbersþversögn [skýr.] þversögn sem felst í því að næturhiminninn skuli ekki vera bjartur; kennd við þýska lækninn og stjörnufræðinginn Heinrich Olbers (1758-1840)
Old Style (OS)
-> Julian calendar
oligarch
[íslenska] jarl [skýr.] samsafn reikisteina sem myndað hafa allstóran hnött; fyrirbæri í þróunarsögu sólkerfisins
oligarchy
[íslenska] jarlræði [skýr.] stig í þróun sólkerfisins þegar reikisteinar hafa safnast í fjölmarga, álíka stóra massa (jarla)
Olympus Mons
[íslenska] Ólympsfjall (á Mars) [skýr.] stærsta þekkta eldfjall í sólkerfinu
Omega nebula
[sh.] Swan nebula, Horseshoe nebula [íslenska] Ómegaþokan [skýr.] ljómþoka í bogmannsmerki
Oort cloud
[íslenska] Oortsský [skýr.] ský geimgrýtis umhverfis sólkerfið, hugsanlegt forðabúr halastjarna, kennt við hollenska stjörnufræðinginn Jan Hendrik Oort (1900-1992)
Oort's constants
[íslenska] Oorts-stuðlar (í Oorts-jöfnum)
Oort's formulae
[íslenska] Oorts-jöfnur (um hreyfingar stjarna í Vetrarbrautinni) [skýr.] jöfnur kenndar við hollenska stjörnufræðinginn Jan Hendrik Oort (1900-1992)
opacity
[íslenska] ljósdeyfni [sh.] geisladeyfni, ógagnsæi
opaque
[íslenska] ljósdeyfinn [sh.] geisladeyfinn, ógagnsær
open cluster
[íslenska] lausþyrping (stjarna)
open universe
[íslenska] opinn alheimur [skýr.] óendanlegur alheimur í eilífri útþenslu
Ophiuchus
[íslenska] Naðurvaldi [skýr.] stjörnumerki
Oppeneimer-Volkoff limit
[íslenska] Oppenheimer-Volkoff-mörk [skýr.] hámarksmassi sem nifteindastjarna getur borið án þess að falla saman í svarthol. Kennd við bandaríska eðlisfræðinginn Robert Oppenheimer (1904-1967) og rússnesk-kanadíska eðlisfræðinginn George Volkoff (1914-)
opposition
[íslenska] gagnstaða (reikistjörnu við sól)
optical axis
[íslenska] ljósás (sjóntækis)
optical depth
[sh.] optical thickness [íslenska] deyfiþykkt [skýr.] mælikvarði á deyfingu geisla við ferð gegnum gas eða ryk
optical double
[íslenska] sýndartvístirni [skýr.] tvær stjörnur þétt saman á himni, en í raun ótengdar
optical libration
[sh.] geometrical libration [íslenska] sýndarvik tungls [sh.] sýndartunglvik [dæmi] diurnal libration [skýr.] breyting á ásýnd tunglsins vegna mismunandi sjónarhorns athugandans, gagnstætt physical libration
optical pathlength
[sh.] pathlength [íslenska] tómalengd (ferðar ljósgeisla gegnum efni) [skýr.] sú vegalengd sem ljósið myndi fara á sama tíma í tómu rúmi
optical power
[sh.] power [íslenska] svigstyrkur [skýr.] sjónglers, 1/f þar sem f er brennivíddin mæld í metrum
optical pulsar
[íslenska] sýnileg tifstjarna
optical telescope
[íslenska] sjónrófskíkir [skýr.] sjónauki sem nemur sýnilegt ljós. Sbr. radio telescope
optical temperature
[íslenska] jafngildishiti á sjónrófssviði [skýr.] sjá jafnframt effective temperature
optical thickness
-> optical depth
optical wedge
[íslenska] ljósfleygur [skýr.] áhald sem tengist augngleri sjónauka og er notað við samanburð á birtu tveggja stjarna til að deyfa ljósið frá bjartari stjörnunni þar til hún sýnist jafnbjört hinni daufari
optical window
[íslenska] sjónrófsgluggi (í gufuhvolfinu) [skýr.] bylgjusvið þar sem sýnilegt ljós nær til jarðar
orb
[íslenska] himinhnöttur [skýr.] orðið orb var áður notað í fleiri merkingum, s.s. um brautir himinhnatta og himinhvel; það er ekki notað í nútíma stjörnufræði
orbit
[íslenska] braut
orbit rendezvous
[íslenska] stefnumót í geimnum
orbital element
[sh.] element of orbit [íslenska] brautarstiki [skýr.] mæligildi sem lýsir braut himinhnattar
orbital period
[íslenska] umferðartími
orbital velocity
[íslenska] brautarhraði
orbiter
[íslenska] umferðarflaug [skýr.] flaug sem er komin á braut umhverfis einhvern himinhnött
Orientale Basin
-> Mare Orientale
Orion
[íslenska] Óríon [sh.] Veiðimaðurinn, Risinn [skýr.] stjörnumerki
Orion arm
[íslenska] Óríonsarmur [skýr.] þyrilarmur í Vetrarbrautinni
Orion association
[íslenska] Óríon-stjörnufélagið [skýr.] O-stjörnufélag í Óríon-þokunni
Orion nebula
[íslenska] Óríonþokan [sh.] Sverðþokan [skýr.] geimþoka í stjörnumerkinu Óríon
Orion's Belt
[íslenska] Fjósakonurnar [skýr.] þrjár stjörnur í stjörnumerkinu Óríon
Orion's Sword
[íslenska] Fjósakarlarnir [sh.] Fiskikarlarnir [skýr.] stjörnusamstæða í stjörnumerkinu Óríon
Orionids
[íslenska] Óríonítar [skýr.] loftsteinadrífa kennd við stjörnumerkið Óríon
orrery
[íslenska] sólkerfishermir
orthoscopic eyepiece
[íslenska] sjónrétt augngler [skýr.] ein tegund augnglera
oscillating universe
[sh.] pulsating universe [íslenska] sveiflubundinn alheimur [sh.] lotubundinn alheimur [skýr.] heimur sem þenst út og dregst saman á víxl
oscillator strength
[sh.] f-value [íslenska] sveifilstyrkur [skýr.] fræðileg líkindi á styrk litrófslínu
osculating elements
[íslenska] augnabliksstikar [sh.] hjúfurstikar [skýr.] augnabliksgildi brautarstika sem lýsa braut himinhnattar
osculating orbit
[íslenska] augnabliksbraut [sh.] hjúfurbraut (reikistjörnu) [skýr.] sú braut sem reikistjarnan myndi fylgja ef aðrar reikistjörnur hættu skyndilega að trufla hana
overcontact binary
[íslenska] hjúpsnertistjarna [skýr.] tvístirni þar sem stjörnurnar ganga svo nærri hvor annarri að þær eiga sameiginlegan ytri hjúp
outer planet
[sh.] superior planet [íslenska] ytri reikistjarna [skýr.] reikistjarna sem er utar í sólkerfinu en jörðin
Owl nebula
[íslenska] Ugluþokan [skýr.] hringþoka í stjörnumerkinu Stórabirni
Ozma project
[íslenska] Osmatilraunin [skýr.] fyrsta tilraunin til að hlusta eftir útvarpsmerkjum frá vitsmunaverum í geimnum (1960)
ozone layer
-> ozonosphere
ozonosphere
[sh.] ozone layer [íslenska] ósonlagið (í gufuhvolfi jarðar)

P

p-process
[íslenska] p-ferli [skýr.] kjarnahvörf sem mynda þunga atómkjarna í sprengistjörnum
p-spot
-> preceding spot
pair production
[íslenska] parmyndun [sh.] tvenndarmyndun [skýr.] myndun rafeindar og jáeindar
palimpsest
[íslenska] skafgígur [skýr.] fyrirbæri á tunglum Júpíters
Palomar telescope
-> Hale telescope
palus
[íslenska] mýri [skýr.] dröfnótt svæði á tunglinu eða reikistjörnu
parabola
[íslenska] fleygbogi
parabolic mirror
[íslenska] fleygbogaspegill
parabolic velocity
[íslenska] fleyghraði [skýr.] hraði á fleygbogabraut, jafngildir lausnarhraða á viðkomandi stað
paraboloid
[íslenska] fleygflötur
parallactic angle
[íslenska] hliðstöðuhorn (stjörnu) [skýr.] horn á himinhvelfingunni milli tveggja bauga: baugsins frá stjörnu til hvirfildeplis og baugsins frá sömu stjörnu til himinskauts
parallactic ellipse
[íslenska] hliðrunarsporbaugur [skýr.] árlegur ferill stjörnu á himni vegna hreyfingar jarðar um sólu, sbr. heliocentric parallax
parallactic inequality
[íslenska] afstöðumisgengi [skýr.] smávægileg, mánaðarleg sveifla í lengdarbrigðum tungls vegna breytilegrar fjarlægðar þess frá sól
parallactic motion
[íslenska] hliðrunarhreyfing [skýr.] sýndarhreyfing vegna hliðrunar
parallax
[íslenska] hliðrun [skýr.] munur á stefnunni til himinhnattar séð frá tveimur mismunandi stöðum [dæmi] heliocentric parallax, geocentric parallax
parallel of latitude
[íslenska] breiddarbaugur
parfocal
[íslenska] einslægur [skýr.] um augngler sem hafa sömu brennivídd
parhelion
[sh.] sundog, mock sun [íslenska] aukasól [dæmi] úlfur, gíll
parking orbit
[íslenska] biðbraut (geimflaugar)
parsec (pc)
[íslenska] parsek [skýr.] fjarlægðareining
parselene
[sh.] mock moon [íslenska] aukatungl [skýr.] hliðstætt aukasól. Í rímfræði hefur orðið aukatungl aðra merkingu
partial eclipse
[íslenska] deildarmyrkvi
partial phase
[íslenska] deildarmyrkvastig (í sólmyrkva eða tunglmyrkva)
passband
[íslenska] ljóssíugluggi [sh.] síugluggi
path of totality
[íslenska] ferill alskugga (í sólmyrkva)
pathlength
-> optical pathlength
patch
[íslenska] blettur (í norðurljósum)
Pauli exclusion principle
[íslenska] einsetulögmál Paulis (í skammtafræði) [skýr.] skýrir tilvist hvítra dverga og nifteindastjarna. Kennt við austurrísk-bandaríska eðlisfræðinginn Wolfgang Pauli (1900-1958)
Pavo
[íslenska] Páfuglinn [skýr.] stjörnumerki
payload
[íslenska] farmur (burðarflaugar)
peculiar galaxy
[íslenska] afbrigðileg vetrarbraut
peculiar motion (1)
[íslenska] mismunarhreyfing [sh.] afstæð hreyfing, frávikshreyfing (stjörnu) [skýr.] hreyfing stjörnu í geimnum miðað við safn nálægra stjarna.
peculiar motion (2)
[íslenska] mismunarhreyfing [sh.] afstæð hreyfing, frávikshreyfing (stjörnu) [skýr.] eiginhreyfing stjörnu að frádreginni hreyfingu sólar eða annars viðmiðs. 
peculiar motion (3)
[íslenska] mismunarhreyfing [sh.] afstæð hreyfing, frávikshreyfing (vetrarbrautar) [skýr.] frávik vetrarbrautar frá útþensluhraða alheims
peculiar star
[íslenska] rófbrigðastjarna
peculiar velocity
[íslenska] mismunarhraði [sh.] afstæður hraði, frávikshraði [skýr.] sbr. peculiar motion
Pegasus
[íslenska] Pegasus [sh.] Vængfákurinn [skýr.] stjörnumerki
pencil beam
[íslenska] mjógeisli [skýr.] lýsir stefnuvirkni rafaldssjónauka, ólíkt fan beam
penumbra (1)
[íslenska] hálfskuggi (í myrkva)
penumbra (2)
[íslenska] blettkragi (sólbletts)
penumbral eclipse
[íslenska] hálfskuggamyrkvi
penumbral phase
[íslenska] hálfskuggastig (í tunglmyrkva) [skýr.] þegar einungis hálfskugginn sést
perfect cosmological principle
[íslenska] alhæfða heimsfræðiforsendan [skýr.] sú grundvallarhugmynd jafnstöðukenningarinnar, að allir athugendur á öllum tímum, hvar sem er í alheiminum, ættu að sjá sömu heimsmynd í megindráttum
periastron
[íslenska] stjörnunánd [skýr.] sá staður á braut stjörnu í tvístirni, þar sem stjörnurnar eru næstar hvor annarri, gagnstætt apastron
pericentre (pericenter)
[sh.] periapsis [íslenska] nærpunktur, nándarstaða [skýr.] brautarstaður næst þyngdarmiðju, t.d. í tvístirni, nálægasta staða hnattar á braut um annan hnött, gagnstætt apocentre (apoapsis)
perigee
[íslenska] jarðnánd [skýr.] sá staður á sporbraut um jörðu, sem næstur er jörðinni, gagnstætt apogee
perihelion
[íslenska] sólnánd [skýr.] sá staður á umferðarbraut um sólu, sem næstur er sólinni, gagnstætt aphelion
perihelion distance
[íslenska] sólnándarfjarlægð [skýr.] minnsta fjarlægð milli sólar og reikistjörnu eða halastjörnu
perijove
[íslenska] Júpíternánd
period
[íslenska] lota [sh.] umferðartími, sveiflutími
period-density relation
[íslenska] lotuþéttulögmálið [skýr.] um sambandið milli sveiflutíma og þéttu í sveiflustjörnum
period-luminosity relation
[íslenska] lotulýsilögmálið [sh.] sveiflulýsilögmálið [skýr.] um sambandið milli sveiflutíma og ljósafls í sveiflustjörnum
periodic comet
[íslenska] umferðarhalastjarna [skýr.] halastjarna sem sést oftar en einu sinni, venjulega notað um halastjörnur sem hafa skemmri umferðartíma en 200 ár
Perseids
[íslenska] Persítar [skýr.] loftsteinadrífa
Perseus
[íslenska] Perseus [sh.] Perseifur [skýr.] stjörnumerki
Perseus arm
[íslenska] Perseusararmur [sh.] Perseifsarmur [skýr.] þyrilarmur í Vetrarbrautinni
personal equation
[íslenska] viðbragðsskekkja (athuganda við mælingar)
perturbation
[íslenska] ferilhnik [skýr.] breyting á braut reikistjörnu eða halastjörnu vegna áhrifa nálægra hnatta
phase (1)
[íslenska] sveiflustaða (í bylgjuhreyfingu)
phase (2)
[íslenska] birtustaða [skýr.] segir til um það hve mikið af upplýstum helmingi himinhnattar sést frá jörðu [dæmi] quarter
phase (3)
 [íslenska] stig (í ferli, t.d. myrkva) [dæmi] annular phase
phase angle (1)
[íslenska] afstöðuhorn [skýr.] hornið milli sólar og jarðar séð frá öðrum himinhnetti
phase angle (2)
[íslenska] afstöðuhorn [skýr.] sveiflustaða í bylgju
phase defect
[íslenska] fyllingarfrávik [sh.] tunglfyllingarfrávik [skýr.] það sem á vantar að jarðhlið tungls sé öll upplýst þegar tungl er fullt
phase difference
[íslenska] afstöðumunur (tveggja bylgna)
phase rotator
[íslenska] afstöðusnerill [skýr.] tæki til að draga úr afstöðumun í rafaldsvíxlunarmælum
phase switching
[íslenska] afstöðuvending [skýr.] tækni notuð í rafaldsvíxlunarmælum til að minnka suð
phase-sensitive detector
[íslenska] afstöðunæmur skynjari [sh.] afstöðunæmur nemi
Philosophiae naturalis principia mathematica
-> Principia
Phobos
[íslenska] Fóbos [skýr.] annað af tunglum Mars
Phoebe
[íslenska] Föbe [skýr.] eitt af tunglum Satúrnusar
Phoenix
[íslenska] Fönix [skýr.] stjörnumerki
photocathode
[íslenska] ljósskaut [skýr.] í ljósnema eða ljósfaldara
photocell
[íslenska] ljóssella [sh.] ljósröfunarnemi, ljósleiðninemi, ljósspennunemi
photoconductive lo.
[íslenska] ljósleiðni-
photodetector
[íslenska] ljósnemi
photodiode
[íslenska] ljóstvistur
photodissociation
[íslenska] ljóskleyfing (sameinda, t.d. í geimskýi)
photoelectric lo.
[íslenska] ljósröfunar-
photoelectric effect
[íslenska] ljósrafhrif [sh.] ljóshrif
photoelectric magnitude
[íslenska] rafmæld birta (stjörnu)
photographic emulsion
[sh.] emulsion [íslenska] ljósnæmilag (á filmu eða ljósmyndaplötu)
photographic magnitude
[íslenska] filmubirta (stjörnu) [skýr.] miðast við ljósmyndafilmu sem er næmust fyrir bláu ljósi
photographic zenith tube (PZT)
[íslenska] hvirfilpunktsmyndavél [skýr.] tæki sem er m.a. notað til tímaákvarðana
photoionization
[íslenska] ljósjónun [sh.] ljósröfun
photometer
[íslenska] ljósmælir
photometry
[íslenska] ljósmæling
photomultiplier
[íslenska] ljósfaldari [skýr.] nemi sem magnar ljós
photon
[íslenska] ljóseind
photon sphere
[íslenska] ljóseindahvel (umhverfis svarthol)
photon-counting detector
[íslenska] ljóseindateljari [dæmi] image photon counting system (IPCS)
photosphere
[íslenska] ljóshvolf [skýr.] yfirborð sólar
photovisual magnitude
[íslenska] sjónfilmubirta (stjörnu) [skýr.] miðast við ljósmyndafilmu sem hefur verið breytt þannig að litnæmi hennar líkist litnæmi augans
photovoltaic detector
[íslenska] ljósspennunemi
physical double
[íslenska] reyndartvístirni [skýr.] þar sem stjörnurnar ganga hvor um aðra, gagnstætt optical double
physical libration
[íslenska] reyndartunglvik [skýr.] breyting á ásýnd tungls séð frá jörðu vegna óreglu í möndulsnúningi tunglsins, gagnstætt optical libration
Pictor
[íslenska] Málarinn [skýr.] stjörnumerki
pincushion distortion
[íslenska] púðabjögun (myndar í sjóntæki)
pion
[íslenska] píeind
Pisces
[íslenska] Fiskarnir [skýr.] stjörnumerki
Piscis Austrinus
[íslenska] Suðurfiskurinn [skýr.] stjörnumerki
pixel
[íslenska] myndeind [sh.] myndeining, díll [skýr.] minnsta eining í myndum sem kallaðar eru fram með rafeindabúnaði
plage
[sh.] flocculus [íslenska] sólflekkur (í lithvolfi sólar)
Planck constant
[íslenska] Plancksstuðull [skýr.] hlutfallið milli orku og tíðni ljóseindar, kennt við þýska eðlisfræðinginn Max Planck (1858-1947)
Planck era
[íslenska] Plancksskeið [skýr.] örstutt skeið við upphaf alheims samkvæmt Miklahvellskenningu
Planck length
[íslenska] Planckslengd [skýr.] lengdarsvið þar sem þyngdareindakenningin gildir, um það bil 10-35 m
Planck time
[íslenska] Planckstími [skýr.] þegar Plancksskeiði lýkur, 10-43 sekúndum eftir upphaf alheims samkvæmt Miklahvellskenningu
plane-polarization
[sh.] linear polarization [íslenska] sléttuskautun [sh.] línuskautun (ljóss eða annarrar rafsegulgeislunar) [skýr.] þar sem rafbylgjurnar haldast í sömu sléttu, ólíkt circular polarization
planet
[íslenska] reikistjarna [sh.] pláneta. Nær ekki yfir minor planet eða dwarf planet
Planet X
[íslenska] tíunda reikistjarnan [sh.] óþekkta reikistjarnan [skýr.] reikistjarna sem leitað hefur verið að en óvíst er að sé til
planetarium (1)
[íslenska] himinvarpi [sh.] himinsýningarvél
planetarium (2)
[íslenska] stjörnuver [sh.] stjörnusalur
planetarium (3)
[íslenska] sólkerfishermir
planetary aberration
[íslenska] ljósvilla reikistjörnu [skýr.] mismunur á sannri stöðu og sýndarstöðu reikistjörnu vegna hraða jarðar (sjá aberration) og vegna þess tíma sem það tekur ljósið að berast frá reikistjörnunni
planetary nebula
[íslenska] hringþoka
planetary precession
[íslenska] pólvelta af völdum reikistjarna [sh.] framsókn af völdum reikistjarna
planetary ring
[íslenska] plánetuhringur [sh.] reikistjörnuhringur [skýr.] hringur umhverfis reikistjörnu, t.d. Satúrnus
planetary system
[íslenska] sólkerfi
planetesimal
[íslenska] reikisteinn [sh.] hröngull [skýr.] einn af óteljandi hnullungum sem urðu til við þéttingu efnisþoku sem reikistjörnurnar mynduðust úr; byggingarefni reikistjörnu
planetesimal theory
[íslenska] reikisteinakenning [skýr.] um myndun reikistjarna úr reikisteinum
planetoid
[íslenska] smástirni [skýr.] úrelt heiti á asteroid
planetology
[íslenska] reikistjörnufræði
planisphere
[íslenska] himinfletja [skýr.] stillanleg spjaldmynd af himinhvelfingunni
planitia
[íslenska] lágslétta [skýr.] landslagseinkenni á reikistjörnu
planoconcave
[íslenska] einhvolfur [skýr.] um linsu sem er íhvolf öðru megin
planoconvex
[íslenska] einkúptur [skýr.] um linsu sem er kúpt öðru megin
planum
[íslenska] háslétta [skýr.] landslagseinkenni á reikistjörnu
plasma
[íslenska] rafgas [skýr.] jónað gas
plasmasphere
[íslenska] rafgasshvolf [skýr.] rými yst í gufuhvolfi jarðar
plate constants method
[íslenska] myndstuðlaaðferð
plate tectonics
[íslenska] flekaburður (í skorpu jarðar eða annarrar reikistjörnu)
Platonic year
[íslenska] platónskt ár [skýr.] pólveltutími jarðar, um 26000 ár. Upphaflega notað um þann tíma sem talið var að það tæki allar stjörnur himinsins að renna sitt skeið á festingunni og komast aftur í upphafsstöðu, kennt við Grikkjann Platon (428-348 f. Kr.)
Pleiades
[sh.] Seven Sisters [íslenska] Sjöstirnið [skýr.] stjörnusamstæða í nautsmerki
plerion
[skýr.] filled-centre supernova remnant [íslenska] fyllingarþoka [skýr.] sprengistjörnuþoka með lýsandi miðju
Plough
-> Big Dipper
Plutino
[íslenska] plútóstirni [skýr.] reikistirni, nánar tiltekið útstirni sem gengur um sólu eftir braut sem líkist braut Plútós, þ.e. umferðartíminn tengist umferðartíma Neptúnusar í hlutfallinu 3:2
Pluto
[íslenska] Plútó [skýr.] reikistjarna
Plössl
[sh.] Plössl eyepiece [íslenska] Plössl-augngler [skýr.] ein tegund augnglera, kennd við austurríska sjóntækjafræðinginn Simon Plössl (1794-1868)
Plössl eyepiece
-> Plössl
Pogson scale
[íslenska] Pogsonskvarði [skýr.] birtukvarði kenndur við enska stjörnufræðinginn Norman Robert Pogson (1829-1891)
point source
[íslenska] punktlind (í rafaldsstjörnufræði) [skýr.] lind sem er of lítil til að stærðin mælist, gagnstætt extended source
point-spread function
[íslenska] ljósdreififall [skýr.] stærðfræðileg lýsing á dreifingu ljóss eða annarra rafaldsbylgna sem gefa mynd af punktlind
Pointers
[íslenska] Pólvísar [skýr.] tvær stjörnur í Karlsvagninum sem vísa á Pólstjörnuna
polar axis
[íslenska] pólás (sjónauka)
polar cap
[íslenska] pólhetta [sh.] heimskautshetta [skýr.] íshetta á jörðinni eða Mars
polar diagram
-> antenna pattern
polar distance
[íslenska] pólfirð
polar motion
[íslenska] pólhreyfing [skýr.] hreyfing jarðmöndulsins miðað við yfirborð jarðar
polar orbit
[íslenska] pólbraut (gervitungls)
polar wandering
-> Chandler wobble
Polaris
[íslenska] Pólstjarnan [sh.] Norðurstjarnan
polarization
[íslenska] skautun
polarization curve
[íslenska] skautunarferill [skýr.] sambandið milli endurvarpshorns og skautunar
pole
[íslenska] póll [sh.] skaut
pole star
[íslenska] pólstjarna
poles of the ecliptic
[íslenska] sólbaugspólar
polishing
[íslenska] fágun (sjónglers)
population
[íslenska] stjörnubyggð
pore
[íslenska] sóldíll [skýr.] örsmár sólblettur
Porro prism
[íslenska] réttstrendingur [skýr.] rétthyrndur glerstrendingur sem snýr mynd í sjónauka um 180° svo að hún sjáist rétt, en ekki á hvolfi
position angle
[íslenska] stöðuhorn [skýr.] afstaða miðað við norðurstefnu, t.d. notað um tengilínu stjarna í tvístirni
position circle
-> circle of position
position circle
[sh.] circle of position [íslenska] stöðuhringur (í siglingafræði) [skýr.] þeir staðir á jörðinni þar sem tiltekin stjarna hefur sömu hæð yfir sjóndeildarhring og athugandinn hefur mælt frá sínum athugunarstað
position micrometer
-> filar micrometer
positional astronomy
-> astrometry, spherical astronomy
positive lens
[íslenska] safngler
positron
[íslenska] jáeind
potential
[íslenska] mætti
potential energy
[íslenska] stöðuorka
power (1)
[íslenska] afl
power (2)
-> optical power
power spectrum
[íslenska] aflróf [skýr.] línurit sem sýnir dreifingu orku eftir tíðni
Poynting-Robertson effect
[íslenska] Poynting-Robertson-hrif [skýr.] áhrif sólarljóss á hreyfingu örsmárra agna í geimnum, kennd við enska eðlisfræðinginn John Henry Poynting (1852-1914) og bandaríska eðlisfræðinginn Howard Percy Robertson (1903-1961)
Praesepe
[sh.] Beehive cluster [íslenska] Jatan [skýr.] lausþyrping í krabbamerki
preceding
[íslenska] forgöngu- [skýr.] sem fer á undan, er t.d. fyrr í hágöngu
preceding spot
[sh.] p-spot, leading spot [íslenska] forgöngublettur (í sólblettahópi) [skýr.] gagnstætt following spot
precession (1)
[íslenska] pólvelta [sh.] möndulvelta (jarðar)
precession (2)
[íslenska] framsókn (vorpunktsins) [skýr.] hreyfing sem leiðir af pólveltu jarðar
precessional constant
[íslenska] framsóknarfasti [skýr.] tölugildi sem segir til um hraða framsóknar vorpunktsins á himni
pressure broadening
[íslenska] þrýstingsbreikkun (litrófslínu)
primary
[íslenska] aðalstjarna [sh.] meginstjarna, móðurhnöttur [skýr.] ólíkt secondary
primary cosmic rays
[sh.] primary radiation [íslenska] frumgeislar [sh.] frumgeislun (í geimgeislum) [skýr.] ólíkt secondary cosmic rays
primary eclipse
[íslenska] aðalmyrkvi [skýr.] þegar daufari stjarnan í tvístirni myrkvar þá bjartari. Ólíkt secondary eclipse
primary mirror
[íslenska] aðalspegill (sjónauka) [skýr.] ólíkt secondary mirror
primary radiation
-> primary cosmic rays
prime focus
[íslenska] aðalbrennidepill [skýr.] brennipunktur aðalspegils í sjónauka
prime meridian
[íslenska] núllbaugur (landfræðilegrar lengdar) [skýr.] nú lengdarbaugur Greenwich
prime vertical
[íslenska] þverbaugur (himins) [skýr.] lóðbaugur frá austri til vesturs, þvert á hábaug
primeval atom
[íslenska] frumkjarninn [skýr.] áður notað um alheiminn við upphaf útþenslu hans
primeval fireball
[sh.] primordial fireball, ylem [íslenska] upphafseldur [sh.] frumfuni [skýr.] alheimur í frumbernsku
primeval nebula
[íslenska] upphafsþokan [skýr.] sem sólkerfið myndaðist úr
primordial fireball
-> primeval fireball
Principia
[sh.] Philosophiae naturalis principia mathematica [íslenska] Stærðfræðilögmál (eðlisfræðinnar) [skýr.] frægt rit Isaacs Newtons um hreyfingar himinhnatta o.fl.
prismatic astrolabe
[íslenska] strendingshæðarmælir [skýr.] tæki til að ákvarða hvenær stjarna nær tiltekinni hæð á himni
Procyon
[íslenska] Prókíon [skýr.] stjarna í stjörnumerkinu Litlahundi
prograde motion
-> direct motion
prolate spheroid
[íslenska] ílöng sporvala [sh.] ílangur sporvölusnúður
prominence
[íslenska] sólstrókur [skýr.] gasstrókur í lithvolfi eða kórónu sólar
promontorium
[íslenska] höfði [skýr.] landslagseinkenni á tunglinu
proper distance
[íslenska] eiginfjarlægð [skýr.] fjarlægðarskilgreining í afstæðiskenningunni
proper motion
[íslenska] eiginhreyfing (fastastjörnu) [skýr.] hreyfing sem breytir afstöðu stjörnunnar til annarra stjarna á festingunni
proportinal counter
[íslenska] hlutfallsteljari [skýr.] áhald til mælinga á jónandi geislun
proton
[íslenska] róteind
proton-proton chain reaction
[íslenska] róteindakeðjan [skýr.] ein helsta orkulind sólstjarna
protoplanet
[íslenska] frumpláneta [skýr.] reikistjarna sem er að myndast úr reikisteinum
protostar
[íslenska] frumstjarna [skýr.] sólstjarna í myndun, áður en kjarnahvörf hefjast
Proxima Centauri
[íslenska] Proxíma í Mannfáki [skýr.] sú fastastjarna sem næst er sólu
Ptolemaic system
[íslenska] heimsmynd Ptólemeusar [sh.] jarðmiðjukerfi Ptólemeusar [skýr.] kennt við gríska stjörnufræðinginn Claudius Ptolemaeus (Klaudios Ptolemaios, á 2. öld e. Kr.)
pulsar
[íslenska] tifstjarna [skýr.] stjarna sem sýnir mjög örar, reglubundnar sveiflur í útgeislun. Tifstjörnur eru nifteindastjörnur sem snúast hratt
pulsating
[íslenska] blikóttur (um norðurljós)
pulsating universe
-> oscillating universe
pulsating variable
[íslenska] sveiflustjarna [skýr.] breytistjarna sem sýnir þenslusveiflur, t.d. sefíti
pulsing
[íslenska] hverfull (um norðurljós)
pupil
[íslenska] sjáaldur [sh.] ljósop (augans)
Puppis
[íslenska] Skuturinn [skýr.] stjörnumerki
Purkinje effect
[íslenska] Purkinjehrif [skýr.] breyting á litnæmi í daufu ljósi, kennd við tékkneska náttúrufræðinginn Johannes Purkinje (1787-1869)
pyrheliometer
[íslenska] sólgeislunarmælir
Pyxis
[íslenska] Áttavitinn [skýr.] stjörnumerki

Q

quadrant
[íslenska] kvaðrantur [sh.] fjórðungsmælir [skýr.] fornt stjörnumælingatæki
Quadrantids
[íslenska] Kvaðrantítar [skýr.] loftsteinadrífa, kennd við fornt stjörnumerki, Múrkvaðrantinn (Quadrans Muralis)
quadrature
[íslenska] þverstaða (tungls eða reikistjörnu) [skýr.] þegar stefnan til hnattarins myndar rétt horn við stefnuna til sólar
quantized
[íslenska] skammtabundinn
quantum
[íslenska] skammtur [sh.] kvanti
quantum efficiency
[íslenska] skammtanýtni [skýr.] mælikvarði á nýtingu geislunar, t.d. við ljósmyndun
quantum gravitation
[íslenska] þyngdareindakenning [skýr.] kenning sem skýrir þyngdarhrif með samspili þyngdareinda
quantum theory
[íslenska] skammtakenning [sh.] kvantakenning
quark
[íslenska] kvarki [skýr.] frumhluti öreindar
quark star
[íslenska] kvarkastjarna [skýr.] stjarna gerð úr nokkurs konar kvarkasúpu. Fræðileg hugmynd
quarter
[íslenska] kvartil [sh.] tunglfjórðungur [skýr.] birtustaða tungls. Ýmist notað um tímaskeið (fjórðung úr umferð) eða tiltekna stöðu [dæmi] first quarter, last quarter
quasar
[sh.] quasi-stellar object (QSO) [íslenska] dulstirni [sh.] kvasi [skýr.] orkuþrungið fyrirbæri sem líkist stjörnu vegna fjarlægðar
quasi-stellar object (QSO)
-> quasar
quasi-stellar radio source
[íslenska] rafaldsdulstirni [skýr.] dulstirni sem sendir frá sér rafaldsbylgjur
quiescent prominence
[íslenska] kyrrstæður sólstrókur [skýr.] gasstrókur í lithvolfi eða kórónu sólar
quiet
[íslenska] kyrr (um norðurljós)
quiet sun
[íslenska] kyrrðarsól [skýr.] sólin á því stigi sólblettaskeiðs þegar lítið er um sólbletti

R

r-process
[íslenska] r-ferli [skýr.] hratt ferli kjarnabreytinga sem gleypa nifteindir (r=rapid), gagnstætt s-process
radar astronomy
[íslenska] ratsjárstjörnufræði
radial velocity
[íslenska] sjónstefnuhraði [sh.] sjónlínuhraði [skýr.] hraði himinhnattar í sjónstefnu, ólíkt tangential velocity
radian
[íslenska] geisl [sh.] bogaeining, bogamælieining
radiant
[íslenska] geislapunktur (loftsteinadrífu)
radiant flux
[íslenska] geislaflæði
radiation
[íslenska] geislun
radiation belts
-> Van Allen belts
radiation era
[íslenska] geislunarskeið [skýr.] tímaskeið snemma í þróunarsögu alheimsins
radiation pressure
[íslenska] geislaþrýstingur
radiation temperature
[íslenska] geislunarhiti [skýr.] jafngildi hita svarthlutar sem hefði sama ljósafl á tilteknu tíðnibili
radiative envelope
[íslenska] geislunarhjúpur (tvístirnis) [skýr.] rými þar sem orkan flyst út á við með geislun
radiative transfer
[sh.] radiative transport [íslenska] geislaburður [skýr.] orkuburður með geislun
radiative transport
-> radiative transfer
radiative transport zone
-> radiative zone
radiative zone
[sh.] radiative transport zone [íslenska] geislunarlag [sh.] geislunarhvolf (sólstjörnu) [skýr.] rými þar sem orkan flyst út á við með geislun, ólíkt convective zone
radio
[íslenska] rafald [skýr.] tæki til að senda eða taka á móti rafaldsbylgjum (útvarpsbylgjum)
radio astronomy
[íslenska] rafaldsstjörnufræði [sh.] útvarpsstjörnufræði
radio galaxy
[íslenska] rafaldsvetrarbraut [sh.] útvarpsvetrarbraut
radio interferometer
[íslenska] rafaldsvíxlunarmælir
radio map
[íslenska] rafaldsstjörnukort
radio meteor
[íslenska] rafaldsloftsteinn [skýr.] loftsteinn sem veldur mælanlegu endurkasti rafaldsbylgna frá fjarlægum sendi
radio source
[íslenska] rafaldslind
radio telescope
[íslenska] rafaldssjónauki [sh.] útvarpssjónauki
radio wave
[íslenska] rafaldsbylgja [sh.] útvarpsbylgja
radio window
[íslenska] rafaldsgluggi [sh.] útvarpsgluggi (í gufuhvolfi jarðar) [skýr.] bylgjusvið þar sem rafaldsbylgjur komast í gegn og ná til yfirborðs jarðar
radioactive dating
[íslenska] aldursákvörðun með geislavirkni
radioactive decay
[íslenska] sundrun vegna geislavirkni
radiograph
[íslenska] rafaldsmynd [skýr.] mynd úr rafaldssjónauka
radioheliograph
[íslenska] rafaldssólriti [skýr.] tæki til að kortleggja rafaldsbylgjur frá yfirborði sólar
radiometer
[íslenska] geislunarmælir [skýr.] tæki til að mæla geislunarorku
radius vector
[íslenska] geislavigur [skýr.] tengilína hnattar og móðurhnattar, t.d. sólar og jarðar
Ramsden disc
-> exit pupil
Ramsden eyepiece
[íslenska] Ramsdens-augngler [skýr.] ein tegund augnglera, kennd við enska sjónaukasmiðinn Jesse Ramsden (1735-1800)
rayed
[íslenska] geislóttur (um norðurljós)
Rayleigh criterion
[sh.] Rayleigh limit [íslenska] Rayleighsmörk [skýr.] fræðileg skerputakmörk sjónauka sem hefur tiltekið þvermál. Kennd við enska eðlisfræðinginn Rayleigh lávarð (1842-1919). Sbr. Dawesmörk
Rayleigh limit
-> Rayleigh criterion
Rayleigh scattering
[íslenska] Rayleighstvístrun (ljóss) [skýr.] tvístrun ljósgeisla sem rekast á agnir sem eru miklu minni en bylgjulengd ljóssins. Kennd við enska eðlisfræðinginn Rayleigh lávarð (1842-1919)
rays
-> lunar rays
recession
(of galaxies) [íslenska] fráhvarf (vetrarbrauta) [skýr.] vegna útþenslu alheimsins
reciprocity failure
[íslenska] vansvörun [skýr.] skortur á samsvörun lýsingartíma og dekkingar ljósmyndafilmu þegar lýsing er mjög lítil
recombination epoch
-> decoupling era
recombination epoch
[sh.] decoupling era [íslenska] rafeiningarstund (í heimsfræði) [skýr.] sameiningarstund rafeinda og róteinda skömmu eftir Miklahvell, en jafnframt skilnaðarstund efnis og geislunar í alheiminum
recombination line
[íslenska] rafeiningarlína (í litrófi) [skýr.] ljómlína sem stafar af sameiningu fareinda (jóna) og frjálsra rafeinda
recombination-line emission
[íslenska] rafeiningargeislun [skýr.] geislun sem myndast þegar fareindir (jónar) sameinast frjálsum rafeindum
recurrent nova
[íslenska] endurskæra [sh.] endurkvæmt nýstirni
red dwarf
[íslenska] rauður dvergur [skýr.] algengasta tegund stjarna, en lítt áberandi
red giant
[íslenska] rauður risi [skýr.] stjarna á síðari stigum þróunar, eftir að hún hefur þanist út og yfirborðið kólnað
reddening
[íslenska] roðnun (ljóss) [skýr.] litbreyting ljóss við ferð gegnum geimefni
redshift
[íslenska] rauðvik (í litrófi) [skýr.] hliðrun litrófslína í átt að hinum rauða enda litrófsins
reentry
[íslenska] bakflug (geimflaugar í gufuhvolf)
reflectance
[íslenska] endurvarpsstuðull [sh.] endurskinsstuðull [skýr.] mælikvarði á endurskinshæfni
reflectance spectrum
[íslenska] endurskinsróf [skýr.] litróf ljóss sem hefur endurvarpast
reflecting telescope
-> reflector
reflection grating
[íslenska] speglunargreiða [skýr.] áhald sem klýfur ljós í liti og endurspeglar það, sbr. transmission grating
reflection nebula
[íslenska] endurskinsþoka [skýr.] geimþoka sem lýsir vegna endurskins
reflector
[sh.] reflecting telescope [íslenska] spegilsjónauki
refracting telescope
-> refractor
refraction
[íslenska] ljósbrot
refractive index
[sh.] index of refraction [íslenska] ljósbrotsstuðull
refractor
[sh.] refracting telescope [íslenska] linsusjónauki
regolith
[íslenska] berghula [skýr.] steinar og ryk á yfirborði tungls eða reikistjörnu
regression of nodes
[íslenska] afturhvarf hnúta [sh.] hnútahop [skýr.] hreyfing skurðpunkta tunglbrautar og sólbrautar til vesturs
Regulus
[íslenska] Regúlus [skýr.] stjarna í ljónsmerki
relative aperture
-> aperture ratio
relative aperture
[sh.] aperture ratio [íslenska] ljósopshlutfall (ljósop) [skýr.] hlutfallið milli þvermáls og brennivíddar sjónglers eða spegils
relative orbit
[íslenska] afstæð braut [skýr.] braut himinhnattar miðað við hnött sem hann snýst um (ekki brautin umhverfis massamiðju hnattanna beggja)
relative sunspot number
[sh.] Zürich relative sunspot number, International sunspot number, Wolf number [íslenska] sólblettatala [skýr.] mælikvarði á fjölda sólbletta, kennd við borgina Zürich og svissneska stjörnufræðinginn Rudolf Wolf (1816-1893)
relativistic astrophysics
[íslenska] afstæðisstjarneðlisfræði [sh.] háorkustjarneðlisfræði
relativistic beaming
[íslenska] afstæðisbeining [sh.] geislunarbeining vegna afstæðishrifa [skýr.] um geislun frá rafeindum sem fara nærri ljóshraða
relativistic electron
[íslenska] afstæðisrafeind [skýr.] rafeind sem fer nærri ljóshraða
relativistic velocity
[íslenska] ofurhraði [skýr.] hraði sem nálgast ljóshraðann svo að taka þarf tillit til afstæðisáhrifa
relativity
[sh.] theory of relativity [íslenska] afstæðiskenning
relaxation time
[íslenska] slökunartími [skýr.] sá tími sem líður þar til braut stjörnu breytist verulega vegna þyngdaráhrifa annarra stjarna í þyrpingu eða vetrarbraut
remote sensing
[íslenska] fjarkönnun [skýr.] könnun úr fjarlægð, venjulega úr gervitungli
resolution
[sh.] angular resolution, resolving power [íslenska] sundurgreining [sh.] skerpa [skýr.] hæfni sjóntækis til að greina fína drætti, hornstærð minnsta hlutar sem unnt er að greina
resolving power
-> resolution
resonance
[íslenska] herma [skýr.] það fyrirbæri þegar sveifla vekur eigintíðni hlutar
rest mass
[íslenska] hvíldarmassi [skýr.] massi frumagnar í kyrrstöðu
retardation
[íslenska] tunglseinkun [skýr.] breyting á ristíma tungls frá degi til dags
reticle
[sh.] graticule [íslenska] þráðkross [sh.] sjónkvarði [skýr.] viðmiðunarnet í brennifleti augnglers
Reticulum
[íslenska] Netið [skýr.] stjörnumerki
retrograde motion
[íslenska] bakhreyfing [sh.] hreyfing réttsælis [skýr.] gagnstætt direct motion
retrorocket
[íslenska] hemlunarflaug
reversing layer
[íslenska] hverfilag (við yfirborð sólar) [skýr.] lag þar sem helstu gleypilínur í litrófi sólar myndast
revolution
[íslenska] umferð
réseau
[íslenska] mælinet (á ljósmyndaplötu)
richest field telescope (RFT)
[íslenska] stórsviðskíkir
ridge
[sh.] scarp [íslenska] kambur (á yfirborði tungls)
Rigel
[íslenska] Rígel [skýr.] stjarna í stjörnumerkinu Óríon
right ascension (RA)
[íslenska] stjörnulengd [sh.] miðbaugslengd [skýr.] hnit í miðbaugshnitakerfi
right-ascension circle
[íslenska] stjörnulengdarkvarði (á sjónauka)
rille
[íslenska] rák (á yfirborði tungls)
ring current
[íslenska] hringstraumur (rafagna um jörðu) [skýr.] straumur í segulhvolfi jarðar
ring galaxy
[íslenska] hringvetrarbraut [skýr.] hringlaga vetrarbraut, með eða án kjarna
ring mountain
[íslenska] hringfjall (á tunglinu)
Ring nebula
[íslenska] Hringþokan [skýr.] geimþoka í stjörnumerkinu Hörpunni
ring plain
[íslenska] hringslétta (á tunglinu)
rising
[íslenska] ris [sh.] uppkoma, upprás (himinhnattar)
Ritchey-Chrétien telescope
[íslenska] Ritchey-Chrétien-sjónauki [skýr.] sérstök gerð Cassegrain-spegilsjónauka, kennd við bandaríska stjörnufræðinginn George Ritchey (1864-1945) og franska sjóntækjafræðinginn Henri Chrétien (1879-1956)
Roche limit
[íslenska] Roche-mörk [skýr.] minnsta fjarlægð tungls frá reikistjörnu, eigi það ekki að sundrast vegna flóðkrafta. Kennd við franska stærðfræðinginn Edouard Albert Roche (1820-1883)
Roche lobe
[íslenska] Roche-geiri [sh.] Roche-hol [skýr.] rými umhverfis stjörnu í tvístirni, takmarkað af jafnmættisfleti gegnum jafnvægispunktinn milli stjarnanna. Kennt við franska stærðfræðinginn Edouard Albert Roche (1820-1883)
rocket
[íslenska] eldflaug
Rosette nebula
[íslenska] Rósettuþokan [skýr.] ljómþoka í stjörnumerkinu Einhyrningi
rotating variable
[íslenska] snúningsbreytistjarna [skýr.] blettótt stjarna sem breytir birtu þegar hún snýst, séð frá jörðu
rotation
[íslenska] snúningur
rotation curve
[íslenska] snúningshraðarit [skýr.] línurit sem sýnir hvernig snúningshraði vetrarbrautar breytist eftir fjarlægð frá miðju hennar
rotation measure
[íslenska] skautunarmál [skýr.] mælikvarði á snúning skautunar í rafsegulbylgjum
Royal Astronomical Society (RAS)
[íslenska] Konunglega breska stjörnufræðifélagið [skýr.] félag stjörnufræðinga og jarðeðlisfræðinga í Bretlandi
Royal Greenwich Observatory (RGO)
[íslenska] Greenwich-stjörnustöðin
RR Lyrae stars
[íslenska] RR-hörpustjörnur [skýr.] tegund sveiflustjarna, kennd við stjörnuna RR í stjörnumerkinu Hörpunni (Lyra)
Rudolphine tables
[íslenska] Rúdolfstöflur [skýr.] töflur sem sýna stöðu reikistjarna. Jóhannes Kepler gaf töflurnar út árið 1627 og tileinkaði þær Rúdolf II, keisara Hins heilaga rómverska ríkis
runaway star
[íslenska] þeytistjarna [skýr.] stjarna á mikilli ferð, sennilega fyrrverandi fylgistjarna stjörnu sem hefur sprungið (sprengistjörnu)
RV Tauri star
[íslenska] RV-tarfstjarna [skýr.] tegund sveiflustjarna, kennd við stjörnuna RV í stjörnumerkinu Nautinu (Taurus)

S

s-process
[íslenska] s-ferli [skýr.] hægfara ferli kjarnabreytinga sem gleypa nifteindir (s=slow), gagnstætt r-process
Sagitta
[íslenska] Örin [skýr.] stjörnumerki
Sagittarius
[íslenska] Bogmaðurinn [skýr.] stjörnumerki
Sagittarius arm
[íslenska] Bogmannsarmur [skýr.] þyrilarmur í Vetrarbrautinni
Saha equation
[íslenska] Saha-jafna [skýr.] jafna sem sýnir fjölda atóma á hverju stigi röfunar í varmajafnvægi, kennd við indverska stjarneðlisfræðinginn Meghnad N. Saha (1893-1956)
Salpeter function
[sh.] initial mass function [íslenska] massadreifingarreglan [skýr.] um fjöldahlutföll stjarna með mismunandi massa við stjörnumyndun í vetrarbraut, kennd við bandaríska stjörnufræðinginn Edwin G. Salpeter (1924- )
Salpeter process
-> triple-alpha process
Saros
[íslenska] saros [sh.] myrkvaöld [skýr.] tími endurtekninga (þó ekki nákvæmra) í sólmyrkvum og tunglmyrkum, 18 ár og 10-11 dagar
satellite
[íslenska] tungl [sh.] fylgihnöttur
satellite galaxy
[íslenska] fylgiþoka [sh.] fylgivetrarbraut
satellite laser ranging (SLR)
[íslenska] leysiseiling [skýr.] aðferð til að mæla fjarlægð gervitungla með því að láta leysigeisla endurvarpast frá þeim, notuð til að mæla snúning jarðar og þyngdarsvið
satellite pass
[íslenska] hjáferð gervitungls [skýr.] ferð gervitungls yfir himininn
Saturn
[íslenska] Satúrnus
Saturn nebula
[íslenska] Satúrnusarþokan [skýr.] hringþoka í stjörnumerkinu Vatnsberanum. Útlit hennar svipar til reikistjörnunnar Satúrnusar
scale height
[íslenska] stigulshæð [skýr.] sú hæðarbreyting í lofthjúpi sem svarar til þess að ákveðin kennistærð (venjulega þrýstingurinn) breytist um eitt veldisvísishlutfall (e = 2,71828...); sú þykkt sem lofthjúpur þyrfti að hafa til að gefa sama þrýsting og hita við yfirborð ef þéttleikinn minnkaði ekki með hæð
scarp
-> ridge
scattered disk object
[íslenska] dreifstirni [skýr.] útstirni sem gengur um sól eftir mjög ílangri braut
scattering
[íslenska] tvístrun [sh.] ljóstvístrun [skýr.] tvístrun ljóss sem endurkastast frá örsmáum ögnum [dæmi] Compton scattering, Rayleigh scattering
schiefspiegler
[íslenska] skáspeglasjónauki [skýr.] sjónauki þar sem skásettur spegill kemur í stað hefðbundins aukaspegils sem annars myndi skyggja á geislagang í sjónaukanum
Schmidt camera
-> Schmidt telescope
Schmidt telescope
[sh.] Schmidt camera [íslenska] Schmidt-sjónauki [sh.] Schmidt-myndavél) [skýr.] afbrigði spegil- og linsusjónauka, kennt við eistnesk-þýska sjóntækjasmiðinn Bernhard Schmidt (1879-1935)
Schmidt-Cassegrain telescope
[íslenska] Schmidt-Cassegrain-sjónauki [skýr.] Schmidt-myndavél með aukaspegli sem gerir kleift að nota hana sem sjóntæki, sjá Schmidt telescope, Cassegrain telescope
Schröter's effect
[íslenska] Schrötersbjögun [skýr.] bjögun á útliti Venusar þegar hún er hálf, kennd við þýska stjörnufræðinginn Johann Hieronymus Schröter (1745-1816)
Schwarzschild black hole
[íslenska] Schwarzschild-svarthol [skýr.] einfölduð mynd af svartholi þar sem hvorki er gert ráð fyrir snúningi né rafhleðslu
Schwarzschild radius
[íslenska] Schwarzschild-geisli [skýr.] sjóndeildarmörk svarthols; hugtak kennt við þýska stjörnufræðinginn Karl Schwarzschild (1873-1916)
Schönberg-Chandrasekhar limit
[sh.] Chandrasekhar-Schönberg limit [íslenska] Schönberg-Chandrasekhar-mörk [skýr.] hámark þess vetnis (um 12%) í kjarna meginraðarstjörnu sem getur breyst í helín áður en stjarnan verður að rauðum risa. Mörk kennd við indversk-bandaríska stjarneðlisfræðinginn Subrahmanyan Chandrasekhar (1910-1995) og brasilíska stjarneðlisfræðinginn Mario Schönberg (1916-)
scintillation
[sh.] twinkling [íslenska] tíbrá [sh.] blik
scintillation counter
[íslenska] sindurteljari
Scorpius
[íslenska] Sporðdrekinn [skýr.] stjörnumerki
Sculptor
[íslenska] Myndhöggvarinn [skýr.] stjörnumerki
Scutum
[íslenska] Skjöldurinn [skýr.] stjörnumerki
Search for Extraterrestrial Intelligence (SETI)
[íslenska] greindarleit í geimnum [skýr.] leit að skyni gæddum verum í alheiminum
season
[íslenska] árstíð
second contact
[íslenska] önnur snerting (í sólmyrkva eða tunglmyrkva) [skýr.] þegar almyrkvi eð hringmyrkvi hefst
second of arc
[íslenska] bogasekúnda
secondary
[sh.] companion, comes [íslenska] fylgistjarna [sh.] fylgihnöttur [skýr.] oft notað um daufari stjörnuna í tvístirni, gagnstætt primary. Orðið "comes" er latneskt
secondary cosmic radiation
-> secondary cosmic rays
secondary cosmic rays
[sh.] secondary cosmic radiation [íslenska] dótturgeislar [sh.] dótturgeislun (í geimgeislum) [skýr.] ólíkt primary cosmic rays
secondary crater
[íslenska] dótturgígur (á tunglinu)
secondary eclipse
[íslenska] millimyrkvi [skýr.] þegar bjartari stjarnan í tvístirni myrkvar þá daufari. Ólíkt primary eclipse
secondary mirror
[íslenska] aukaspegill [skýr.] ólíkt primary mirror
secular
[íslenska] langtíma-
secular aberration
[íslenska] langtímaljósvilla [skýr.] sýndarbreyting á stöðu fastastjörnu vegna hreyfingar (hraða) sólkerfisins í heild
secular acceleration
[íslenska] langtímahröðun (tungls) [skýr.] breyting á sýndarhraða tungls á braut þess um jörðu vegna breytinga á braut jarðar um sólu og lengingar sólarhringsins sem áður var hefðbundið tímaviðmið
secular parallax
[íslenska] langtímahliðrun (stjörnu) [skýr.] hliðrun vegna hreyfingar sólar (sólkerfisins) í geimnum
seeing
[íslenska] stjörnuskyggni
selenography
[íslenska] landslagsfræði tunglsins
selenology
[íslenska] tunglfræði
self-absorption
[íslenska] sjálfgleyping (í samhraðalsgeislun)
semidetached binary
[íslenska] hálftvinnað tvístirni [skýr.] þar sem efni streymir frá annarri stjörnunni til hinnar
semidiameter
[íslenska] sýndargeisli [sh.] hálft sýndarþvermál
semimajor axis
[íslenska] hálfur langás (umferðarbrautar) [skýr.] einn af brautarstikum himinhnattar
semiregular variable
[íslenska] hálfregluleg breytistjarna
sensitivity
[íslenska] næmi
separation
[íslenska] bil [skýr.] hornbilið milli stjarna í tvístirni
Serenitatis Basin
-> Mare Serenitatis
Serpens
[íslenska] Höggormurinn [skýr.] stjörnumerki
setting
[íslenska] setur (himinhnattar) [dæmi] sólsetur
setting circle
[íslenska] stillihringur (á sjónauka) [skýr.] til að stilla á tiltekin himinhnit
Seven Sisters
-> Pleiades
Sextans
[íslenska] Sextantinn [sh.] Sextungurinn [skýr.] stjörnumerki
sextant
[íslenska] sextant [sh.] sextungur [skýr.] hornamælingatæki
Seyfert galaxy
[íslenska] Seyfertsþoka [sh.] Seyferts-vetrarbraut [skýr.] kennd við bandaríska stjarneðlisfræðinginn Carl Keenan Seyfert (1911-1960)
shadow bands
[íslenska] skuggabönd [skýr.] sjást á jörðu við sólmyrkva
shatter cone
[íslenska] splundurkeila [skýr.] keilulaga steinbrot sem myndast þegar höggbylgja frá stórum loftsteini fer gegnum berglag
shell star
[íslenska] sveipstjarna [skýr.] stjarna umlukt gassveip eða kringlu
shepherd satellite
[íslenska] hirðistungl [skýr.] tungl sem hefur stjórn á reikistjörnuhringum, t.d. hringum Satúrnusar
shock wave
[íslenska] höggbylgja
shooting star
[íslenska] stjörnuhrap
short-period comet
[íslenska] skammferðarhalastjarna [skýr.] halastjarna sem hefur skemmri umferðartíma en 200 ár
shower meteor
[íslenska] drífuloftsteinn [skýr.] loftsteinn sem tilheyrir loftsteinadrífu
shutter
[íslenska] lokari (í myndavél)
shutter
[íslenska] raufarhleri (í hvolfþaki stjörnuturns)
shuttle
-> space shuttle
side lobe
[íslenska] hliðargeiri (rafaldsloftnets)
sidereal lo.
[íslenska] stjörnu- [sh.] stjarnbundinn [skýr.] sem miðast við fastastjörnur
sidereal day
[íslenska] stjörnudagur [skýr.] snúningstími jarðar miðað við fastastjörnur
sidereal month
[íslenska] stjarnbundinn tunglmánuður [skýr.] umferðartími tungls miðað við fastastjörnur
sidereal period
[íslenska] stjarnbundinn umferðartími [sh.] stjarnbundinn snúningstími [skýr.] umferðartími sem miðast við fastastjörnur
sidereal rate
[íslenska] stjarnbundinn snúningur (sjónauka)
sidereal time
[íslenska] stjörnutími [skýr.] tími sem miðast við fastastjörnur, ólíkt solar time
sidereal year
[íslenska] stjörnuár [skýr.] umferðartími jarðar um sólu miðað við fastastjörnur
siderostat
[íslenska] stjörnuhald [skýr.] spegill sem snýst þannig að sama stjarnan sjáist stöðugt í sjónauka sem beint er að speglinum
sign of the zodiac
[íslenska] stjörnuspámerki [sh.] dýrahringsmerki
signal to noise ratio
[íslenska] suðhlutfall (í rafaldssjónauka)
silicon star
[íslenska] kísilstjarna [skýr.] stjarna sem sýnir áberandi litrófslínur kísils
silvering
[íslenska] silfrun (spegils)
SIMBAD
[skýr.] (Set of Identifications, Measurements and Bibliography for Astronomical Data) stjörnufræðilegt gagnasafn á vegum Centre de donnés astronomiques de Strasbourg (CDS)
single-lined binary
[íslenska] einlínutvístirni [skýr.] litrófstvístirni þar sem aðeins er unnt að greina ljós frá annarri stjörnunni
singularity
[íslenska] sérstæða [skýr.] þar sem bjögun tímarúms fer úr böndum fræðanna, t.d. í svartholi
sinus
[íslenska] tunglflói
Sirius
[íslenska] Síríus [sh.] Hundastjarnan [skýr.] stjarna í stjörnumerkinu Stórahundi
small circle
[íslenska] skammhringur [skýr.] hringur á yfirborði kúlu, t.d. himinkúlunnar, með miðju á ás kúlunnar en ekki sammiðja henni, sbr. great circle
Small Magellanic Cloud (SMC)
[sh.] Nubecula Minor [íslenska] Litla Magellansskýið [skýr.] stjörnuþoka á suðurhveli himins
Smithsonian Astrophysical Observatory (SAO)
[íslenska] Smithson-stjarneðlisfræðistofnunin [skýr.] stofnun í Bandaríkjunum; heyrir nú undir Harvard-Smithsonian Center for Astrophysics (CfA)
solar activity
[íslenska] sólvirkni [sh.] umbrot á sólu
solar apex
[íslenska] sóknarpunktur sólar [skýr.] sá staður á stjörnuhimninum sem sólin (sólkerfið) stefnir að
solar cell
[íslenska] sólarhlað [skýr.] búnaður sem breytir sólgeislun í raforku
solar constant
[íslenska] sólstuðull [sh.] sólskinsstuðull [skýr.] mælikvarði á geislaorkuna sem berst frá sól til jarðar
solar corona
[íslenska] sólkóróna [skýr.] ysti hjúpur sólar
solar cycle
[sh.] sunspot cycle [íslenska] sólsveifla [sh.] sólblettasveifla, sólblettaskeið
solar day
[íslenska] sólarhringur
solar eclipse
[íslenska] sólmyrkvi
solar magnetogram
[sh.] magnetogram [íslenska] sólsegulrit [skýr.] mynd úr sólsegulrita, sýnir segulsvið á yfirborði sólar
solar magnetograph
-> magnetograph
solar nebula
[íslenska] sólkerfisþokan [skýr.] efnisþoka sem talið er að sólkerfið hafi myndast úr
solar neutrino unit (SNU)
[íslenska] sólfiseindaeining [skýr.] mælieining notuð við talningu á fiseindum sem berast frá sólu
solar parallax
[íslenska] hliðrun sólar [skýr.] hámarksmunur á stefnunni frá jörð til sólar, annars vegar frá athugunarstað á yfirborði jarðar en hins vegar frá miðju jarðar
solar sector boundary
[íslenska] geiraskil [skýr.] staðir á braut jarðar þar sem segulsvið í sólvindinum skiptir um stefnu (að eða frá sólu)
solar system
[íslenska] sólkerfi
solar telescope
[íslenska] sólsjá
solar time
[íslenska] sóltími [skýr.] tími sem miðast við sól [dæmi] mean solar time, apparent solar time
solar tower
[íslenska] sólturn [skýr.] mannvirki hannað til sólrannsókna
solar wind
[íslenska] sólvindur [skýr.] streymi rafagna frá sólu
solar year (1)
[íslenska] sólarár [skýr.] árstíðaárið, hvarfárið
solar year (2)
[íslenska] sólarár [skýr.] almanaksár tengt gangi sólar
solar-terrestrial relations
[íslenska] sólhrif [skýr.] áhrif sólvirkni á jörð, einkanlega á segulhvolf jarðar og háloftin
solstice (1)
[íslenska] sólstöður [sh.] sólhvörf
solstice (2)
[sh.] solstitial point [íslenska] sólstöðupunktur (á stjörnuhimninum) [skýr.] þar sem sólin er á sólstöðum
solstitial colure
[íslenska] sólstöðubaugur [skýr.] baugur sem liggur um himinskautin og sólstöðupunkta himins
solstitial point
-> solstice
Sombrero galaxy
[íslenska] Hattþokan [sh.] Hattvetrarbrautin [skýr.] þyrilþoka í meyjarmerki
sonde
[íslenska] háloftakanni [skýr.] búnaður í eldflaug eða loftbelg
sounding rocket
[íslenska] háloftaflaug
source count
[íslenska] lindatalning [sh.] lindatal [skýr.] kerfisbundin talning rafaldslinda á himni
south celestial pole
[íslenska] suðurskaut himins
south point
[íslenska] suðurpunktur (á sjóndeildarhring)
space
[íslenska] geimur
space motion
[íslenska] geimhreyfing [skýr.] hreyfing stjörnu í geimnum þegar bæði hraði og stefna eru tiltekin
space probe (probe)
[íslenska] geimflaug [sh.] geimkanni
space shuttle
[sh.] shuttle [íslenska] geimferja [sh.] geimskutla
space station
[íslenska] geimstöð
space telescope
[íslenska] geimsjónauki [skýr.] sjónauki í geimnum
Space Telescope Science Institute (STScI)
[íslenska] Geimsjónaukastofnunin [skýr.] stofnun í Baltimore, rekin af Geimferðastofnun Bandaríkjanna og helguð rannsóknum með Hubblessjónaukanum
space velocity
[íslenska] geimhraði (stjörnu)
spacetime
[íslenska] tímarúm [skýr.] samfella rúms og tíma
spallation
[íslenska] splundrun [skýr.] kjarnabreyting sem verður þegar háorkueindir (t.d. geimgeislar) rekast á annað efni
special relativity
[íslenska] takmarkaða afstæðiskenningin
speckle interferometer
[íslenska] flekkjavíxlunarmælir [skýr.] tæki sem sniðgengur tíbrá og eykur þannig skerpu sjónauka
spectral class
[sh.] spectral type [íslenska] litrófsflokkur (stjörnu)
spectral index
[íslenska] litrófsvísir
spectral line
[íslenska] litrófslína
spectral type
-> spectral class
spectrogram
[íslenska] litrófsmynd [sh.] rófmynd
spectrograph
[íslenska] róflínuriti [sh.] litrófsriti, rófriti
spectroheliogram
[íslenska] róflínumynd af sól [skýr.] mynd tekin með róflínu-sólmyndavél, hliðstætt filtergram
spectroheliograph
[íslenska] róflínu-sólmyndavél
spectrohelioscope
[íslenska] róflínusólsjá
spectrometer
[íslenska] rófgreinir
spectrophotometer
[íslenska] rófljósmælir
spectroscope
[íslenska] litsjá [sh.] rófsjá
spectroscopic binary
[íslenska] litrófstvístirni [sh.] rófrænt tvístirni [skýr.] stjarna sem litrófið eitt sýnir að er tvístirni
spectroscopic parallax
[íslenska] litrófsmæld hliðrun [sh.] rófmæld hliðrun [skýr.] hliðrun reiknuð út frá þeirri vísbendingu sem litrófið gefur um ljósafl stjörnunnar
spectroscopy
[íslenska] rófgreining
spectrum
[íslenska] litróf
spectrum variable
[íslenska] litrófsbreytistjarna [sh.] litrófsbreyta
spherical aberration
[íslenska] kúluvilla [sh.] hvelvilla (linsu eða spegils)
spherical angle
[íslenska] kúluhorn [skýr.] horn milli stórhringa á kúlu
spherical astronomy
-> astrometry
spherical astronomy
[sh.] astrometry, positional astronomy [íslenska] stjörnuhnitafræði [sh.] stjarnmælingafræði
spherical triangle
[íslenska] kúluþríhyrningur [skýr.] myndaður af stórhringum á kúlu
spheroid
[íslenska] snúðvala
spherules
[íslenska] loftsteinsdropar [skýr.] kúlulaga smáagnir úr loftsteinum
Spica
[íslenska] Spíka [sh.] Axið [skýr.] stjarna í meyjarmerki
spicule
[íslenska] sólbroddur [sh.] sóltoppur (í lithvolfi sólar)
spider
[íslenska] spegilfesting [sh.] köngur
spider diffraction
[íslenska] köngurljósbeyging [skýr.] vegna spegilfestingar í sjónauka
spin
[íslenska] spuni (frumagnar)
spiral arm
[íslenska] þyrilarmur (í vetrarbraut) [skýr.] gormlaga sveipur stjarna og geimefnis
spiral galaxy
[íslenska] þyrilþoka [sh.] þyrilvetrarbraut
spoke
[íslenska] spæll [skýr.] dökkur geisli, einn af mörgum sem myndast og hverfa í hringum Satúrnusar
sporadic meteor
[íslenska] staksteinn [sh.] stakur loftsteinn [skýr.] loftsteinn sem tilheyrir ekki loftsteinadrífu
spring equinox
[íslenska] vorjafndægur [sh.] vorjafndægri
spring tide
[íslenska] stórstreymi
sprite
[íslenska] spriti [skýr.] ein tegund af háloftabliki
-> transient luminous event
spur
[íslenska] spori [skýr.] gastota sem teygist út frá Vetrarbrautinni
Spörer mininum
[íslenska] Spörerslágmark (í sólblettum) [skýr.] lágmark á árunum 1450-1550, nefnt eftir þýska stjörnufræðingnum Gustav Spörer (1822-1896)
Spörer's law
[íslenska] Spörerslögmál [skýr.] um breytingar á breiddarstigi sólbletta á sólblettaskeiðinu, kennt við þýska stjörnufræðinginn Gustav Spörer (1822-1896)
standard candle
[íslenska] staðalkerti [skýr.] ljósgjafi sem hefur þekkt ljósafl svo að hægt er að ráða fjarlægð hans af sýndarbirtunni
standard epoch
-> fundamental epoch
standard time
[íslenska] staðaltími [skýr.] tími sem klukkur eru að jafnaði stilltar eftir (þegar sumartími er ekki í gildi) og er víkur venjulega heilum stundafjölda frá miðtíma Greenwich
star (fixed star)
[íslenska] fastastjarna [sh.] sólstjarna
star atlas
[íslenska] stjörnukortabók
star catalogue
[íslenska] stjörnuskrá
star cluster
[íslenska] stjörnuþyrping
star density
[íslenska] þéttbýli stjarna [skýr.] fjöldi stjarna í rúmmálseiningu
star diagonal
[íslenska] augahornspegill (í sjónauka) [skýr.] hreyfanlegur spegill sem er sniðinn fyrir augnglersfestingu sjónauka
star gauge
[íslenska] stjörnutal [skýr.] kerfisbundin talning stjarna
star streaming
[íslenska] stjörnustreymi [skýr.] fyrirbæri sem fram kemur í hreyfingum stjarna í nágrenni sólar
star trail
[íslenska] stjörnuslóð [skýr.] ferill stjörnu á ljósmyndaplötu vegna snúnings jarðar þegar sjónaukanum er haldið föstum
starburst galaxy
[íslenska] hrinuþoka [skýr.] vetrarbraut þar sem mikill fjöldi stjarna er að myndast
starquake
[íslenska] stjörnuskjálfti [skýr.] skjálfti í ysta lagi nifteindastjörnu
static universe
[íslenska] kyrrstöðuheimur [skýr.] hugtak í heimsfræði
stationary point
[íslenska] hvarfpunktur [sh.] kyrrstöðupunktur (á braut reikistjörnu, séð frá jörðu)
statistical parallax
[íslenska] tölfræðileg hliðrun [skýr.] meðaltalshliðrun margra stjarna, áætluð út frá eiginhreyfingum og sjónstefnuhraða
steady-state theory
[íslenska] jafnstöðukenningin [sh.] sístöðukenningin [skýr.] fræðikenning um alheiminn
Stefan-Boltzmann law
[íslenska] Stefan-Boltzmann-lögmál [sh.] lögmál Stefans og Boltzmanns [skýr.] um sambandið milli hitastigs og orkuútgeislunar svarthlutar, kennt við austurrísku eðlisfræðingana Josef Stefan (1835-1893) og Ludwig Boltzmann (1844-1906)
stellar aberration
[íslenska] ljósvilla fastastjörnu [sh.] ljósstefnuvik fastastjörnu [skýr.] sýndarbreyting á stefnu ljóss frá fastastjörnu vegna hraðans í hreyfingu jarðar [dæmi] diurnal aberration, annual aberration, secular aberration
stellar association
[íslenska] stjörnufélag [skýr.] laustengdur hópur stjarna með áþekkt litróf
stellar interferometer
[íslenska] stjarnvíxlunarmælir [skýr.] tæki til að mæla sýndarþvermál stjarna
stellar population
[íslenska] stjörnubyggð
stellar statistics
[íslenska] stjörnutölfræði [skýr.] fræðigrein þar sem almennar reglur eru leiddar af takmörkuðum fjölda stjörnumælinga með tölfræðilegum aðferðum
stellar structure
[íslenska] innri gerð stjarna
stellar wind
[íslenska] stjörnuvindur [skýr.] streymi efnis frá stjörnu út í geiminn
Stephan's Quartet
-> Stephan's Quintet
Stephan's Quintet
[sh.] Stephan's Quartet [íslenska] Stefánskvintett [sh.] Stefánskvartett) [skýr.] þéttstæð þyrping vetrarbrauta í stjörnumerkinu Pegasusi, kennd við franska stjörnufræðinginn Edouard Stephan (1837-1923)
steradian
[íslenska] rúmhornseining
stereocomparator
[íslenska] dýptarviksjá [skýr.] tæki sem notað er til að bera saman tvær áþekkar ljósmyndir og sýnir mismun myndanna sem dýptarfrávik
stony meteorite
[íslenska] bergsteinn [skýr.] tegund loftsteina
stony-iron meteorite
[íslenska] járnbergssteinn [skýr.] tegund loftsteina
stop
-> diaphragm
storm sudden commencement (SSC)
[íslenska] stormhviða [skýr.] truflun á segulsviði jarðar
stratopause
[íslenska] heiðhvörf [skýr.] efri mörk heiðhvolfsins í lofthjúpi jarðar
stratosphere
[íslenska] heiðhvolf (í lofthjúpi jarðar)
streaming
[íslenska] streymandi (um norðurljós)
strewn field
[íslenska] sáldursvæði (á jörðinni) [skýr.] svæði þar sem tektítar hafa fallið
striated
[íslenska] grisjóttur (um norðurljós)
string theory
[íslenska] strengjafræði [skýr.] kenning í öreindafræði
Strömgren photometry
[íslenska] Strömgrensljósmæling [skýr.] kerfi stjörnuljósmælinga, kennt við sænsk-danska stjörnufræðinginn Bengt Strömgren (1908-1987)
Strömgren radius
[íslenska] Strömgrensgeisli [skýr.] geisli Strömgrenskúlu
Strömgren sphere
[íslenska] Strömgrenskúla [skýr.] rými umhverfis stjörnu þar sem vetni er fullkomlega rafað; kennt við sænsk-danska stjörnufræðinginn Bengt Strömgren (1908-1987)
style (1)
[íslenska] kambsbrún (á sólúri) [skýr.] brúnin sem myndar skuggann sem sýnir tíma, sbr. gnomon
style (2)
[íslenska] stíll (í tímatali) [skýr.] dæmi: Old Style, New Style
subdwarf
[íslenska] undirmálsstjarna [skýr.] stjarna sem er minni en meðalstjarna í sama litrófsflokki
subgiant
[íslenska] hálfrisi [skýr.] stjarna sem að stærðinni til liggur milli risa og venjulegra stjarna í sama litrófsflokki
sublunar point
[íslenska] lóðpunktur tungls [skýr.] sá staður á jörðinni þar sem tunglið er í hvirfilpunkti
submillimetre-wave astronomy
[íslenska] hálfsmillimetrastjörnufræði [skýr.] grein stjörnufræðinnar sem styðst við mælingar á rafaldsbylgjum með tæplega eins millimetra bylgjulengd (0,3-1,0 mm)
subsolar point
[íslenska] lóðpunktur sólar [skýr.] sá staður á jörðinni þar sem sól er í hvirfilpunkti
substellar point
[íslenska] lóðpunktur stjörnu [skýr.] sá staður á jörðinni þar sem tiltekin stjarna er í hvirfilpunkti
substorm
-> auroral substorm
sudden ionospheric disturbance (SID)
[íslenska] skyndilegur rafhvolfsórói
summer solstice
[íslenska] sumarsólhvörf [sh.] sumarsólstöður
Summer Time
-> Daylight Saving Time
Summer Triangle
[íslenska] Sumarþríhyrningurinn [skýr.] þrjár bjartar stjörnur (Vega, Deneb og Altair)
sundial
[íslenska] sólúr
sundog
-> parhelion
sungrazer
[sh.] sungrazing comet [íslenska] sólkær halastjarna, sólsleikja [skýr.] halastjarna sem fer mjög nærri sól
sungrazing comet
-> sungrazer
sunspot
[íslenska] sólblettur
sunspot cycle
[sh.] solar cycle [íslenska] sólblettasveifla [sh.] sólblettaskeið, sólsveifla
Sunyaev-Zel'dovich effect
[íslenska] Sunyaev-Zeldovitsj-hrif [skýr.] breyting á örbylgjukliðnum þar sem hann hefur farið gegnum heitt rafgas. Kennd við sovésku stjarneðlisfræðingana Rashid Alievitsj Sunyaev (1943-) og Jakob Borisovitsj Zel'dovitsj (1914-1987)
supercluster
[íslenska] reginþyrping (vetrarbrauta)
supergalactic equator
[íslenska] reginmiðbaugur [skýr.] miðbaugur í hnitakerfi sem miðast við dreifingu fjarlægra stórþyrpinga af vetrarbrautum og fellur saman við reginflöt -> supergalactic plane
supergalactic coordinates
[íslenska] reginhnit, fjarþyrpingahnit [skýr.] hnitakerfi sem miðast við dreifingu fjarlægra stórþyrpinga af vetrarbrautum
supergalactic plane
[íslenska] reginflötur, fjarþyrpingaflötur [skýr.] flötur sem fjarlægar stórþyrpingar vetrarbrauta virðast hópast að
supergiant
[íslenska] reginrisi [skýr.] stjarna í flokki allra stærstu stjarna
supergiant elliptical
[íslenska] risastór sporvöluþoka
supergranulation
[íslenska] ýruklasar (á yfirborði sólar)
superior conjunction
[íslenska] ytri samstaða (reikistjörnu og sólar) [skýr.] þegar reikistjarnan er handan sólar
superior culmination
-> upper culmination
superior planet
-> outer planet
superluminal source
[íslenska] sýndarfrár ljósgjafi [skýr.] rafaldslind sem sýnist fara hraðar en ljósið
supernova (SN)
[íslenska] sprengistjarna
supernova remnant (SNR)
[íslenska] sprengistjörnuleif
supernova remnant
[íslenska] sprengistjörnuþoka [sh.] sprengislæða
superstring theory
[íslenska] ofurstrengjafræði [skýr.] kenning í öreindafræði
surface gravity
[íslenska] þyngdarafl við yfirborð
surge
[íslenska] sólskefla [skýr.] tegund sólstróka í lithvolfi eða kórónu sólar
Swan nebula
-> Omega nebula
symbiotic stars
[íslenska] sambúðarstjörnur [skýr.] ein tegund hálftvinnaðs tvístirnis þar sem efni frá rauðri risastjörnu streymir yfir til annarrar stjörnu sem er miklu minni og heitari [dæmi] semidetatched binary
synchronous orbit
[íslenska] jafntímabraut [skýr.] braut tungls eða gervitungls þegar svo stendur á að umferðartíminn er jafn snúningstíma reikistjörnunnar sem tunglið gengur um. Ef slík braut er hringlaga og fylgir miðbaug heitir hún staðbraut
synchronous rotation
[sh.] captured rotation, tidally locked rotation [íslenska] bundinn möndulsnúningur [skýr.] snúningur fylgihnattar sem snýr alltaf sömu hlið að móðurhnetti, eins og tunglið að jörðu
synchrotron emission
[íslenska] samhraðalsgeislun [skýr.] geislun frá hraðfara rafeindum í segulsviði
synodic month
[sh.] lunar month, lunation [íslenska] tunglmánuður [sh.] sólbundinn tunglmánuður [skýr.] umferðartími tungls miðað við sól, ólíkt sidereal month
synodic period
[íslenska] sólbundinn umferðartími [skýr.] umferðartími miðað við sól, séð frá jörð
syzygy
[íslenska] raðstaða [sh.] okstaða [skýr.] þegar sól, jörð og tungl (eða reikistjarna) mynda beina línu eða því sem næst

T

T-Tauri star
[íslenska] T-tarfstjarna [skýr.] tegund breytistjarna, kennd við stjörnuna T í stjörnumerkinu Nautinu (Taurus)
tangential velocity
[sh.] transverse velocity [íslenska] þverhraði (stjörnu) [skýr.] hraði þvert á sjónstefnu, ólíkt radial velocity
Tarantula nebula
[sh.] Loop nebula [íslenska] Köngulóarþokan [skýr.] geimþoka í Stóra Magellansskýinu
Taurids
[íslenska] Tárítar [skýr.] loftsteinadrífa, kennd við nautsmerkið (Taurus)
Taurus
[íslenska] Nautið [sh.] Tarfurinn [skýr.] stjörnumerki
Teapot
[íslenska] Teketillinn [skýr.] samstirni í stjörnumerkinu Bogmanninum
tectonics
[íslenska] jarðhnik (í skorpu jarðar eða annarrar reikistjörnu) [dæmi] plate tectonics
tektites
[íslenska] tektítar [skýr.] glerkenndir steinar sem talið er að hafi myndast við árekstur loftsteina á jörðina
telecompressor
[sh.] focal reducer [íslenska] brennivíddarstyttir (í sjóntæki)
teleextender
[íslenska] brennivíddarlengir (í sjóntæki)
telemetry
[íslenska] fjarsending (merkja, til eða frá geimflaug)
telescope
[íslenska] sjónauki [sh.] kíkir, stjörnusjá
Telescopium
[íslenska] Sjónaukinn [skýr.] stjörnumerki
telluric lines
[íslenska] jarðneskar litrófslínur [skýr.] línur í litrófi stjörnu, upprunnar í lofthjúpi jarðar
temperature
[íslenska] hiti [sh.] hitastig
termination shock
[íslenska] jaðarhögg [skýr.] rými nálægt jaðri sólvindsins þar sem hraði vindsins snarminnkar
terminator
[íslenska] skuggaskil [skýr.] skil dags og nætur á tungli eða reikistjörnu
terrestrial
[íslenska] jarð- [sh.] jarðar-
terrestrial magnetism
-> geomagnetism
terrestrial planet
[íslenska] jarðstjarna [skýr.] reikistjarna áþekk jörð (stundum er heitið jarðstjarna notað um allar reikistjörnur)
Terrestrial Time (TT)
[íslenska] almanakstími [skýr.] skilgreindur eftir hreyfingum himinhnatta séð frá jörðu, óháð snúningi jarðar
tessera
[íslenska] tiglajörð [skýr.] fyrirbæri á Venusi
Theory of everything (TOE)
[skýr.] kenning sem spannar alla frumkrafta efnisheimsins [íslenska] allsherjarkenningin
theory of relativity
-> relativity
thermal black-body radiation (black-body radiation)
[íslenska] algeislun [sh.] svarthlutargeislun
thermal emission
[íslenska] hitageislun [sh.] varmageislun
thermodynamic equilibrium
[íslenska] varmajafnvægi
thermonuclear reaction
[íslenska] kjarnasamruni
thermosphere
[íslenska] hitahvolf (í lofthjúpi jarðar)
thick galactic disk
[íslenska] þykkkringla vetrarbrautar
thin galactic disk
[íslenska] þunnkringla vetrarbrautar
third contact
[íslenska] þriðja snerting (í sólmyrkva eða tunglmyrkva) [skýr.] þegar almyrkva eða hringmyrkva lýkur
third quarter
-> last quarter
Thomson scattering
[íslenska] Thomsonsdreifing [skýr.] dreifing ljóss sem rekst á frjálsar rafeindir. Kennd við breska eðlisfræðinginn Joseph Thomson (1856-1940)
three-body problem
[íslenska] þríhnattaþraut [skýr.] sú spurning hvernig þrír hnettir hreyfast vegna innbyrðis þyngdaráhrifa
thrust
[íslenska] knýr [sh.] spyrna (eldflaugar)
tidal bulge
[íslenska] flóðbylgja
tidal force
[íslenska] flóðkraftur
tidal friction
[íslenska] flóðbylgjunúningur
tidal height
[íslenska] flóðhæð
tidal lag
[íslenska] flóðtöf
tidal theories
[sh.] encounter theories [íslenska] strókakenningar (um uppruna sólkerfisins)
tidally locked
[sh.] synchronous, captured [íslenska] bundinn, flóðbundinn (um tungl sem snýr alltaf sömu hlið að móðurhnetti sínum)
tides
[íslenska] sjávarföll
time dilation
[íslenska] tímaþan [skýr.] í afstæðiskenningunni
time zone
[íslenska] tímabelti
Titius-Bode law
-> Bode's law
topocentric coordinate system
[íslenska] staðbundið hnitakerfi [skýr.] hnitakerfi sem miðast við athugunarstað á yfirborði jarðar
topocentric coordinates
[íslenska] staðbundin hnit [skýr.] hnit sem miðast við athugunarstað á yfirborði jarðar
topocentric zenith distance
[íslenska] staðbundin hvirfilfirð (stjörnu)
torus
[íslenska] snúðla [skýr.] hlutur sem líkist kleinuhring í lögun
total eclipse
[íslenska] almyrkvi
total magnitude
[sh.] integrated magnitude [íslenska] heildarbirta [sh.] heildarskærð (t.d. stjörnuþoku eða halastjörnu) [skýr.] það birtustig sem dreifður ljósgjafi myndi hafa ef allt ljósið kæmi frá einum punkti
total phase
[íslenska] almyrkvastig (í sólmyrkva eða tunglmyrkva)
totality
[íslenska] almyrkvun [skýr.] það skeið myrkva þegar sól eða tungl eru almyrkvuð
tower telescope
[íslenska] turnkíkir
train
[íslenska] loftsteinsslóð
trajectory
[íslenska] farbraut (flaugar)
trans-Neptunian object (TNO)
[skýr.] reikistirni utan við braut Neptúnusar
transfer orbit
[íslenska] skiptibraut [skýr.] tímabundin braut geimflaugar sem fer á nýja braut [dæmi] Hohmann transfer orbit
transient
[íslenska] svipall [skýr.] skammvinnt fyrirbæri
transient luminous event (TLE)
[íslenska] háloftablik [skýr.] skammvinnt ljósfyrirbæri í heiðloftinu, hátt yfir þrumuskýjum  [dæmi] sprite, elf (ELVES)
transient lunar phenomenon (TLP)
[sh.] lunar transient phenomenon (LTP) [íslenska] ljósbrigði á tungli [skýr.] skammvinnt ljósfyrirbæri á yfirborði tungls
transit
[íslenska] þverganga [skýr.] ganga himinhnattar yfir hábaug eða annan himinhnött [dæmi] upper transit, lower transit
transit circle
-> transit instrument
transit instrument
[sh.] transit circle, meridian circle [íslenska] þverald [sh.] þvergöngumælir, hábaugssjónauki
transition
[íslenska] rafeindarstökk (í atómi)
transition probability
[íslenska] stökklíkur (rafeindar í atómi)
transition region
[íslenska] hvolfahvörf [skýr.] þar sem lithvolf og kóróna sólar mætast
transmission grating
[íslenska] raufagreiða [skýr.] áhald sem klýfur ljós í liti um leið og það hleypir því í gegn, sbr. reflection grating
transverse velocity
-> tangential velocity
Trapezium
[íslenska] Trapisan [skýr.] samstirni í stjörnumerkinu Óríon
tri-schiefspiegler
[íslenska] þríspeglasjónauki [skýr.] skáspeglasjónauki þar sem þriðja speglinum er skotið inn til leiðréttingar á spegilvillum
Triangulum
[íslenska] Þríhyrningurinn [skýr.] stjörnumerki
Triangulum Australe
[íslenska] Suðurþríhyrningurinn [skýr.] stjörnumerki
Triangulum spiral
[íslenska] Þríhyrningsþokan [skýr.] stjörnuþoka (vetrarbraut) í stjörnumerkinu Þríhyrningi
Trifid nebula
[íslenska] Þrískipta þokan [skýr.] geimþoka í bogmannsmerki
trigonometric parallax
[íslenska] mæld hliðrun (fastastjörnu) [skýr.] árleg hliðrun fengin með beinum mælingum á stöðu stjörnunnar
triple star
[íslenska] þrístirni
triple-alpha process
[sh.] Salpeter process [íslenska] þríhelínhvörf [skýr.] kjarnahvörf í iðrum sólstjarna
Trojan asteroids
[sh.] Trojan group [íslenska] Trójusmástirni [skýr.] smástirni sem fylgja braut Júpíters. Flest þeirra bera nöfn hetja úr Trójustríðunum
Trojan group
-> Trojan asteroids
tropic
[íslenska] hvarfbaugur [dæmi] hvarfbaugur Krabbans, hvarfbaugur Steingeitarinnar [skýr.] annar hvor þeirra bauga sem afmarka hitabeltið á jörðinni og samsvarandi stjörnubreiddarbaugar á himinkúlunni [dæmi] Tropic of Cancer, Tropic of Capricorn
Tropic of Cancer
[íslenska] hvarfbaugur Krabbans [skýr.] sá breiddarbaugur á norðurhveli jarðar þar sem sól er í hvirfildepli á sólstöðum, sbr. tropic
Tropic of Capricorn
[íslenska] hvarfbaugur Steingeitarinnar [skýr.] sá breiddarbaugur á suðurhveli jarðar þar sem sól er í hvirfilpunkti á sólstöðum, sbr. tropic
tropical month
[íslenska] hvarfmánuður [skýr.] umferðartími tungls miðað við vorpunkt himins
tropical year
[íslenska] hvarfár [sh.] árstíðaár [skýr.] umferðartími sólar miðað við vorpunkt himins
tropopause
[íslenska] veðrahvörf [skýr.] í lofthjúpi jarðar, skil veðrahvolfs og heiðhvolfs
troposphere
[íslenska] veðrahvolf (í lofthjúpi jarðar)
true anomaly
[íslenska] rétt brautarhorn [skýr.] mælikvarði á fjarlægð reikistjörnu frá sólnándarstað, séð frá sólu
true equinox
[sh.] apparent equinox [íslenska] sannur vorpunktur [skýr.] ólíkt mean equinox
true horizon
[íslenska] jarðmiðjusjónbaugur [skýr.] þar sem flötur gegnum miðju jarðar, samsíða sjónbaugsfleti athugandans, sker himinkúluna. Sé miðað við fastastjörnur er enginn munur á jarðmiðjusjónbaug og venjulegum sjónbaug (astronomical horizon)
true place
[sh.] true position [íslenska] sönn staða (stjörnu) [skýr.] séð frá miðju sólar, ólíkt apparent place, mean place
true position
-> true place
Trümpler classification
[íslenska] Trümplersflokkun [skýr.] flokkun lausþyrpinga stjarna, kennd við svissnesk-bandaríska stjörnufræðinginn Robert J. Trümpler (1886-1956)
Tucana
[íslenska] Túkaninn [sh.] Piparfuglinn [skýr.] stjörnumerki
Tully-Fisher relation
[íslenska] Tully-Fisher-vensl [skýr.] samband milli birtu og snúningshraða vetrarbrauta, kennt við kanadíska stjörnufræðinginn Richard Brent Tully (1943-) og bandaríska stjörnufræðinginn James Richard Fisher (1943-)
turnoff point
[íslenska] fráhvarfspunktur [skýr.] þar sem risar greinast frá meginraðarstjörnum í Hertzsprung-Russell-línuriti stjörnuþyrpingar
twilight
[íslenska] rökkur [sh.] ljósaskipti
twinkling
-> scintillation
two-body problem
[íslenska] tvíhnattaþraut [skýr.] sú spurning hvernig tveir hnettir hreyfast vegna innbyrðis þyngdaráhrifa
two-colour diagram
[íslenska] tvívísa línurit [skýr.] línurit sem sýnir samband tveggja litvísa í hópi himinhnatta
Tychonic system
[íslenska] heimskerfi Tychos

U

UBV system
[íslenska] UBV-birtumælingakerfið [skýr.] (U=ultraviolet, B=blue, V=visual)
ultraviolet (UV)
[íslenska] útblár [sh.] útfjólublár, útbláma-
ultraviolet (UV)
[íslenska] útblámi
ultraviolet astronomy
[íslenska] útblámastjörnufræði
ultraviolet radiation
[íslenska] útblá geislun [sh.] útblámageislun
umbra (1)
[íslenska] alskuggi
umbra (2)
[íslenska] kjarni [sh.] blettkjarni (sólbletts)
umbral phase
[íslenska] alskuggastig (í tunglmyrkva) [skýr.] það tímaskeið þegar alskugginn sést
undersampling
[íslenska] vanskyn (í litrófsmælingum, myndgreiningu eða sveiflumælingum) [skýr.] kemur upp þegar myndeindirnar eru stærri en þeir drættir sem verið er að mynda, eða skráningartíðnin minni en hæsta sveiflutíðni þess fyrirbæris sem verið er að skrá. Sbr. aliasing
Unidentified Flying Object (UFO)
[íslenska] fljúgandi furðuhlutur
United Kingdom Infrared Telescope (UKIRT)
[skýr.] breskur sjónauki fyrir myndatökur og mælingar í nær-innrauðu ljósi. Sjónaukinn er á fjallinu Mauna Kea á Hawaii
Universal Time (UT)
[íslenska] heimstími
universe
[íslenska] alheimur
unresolved source
[íslenska] vangreind rafaldslind
upper culmination
[sh.] superior culmination, culmination [íslenska] háganga (himinhnattar) [skýr.] þegar himinhnöttur er hæst á lofti (næst hvirfilpunkti) í daggöngu sinni
upper transit
[íslenska] efri þverganga (himinhnattar) [skýr.] þegar himinhnöttur fer yfir hádegisbaug næst hvirfilpunkti
Uranus
[íslenska] Úranus [skýr.] ein af stóru reikistjörnunum
Ursa Major
[íslenska] Stóribjörn [skýr.] stjörnumerki
Ursa Minor
[íslenska] Litlibjörn [skýr.] stjörnumerki
Ursids
[íslenska] Úrsítar [skýr.] loftsteinadrífa, kennd við stjörnumerkið Litlabjörn (Ursa Minor)
UV Ceti star
[íslenska] UV-Ceti-stjarna [skýr.] algengasta gerð blossastjarna, kennd við stjörnuna UV í hvalsmerki (Cetus)
uvby system
[íslenska] uvby-birtumælingakerfið [skýr.] (u=ultraviolet, v=violet, b=blue, y=yellow)

V

vacuum energy
-> dark energy
Valles Marineris
[íslenska] Marinersgljúfur (á Mars) [skýr.] kennt við geimflaugina Mariner 9
vallis
[íslenska] dalur [sh.] gil, gljúfur [skýr.] á yfirborði himinhnattar
Van Allen belts
[sh.] radiation belts [íslenska] Van Allen-belti [sh.] geislabelti (í segulhvolfi jarðar) [skýr.] kennd við bandaríska eðlisfræðinginn James Van Allen (1914- )
variable
-> variable star
variable star
[sh.] variable [íslenska] breytistjarna [skýr.] stjarna sem breytir birtu sinni
variation
[íslenska] lengdarbrigði [skýr.] hálfsmánaðarlegt frávik í göngu tungls (mælt í sólbaugslengd) vegna breytingar á aðdráttaráhrifum sólar eftir afstöðu
variation of latitude
[íslenska] breiddarvik (staðar á yfirborði jarðar) [skýr.] vegna hreyfingar heimskautanna
Vega
[íslenska] Blástjarnan [skýr.] stjarna í stjörnumerkinu Hörpunni
veil
[íslenska] slæða (í norðurljósum)
Veil Nebula
[sh.] Cirrus Nebula [íslenska] Slæðan [skýr.] geimþoka í stjörnumerkinu Svaninum, hluti af Svanssveignum (Cygnus Loop)
Vela
[íslenska] Seglið [skýr.] stjörnumerki
Venus
[sh.] morning star, evening star [íslenska] Venus [sh.] morgunstjarnan, kvöldstjarnan [skýr.] bjartasta reikistjarnan
vernal equinox
[íslenska] vorjafndægur [sh.] vorjafndægri
vernal equinox
[íslenska] vorpunktur [sh.] vorhnútur (á stjörnuhimninum) [skýr.] þar sem sólin er við vorjafndægur
vernier
[íslenska] níundarkvarði
vertical circle
[íslenska] lóðbaugur (á himni)
Very Large Array (VLA)
[íslenska] Reginramminn [skýr.] bandarískur rafaldssjónauki
Very Large Telescope (VLT)
[íslenska] Reginsjónaukinn [skýr.] samstæða fjögurra stórra sjónauka og tveggja minni á fjallinu Paranal í Chile. Tilheyrir stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli (ESO)
Very Long Baseline Array (VLBA)
[íslenska] Óravegsnetið [skýr.] bandarískt kerfi rafaldssjónauka
Very Long Baseline Interferometry (VLBI)
[íslenska] óravegsmælingar [skýr.] víxlunarmælingar með rafaldssjónaukum sem eru mjög langt hver frá öðrum
vignetting
[íslenska] ljósskerðing (í sjóntæki)
Virgo
[íslenska] Mærin [sh.] Meyjan [skýr.] stjörnumerki
Virgo cluster
[íslenska] Meyjarþyrpingin [skýr.] risastór þyrping vetrarbrauta í meyjarmerki
virial theorem
[íslenska] innkraftareglan [skýr.] um samband stöðuorku og hreyfiorku í lokuðu kerfi
visual binary
[íslenska] aðgreint tvístirni [skýr.] eiginlegt tvístirni þar sem báðar stjörnurnar sjást
visual magnitude
[íslenska] sjónbirta [sh.] sjónbirtustig (stjörnu)
Vogt-Russell theorem
[íslenska] Vogt-Russell setningin [skýr.] svo til algild staðhæfing sem segir að innri gerð stjörnu ráðist algerlega af massa hennar og efnasamsetningu. Kennd við þýska stjörnufræðinginn Heinrich Vogt (1890-1968) og bandaríska stjörnufræðinginn Henry Norris Russell (1877-1957)
Volans
[íslenska] Flugfiskurinn [skýr.] stjörnumerki; hét upphaflega Piscis Volans
Vulcan
[íslenska] Vúlkan [skýr.] reikistjarna sem sumir stjörnufræðingar 19. aldar töldu hugsanlegt að finnast myndi nær sól en Merkúríus
Vulpecula
[íslenska] Litlirefur [skýr.] stjörnumerki

W

W Ursae Majoris star
[íslenska] W-Stórabjarnarstjarna [skýr.] tegund myrkvastjarna sem jafnframt eru snertitvístirni
W Virginis star
[íslenska] W-Meyjarstjarna [skýr.] breytistjörnutegund, sefíti í stjörnubyggð II
walled plain
[íslenska] tunglgarður [skýr.] fjöllum girt slétta, stærsta tegund tunglgíga; heiti sem sjaldan er notað nú á dögum
wane
[íslenska] þverra [sh.] minnka (um tunglið)
waning moon
[íslenska] þverrandi tungl [sh.] minnkandi tungl [skýr.] gagnstætt waxing moon
wavefront
[íslenska] öldufaldur
waveguide
[íslenska] öldustokkur
wax so.
[íslenska] vaxa (um tunglið)
waxing moon
[íslenska] vaxandi tungl [skýr.] gagnstætt waning moon
weakly interacting massive particle (WIMP)
[íslenska] drumbeind
west point
[íslenska] vesturpunktur (á sjóndeildarhring)
western elongation
[íslenska] vestri álengd (reikistjörnu) [skýr.] þegar innri reikistjarna er lengst í vestur frá sól
Whirlpool galaxy
[íslenska] Svelgþokan [skýr.] vetrarbraut í stjörnumerkinu Veiðihundunum
whistler
[íslenska] rafaldsflaut [skýr.] flaututónar sem stundum greinast með rafaldssjónaukum og stafa frá fjarlægum eldingum
white dwarf
[íslenska] hvítur dvergur
white hole
[íslenska] hvíthol
Widmanstätten figures
[íslenska] Widmanstättenmynstur (í slípuðum loftsteinum) [skýr.] kennt við austurríska eðlisfræðinginn Aloys Beck von Widmanstätten (1753-1849)
Wien displacement law
-> Wien's law
Wien's law
[sh.] Wien displacement law [íslenska] Wienslögmál [skýr.] um samband litar og hitastigs svarthlutar, kennt við þýska eðlisfræðinginn Wilhelm Wien (1864-1928)
Wilson effect
[íslenska] Wilsonvik [skýr.] sýndarfærsla sólblettskjarna eftir því hvernig bletturinn snýr við jörðu. Kennt við skoska stjörnufræðinginn Alexander Wilson (1714-1786)
Wilson-Bappu effect
[íslenska] Wilson-Bappu-hrif [skýr.] tengsl milli útlits tiltekinnar línu (svonefndrar K-línu) í litrófi síðstjörnu og ljósafls stjörnunnar. Kennt við bandaríska stjörnufræðinginn Olin Wilson (1909-1994) og indverska stjörnufræðinginn Vainu Bappu (1927-1982)
 
WIMP -> weakly interacting massive particle
 
winter solstice
[íslenska] vetrarsólstöður [sh.] vetrarsólhvörf
Wolf diagram
[íslenska] Wolf-línurit [skýr.] línurit notað til að finna fjarlægð skuggaþokna með talningu á stjörnum á mismunandi birtustigum, kennt við þýska stjörnufræðinginn Max (Maximilian) Wolf (1863-1932)
Wolf number
-> relative sunspot number
Wolf-Rayet star
[íslenska] Wolf-Rayet-stjarna [skýr.] tegund mjög bjartra og heitra stjarna, kennd við C.J.E. Wolf (1827-1918) og G.A.P. Rayet (1839-1906)
world coordinate system (WCS)
[íslenska] myndhnitakerfi
world line
[íslenska] söguferill (atburðar) [skýr.] rás atburðar frá sjónarhóli afstæðiskenningarinnar
wormhole
[íslenska] ormasmuga [skýr.] fræðileg smuga milli tveggja staða í tímarúmi
wrinkle ridge
[íslenska] fellingarkambur (á tunglinu)

X

X-ray astronomy
[íslenska] röntgenstjörnufræði
X-ray burst
[íslenska] röntgenblossi
X-ray burster
[íslenska] röntgenblossastirni
X-ray source
[íslenska] röntgenlind
X-ray telescope
[íslenska] röntgensjónauki
X-ray transient
[íslenska] röntgenbjarmi

Y

Yagi
-> Yagi antenna
Yagi antenna
[sh.] Yagi [íslenska] Yagi-loftnet [skýr.] tegund rafaldsloftneta, kennd við japanska verkfræðinginn Hidetsugu Yagi (1886-1976)
Yarkovsky effect
[íslenska] Yarkovskyhrif [skýr.] stefnuvirk áhrif sólarljóss á geimagnir sem snúast, kennd við rússneska vísindamanninn Ivan Osipovich Yarkovsky (1844-1902). Geta haft áhrif á brautir smástirna. Sbr. Poynting-Robertson effect
Yerkes classification
-> Morgan-Keenan classification
ylem
-> primeval fireball
yoke mounting
-> English mounting

Z

Zanstra's theory
[íslenska] Zanstrakenning [skýr.] kenning sem fjallar um ákvörðun hitastigs stjörnu sem er í miðri hringþoku. Kennd við hollenska stjarneðlisfræðinginn Herman Zanstra (1894-1972)
Zeeman effect
[íslenska] Zeemanshrif (í litrófi) [skýr.] áhrif segulsviðs á litrófið, kennd við hollenska eðlisfræðinginn Pieter Zeeman (1865-1943)
zenith
[íslenska] hvirfilpunktur [sh.] himinhvirfill
zenith attraction
-> zenithal attraction
zenith distance
[íslenska] hvirfilfirð (stjörnu)
zenith telescope
[sh.] zenith tube [íslenska] hvirfilsjónauki [sh.] hvirflilkíkir
zenith tube
-> zenith telescope
zenithal attraction
[sh.] zenith attraction [íslenska] lóðsækni (loftsteinadrífu) [skýr.] færsla á geislapunkti loftsteinadrífu vegna aðdráttarafls jarðar sem breytir stefnu loftsteinanna
zenithal hourly rate (ZHR)
[íslenska] hvirfiltala á klukkustund [skýr.] mælikvarði á fjölda stjörnuhrapa
zero-age main sequence (ZAMS)
[íslenska] upphafsmeginröð [skýr.] meginröð stjarna í Hertzsprung-Russell-línuriti, fyrst eftir myndun stjarnanna
zodiac
[íslenska] dýrahringurinn
Zodiacal Catalogue (ZC)
[íslenska] Dýrahringsstjörnuskráin
zodiacal light
[íslenska] sverðbjarmi [skýr.] daufur bjarmi sem fylgir dýrahringnum nálægt sólu
zone
[íslenska] belti [skýr.] (á Júpíter: ljóst belti)
zone of avoidance
[íslenska] skuggabelti [sh.] hulinssvæði (í Vetrarbrautinni) [skýr.] svæði þar sem Vetrarbrautin er ógagnsæ
zone time
[skýr.] tími sem gildir í tilteknu tímabelti á jörðinni, ef jörðinni er skipt í 24 belti þar sem tímamunur milli belta er ein klukkustund og hvert belti víkur heilum fjölda stunda frá miðtíma Greenwich [íslenska] beltatími
Zürich relative sunspot number
-> relative sunspot number
Zwicky Catalogue
[íslenska] Zwicky-stjörnuskráin [skýr.] skrá yfir þrjátíu þúsund vetrarbrautir og tíu þúsund vetrarbrautaþyrpingar, kennd við svissneska stjörnufræðinginn Fritz Zwicky (1898-1974)

Síðast breytt 19. 3. 2020

 

Almanak Háskólans