Ensk-íslensk orðaskrá úr stjörnufræði
A
- Abell catalogue
- [íslenska] Abellsskráin [skýr.] skrá yfir þyrpingar
vetrarbrauta, kennd við bandaríska stjörnufræðinginn George Abell
(1927-1983)
- aberration (1)
- [íslenska]
ljósvik [sh.] ljósstefnuvik [skýr.] sýndarbreyting á stefnu
ljósgeisla vegna hreyfingar (hraða) athugandans
[dæmi] stellar aberration, planetary aberration
- aberration (2)
- [íslenska] linsuvilla [sh.] spegilvilla (sjóntækis)
[dæmi] chromatic aberration, spherical aberration,
coma, astigmatism, curvature of field, distortion
- ablation
- [íslenska] blæsing [skýr.] eyðing efnis, t.d. utan af
loftsteini eða geimfari vegna núnings í lofthjúpi jarðar
- absolute magnitude
- [íslenska] reyndarbirta [skýr.] mælikvarði á ljósafl
stjörnu; birtustig (sýndarbirta) stjörnunnar ef hún væri 10 parsek (um 32,6
ljósár) frá jörðu. Þegar um smástirni er að ræða er viðmiðunarfjarlægðin 1
stjarnfræðieining. Ólíkt apparent magnitude
- absolute temperature
- [íslenska] altækur hiti [skýr.] hiti reiknaður frá alkuli
- absolute zero
- [íslenska] alkul [skýr.] lægsti hugsanlegi hiti, -273,15°C
- absorption
- [íslenska] gleyping [skýr.] það að efni drekkur í sig
geislun
- absorption coefficient
- [íslenska] gleypistuðull
- absorption line
- [íslenska] gleypilína (í litrófi)
- absorption nebula
- [sh.] dark nebula [íslenska] gleypiþoka [sh.]
skuggaþoka [skýr.] dimm efnisþoka í geimnum
- absorption spectrum
- [íslenska] gleypiróf
- abundance
- (of elements) [íslenska] fjöldahlutfall [sh.]
þyngdarhlutfall [skýr.] hlutfall frumefna, t.d. í sól eða alheimi
- acceleration
- [íslenska] hröðun
- accretion
- [íslenska] aðsóp
- accretion disk
- [íslenska] aðsópskringla [sh.] safnkringla, safnskífa [skýr.]
t.d. umhverfis svarthol
- achondrite
- [íslenska] akondrít [skýr.] grjónsnauður loftsteinn,
gagnstætt chondrite
- achromatic lens (achromat)
- [íslenska] litvís linsa [skýr.] tvískipt linsa, nærri því
laus við litvillu
- acoustic wave
- [íslenska] hljóðbylgja
- active
- [íslenska] kvikur (um norðurljós)
- active galactic nucleus (AGN)
- [íslenska] virkur vetrarbrautarkjarni
- active galaxy
- [íslenska] virk vetrarbraut [skýr.] vetrarbraut með kjarna
sem geislar frá sér mjög mikilli orku
- active optics
- [íslenska] viðbragðssjóntækni [skýr.] sem leiðréttir
breytingar sem verða á lögun aðalspegils eða loftnets í sjónauka, t.d. vegna
hreyfingar sjónaukans eða hitabreytinga, sjá jafnframt adaptive optics
- active region
- [íslenska] ókyrrt svæði (á sól)
- active sun
- [íslenska] ókyrr sól
- adaptive optics
- [íslenska] aðlögunarsjóntækni [skýr.] sem leiðréttir
óstöðuga mynd með því að breyta lögun innskotsspegils eða linsu í sjónauka,
sjá jafnframt active optics
- adiabatic
- [íslenska] innrænn [sh.] óverminn (um ferli þar sem varmi
kerfisins helst óbreyttur)
- advection
- [íslenska] aðstreymi
- Ae star
- [íslenska] Ae-stjarna [skýr.] stjarna í litrófsflokki A,
sem sýnir bjartar ljómlínur vetnis (e=emission)
- aeon
- [sh.] eon [íslenska] óra kv. [sh.] áramilljarður
- aeronomy
- [íslenska] háloftafræði
- aerosol
- [skýr.] örsmáar agnir eða dropar í lofthvolfi [íslenska]
agnúði
- aether
- -> ether
- afterglow
- [íslenska] eftirskin (gammablossa)
- air shower
- [íslenska] geimgeislaskúr
- airglow
- [íslenska] loftljómi [sh.] næturljómi
- Airy disc
- [íslenska] kringla Airys [skýr.] minnsta mynd af stjörnu
sem tiltekinn sjónauki getur skilað. Kennd við enska stjörnufræðinginn
George Biddell Airy (1801-1892)
- Aitken Double Star Catalogue (ADS)
- [sh.] New General Catalogue of Double Stars [skýr.] skrá
yfir tvístirni, útg. 1932, kennd við bandaríska stjörnufræðinginn Robert G.
Aitken (1864-1951)
- albedo
- [íslenska]
endurskinshlutfall [dæmi] Bondhlutfall, gagnskinshlutfall [skýr.]
hæfni hlutar til að endurvarpa ljósi sem á hann fellur
[dæmi] Bond albedo, geometrical albedo
- Alfvén wave
- [íslenska] Alfvénbylgja [skýr.] tegund af bylgju í rafgasi
með segulsviði, kennd við sænska eðlisfræðinginn Hannes Alfvén (1908-1995)
- Algol variable
- [íslenska] Algol-myrkvastjarna [skýr.] kennd við stjörnuna
Algol í stjörnumerkinu Perseifi (Perseus)
- aliasing
- [íslenska] hjáróm [skýr.] það fyrirbæri þegar falskt
lágtíðnimerki kemur fram í stafrænum sveiflumælingum sem afleiðing af
vanskyni
- alidade
- [skýr.] hluti af stjörnuhæðarmæli, >>astrolabe [íslenska]
stjörnusigti [sh.] stjörnumið
- all-sky camera
- [íslenska] alhvolfsmyndavél
- Almagest
- [íslenska] Almagest [skýr.] frægt stjörnufræðirit
Ptólemeusar
- almanac
- [íslenska] almanak
- almucantar
- [íslenska] jafnhæðarbaugur
- alpha
- [íslenska] alfa [skýr.] fyrsti stafur gríska stafrófsins,
oft notaður til að tákna björtustu stjörnuna í stjörnumerki
- Alpha Centauri
- [íslenska] Alfa í Mannfáki [skýr.] bjartasta stjarnan í
stjörnumerkinu Mannfáki (Centaurus)
- Alphonsine tables
- [íslenska] Alfonstöflur [skýr.] stjörnufræðilegar töflur
frá 13. öld, samdar af hópi stjörnufræðinga og tileinkaðar Alfonsi X
Kastilíukonungi (1226-1284)
- altazimuth (1)
- [íslenska] lóðstilltur
- altazimuth (2)
- [íslenska] lóðstilltur sjónauki [skýr.] sjónauki á
lóðstilltu stæði (fæti)
- altazimuth mounting
- [íslenska] lóðstillt stæði [sh.] lóðstilltur fótur
(sjónauka)
- altitude (1)
- [íslenska] hæð (yfir sjóndeildarhring, venjulega í gráðum)
- altitude (2)
- [íslenska] hæð (yfir sjávarmáli, t.d. í metrum)
- aluminizing
- [íslenska] álhúðun (spegils)
- Am-star
- [íslenska] Am-stjarna [skýr.] stjarna í litrófsflokki A,
sem sýnir óvenju sterkar litrófslínur vissra málma (m=metallic)
- American Association of Variable Star Observers (AAVSO)
- [skýr.] bandarískt félag áhugamanna um athuganir á breytistjörnum
- American Astronomical Society (AAS)
- [skýr.] helsta félag stjörnufræðinga í Bandaríkjunum
- Amor group
- [íslenska] Amor-smástirni [skýr.] smástirni sem ganga inn
fyrir braut Mars en ekki inn fyrir braut jarðar, nefnd eftir einu þeirra
- amplitude (1)
- [íslenska] sveifluvídd (milli hámarks og lágmarks)
- amplitude (2)
- [íslenska] sveifluvik [sh.] sveifluseiling (frá
meðalgildi)
- analemma
- [íslenska] árlykkja [skýr.] sýndarhreyfing sólar á himni
yfir árið, miðað við daglega athugun á föstum tíma dags
- anastigmatic
- [skýr.] um linsu sem er laus við bjúgskekkju (astigmatism),
kúluvillu (spherical aberration) og hjúpskekkju (coma) [íslenska]
bjúgréttur
- Andromeda
- [íslenska] Andrómeda [skýr.] stjörnumerki
- Andromeda galaxy
- [sh.] Andromeda nebula [íslenska] Andrómeduþokan [skýr.]
stjörnuþoka (vetrarbraut) í stjörnumerkinu Andrómedu
- Andromeda nebula
- -> Andromeda galaxy
- Andromedids
- [íslenska] Andrómedítar [skýr.] loftsteinadrífa kennd við
stjörnumerkið Andrómedu
- angle of refraction
- [íslenska] ljósbrotshorn
- Anglo-Australian Observatory (AAO)
- [skýr.] bresk-áströlsk stjörnustöð í Ástralíu
- Anglo-Australian Telescope (AAT)
- [skýr.] bresk-ástralskur sjónauki í Ástralíu
- angstrom (Å)
- [sh.]ångström [íslenska] angström [skýr.] 0,1
nanómetri. Lengdareining, notuð í litrófsgreiningu, kennd við sænska eðlisfræðinginn Anders Jonas
Ångström (1814-1874)
- angular acceleration
- [íslenska] hornhröðun
- angular diameter
- [sh.] apparent diameter [íslenska] sýndarþvermál
- angular distance
- [íslenska] hornbil (t.d. milli stjarna á himinhvolfinu)
- angular measure
- [íslenska] hornmál (t.d. bogagráður)
- angular momentum
- [íslenska] hverfiþungi
- angular resolution
- -> resolution
- angular velocity
- [íslenska] hornhraði
- anisotropy
- [íslenska] stefnuhneigð
- annihilation
- [íslenska] eyðing (frumagnar og andagnar sem mætast)
- annual aberration
- [íslenska] árleg ljósvilla [skýr.] sýndarbreyting á stöðu
fastastjörnu vegna hraða jarðar á hreyfingu hennar um sólu
- annual equation
- [sh.] annual inequality [íslenska] árjöfnuður [skýr.]
frávik tungls frá meðalgöngu vegna árlegrar sveiflu í fjarlægð sólar sem
breytir flóðhrifum sólar á tunglbrautina
- annual inequality
- -> annual equation
- annual parallax
- [sh.] heliocentric parallax [íslenska] árleg hliðrun [sh.]
sólmiðuð hliðrun [skýr.] hliðrun á stöðu fastastjörnu vegna árlegrar
hreyfingar jarðar um sólu; mesti munur á stöðu stjörnunnar séð frá jörð
annars vegar en sól hins vegar, -> parallax
- annual variation
- [skýr.] hreyfing stjörnu á himni á einu ári vegna framsóknar
vorpunkts (precession) og eiginhreyfingar (proper motion) [íslenska]
árvik
- annular eclipse
- [íslenska] hringmyrkvi
- annular phase
- [íslenska] hringmyrkvastig (í sólmyrkva)
- anomalistic month
- [íslenska] jarðnándarmánuður [skýr.] umferðartími tungls
miðað við jarðnándarstað tunglbrautarinnar
- anomalistic year
- [íslenska] jarðbrautarár [skýr.] umferðartími jarðar miðað
við sólnándarstað jarðbrautarinnar
- anomaly
- [íslenska] brautarhorn [skýr.] mælikvarði á
fjarlægð reikistjörnu frá sólnándarstað
[dæmi] true anomaly, mean anomaly, eccentric
anomaly
- ansae
- [íslenska] höld [sh.] hringar (Satúrnusar)
- antapex
- [íslenska] flóttapunktur [skýr.] sá punktur á
stjörnuhimninum sem sólin (sólkerfið) stefnir frá, gagnstætt apex
- antenna
- [íslenska] viðtak [sh.] loftnet
- antenna pattern
- [sh.] field pattern, polar diagram [íslenska]
viðtaksmynstur (rafaldssjónauka) [skýr.] lýsir stefnuvirkni hans
- antenna temperature
- [sh.] background temperature
[íslenska] viðtakshiti (loftnets)
- anthropic principle
- [íslenska] mannhorf [skýr.] sú hugmynd að tilvist
athuganda setji hugsanlegri mynd alheims þröngar skorður
- antimatter
- [íslenska] andefni
- antiparticle
- [íslenska] andeind
- antitail
- [íslenska] andhali (halastjörnu)
- Antlia
- [íslenska] Dælan [skýr.] stjörnumerki
- Antoniadi scale
- [íslenska] stjörnuskyggniskvarði Antoniadis [skýr.]
mælikvarði á athugunarskilyrði. Kenndur við grísk-franska stjörnufræðinginn
Eugène M. Antoniadi (1870-1944)
- Ap stars
- [íslenska] Ap-stjörnur [skýr.] stjörnur í litrófsflokki A,
sem hafa afbrigðileg litrófseinkenni (p=peculiar)
- apastron
- [íslenska] stjörnufirð [skýr.] sá staður á braut stjörnu í
tvístirni, þar sem stjörnurnar eru fjærstar hvor annarri, gagnstætt periastron
- aperture
- [íslenska] sjónop [sh.] ljósop
- aperture ratio
- [sh.] relative aperture [íslenska] ljósopshlutfall
(ljósop) [skýr.] hlutfallið milli þvermáls og brennivíddar sjónglers
eða spegils
- aperture synthesis
- [íslenska] sjónopsföldun (rafaldssjónauka)
- apex (1)
- [sh.] solar apex [íslenska] sóknarpunktur [sh.]
sóknarpunktur sólar [skýr.] sá staður á stjörnuhimninum sem sólin
(sólkerfið) stefnir að, gagnstætt antapex
- apex (2)
- [íslenska] sóknarpunktur [sh.] sóknarpunktur jarðar [skýr.] sá
staður á himninum sem jörðin stefnir að á hverjum tíma á göngu sinni um
sólina
- aphelion
- [íslenska] sólfirð [skýr.] sá staður á umferðarbraut um
sólu, sem fjærstur er sólinni, gagnstætt perihelion
- aplanatic
- [íslenska] sporréttur (um sjóntæki) [skýr.] laus við
hvelvillu og vængskekkju
- apoapsis
- [sh.] apocentre [íslenska] firðstaða [skýr.]
fjarlægasta staða hnattar á braut um annan hnött, gagnstætt periapsis
- apocentre (apocenter)
- [íslenska] fjarpunktur [skýr.] brautarstaður fjærst
þyngdarmiðju, t.d. í tvístirni, gagnstætt pericentre
- apochromat
- -> apochromatic lens
- apochromatic lens
- [sh.] apochromat [íslenska] lithrein linsa
- apodization
- [íslenska] birtufönsun [skýr.] tækni til að auka
myndskerpu sjónauka
- apogee
- [íslenska] jarðfirð [skýr.] sá staður á sporbraut um
jörðu, sem fjærstur er jörðinni, gagnstætt perigee
- Apollo group
- [íslenska] Apolló-smástirni [skýr.] smástirni sem hafa
meiri meðalfjarlægð frá sólu en jörðin, en ganga þó inn fyrir braut jarðar.
Nefnd eftir því smástirni sem fyrst fannst á slíkri braut
- apparent
- [íslenska] sýndar- [sh.] sannur
- apparent diameter
- -> angular diameter
- apparent equinox
- [sh.] true equinox [íslenska] sannur vorpunktur [skýr.]
ólíkt >>mean equinox
- apparent horizon
- -> astronomical horizon
- apparent magnitude
- [íslenska] sýndarbirta (stjörnu) [skýr.] ólíkt absolute
magnitude
- apparent place
- [sh.] apparent position [íslenska] sýndarstaða (stjörnu) [skýr.]
séð frá jarðarmiðju, ólíkt mean place, true place
- apparent position
- -> apparent place
- apparent sidereal time
- [íslenska] sannur stjörnutími [skýr.] stjörnutími sem
miðast við sannan vorpunkt, ólíkt mean sidereal time
- apparent solar time
- [íslenska] sannur sóltími [skýr.] tími sem miðast við
sanna sól, ólíkt mean solar time
- apparition
- [íslenska] athugunarskeið (stjörnu, t.d. reikistjörnu eða
halastjörnu) [skýr.] tímaskeið þegar stjarnan liggur vel við athugun
- appulse
- [íslenska] stjörnumót [skýr.] þegar tvær stjörnur ganga
mjög nærri hvor annarri á himni, án þess þó að önnur skyggi á hina
- apsidal motion
- [íslenska] brautarsnúningur [skýr.] stefnubreyting á
langás umferðarbrautar, sbr. apsis
- apsis
- [skýr.] (ft. apsides) [íslenska] ásendi [skýr.]
endi á langás sporbrautar
- Apus
- [íslenska] Paradísarfuglinn [skýr.] stjörnumerki
- Aquarids
- [íslenska] Akvarítar [skýr.] loftsteinadrífa, kennd við
vatnsberamerkið (Aquarius)
- Aquarius
- [íslenska] Vatnsberinn [skýr.] stjörnumerki
- Aquila
- [íslenska] Örninn [skýr.] stjörnumerki
- Ara
- [íslenska] Altarið [skýr.] stjörnumerki
- arc minute
- [íslenska] bogamínúta
- arc second
- [íslenska] bogasekúnda
- archaeoastronomy
- [íslenska] fornleifastjörnufræði [sh.] forsögustjörnufræði
- Arcturus
- [íslenska] Arktúrus [skýr.] stjarna í stjörnumerkinu
Hjarðmanni (Boötes)
- areal velocity
- [íslenska] flatarhraði [skýr.] flöturinn sem geislavigur
sveipast yfir á tímaeiningu
- areography
- [íslenska] landafræði Mars [skýr.] dregið af gríska
nafninu á reikistjörnunni (Ares)
- areology
- [íslenska] jarðfræði Mars
- argument of perihelion
- [íslenska] stöðuhorn sólnándar [skýr.] einn af
brautarstikum sporbrautar
- Aries
- [íslenska] Hrúturinn [skýr.] stjörnumerki
- arm population
- [íslenska] armabyggð (í vetrarbraut)
- armillary sphere
- [íslenska] baugahnöttur [skýr.] fornt hjálpartæki við
stjörnuskoðun og kennslu
- array
- [íslenska] fylki [skýr.] kerfi loftneta notað í
rafaldssjónauka
- artificial satellite
- [íslenska] gervitungl
- ascending node
- [íslenska] rishnútur [skýr.] þar sem braut himinhnattar á
norðurleið sker viðmiðunarflöt, gagnstætt descending node
- ascension, right (RA)
- [sh.] right ascension [íslenska] stjörnulengd [sh.]
miðbaugslengd [skýr.] hnit í miðbaugshnitakerfi
- ashen light
- [íslenska] skuggaljós [skýr.] bjarmi á skuggahlið mánans
eða Venusar
- aspect
- [sh.] configuration [íslenska] afstaða (reikistjörnu eða
tungls til sólar)
- aspheric surface
- [íslenska] eikúluflötur [skýr.] flötur sem ekki er hluti
kúlu, t.d. sporvala
- association
- [íslenska] stjörnufélag [skýr.] laustengdur hópur skyldra
stjarna
- Association of Universities for Research in Astronomy (AURA)
- [skýr.] samstarfshópur sem bandarískir háskólar hafa komið á fót
til að annast rekstur stjörnurannsóknastöðva
- asterism
- [íslenska] stjörnusamstæða [sh.] samstirni [skýr.]
áberandi stjörnumynd á himni en ekki eiginlegt stjörnumerki, t.d.
Fjósakonurnar
- asteroid
- [skýr.] reikistirni af þeirri tegund sem gengur um sólu
milli brauta Mars og Júpíters. [íslenska] smástirni
- asteroid belt
- [íslenska] smástirnabeltið [skýr.] belti reikisteina milli
brauta Mars og Júpíters
- asteroseismology
- [íslenska] stjarnskjálftafræði [skýr.] skjálftafræði
sólstjarna, hliðstætt helioseismology
- asthenosphere
- [íslenska] seighvolf [skýr.] lag í möttli jarðar eða
annarrar reikistjörnu, undir stinnhvolfinu (lithosphere)
- astigmatism
- [íslenska] bjúgskekkja (sjóntækis)
- astrobiology
- [sh.] exobiology [íslenska] stjörnulíffræði [sh.]
geimlíffræði
- astrobleme
- [íslenska] loftsteinsspor [skýr.] fornt ummerki um fall
loftsteins
- astrochemistry
- [íslenska] stjarnefnafræði
- astrodynamics
- [íslenska] geimbrautafræði
- astrograph
- [skýr.] sjónauki til að ljósmynda stórt svæði af himninum í einu
[íslenska] stjörnuvíðsjá
- Astrographic Catalogue
- [skýr.] stjörnuskrá sem var fullgerð árið 1964. Samvinnuverkefni
margra þjóða sem hófst árið 1887 undir nafninu "Carte du Ciel"
- astrolabe (1)
- [íslenska] stjörnuskífa
[skýr.]
fornt áhald af fjölbreytlegum gerðum til að ákvarða stöðu himintungla, tíma dags eða nætur
o.m.fl.
- astrolabe (2)
- [sh.] prismatic astrolabe [íslenska]
stjörnuhæðarmælir [skýr.]
sérbúinn sjónauki til að ákvarða stöðu stjarna
- astrology
- [íslenska] stjörnuspáfræði [sh.] stjörnuspeki
- astrometric binary
- [íslenska] mælitvístirni [skýr.] þar sem önnur stjarnan er
ósýnileg en hin sýnir mælanlega hreyfingu á himni vegna áhrifa þeirrar
ósýnilegu
- astrometry
- [sh.] spherical astronomy, positional astronomy [íslenska]
stjarnmælingafræði [sh.] stjörnuhnitafræði
- astronaut
- [íslenska] geimfari
- astronautics
- [íslenska] geimferðafræði [sh.] geimsiglingafræði
- astronavigation
- [skýr.] þáttur í siglingafræði þar sem tekið er mið af stjörnum
til staðarákvarðana [íslenska] siglingastjörnufræði
- astronomer
- [íslenska] stjörnufræðingur [sh.] stjarnfræðingur
- Astronomer Royal
- [íslenska] konunglegur stjörnufræðingur [skýr.] breskur
heiðurstitill sem aðeins einn maður getur borið á hverjum tíma. Fram til
1972 voru konunglegir stjörnufræðingar jafnframt forstöðumenn
Greenwich-stjörnustöðvarinnar
- Astronomical Almanac
- [skýr.] stjörnufræðilegt almanak gefið út af Bretum og
Bandaríkjamönnum, með nokkru framlagi frá öðrum þjóðum
- Astronomical Data Center (ADC)
- [skýr.] safn af stjörnuskrám og öðrum fróðleik sem
Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) varðveitir í samvinnu við stofnun í
- astronomical horizon
- [sh.] celestial horizon, apparent horizon [íslenska]
sjónbaugur [sh.] láréttur sjóndeildarhringur [skýr.]
himinbaugur í láréttri stefnu frá athuganda; þar sem láréttur flötur gegnum
athugandann sker himinkúluna
- Astronomical Journal (AJ)
- [skýr.] bandarískt stjörnufræðitímarit, gefið út af félagi
stjörnufræðinga í Bandaríkjunum (AAS)
- Astronomical Notices
- -> Astronomische Nachrichten
- Astronomical Society of the Pacific (ASP)
- [skýr.] stjörnufræðifélag með aðsetur í Kaliforníu
- astronomical triangle
- [íslenska] hábaugsþríhyrningur [skýr.] þríhyrningur með
hornpunkta í himinhvirfli, himinpól og stjörnu
- astronomical twilight
- [íslenska] stjörnurökkur [skýr.] tímabil fyrir sólarupprás
eða eftir sólarlag, hefst eða lýkur þegar sól er 18° undir sjónbaug
- astronomical unit (AU)
- [íslenska] stjarnfræðieining (SE) [skýr.] meðalfjarlægðin
milli jarðar og sólar
- Astronomische Gesellschaft Katalog (AGK)
- [skýr.] stjörnuskrá þýska stjörnufræðifélagsins
- Astronomische Nachrichten (AN)
- [sh.] Astronomical Notices [skýr.] þýskt tímarit um
stjörnufræði; hefur komið út síðan 1821, lengur en nokkurt annað
stjörnufræðitímarit
- astronomy
- [íslenska] stjörnufræði [sh.] stjarnfræði, stjarnvísindi
- astrophotography
- [íslenska] stjörnuljósmyndun
- Astrophysical Journal (ApJ)
- [skýr.] bandarískt tímarit um stjarneðlisfræði
- astrophysics
- [íslenska] stjarneðlisfræði
- Astrophysics Data System (ADS)
- [skýr.] tölvugagnabanki um stjarneðlisfræði, skipulagður af
Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA)
- Aten group
- [skýr.] smástirni sem hafa minni meðalfjarlægð frá sólu en
jörðin, en ganga þó út fyrir braut jarðar. Nefnd eftir því smástirni sem
fyrst fannst á slíkri braut [íslenska] Aten-smástirni
- atmosphere
- [íslenska] lofthjúpur [sh.] gufuhvolf, andrúmsloft
- atmospheric dispersion
- [íslenska] litasundrun í andrúmslofti
- atmospheric extinction
- [íslenska] ljósdeyfing í andrúmslofti
- atmospheric pressure
- [íslenska] loftþrýstingur
- atmospheric refraction
- [íslenska] ljósbrot í andrúmsloftinu
- atmospheric window
- [íslenska]
lofthjúpsgluggi [skýr.] bylgjusvið þar sem ljós eða aðrar
rafsegulbylgjur ná til yfirborðs jarðar
[dæmi] optical window, radio window
- atom
- [íslenska] atóm [sh.] frumeind
- atomic clock
- [íslenska] atómklukka
- atomic number
- [íslenska] sætistala
- atomic time
- [íslenska] atómtími
- attenuation
- [íslenska] dofnun (geislunar) [skýr.] t.d. vegna
fjarlægðar
- audiofrequency
- [íslenska] heyranleg tíðni
- augmentation
- [íslenska] staðbundin stækkun (tungls) [skýr.]
sýndarstækkun miðað við stærðina séð frá miðju jarðar
- Auriga
- [íslenska] Ökumaðurinn [skýr.] stjörnumerki
- aurora
- [íslenska]
segulljós [dæmi] aurora borealis, aurora australis
- aurora australis
- [íslenska] suðurljós
- aurora borealis
- [íslenska] norðurljós
- auroral beads
- [íslenska] norðurljósaperlur [skýr.] blettaröð í norðurljósum
- auroral breakup
- [íslenska] norðurljósarof [skýr.] umbrot í upphafi
norðurljósahviðu
- auroral corona
- [íslenska] norðurljósakóróna
- auroral oval
- [íslenska] norðurljósasveigur [sh.] norðurljósakragi [skýr.]
sveigur sem norðurljósin mynda umhverfis segulskaut jarðar á hverjum tíma
- auroral substorm
- [sh.] substorm [íslenska] norðurljósahviða
- auroral zone
- [íslenska] norðurljósabelti [skýr.] þar sem tíðni
norðurljósa er mest
- autoguider
- [íslenska] sjálfstýring [skýr.] sjálfvirk stýring sjónauka
til að fylgja stjörnu nákvæmlega
- Automatic plate-measuring machine (APM)
- [skýr.] mjög afkastamikið tæki til að mæla stöðu og birtu stjarna
á ljósmyndaplötum
- autumnal equinox (1)
- [íslenska] haustjafndægur [sh.] haustjafndægri
- autumnal equinox (2)
- [íslenska] haustpunktur [skýr.] sá staður á
stjörnuhimninum þar sem sólin er við haustjafndægur
- averted vision
- [íslenska] frálitssjón [skýr.] næmari sjón sem fæst með
því að horfa ögn til hliðar
- axial period
- [íslenska] möndulsnúningstími
- axion
- [íslenska] áseind [skýr.] efniseind
sem hugmyndir eru um og gæti hugsanlega myndað hulduefnið í
alheiminum
- axis
- [íslenska] möndull [sh.] ás
- azimuth
- [íslenska] áttarhorn [skýr.] venjulega reiknað til austurs
frá norðri
B
- Baade's window
- [íslenska] Baadesgluggi [skýr.] tiltölulega ryklaust svæði
(sjónsvið) á himni, nálægt miðju Vetrarbrautarinnar. Kennt við
þýsk-bandaríska stjörnufræðinginn Walter Baade (1893-1960)
- background radiation
- [íslenska] grunngeislun [sh.] örbylgjukliður (í
alheiminum)
- background temperature
- [sh.] antenna temperature [íslenska] viðtakshiti [skýr.]
loftnets
- backscattering
- [íslenska] bakdreifing (ljóss)
- Baily's beads
- [íslenska] perlur Bailys [skýr.] þar sem örlar fyrir sól
við tunglröndina í sólmyrkva. Kenndar við enska stjörnuáhugamanninn Francis
Baily (1774-1844)
- Baker-Schmidt telescope
- [íslenska] Baker-Schmidt-sjónauki [skýr.] endurbætt gerð
af Schmidt-sjónauka, hönnuð af bandaríska sjóntækjasmiðnum James G. Baker
(1914-), sjá Schmidt telescope
- ballistic trajectory
- [íslenska] kastferill [sh.] skotferill
- Balmer decrement
- -> Balmer jump
- Balmer discontinuity
- -> Balmer jump
- Balmer jump
- [sh.] Balmer decrement, Balmer discontinuity [íslenska]
Balmersdeyfing [skýr.] í litrófi stjörnu vegna gleypingar vetnis
handan við Balmersmörkin, >>Balmer limit, >>Balmer lines
- Balmer limit
- [íslenska] Balmersmörk [skýr.] stysta bylgjulengd
Balmerslína í litrófi stjarna, sjá Balmer lines
- Balmer lines
- [sh.] Balmer series [íslenska] Balmerslínur (í litrófi) [skýr.]
myndast vegna gleypingar vetnis. Kenndar við svissneska stærðfræðinginn
Johann Jakob Balmer (1825-1898)
- Balmer series
- -> Balmer lines
- band spectrum
- [íslenska] bandróf
- bandwidth
- [íslenska] tíðnibil (tækis) [skýr.] tíðnisvið þar sem
tækið er næmt
- bandwidth
- -> coherence bandwidth
- barium star
- [íslenska] barínstjarna [skýr.] rauð risastjarna sem sýnir
áberandi merki baríns í litrófi sínu
- Barlow lens
- [íslenska] Barlowslinsa [skýr.] millilinsa notuð til að
auka stækkun í sjónauka, kennd við enska stærðfræðinginn og eðlisfræðinginn
Peter Barlow (1776-1862)
- Barnard's Loop
- [íslenska] baugur Barnards [skýr.] gashvel sem umlykur
stjörnumerkið Óríon, kennt við bandaríska stjörnufræðinginn Edward Emerson
Barnard (1857-1923)
- Barnard's star
- [íslenska] Barnardsstjarna [skýr.] ein nálægasta
fastastjarnan
- barred spiral galaxy
- [íslenska] bjálkaþoka [skýr.] þyrilvetrarbraut, þar sem
armarnir hringast út frá báðum endum miðlægs stafs eða bjálka
- barrel distortion
- [íslenska] tunnubjögun (myndar í sjóntæki)
- Barringer crater
- [sh.] Meteor Crater [íslenska] Barringersgígur [skýr.]
frægur gígur eftir loftstein í Arizona, kenndur við bandarískan
námaverkfræðing, Daniel Barringer (1850-1929)
- barycentre
- [íslenska] samþungamiðja [skýr.] þungamiðja tveggja eða
fleiri massa
- Barycentric Coordinate Time (TCB)
- [íslenska] sólkerfistími [skýr.] tími skilgreindur eftir
hreyfingum himinhnatta séð frá miðju sólkerfisins. Eldri skilgreining og
eldra nafn: Barycentric Dynamical Time (TDB)
- baryonic matter
- [íslenska] þungeindaefni [skýr.] venjulegt efni
- baseline
- [íslenska] grunnlína [skýr.] bein lína milli
athugunarstaða, t.d. við rafaldsvíxlunarmælingar
- basin
- [íslenska] dæld [skýr.] gríðarstór árekstrargígur á tungli
eða reikistjörnu, sjá impact crater
- Bayer letter
- [íslenska] Bayers-stafur [skýr.] auðkennisbókstafur
stjörnu, kenndur við þýska lögfræðinginn og stjörnufræðinginn Johann Bayer
(1572-1625), sem auðkenndi stjörnur með grískum bókstöfum og heiti
stjörnumerkis
- Be star
- [íslenska] Be-stjarna [skýr.] stjarna í litrófsflokki B,
sem sýnir bjartar ljómlínur vetnis (e=emission)
- beam
- [íslenska] geisli [sh.] geislavöndull, baðmur
- beam
- [íslenska] sjónsvið (sjónauka, einkum rafaldssjónauka)
- beam efficiency
- [íslenska] geislanýtni
- beamwidth
- [íslenska] geislavídd [sh.] baðmvídd
- Becklin-Neugebauer object
- [sh.] BN-object [íslenska] Becklinsstjarnan [skýr.]
skær, innrauð stjarna í sameindaskýi handan við Óríonþokuna, kennd við
bandarísku stjörnufræðingana Eric E. Becklin (1940-) og Gerry Neugebauer
(1932-)
- Beehive cluster
- -> Praesepe
- belt
- [íslenska] belti [skýr.] (á Júpíter: dökkt belti)
- Berenice's hair
- -> Coma Berenices
- Besselian elements
- [íslenska] Besselsstikar [skýr.] stærðir sem notaðar eru
við útreikning myrkva
- Besselian year
- [íslenska] Bessels-ár [skýr.] sólarár reiknað eftir gangi
meðalsólar, kennt við þýska stjörnufræðinginn Friedrich Wilhelm Bessel
(1784-1846)
- beta
- [íslenska] beta [skýr.] annar stafur gríska stafrófsins,
oft notaður til að tákna næstbjörtustu stjörnuna í stjörnumerki
- beta decay
- [íslenska] betahrörnun
- Beta Lyrae star
- [íslenska] Beta-hörpustjarna [skýr.] tegund myrkvastjarna,
kennd við stjörnuna Beta í stjörnumerkinu Hörpunni (Lyra)
- Betelgeuse
- [íslenska] Betelgás [skýr.] stjarna í stjörnumerkinu Óríon
- biconcave
- [íslenska] tvíhvolfur (um linsu)
- Bielids
- [íslenska] Andrómedítar [skýr.] loftsteinadrífa, ýmist
kennd við halastjörnu Biela (Wilhelm von Biela, þýskur stjörnufræðingur,
1782-1856) eða stjörnumerkið Andrómedu
- Big bang
- [íslenska] Miklihvellur [skýr.] upphaf alheims í
heimsfræðikenningu, sjá Big bang theory
- Big bang theory
- [skýr.] fræðikenning um alheiminn [íslenska]
miklahvellskenningin
- Big crunch
- [íslenska] Miklahrun [sh.] Heljarhrun [skýr.]
heimsendir í heimsfræðikenningum
- Big Dipper
- [sh.] Plough [íslenska] Karlsvagninn [skýr.]
stjörnusamstæða í stjörnumerkinu Stórabirni
- billion
- [íslenska] milljarður [skýr.] upprunalega merkingin,
milljón milljónir, er nú sjaldséð í enskum textum um stjörnufræði
- binary
- [sh.] binary star [íslenska] tvístirni [sh.]
reyndartvístirni
- binary galaxy
- [íslenska] tvíþoka [skýr.] tvær vetrarbrautir í samfloti í
geimnum
- binary pulsar
- [íslenska] tifstjarna í tvístirni
- binary star
- -> binary
- binning
- [íslenska] dílaknipping [skýr.] samvirkjun samliggjandi
díla í myndflögu
- binoculars
- [íslenska] tvíkíkir
- bipolar flow
- [íslenska] pólflæði [skýr.] gasstreymi frá nýmyndaðri
stjörnu
- bipolar group
- [íslenska] tvískauta hópur (sólbletta)
- bipolar nebula
- [íslenska] pólflæðisþoka [skýr.] útstreymi efnis frá
nýmyndaðri stjörnu
- birefringent filter
- [íslenska] tvíbrotssía [skýr.]
ljóssía sem nýtir tvöfalt ljósbrot
[dæmi] Lyot filter
- BL-Lac object
- [sh.] BL-Lacertae object [íslenska] eðluþoka [skýr.]
ein tegund vetrarbrauta, kennd við þá fyrstu sem fannst og fékk
auðkennisstafina BL í stjörnumerkinu Eðlunni (Lacerta)
- BL-Lacertae object
- -> BL-Lac object
- black body
- [íslenska] svarthlutur [skýr.] hlutur sem drekkur í sig
alla geislun sem á hann fellur
- black body radiation
- [íslenska] algeislun [skýr.] geislun frá svarthlut
- black drop
- [íslenska] randdropi [skýr.] ljósfyrirbæri sem sést þegar
Venus fer fyrir sól
- black dwarf
- [íslenska] dimmur dvergur
- black hole
- [íslenska] svarthol
- blazar
- [íslenska] blasi [skýr.] annað nafn á eðluþokum (BL-Lac
object) eða mjög breytilegum dulstirnum
- blink comparator
- [íslenska] bliksjá [skýr.] tæki sem notað er til að bera
saman tvær áþekkar ljósmyndir og sýnir mismun myndanna sem blikandi stjörnu
eða stjörnu sem hrekkur til og frá
- bloomed lens
- [íslenska] einhúðuð linsa
- blue moon (1)
- [íslenska] blámáni [skýr.] tunglið þegar það er bláleitt
vegna ryks í háloftunum
- blue moon (2)
- [íslenska] tvímáni [skýr.] seinni tunglfylling af tveimur
í sama mánuði
- blue straggler
- [íslenska] blávillingur [sh.] blár flækingur [skýr.]
óeðilega bláleit (ungleg) stjarna í kúluþyrpingu
- blueshift
- [íslenska] blávik
- BN-object
- -> Becklin-Neugebauer object
- Bode's law
- [sh.] Titius-Bode law [íslenska] Bodeslögmál [skýr.]
regla um fjarlægðir reikistjarna frá sólu, kennd við þýska eðlisfræðinginn
Johann Daniel Titius (1729-1796) og þýska stjörnufræðinginn Johann Elert
Bode (1747-1826)
- Bok globule
- [íslenska] Bokhnoðri [skýr.] dökk, hnattlaga geimþoka af
tegund sem kennd er við hollensk-bandaríska stjörnufræðinginn Bart Jan Bok
(1906-1983)
- bolide
- [íslenska] vígahnöttur
- bolometer
- [íslenska] alrófsmælir
- bolometric correction
- [íslenska] alrófsleiðrétting [skýr.] mismunur sjónbirtu og
alrófsbirtu himinhnattar
- bolometric magnitude
- [íslenska] alrófsbirta [sh.] alrófsbirtustig [skýr.]
stjörnu
- Bolshoi Teleskop Azimutalny
- -> Large Altazimuth Telescope
- Boltzmann constant
- [íslenska] Boltzmannsfasti [skýr.] fasti kenndur við
austurríska eðlisfræðinginn Ludwig Boltzmann (1844-1906)
- Boltzmann equation
- [íslenska] Boltzmannsjafna [skýr.] jafna kennd við
austurríska eðlisfræðinginn Ludwig Boltzmann (1844-1906)
- Bond albedo
- [íslenska] Bondhlutfall [skýr.] hæfni hlutar til að
endurvarpa ljósi sem á hann fellur ef allt endurvarp er meðreiknað, óháð
stefnu. Kennt við bandaríska stjörnufræðinginn G.P. Bond (1825-1865). Sbr.
(ólíkt) geometrical albedo
- Bonner Durchmusterung (BD)
- [íslenska] Bonn-stjörnuskráin [skýr.] samin við
stjörnuturninn í Bonn
- Boss General Catalogue
- [íslenska] stjörnuskrá Boss [skýr.] skrá kennd við
bandaríska stjörnufræðinginn Lewis Boss (1846-1912)
- bound-bound absorption
- [íslenska] þrepagleyping (í atómi)
- bound-bound transition
- [íslenska] þrepastökk (í atómi)
- bound-free absorption
- [íslenska] lausnargleyping [skýr.] í atómi
- bow shock
- [íslenska] stafnhögg [sh.] stafnhöggsbylgja [skýr.]
t.d. þar sem sólvindurinn mætir segulhvolfi jarðar
- Boötes
- [íslenska] Hjarðmaðurinn [skýr.] stjörnumerki
- Brans-Dicke theory
- [íslenska] Brans-Dicke-kenningin [skýr.] kenning um
þyngdarsvið, ætlað að koma í stað almennu afstæðiskenningarinnar. Kennd við
bandarísku eðlisfræðingana Carl H. Brans (1935-) og Robert H. Dicke
(1916-1997)
- bremsstrahlung
- [sh.] free-free emission
[íslenska] hemlunargeislun, lausageislun
- Bright Star Catalogue (BS)
- [skýr.] stjörnuskrá yfir 9000 björtustu stjörnur himins, gefin út
af stjörnustöð Yale-háskóla í Bandaríkjunum
- brightness
- [íslenska] birta [sh.] skærleiki
- brightness temperature
- [íslenska] birtuhiti [skýr.] hiti stjörnu reiknaður út frá
birtu hennar
- British Astronomical Association (BAA)
- [skýr.] breskt áhugamannafélag um stjörnuathuganir
- British Interplanetary Society (BIS)
- [skýr.] breskt félag áhugamanna um geimferðir
- brown dwarf
- [íslenska] brúnn dvergur
- Bubble Nebula
- [íslenska] Bóluþokan [skýr.] geimþoka í stjörnumerkinu
Kassíópeiu
- burst
- [íslenska] hrina (geislunar)
- butterfly diagram
- [íslenska] fiðrildisrit [skýr.] línurit sem sýnir
breytingar á breiddarstigi sólbletta með sólblettasveiflunni
C
- C-class asteroid
- [íslenska] kolefnissmástirni [sh.] C-flokks smástirni [skýr.]
smástirni sem líkist kolefniskondrítum, sjá carbonaceous chondrite
- C-M diagram
- -> colour-magnitude diagram
- Caelum
- [íslenska] Meitillinn [skýr.] stjörnumerki
- calendar (1)
- [íslenska] tímatal
- calendar (2)
- [íslenska] almanak [sh.] dagatal
- calendar year
- [íslenska] almanaksár
- calibration
- [íslenska] kvörðun
- California Institute of Technology (Caltech)
- [íslenska] Tækniháskóli Kaliforníu
- California nebula
- [íslenska] Kaliforníuþokan [skýr.] geimþoka í
stjörnumerkinu Perseifi (Perseusi), dregur nafn af lögun sinni
- Callisto
- [íslenska] Kallistó [skýr.] eitt af tunglum Júpíters
- Caloris basin
- [íslenska] Kalorisdæld [skýr.] stærsta gígmyndun á
Merkúríusi
- Camelopardalis
- [sh.] Camelopardus [íslenska] Gíraffinn [skýr.]
stjörnumerki
- Camelopardus
- -> Camelopardalis
- camera tube
- [íslenska] myndtökulampi [sh.] myndlampi
- canal
- [íslenska] skurður [skýr.] á Mars
- Cancer
- [íslenska] Krabbinn [skýr.] stjörnumerki
- Canes Venatici
- [íslenska] Veiðihundarnir [skýr.] stjörnumerki
- Canis Major
- [íslenska] Stórihundur [skýr.] stjörnumerki
- Canis Minor
- [íslenska] Litlihundur [skýr.] stjörnumerki
- Canopus
- [íslenska] Kanópus [skýr.] stjarna í stjörnumerkinu
Kilinum (Carina)
- Cape Canaveral
- [sh.] Cape Kennedy [íslenska] Kanaveralhöfði [sh.]
Kennedyhöfði
- Cape Kennedy
- -> Cape Canaveral
- Capella
- [íslenska] Kapella [sh.] Kaupamannastjarnan [skýr.]
bjartasta stjarnan í stjörnumerkinu Ökumanni (Auriga)
- Capricornids
- [íslenska] Kapríkornítar [skýr.] loftsteinadrífa, kennd
við steingeitarmerkið (Capricornus)
- Capricornus
- [íslenska] Steingeitin [skýr.] stjörnumerki
- capture theory
- [íslenska] hremmikenning [skýr.] kenning um uppruna tungls
eða reikistjarna
- captured atmosphere
- [íslenska] aðfenginn lofthjúpur
- captured rotation
- [sh.] synchronous rotation, tidally locked rotation [íslenska] bundinn möndulsnúningur
- carbon cycle
- -> carbon-nitrogen-oxygen cycle
- carbon star
- [íslenska] kolefnisstjarna [skýr.] rauð risastjarna sem
sýnir áberandi merki kolefnissambanda í litrófi sínu
- carbon-nitrogen cycle
- -> carbon-nitrogen-oxygen cycle
- carbon-nitrogen-oxygen cycle (CNO cycle)
- [sh.] carbon-nitrogen cycle (CN cycle), carbon cycle [íslenska]
kolefnishverfan [skýr.] ferli atómkjarnasamruna, ein af mögulegum
orkulindum sólstjarna
- carbonaceous chondrite
- [íslenska] kolefniskondrít [skýr.] sjaldgæf
loftsteinategund
- cardinal point
- [íslenska] höfuðátt
- Carina
- [íslenska] Kjölurinn [skýr.] stjörnumerki
- Carrington rotation number
- [íslenska] snúningstala Carringtons [sh.] Carringtonstala
[skýr.] tala möndulsnúninga sólar, kennd við enska stjörnufræðinginn
Richard Carrington (1826-1875)
- Carte du Ciel
- [íslenska] Carte du Ciel [skýr.] fjölþjóðlegt
samvinnuverkefni um stjörnukortagerð, sem hófst árið 1887 og lauk með útgáfu
stjörnuskrárinnar Astrographic Catalogue árið 1964. Nafnið er franskt og
hefur almennu merkinguna stjörnukort
- Cartwheel Galaxy
- [íslenska] Hjólþokan [skýr.] óregluleg vetrarbraut
- cascade
- [íslenska] þrepaskriða [sh.] þrepaskrun [skýr.] (um
geimgeisla) stigmögnuð fjölgun sem verður þegar geislarnir fara gegnum
andrúmsloft jarðar
- Cassegrain telescope
- [íslenska] Cassegrain-sjónauki [skýr.] tegund
spegilsjónauka, kennd við franska eðlisfræðinginn Jacques Cassegrain
(1652-1712)
- Cassini's division
- [íslenska] Cassinisgeil (í hringum Satúrnusar) [skýr.]
dimmt hringbil, kennt við fransk-ítalska stjörnufræðinginn Jean-Dominique
(Giovanni Domenico) Cassini (1625-1712)
- Cassini's laws
- [íslenska] Cassinislögmál [skýr.] lögmál um möndulsnúning
tunglsins, kennt við fransk-ítalska stjörnufræðinginn Jean-Dominique
(Giovanni Domenico) Cassini (1625-1712)
- Cassiopeia
- [íslenska] Kassíópeia [skýr.] stjörnumerki
- Cassiopeia A
- [íslenska] Kassíópeia A [skýr.] mikil rafaldslind í
stjörnumerkinu Kassíópeiu, leifar sprengistjörnu
- Castor
- [íslenska] Kastor [skýr.] stjarna í stjörnumerkinu
Tvíburunum
- cataclysmic variable
- [íslenska] hamfarastjarna
- catadioptric telescope
- [íslenska] spegil- og linsusjónauki
- catalogue equinox
- [íslenska] viðmiðunarvorpunktur stjörnuskrár
- catoptric system
- [íslenska] spegilsjóntæki [skýr.] ólíkt dioptric system
- CCD (charge coupled device)
- [íslenska] ljósflaga [sh.] myndflaga [skýr.]
ljósnæm kísilflaga
- CCD camera
- [íslenska] ljósflögumyndavél
- CD (Cordoba Durchmusterung)
- [íslenska] Kordóba-stjörnuskráin
- cD galaxy
- [íslenska] cD-stjörnuþoka [sh.] reginvöluþoka [skýr.]
sporvöluvetrarbraut, stærsta gerð af risavöluþoku, D galaxy
- CDS
- [sh.] Centre de données astrononomiques de Strasbourg [skýr.]
stjörnufræðileg gagnamiðstöð í Frakklandi, sú þekktasta sinnar tegundar í
heiminum
- celestial axis
- [íslenska] heimsás
- celestial coordinates
- [íslenska] stjörnuhnit
- celestial equator
- [íslenska] miðbaugur himins
- celestial horizon
- -> astronomical horizon
- celestial latitude
- [sh.] ecliptic latitude
[íslenska] sólbaugsbreidd [skýr.] hnit í
sólbaugshnitakerfi
- celestial longitude
- [sh.] ecliptic longitude
[íslenska] sólbaugslengd [skýr.] hnit í sólbaugshnitakerfi
- celestial mechanics
- [íslenska] stjarnhreyfingafræði [sh.] aflfræði himintungla
- celestial meridian
- [íslenska] hábaugur [sh.] hádegisbaugur
- celestial pole
- [íslenska] himinskaut [sh.] himinpóll
- celestial sphere
- [íslenska] himinhvolf [sh.] himinhvelfing, himinkúla,
festing
- cell
- -> mirror cell
- Centaur
- [íslenska] kentár [skýr.] reikistirni sem gengur um sólu
utan við braut Júpíters en innan við braut Neptúnusar. Dæmi: Kíron.
Kentárar tilheyra útstirnum
- Centaurus
- [íslenska] Mannfákurinn [sh.] Kentárinn [skýr.]
stjörnumerki
- central eclipse
- [íslenska] miðlínumyrkvi [skýr.] sólmyrkvi þess háttar að
miðlína skuggakeilunnar snertir jörð
- central force
- [íslenska] miðlægur kraftur [skýr.] sem stefnir að eða frá
miðpunkti
- central meridian (CM)
- [íslenska] miðjuhábaugur [skýr.] sá hábaugur himinhnattar
sem liggur um kringluna miðja, séð frá jörð
- Central Meridian Passage
- -> CMP
- Centre de données astrononomiques de Strasbourg
- -> CDS
- Centre national d'études spatiales (CNES)
- [íslenska] Geimrannsóknastofnun Frakklands
- centre of gravity
- [íslenska] þungamiðja [sh.] þyngdarmiðja
- centre of mass
- [íslenska] massamiðja
- centrifugal force
- [íslenska] miðflóttakraftur [sh.] miðflóttaafl
- centripetal acceleration
- [íslenska] miðsóknarhröðun
- centripetal force
- [íslenska] miðsóknarkraftur [sh.] miðsóknarafl
- Cepheid
- [íslenska] sefíti [skýr.] breytistjörnutegund, kennd við
stjörnuna Delta í stjörnumerkinu Sefeusi (Cepheus)
- Cepheus
- [íslenska] Sefeus [skýr.] stjörnumerki
- Cerenkov radiation
- [sh.] Cherenkov radiation [íslenska] Tsjerenkov-geislun [skýr.]
kennd við rússneska eðlisfræðinginn Pavel Alexeyevich Cerenkov (1904- )
- Ceres
- [íslenska] Seres [skýr.] smástirni
- Cetus
- [íslenska] Hvalurinn [skýr.] stjörnumerki
- Chamaeleon
- [íslenska] Kamelljónið [skýr.] stjörnumerki
- Chandler wobble
- [sh.] polar wandering [íslenska] Chandlersreik [sh.]
Chandlersvagg, pólrangl (jarðar)
- Chandrasekhar limit
- [íslenska] Chandrasekharsmörk [skýr.] hámarksmassi hvítra
dvergstjarna (um 1,4 sólarmassar), mörk kennd við indversk-bandaríska
stjarneðlisfræðinginn Subrahmanyan Chandrasekhar (1910-1995)
- Chandrasekhar-Schönberg limit
- -> Schönberg-Chandrasekhar limit
- channel
- [íslenska] farvegur [skýr.] á Mars
- chaos
- [íslenska] hvikulleiki
- chaotic
- [íslenska] hvikull
- charge coupled device (CCD)
- [íslenska] ljósflaga [skýr.] ljósnæm kísilflaga
- Charon
- [íslenska] Karon [skýr.] tungl Plútós
- chemosphere
- [íslenska] efnahvolf [skýr.] rými í háloftum jarðar
- Cherenkov radiation
- -> Cerenkov radiation
- child universe
- [íslenska] afsprengisheimur [skýr.] hugtak í heimsfræði,
tengist hugmyndum um óðaþensluskeið í alheiminum
- Chiron
- [íslenska] Kíron [skýr.] reikistirni sem líkist
halastjörnukjarna og gengur milli brauta Satúrnusar og Úranusar (fer reyndar
rétt inn fyrir braut Satúrnusar). Fyrsta útstirnið sem fannst. Sjá
einnig Centaur
- chondrite
- [íslenska] kondrít [skýr.] algeng tegund loftsteina,
einkennist af grjónum (chondrule)
- chondrule
- [íslenska] grjóna [skýr.] silíkatögn í loftsteini
- chopper
- [íslenska] veifill [skýr.] tæki til að beina
innroðasjónauka til skiptis í tvær áttir
- chromatic aberration
- [íslenska] litvilla (sjónglers)
- chromosphere
- [íslenska] lithvolf (sólar)
- chronology
- [íslenska] tímatalsfræði
- chronometer
- [íslenska] skipsklukka [sh.] sæúr
- Circinus
- [íslenska] Hringfarinn [skýr.] stjörnumerki
- circle of longitude
- [íslenska] lengdarhringur [skýr.] himinhringur sem liggur
þvert á sólbaug
- circle of position
- [sh.] position circle [íslenska] stöðuhringur [skýr.]
í siglingafræði
- Circlet
- [íslenska] Hringsnáði [skýr.] samstirni í fiskamerkinu
- circular polarization
- [íslenska] hringskautun (ljóss eða annarrar rafsegulgeislunar)
- circular velocity
- [íslenska] hringhraði [skýr.] hraði í hringhreyfingu
hlutar í þyngdarsviði
- circumpolar
- [íslenska] pólhverfur [skýr.] um himinhnött sem aldrei
sest
- circumstellar matter
- [íslenska] stjörnuhjúpur
- Cirrus Nebula
- -> Veil Nebula
- cislunar
- [íslenska] innan tunglbrautar
- civil time
- -> local time
- civil twilight
- [íslenska] almannarökkur [skýr.] tímabil fyrir sólarupprás
eða eftir sólarlag, hefst eða lýkur þegar sól er 6° undir sjónbaug
- civil year
- [íslenska] almanaksár
- classical Cepheid
- [íslenska] venjulegur sefíti [skýr.] breytistjörnutegund
- clathrate
- [íslenska] holefni [skýr.] efni samsett úr tveimur ólíkum
efnum þar sem sameindir annars efnisins hýsa sameindir hins í
kristalsholrúmum
- cleft
- [íslenska] tunglsprunga
- clock star
- [íslenska] tímastjarna [skýr.] stjarna notuð til
tímamælinga
- close binary
- [íslenska] þétt tvístirni
- closure parameter
- -> density parameter
- cluster
- [íslenska] þyrping [sh.] klasi
- CMP
- [sh.] Central Meridian Passage [íslenska] miðganga
- Coalsack
- [íslenska] Kolapokinn [skýr.] geimþoka í stjörnumerkinu
Suðurkrossi
- coated lens
- [íslenska] húðuð linsa
- Coccoon Nebula
- [íslenska] Hjúpþokan [skýr.] geimþoka í stjörnumerkinu
Svaninum
- coccoon star
- [íslenska] hulustjarna [skýr.] stjarna umlukt rykmekki
- coded mask
- [íslenska] greinigrind [skýr.] mynsturgrind framan við
röntgensjónauka; hjálpar við myndgreiningu
- coelostat
- [íslenska] himinhald [skýr.] spegiltæki sem beinir sífellt
mynd af völdu svæði himins til sjónauka, þannig að ekki þurfi að hreyfa
sjónaukann þótt jörðin snúist
- coesite
- [íslenska] kóesít [skýr.] sjaldgæf bergtegund sem myndast
við árekstur loftsteina á jörð
- coherence
- [íslenska] samsveiflun [sh.] samstig [skýr.]
samfall margra bylgjuhreyfinga, t.d. í ljósgeislum
- coherence bandwidth
- [sh.] bandwidth [íslenska] tíðnibil samstíga geislunar
(frá geislagjafa)
- colatitude
- [íslenska] pólfirð (staðar eða stjörnu)
- cold camera
- [íslenska] kulmyndavél [skýr.] myndavél þar sem filmunni
er haldið afar kaldri
- cold dark matter (CDM)
- [íslenska] kaldhulduefni [skýr.] afbrigði hulduefnis, sjá
dark matter
- collapsar
- [íslenska] hrunstirni [skýr.] nifteindastjarna eða
svarthol sem myndast við það að kjarni risastórrar stjörnu fellur saman
- collimation
- [íslenska] beinstilling [skýr.] stilling sjóntækis þannig
að ljósgeislar verði samsíða eða haldist innan ákveðinna marka
- collimator
- [íslenska] beinstillir [skýr.] hluti sjóntækis
- colour excess
- [íslenska] rauðauki [skýr.] breyting á litvísi stjörnu
vegna þess að ljósið frá stjörnunni hefur farið gegnum geimgas
- colour index
- [íslenska] litvísir [skýr.] mælikvarði á lit
(litrófsflokk) stjörnu, mismunur á birtu stjörnu eins og hún mælist á
tveimur mismunandi litsviðum
- colour temperature
- [íslenska] lithiti [skýr.] hiti stjörnu dæmdur eftir lit
hennar, nánar tiltekið breytingum á ljósstyrkleika eftir bylgjulengd
- colour-luminosity diagram
- [íslenska] litar- og ljósaflslínurit [skýr.] línurit sem
sýnir sambandið milli litar og ljósafls í hópi stjarna
- colour-magnitude diagram
- [sh.] C-M diagram [íslenska] litar- og birtulínurit [skýr.]
línurit sem sýnir sambandið milli litar og birtu í hópi stjarna
- Columba
- [íslenska] Dúfan [skýr.] stjörnumerki
- colure
- [íslenska]
baugur
[dæmi] equinoctial colure, solstitial colure
- coma (1)
- [íslenska] haddur [sh.] hjúpur (halastjörnu)
- coma (2)
- [íslenska] vængskekkja [sh.] hjúpskekkja (í sjóntæki)
- Coma Berenices
- [sh.] Berenice's hair [íslenska] Bereníkuhaddur [sh.]
Bernikkuhaddur [skýr.] stjörnumerki kennt við drottningu í
Egiptalandi á 3. öld f. Kr.
- Coma cluster (1)
- [íslenska] Haddþyrpingin [skýr.] þyrping vetrarbrauta í
Bereníkuhaddi
- Coma cluster (2)
- [íslenska] Haddþyrpingin [skýr.] lausþyrping stjarna í
sama stjörnumerki
- combined magnitude
- [íslenska] samanlögð birta [sh.] samanlagt birtustig
(fjölstirnis)
- comes
- -> secondary
- comet
- [íslenska] halastjarna
- commensurability
- [íslenska] sammælanleiki (umferðartíma) [skýr.] þegar
hlutfall tveggja umferðartíma er einfalt brot, t.d. 2/5
- comoving stars
- [íslenska] samferða stjörnur
- compact galaxy
- [íslenska] hnappþoka [skýr.] vetrarbraut sem er smávaxin
miðað við þá birtu sem hún ber
- companion
- -> secondary
- comparator
- [íslenska]
viksjá [skýr.] tæki til að bera saman tvær áþekkar ljósmyndir
[dæmi] blink comparator, stereocomparator
- comparison spectrum
- [íslenska] samanburðarlitróf
- Compton effect
- [sh.] Compton scattering [íslenska] Comptonshrif [sh.]
Comptonstvístrun [skýr.] tvístrun röntgengeisla eða gammageisla sem
rekast á rafeindir, kennd við bandaríska eðlisfræðinginn Arthur Compton
(1892-1962)
- Compton scattering
- -> Compton effect
- concave
- [íslenska] íhvolfur
- concave mirror
- [íslenska] holspegill
- Cone Nebula
- [íslenska] Keiluþokan [skýr.] geimþoka í stjörnumerkinu
Einhyrningi
- configuration
- -> aspect
- confocal
- [íslenska] samdepla lo. [skýr.] um tvær linsur þar sem
brennideplarnir falla saman
- confusion
- [íslenska] skörun (mynda í rafaldssjónauka)
- conic section
- [íslenska] keilusnið
- conjugate aurora
- [íslenska] gagnstæð segulljós (um norðurljós og samsvarandi suðurljós)
- conjugate point
- [íslenska] gagnstöðupunktur (í segulsviði jarðar) [skýr.] sá staður á
suðurhveli jarðar sem liggur á sömu segulsviðslínu og staður á norðurhveli,
og öfugt
- conjunction
- [íslenska] samstaða (himinhnatta) [skýr.] venjulega haft
um það þegar tveir hnettir hafa sömu sólbaugslengd
- conservation of energy
- [íslenska] varðveisla orku [sh.] orkugeymd
- conservation of momentum
- [íslenska] varðveisla skriðþunga [sh.] skriðþungageymd
- constellation
- [íslenska] stjörnumerki [skýr.] ólíkt sign of the
zodiac
- contact
- [íslenska] snerting (í myrkva)
- contact binary
- [íslenska] snertitvístirni [sh.] samtvinnað tvístirni
- continuous creation
- [íslenska] sísköpun
- continuous spectrum
- [íslenska] samfellt litróf
- continuum
- [íslenska] samfella [sh.] litrófssamfella
- contrast
- [íslenska] birtuskil
- convection
- [íslenska] varmaiða [sh.] varmaburður
- convective envelope
- [íslenska] iðuhjúpur (tvístirnis) [skýr.] þar sem orkan
flyst út á við með iðuhreyfingum
- convective zone
- [íslenska] iðuhvolf (sólstjörnu) [skýr.] þar sem orkan
flyst út á við með iðuhreyfingum
- convex
- [íslenska] kúptur
- cooling flow
- [íslenska] kæliflæði (í vetrarbrautaþyrpingum)
- coordinate system
- [íslenska] hnitakerfi
- Coordinated Universal Time (UTC)
- [íslenska] samræmdur heimstími
- Copernican system
- [íslenska] heimsmynd Kóperníkusar [skýr.] kennd við pólska
stjörnufræðinginn Nikulás Kóperníkus (1473-1543)
- Cor Caroli
- [íslenska] Karlshjartað [skýr.] stjarna í stjörnumerkinu
Veiðihundunum (Canes Venatici), nefnd til heiðurs Karli I Englandskonungi
- Cordoba Durchmusterung (CD)
- [íslenska] Kordóba-stjörnuskráin
- core
- [íslenska] kjarni
- Coriolis force
- [íslenska] Korioliskraftur [skýr.] sýndarkraftur sem
stafar af snúningi viðmiðunarkerfis athugandans, kenndur við franska
verkfræðinginn Gaspard de Coriolis (1792-1843)
- corona (1)
- [íslenska] kóróna
[dæmi] solar corona, galactic corona, auroral
corona
- corona (2)
- [íslenska] litbaugur (t.d. um tungl eða sól)
- corona (3)
- [íslenska] umgjörð [skýr.] hringlaga fyrirbæri á Venusi
- Corona Australis
- [íslenska] Suðurkórónan [skýr.] stjörnumerki
- Corona Borealis
- [íslenska] Norðurkórónan [skýr.] stjörnumerki
- coronagraph
- [íslenska] kórónusjá [skýr.] tæki til að skoða kórónu
sólar
- coronal
- [íslenska] kórónuleitur (um norðurljós)
- coronal hole
- [íslenska] kórónugeil [skýr.] fyrirbæri í kórónu sólar
- coronal mass ejection (CME) (1)
- [sh.] coronal transient [íslenska] kórónugos [sh.]
sólgos
- coronal mass ejection (CME) (2)
- [íslenska] kórónuskvetta [skýr.] efni sem þeytist út frá
sól í kórónugosi
- coronal plume
- [íslenska] sólfön [skýr.] í kórónu sólar
- coronal streamer
- [íslenska] sólvængur [sh.] sólveifa [skýr.] í
kórónu sólar
- coronal transient
- -> coronal mass ejection
- corpuscular radiation
- [íslenska] agnageislun
- correcting plate
- [íslenska] leiðréttingarlinsa
- correlation receiver
- [sh.] correlation telescope [íslenska] fylgninemi [skýr.]
truflanasía í rafaldssjónauka
- correlation telescope
- -> correlation receiver
- Corvus
- [íslenska] Hrafninn [skýr.] stjörnumerki
- cosmic abundance
- [íslenska] fjöldahlutfall [sh.] þyngdarhlutfall atóma í
alheiminum
- cosmic background radiation
- [sh.] microwave background radiation [íslenska]
grunngeislun [sh.] örbylgjukliður (í alheiminum)
- cosmic censorship
- [íslenska] sjónbann (í geimnum) [skýr.] um þá kenningu að
sérstæða í tímarúmi, t.d. svarthol, sé ávallt hulin sjónum
- cosmic dust
- [íslenska] geimryk
- cosmic noise
- [íslenska] geimkliður
- cosmic rays
- [íslenska] geimgeislar
- cosmic redshift
- -> cosmological redshift
- cosmic scale factor
- [íslenska] heimsmál [skýr.] mælikvarði á stærð alheims
- cosmic string
- [íslenska] geimstrengur [skýr.] hugsanleg veila í
tímarúminu
- cosmic year
- [sh.] galactic year [íslenska] vetrarbrautarár [skýr.]
umferðartími sólar um miðju Vetrarbrautarinnar, telst vera 235 milljón ár
- cosmochemistry
- [íslenska] geimefnafræði [skýr.] efnafræði gass og ryks í
geimnum
- cosmogony
- [íslenska] upprunafræði (einkanlega sólkerfisins)
- cosmography
- [íslenska] geimfræði
- cosmological constant
- [íslenska] heimsfasti [skýr.] liður sem Einstein innleiddi
í kenningu sína um þyngdarafl til að fá stöðugan alheim sem lausn (alheim án
útþenslu eða samdráttar)
- cosmological density parameter
- -> density parameter
- cosmological distance
- [íslenska] heimsfræðileg fjarlægð [skýr.] fjarlægð reiknuð
samkvæmt rauðviki
- cosmological distance scale
- [íslenska] fjarlægðarkvarði heimsfræðinnar
- cosmological model
- [íslenska] heimslíkan
- cosmological principle
- [íslenska] meginforsenda heimsfræðinnar
- cosmological redshift
- [sh.] cosmic redshift [íslenska] þenslurauðvik [skýr.]
rauðvik sem stafar af útþenslu alheimsins
- cosmology
- [íslenska] heimsfræði
- cosmos
- [íslenska] alheimur
- coudé focus
- [íslenska] brennidepill alnarsjónauka
- coudé telescope
- [íslenska] alnarsjónauki [sh.] vinkilsjónauki
- counterglow
- -> gegenschein
- Crab nebula
- [íslenska] Krabbaþokan [skýr.] geimþoka í nautsmerki,
leifar sprengistjörnu
- Crab pulsar
- [íslenska] Krabbatifstjarnan [skýr.] tifstjarna í
Krabbaþokunni
- crater
- [íslenska] gígur
- Crater
- [íslenska] Bikarinn [skýr.] stjörnumerki
- crater rays
- -> lunar rays
- crêpe ring
- -> crepe ring
- crepe ring (crêpe ring)
- [íslenska] grisjuhringur [sh.]
krephringur [skýr.] einn af hringum Satúrnusar
- crepuscular rays
- [íslenska] rökkurgeislar [skýr.] skuggarákir á himni fyrir
sólarupprás eða eftir sólsetur
- crescent (1) lo.
- [íslenska] vaxandi [skýr.] (um tunglið)
- crescent (2) no.
- [íslenska] sigð [skýr.] ásýnd tungls eða reikistjörnu
þegar minna en helmingur af þeirri hlið sem að jörðu snýr er lýst upp af sól
- Crisium, Mare
- [íslenska] Kreppuhaf [sh.] Kreppubotn [skýr.] á
tunglinu
- critical density
- [íslenska] markþétta
- Crux
- [íslenska] Suðurkrossinn [skýr.] stjörnumerki
- cryostat
- [íslenska] kuldahald [skýr.] búnaður sem heldur tækjum
(t.d. innroðamælum) mjög köldum
- culmination
- -> upper culmination
- curvature
- [íslenska] krappi [sh.] sveigja
- curvature of field
- [íslenska] myndflatarsveigja
- curve of growth
- [íslenska] vaxtarferill (litrófslínu)
- cusp
- [íslenska] horn (á sigð himinhnattar)
- cyclotron radiation
- [íslenska] hringhraðalsgeislun
- Cygnids
- [íslenska] Signítar [skýr.] loftsteinadrífa, kennd við
stjörnumerkið Svaninn (Cygnus)
- Cygnus
- [íslenska] Svanurinn [skýr.] stjörnumerki
- Cygnus A
- [skýr.] rafaldsvetrarbraut, skærasta rafaldslind himins handan
Vetrarbrautarinnar
- Cygnus Loop
- [íslenska] Svanssveigurinn [skýr.] geimþoka í
stjörnumerkinu Svaninum
- Cynthian
- [íslenska] mána-
- Cytherean
- [íslenska] Venusar- [sh.] Venus-
D
- D galaxy
- [íslenska] D-stjörnuþoka [sh.] risavöluþoka [skýr.]
risastór sporvöluþoka (elliptical galaxy). D er dregið af enskunni
"dustless" (ryklaus)
- D-layer
- [sh.] D-region [íslenska] D-lagið (í rafhvolfi jarðar)
- D-region
- -> D-layer
- Danjon astrolabe
- [íslenska] stjörnuhæðarmælir Danjons [skýr.] mælitæki
kennt við franska stjörnufræðinginn André Danjon (1890-1967)
- Danjon scale
- [íslenska] myrkvakvarði Danjons [skýr.] mælikvarði á
endurskin tungls í tunglmyrkva, kenndur við franska stjörnufræðinginn André
Danjon (1890-1967)
- dark adaptation
- [íslenska] myrkuraðlögun
- dark ages
- [íslenska] myrköld [skýr.] tímaskeið snemma í þróun
alheims meðan myrkur ríkti
- dark energy
- [íslenska] hulduorka [skýr.] orka sem talið er að
tómarúmið geymi og valdi hröðun í útþenslu alheimsins
- dark frame
- [íslenska] ólýst mynd [skýr.] mynd sem tekin er án
lýsingar til að kanna svörun einstakra díla í myndflögu þegar utanaðkomandi
áreiti er í lágmarki
- dark halo crater
- [íslenska] skuggahringsgígur (á tunglinu)
- dark matter
- [íslenska] hulduefni [skýr.] efni sem talið er leynast í
alheiminum í verulegum mæli, en hefur ekki fundist
- dark nebula
- -> absorption nebula
- data centre
- [íslenska] gagnabanki
- Date line
- -> International Date Line
- Dawes limit
- [íslenska] Dawesmörk [skýr.] raunfundin skerputakmörk
sjónauka sem hefur tiltekið þvermál, kennd við enska stjörnufræðinginn
William Rutter Dawes (1799-1868)
- day
- [íslenska]
dagur
[dæmi] solar day, sidereal day
- Daylight Saving Time (DST)
- [sh.] Summer Time [skýr.] tími sem víkur frá staðaltíma,
venjulega um eina klukkustund [íslenska] sumartími
- De revolutionibus
- [íslenska] Um snúninga himinhvelanna [skýr.] rit pólska
stjörnufræðingsins Nikulásar Kóperníkusar (1473-1543), kom út 1543
- de Sitter model
- [íslenska] líkan Sitters (af alheiminum) [skýr.]
heimsfræðilegt líkan
- Dec
- -> declination
- decan
- [íslenska] þríund [skýr.] þriðjungur stjörnuspámerkis (um
10°)
- deceleration parameter (q)
- [íslenska] þenslustiki (alheims) [skýr.] mælikvarði á
breytingu á útþensluhraða alheimsins
- declination
- [sh.] Dec [íslenska] stjörnubreidd [sh.]
miðbaugsbreidd [skýr.] hnit í miðbaugshnitakerfi
- declination axis
- [íslenska] þverás [skýr.] sjónauka
- declination circle
- [íslenska] stillibaugur stjörnubreiddar (á sjónauka)
- deconvolution
- [íslenska] merkjasönsun [skýr.] aðferð til að leiðrétta
vissar bjaganir í mæligögnum
- decoupling era
- [sh.] recombination epoch [íslenska] skilnaðarstund (efnis
og geislunar í sögu alheimsins) [skýr.] sú stund, skömmu eftir
Miklahvell, þegar efnisskeiðið tók við af geislunarskeiðinu. Jafnframt
sameiningarstund rafeinda og róteinda (rafeiningarstund)
- deep sky object
- [íslenska] djúpfyrirbæri [skýr.] fjarlæg himinfyrirbæri,
einkum þokur og þyrpingar
- Deep Space Network (DSN)
- [íslenska] Víðgeimsnetið [skýr.] kerfi rafaldssjónauka sem
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna notar til að fylgjast með geimflaugum
- defect of illumination
- [íslenska] ljósskarð [skýr.] sá hluti þvermáls
reikistjörnu eða tungls (mældur í hornmáli) sem ekki er upplýstur séð frá
jörð
- deferent
- [íslenska] aðalhringur (í heimsmyndarkerfi Ptólemeusar)
- degeneracy
- [íslenska] öng [sh.] öngstig [skýr.] efnisástand
sem myndast þegar samþjöppun er svo mikil að venjulegar ástandsjöfnur gilda
ekki og þrýstingur verður óháður hitastigi. Þetta gerist ef eðlismassinn fer
yfir 108 kg /m3 eða þar um bil. Sjá electron
degeneracy, neutron degeneracy
- degeneracy pressure
- [íslenska] öngþrýstingur [sh.] kulþrýstingur [skýr.]
fyrirbæri í iðrum hvítra dverga og nifteindastjarna, sjá degeneracy
- degenerate matter
- [íslenska] öngefni [sh.] kulefni [skýr.] efni í
ofurþéttu ástandi, sjá degeneracy
- degenerate star
- [íslenska] öngstjarna [sh.] kulstjarna [skýr.]
ofurþétt stjarna, sjá degeneracy
- Delphinus
- [íslenska] Höfrungurinn [skýr.] stjörnumerki
- delta
- [íslenska] delta [skýr.] fjórði stafur gríska stafrófsins,
oft notaður til að tákna fjórðu björtustu stjörnuna í stjörnumerki
- Delta-Aquarids
- [íslenska] Delta-Akvarítar [skýr.] loftsteinadrífur (tvær)
kenndar við stjörnuna Delta í vatnsberamerki (Aquarius)
- Demon Star
- [íslenska] Ófreskjan [skýr.] auknefni á myrkvastjörnunni
Algol (Beta í stjörnumerkinu Perseifi)
- density
- [íslenska] þétta [sh.] þéttleiki, eðlismassi, eðlisþyngd
- density parameter
- [sh.] cosmological density parameter, closure parameter [íslenska]
þéttustiki (alheims) [skýr.] mælikvarði á þéttuna, settur fram sem
hlutfall af þeirri þéttu sem þyrfti til að alheimurinn væri lokaður
- density-wave theory
- [íslenska] þéttiöldukenning [skýr.] kenning um myndun
sveipa í þyrilþokum
- descending node
- [íslenska] sighnútur [skýr.] þar sem braut himinhnattar á
suðurleið sker viðmiðunarflöt, gagnstætt ascending node
- detached binary
- [íslenska] ótvinnað tvístirni [skýr.] þar sem bilið milli
stjarnanna er meira en svo, að efni streymi milli þeirra
- detector
- [íslenska] nemi
- deuterium
- [íslenska] tvívetni
- dew cap
- [íslenska] daggarhlíf
- diagonal
- -> diagonal mirror
- diagonal mirror
- [sh.] diagonal [íslenska] hornspegill (í sjónauka) [skýr.]
fastur spegill sem beinir ljósinu að augngleri eða myndfleti
- Dialogue
- [íslenska] Samræður (um miklu heimskerfin tvö) [skýr.] bók
ítalska stjörnufræðingsins og eðlisfræðingsins Galileós Galilei (1564-1642),
kom út 1632
- diamond ring effect
- [íslenska] demantshringurinn [sh.] myrkvahringurinn [skýr.]
sést í sólmyrkva
- diaphragm
- [sh.] stop [íslenska] ljósop [sh.] gapaldur (í
sjóntæki)
- dichotomy
- [íslenska] hálfstaða [skýr.] þegar helmingur af upplýstri
hlið tungls eða reikistjörnu sést frá jörðu
- dichroic extinction
- [íslenska] skautuð ljósdeyfing
- dichroic mirror
- [íslenska] litskiptispegill [skýr.] spegill sem
endurvarpar ljósi af tilteknum lit en hleypir öðrum lit í gegn
- differential rotation
- [íslenska] mismunasnúningur
- differentiation
- [íslenska] diffrun [sh.] deildun
- diffraction
- [íslenska] ljósdreifing [sh.] bylgjudreifing [skýr.]
dreifing geislunar við hindrunarrönd
- diffraction grating
- [sh.] grating [íslenska] ljósgreiða [skýr.] áhald
til að kljúfa ljós í liti
[dæmi] reflection grating,
transmission grating
- diffraction limit
- [íslenska] skerputakmörk (sjóntækis) [skýr.] vegna
ljósbeygingar
- diffraction pattern
- [íslenska] greiðumynstur (við ljósbeygingu)
- diffuse nebula
- [sh.] gaseous nebula [íslenska] lýsiþoka [skýr.]
bjartur efnismökkur í geimnum, sjá emission nebula, reflection
nebula
- dioptric system
- [íslenska] linsusjóntæki [skýr.] ólíkt catoptric system
- dip
- [skýr.] lækkun sjóndeildarhrings frá láréttu vegna hæðar
athuganda yfir sjávarmáli [íslenska] hnig [sh.] lot
- dipole
- [íslenska] tvípóll
- direct motion
- [sh.] prograde motion [íslenska] framhreyfing [sh.]
hreyfing rangsælis [skýr.] gagnstætt retrograde motion
- directivity
- [íslenska] stefnuvirkni (loftnets)
- dirty snowball theory
- [íslenska] snjóboltakenningin [skýr.] um efnið í
halastjörnum
- disc
- [sh.] disk [íslenska] kringla [sh.] skífa
- disc galaxy
- [sh.] disk galaxy [íslenska] skífuþoka [sh.]
kringluþoka, kringluvetrarbraut
- disc population
- [sh.] disk population [íslenska] kringlubyggð [skýr.]
stjörnubyggð í kringlu vetrarbrautar. sbr. halo population
- disc star
- [sh.] disk star [íslenska] kringlustjarna [sh.]
skífustjarna [skýr.] stjarna í kringlu vetrarbrautar
- dish
- [íslenska] skál [skýr.] tegund loftnets í rafaldssjónauka
- disk
- -> disc
- disk galaxy
- -> disc galaxy
- disk population
- -> disc population
- disk star
- -> disc star
- disparation brusque (fr.)
- [íslenska] sólbendilshvarf
- dispersion
- [íslenska] litasundrun [skýr.] sundrun ljóss eða annarrar
rafsegulgeislunar í liti (róf) vegna ljósbrots, ljósdreifingar eða
ljóstvístrunar
- dispersion measure
- [íslenska] tvístrunarmál
- distance indicator
- [íslenska] fjarlægðarvísir [skýr.] hvaðeina sem nota má
til fjarlægðarákvarðana
- distance modulus
- [íslenska] fjarlægðarstuðull [skýr.] mismunur sýndarbirtu
og reyndarbirtu
- distortion
- [íslenska]
bjögun (myndar í sjóntæki)
[dæmi] barrel distortion, pincushion distortion
- diurnal aberration
- [íslenska] dagleg ljósvilla [sh.] daglegt ljósstefnuvik [skýr.]
sýndarbreyting á stefnu ljóss frá stjörnu vegna þess hraða sem athugandinn
fær frá möndulsnúningi jarðar
- diurnal circle
- [íslenska] dægrabaugur [skýr.] dagbogi ásamt náttboga
- diurnal libration
- [íslenska] dagsveifla í tunglviki [skýr.] sbr. optical
libration
- diurnal motion
- [íslenska] dagleg hreyfing
- diurnal parallax
- -> geocentric parallax
- Dobsonian telescope
- [íslenska] Dobsonssjónauki [skýr.] stór sjónauki á
einföldu stæði, kenndur við bandaríska stjörnuáhugamanninn John Dobson
(1915- )
- docking
- [íslenska] samlæsing (geimskipa)
- Dog Star
- [íslenska] Hundastjarnan [skýr.] Síríus
- domain wall
- [íslenska] óðalsmæri [skýr.] skilflötur vegna hugsanlegrar
veilu í tímarúminu
- dome (1)
- [íslenska] hvolfþak
- dome (2)
- [íslenska] ávala [skýr.] ávöl hæð á tunglinu
- Doppler broadening
- [íslenska] Dopplersbreikkun (litrófslína) [skýr.] kennd
við austurríska eðlisfræðinginn Christian J. Doppler (1803-1853)
- Doppler effect
- [sh.] Doppler shift [íslenska] Dopplersfærsla [sh.]
Dopplersvik, Dopplershrif [skýr.] í litrófi
- Doppler shift
- -> Doppler effect
- Dorado
- [íslenska] Sverðfiskurinn [skýr.] stjörnumerki
- dorsum (1)
- [íslenska] hryggur [skýr.] fjallshryggur á yfirborði
reikistjörnu
- dorsum (2)
- [íslenska] bakhlið (á stjörnuhæðarmæli)
- double
- -> double star
- double cluster
- [íslenska] tvíþyrping [skýr.] stjarna
- double-contact binary
- [íslenska] tvenndartvístirni [skýr.] tvístirni sem er svo
þétt að stjörnurnar myndu snertast ef möndulsnúningshraði annarrar eða
beggja kæmi ekki í veg fyrir það
- Double double (Double-double)
- [íslenska] Tvían [skýr.]
stjarnan Epsilon í stjörnumerkinu Hörpunni, tvöfalt tvístirni
- double galaxy
- [íslenska] vetrarbrautatvennd [skýr.] tvær vetrarbrautir,
þéttstæðar á himni
- double radio source
- [íslenska] tvöföld rafaldslind [sh.] rafaldstvennd
- double star
- [sh.] double [íslenska] tvístirni
[dæmi] optical double, physical
double
- double-lined spectroscopic binary
- [íslenska] tvílínu-litrófstvístirni
- doublet (1)
- [íslenska] tvíglera linsa [sh.] tvíglerungur
- doublet (2)
- [íslenska] línutvennd [skýr.] tvær þéttstæðar litrófslínur
frá sama frumefni eða fareind
- Draco
- [íslenska] Drekinn [skýr.] stjörnumerki
- draconic month
- [sh.] draconitic month, nodical month [íslenska]
hnútamánuður [skýr.] umferðartími tungls miðað við hnútpunkt
tunglbrautar (draco=dreki, fornt nafn á þeim hluta tunglbrautar sem liggur
sunnan sólbrautar)
- Draconids
- -> Giacobinids
- draconitic month
- -> draconic month
- draw tube
- [íslenska] rennihólkur (í sjónauka)
- drift scan
- [íslenska] rekrit [skýr.] mynd sem fæst þegar snúningur
jarðar er látinn sjá um að breyta stefnu rafaldssjónauka
- drive clock
- [íslenska] drifklukka [sh.] klukkudrif (sjónauka)
- Dumbbell nebula
- [íslenska] Dymbilþokan [skýr.] sérkennileg hringþoka í
stjörnumerkinu Litlaref
- Durchmusterung
- [íslenska] stjörnuskrá [skýr.] orðið er þýskt
- dust grain
- [íslenska] rykkorn (í himingeimnum)
- dust lane
- [íslenska] rykrák (í vetrarbraut)
- dust tail
- [íslenska] rykhali (halastjörnu)
- dwarf galaxy
- [íslenska] dvergþoka [sh.] dvergvetrarbraut
- dwarf nova
- [íslenska] dvergnýja [sh.] dvergnýstirni
- dwarf planet
- [íslenska] dvergreikistjarna [skýr.] himinhnöttur sem gengur um sólina og er nægilega stór til
að lögun hans ráðist af þyngdaraflinu, en of lítill til að hafa hreinsað til
sín reikisteina úr nánasta umhverfi sínu
- dwarf star
- [íslenska] dvergstjarna
- dynamical parallax
- [íslenska] hreyfireiknuð hliðrun (tvístirnis)
- dynamical time
- [íslenska] stjarnhreyfingatími [sh.] hreyfimiðaður tími
- dynamo theory
- [íslenska] rafalskenning [skýr.] um orsök segulsviðs
jarðar og himinhnatta
E
- E-corona
- -> L-corona
- E-layer
- [sh.] E-region [íslenska] E-lagið (í rafhvolfi jarðar)
- E-region
- -> E-layer
- Eagle Nebula
- [íslenska] Arnarþokan [skýr.] geimþoka í höggormsmerki
- early-type galaxy
- [íslenska] árþoka [skýr.] vetrarbraut sem lítur út fyrir
að vera ung, ef miðað er við fyrri hugmyndir um þróun vetrarbrauta,
gagnstætt late-type galaxy
- early-type star
- [íslenska] árstjarna [sh.] bernskustjarna [skýr.]
háhitastjarna, áður talin ung stjarna, gagnstætt late-type star
- earth
- [íslenska] jörðin
- earth-grazer
- [sh.] near-earth object
[íslenska] nærstirni [skýr.] smástirni sem fer nærri jörðu
- earth-rotation synthesis
- [íslenska] myndvíkkun við jarðsnúning [skýr.] aðferð til
sjónopsföldunar rafaldssjónauka
- earthshine
- [íslenska] jarðskin [sh.] grámi (á tunglinu) [skýr.]
orsök "grámána"
- east point
- [íslenska] austurpunktur (á sjóndeildarhring)
- eastern elongation
- [íslenska] eystri álengd (reikistjörnu) [skýr.] þegar
innri reikistjarna er lengst í austur frá sól
- eccentric
- [íslenska] miðskakkur [sh.] miðviks-
- eccentric anomaly
- [íslenska] miðviksbrautarhorn [skýr.] óbeinn mælikvarði á
fjarlægð reikistjörnu frá sólnándarstað
- eccentricity
- [íslenska] miðskekkja [sh.] miðvik
- echelle grating
- [íslenska] kvarðaljósgreiða [skýr.] tæki til að kljúfa
ljós í liti; nær mikilli upplausn, en á þröngu bylgjusviði
- echelle spectrograph
- [íslenska] kvarðarófriti
- eclipse
- [íslenska] myrkvi
- eclipse year
- [íslenska] myrkvaár [skýr.] tíminn sem það tekur jörð að
fara einn hring um sólu miðað við rishnút (eða sighnút) tunglbrautarinnar,
um 347 dagar
- eclipsing binary
- -> eclipsing variable
- eclipsing variable
- [sh.] eclipsing binary [íslenska] myrkvastjarna [skýr.]
tvístirni þar sem önnur stjarnan gengur fyrir hina, séð frá jörðu
- ecliptic
- [íslenska] sólbaugur [sh.] sólbraut
- ecliptic coordinates
- [íslenska] sólbaugshnit [skýr.] hnit sem miðast við
sólbaug
- ecliptic latitude
- [sh.] celestial latitude [íslenska] sólbaugsbreidd [skýr.]
hnit í sólbaugshnitakerfi
- ecliptic limits
- [íslenska] myrkvamörk [skýr.] segja til um, hve nærri
hnútpunkti tunglbrautar sól og tungl þurfa að vera til að sólmyrkvi eða
tunglmyrkvi geti orðið
- ecliptic longitude
- [sh.] celestial longitude [íslenska] sólbaugslengd [skýr.]
hnit í sólbaugshnitakerfi
- ecosphere
- [íslenska] visthvolf [skýr.] svæði í grennd við
sólstjörnu, þar sem líf gæti dafnað
- Eddington limit
- [íslenska] Eddingtonsmörk [skýr.] hámarkshlutfall ljósafls
og massa sem samrýmist því að sólstjarna haldist í jafnvægi, mörk kennd við
enska stjarneðlisfræðinginn Arthur Stanley Eddington (1882-1944)
- Edgeworth-Kuiper belt
- -> Kuiper belt
- effective area
- [íslenska] jafngildisflötur (rafaldssjónauka) [skýr.]
mælikvarði á næmleika sjónaukans
- effective focal length
- [íslenska] jafngildisbrennivídd
- effective temperature
- [íslenska] jafngildishiti (sólstjörnu) [skýr.] sá
yfirborðshiti sem stjarnan þyrfti að hafa til að halda óbreyttu ljósafli ef
hún fengi geislunareiginleika svarthlutar
- Einstein - de Sitter universe
- [íslenska] heimslíkan Einsteins og Sitters [skýr.] kennt
við þýsk-svissnesk-bandaríska eðlisfræðinginn Albert Einstein (1879-1955) og
hollenska stjörnufræðinginn Willem de Sitter (1872-1934)
- Einstein cross
- [íslenska] Einsteinskross [skýr.] ljósfyrirbæri myndað af
þyngdarlinsu, þegar ljós frá dulstirni fer fram hjá vetrarbraut, kennt við
þýsk-svissnesk-bandaríska eðlisfræðinginn Albert Einstein (1879-1955)
- Einstein ring
- [íslenska] Einsteinshringur [skýr.] ljósfyrirbæri myndað
af þyngdarlinsu, kennt við þýsk-svissnesk-bandaríska eðlisfræðinginn Albert
Einstein (1879-1955)
- Einstein shift
- -> gravitational redshift
- ejecta
- [íslenska] slettur [skýr.] eftir loftsteina eða eldgos,
t.d. á tunglinu
- ejecta blanket
- [íslenska] slettubreiða
- electromagnetic radiation
- [íslenska] rafsegulgeislun
- electromagnetic spectrum
- [íslenska] rafsegulróf
- electromagnetic wave
- [íslenska] rafsegulbylgja
- electron
- [íslenska] rafeind
- electron degeneracy
- [íslenska] rafeindaöng [skýr.] efnisástand þar sem
þéttleikinn er svo mikill að rafeindum verður ekki þjappað frekar saman.
Slíkt ástand ríkir í iðrum hvítra dverga
- electron temperature
- [íslenska] rafeindahiti [skýr.] það hitastig sem samsvarar
mældri orku rafeinda, hvort sem orkan stafar af varma eða ekki
- electronographic camera
- [íslenska] rafeindamyndavél
- electronvolt
- [íslenska] rafeindarvolt
- element
- [íslenska] frumefni
- element of orbit
- [sh.] orbital element [skýr.] mæligildi sem segir til um
lögun eða legu umferðarbrautar [íslenska] brautarstiki [sh.]
stiki
- elementary particle
- [íslenska] öreind
- elf
- [sh.] ELVES [íslenska] elva [skýr.] ein tegund af háloftabliki
- -> transient luminous event
- ellipse
- [íslenska] sporbaugur
- ellipsoid
- [íslenska] sporvala
- ellipsoidal reflector
- [íslenska] sporvölukíkir [skýr.] kíkir sem hefur spegil
með yfirborði sem er hluti sporvölu
- ellipsoidal variable
- [íslenska] sporvölubreyta [skýr.] tvístirni þar sem
stjörnurnar eru svo nærri hvor annarri að þær taka á sig sporvölulögun og
sýnast misbjartar eftir því hvernig þær snúa við jörðu
- elliptical galaxy
- [íslenska] sporvöluþoka [sh.] sporvöluvetrarbraut
- elliptically polarized wave
- [íslenska] sporvöluskautuð bylgja
- ellipticity
- [íslenska] ílengd [skýr.] mælikvarði á frávik sporbaugs
frá hringlögun
- elongation
- [íslenska] álengd [skýr.] fjarlægð á himinhvolfinu frá
viðmiðunarhnetti, t.d. fjarlægð reikistjörnu frá sólu
- emersion
- [íslenska] endursýn [skýr.] þegar himinhnöttur birtist
aftur eftir myrkvun
- emission
- [íslenska] útgeislun
- emission line
- [íslenska] ljómlína (í litrófi)
- emission nebula
- [íslenska] ljómþoka [skýr.] sjálflýsandi geimþoka
- emission spectrum
- [íslenska] ljómlitróf [sh.] ljómróf
- emissivity
- [íslenska] eðlisgeislun (efnis) [skýr.] mælikvarði á
geislunarhæfni efnisins í samanburði við svarthlut
- emulsion
- -> photographic emulsion
- Encke division
- [íslenska] Enckesgeil (í hringum Satúrnusar) [skýr.] dimmt
hringbil kennt við þýska stærðfræðinginn og stjörnufræðinginn Johann Franz
Encke (1791-1865)
- encounter theories
- [sh.] tidal theories
[íslenska] strókakenningar (um uppruna sólkerfisins)
- energy level
- [íslenska] orkuþrep (í atómi)
- energy transport
- [íslenska] orkuburður
- English mounting
- [sh.] yoke mounting [íslenska] enskur sjónaukafótur [sh.]
enskt sjónaukastæði
- entrainment
- [íslenska] meðsog (í strókum frá vetrarbrautum)
- envelope
- [íslenska] hjúpur
- eon
- -> aeon
- epact
- [íslenska] paktar [skýr.] "aldur" tungls á nýársdag,
hjálpartala við páskareikning
- ephemeris (1)
- [íslenska] stjörnualmanak
- ephemeris (2)
- [íslenska] stjörnuhnitatafla
- ephemeris meridian
- [íslenska] almanaksbaugur [skýr.] ímyndaður lengdarbaugur
sem víkur frá lengdarbaug Greenwich sem svarar muninum á heimstíma og
almanakstíma
- ephemeris second
- [íslenska] almanakssekúnda [skýr.] sekúnda í almanakstíma
- Ephemeris Time (ET)
- [íslenska] almanakstími [skýr.] tími eins og hann var
skilgreindur fram til 1967 eftir hreyfingum himinhnatta séð frá jörðu, óháð
snúningi jarðar.
- epicycle
- [íslenska] aukahringur (í heimskerfi Ptólemeusar)
- epoch
- [íslenska] viðmiðunartími (stjörnuhnita eða brautarstika
himinhnattar)
- epsilon
- [íslenska] epsilon [skýr.] fimmti stafur gríska
stafrófsins, oft notaður til að tákna fimmtu björtustu stjörnuna í
stjörnumerki
- equant
- [íslenska] hjámiðja (hringa í heimskerfi Ptólemeusar)
- equation of light
- [sh.] lighttime correction [íslenska] ljóstímaleiðrétting
(í stjörnuathugunum) [skýr.] leiðrétting sem gerð er þegar taka þarf
tillit til þess tíma sem það tekur ljósið að berast til jarðar
- equation of the centre
- [íslenska] miðjujöfnuður [skýr.] sú flýting eða seinkun í
brautargöngu himinhnattar, sem leiðir af miðskekkju brautarinnar
- equation of the equinoxes
- [sh.] nutation in right ascension [íslenska]
jafndægrajöfnuður [skýr.] frávik meðalvorpunkts frá sönnum vorpunkti
vegna pólriðu jarðar
- equation of time
- [íslenska] tímajöfnuður [skýr.] frávik meðalsóltíma frá
sönnum sóltíma
- equator
- [íslenska] miðbaugur
- equator of illumination
- [íslenska] birtumiðbaugur [skýr.] baugur sem skiptir sigð
tungls eða reikistjörnu í samhverfa helminga
- equatorial (1) lo.
- [íslenska] miðbaugs-
- equatorial (2) lo.
- [íslenska] pólstilltur
- equatorial (3) no.
- [íslenska] pólstilltur sjónauki [skýr.] sjónauki á
pólstilltu stæði (fæti)
- equatorial bulge
- [íslenska] miðbaugsbunga
- equatorial coordinates
- [íslenska] miðbaugshnit (himinhnattar) [skýr.] hnit sem
miðast við miðbaug himins
- equatorial head
- [íslenska] pólkollur (á sjónaukafæti)
- equatorial horizontal parallax
- [íslenska] láhliðrun á miðbaug [skýr.] hliðrun
himinhnattar, séð frá stað á miðbaug jarðar, þegar hnötturinn er við
sjónbaug
- equatorial mounting
- [íslenska] pólstillt stæði [sh.] pólstilltur fótur
(sjónauka)
- equatorial plane
- [íslenska] miðbaugsflötur
- equinoctial colure
- [íslenska] jafndægrabaugur (á himinhvolfinu) [skýr.]
baugur sem liggur gegnum himinskautin og jafndægrapunktana
- equinoctial point
- -> equinox
- equinox (1)
- [íslenska] jafndægur [sh.] jafndægri
- equinox (2)
- [sh.] equinoctial point [íslenska] jafndægrapunktur (á
stjörnuhimninum) [skýr.] þar sem sól er um jafndægur
- equipotential surface
- [íslenska] jafnmættisflötur (í þyngdarsviði)
- equivalence principle
- [íslenska] jafngildislögmálið [skýr.] um jafngildi þyngdar
krafta og tregðukrafta í afstæðiskenningunni
- equivalent width
- [íslenska] jafngildisbreidd (litrófslínu)
- Equuleus
- [íslenska] Folinn [skýr.] stjörnumerki
- Erfle
- [íslenska] Erfle-augngler [skýr.] tegund augnglera sem
hefur vítt sjónhorn
- ergosphere
- [íslenska] orkuhvolf (svarthols)
- Eridanus
- [íslenska] Fljótið [skýr.] stjörnumerki
- eruptive variable
- [íslenska] gosstjarna
- escape velocity
- [íslenska] lausnarhraði [skýr.] hraði sem hlutur þarf að
hafa til að losna úr viðjum aðdráttarafls, t.d. aðdráttarafls jarðar
- establishment of the port
- [íslenska] hafnartími [skýr.]
tíminn sem líður (að meðaltali) frá því að tungl er í hásuðri eða hánorðri
þar til flóð verður á tilteknum stað. Stundum takmarkað við nýtt tungl og
fullt tungl. ->lunitidal interval
- eta
- [íslenska] eta [skýr.] sjöundi stafur gríska stafrófsins,
oft notaður til að tákna sjöundu björtustu stjörnuna í stjörnumerki
- Eta Aquarids
- [íslenska] Eta-Akvarítar [skýr.] loftsteinadrífa, kennd
við stjörnuna Eta í vatnsberamerki (Aquarius)
- etalon
- [íslenska] glertvenna [skýr.] hluti af ljósvíxlunarmæli
- ether
- [sh.] aether [íslenska] ljósvaki
- Euclidean space
- [íslenska] evklíðskt rúm
- Europa
- [íslenska] Evrópa [skýr.] eitt af tunglum Júpíters
- European Southern Observatory (ESO)
- [skýr.] stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli (við La Silla í
Chile)
- European Space Agency (ESA)
- [íslenska] Geimvísindastofnun Evrópu
- evection
- [íslenska] lengdarvik [skýr.] sveiflubundið frávik tungls
frá meðalgöngu vegna áhrifa sólar á miðskekkju tunglbrautarinnar
- evening star
- [íslenska] kvöldstjarna [skýr.] björt stjarna á
kvöldhimni, einkum Venus þegar hún er austan við sól
- event horizon
- [íslenska] sjónhvörf [skýr.] ystu mörk þess svæðis sem
svarthol gerir ósýnilegt
- Evershed effect
- [íslenska] Eversheds-fyrirbæri [skýr.] streymi efnis út á
við í kraga sólbletta, kennt við breska stjörnufræðinginn John Evershed
(1864-1956)
- excitation
- [íslenska] örvun (atóms)
- excited state
- [íslenska] örvunarástand
- exit cone
- [íslenska] lausnarkeila (ljóss við jaðar svarthols)
- exit pupil
- [sh.] Ramsden disc [íslenska] ljósháls [sh.]
Ramsdenshringur (sjóntækis) [skýr.] þar sem geislagangurinn er
þrengstur, hugtak kennt við enska sjónaukasmiðinn Jesse Ramsden (1735-1800)
- exitation temperature
- [íslenska] örvunarhiti [skýr.] hiti metinn eftir örvun
atóma
- exobiology
- -> astrobiology
- exosphere
- [íslenska] úthvolf [skýr.] ysti hluti lofthjúps
- extended source
- [íslenska] víðlind (í rafaldsstjörnufræði) [skýr.]
gagnstætt point source
- extinction
- [íslenska] ljósdeyfing (í geimnum eða lofthjúpi jarðar) [dæmi]
interstellar extinction, atmospheric extinction
- extragalactic
- [íslenska] utan Vetrarbrautarinnar
- extragalactic nebula
- -> galaxy
- extraterrestrial
- [íslenska] utan jarðar [sh.] geim-
- Extraterrestrial Intelligence (ETI)
- [íslenska] vitsmunalíf í geimnum
- extravehicular activity (EVA)
- [íslenska] geimganga
- extreme ultraviolet (EUV, XUV) (1) no.
- [sh.] extreme ultraviolet (XUV) [íslenska] fjarútblámi [skýr.]
ysti hluti útblámalitrófsins, næst röntgengeislun
- extreme ultraviolet (EUV, XUV) (2) lo.
- [sh.] extreme ultraviolet (XUV) [íslenska] fjarútblátt [skýr.]
um ysta hluta útblámalitrófsins, næst röntgengeislun
- extrinsic variable
- [íslenska] óeiginleg breytistjarna [dæmi] eclipsing
variable, ellipsoidal variable [skýr.] stjarna sem breytir
birtu vegna ytri kringumstæðna en ekki vegna innri orsaka. Gagnstætt
intrinsic variable
- eye relief
- [íslenska] augnfró [skýr.] fjarlægð augnglers frá auga,
þegar allt sjónsvið augnglersins er sýnilegt
- eyelens
- [íslenska] nærgler (í augngleri sjóntækis) [skýr.] glerið
næst auganu
- eyepiece
- [íslenska] augngler (sjónauka eða annars sjóntækis)
F
- F-corona
- [íslenska] F-kóróna [skýr.] sá hluti sólkórónunnar sem
gefur frá sér samfellt litróf með gleypilínum (F=Fraunhofer)
- F-layer
- [íslenska] F-lagið (í rafhvolfi jarðar)
- f-spot
- -> following spot
- f-value
- -> oscillator strength
- f/number
- -> focal ratio
- Faber-Jackson relation
- [íslenska] Faber-Jackson vensl [skýr.] samband milli birtu
sporvöluþoku og hreyfingarhraða stjarna í þokunni, kennt við bandarísku
stjörnufræðingana Söndru M. Faber (1944-) og Robert E. Jackson (1949-) sem
fundu það árið 1976
- Fabry-Perot interferometer
- [íslenska] Fabry-Perot-ljósvíxlunarmælir [skýr.] áhald
kennt við frönsku eðlisfræðingana Charles Fabry (1867-1945) og Alfred Pérot
(1863-1925)
- facula
- [íslenska] sólkyndill [skýr.] bjart svæði á yfirborði
sólar
- false-colouring
- [íslenska] gervilitun (myndar) [skýr.] til að draga fram
ákveðin einkenni
- fan beam
- [íslenska] blævængsgeisli [skýr.] lýsir stefnuvirkni
rafaldssjónauka, ólíkt pencil beam
- Fanaroff-Riley class
- [íslenska] Fanaroff-Riley-flokkur [skýr.] rafaldslindir
sem hafa verið flokkaðar eftir fjarlægð milli björtustu svæðanna sem senda
frá sér rafaldsbylgjur. Þessi flokkaskiping er kennd við suður-afríska
stjörnufræðinginn Bernard Fanaroff (1947-) og breska stjörnufræðinginn Júlíu
Riley (1947-)
- Faraday rotation
- [íslenska] Faradays-snúningur (skautunar í rafsegulbylgjum) [skýr.]
kenndur við enska eðlis- og efnafræðinginn Michael Faraday (1791-1867)
- farrum
- [íslenska] klatti [skýr.] hringlaga landslagsmyndun á
yfirborði reikistjörnu
- fast radio burst (FRB)
- [íslenska] snöggvi, rafaldssnöggvi [skýr.] örstuttur
rafaldsblossi (útvarpsgeislun) í fjarlægri vetrarbraut
- fibril
- [íslenska] þræðlingur [sh.] sólþræðlingur (í lithvolfi
sólar)
- field
- [íslenska] svið
- field equation
- [íslenska] sviðsjafna
- field galaxy
- [íslenska] stakstæðuvetrarbraut [skýr.] vetrarbraut utan
þyrpingar en í sama sjónsviði
- field lens
- [íslenska] fjargler [sh.] fjarlinsa (í augngleri) [skýr.]
linsan fjærst auganu
- field of view
- [íslenska] sjónsvið
- field pattern
- -> antenna pattern
- field star
- [íslenska] stakstæðustjarna [skýr.] stjarna utan þyrpingar
en í sama sjónsviði
- field stop
- [íslenska] sviðsop (í augngleri) [skýr.] op sem takmarkar
sjónsviðið
- Fifth Fundamental Catalogue (FK5)
- [íslenska] Fimmta grunnstjörnuskráin [skýr.] fimmta útgáfa
af þýskri stjörnuskrá (Fundamentalkatalog des Berliner Astronomischen
Jahrbuchs)
- figuring
- [íslenska] mótun (sjónglers eða spegils í sjónauka)
- filament
- [íslenska] sólbendill [skýr.] sólstrókur sem ber í kringlu
sólar, sbr. prominence
- filar micrometer
- [sh.] position micrometer [íslenska] þráðamælir [sh.]
afstöðumælir (í augngleri sjónauka)
- filigree
- [íslenska] deplanet (í ljósvolfi sólar) [skýr.] bjartir
deplar í bilum milli sólýrna (granule)
- filter
- [íslenska] sía [sh.] litsía
- filtergram
- [íslenska] róflínumynd (af sól), tekin gegnum
víxlunarsíu, hliðstætt spectroheliogram
- finder
- [íslenska] leitarsjónauki
- fireball
- [íslenska] vígahnöttur
- firmament
- [íslenska] festing (himins)
- first contact
- [íslenska] fyrsta snerting (í myrkva)
- first point of Aries
- [íslenska] vorpunktur (á himni) [skýr.] kenndur við
hrútsmerkið (Aries), þar sem punkturinn var áður fyrr
- first quarter
- [íslenska] fyrsta kvartil [sh.] fyrsti tunglfjórðungur
- fission
- [sh.] nuclear fission [íslenska] kjarnasundrun [sh.]
kjarnaklofnun
- fixed star
- [sh.] star [íslenska] fastastjarna [sh.] sólstjarna
- flaming
- [íslenska] leiftrandi (um norðurljós)
- Flamsteed number
- [íslenska] Flamsteeds-númer (stjörnu) [skýr.] talið í
hverju stjörnumerki fyrir sig. Kennt við enska stjörnufræðinginn John
Flamsteed (1646-1719)
- flare
- [íslenska] sólblossi
- flare star
- [íslenska] blossastjarna
- flash spectrum
- [íslenska] leifturlitróf [sh.] leifturróf (lithvolfs sólar
í sólmyrkva)
- flat
- [íslenska] flatspegill [skýr.] flatur spegill í sjóntæki
eða spegilgler sem eftir er að móta
- flat field
- [íslenska] jafnlýsiflötur [skýr.] viðmiðunarsvið, notað
til að mæla og leiðrétta misræmi í svörun mismunandi hluta myndflögu og
jafna bjögun af völdum þeirrar linsu eða spegils sem varpar mynd á flöguna
- flat-field correction
- [íslenska] næmijöfnun myndflögu
- flatness problem
- [íslenska] fletjuvandinn (í heimsfræði) [skýr.] vandi sem
varðar sveigju tímarúms
- flattening
- -> oblateness
- flexus
- [íslenska] sveigrimi (á reikistjörnu eða tungli) [skýr.]
landslagseinkenni
- flickering
- [íslenska] flöktandi (um norðurljós)
- flocculus
- -> plage
- fluctus
- [íslenska] flóðdráttur [skýr.] landslagseinkenni sem
bendir til flæðis á yfirborði reikistjörnu
- fluorescence
- [íslenska] flúrljómun
- flux
- [íslenska] flæði
- flux density
- [íslenska] flæðisþétta
- flyby
- [íslenska] framhjáflug
- focal length
- [íslenska] brennivídd
- focal plane
- [íslenska] brennislétta
- focal point
- [íslenska] brennidepill
- focal ratio
- [sh.] f/number [íslenska] brennihlutfall [skýr.]
hlutfallið milli brennivíddar og þvermáls sjónglers eða spegils
- focal reducer
- [sh.] telecompressor [íslenska] brennivíddarstyttir [skýr.] linsa sem notuð er
til að minnka brennivídd sjónauka og stækka sjónsviðið
- focal surface
- [íslenska] brenniflötur [sh.] myndflötur
- focus
- [íslenska] brennidepill [sh.] brennipunktur
- following spot
- [sh.] f-spot [íslenska] sporgöngublettur (í sólblettahópi)
[skýr.] gagnstætt preceding spot
- forbidden line
- [íslenska] bannlína (í litrófi)
- forbidden transition
- [íslenska] bannstökk (í atómi)
- Forbush effect
- [íslenska] Forbushhrif [skýr.] fækkun geimgeisla sem ná
til jarðar; áhrif frá sólvindshviðum
- force
- [íslenska] kraftur
- fork mounting
- [íslenska] tjúgustæði (sjónauka)
- Fornax
- [íslenska] Ofninn [skýr.] stjörnumerki
- forward scattering
- [íslenska] framdreifing (ljóss) [skýr.] gagnstætt
bakdreifing
- fossa
- [íslenska] drag (á reikistjörnu eða tungli) [skýr.]
landslagseinkenni
- Foucault knife-edge test
- [íslenska] Foucaultsprófun (á spegli) [skýr.] kennd við
franska eðlisfræðinginn Jean Bernard Foucault (1819-1868)
- Foucault's pendulum
- [íslenska] Foucaultspendúll [sh.] Foucaultshengill [skýr.]
kenndur við franska eðlisfræðinginn Jean Bernard Foucault (1819-1868)
- Fourier transform
- [íslenska] Fouriersmyndfall [skýr.] kennt við franska
stærðfræðinginn Jean Baptiste Fourier (1768-1830)
- fourth contact
- [sh.] last contact [íslenska] fjórða snerting [sh.]
síðasta snerting (í myrkva)
- fragmentary
- [íslenska] skertur (um norðurljós)
- frame of reference
- [íslenska] viðmið
- Fraunhofer lines
- [íslenska] Fraunhoferslínur (í litrófi) [skýr.] línur
kenndar við þýska sjóntækjafræðinginn Joseph von Fraunhofer (1787-1826)
- FRB
- -> fast radio burst
- free fall
- [íslenska] frjálst fall
- free-bound emission
- [íslenska] hremmigeislun [skýr.] geislun frá rafeindum sem
bindast atómum
- free-bound transition
- [íslenska] hremmistökk (í atómi)
- free-free emission
- [sh.] brehmsstrahlung [íslenska] lausageislun [sh.]
hemlunargeislun [skýr.] geislun frá frjálsum rafeindum
- free-free transition
- [íslenska] lausastökk (í atómi)
- frequency
- [íslenska] tíðni
- Friedmann universe
- [íslenska] Friedmannsheimur (í heimsfræði) [skýr.] kenndur
við rússneska stærðfræðinginn og eðlisfræðinginn Alexander Friedmann
(1888-1925)
- fringe
- -> interference fringe
- fundamental catalogue
- [íslenska] grunnstjörnuskrá
- full width at half maximum (FWHM)
- [íslenska] hálfgildisbreidd (falls af breytu)
- fundamental epoch
- [sh.] standard epoch [íslenska] tímaviðmið [sh.]
staðalviðmiðunartími (upplýsinga í stjörnuskrá)
- fundamental mode
- [íslenska] grunnsveifla [skýr.] lægsti tíðniþáttur í
margþættri sveiflu
- fundamental star
- [íslenska] viðmiðunarstjarna
- fusion
- [sh.] nuclear fusion [íslenska] kjarnasamruni
G
- Gaia hypothesis
- [íslenska] Gajukenningin [skýr.] kenning á þá leið að
lífverur jarðar stjórni efnasamsetningu lofthjúpsins; nafnið vísar til
grískrar gyðju
- gain
- [íslenska] mögnun
- galactic bulge
- [íslenska] vetrarbrautarkeis [skýr.] miðjusvæði
vetrarbrautarkerfis, þar sem það er þykkast
- galactic centre
- [íslenska] miðja Vetrarbrautarinnar
- galactic circle
- -> galactic equator
- galactic cluster
- [íslenska] lausþyrping (stjarna)
- galactic cluster
- [íslenska] vetrarbrautaþyrping
- galactic coordinates
- [íslenska] vetrarbrautarhnit, vetrarbaugshnit [skýr.] stjörnuhnit sem miðast
við Vetrarbrautina
- galactic corona
- [íslenska] vetrarbrautarkóróna [skýr.] gashjúpur sem
umlykur vetrarbraut
- galactic disk
- [íslenska] vetrarbrautarkringla
- galactic equator
- [sh.] galactic circle [íslenska] vetrarbaugur [skýr.]
stórhringur eftir miðri Vetrarbrautinni á himinhvolfinu
- galactic fountain
- [íslenska] vetrarbrautargusa [skýr.] gas sem þeytist frá
sprengistjörnum út úr kringlu Vetrarbrautarinnar og fellur til hennar aftur
- galactic halo
- [íslenska] vetrarbrautarhjúpur [skýr.] sá hluti
vetrarbrautar, sem umlykur kringlu hennar (galactic disk)
- galactic latitude
- [íslenska] vetrarbaugsbreidd [skýr.] hnit í
vetrarbaugskerfi
- galactic longitude
- [íslenska] vetrarbaugslengd [skýr.] hnit í
vetrarbaugskerfi
- galactic plane
- [íslenska] vetrarbrautarflötur
- galactic pole
- [íslenska] vetrarbrautarskaut
- galactic wind
- [íslenska] vetrarbrautarvindur [skýr.] útstreymi gass frá
vetrarbraut
- galactic year
- -> cosmic year
- Galaxy
- [íslenska] Vetrarbrautin
- galaxy
- [sh.] extragalactic nebula (úrelt samheiti) [íslenska]
vetrarbraut [sh.] stjörnuþoka
- Galilean satellites
- [íslenska] Galíleóstungl [skýr.] stærstu tungl Júpíters,
kennd við ítalska stjörnufræðinginn og eðlisfræðinginn Galíleó Galílei
(1564-1642)
- Galilean telescope
- [íslenska] Galíleóssjónauki
- Galle ring
- [íslenska] Galleshringur [skýr.] innstur daufra hringa sem
fundist hafa umhverfis Neptúnus, heitinn eftir þýska stjörnufræðingnum
Johann Gottfried Galle (1812-1910) sem fann reikistjörnuna eftir tilvísun
franska stjörnufræðingsins Urbain Leverrier
- gamma
- [íslenska] gamma [skýr.] þriðji stafur gríska stafrófsins,
oft notaður til að tákna þriðju björtustu stjörnuna í stjörnumerki
- gamma-ray astronomy
- [íslenska] gammageislastjörnufræði
- gamma-ray burst (GRB)
- [íslenska] gammablossi
- Ganymede
- [íslenska] Ganýmedes [skýr.] eitt af tunglum Júpíters
- Garnet Star
- [íslenska] Granatstjarnan [skýr.] rauð stjarna í
stjörnumerkinu Sefeusi
- gaseous nebula
- -> diffuse nebula
- Gaussian gravitational constant
- [íslenska] þyngdarstuðull Gauss [skýr.] stuðull kenndur
við þýska stærðfræðinginn Karl Friedrich Gauss (1777-1855)
- gegenschein
- [sh.] counterglow [íslenska] gagnskin [skýr.] dauft
skin á himni, gegnt sólu
- Geiger counter
- [sh.] Geiger-Müller counter [íslenska] geigerteljari [skýr.]
kenndur við þýsku eðlisfræðingana Johannes Geiger (1882-1945) og Walther
Müller (*1928)
- Geiger-Müller counter
- -> Geiger counter
- Gemini
- [íslenska] Tvíburarnir [skýr.] stjörnumerki
- Geminids
- [íslenska] Geminítar [skýr.] loftsteinadrífa, kennd við
tvíburamerkið (Gemini)
- General Catalogue of Variable Stars (GCVS)
- [íslenska] Altæka breytistjörnuskráin [skýr.] rússnesk
skrá yfir allar þekktar breytistjörnur, fyrst gefin út árið 1948
- general relativity
- [íslenska] almenna afstæðiskenningin
- geocentric coordinates (1)
- [íslenska] jarðmiðjuhnit [skýr.] hnit staðar á yfirborði
jarðar, miðuð við jarðarmiðju
- geocentric coordinates (2)
- [íslenska] jarðmiðjuhnit [skýr.] stjörnuhnit, séð frá
jarðarmiðju
- geocentric parallax
- [sh.] diurnal parallax [íslenska] jarðmiðjuhliðrun [sh.]
dagleg hliðrun [skýr.] munur á stefnu til himinhnattar, annars vegar
frá athuganda á yfirborði jarðar en hins vegar frá jarðarmiðju, sbr.
parallax
- geocentric system
- [íslenska] jarðmiðjukerfi [skýr.] heimskerfi sem hefur
jörðina að miðju
- geocorona
- [íslenska] jarðkóróna [skýr.] vetnishjúpur yst í
gufuhvolfi jarðar
- geodesic
- [íslenska] rakleið [sh.] gagnvegur [skýr.] stysta
leið milli tveggja punkta þegar tilteknum skilyrðum er fullnægt
- geodesy
- [íslenska] landmælingar
- geodetic coordinates
- [íslenska] landfræðileg hnit
- geoid
- [íslenska] jarðvala [sh.] geoíða [skýr.] yfirborð
jarðar miðað við meðalsjávarmál
- geomagnetic field
- [íslenska] jarðsegulsvið
- geomagnetic storm
- [íslenska] segulstormur [skýr.] truflun í segulsviði
jarðar
- geomagnetism (1)
- [sh.] terrestrial magnetism [íslenska] jarðsegulmagn
- geomagnetism (2)
- [sh.] terrestrial magnetism [íslenska] jarðsegulfræði
- geometrical albedo
- [íslenska] gagnskinshlutfall [skýr.] hæfni hlutar til að
endurvarpa ljósi í átt til ljósgjafans. Sbr.(ólíkt) Bond albedo
- geometrical libration
- -> optical libration
- geophysics
- [íslenska] jarðeðlisfræði
- geospace
- [íslenska] grenndargeimur [skýr.] geimurinn í grennd við
jörðina, út að mörkum segulhvolfsins
- geostationary
- [íslenska] staðbundinn [sh.] sístöðu- [skýr.] um
gervitungl sem helst stöðugt yfir sama stað á miðbaug jarðar. Sbr.
geosynchronous sem er víðara hugtak
- geostationary orbit
- [íslenska] staðbraut [sh.] sístöðubraut [skýr.]
braut gervitungls sem hefur umferðartíma jafnan snúningstíma jarðar og
virðist haldast nokkurn veginn kyrrt yfir sama stað á miðbaug. Sbr.
geosynchronous orbit sem er víðara hugtak
- geostationary satellite
- [íslenska] staðtungl [sh.] sístöðutungl [skýr.]
gervitungl sem helst stöðugt yfir sama stað á miðbaug jarðar. Sbr.
geosynchronous satellite sem er víðara hugtak
- geosynchronous
- [íslenska] jarðsnúningsbundinn [skýr.] um gervitungl sem
fer um jörðu til austurs á einum sólarhring. Sbr. geostationary sem
er þrengra hugtak
- geosynchronous orbit
- [íslenska] jarðsnúningsbraut [skýr.] braut gervitungls sem
fer um jörðu til austurs á einum sólarhring. Sbr. geostationary orbit
sem er þrengra hugtak
- geosynchronous satellite
- [íslenska] jarðsnúningstungl [skýr.] tungl sem fer til
austurs um jörðina á einum sólarhring. Sbr. geostationary satellite
sem er þrengra hugtak
- geotail
- -> magnetotail
- German mounting
- [íslenska] þýskt sjónaukastæði
- ghost crater
- [íslenska] felugígur (á tunglinu) [skýr.] gígur sem er
nánast horfinn undir hraun
- Giacobinids
- [sh.] Draconids [íslenska] Drakónítar [skýr.]
lofsteinadrífa ýmist kennd við stjörnumerkið Drekann eða halastjörnu sem
franski stjörnufræðingurinn Michel Giacobini fann árið 1900
- giant
- [sh.] giant star [íslenska] risastjarna
- giant branch
- [íslenska] risastjörnugreinin (í Hertzsprung-Russel línuriti)
- giant molecular cloud (GMC)
- [íslenska] risastórt sameindaský [skýr.] geimskýjategund,
helsti myndunarstaður stjarna
- giant planet
- [íslenska] risareikistjarna [skýr.] reikistjarna á borð
við Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus, einnig í öðrum sólkerfum. Sbr.
Jovian planet
- giant star
- -> giant
- gibbous moon
- [íslenska] gleitt tungl [sh.] gleiðmáni [skýr.]
tunglið þegar það er meira en hálft en ekki fullt
- glitch
- [íslenska] skrik [sh.] hnökri (í möndulsnúningi
tifstjörnu)
- globular cluster
- [íslenska] kúluþyrping (stjarna)
- globule
- [íslenska] hnoðri [skýr.] dökkt, hnattlaga geimský
- GMT
- -> Greenwich Mean Time
- gnomon
- [íslenska] kambur [sh.] sproti (á sólúri)
- gossamer ring
- [íslenska] híalínshringur [skýr.] einn þeirra daufu hringa
sem fundist hafa umhverfis reikistjörnuna Júpíter
- Gould Belt
- [íslenska] belti Goulds [skýr.] belti bjartra stjarna á
himinhvolfinu, kennt við bandaríska stjörnufræðinginn Benjamin Apthorp Gould
(1824-1896)
- Grand Tour
- [íslenska] Ferðin mikla [skýr.] áætlun um að senda
geimflaug til allra ytri reikistjarna sólkerfisins frá Júpíter til Plútós í
einni ferð
- Grand Unified Theory (GUT)
- [skýr.] kenning sem spannar þrjá meginkrafta í efnisheiminum:
rafsegulkraftinn, sterka kjarnakraftinn og veika kjarnakraftinn [íslenska]
samsviðskenning hin meiri
- granulation
- [íslenska] sólýringur [sh.] kornáferð (á yfirborði sólar)
- granule
- [íslenska] sólýra [skýr.] bjartur blettur á yfirborði
sólar, allt að 1000 km í þvermál. Slíkir blettir eru þéttstæðir um allt
yfirborð sólar en hver þeirra varir aðeins stutta stund
- graticule
- -> reticle
- grating
- -> diffraction grating
- grating spectrograph
- [íslenska] litrófsmyndavél með ljósgreiðu
- gravitation
- [sh.] gravity [íslenska] þyngdarafl [sh.]
aðdráttarafl
- gravitational collapse
- [íslenska] þyngdarhrun (stjörnu)
- gravitational constant
- [íslenska] þyngdarstuðull [sh.] þyngdarfasti
- gravitational field
- [íslenska] þyngdarsvið
- gravitational force
- [íslenska] þyngdarkraftur
- gravitational instability
- [íslenska] þyngdarvingl [skýr.] óstöðugleiki efnis í
þyngdarsviði
- gravitational lens
- [íslenska] þyngdarlinsa [skýr.] þyngdarsvið sem sveigir
ljósgeisla líkt og linsa
- gravitational mass
- [íslenska] þyngdarmassi
- gravitational radiation
- [sh.] gravitational waves [íslenska] þyngdargeislun [sh.]
þyngdarbylgjur [skýr.] sveiflur þyngdarsviðs
- gravitational redshift
- [sh.] Einstein shift [íslenska] þyngdarrauðvik (ljóss) [skýr.]
oft kennt við þýsk-svissnesk-bandaríska eðlisfræðinginn Albert Einstein
(1879-1955)
- gravitational waves
- -> gravitational radiation
- graviton
- [íslenska] þyngdareind [skýr.] hugsanleg boðeind
þyngdarsviðs
- gravity (1)
- -> gravitation
- gravity (2)
- [íslenska] þyngd
- gravity assist
- [íslenska] þyngdarhjálp [skýr.] aðferð til að auka hraða
geimflaugar með því að láta hana fara nærri reikistjörnu
- gravity brightening
- [íslenska] þyngdarljómun [skýr.] aukin yfirborðsbirta
stjörnu vegna þyngdarhrifa þegar möndulsnúningshraði stjörnunnar veldur
fráviki frá hnattlögun og skautin verða nær miðju en miðbaugssvæðin
- gravity darkening
- [íslenska] þyngdarfölnun [skýr.] sbr. gravity brightening
- grazing incidence
- [íslenska] fleytispeglun [skýr.] speglun undir mjög litlu
horni
- grazing occultation
- [íslenska] snertimyrkvun [skýr.] þegar stjarna myrkvast
aðeins örskamma stund við rönd þess himinhnattar sem á hana skyggir
- Great Attractor
- [íslenska] Miklidragi [skýr.] gríðarlegt samsafn
vetrarbrauta og hulduefnis í stjörnumerkinu Mannfáki
- great circle
- [íslenska] stórhringur (á kúlu) [skýr.] hringur sem hefur
miðju í kúlunni miðri
- Great Wall
- [íslenska] Mikilveggur [skýr.] safn vetrarbrauta sem allar
eru í svipaðri fjarlægð frá jörðu; nær yfir stórt svæði á himninum
- green flash
- [íslenska] græniglampi [skýr.] sést stöku sinnum við
sólsetur
- greenhouse effect
- [íslenska] gróðurhúsaáhrif
- Greenwich hour angle (GHA)
- [íslenska] Greenwich-tímahorn [skýr.] tímahorn stjörnu séð
frá Greenwich, ólíkt local hour angle (LHA)
- Greenwich Mean Astronomical Time (GMAT)
- [íslenska] stjörnufræðilegur miðtími Greenwich [skýr.]
tími með dagaskiptum á hádegi, notaður af stjörnufræðingum fram til 1925
- Greenwich Mean Sidereal Time (GMST)
- [íslenska] meðalstjörnutími Greenwich
- Greenwich Mean Time
- [sh.] GMT [íslenska] miðtími Greenwich
- Greenwich meridian
- [íslenska] hábaugur Greenwich
- Greenwich Sidereal Time (GST)
- [íslenska] stjörnutími Greenwich
- Gregorian calendar
- [sh.] New Style (NS) [íslenska] gregoríanska tímatalið [sh.]
gregoríska tímatalið, nýi stíll [skýr.] tímatal kennt við Gregoríus
páfa 13. (1502-1585), núgildandi tímatal víðast hvar í heiminum
- Gregorian telescope
- [íslenska] gregorískur sjónauki [skýr.] sjónauki kenndur
við skoska stærðfræðinginn og stjörnufræðinginn James Gregory (1638-1675)
- grinding
- [íslenska] slípun (sjónglers)
- grism
- [íslenska] greiðstrendingur [skýr.] tæki sem notað er við
litrófsrannsóknir og sameinar ljósgreiðu (grating) og ljósstrending
(prism)
- ground state
- [íslenska] grunnástand (atóms)
- Grus
- [íslenska] Tranan [sh.] Hegrinn [skýr.]
stjörnumerki
- Guardians
- [íslenska] Pólverðirnir [skýr.] stjörnurnar Beta og Gamma
í stjörnumerkinu Litlabirni
- guest star
- [íslenska] himingestur [skýr.] fornt, kínverskt heiti á
fyrirbærum s.s. halastjörnum og nýstirnum sem birtast óvænt á himni og sjást
í alllangan tíma
- guide star
- [íslenska] miðunarstjarna
- guide telescope
- [íslenska] miðunarsjónauki [sh.] stýrisjónauki
- Gum nebula
- [íslenska] Gumþokan [skýr.] ljómþoka á suðurhveli himins,
kennd við ástralska stjörnufræðinginn Colin S. Gum (1924-1960)
- gyrofrequency
- [íslenska] veltitíðni [skýr.] rafagnar í segulsviði
H
- H-I region
- [íslenska] órafað vetnisský
- H-II region
- [íslenska] rafað vetnisský
- H-R diagram
- -> Hertzsprung-Russell diagram
- Hadley circulation
- [íslenska] Hadleyshringstreymi [skýr.] streymi heits lofts
frá miðbaug til heimskauta reikistjörnu og kaldara lofts til baka
- hadron era
- [íslenska] sterkeindastund (í heimsfræði)
- halation
- [íslenska] baugmyndun [skýr.] myndgalli vegna endurkasts í
ljósmyndaplötu eða filmu
- Hale telescope
- [sh.] Palomar telescope [íslenska] Palomarsjónaukinn [skýr.]
sjónauki á Palomarfjalli í Kaliforníu, sá stærsti í heimi frá 1948 til 1975
- half-life
- [íslenska] helmingunartími (geislavirks efnis)
- half-width
- [íslenska] hálfhæðarbreidd (litrófslínu)
- halo (1)
- [íslenska] hjúpur (vetrarbrautar)
- halo (2)
- [íslenska] ljósbaugur [sh.] geislabaugur, rosabaugur
- halo orbit
- [sh.] libration orbit [íslenska] lykkjubraut [skýr.]
hringlaga eða ílöng braut geimflaugar umhverfis jafnvægispunkt í
þyngdarsviði tveggja himinhnatta (Lagrangian point)
- halo population
- [íslenska] hjúpbyggð [skýr.] stjörnubyggð í hjúpi
vetrarbrautar, sbr disc population
- halo star
- [íslenska] hjúpstjarna [skýr.] stjarna í
vetrarbrautarhjúpi
- Haro galaxy
- [íslenska] Haro-vetrarbraut [skýr.] bláleit stjörnuþoka
sem sýnir skarpar ljómlínur, þokutegund kennd við mexíkóska
stjörnufræðinginn Guillermo Haro (1913-1988)
- Harvard classification
- [íslenska] Harvard-stjörnuflokkunin [skýr.] flokkun
stjarna eftir litrófstegund, kennd við Harvard-stjörnustöðina
- Harvard-Smithsonian Center for Astrophysics (CfA)
- [skýr.] bandarísk miðstöð rannsókna í stjarneðlisfræði
- harvest moon
- [íslenska] haustmáni [sh.] uppskerumáni [skýr.]
fullt tungl um haustjafndægur, kemur upp um svipað leyti nokkra daga í röð
- Hawking effect
- [íslenska] Hawkingsbrigði [skýr.] uppgufun lítilla
svarthola, kennt við enska eðlisfræðinginn Stephen William Hawking (1942- )
- Hawking radiation
- [íslenska] Hawkingsgeislun [skýr.] geislun sem tengist
uppgufun lítilla svarthola, kennd við enska eðlisfræðinginn Stephen William
Hawking (1942-)
- Hayashi-line
- -> Hayashi-track
- Hayashi-track
- [sh.] Hayashi-line [íslenska] Hayashi-ferill [skýr.]
myndunarferill sólstjörnu, kenndur við japanska stjörnufræðinginn Chushiro
Hayashi (1920-)
- head
- (of a comet) [íslenska] höfuð (halastjörnu) [skýr.] kjarni
og haddur halastjörnunnar
- head-tail galaxy
- [íslenska] halakörtuþoka [skýr.] rafaldsvetrarbraut af
tegund sem er sérkennileg útlits
- heavenly body
- [íslenska] himinhnöttur [sh.] himintungl
- heavenly sphere
- [íslenska] himinhvel
- heliacal rising
- [íslenska] sólfylgiris [skýr.] haft um það þegar stjarna
(venjulega Sírus) rís með sól
- heliocentric coordinate system
- [íslenska] sólmiðjuhnitakerfi [sh.] sólmiðjukerfi
- heliocentric latitude
- [íslenska] sólmiðjubreidd [skýr.] stjörnuhnit í
sólmiðjukerfi
- heliocentric longitude
- [íslenska] sólmiðjulengd [skýr.] stjörnuhnit í
sólmiðjukerfi
- heliocentric parallax
- -> annual parallax
- heliocentric system
- [íslenska] sólmiðjukerfi [skýr.] heimskerfi þar sem jörð
og reikistjörnur teljast ganga um sólina
- heliographic latitude
- [íslenska] sólbreidd [sh.] breidd á sól [skýr.]
breidd staðar á yfirborði sólar mæld frá miðbaug hennar
- heliographic longitude
- [íslenska] sóllengd [sh.] lengd á sól [skýr.] lengd
staðar á yfirborði sólar mæld frá viðmiðunarbaug
- heliometer
- [íslenska] helíómeter [skýr.] gamalt hornamælingatæki
- heliopause
- [íslenska] sólvindshvörf [sh.] sólvindsmörk [skýr.]
endimörk sólvindsins, utarlega í sólkerfinu
- helioseismology
- [íslenska] sólskjálftafræði
- heliosheath
- [íslenska] sólvindsslíður [skýr.] rými rétt innan
sólvindshvarfa
- heliosphere
- [íslenska] sólvindshvolf [skýr.] allt rýmið innan
sólvindsmarkanna
- heliospheric current sheet
- [íslenska] segulhvörf í sólvindi [skýr.] þunnt lag þar sem
segulsvið í sólvindinum skiptir um stefnu
- heliostat
- [íslenska] sólarhald [skýr.] spegill sem snýst og beinir
sólarljósi stöðugt inn í sjónauka sem ekki hreyfist
- helium
- [íslenska] helín [skýr.] frumefni sem fannst á sólinni
árið 1868 og dregur nafn af því (gr. helios = sólin)
- helium flash
- [íslenska] helínblossi [skýr.] atburður í þróunarskeiði
sólstjörnu
- helium problem
- [íslenska] helínvandinn [skýr.] vandinn við að skýra magn
helíns í alheiminum
- Helix nebula
- [íslenska] Skrúfuþokan [skýr.] hringþoka í Vatnsberanum
- Henry Draper Catalogue (HD)
- [íslenska] Henry Draper-stjörnuskráin [skýr.] skrá sem
stjörnufræðingar við Harvard-stjörnustöðina gáfu út á árunum 1918-1924 og
sýnir litrófstegundir 225 þúsund stjarna, tileinkuð bandaríska
stjörnufræðingnum Henry Draper (1832-1882)
- Herbig-Haro object
- [íslenska] Herbig-Haro-fyrirbæri [skýr.] bjartur
efnishnoðri sem er að þéttast og verða að stjörnu, að því er menn telja.
Kennt við bandaríska stjörnufræðinginn George Howard Herbig (1920-) og
mexíkóska stjörnufræðinginn Guillermo Haro (1913-1988)
- Hercules
- [íslenska] Herkúles [sh.] Herakles [skýr.]
stjörnumerki
- Hertzsprung gap
- [íslenska] Hertzsprung-eyðan [skýr.] eyða í svonefndu
Hertzsprung-Russell-línuriti
- Hertzsprung-Russell diagram
- [sh.] H-R diagram [íslenska] Hertzsprung-Russell-línurit [skýr.]
línurit sem sýnir samband birtu (ljósafls) og litar sólstjarna, kennt við
danska stjörnufræðinginn Ejnar Hertzsprung (1873-1967) og bandaríska
stjörnufræðinginn Henry Norris Russell (1877-1957)
- Hesperus
- [íslenska] Venus (sem kvöldstjarna) [skýr.] forngrískt
nafn
- heterodyne spectrometer
- [íslenska] fjölþátta litrófsmælir [skýr.] örbylgjumælir
- heterogeneity
- [íslenska] misleitni
- heterogeneous
- [íslenska] misleitur
- heterosphere
- [íslenska] fjölhvolf [skýr.] gufuhvolf jarðar ofan 80 km
eða svo, þar sem efnasamsetning breytist verulega með hæð, gagnstætt
homosphere
- hierarchical universe
- [íslenska] stigskiptur heimur [sh.] stigveldisheimur (í
heimsfræði)
- high-velocity stars
- [íslenska] skundastjörnur [skýr.] fastastjörnur sem breyta
hratt afstöðu til annarra stjarna í nágrenni sólar
- Hill sphere
- [íslenska] Hillshvolf [skýr.] rými umhverfis reikistjörnu
þar sem þyngdarhrif reikistjörnunnar ráða mestu um hreyfingar hluta. Kennt
við bandaríska stjörnufræðinginn og stærðfræðinginn George William Hill
(1838-1914)
- Hirayama family
- [íslenska] Hirayama-fjölskylda [skýr.] hópur smástirna sem
fylgja mjög svipuðum brautum um sólu. Fjölskyldur af þessu tagi skipta
mörgum tugum. Japanski stjörnufræðingurinn Kiyotsugu Hirayama uppgötvaði
fyrirbærið árið 1928
- historical astronomy
- [íslenska] stjörnusagnfræði [skýr.] fjallar um sögu
stjörnufræðinnar
- Hohmann transfer orbit
- [íslenska] Hohmanns-skiptibraut [skýr.] lágmarksorkubraut,
sú braut geimflaugar milli tveggja hnatta, sem krefst minnstrar orku (ef
sérstakar, flóknar brautir eru frátaldar)
- Holmberg radius
- [íslenska] Holmbergsgeisli [skýr.] mælikvarði á stærð
vetrarbrautar, fjarlægðin frá miðju út að vissum birtumörkum, mæld eftir
langásnum
- homogeneity
- [íslenska] einsleitni
- homogeneous
- [íslenska] einsleitur, eingerður
- homosphere
- [íslenska] einhvolf [skýr.] gufuhvolf jarðar neðan 80 km
eða svo, þar sem efnasamsetning breytist ekki verulega með hæð, gagnstætt
heterosphere
- Hooker telescope
- [sh.] Mt. Wilson telescope [íslenska] Wilsonsjónaukinn [skýr.]
sjónauki á Wilsonfjalli í Kaliforníu, sá stærsti í heimi frá 1917 til 1948
- horizon
- [íslenska] sjóndeildarhringur [sh.] sjónarrönd [skýr.]
sjá jafnframt astronomical horizon
- horizonal coordinates
- [íslenska] sjónbaugshnit [skýr.] stjörnuhnit sem miðast
við sjónbaug
- horizontal branch
- [íslenska] lárétta greinin (í Hertzsprung-Russell-línuriti
kúluþyrpinga)
- horizontal parallax
- [íslenska] láhliðrun [sh.] sjónbaugshliðrun [skýr.]
hliðrun við sjónbaug
- horizontal plane
- [íslenska] sjónbaugsslétta
- Horologium
- [íslenska] Klukkan [skýr.] stjörnumerki
- Horsehead nebula
- [íslenska] Riddaraþokan [skýr.] geimþoka í stjörnumerkinu
Óríon
- horseshoe mounting
- [íslenska] skeifustæði (sjónauka)
- Horseshoe nebula
- -> Omega nebula
- hour
- [íslenska] stund [sh.] klukkustund
- hour angle
- [íslenska] tímahorn (stjörnu) [skýr.] hornið milli hábaugs
og tímabaugs stjörnu; sá stjörnutími sem liðinn er frá því að
(fasta)stjarnan fór yfir hábaug himins
- hour circle
- [íslenska] tímabaugur [skýr.] baugur milli himinskauta
- Hubble classification
- [íslenska] Hubblesflokkun (vetrarbrauta) [skýr.] flokkun
kennd við bandaríska stjörnufræðinginn Edwin Powell Hubble (1889-1953)
- Hubble constant
- [sh.] Hubble parameter [íslenska] Hubblesstuðull [skýr.]
hlutfallið milli fráhvarfshraða og fjarlægðar vetrarbrauta, kennt við
bandaríska stjörnufræðinginn Edwin Powell Hubble (1889-1953)
- Hubble diagram
- [íslenska] Hubbleslínurit [skýr.] línurit sem sýnir
samband sýndarbirtu og rauðviks vetrarbrauta, kennt við bandaríska
stjörnufræðinginn Edwin Powell Hubble (1889-1953)
- Hubble flow
- [íslenska] Hubblesþensla (alheims) [skýr.] útþensla kennd
við bandaríska stjörnufræðinginn Edwin Powell Hubble (1889-1953)
- Hubble parameter
- -> Hubble constant
- Hubble radius
- [íslenska] Hubblesgeisli [skýr.] fjarlægðin til þeirra
vetrarbrauta sem fjarlægjast með hraða ljóssins vegna útþenslu alheimsins;
fjarlægðin til endimarka hins sýnilega heims, lauslega reiknað
- Hubble Space Telescope (HST)
- [íslenska] Hubblessjónaukinn [skýr.] sjónauki í geimnum,
nefndur til heiðurs bandaríska stjörnufræðingnum Edwin Powell Hubble
(1889-1953)
- Hubble time
- [íslenska] Hubblestími [skýr.] útþenslutími alheims,
reiknaður eftir Hubblesstuðli
- Hubble's law
- [íslenska] Hubbleslögmál [skýr.] lögmál um fráhvarfshraða
vetrarbrauta, kennt við bandaríska stjörnufræðinginn Edwin Powell Hubble
(1889-1953)
- Huygens eyepiece
- [íslenska] Huygens-augngler [skýr.] ein tegund augnglera,
kennd við hollenska eðlisfræðinginn og stjörnufræðinginn Christiaan Huygens
(1629-1695)
- Hyades
- [íslenska] Regnstirnið [skýr.] stjörnuþyrping í nautsmerki
- hyberbola
- [íslenska] gleiðbogi
- Hydra
- [íslenska] Vatnaskrímslið [skýr.] stjörnumerki
- hydrostatic equilibrium
- [íslenska] vökvajafnvægi
- hydroxyl radical (OH)
- [íslenska] hydroxýlhópur
- Hydrus
- [íslenska] Lagarormurinn [skýr.] stjörnumerki
- hyperboloid reflector
- [íslenska] gleiðflatarkíkir [skýr.] kíkir sem hefur spegil
með gleiðflataryfirborði
- hypergalaxy
- [íslenska] vetrarbrautastóð [skýr.] vetrarbraut með smærri
fylgiþokum (dvergvetrarbrautum)
- hypernova
- [skýr.] gríðarlega öflug sprengistjarna, ein af hugsanlegum
skýringum svonefndra gammablossa [íslenska] gríðarstjarna
I
- Iapetus
- [íslenska] Japetus [skýr.] eitt af tunglum Satúrnusar
- image converter
- [íslenska] myndbreytir [skýr.] myndmagnari sem gerir
innrautt ljós eða röntgengeisla sýnilega
- image intensifier
- [sh.] image tube [íslenska] myndmagnari
- image orthicon
- [íslenska] ortíkon-myndlampi (í sjónvarpsmyndavél)
- image photon counting system (IPCS)
- [íslenska] ljóseindagreinir
- image tube
- -> image intensifier
- immersion
- [íslenska] hvarf (stjörnu í myrkva)
- impact crater
- [íslenska] árekstrargígur [skýr.] gígur eftir loftstein
eða halastjörnu
- implosion
- [íslenska] hrun [skýr.] sprenging inn á við
- inclination
- [íslenska] halli (t.d. mönduls, brautar eða segulnálar)
- index of refraction
- -> refractive index
- Indus
- [íslenska] Indíáninn [skýr.] stjörnumerki
- inequality
- [íslenska] misgengi [skýr.]
óregla í göngu himinhnattar, frávik frá jafnri hreyfingu vegna miðskekkju
brautarinnar og áhrifa frá öðrum hnöttum
[dæmi] equation of the centre, evection,
variation, annual equation
- inertia
- [íslenska] tregða
- inertial frame
- [íslenska] tregðukerfi
- inertial mass
- [íslenska] tregðumassi
- inferior conjunction
- [íslenska] innri samstaða [skýr.] þegar reikistjarna er
milli jarðar og sólar
- inferior culmination
- -> lower culmination
- inferior planet
- -> inner planet
- inflationary era
- [íslenska] óðaþensluskeið [skýr.] hugsanlegt skeið í
bernsku alheimsins
- inflationary universe
- [íslenska] óðaþensluheimur [skýr.] alheimslíkan sem gerir
ráð fyrir óðaþensluskeiði í bernsku alheimsins
- infrared lo. (IR)
- [íslenska] innrauður [sh.] innroða-
- infrared (IR)
- [íslenska] innroði
- infrared astronomy
- [íslenska] innroðastjörnufræði [skýr.] sú grein
stjörnufræði sem fjallar um innrautt ljós
- infrared cirrus
- [íslenska] innrauð blikubönd (í Vetrarbrautinni)
- infrared radiation
- [íslenska] innroðageislun
- infrared source
- [íslenska] innroðalind [skýr.] uppspretta innrauðs ljóss
- infrared telescope
- [íslenska] innroðasjónauki [sh.] sjónauki fyrir innrautt
ljós
- infrared window
- [íslenska] innroðagluggi [skýr.] tíðnibil í hinum innrauða
hluta litrófsins þar sem ljósið kemst gegnum gufuhvolf jarðar
- inhomogeneous
- [íslenska] úfinn [skýr.] um segulsvið
- initial mass function
- [íslenska] massadreifingarregla [skýr.] fjöldadreifing
stjarna eftir efnismagni
- initial mass function
- -> Salpeter function
- inner planet
- [sh.] inferior planet [íslenska] innri reikistjarna [skýr.]
reikistjarna sem gengur nær sól en jörðin
- insolation
- [íslenska] ágeislun [skýr.] sólgeislun á flatar- og
tímaeiningu
- instability
- [íslenska] vingl [sh.] flökt [skýr.] óstöðugleiki
- instability strip
- [íslenska] flöktsvæði (í Hertzsprung-Russell-línuritinu)
- integrated magnitude
- -> total magnitude
- integration time
- [íslenska] safntími [skýr.] tími við mælingar eða
myndatökur
- intensity
- [íslenska] styrkur [sh.] ljósstyrkur, geislastyrkur
- intensity interferometer
- [íslenska] styrkvíxlunarmælir [sh.] birtuvíxlunarmælir [skýr.]
tæki til að mæla þvermál stjarna
- interacting binary
- [íslenska] gagnvirkt tvístirni [skýr.] þar sem efni flyst
milli stjarnanna
- interacting galaxies
- [íslenska] gagnvirkar vetrarbrautir [skýr.] vetrarbrautir
sem trufla hver aðra
- intercalation
- [íslenska] innskot (í tímatali)
- interference
- [íslenska] víxlun (ljóss eða annarrar rafsegulgeislunar)
- interference
- [íslenska] truflun
- interference filter
- [íslenska] víxlunarsía
- interference fringe
- [sh.] fringe [íslenska] víxlunarrák
- interferometer
- [íslenska] víxlunarmælir
- intergalactic medium
- [íslenska] útgeimsefni [skýr.] efni milli vetrarbrauta
- International Astronomical Union (IAU)
- [íslenska] Alþjóðasamband stjarnfræðinga
- International Atomic Time (TAI)
- [íslenska] atómtími
- International Date Line
- [sh.] Date line [íslenska] dagalínan [skýr.] lína
sem skiptir dögum á jörðinni
- International Geophysical Year (IGY)
- [íslenska] Alþjóða jarðeðlisfræðiárið [skýr.] alþjóðlegt
samstarfstímabil 1957-1958
- International sunspot number
- -> relative sunspot number
- International Years of the Quiet Sun (IQSY)
- [íslenska] Sólkyrrðarárið [skýr.] alþjóðlegt
samstarfstímabil í rannsóknum á áhrifum sólar á jörð, 1964-1965
- interplanetary
- [íslenska] nærgeims- [skýr.] innan sólkerfisins
- interplanetary dust
- [íslenska] nærgeimsryk
- interplanetary medium
- [íslenska] nærgeimsefni
- interplanetary scintillation
- [íslenska] nærgeimstíbrá
- interpulse
- [íslenska] millitif (í geislun frá tifstjörnu)
- interstellar
- [íslenska] miðgeims- [skýr.] milli stjarna í
Vetrarbrautinni
- interstellar absorption
- [íslenska] miðgeimsgleyping [skýr.] ljósgleyping í efni
milli fastastjarnanna
- interstellar extinction
- [íslenska] miðgeimsdeyfing [skýr.] ljóstap milli stjarna í
Vetrarbrautinni vegna gleypingar og ljósdreifingar
- interstellar medium
- [íslenska] miðgeimsefni [skýr.] efni milli stjarna í
Vetrarbrautinni
- interstellar reddening
- [íslenska] geimroðnun [skýr.] litarbreyting stjörnu vegna
miðgeimsdeyfingar
- intrinsic colour index
- [íslenska] eiginlitvísir (stjörnu) [skýr.] óháð
miðgeimsdeyfingu ljóssins
- intrinsic variable
- [skýr.] stjarna sem breytir birtu vegna innri orsaka, gagnstætt
extrinsic variable [íslenska] eiginleg breytistjarna
- invariable plane
- [íslenska] fastaslétta (sólkerfisins)
- inverse Compton emission
- [íslenska] Comptons-andgeislun [skýr.] þegar orka
ljóseindar eykst við árekstur við rafagnir; kennd við bandaríska
eðlisfræðinginn Arthur Compton (1892-1962)
- inverse square law
- [íslenska] tvíveldislögmál
- Io
- [íslenska] Íó [skýr.] eitt af tunglum Júpíters
- ion
- [íslenska] jón [sh.] fareind, rafi
- ion tail
- [íslenska] röfunarhali (halastjörnu)
- ionization
- [íslenska] jónun [sh.] röfun
- ionization potential
- [íslenska] röfunarspenna
- ionization temperature
- [íslenska] röfunarhiti
- ionization zone
- [íslenska] röfunarsvæði
- ionosphere
- [íslenska] rafhvolf
- irradiation (1)
- [íslenska] ljómstækkun [skýr.] sýndarstækkun bjarts hlutar
þegar bakgrunnurinnn er dökkur
- irradiation (2)
- [íslenska] ágeislun (rafsegulgeislunar eða rafagna)
- irregular galaxy
- [íslenska] óregluleg vetrarbraut
- irregular variable
- [íslenska] óregluleg breytistjarna
- isophote
- [íslenska] jafnbirtulína
- isoplanatic angle
- [íslenska] myndbjögunarmörk [skýr.] hornmál stærstu myndar
sem er óbjöguð af tíbrá andrúmsloftsins, venjulega nokkrar bogasekúndur
- isotope
- [íslenska] samsæta
- isotropic
- [íslenska] stefnusnauður
- isotropy
- [íslenska] stefnusneyða
J
- jansky (Jy)
- [íslenska] janskí [skýr.] flæðisþéttleikaeining í
rafaldsstjörnufræði, kennd við bandaríska verkfræðinginn Karl Guthe Jansky
(1905-1950)
- Jeans length
- [íslenska] Jeansgeisli [skýr.] stærð sem segir til um það
hve stórt gasský í geimnum þarf að vera til að það geti fallið saman vegna
eigin þyngdar ef hitastig og þétta skýsins eru þekkt. Kennt við enska
stærðfræðinginn og stjörnufræðinginn James H. Jeans (1877-1946)
- Jeans mass
- [íslenska] Jeansmassi [skýr.] sá lágmarksmassi sem gasský
í geimnum þarf að hafa til að það geti fallið saman vegna eigin þyngdar við
tiltekið hitastig og þéttu. Kennt við enska stærðfræðinginn og
stjörnufræðinginn James H. Jeans (1877-1946)
- jet
- [íslenska] strókur
- Jet Propulsion Laboratory (JPL)
- [skýr.] geimrannsóknastofnun rekin af Tækniháskóla Kaliforníu
(Caltech) í samvinnu við Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA)
- Jewel Box
- [íslenska] Gimsteinaskrínið [skýr.] lausþyrping í
stjörnumerkinu Suðurkrossi
- Jovian planet
- [íslenska] risareikistjarna [skýr.] reikistjarna á borð
við Júpíter í okkar sólkerfi, þ.e. Júpíter, Satúrnus, Úranus eða Neptúnus,
sbr. giant planet
- Julian calendar
- [sh.] Old Style (OS) [íslenska] júlíanskt tímatal [sh.]
gamli stíll [skýr.] kennt við Júlíus Sesar (100-44 f. Kr.)
- Julian date (JD)
- íslenska] júlíanskur dagur [skýr.] tölusettur dagur (og
einnig brot úr degi),
talið frá hádegi 1. jan. 4713 f. Kr.
- Julian year
- [íslenska] júlíanskt ár [skýr.] kennt við Júlíus Sesar
(100-44 f.Kr.)
- Juno
- [íslenska] Júnó [skýr.] smástirni
- Jupiter
- [íslenska] Júpíter [skýr.] stærsta reikistjarnan
K
- K-corona
- [íslenska] K-kóróna [skýr.] samfellugeislun sólkórónu
(K=kontinuierlich)
- K-correction
- [íslenska] K-leiðrétting [skýr.] leiðrétting sem gerð er á mæligildum
birtustigs og lita fjarlægra vetrarbrauta vegna áhrifa rauðviks á
litrófið
- Keck telescopes
- [íslenska] Kecksjónaukarnir [skýr.] tveir risastórir
sjónaukar í bandarískri stjörnustöð á fjallinu Mauna Kea á Hawaii, þeir
stærstu í heimi þegar smíði þeirra lauk (1991 og 1996). Nefndir eftir
stofnuninni sem fjármagnaði smíðina
- Kellner eyepiece
- [íslenska] Kellners-augngler [skýr.] ein tegund augnglera,
kennd við Þjóðverjann Carl Kellner (1826-1855)
- Kelvin-Helmholtz contraction
- [íslenska] Kelvin-Helmholtz-samdráttur [skýr.] gömul
skýring á orkulind sólar, kennd við skoska stærðfræðinginn og
eðlisfræðinginn Kelvin lávarð (William Thomson, 1824-1907) og þýska
eðlisfræðinginn og lífeðlisfræðinginn Hermann von Helmholtz (1821-1894)
- Kelvin-Helmholtz timescale
- [íslenska] Kelvinstími [skýr.] heildartími
Kelvin-Helmholtz-samdráttar sólar
- Kepler's equation
- [íslenska] Keplersjafna (um ferilhorn reikistjarna) [skýr.]
kennd við þýska stjörnufræðinginn Jóhannes Kepler (1571-1630)
- Kepler's laws
- [íslenska] Keplerslögmál [skýr.] lögmál um gang
reikistjarna um sólu, kennd við þýska stjörnufræðinginn Jóhannes Kepler
(1571-1630)
- Kepler's star
- [íslenska] stjarna Keplers [skýr.] sprengistjarna sem sást
árið 1604, nefnd eftir þýska stjörnufræðingnum Jóhannesi Kepler (1571-1630)
- Keplerian telescope
- [íslenska] Keplerssjónauki [skýr.] tegund linsusjónauka,
kennd við þýska stjörnufræðinginn Jóhannes Kepler (1571-1630)
- Kerr black hole
- [íslenska] Kerr-svarthol [skýr.] svarthol sem snýst, ólíkt
Schwarzschild black hole
- Keyhole nebula
- [íslenska] Skráargatið [skýr.] þoka umhverfis stjörnuna
Eta í stjörnumerkinu Kilinum (Carina)
- Kids
- [íslenska] Kiðlingarnir [skýr.] tvær stjörnur í grennd við
stjörnuna Kapellu (nafnið Kapella merkir "litla geitin")
- kinematics
- [íslenska] hreyfingafræði
- kinetic temperature
- [íslenska] hreyfihiti
- Kirkwood gaps
- [íslenska] Kirkwoods-eyður [skýr.] eyður í
smástirnabeltinu, kenndar við bandaríska stjörnufræðinginn Daniel Kirkwood
(1814-1895)
- KREEP
- [skýr.] tegund tunglgrýtis (K=Kalium, REE=rare earth elements,
P=phosphorus)
- Kreutz group
- [sh.] Kreutz sungrazers [íslenska] Kreutz-hópurinn [skýr.]
safn skyldra halastjarna sem ganga nærri sól, kennt við þýska
stjörnufræðinginn Heinrich Kreutz (1854-1907), sjá sungrazer
- Kreutz sungrazers
- -> Kreutz group
- Kuiper belt (frb. Kajper belt)
- [sh.] Edgeworth-Kuiper belt [íslenska] Kuipersbelti [sh.]
Edgeworth-Kuipersbelti [skýr.] safn ískenndra reikistirna handan við
braut Neptúnusar, líklegt forðabúr skammferðarhalastjarna. Kennt við
hollensk-bandaríska stjörnufræðinginn Gerard P. Kuiper (1905-1973) og
stundum við írska verkfræðinginn og áhugastjörnufræðinginn Kenneth E.
Edgeworth (1880-1972). Sjá
jafnframt Oortsský
- Kuiper belt object (KBO)
- [íslenska] Kuipersbeltisstirni [skýr.] reikistirni í
Kuipersbeltinu. Þau tilheyra útstirnum
L
- L-corona
- [sh.] E-corona [íslenska] L-kórónan [sh.] E-kórónan
[skýr.] sá hluti sólkórónunnar sem gefur frá sér ljómlínulitróf
(L=line emission, E=emission line)
- Lacerta
- [íslenska] Eðlan [skýr.] stjörnumerki
- Lacus
- [íslenska] tjörn (á tungli eða reikistjörnu) [skýr.]
fremur lítið, dökkt, afmarkað svæði á yfirborði hnattar
- Lagoon nebula
- [íslenska] Lónþokan [skýr.] geimþoka í bogmannsmerki
- Lagrangian point
- [sh.] libration point [íslenska] Lagrange-punktur [skýr.]
jafnvægispunktur (einn af fimm) í samanlögðu þyngdarsviði tveggja
himinhnatta, kenndur við fransk-ítalska stærðfræðinginn Joseph Louis
Lagrange (1736-1813)
- Laplace's nebular hypothesis
- [íslenska] þokukenning Laplaces [skýr.] kenning um uppruna
sólkerfisins, kennd við franska stærðfræðinginn og stjörnufræðinginn Pierre
Simon Laplace (1749-1827)
- Large Altazimuth Telescope (BTA)
- [sh.] Bolshoi Teleskop Azimutalny [íslenska] Stóri
lóðstillti sjónaukinn [skýr.] rússneskur sjónauki í Kákasusfjöllum,
sá stærsti í heimi þegar smíði hans lauk árið 1975
- Large Binocular Telescope (LBT)
- [íslenska] Stóri tvísjónaukinn [skýr.] sjónaukasamstæða í
Arizona í Bandaríkjunum
- Large Magellanic Cloud (LMC)
- [sh.] Nubecula Major [íslenska] Stóra Magellansskýið [skýr.]
stjörnuþoka á suðurhveli himins, kennd við portúgalska sæfarann Ferdinand
Magellan (1480-1521)
- laser
- [íslenska] leysir
- last contact
- -> fourth contact
- last scattering surface
- [íslenska] ljósjaðar (alheims) [skýr.] ystu mörk
hins sýnilega heims, þaðan sem örbylgjukliðurinn berst
- last quarter
- [sh.] third quarter [íslenska] síðasta kvartil [sh.]
þriðja kvartil
- late-type galaxy
- [íslenska] síðþoka [skýr.] vetrarbraut sem lítur út fyrir
að vera gömul ef miðað er við fyrri hugmyndir um þróun vetrarbrauta,
(gagnstætt) early-type galaxy
- late-type star
- [íslenska] síðstjarna [skýr.] lághitastjarna, áður talin
gömul stjarna, gagnstætt early-type star
- latitude
- [íslenska]
breidd (á himni)
[dæmi] celestial latitude, galactic latitude
- latitude variation
- [íslenska] breiddarhnik [skýr.] vegna pólrangls jarðar,
sjá Chandler wobble
- launch vehicle
- [íslenska] burðarflaug
- launch window
- [íslenska] skotgæftir [skýr.] tími þegar heppilegt er að
skjóta upp geimflaug
- Le Verrier ring
- -> Leverrier ring
- leading spot
- -> preceding spot
- leap month
- [íslenska] hlaupmánuður
- leap second
- [íslenska] hlaupsekúnda
- leap year
- [íslenska] hlaupár
- legal time
- [sh.] civil time [íslenska] lögtími [skýr.] tími
sem klukkur eru stilltar eftir
-> local time
- Lemaître model
- [íslenska] Lemaître-líkan (í heimsfræði) [skýr.] líkan
kennt við belgíska stærðfræðinginn Georges Lemaître (1894-1966)
- Lemaitre model
- [íslenska] Lemaitre-líkan [skýr.] sjá Lemaître model
- lens
- [íslenska] linsa
- lenticular galaxy
- [íslenska] linsuþoka [skýr.] linsulaga vetrarbraut
- Leo
- [íslenska] Ljónið [skýr.] stjörnumerki
- Leo Minor
- [íslenska] Litlaljón [skýr.] stjörnumerki
- Leonids
- [íslenska] Leonítar [skýr.] loftsteinadrífa, kennd við
ljónsmerkið (Leo)
- lepton
- [íslenska] létteind
- lepton era
- [íslenska] létteindastund (í heimsfræði) [skýr.] rétt
eftir Miklahvell
- Lepus
- [íslenska] Hérinn [skýr.] stjörnumerki
- Leverrier ring
- [sh.] Le Verrier ring [íslenska] Leverriershringur [skýr.]
einn af hinum daufu hringu umhverfis Neptúnus, nefndur til heiðurs franska
stjörnufræðingnum Urbain Leverrier(1811-1877)
- Libra
- [íslenska] Vogin [skýr.] stjörnumerki
- libration
- [íslenska]
tunglvik [skýr.] færsla sem veldur breytingu á ásýnd tungls séð frá
jörðu[dæmi] geometrical libration, physical libration
- libration orbit
- -> halo orbit
- libration point
- -> Lagrangian point
- light cone
- [íslenska] ljóskeila [skýr.] ferill ljósblossa í
tímarúminu
- light curve
- [íslenska] birtuferill (breytistjörnu)
- light echo
- [íslenska] ljósvarp [skýr.] endurvarp ljóss frá geimefni
eftir stjörnusprengingu
- light pollution
- [íslenska] ljósmengun
- light-gathering power
- [íslenska] ljósgrip (sjónauka)
- light-time
- [íslenska] ljóstími [skýr.] sá tími sem það tekur ljós að
berast milli tveggja staða
- light-year
- [íslenska] ljósár [skýr.] vegalengdin sem ljósið fer á
einu ári
- lighttime correction
- -> equation of light
- limb
- [íslenska] rönd [sh.] jaðar
- limb brightening
- [íslenska] jaðarljómun [skýr.] birtuaukning við rönd
himinhnattar, t.d. við rönd sólar í rafaldssviðinu
- limb darkening
- [íslenska] jaðarhúmun [skýr.] deyfing ljóss við rönd
himinhnattar, t.d. rönd sólar í sýnilegu ljósi
- limiting magnitude
- [íslenska] birtumark (sjónauka) [skýr.] daufasta birtustig
sem sjónaukinn greinir
- Lindblad resonance
- [íslenska] Lindbladsherma [skýr.] fyrirbæri í hreyfingu
stjarna miðað við þyrilarma í vetrarbraut
- line blanketing
- [íslenska] línuhul [skýr.] deyfing í litrófi stjörnu vegna
aragrúa daufra litrófslína sem renna saman
- line broadening
- [íslenska] línubreikkun (í litrófi)
- line of apsides
- [íslenska] ásendalína (sporbaugs)
- line of cusps
- [íslenska] birtuhornalína [skýr.] lína sem tengir hornin á
sigð tungls eða reikistjörnu
- line of inversion
- [íslenska] segulskiptilína (í sólblettahópi)
- line of nodes
- [íslenska] hnútalína [skýr.] skurðlína brautarsléttu
himinhnattar og viðmiðunarsléttu
- line profile
- [íslenska] línusnið (litrófslínu)
- line receiver
- [íslenska] rafaldslínunemi [skýr.] rafaldsviðtæki hannað
til að nema tiltekin, þröng bylgjusvið
- line spectrum
- [íslenska] línulitróf [sh.] línuróf
- linear polarization
- -> plane-polarization
- liner
- [skýr.] low ionization nuclear emission region [íslenska]
ljóni [skýr.] lítt jónaður vetrarbrautarkjarni
- lithosphere
- [íslenska] stinnhvolf (jarðar) [skýr.] jarðskorpan og
efsti hluti möttulsins, sjá jafnframt asthenosphere
- lobate ridge
- [íslenska] sepakambur (á tunglinu)
- lobe
- [íslenska] stefnugeiri (loftnets)
- Local Group
- [íslenska] grenndarhópurinn [skýr.] hópur nálægra
vetrarbrauta
- local hour angle (LHA)
- [íslenska] staðartímahorn (stjörnu) [skýr.] ólíkt
Greenwich hour angle (GHA)
- local mean time
- [sh.] local time [íslenska] staðarmiðtími [sh.]
staðartími [skýr.] meðalsóltími staðar, miðast við meðalsól og
lengdarbaug staðarins
- local sidereal time
- [íslenska] staðarstjörnutími [skýr.] stjörnutími á
tilteknum stað
- local standard of rest (LSR)
- [íslenska] grenndarstöðumið [skýr.] viðmiðunarpunktur sem
fylgir meðalhreyfingu stjarna í Vetrarbrautinni í nágrenni sólar
- Local Supercluster
- [íslenska] grenndarofurþyrpingin [skýr.] safn
vetrarbrautaþyrpinga með miðju nálægt Meyjarþyrpingunni
- Local System
- [íslenska] grenndarkerfið [skýr.] vetrarbrautarspori sem
myndar belti bjartra stjarna á himinhvolfinu (belti Goulds)
- local thermodynamic equilibrium (LTE)
- [íslenska] staðbundið varmajafnvægi
- local time
- [sh.] legal time, civil time [íslenska] staðartími [sh.]
lögtími [skýr.] sá tími sem venjulegar klukkur eru stilltar eftir,
ýmist staðaltími eða sumartími. Heitið "local time" getur líka
merkt local mean time, apparent solar time eða local
sidereal time
- long-baseline interferometry (LBI)
- [íslenska] langavegsmælingar [skýr.] víxlunarmælingar með
rafaldssjónaukum sem eru langt hver frá öðrum
- long-period comet
- [íslenska] langferðarhalastjarna [skýr.] halastjarna með
umferðartíma sem er lengri en 200 ár
- long-period variable
- [íslenska] langsveiflustjarna [skýr.] sveiflustjarna þar
sem lotan er 100 dagar eða meira
- longitude
- [íslenska] lengd
- longitude of perigee
- [íslenska] jarðnándarlengd [skýr.] einn af brautarstikum
hnattar sem gengur um jörðu
- longitude of perihelion
- [íslenska] sólnándarlengd [skýr.] einn af brautarstikum
hnattar sem gengur um sólu
- longitude of the ascending node
- [íslenska] rishnútslengd [skýr.] einn af brautarstikum
himinhnattar
- look-back time
- [íslenska] afturhorfstími [skýr.] tíminn sem liðinn er frá
því að ljósið lagði af stað frá því fyrirbæri sem verið er að athuga
- Loop nebula
- -> Tarantula nebula
- loop prominence
- [íslenska] lykkjustrókur (í lithvolfi eða kórónu sólar)
- lower culmination
- [sh.] inferior culmination [íslenska] lágganga
(himinhnattar) [skýr.] þegar himinhnöttur er lægst á lofti (fjærst
hvirfilpunkti) í daggöngu sinni
- lower transit
- [íslenska] neðri þverganga (himinhnattar) [skýr.] þegar
himinhnöttur fer yfir hádegisbaug lengst frá hvirfilpunkti
- luminosity
- [íslenska] ljósafl
- luminosity function
- [íslenska] lýsifall [skýr.] segir til um fjölda þeirra
stjarna eða vetrarbrauta í rúmmálseiningu sem hafa tiltekna birtu eða
ljósafl
- luminosity-volume test
- [íslenska] ljósrýmisprófun [skýr.] aðferð til að finna
merki um þróun alheims í safni fjarlægra fyrirbæra sem sýna tiltekið rauðvik
- lunar lo.
- [íslenska] tungl- [skýr.] sem viðkemur tunglinu (mánanum)
- lunar calendar
- [íslenska] tungltímatal [skýr.] tímatal sem miðast við
göngu tungls
- lunar cycle
- -> Metonic cycle
- lunar day
- [íslenska] tungldagur [skýr.] dagur á tunglinu, 29½
jarðneskur dagur að meðaltali
- lunar eclipse
- [íslenska] tunglmyrkvi
- lunar grid
- [íslenska] tunglnet [skýr.] drættir sem virðast mynda net
á yfirborði tunglsins
- lunar month
- -> synodic month
- lunar occultation
- [íslenska] stjörnumyrkvi af völdum tungls
- lunar orbiter
- [íslenska] tunglfylgiflaug [skýr.] geimflaug á braut
umhverfis tunglið
- lunar parallax
- [íslenska] hliðrun tungls [skýr.] munur á stefnu til
tungls vegna fráviks athuganda frá jarðarmiðju
- lunar rays
- [sh.] crater rays, rays [íslenska] gíggeislar (á tunglinu)
- lunar transient phenomenon (LTP)
- -> transient lunar phenomenon
- lunar year
- [íslenska] tunglár [skýr.] tólf tunglmánuðir, rúmlega 354
dagar
- lunation
- -> synodic month
- lunisolar calendar
- [íslenska] sólbundið tungltímatal [skýr.] tungltímatal sem
er leiðrétt með innskotsmánuðum til að fá samræmi við sólarárið
- lunisolar precession
- [íslenska] framsókn af völdum sólar og tungls [sh.]
pólvelta af völdum sólar og tungls
- lunitidal interval
- [íslenska]
sjávarfallabið
[skýr.] tíminn sem líður frá því að tungl er í hásuðri (eða
hánorðri) þar til flóð verður á tilteknum stað (flóðbið) eða fjara
(fjörubið). Sbr. establishment of the port
- Lupus
- [íslenska] Úlfurinn [skýr.] stjörnumerki
- Lyman limit
- [íslenska] Lymansmörk [skýr.] stysta bylgjulengd
Lymanslína í litrófi stjarna
- Lyman series
- [íslenska] Lymansröð [skýr.] röð lína í hinum útbláa hluta
vetnislitrófsins, kennd við bandaríska eðlisfræðinginn Theodore Lyman
(1874-1954)
- Lynx
- [íslenska] Gaupan [skýr.] stjörnumerki
- Lyot filter
- [íslenska] Lyot-ljóssía [skýr.] tvíbrotssía, kennd
við franska stjörnufræðinginn Bernard Lyot (1897-1952)
- Lyra
- [íslenska] Harpan [skýr.] stjörnumerki
- Lyrids
- [íslenska] Lýrítar [skýr.] loftsteinadrífa, kennd við
stjörnumerkið Hörpuna (Lyra)
M
- M region
- -> M-region
- M-region
- [sh.] M region [íslenska] M-svæði (á sól) [skýr.]
upphaflega haft um svæði á sól sem veldur truflunum á segulsviði jarðar. Nú
er talið að slík svæði séu kórónugeilar
- Mach's principle
- [íslenska] kenning Machs [skýr.] kenning um uppruna
tregðunnar í aflfræði, kennd við austurríska eðlisfræðinginn Ernst Mach
(1838-1916)
- macula
- [íslenska] dökkna [skýr.] dökkur blettur á yfirborði
reikistjörnu
- Maffei galaxies
- [íslenska] Maffeiþokur [skýr.] stjörnuþokur (tvær),
kenndar við ítalska stjörnufræðinginn Paolo Maffei (1926-)
- Magellan Telescopes
- [íslenska] Magellan-sjónaukarnir [skýr.] tveir samstæðir
stjörnusjónaukar í Las Campanas stjörnustöðinni í Chile
- Magellanic Clouds
- [íslenska] Magellansský [skýr.] tvær stjörnuþokur (Stóra
Magellansskýið og Litla Magellansskýið) á suðurhveli himins,
kenndar við portúgalska sæfarann Ferdinand Magellan (1480-1521)
- magnetar
- [íslenska] ofursegla [skýr.] gríðarlega segulmögnuð
tifstjarna (nifteindastjarna)
- magnetic star
- [íslenska] segulstjarna [skýr.] stjarna með sterkt og
breytilegt segulsvið
- magnetic storm
- [íslenska] segulstormur [skýr.] örar breytingar á
segulsviði jarðar
- magnetogram
- -> solar magnetogram
- magnetograph
- [sh.] solar magnetograph [íslenska] sólsegulriti [skýr.]
tæki sem skráir segulsvið yfirborðs sólar
- magnetohydrodynamics
- [íslenska] segulstraumfræði
- magnetometer
- [íslenska] segulmælir
- magnetopause
- [íslenska] segulhvörf [skýr.] ystu mörk segulhvolfs, t.d.
segulhvolfs jarðar
- magnetosheath
- [íslenska] segulslíður [skýr.] lag sem umlykur segulhvolf
- magnetosphere
- [íslenska] segulhvolf [skýr.] svæði umhverfis reikistjörnu
þar sem segulsvið reikistjörnunnar ræður hreyfingum rafagna
- magnetotail
- [sh.] geotail [íslenska] segulhvolfshali
- magnification
- [sh.] magnifying power [íslenska] stækkun
- magnifying power
- -> magnification
- magnitude (1)
- [íslenska]
birtustig [sh.] skærð (stjörnu) [skýr.] mælikvarði á birtu,
oft stytt í birta
[dæmi] apparent magnitude, absolute magnitude
- magnitude (2)
- (of an eclipse) [íslenska] myrkvastig (sólmyrkva eða tunglmyrkva)
[skýr.] segir til um það hve mikið af sól eða tungli er hulið í
myrkva
- main beam
- [sh.] main lobe (of an antenna) [íslenska] megingeiri
(rafaldsloftnets)
- main lobe
- -> main beam
- main sequence
- [íslenska] meginröð (stjarna) [skýr.] ferill í
Hertzsprung-Russell-línuriti
- main sequence fitting
- [íslenska] meginraðarmátun [skýr.] aðferð til að ákvarða
fjarlægð stjörnuþyrpingar með samanburði á meginröðum í
Hertzsprung-Russell-línuritum
- major axis
- [íslenska] langás (sporbaugs)
- major planet
- [íslenska] reikistjarna [skýr.] gagnstætt minor planet
- Maksutov telescope
- [íslenska] Maksutov-sjónauki [skýr.] afbrigði spegil- og
linsusjónauka, kennt við rússneska sjóntækjasmiðinn Dmitri D. Maksutov
(1896-1964)
- Malmquist bias
- [íslenska] Malmquist-bjagi [skýr.] skekkja í úrtaki á
fjarlægum fyrirbærum s.s. vetrarbrautum vegna þess að mest ber á þeim
fyrirbærum sem ljóssterkust eru, en hin sem bera litla birtu finnast síður.
Kenndur við sænska stjörnufræðinginn Gunnar Malmquist (1893-1982)
- mantle
- [íslenska] möttull (jarðar)
- mare
- [íslenska] tunglhaf
- Mare Crisium
- [íslenska] Kreppuhafið (á tunglinu)
- Mare Fecunditatis
- [íslenska] Frjósemishafið (á tunglinu)
- Mare Frigoris
- [íslenska] Frerahafið (á tunglinu)
- Mare Humorum
- [íslenska] Vessahafið (á tunglinu)
- Mare Imbrium
- [íslenska] Regnhafið (á tunglinu)
- Mare Nectaris
- [íslenska] Veigahafið (á tunglinu)
- Mare Nubium
- [íslenska] Skýjahafið (á tunglinu)
- Mare Orientale
- [sh.] Orientale Basin [íslenska] Austurhafið [sh.]
Austurbotn (á tunglinu)
- Mare Serenitatis
- [sh.] Serenitatis Basin [íslenska] Kyrrðarhafið [sh.]
Kyrrðarbotn (á tunglinu)
- Mare Tranquillitatis
- [íslenska] Friðarhafið [sh.] Friðarbotn (á tunglinu)
- Mare Vaporum
- [íslenska] Eimhafið (á tunglinu)
- Markarian galaxies
- [íslenska] Markarian-stjörnuþokur [skýr.] vetrarbrautir
kenndar við sovéska (armenska) stjörnufræðinginn Benjamin E. Markarian
(1913-1985)
- mascon
- [íslenska] þéttingur [skýr.] massaþétta undir tunglhafi
- maser (1)
- [íslenska] meysir [skýr.] tæki til að magna örbylgjur
- maser (2)
- [íslenska] meysir [skýr.] ferli í geimskýjum sem magnar
örbylgjur á hliðstæðan hátt og meysistæki
- mass function
- [íslenska] massafall [skýr.] hlutfall sem hægt er að leiða
út frá athugunum á hreyfingu annarrar stjörnunnar í tvístirni og veitir
samtvinnaðar (ekki aðskildar) upplýsingar um massa stjarnanna og
brautarhallann séð frá jörð
- mass transfer
- [íslenska] millistreymi massa
- mass-luminosity relation
- [íslenska] massalýsilögmálið [skýr.] um samband massa og
ljósafls stjörnu í meginröð
- massive astrophysical compact halo object (MACHO)
- [skýr.] bráðabirgðanafngift á hulduefni í hjúpi vetrarbrauta sem
meðal annars veldur örlinsuhrifum í ljósi frá þeim. Nafnið gæti átt við
hvers kyns daufar stjörnur eða jafnvel svarthol [íslenska] þyngill
- matter era
- [íslenska] efnisskeiðið [skýr.] tímabil á eftir
geislunarskeiðinu í sögu alheimsins
- Maunder minimum
- [íslenska] Maunderslágmark [skýr.] lámark í
sólblettafjölda, frá 1645 til 1715, kennt við enska stjörnufræðinginn Edward
Walter Maunder (1851-1928)
- maximum entropy method
- [íslenska] hámarksóreiðuaðferð [skýr.] stærðfræðileg
aðferð til að ná sem mestum upplýsingum úr óskýrum myndum
- Maxwell gap
- [íslenska] Maxwellsgeil [skýr.] geil í grisjuhring
Satúrnusar, fannst á myndum sem teknar voru úr geimflauginni Voyager 1 árið
1980, kennd við skoska eðlisfræðinginn James Clerk Maxwell (1831-1879)
- Maxwell Montes
- [íslenska] Maxwellsfjöll [skýr.] hæsti fjallgarður á
Venusi, nefndur eftir skoska stærðfræðingnum og eðlisfræðingnum James Clerk
Maxwell (1831-1879)
- Me star
- [íslenska] Me-stjarna [skýr.] stjarna í litrófsflokki M
sem sýnir bjartar ljómlínur vetnis (e=emission)
- mean anomaly
- [íslenska] meðalbrautarhorn (á brautargöngu reikistjörnu) [skýr.]
segir til um það hve langt reikistjarnan væri komin frá sólnándarstað, séð
frá sólu, hefði reikistjarnan hreyfst með jöfnum hraða (meðalhraða sínum)
- mean density of matter
- [íslenska] meðalþétta efnis (í alheimi)
- mean equator
- [íslenska] meðalmiðbaugur [skýr.] miðbaugur himins eins og
hann væri ef hreyfing hans stjórnaðist eingöngu af pólveltu jarðar, en
pólriðunnar gætti ekki
- mean equinox
- [íslenska] meðalvorpunktur [skýr.] vorpunktur eins og hann
væri ef hreyfing hans stjórnaðist eingöngu af pólveltu jarðar, en
pólriðunnar gætti ekki
- mean motion
- [íslenska] meðalhreyfing [skýr.] meðalhornhraði
himinhnattar á sporbaug
- mean noon
- [íslenska] meðalhádegi
- mean parallax
- [íslenska] meðalhliðrun (í hópi stjarna)
- mean place
- [sh.] mean position [íslenska] meðalstaða (stjörnu) [skýr.]
staða miðuð við meðalmiðbaug og meðalvorpunkt, séð frá miðju sólar, sbr.
apparent place og true place
- mean pole
- [íslenska] meðalskaut (himins) [skýr.] staða
himinskautsins ef pólriðu jarðar gætti ekki
- mean position
- -> mean place
- mean sidereal time
- [íslenska] meðalstjörnutími [skýr.] stjörnutími sem miðast
við stöðu meðalvorpunkts, ólíkt apparent sidereal time
- mean solar day
- [íslenska] meðalsólarhringur
- mean solar time
- [sh.] mean time [íslenska] meðalsóltími [sh.]
miðtími, meðaltími [skýr.] tími sem miðast við meðalsól, ólíkt
apparent solar time
- mean sun
- [íslenska] meðalsól [skýr.] ímynduð sól sem fylgir
meðalhreyfingu sólar á himni
- mean tide
- [íslenska] meðalsjávarborð
- mean time
- -> mean solar time
- megaparsec (Mpc)
- [íslenska] megaparsek [skýr.] vegalengd, milljón parsek
- meniscus lens
- [íslenska] skálarlinsa
- Mensa
- [íslenska] Borðið [skýr.] stjörnumerki
- Mercury
- [íslenska] Merkúríus [skýr.] innsta reikistjarna
sólkerfisins
- meridian (1)
- [íslenska] lengdarbaugur
- meridian (2)
- [íslenska] hábaugur [sh.] hádegisbaugur
- meridian circle
- -> transit instrument
- meridian passage
- [íslenska] háganga [sh.] lágganga, þverganga
- mesopause
- [íslenska] miðhvörf [skýr.] efri mörk miðhvolfsins í
háloftum jarðar
- mesosphere
- [íslenska] miðhvolf [skýr.] rými milli heiðhvolfs og
hitahvolfs í háloftum jarðar
- Messier (M)
- [íslenska] Messier [skýr.] tilvísun í skrá Messiers um
himinþokur (Messier catalogue)
- Messier catalogue
- [íslenska] þokuskrá Messiers [sh.] Messiersskrá [skýr.]
skrá kennd við franska stjörnufræðinginn Charles Joseph Messier (1730-1817)
- metagalaxy
- [íslenska] vetrarbrautasafn
- metagalaxy
- [íslenska] alheimurinn
- metal
- (in astronomical terminology) [íslenska] þungefni [skýr.]
öll frumefni þyngri en vetni og helín
- metal abundance
- [íslenska] þungefnamagn [skýr.] magn efna sem eru þyngri
en vetni og helín
- meteor
- [íslenska] loftsteinn [sh.] hrapsteinn, stjörnuhrap
- Meteor Crater
- -> Barringer crater
- meteor shower
- [íslenska] loftsteinadrífa
- meteor storm
- [íslenska] loftsteinahríð [skýr.] skæðadrífa loftsteina,
afar sjaldgæft, skammvinnt fyrirbæri, lýsir sér oftast sem gríðarleg aukning
á venjulegri loftsteinadrífu
- meteor stream
- [íslenska] loftsteinastraumur
- meteorite
- [íslenska] loftsteinn [skýr.] reikisteinn sem fallið hefur
á jörðina
- meteorite crater
- [íslenska] loftsteinsgígur
- meteoroid
- [íslenska] reikisteinn [sh.] geimgrýti
- Metonic cycle
- [sh.] lunar cycle [íslenska] tunglöld [skýr.] 19
ára tímabil endurtekningar í kvartilaskiptum tungls á sama tíma árs, kennt
við Grikkjann Meton (á 5. öld f. Kr.)
- metric
- [íslenska] firð
- Michelson's stellar interferometer
- [íslenska] stjarnvíxlunarmælir Michelsons [skýr.] tæki til
að mæla sýndarþvermál stjarna
- microchannel plate detector
- [íslenska] þráðaplötuskynjari [skýr.] tæki til að nema
háorkuljóseindir
- microdensitometer
- -> microphotometer
- microlensing
- [skýr.] mögnun á ljósi stakrar stjörnu vegna þyngdarhrifa
annarrar stjörnu sem fer fyrir hana [íslenska] örlinsuhrif
- micrometeorite
- [íslenska] loftsteinsögn
- micrometeoroid
- [íslenska] geimarða
- micrometer
- [íslenska] nándarmælir [sh.] afstöðumælir [skýr.]
tæki til að mæla hornbil eða afstöðuhorn þéttstæðra stjarna á himni. Dæmi:
filar micrometer
- microphotometer
- [sh.] microdensitometer [íslenska] gegnumskinsmælir [skýr.]
tæki til að mæla birtu stjarna á ljósmyndum
- Microscopium
- [íslenska] Smásjáin [skýr.] stjörnumerki
- microwave
- [íslenska] örbylgja
- microwave background radiation
- -> cosmic background radiation
- Mie scattering
- [íslenska] Miesdreifing [skýr.] dreifing ljóss í geimnum
eða lofthjúpi jarðar af völdum agna sem eru svipaðrar stærðar og öldulengd
ljóssins. Kennd við þýska eðlisfræðinginn Gustav Mie (1868-1957). Dæmi:
blámáni
- Milankovic cycles
- [íslenska] Milankovitssveiflur [skýr.] sveiflur í
möndulhalla jarðar og brautarstikum jarðbrautar, sem hugsanlega valda
ísöldum, kenndar við Júgóslavann Milutin Milankovic (1879-1958)
- Milky Way
- [íslenska] Vetrarbrautin
- millimetre-wave astronomy
- [íslenska] millimetrastjörnufræði [skýr.]
rafaldsstjörnufræði sem nýtir geislun með öldulengd frá 1 til 10 mm
- Mills cross antenna
- -> Mills cross stellar interferometer
- Mills cross stellar interferometer
- [sh.] Mills cross antenna [íslenska] víxlunarkross Mills [sh.]
Millskrossloftnet [skýr.] rafaldsvíxlunarmælir kenndur við ástralska
stjörnufræðinginn Bernard Yarnton Mills (1920-)
- mini black hole
- [íslenska] agnarsvarthol
- minimum energy orbit
- [íslenska]
lágmarksorkubraut [skýr.] sú braut geimflaugar milli tveggja
reikistjarna, sem krefst minnstrar orku
[dæmi] Hohmann transfer orbit
- minor axis
- [íslenska] skammás (sporbrautar)
- minor planet
- [íslenska] reikistirni [skýr.] efnisklumpur sem gengur um
sólu, mun minni en hinar hefðbundnu reikistjörnur og sjaldnast hnattlaga.
Reikistirnin skiptast í smástirni og útstirni
- minute of arc
- [íslenska] bogamínúta
- Mira star
- [íslenska] Mírustjarna [skýr.] kennd við breytistjörnuna
Míru
- mirror blank
- [íslenska] hráspegill [skýr.] óslípað spegilgler fyrir
stjörnusjónauka
- mirror cell
- [sh.] cell [íslenska] bakfesting (spegils)
- mirror image aurora
- [íslenska] spegluð norðurljós
- missing mass
- [sh.] dark matter [íslenska] huldumassi, hulduefni
- MK-classification
- -> Morgan-Keenan classification
- mock moon
- -> parselene
- mock sun
- -> parhelion
- Modified Julian Date (MJD)
- [íslenska] stýfður júlíanskur dagur [skýr.] júlíanskt
dagsnúmer sem talan 2440000 hefur verið dregin frá til einföldunar, og auk
þess 0,5 til að dagurinn hefjist á miðnætti, sjá jafnframt Julian Date
- molecular cloud
- [íslenska] sameindaský [skýr.] miðgeimsgas þar sem atómin
hafa að miklu leyti sameinast í sameindir
- Monoceros
- [íslenska] Einhyrningurinn [skýr.] stjörnumerki
- monochromatic magnitude
- [íslenska] einlitarbirta (stjörnu)
- monochromator
- [íslenska] einlitari [skýr.] tæki sem hleypir aðeins í
gegn geislun í einum lit (þröngu bylgjusviði)
- mons
- [íslenska] fjall (á yfirborði reikistjörnu)
- month
- [íslenska]
mánuður
[dæmi] synodic month, sidereal month, tropical
month, anomalistic month, draconic month
- Monthly Notices (MN)
- -> Monthly Notices of the Royal Astronomical Society
- Monthly Notices of the Royal Astronomical Society (MNRAS)
- [sh.] Monthly Notices (MN) [skýr.] tímarit konunglega
breska stjörnufræðifélagsins
- moon
- [íslenska] tungl
- moon
- [íslenska] tunglið [sh.] máninn
- moonquake
- [íslenska] tunglskjálfti
- Morgan's classification
- [íslenska] flokkunarkerfi Morgans [sh.]
vetrarbrautaflokkun Morgans [skýr.] kennt við bandaríska
stjörnufræðinginn William Wilson Morgan (1906-1994)
- Morgan-Keenan classification
- [sh.] MK-classification, Yerkes classification [íslenska]
MK-stjörnuflokkunin [sh.] Yerkes-stjörnuflokkunin [skýr.]
flokkun eftir litrófseinkennum, kennd við bandarísku stjörnufræðingana
William W. Morgan (1906-1994), Philip C. Keenan (1908-) við
Yerkes-stjörnustöðina. Ein útgáfa þessarar flokkunar (MKK classification) er
einnig kennd við þriðja höfundinn, Edith Kellman (1911-)
- morning star
- -> Venus
- morning star
- [íslenska] morgunstjarna [skýr.] björt stjarna á
morgunhimni, einkum Venus þegar hún er vestan við sól
- mother-of-pearl cloud
- -> nacreous cloud
- mounting
- [íslenska] sjónaukastæði [sh.] fótur
- moving cluster
- [íslenska] hreyfiþyrping [skýr.] þyrping þar sem
sýndarhreyfingar stjarnanna gera kleift að finna hliðrun og þar með fjarlægð
þyrpingarinnar
- moving cluster parallax
- [íslenska] hóphliðrun [skýr.] hliðrun reiknuð út frá
sýndarhreyfingum stjarna í þyrpingu
- Mt. Wilson telescope
- -> Hooker telescope
- multilayer coating
- [íslenska] fjölhúðun (sjónglers)
- multiple
- [íslenska] margfaldur (um norðurljós)
- Multiple Mirror Telescope (MMT)
- [íslenska] Fjölspeglasjónaukinn [skýr.] samstæða sex
stórra sjónauka á einu sjónaukastæði á Hopkinsfjalli í Arizona í
Bandaríkjunum
- multiple mirror telescope
- [íslenska] fjölspeglasjónauki
- multiple star
- [íslenska] fjölstirni [sh.] margstirni
- multiplet
- [íslenska] línuþyrping [skýr.] fjöldi þéttstæðra
litrófslína frá sama frumefni eða fareind
- multistage rocket
- [íslenska] margþrepa eldflaug
- muon
- [íslenska] míeind
- mural circle
- [íslenska] veggbogi [sh.] múrbogi [skýr.] fornt
tæki til að mæla hæð stjarna yfir sjónbaug
- mural quadrant
- [íslenska] veggkvaðrantur [sh.] múrkvaðrantur [skýr.]
fornt stjörnumælingatæki, veggbogi sem nær yfir 90 gráðu horn
- Musca
- [íslenska] Flugan [skýr.] stjörnumerki
N
- N galaxy
- [íslenska] N-vetrarbraut [skýr.] tegund vetrarbrauta í
flokkunarkerfi Morgans, einkennist af björtum kjarna (e. nucleus)
- n-body problem
- [íslenska] fjölhnattaþraut [skýr.] óleyst þraut um
hreyfingar margra hnatta undir þyngdaráhrifum
- nacreous cloud
- [sh.] mother-of-pearl cloud [íslenska] glitský
- nadir
- [íslenska] ilpunktur (á himinhvolfinu) [skýr.] punktur
andspænis hvirfilpunkti, lóðrétt undir athuganda og sést því ekki
- Nagler
- [sh.] Nagler eyepiece [íslenska] Naglers-augngler [skýr.]
tegund augnglera sem hefur mjög gleitt sjónhorn, kennd við bandaríska
sjóntækjafræðinginn Albert H. Nagler (1935-)
- Nagler eyepiece
- -> Nagler
- naked singularity
- [íslenska] nakin sérstæða [skýr.] sérstæða án sjóndeildar,
fyrirbæri sem kenningin um sjónbann virðist útiloka
- Nasmyth focus
- [íslenska] Nasmyths-myndflötur [skýr.] myndflötur sem fæst
með því að nota aukaspegil í sjónauka á lóðstilltum fæti til að varpa mynd
til hliðar eftir lárétta snúningsásnum. Kenndur við breska verkfræðinginn
James Nasmyth (1808-1890)
- National Aeronautics and Space Administration (NASA)
- [íslenska] Geimferðastofnun Bandaríkjanna
- nautical almanac
- [íslenska] siglingaalmanak
- nautical twilight
- [íslenska] siglingarökkur [skýr.] tímabil fyrir
sólarupprás og eftir sólarlag; hefst (að morgni) og lýkur (að kvöldi) þegar
sól er 12° undir sjónbaug
- navigation
- [íslenska] siglingafræði
- neap tide
- [íslenska] smástreymi
- near-contact binary
- [íslenska] nærtvinnað tvístirni [skýr.] hálftvinnað
tvístirni sem nálgast það að vera samtvinnað
- near infrared
- [íslenska] nær-innroði [skýr.] sá hluti innrauða
litrófsins sem næstur er sýnilegu ljósi
- near ultraviolet
- [íslenska] nær-útblámi [skýr.] sá hluti útbláa litrófsins
sem næstur er sýnilegu ljósi
- near-earth asteroid (NEA)
- [skýr.] smástirni sem gengur nærri jörðu. Nærstirni skiptast í
þrjá flokka, Apolló-smástirni, Aten-smástirni, og
Amor-smástirni [íslenska] nærstirni
- near-earth object (NEO)
- [sh.] earthgrazer [skýr.] smástirni eða
halastjarna sem gengur nærri jörðu. Sjá einnig near-earth asteroid [íslenska]
nærgengill
- nebula
- [íslenska] geimþoka [sh.] geimský [skýr.]
efnisþoka í geimnum. Áður fyrr var orðið notað um himinþokur almennt, þar
með taldar stjörnuþokur (vetrarbrautir)
[dæmi] emission nebula, reflection nebula,
absorption nebula
- nebula filter
- [íslenska] þokulitsía [skýr.] sía sem aðeins hleypir í
gegn litrófslínum sem einkenna ljós frá ljómþokum
- nebular hypothesis
- [íslenska] geimþokutilgátan (um uppruna sólkerfisins)
- negative lens
- [íslenska] dreifilinsa
- Neptune
- [íslenska] Neptúnus
- neutrino
- [íslenska] fiseind
- neutron
- [íslenska] nifteind
- neutron degeneracy
- [íslenska] nifteindaöng [skýr.] efnisástand þar sem
þéttleikinn er svo mikill að nifteindum verður ekki þjappað frekar saman.
Slíkt ástand ríkir í iðrum nifteindastjarna
- neutron star
- [íslenska] nifteindastjarna
- New General Catalogue of Double Stars
- -> Aitken Double Star Catalogue
- New General Catalogue of Nebulae and Clusters of Stars (NGC)
- [íslenska] Nýja himinþokuskráin [skýr.] (útg. 1888)
- New Style (NS)
- -> Gregorian calendar
- New Technology Telescope (NTT)
- [íslenska] Nýtæknisjónaukinn [skýr.] sjónauki í
stjörnustöð Evrópulanda í Chile, fyrsti stóri sjónaukinn sem hagnýtti
viðbragðssjóntækni
- Newtonian telescope
- [íslenska] Newtonssjónauki [skýr.] tegund spegilsjónauka,
kennd við enska stærðfræðinginn og eðlisfræðinginn Isaac Newton (1642-1727)
- nightglow
- [íslenska] loftljómi [sh.] næturljómi [skýr.]
daufur bjarmi á himinhvolfinu
- noctilucent cloud (NLC)
- [íslenska] silfurský [sh.] lýsandi næturský
- node
- [íslenska]
hnútur [sh.] hnútpunktur [skýr.] skurðpunktur brautar og
viðmiðunarsléttu
[dæmi] ascending node, descending node
- nodical month
- -> draconic month
- noise
- [íslenska] suð [sh.] kliður, truflun
- nonrelativistic
- [íslenska] sínstæður [skýr.] sem ekki þarf að beita
afstæðiskenningunni við
- nonthermal emission
- [íslenska] óvermisgeislun [skýr.] geislun sem stafar ekki
af hita hlutar og er ekki eins og algeislun, gagnstætt thermal emission
- noon
- [íslenska] hádegi
- Nordic Optical Telescope (NOT)
- [íslenska] Norræni sjónaukinn [skýr.] sjónauki á eynni La
Palma í Kanaríeyjaklasanum
- Norma
- [íslenska] Hornmátið [skýr.] stjörnumerki
- North America Nebula
- [íslenska] Norður-Ameríkuþokan [skýr.] ljómþoka í
stjörnumerkinu Svaninum
- north celestial pole
- [íslenska] norðurpóll himins
- north galactic pole
- [íslenska] norðurpóll Vetrarbrautarinnar
- north galactic spur
- [íslenska] norðurspori Vetrarbrautarinnar
- north point
- [íslenska] norðurpunktur (á sjóndeildarhring)
- north polar distance
- [íslenska] norðurpólfirð
- North Polar Sequence
- [íslenska] Pólstjörnuröðin [skýr.] valdar stjörnur til
viðmiðunar við ákvörðun birtustigs
- North Star
- [íslenska] Norðurstjarnan [sh.] Pólstjarnan
- Northern Coalsack
- [íslenska] Nyrðri kolapokinn [skýr.] skuggaþoka í
stjörnumerkinu Svaninum. Sbr. Coalsack
- Northern Cross
- [íslenska] Norðurkrossinn [skýr.] samstæða fimm björtustu
stjarnanna í stjörnumerkinu Svaninum
- Northern Crown
- [íslenska] Norðurkórónan [skýr.] stjörnumerki
- nova
- [íslenska] skæra [sh.] nýstirni
- Nubecula Major
- -> Large Magellanic Cloud
- Nubecula Minor
- -> Small Magellanic Cloud
- nuclear fission
- -> fission
- nuclear fusion
- -> fusion
- nuclear reaction
- [íslenska] kjarnahvörf
- nucleon
- [íslenska] kjarneind
- nucleosynthesis
- [íslenska] kjarnamyndun [sh.] myndun atómkjarna
- nucleus
- [íslenska] kjarni
- null geodesic
- [íslenska] ljósleið [skýr.] rakleið ljóss í
tímarúminu
- nutation
- [íslenska] pólriða (jarðar)
- nutation in right ascension
- -> equation of the equinoxes
O
- O-association
- [sh.] OB-association [íslenska] O-stjörnufélag [sh.]
OB-stjörnufélag [skýr.] laustengdur hópur stjarna í litrófsflokkum O
og B
- OB-association
- -> O-association
- object glass (OG)
- -> objective
- object lens
- -> objective
- objective
- [sh.] object lens, object glass (OG) [íslenska]
viðfangsgler (í sjóntæki)
- objective grating
- [íslenska] viðfangsgreiða [skýr.] áhald til að kljúfa ljós
í liti, sett framan við viðfangsgler eða aðalspegil sjónauka
- objective prism
- [íslenska] viðfangsstrendingur [sh.] viðfangsprisma [skýr.]
áhald til að mynda litróf
- oblate spheroid
- [íslenska] pólflöt snúðvala [sh.] flattur sporvölusnúður
- oblateness
- [sh.] flattening [íslenska] pólfletja [skýr.]
mælikvarði á frávik hnattar frá kúlulögun
- obliquity of the ecliptic
- [íslenska] sólbrautarhalli [sh.] sólbaugshalli
- observatory
- [íslenska] stjörnustöð [sh.] stjörnuathugunarstöð,
stjörnuturn
- observer
- [íslenska] stjörnuskoðandi
- occultation
- [íslenska] stjörnumyrkvi
- Oceanus Procellarum
- [íslenska] Stormahafið (á tunglinu)
- Octans
- [íslenska] Áttungurinn [skýr.] stjörnumerki
- ocular
- [íslenska] augngler (í sjóntæki)
- off-axis guider
- [íslenska] hjástefnubeinir [skýr.] búnaður til að stýra
sjónauka með því að fylgja eftir stjörnu sem er rétt utan við venjulegt
sjónsvið sjónaukans
- Olbers' paradox
- [íslenska] Olbersþversögn [skýr.] þversögn sem felst í því
að næturhiminninn skuli ekki vera bjartur; kennd við þýska lækninn og
stjörnufræðinginn Heinrich Olbers (1758-1840)
- Old Style (OS)
- -> Julian calendar
- oligarch
- [íslenska] jarl [skýr.] samsafn reikisteina sem myndað
hafa allstóran hnött; fyrirbæri í þróunarsögu sólkerfisins
- oligarchy
- [íslenska] jarlræði [skýr.] stig í þróun sólkerfisins
þegar reikisteinar hafa safnast í fjölmarga, álíka stóra massa (jarla)
- Olympus Mons
- [íslenska] Ólympsfjall (á Mars) [skýr.] stærsta þekkta
eldfjall í sólkerfinu
- Omega nebula
- [sh.] Swan nebula, Horseshoe nebula [íslenska] Ómegaþokan
[skýr.] ljómþoka í bogmannsmerki
- Oort cloud
- [íslenska] Oortsský [skýr.] ský geimgrýtis umhverfis
sólkerfið, hugsanlegt forðabúr halastjarna, kennt við hollenska
stjörnufræðinginn Jan Hendrik Oort (1900-1992)
- Oort's constants
- [íslenska] Oorts-stuðlar (í Oorts-jöfnum)
- Oort's formulae
- [íslenska] Oorts-jöfnur (um hreyfingar stjarna í Vetrarbrautinni)
[skýr.] jöfnur kenndar við hollenska stjörnufræðinginn Jan Hendrik
Oort (1900-1992)
- opacity
- [íslenska] ljósdeyfni [sh.] geisladeyfni, ógagnsæi
- opaque
- [íslenska] ljósdeyfinn [sh.] geisladeyfinn, ógagnsær
- open cluster
- [íslenska] lausþyrping (stjarna)
- open universe
- [íslenska] opinn alheimur [skýr.] óendanlegur alheimur í
eilífri útþenslu
- Ophiuchus
- [íslenska] Naðurvaldi [skýr.] stjörnumerki
- Oppeneimer-Volkoff limit
- [íslenska] Oppenheimer-Volkoff-mörk [skýr.] hámarksmassi
sem nifteindastjarna getur borið án þess að falla saman í svarthol. Kennd
við bandaríska eðlisfræðinginn Robert Oppenheimer (1904-1967) og
rússnesk-kanadíska eðlisfræðinginn George Volkoff (1914-)
- opposition
- [íslenska] gagnstaða (reikistjörnu við sól)
- optical axis
- [íslenska] ljósás (sjóntækis)
- optical depth
- [sh.] optical thickness [íslenska] deyfiþykkt [skýr.]
mælikvarði á deyfingu geisla við ferð gegnum gas eða ryk
- optical double
- [íslenska] sýndartvístirni [skýr.] tvær stjörnur þétt
saman á himni, en í raun ótengdar
- optical libration
- [sh.] geometrical libration [íslenska] sýndarvik tungls [sh.]
sýndartunglvik [dæmi] diurnal libration [skýr.]
breyting á ásýnd tunglsins vegna mismunandi sjónarhorns athugandans,
gagnstætt physical libration
- optical pathlength
- [sh.] pathlength [íslenska] tómalengd (ferðar ljósgeisla
gegnum efni) [skýr.] sú vegalengd sem ljósið myndi fara á sama tíma í
tómu rúmi
- optical power
- [sh.] power [íslenska] svigstyrkur [skýr.]
sjónglers, 1/f þar sem f er brennivíddin mæld í metrum
- optical pulsar
- [íslenska] sýnileg tifstjarna
- optical telescope
- [íslenska] sjónrófskíkir [skýr.] sjónauki sem nemur
sýnilegt ljós. Sbr. radio telescope
- optical temperature
- [íslenska] jafngildishiti á sjónrófssviði [skýr.] sjá
jafnframt effective temperature
- optical thickness
- -> optical depth
- optical wedge
- [íslenska] ljósfleygur [skýr.] áhald sem tengist augngleri
sjónauka og er notað við samanburð á birtu tveggja stjarna til að deyfa
ljósið frá bjartari stjörnunni þar til hún sýnist jafnbjört hinni daufari
- optical window
- [íslenska] sjónrófsgluggi (í gufuhvolfinu) [skýr.]
bylgjusvið þar sem sýnilegt ljós nær til jarðar
- orb
- [íslenska] himinhnöttur [skýr.] orðið orb var áður
notað í fleiri merkingum, s.s. um brautir himinhnatta og himinhvel; það er
ekki notað í nútíma stjörnufræði
- orbit
- [íslenska] braut
- orbit rendezvous
- [íslenska] stefnumót í geimnum
- orbital element
- [sh.] element of orbit
[íslenska] brautarstiki [skýr.] mæligildi sem lýsir braut
himinhnattar
- orbital period
- [íslenska] umferðartími
- orbital velocity
- [íslenska] brautarhraði
- orbiter
- [íslenska] umferðarflaug [skýr.] flaug sem er komin á
braut umhverfis einhvern himinhnött
- Orientale Basin
- -> Mare Orientale
- Orion
- [íslenska] Óríon [sh.] Veiðimaðurinn, Risinn [skýr.]
stjörnumerki
- Orion arm
- [íslenska] Óríonsarmur [skýr.] þyrilarmur í
Vetrarbrautinni
- Orion association
- [íslenska] Óríon-stjörnufélagið [skýr.] O-stjörnufélag
í Óríon-þokunni
- Orion nebula
- [íslenska] Óríonþokan [sh.] Sverðþokan [skýr.]
geimþoka í stjörnumerkinu Óríon
- Orion's Belt
- [íslenska] Fjósakonurnar [skýr.] þrjár stjörnur í
stjörnumerkinu Óríon
- Orion's Sword
- [íslenska] Fjósakarlarnir [sh.] Fiskikarlarnir [skýr.]
stjörnusamstæða í stjörnumerkinu Óríon
- Orionids
- [íslenska] Óríonítar [skýr.] loftsteinadrífa kennd við
stjörnumerkið Óríon
- orrery
- [íslenska] sólkerfishermir
- orthoscopic eyepiece
- [íslenska] sjónrétt augngler [skýr.] ein tegund augnglera
- oscillating universe
- [sh.] pulsating universe [íslenska] sveiflubundinn
alheimur [sh.] lotubundinn alheimur [skýr.] heimur sem þenst
út og dregst saman á víxl
- oscillator strength
- [sh.] f-value [íslenska] sveifilstyrkur [skýr.]
fræðileg líkindi á styrk litrófslínu
- osculating elements
- [íslenska] augnabliksstikar [sh.] hjúfurstikar [skýr.]
augnabliksgildi brautarstika sem lýsa braut himinhnattar
- osculating orbit
- [íslenska] augnabliksbraut [sh.] hjúfurbraut
(reikistjörnu) [skýr.] sú braut sem reikistjarnan myndi fylgja ef
aðrar reikistjörnur hættu skyndilega að trufla hana
- overcontact binary
- [íslenska] hjúpsnertistjarna [skýr.] tvístirni þar sem
stjörnurnar ganga svo nærri hvor annarri að þær eiga sameiginlegan ytri hjúp
- outer planet
- [sh.] superior planet [íslenska] ytri reikistjarna [skýr.]
reikistjarna sem er utar í sólkerfinu en jörðin
- Owl nebula
- [íslenska] Ugluþokan [skýr.] hringþoka í stjörnumerkinu
Stórabirni
- Ozma project
- [íslenska] Osmatilraunin [skýr.] fyrsta tilraunin til að
hlusta eftir útvarpsmerkjum frá vitsmunaverum í geimnum (1960)
- ozone layer
- -> ozonosphere
- ozonosphere
- [sh.] ozone layer [íslenska] ósonlagið (í gufuhvolfi
jarðar)
P
- p-process
- [íslenska] p-ferli [skýr.] kjarnahvörf sem mynda þunga
atómkjarna í sprengistjörnum
- p-spot
- -> preceding spot
- pair production
- [íslenska] parmyndun [sh.] tvenndarmyndun [skýr.]
myndun rafeindar og jáeindar
- palimpsest
- [íslenska] skafgígur [skýr.] fyrirbæri á tunglum Júpíters
- Palomar telescope
- -> Hale telescope
- palus
- [íslenska] mýri [skýr.] dröfnótt svæði á tunglinu eða
reikistjörnu
- parabola
- [íslenska] fleygbogi
- parabolic mirror
- [íslenska] fleygbogaspegill
- parabolic velocity
- [íslenska] fleyghraði [skýr.] hraði á fleygbogabraut,
jafngildir lausnarhraða á viðkomandi stað
- paraboloid
- [íslenska] fleygflötur
- parallactic angle
- [íslenska] hliðstöðuhorn (stjörnu) [skýr.] horn á
himinhvelfingunni milli tveggja bauga: baugsins frá stjörnu til
hvirfildeplis og baugsins frá sömu stjörnu til himinskauts
- parallactic ellipse
- [íslenska] hliðrunarsporbaugur [skýr.] árlegur ferill
stjörnu á himni vegna hreyfingar jarðar um sólu, sbr. heliocentric
parallax
- parallactic inequality
- [íslenska] afstöðumisgengi [skýr.] smávægileg, mánaðarleg
sveifla í lengdarbrigðum tungls vegna breytilegrar fjarlægðar þess
frá sól
- parallactic motion
- [íslenska] hliðrunarhreyfing [skýr.] sýndarhreyfing vegna
hliðrunar
- parallax
- [íslenska]
hliðrun
[skýr.] munur á stefnunni til himinhnattar séð frá tveimur mismunandi
stöðum [dæmi] heliocentric parallax, geocentric parallax
- parallel of latitude
- [íslenska] breiddarbaugur
- parfocal
- [íslenska] einslægur [skýr.] um augngler sem hafa sömu
brennivídd
- parhelion
- [sh.] sundog, mock sun [íslenska] aukasól [dæmi]
úlfur, gíll
- parking orbit
- [íslenska] biðbraut (geimflaugar)
- parsec (pc)
- [íslenska] parsek [skýr.] fjarlægðareining
- parselene
- [sh.] mock moon [íslenska] aukatungl [skýr.]
hliðstætt aukasól. Í rímfræði hefur orðið aukatungl aðra merkingu
- partial eclipse
- [íslenska] deildarmyrkvi
- partial phase
- [íslenska] deildarmyrkvastig (í sólmyrkva eða tunglmyrkva)
- passband
- [íslenska] ljóssíugluggi [sh.] síugluggi
- path of totality
- [íslenska] ferill alskugga (í sólmyrkva)
- pathlength
- -> optical pathlength
- patch
- [íslenska] blettur (í norðurljósum)
- Pauli exclusion principle
- [íslenska] einsetulögmál Paulis (í skammtafræði) [skýr.]
skýrir tilvist hvítra dverga og nifteindastjarna. Kennt við
austurrísk-bandaríska eðlisfræðinginn Wolfgang Pauli (1900-1958)
- Pavo
- [íslenska] Páfuglinn [skýr.] stjörnumerki
- payload
- [íslenska] farmur (burðarflaugar)
- peculiar galaxy
- [íslenska] afbrigðileg vetrarbraut
- peculiar motion (1)
- [íslenska] mismunarhreyfing [sh.] afstæð hreyfing,
frávikshreyfing (stjörnu) [skýr.] hreyfing stjörnu í geimnum miðað við safn nálægra stjarna.
- peculiar motion (2)
- [íslenska] mismunarhreyfing [sh.] afstæð hreyfing,
frávikshreyfing (stjörnu) [skýr.] eiginhreyfing stjörnu að
frádreginni hreyfingu sólar eða annars viðmiðs.
- peculiar motion (3)
- [íslenska] mismunarhreyfing [sh.] afstæð hreyfing,
frávikshreyfing (vetrarbrautar) [skýr.] frávik vetrarbrautar frá útþensluhraða alheims
- peculiar star
- [íslenska] rófbrigðastjarna
- peculiar velocity
- [íslenska] mismunarhraði [sh.] afstæður hraði,
frávikshraði [skýr.] sbr. peculiar motion
- Pegasus
- [íslenska] Pegasus [sh.] Vængfákurinn [skýr.]
stjörnumerki
- pencil beam
- [íslenska] mjógeisli [skýr.] lýsir stefnuvirkni
rafaldssjónauka, ólíkt fan beam
- penumbra (1)
- [íslenska] hálfskuggi (í myrkva)
- penumbra (2)
- [íslenska] blettkragi (sólbletts)
- penumbral eclipse
- [íslenska] hálfskuggamyrkvi
- penumbral phase
- [íslenska] hálfskuggastig (í tunglmyrkva) [skýr.] þegar
einungis hálfskugginn sést
- perfect cosmological principle
- [íslenska] alhæfða heimsfræðiforsendan [skýr.] sú
grundvallarhugmynd jafnstöðukenningarinnar, að allir athugendur á
öllum tímum, hvar sem er í alheiminum, ættu að sjá sömu heimsmynd í
megindráttum
- periastron
- [íslenska] stjörnunánd [skýr.] sá staður á braut stjörnu í
tvístirni, þar sem stjörnurnar eru næstar hvor annarri, gagnstætt
apastron
- pericentre (pericenter)
- [sh.] periapsis
[íslenska] nærpunktur, nándarstaða [skýr.] brautarstaður næst
þyngdarmiðju, t.d. í tvístirni, nálægasta staða hnattar á braut um annan
hnött, gagnstætt apocentre
(apoapsis)
- perigee
- [íslenska] jarðnánd [skýr.] sá staður á sporbraut um
jörðu, sem næstur er jörðinni, gagnstætt apogee
- perihelion
- [íslenska] sólnánd [skýr.] sá staður á umferðarbraut um
sólu, sem næstur er sólinni, gagnstætt aphelion
- perihelion distance
- [íslenska] sólnándarfjarlægð [skýr.] minnsta fjarlægð
milli sólar og reikistjörnu eða halastjörnu
- perijove
- [íslenska] Júpíternánd
- period
- [íslenska] lota [sh.] umferðartími, sveiflutími
- period-density relation
- [íslenska] lotuþéttulögmálið [skýr.] um sambandið milli
sveiflutíma og þéttu í sveiflustjörnum
- period-luminosity relation
- [íslenska] lotulýsilögmálið [sh.] sveiflulýsilögmálið [skýr.]
um sambandið milli sveiflutíma og ljósafls í sveiflustjörnum
- periodic comet
- [íslenska] umferðarhalastjarna [skýr.] halastjarna sem
sést oftar en einu sinni, venjulega notað um halastjörnur sem hafa skemmri
umferðartíma en 200 ár
- Perseids
- [íslenska] Persítar [skýr.] loftsteinadrífa
- Perseus
- [íslenska] Perseus [sh.] Perseifur [skýr.]
stjörnumerki
- Perseus arm
- [íslenska] Perseusararmur [sh.] Perseifsarmur [skýr.]
þyrilarmur í Vetrarbrautinni
- personal equation
- [íslenska] viðbragðsskekkja (athuganda við mælingar)
- perturbation
- [íslenska] ferilhnik [skýr.] breyting á braut reikistjörnu
eða halastjörnu vegna áhrifa nálægra hnatta
- phase (1)
- [íslenska] sveiflustaða (í bylgjuhreyfingu)
- phase (2)
- [íslenska] birtustaða [skýr.]
segir til um það hve mikið af upplýstum helmingi himinhnattar sést frá jörðu
[dæmi] quarter
- phase (3)
- [íslenska] stig (í ferli, t.d.
myrkva)
[dæmi] annular phase
- phase angle (1)
- [íslenska] afstöðuhorn [skýr.] hornið milli sólar og
jarðar séð frá öðrum himinhnetti
- phase angle (2)
- [íslenska] afstöðuhorn [skýr.] sveiflustaða í bylgju
- phase defect
- [íslenska] fyllingarfrávik [sh.] tunglfyllingarfrávik [skýr.]
það sem á vantar að jarðhlið tungls sé öll upplýst þegar tungl er fullt
- phase difference
- [íslenska] afstöðumunur (tveggja bylgna)
- phase rotator
- [íslenska] afstöðusnerill [skýr.] tæki til að draga úr
afstöðumun í rafaldsvíxlunarmælum
- phase switching
- [íslenska] afstöðuvending [skýr.] tækni notuð í
rafaldsvíxlunarmælum til að minnka suð
- phase-sensitive detector
- [íslenska] afstöðunæmur skynjari [sh.] afstöðunæmur nemi
- Philosophiae naturalis principia mathematica
- -> Principia
- Phobos
- [íslenska] Fóbos [skýr.] annað af tunglum Mars
- Phoebe
- [íslenska] Föbe [skýr.] eitt af tunglum Satúrnusar
- Phoenix
- [íslenska] Fönix [skýr.] stjörnumerki
- photocathode
- [íslenska] ljósskaut [skýr.] í ljósnema eða ljósfaldara
- photocell
- [íslenska] ljóssella [sh.] ljósröfunarnemi,
ljósleiðninemi, ljósspennunemi
- photoconductive lo.
- [íslenska] ljósleiðni-
- photodetector
- [íslenska] ljósnemi
- photodiode
- [íslenska] ljóstvistur
- photodissociation
- [íslenska] ljóskleyfing (sameinda, t.d. í geimskýi)
- photoelectric lo.
- [íslenska] ljósröfunar-
- photoelectric effect
- [íslenska] ljósrafhrif [sh.] ljóshrif
- photoelectric magnitude
- [íslenska] rafmæld birta (stjörnu)
- photographic emulsion
- [sh.] emulsion [íslenska] ljósnæmilag (á filmu eða
ljósmyndaplötu)
- photographic magnitude
- [íslenska] filmubirta (stjörnu) [skýr.] miðast við
ljósmyndafilmu sem er næmust fyrir bláu ljósi
- photographic zenith tube (PZT)
- [íslenska] hvirfilpunktsmyndavél [skýr.] tæki sem er m.a.
notað til tímaákvarðana
- photoionization
- [íslenska] ljósjónun [sh.] ljósröfun
- photometer
- [íslenska] ljósmælir
- photometry
- [íslenska] ljósmæling
- photomultiplier
- [íslenska] ljósfaldari [skýr.] nemi sem magnar ljós
- photon
- [íslenska] ljóseind
- photon sphere
- [íslenska] ljóseindahvel (umhverfis svarthol)
- photon-counting detector
- [íslenska] ljóseindateljari
[dæmi] image photon counting system (IPCS)
- photosphere
- [íslenska] ljóshvolf [skýr.] yfirborð sólar
- photovisual magnitude
- [íslenska] sjónfilmubirta (stjörnu) [skýr.] miðast við
ljósmyndafilmu sem hefur verið breytt þannig að litnæmi hennar líkist
litnæmi augans
- photovoltaic detector
- [íslenska] ljósspennunemi
- physical double
- [íslenska] reyndartvístirni [skýr.] þar sem stjörnurnar
ganga hvor um aðra, gagnstætt optical double
- physical libration
- [íslenska] reyndartunglvik [skýr.] breyting á ásýnd tungls
séð frá jörðu vegna óreglu í möndulsnúningi tunglsins, gagnstætt optical
libration
- Pictor
- [íslenska] Málarinn [skýr.] stjörnumerki
- pincushion distortion
- [íslenska] púðabjögun (myndar í sjóntæki)
- pion
- [íslenska] píeind
- Pisces
- [íslenska] Fiskarnir [skýr.] stjörnumerki
- Piscis Austrinus
- [íslenska] Suðurfiskurinn [skýr.] stjörnumerki
- pixel
- [íslenska] myndeind [sh.] myndeining, díll [skýr.]
minnsta eining í myndum sem kallaðar eru fram með rafeindabúnaði
- plage
- [sh.] flocculus [íslenska] sólflekkur (í lithvolfi sólar)
- Planck constant
- [íslenska] Plancksstuðull [skýr.] hlutfallið milli orku og
tíðni ljóseindar, kennt við þýska eðlisfræðinginn Max Planck (1858-1947)
- Planck era
- [íslenska] Plancksskeið [skýr.] örstutt skeið við upphaf
alheims samkvæmt Miklahvellskenningu
- Planck length
- [íslenska] Planckslengd [skýr.] lengdarsvið þar sem
þyngdareindakenningin gildir, um það bil 10-35 m
- Planck time
- [íslenska] Planckstími [skýr.] þegar Plancksskeiði lýkur,
10-43 sekúndum eftir upphaf alheims samkvæmt Miklahvellskenningu
- plane-polarization
- [sh.] linear polarization [íslenska] sléttuskautun [sh.]
línuskautun (ljóss eða annarrar rafsegulgeislunar) [skýr.] þar sem
rafbylgjurnar haldast í sömu sléttu, ólíkt circular polarization
- planet
- [íslenska] reikistjarna [sh.] pláneta. Nær ekki yfir
minor planet eða dwarf planet
- Planet X
- [íslenska] tíunda reikistjarnan [sh.] óþekkta
reikistjarnan [skýr.] reikistjarna sem leitað hefur verið að en óvíst
er að sé til
- planetarium (1)
- [íslenska] himinvarpi [sh.] himinsýningarvél
- planetarium (2)
- [íslenska] stjörnuver [sh.] stjörnusalur
- planetarium (3)
- [íslenska] sólkerfishermir
- planetary aberration
- [íslenska] ljósvilla reikistjörnu [skýr.] mismunur á
sannri stöðu og sýndarstöðu reikistjörnu vegna hraða jarðar (sjá
aberration) og vegna þess tíma sem það tekur ljósið að berast frá
reikistjörnunni
- planetary nebula
- [íslenska] hringþoka
- planetary precession
- [íslenska] pólvelta af völdum reikistjarna [sh.] framsókn
af völdum reikistjarna
- planetary ring
- [íslenska] plánetuhringur [sh.] reikistjörnuhringur [skýr.]
hringur umhverfis reikistjörnu, t.d. Satúrnus
- planetary system
- [íslenska] sólkerfi
- planetesimal
- [íslenska] reikisteinn [sh.] hröngull [skýr.] einn
af óteljandi hnullungum sem urðu til við þéttingu efnisþoku sem
reikistjörnurnar mynduðust úr; byggingarefni reikistjörnu
- planetesimal theory
- [íslenska] reikisteinakenning [skýr.] um myndun
reikistjarna úr reikisteinum
- planetoid
- [íslenska] smástirni [skýr.] úrelt heiti á asteroid
- planetology
- [íslenska] reikistjörnufræði
- planisphere
- [íslenska] himinfletja [skýr.] stillanleg spjaldmynd af
himinhvelfingunni
- planitia
- [íslenska] lágslétta [skýr.] landslagseinkenni á
reikistjörnu
- planoconcave
- [íslenska] einhvolfur [skýr.] um linsu sem er íhvolf öðru
megin
- planoconvex
- [íslenska] einkúptur [skýr.] um linsu sem er kúpt öðru
megin
- planum
- [íslenska] háslétta [skýr.] landslagseinkenni á
reikistjörnu
- plasma
- [íslenska] rafgas [skýr.] jónað gas
- plasmasphere
- [íslenska] rafgasshvolf [skýr.] rými yst í gufuhvolfi
jarðar
- plate constants method
- [íslenska] myndstuðlaaðferð
- plate tectonics
- [íslenska] flekaburður (í skorpu jarðar eða annarrar
reikistjörnu)
- Platonic year
- [íslenska] platónskt ár [skýr.] pólveltutími jarðar, um
26000 ár. Upphaflega notað um þann tíma sem talið var að það tæki allar
stjörnur himinsins að renna sitt skeið á festingunni og komast aftur í
upphafsstöðu, kennt við Grikkjann Platon (428-348 f. Kr.)
- Pleiades
- [sh.] Seven Sisters [íslenska] Sjöstirnið [skýr.]
stjörnusamstæða í nautsmerki
- plerion
- [skýr.] filled-centre supernova remnant [íslenska]
fyllingarþoka [skýr.] sprengistjörnuþoka með lýsandi miðju
- Plough
- -> Big Dipper
- Plutino
- [íslenska] plútóstirni [skýr.] reikistirni, nánar tiltekið
útstirni sem gengur um sólu eftir braut sem líkist braut Plútós, þ.e.
umferðartíminn tengist umferðartíma Neptúnusar í hlutfallinu 3:2
- Pluto
- [íslenska] Plútó [skýr.] reikistjarna
- Plössl
- [sh.] Plössl eyepiece [íslenska] Plössl-augngler [skýr.]
ein tegund augnglera, kennd við austurríska sjóntækjafræðinginn Simon Plössl
(1794-1868)
- Plössl eyepiece
- -> Plössl
- Pogson scale
- [íslenska] Pogsonskvarði [skýr.] birtukvarði kenndur við
enska stjörnufræðinginn Norman Robert Pogson (1829-1891)
- point source
- [íslenska] punktlind (í rafaldsstjörnufræði) [skýr.] lind
sem er of lítil til að stærðin mælist, gagnstætt extended source
- point-spread function
- [íslenska] ljósdreififall [skýr.] stærðfræðileg lýsing á
dreifingu ljóss eða annarra rafaldsbylgna sem gefa mynd af punktlind
- Pointers
- [íslenska] Pólvísar [skýr.] tvær stjörnur í Karlsvagninum
sem vísa á Pólstjörnuna
- polar axis
- [íslenska] pólás (sjónauka)
- polar cap
- [íslenska] pólhetta [sh.] heimskautshetta [skýr.]
íshetta á jörðinni eða Mars
- polar diagram
- -> antenna pattern
- polar distance
- [íslenska] pólfirð
- polar motion
- [íslenska] pólhreyfing [skýr.] hreyfing jarðmöndulsins
miðað við yfirborð jarðar
- polar orbit
- [íslenska] pólbraut (gervitungls)
- polar wandering
- -> Chandler wobble
- Polaris
- [íslenska] Pólstjarnan [sh.] Norðurstjarnan
- polarization
- [íslenska] skautun
- polarization curve
- [íslenska] skautunarferill [skýr.] sambandið milli
endurvarpshorns og skautunar
- pole
- [íslenska] póll [sh.] skaut
- pole star
- [íslenska] pólstjarna
- poles of the ecliptic
- [íslenska] sólbaugspólar
- polishing
- [íslenska] fágun (sjónglers)
- population
- [íslenska] stjörnubyggð
- pore
- [íslenska] sóldíll [skýr.] örsmár sólblettur
- Porro prism
- [íslenska] réttstrendingur [skýr.] rétthyrndur
glerstrendingur sem snýr mynd í sjónauka um 180° svo að hún sjáist rétt, en
ekki á hvolfi
- position angle
- [íslenska] stöðuhorn [skýr.] afstaða miðað við
norðurstefnu, t.d. notað um tengilínu stjarna í tvístirni
- position circle
- -> circle of position
- position circle
- [sh.] circle of position [íslenska] stöðuhringur (í
siglingafræði) [skýr.] þeir staðir á jörðinni þar sem tiltekin
stjarna hefur sömu hæð yfir sjóndeildarhring og athugandinn hefur mælt frá
sínum athugunarstað
- position micrometer
- -> filar micrometer
- positional astronomy
- -> astrometry, spherical astronomy
- positive lens
- [íslenska] safngler
- positron
- [íslenska] jáeind
- potential
- [íslenska] mætti
- potential energy
- [íslenska] stöðuorka
- power (1)
- [íslenska] afl
- power (2)
- -> optical power
- power spectrum
- [íslenska] aflróf [skýr.] línurit sem sýnir dreifingu orku
eftir tíðni
- Poynting-Robertson effect
- [íslenska] Poynting-Robertson-hrif [skýr.] áhrif
sólarljóss á hreyfingu örsmárra agna í geimnum, kennd við enska
eðlisfræðinginn John Henry Poynting (1852-1914) og bandaríska
eðlisfræðinginn Howard Percy Robertson (1903-1961)
- Praesepe
- [sh.] Beehive cluster [íslenska] Jatan [skýr.]
lausþyrping í krabbamerki
- preceding
- [íslenska] forgöngu- [skýr.] sem fer á undan, er t.d. fyrr
í hágöngu
- preceding spot
- [sh.] p-spot, leading spot [íslenska] forgöngublettur (í
sólblettahópi) [skýr.] gagnstætt following spot
- precession (1)
- [íslenska] pólvelta [sh.] möndulvelta (jarðar)
- precession (2)
- [íslenska] framsókn (vorpunktsins) [skýr.] hreyfing sem
leiðir af pólveltu jarðar
- precessional constant
- [íslenska] framsóknarfasti [skýr.] tölugildi sem segir til
um hraða framsóknar vorpunktsins á himni
- pressure broadening
- [íslenska] þrýstingsbreikkun (litrófslínu)
- primary
- [íslenska] aðalstjarna [sh.] meginstjarna, móðurhnöttur [skýr.]
ólíkt secondary
- primary cosmic rays
- [sh.] primary radiation [íslenska] frumgeislar [sh.]
frumgeislun (í geimgeislum) [skýr.] ólíkt secondary cosmic rays
- primary eclipse
- [íslenska] aðalmyrkvi [skýr.] þegar daufari stjarnan í
tvístirni myrkvar þá bjartari. Ólíkt secondary eclipse
- primary mirror
- [íslenska] aðalspegill (sjónauka) [skýr.] ólíkt
secondary mirror
- primary radiation
- -> primary cosmic rays
- prime focus
- [íslenska] aðalbrennidepill [skýr.] brennipunktur
aðalspegils í sjónauka
- prime meridian
- [íslenska] núllbaugur (landfræðilegrar lengdar) [skýr.] nú
lengdarbaugur Greenwich
- prime vertical
- [íslenska] þverbaugur (himins) [skýr.] lóðbaugur frá
austri til vesturs, þvert á hábaug
- primeval atom
- [íslenska] frumkjarninn [skýr.] áður notað um alheiminn
við upphaf útþenslu hans
- primeval fireball
- [sh.] primordial fireball, ylem [íslenska] upphafseldur [sh.]
frumfuni [skýr.] alheimur í frumbernsku
- primeval nebula
- [íslenska] upphafsþokan [skýr.] sem sólkerfið myndaðist úr
- primordial fireball
- -> primeval fireball
- Principia
- [sh.] Philosophiae naturalis principia mathematica [íslenska]
Stærðfræðilögmál (eðlisfræðinnar) [skýr.] frægt rit Isaacs Newtons um
hreyfingar himinhnatta o.fl.
- prismatic astrolabe
- [íslenska] strendingshæðarmælir [skýr.] tæki til að
ákvarða hvenær stjarna nær tiltekinni hæð á himni
- Procyon
- [íslenska] Prókíon [skýr.] stjarna í stjörnumerkinu
Litlahundi
- prograde motion
- -> direct motion
- prolate spheroid
- [íslenska] ílöng sporvala [sh.] ílangur sporvölusnúður
- prominence
- [íslenska] sólstrókur [skýr.] gasstrókur í lithvolfi eða
kórónu sólar
- promontorium
- [íslenska] höfði [skýr.] landslagseinkenni á tunglinu
- proper distance
- [íslenska] eiginfjarlægð [skýr.] fjarlægðarskilgreining í
afstæðiskenningunni
- proper motion
- [íslenska] eiginhreyfing (fastastjörnu) [skýr.] hreyfing
sem breytir afstöðu stjörnunnar til annarra stjarna á festingunni
- proportinal counter
- [íslenska] hlutfallsteljari [skýr.] áhald til mælinga á
jónandi geislun
- proton
- [íslenska] róteind
- proton-proton chain reaction
- [íslenska] róteindakeðjan [skýr.] ein helsta orkulind
sólstjarna
- protoplanet
- [íslenska] frumpláneta [skýr.] reikistjarna sem er að
myndast úr reikisteinum
- protostar
- [íslenska] frumstjarna [skýr.] sólstjarna í myndun, áður
en kjarnahvörf hefjast
- Proxima Centauri
- [íslenska] Proxíma í Mannfáki [skýr.] sú fastastjarna sem
næst er sólu
- Ptolemaic system
- [íslenska] heimsmynd Ptólemeusar [sh.] jarðmiðjukerfi
Ptólemeusar [skýr.] kennt við gríska stjörnufræðinginn Claudius
Ptolemaeus (Klaudios Ptolemaios, á 2. öld e. Kr.)
- pulsar
- [íslenska] tifstjarna [skýr.] stjarna sem sýnir mjög örar,
reglubundnar sveiflur í útgeislun. Tifstjörnur eru nifteindastjörnur
sem snúast hratt
- pulsating
- [íslenska] blikóttur (um norðurljós)
- pulsating universe
- -> oscillating universe
- pulsating variable
- [íslenska] sveiflustjarna [skýr.] breytistjarna sem sýnir
þenslusveiflur, t.d. sefíti
- pulsing
- [íslenska] hverfull (um norðurljós)
- pupil
- [íslenska] sjáaldur [sh.] ljósop (augans)
- Puppis
- [íslenska] Skuturinn [skýr.] stjörnumerki
- Purkinje effect
- [íslenska] Purkinjehrif [skýr.] breyting á litnæmi í daufu
ljósi, kennd við tékkneska náttúrufræðinginn Johannes Purkinje (1787-1869)
- pyrheliometer
- [íslenska] sólgeislunarmælir
- Pyxis
- [íslenska] Áttavitinn [skýr.] stjörnumerki
Q
- quadrant
- [íslenska] kvaðrantur [sh.] fjórðungsmælir [skýr.]
fornt stjörnumælingatæki
- Quadrantids
- [íslenska] Kvaðrantítar [skýr.] loftsteinadrífa, kennd við
fornt stjörnumerki, Múrkvaðrantinn (Quadrans Muralis)
- quadrature
- [íslenska] þverstaða (tungls eða reikistjörnu) [skýr.]
þegar stefnan til hnattarins myndar rétt horn við stefnuna til sólar
- quantized
- [íslenska] skammtabundinn
- quantum
- [íslenska] skammtur [sh.] kvanti
- quantum efficiency
- [íslenska] skammtanýtni [skýr.] mælikvarði á nýtingu
geislunar, t.d. við ljósmyndun
- quantum gravitation
- [íslenska] þyngdareindakenning [skýr.] kenning sem skýrir
þyngdarhrif með samspili þyngdareinda
- quantum theory
- [íslenska] skammtakenning [sh.] kvantakenning
- quark
- [íslenska] kvarki [skýr.] frumhluti öreindar
- quark star
- [íslenska] kvarkastjarna [skýr.] stjarna gerð úr nokkurs
konar kvarkasúpu. Fræðileg hugmynd
- quarter
- [íslenska] kvartil [sh.]
tunglfjórðungur [skýr.] birtustaða tungls. Ýmist notað um tímaskeið
(fjórðung úr umferð) eða tiltekna stöðu
[dæmi] first quarter, last quarter
- quasar
- [sh.] quasi-stellar object (QSO) [íslenska] dulstirni [sh.]
kvasi [skýr.] orkuþrungið fyrirbæri sem líkist stjörnu vegna
fjarlægðar
- quasi-stellar object (QSO)
- -> quasar
- quasi-stellar radio source
- [íslenska] rafaldsdulstirni [skýr.] dulstirni sem sendir
frá sér rafaldsbylgjur
- quiescent prominence
- [íslenska] kyrrstæður sólstrókur [skýr.] gasstrókur í
lithvolfi eða kórónu sólar
- quiet
- [íslenska] kyrr (um norðurljós)
- quiet sun
- [íslenska] kyrrðarsól [skýr.] sólin á því stigi
sólblettaskeiðs þegar lítið er um sólbletti
R
- r-process
- [íslenska] r-ferli [skýr.] hratt ferli kjarnabreytinga sem
gleypa nifteindir (r=rapid), gagnstætt s-process
- radar astronomy
- [íslenska] ratsjárstjörnufræði
- radial velocity
- [íslenska] sjónstefnuhraði [sh.] sjónlínuhraði [skýr.]
hraði himinhnattar í sjónstefnu, ólíkt tangential velocity
- radian
- [íslenska] geisl [sh.] bogaeining, bogamælieining
- radiant
- [íslenska] geislapunktur (loftsteinadrífu)
- radiant flux
- [íslenska] geislaflæði
- radiation
- [íslenska] geislun
- radiation belts
- -> Van Allen belts
- radiation era
- [íslenska] geislunarskeið [skýr.] tímaskeið snemma í
þróunarsögu alheimsins
- radiation pressure
- [íslenska] geislaþrýstingur
- radiation temperature
- [íslenska] geislunarhiti [skýr.] jafngildi hita
svarthlutar sem hefði sama ljósafl á tilteknu tíðnibili
- radiative envelope
- [íslenska] geislunarhjúpur (tvístirnis) [skýr.] rými þar
sem orkan flyst út á við með geislun
- radiative transfer
- [sh.] radiative transport [íslenska] geislaburður [skýr.]
orkuburður með geislun
- radiative transport
- -> radiative transfer
- radiative transport zone
- -> radiative zone
- radiative zone
- [sh.] radiative transport zone [íslenska] geislunarlag [sh.]
geislunarhvolf (sólstjörnu) [skýr.] rými þar sem orkan flyst út á við
með geislun, ólíkt convective zone
- radio
- [íslenska] rafald [skýr.] tæki til að senda eða taka á
móti rafaldsbylgjum (útvarpsbylgjum)
- radio astronomy
- [íslenska] rafaldsstjörnufræði [sh.] útvarpsstjörnufræði
- radio galaxy
- [íslenska] rafaldsvetrarbraut [sh.] útvarpsvetrarbraut
- radio interferometer
- [íslenska] rafaldsvíxlunarmælir
- radio map
- [íslenska] rafaldsstjörnukort
- radio meteor
- [íslenska] rafaldsloftsteinn [skýr.] loftsteinn sem veldur
mælanlegu endurkasti rafaldsbylgna frá fjarlægum sendi
- radio source
- [íslenska] rafaldslind
- radio telescope
- [íslenska] rafaldssjónauki [sh.] útvarpssjónauki
- radio wave
- [íslenska] rafaldsbylgja [sh.] útvarpsbylgja
- radio window
- [íslenska] rafaldsgluggi [sh.] útvarpsgluggi (í gufuhvolfi
jarðar) [skýr.] bylgjusvið þar sem rafaldsbylgjur komast í gegn og ná
til yfirborðs jarðar
- radioactive dating
- [íslenska] aldursákvörðun með geislavirkni
- radioactive decay
- [íslenska] sundrun vegna geislavirkni
- radiograph
- [íslenska] rafaldsmynd [skýr.] mynd úr rafaldssjónauka
- radioheliograph
- [íslenska] rafaldssólriti [skýr.] tæki til að kortleggja
rafaldsbylgjur frá yfirborði sólar
- radiometer
- [íslenska] geislunarmælir [skýr.] tæki til að mæla
geislunarorku
- radius vector
- [íslenska] geislavigur [skýr.] tengilína hnattar og
móðurhnattar, t.d. sólar og jarðar
- Ramsden disc
- -> exit pupil
- Ramsden eyepiece
- [íslenska] Ramsdens-augngler [skýr.] ein tegund augnglera,
kennd við enska sjónaukasmiðinn Jesse Ramsden (1735-1800)
- rayed
- [íslenska] geislóttur (um norðurljós)
- Rayleigh criterion
- [sh.] Rayleigh limit [íslenska] Rayleighsmörk [skýr.]
fræðileg skerputakmörk sjónauka sem hefur tiltekið þvermál. Kennd við enska
eðlisfræðinginn Rayleigh lávarð (1842-1919). Sbr. Dawesmörk
- Rayleigh limit
- -> Rayleigh criterion
- Rayleigh scattering
- [íslenska] Rayleighstvístrun (ljóss) [skýr.] tvístrun
ljósgeisla sem rekast á agnir sem eru miklu minni en bylgjulengd ljóssins.
Kennd við enska eðlisfræðinginn Rayleigh lávarð (1842-1919)
- rays
- -> lunar rays
- recession
- (of galaxies) [íslenska] fráhvarf (vetrarbrauta) [skýr.]
vegna útþenslu alheimsins
- reciprocity failure
- [íslenska] vansvörun [skýr.] skortur á samsvörun
lýsingartíma og dekkingar ljósmyndafilmu þegar lýsing er mjög lítil
- recombination epoch
- -> decoupling era
- recombination epoch
- [sh.] decoupling era [íslenska] rafeiningarstund (í
heimsfræði) [skýr.] sameiningarstund rafeinda og róteinda skömmu
eftir Miklahvell, en jafnframt skilnaðarstund efnis og geislunar í
alheiminum
- recombination line
- [íslenska] rafeiningarlína (í litrófi) [skýr.] ljómlína
sem stafar af sameiningu fareinda (jóna) og frjálsra rafeinda
- recombination-line emission
- [íslenska] rafeiningargeislun [skýr.] geislun sem myndast
þegar fareindir (jónar) sameinast frjálsum rafeindum
- recurrent nova
- [íslenska] endurskæra [sh.] endurkvæmt nýstirni
- red dwarf
- [íslenska] rauður dvergur [skýr.] algengasta tegund
stjarna, en lítt áberandi
- red giant
- [íslenska] rauður risi [skýr.] stjarna á síðari stigum
þróunar, eftir að hún hefur þanist út og yfirborðið kólnað
- reddening
- [íslenska] roðnun (ljóss) [skýr.] litbreyting ljóss við
ferð gegnum geimefni
- redshift
- [íslenska] rauðvik (í litrófi) [skýr.] hliðrun litrófslína
í átt að hinum rauða enda litrófsins
- reentry
- [íslenska] bakflug (geimflaugar í gufuhvolf)
- reflectance
- [íslenska] endurvarpsstuðull [sh.] endurskinsstuðull [skýr.]
mælikvarði á endurskinshæfni
- reflectance spectrum
- [íslenska] endurskinsróf [skýr.] litróf ljóss sem hefur
endurvarpast
- reflecting telescope
- -> reflector
- reflection grating
- [íslenska] speglunargreiða [skýr.] áhald sem klýfur ljós í
liti og endurspeglar það, sbr. transmission grating
- reflection nebula
- [íslenska] endurskinsþoka [skýr.] geimþoka sem lýsir vegna
endurskins
- reflector
- [sh.] reflecting telescope [íslenska] spegilsjónauki
- refracting telescope
- -> refractor
- refraction
- [íslenska] ljósbrot
- refractive index
- [sh.] index of refraction [íslenska] ljósbrotsstuðull
- refractor
- [sh.] refracting telescope [íslenska] linsusjónauki
- regolith
- [íslenska] berghula [skýr.] steinar og ryk á yfirborði
tungls eða reikistjörnu
- regression of nodes
- [íslenska] afturhvarf hnúta [sh.] hnútahop [skýr.]
hreyfing skurðpunkta tunglbrautar og sólbrautar til vesturs
- Regulus
- [íslenska] Regúlus [skýr.] stjarna í ljónsmerki
- relative aperture
- -> aperture ratio
- relative aperture
- [sh.] aperture ratio [íslenska] ljósopshlutfall (ljósop) [skýr.]
hlutfallið milli þvermáls og brennivíddar sjónglers eða spegils
- relative orbit
- [íslenska] afstæð braut [skýr.] braut himinhnattar miðað
við hnött sem hann snýst um (ekki brautin umhverfis massamiðju hnattanna
beggja)
- relative sunspot number
- [sh.] Zürich relative sunspot number, International sunspot
number, Wolf number [íslenska] sólblettatala [skýr.]
mælikvarði á fjölda sólbletta, kennd við borgina Zürich og svissneska
stjörnufræðinginn Rudolf Wolf (1816-1893)
- relativistic astrophysics
- [íslenska] afstæðisstjarneðlisfræði [sh.]
háorkustjarneðlisfræði
- relativistic beaming
- [íslenska] afstæðisbeining [sh.] geislunarbeining vegna
afstæðishrifa [skýr.] um geislun frá rafeindum sem fara nærri
ljóshraða
- relativistic electron
- [íslenska] afstæðisrafeind [skýr.] rafeind sem fer nærri
ljóshraða
- relativistic velocity
- [íslenska] ofurhraði [skýr.] hraði sem nálgast ljóshraðann
svo að taka þarf tillit til afstæðisáhrifa
- relativity
- [sh.] theory of relativity [íslenska] afstæðiskenning
- relaxation time
- [íslenska] slökunartími [skýr.] sá tími sem líður þar til
braut stjörnu breytist verulega vegna þyngdaráhrifa annarra stjarna í
þyrpingu eða vetrarbraut
- remote sensing
- [íslenska] fjarkönnun [skýr.] könnun úr fjarlægð,
venjulega úr gervitungli
- resolution
- [sh.] angular resolution, resolving power [íslenska]
sundurgreining [sh.] skerpa [skýr.] hæfni sjóntækis til að
greina fína drætti, hornstærð minnsta hlutar sem unnt er að greina
- resolving power
- -> resolution
- resonance
- [íslenska] herma [skýr.] það fyrirbæri þegar sveifla vekur
eigintíðni hlutar
- rest mass
- [íslenska] hvíldarmassi [skýr.] massi frumagnar í
kyrrstöðu
- retardation
- [íslenska] tunglseinkun [skýr.] breyting á ristíma tungls
frá degi til dags
- reticle
- [sh.] graticule [íslenska] þráðkross [sh.]
sjónkvarði [skýr.] viðmiðunarnet í brennifleti augnglers
- Reticulum
- [íslenska] Netið [skýr.] stjörnumerki
- retrograde motion
- [íslenska] bakhreyfing [sh.] hreyfing réttsælis [skýr.]
gagnstætt direct motion
- retrorocket
- [íslenska] hemlunarflaug
- reversing layer
- [íslenska] hverfilag (við yfirborð sólar) [skýr.] lag þar
sem helstu gleypilínur í litrófi sólar myndast
- revolution
- [íslenska] umferð
- réseau
- [íslenska] mælinet (á ljósmyndaplötu)
- richest field telescope (RFT)
- [íslenska] stórsviðskíkir
- ridge
- [sh.] scarp [íslenska] kambur (á yfirborði tungls)
- Rigel
- [íslenska] Rígel [skýr.] stjarna í stjörnumerkinu Óríon
- right ascension (RA)
- [íslenska] stjörnulengd [sh.] miðbaugslengd [skýr.]
hnit í miðbaugshnitakerfi
- right-ascension circle
- [íslenska] stjörnulengdarkvarði (á sjónauka)
- rille
- [íslenska] rák (á yfirborði tungls)
- ring current
- [íslenska] hringstraumur (rafagna um jörðu) [skýr.]
straumur í segulhvolfi jarðar
- ring galaxy
- [íslenska] hringvetrarbraut [skýr.] hringlaga vetrarbraut,
með eða án kjarna
- ring mountain
- [íslenska] hringfjall (á tunglinu)
- Ring nebula
- [íslenska] Hringþokan [skýr.] geimþoka í stjörnumerkinu
Hörpunni
- ring plain
- [íslenska] hringslétta (á tunglinu)
- rising
- [íslenska] ris [sh.] uppkoma, upprás (himinhnattar)
- Ritchey-Chrétien telescope
- [íslenska] Ritchey-Chrétien-sjónauki [skýr.] sérstök gerð
Cassegrain-spegilsjónauka, kennd við bandaríska stjörnufræðinginn George
Ritchey (1864-1945) og franska sjóntækjafræðinginn Henri Chrétien
(1879-1956)
- Roche limit
- [íslenska] Roche-mörk [skýr.] minnsta fjarlægð tungls frá
reikistjörnu, eigi það ekki að sundrast vegna flóðkrafta. Kennd við franska
stærðfræðinginn Edouard Albert Roche (1820-1883)
- Roche lobe
- [íslenska] Roche-geiri [sh.] Roche-hol [skýr.] rými
umhverfis stjörnu í tvístirni, takmarkað af jafnmættisfleti gegnum
jafnvægispunktinn milli stjarnanna. Kennt við franska stærðfræðinginn
Edouard Albert Roche (1820-1883)
- rocket
- [íslenska] eldflaug
- Rosette nebula
- [íslenska] Rósettuþokan [skýr.] ljómþoka í stjörnumerkinu
Einhyrningi
- rotating variable
- [íslenska] snúningsbreytistjarna [skýr.] blettótt stjarna
sem breytir birtu þegar hún snýst, séð frá jörðu
- rotation
- [íslenska] snúningur
- rotation curve
- [íslenska] snúningshraðarit [skýr.] línurit sem sýnir
hvernig snúningshraði vetrarbrautar breytist eftir fjarlægð frá miðju hennar
- rotation measure
- [íslenska] skautunarmál [skýr.] mælikvarði á snúning
skautunar í rafsegulbylgjum
- Royal Astronomical Society (RAS)
- [íslenska] Konunglega breska stjörnufræðifélagið [skýr.]
félag stjörnufræðinga og jarðeðlisfræðinga í Bretlandi
- Royal Greenwich Observatory (RGO)
- [íslenska] Greenwich-stjörnustöðin
- RR Lyrae stars
- [íslenska] RR-hörpustjörnur [skýr.] tegund sveiflustjarna,
kennd við stjörnuna RR í stjörnumerkinu Hörpunni (Lyra)
- Rudolphine tables
- [íslenska] Rúdolfstöflur [skýr.] töflur sem sýna stöðu
reikistjarna. Jóhannes Kepler gaf töflurnar út árið 1627 og tileinkaði þær
Rúdolf II, keisara Hins heilaga rómverska ríkis
- runaway star
- [íslenska] þeytistjarna [skýr.] stjarna á mikilli ferð,
sennilega fyrrverandi fylgistjarna stjörnu sem hefur sprungið
(sprengistjörnu)
- RV Tauri star
- [íslenska] RV-tarfstjarna [skýr.] tegund sveiflustjarna,
kennd við stjörnuna RV í stjörnumerkinu Nautinu (Taurus)
S
- s-process
- [íslenska] s-ferli [skýr.] hægfara ferli kjarnabreytinga
sem gleypa nifteindir (s=slow), gagnstætt r-process
- Sagitta
- [íslenska] Örin [skýr.] stjörnumerki
- Sagittarius
- [íslenska] Bogmaðurinn [skýr.] stjörnumerki
- Sagittarius arm
- [íslenska] Bogmannsarmur [skýr.] þyrilarmur í
Vetrarbrautinni
- Saha equation
- [íslenska] Saha-jafna [skýr.] jafna sem sýnir fjölda atóma
á hverju stigi röfunar í varmajafnvægi, kennd við indverska
stjarneðlisfræðinginn Meghnad N. Saha (1893-1956)
- Salpeter function
- [sh.] initial mass function [íslenska]
massadreifingarreglan [skýr.] um fjöldahlutföll stjarna með
mismunandi massa við stjörnumyndun í vetrarbraut, kennd við bandaríska
stjörnufræðinginn Edwin G. Salpeter (1924- )
- Salpeter process
- -> triple-alpha process
- Saros
- [íslenska] saros [sh.] myrkvaöld [skýr.] tími
endurtekninga (þó ekki nákvæmra) í sólmyrkvum og tunglmyrkum, 18 ár og 10-11
dagar
- satellite
- [íslenska] tungl [sh.] fylgihnöttur
- satellite galaxy
- [íslenska] fylgiþoka [sh.] fylgivetrarbraut
- satellite laser ranging (SLR)
- [íslenska] leysiseiling [skýr.] aðferð til að mæla
fjarlægð gervitungla með því að láta leysigeisla endurvarpast frá þeim,
notuð til að mæla snúning jarðar og þyngdarsvið
- satellite pass
- [íslenska] hjáferð gervitungls [skýr.] ferð gervitungls
yfir himininn
- Saturn
- [íslenska] Satúrnus
- Saturn nebula
- [íslenska] Satúrnusarþokan [skýr.] hringþoka í
stjörnumerkinu Vatnsberanum. Útlit hennar svipar til reikistjörnunnar
Satúrnusar
- scale height
- [íslenska] stigulshæð [skýr.] sú hæðarbreyting í lofthjúpi
sem svarar til þess að ákveðin kennistærð (venjulega þrýstingurinn) breytist
um eitt veldisvísishlutfall (e = 2,71828...); sú þykkt sem lofthjúpur þyrfti
að hafa til að gefa sama þrýsting og hita við yfirborð ef þéttleikinn
minnkaði ekki með hæð
- scarp
- -> ridge
- scattered disk object
- [íslenska] dreifstirni [skýr.] útstirni sem gengur
um sól eftir mjög ílangri braut
- scattering
- [íslenska]
tvístrun [sh.] ljóstvístrun [skýr.] tvístrun ljóss sem
endurkastast frá örsmáum ögnum
[dæmi] Compton scattering, Rayleigh scattering
- schiefspiegler
- [íslenska] skáspeglasjónauki [skýr.] sjónauki þar sem
skásettur spegill kemur í stað hefðbundins aukaspegils sem annars myndi
skyggja á geislagang í sjónaukanum
- Schmidt camera
- -> Schmidt telescope
- Schmidt telescope
- [sh.] Schmidt camera [íslenska] Schmidt-sjónauki [sh.]
Schmidt-myndavél) [skýr.] afbrigði spegil- og linsusjónauka, kennt
við eistnesk-þýska sjóntækjasmiðinn Bernhard Schmidt (1879-1935)
- Schmidt-Cassegrain telescope
- [íslenska] Schmidt-Cassegrain-sjónauki [skýr.]
Schmidt-myndavél með aukaspegli sem gerir kleift að nota hana sem sjóntæki,
sjá Schmidt telescope, Cassegrain telescope
- Schröter's effect
- [íslenska] Schrötersbjögun [skýr.] bjögun á útliti Venusar
þegar hún er hálf, kennd við þýska stjörnufræðinginn Johann Hieronymus
Schröter (1745-1816)
- Schwarzschild black hole
- [íslenska] Schwarzschild-svarthol [skýr.] einfölduð mynd
af svartholi þar sem hvorki er gert ráð fyrir snúningi né rafhleðslu
- Schwarzschild radius
- [íslenska] Schwarzschild-geisli [skýr.] sjóndeildarmörk
svarthols; hugtak kennt við þýska stjörnufræðinginn Karl Schwarzschild
(1873-1916)
- Schönberg-Chandrasekhar limit
- [sh.] Chandrasekhar-Schönberg limit [íslenska]
Schönberg-Chandrasekhar-mörk [skýr.] hámark þess vetnis (um 12%) í
kjarna meginraðarstjörnu sem getur breyst í helín áður en stjarnan verður að
rauðum risa. Mörk kennd við indversk-bandaríska stjarneðlisfræðinginn
Subrahmanyan Chandrasekhar (1910-1995) og brasilíska stjarneðlisfræðinginn
Mario Schönberg (1916-)
- scintillation
- [sh.] twinkling [íslenska] tíbrá [sh.] blik
- scintillation counter
- [íslenska] sindurteljari
- Scorpius
- [íslenska] Sporðdrekinn [skýr.] stjörnumerki
- Sculptor
- [íslenska] Myndhöggvarinn [skýr.] stjörnumerki
- Scutum
- [íslenska] Skjöldurinn [skýr.] stjörnumerki
- Search for Extraterrestrial Intelligence (SETI)
- [íslenska] greindarleit í geimnum [skýr.] leit að skyni
gæddum verum í alheiminum
- season
- [íslenska] árstíð
- second contact
- [íslenska] önnur snerting (í sólmyrkva eða tunglmyrkva) [skýr.]
þegar almyrkvi eð hringmyrkvi hefst
- second of arc
- [íslenska] bogasekúnda
- secondary
- [sh.] companion, comes [íslenska] fylgistjarna [sh.]
fylgihnöttur [skýr.] oft notað um daufari stjörnuna í tvístirni,
gagnstætt primary. Orðið "comes" er latneskt
- secondary cosmic radiation
- -> secondary cosmic rays
- secondary cosmic rays
- [sh.] secondary cosmic radiation [íslenska] dótturgeislar
[sh.] dótturgeislun (í geimgeislum) [skýr.] ólíkt primary
cosmic rays
- secondary crater
- [íslenska] dótturgígur (á tunglinu)
- secondary eclipse
- [íslenska] millimyrkvi [skýr.] þegar bjartari stjarnan í
tvístirni myrkvar þá daufari. Ólíkt primary eclipse
- secondary mirror
- [íslenska] aukaspegill [skýr.] ólíkt primary mirror
- secular
- [íslenska] langtíma-
- secular aberration
- [íslenska] langtímaljósvilla [skýr.] sýndarbreyting á
stöðu fastastjörnu vegna hreyfingar (hraða) sólkerfisins í heild
- secular acceleration
- [íslenska] langtímahröðun (tungls) [skýr.] breyting á
sýndarhraða tungls á braut þess um jörðu vegna breytinga á braut jarðar um
sólu og lengingar sólarhringsins sem áður var hefðbundið tímaviðmið
- secular parallax
- [íslenska] langtímahliðrun (stjörnu) [skýr.] hliðrun vegna
hreyfingar sólar (sólkerfisins) í geimnum
- seeing
- [íslenska] stjörnuskyggni
- selenography
- [íslenska] landslagsfræði tunglsins
- selenology
- [íslenska] tunglfræði
- self-absorption
- [íslenska] sjálfgleyping (í samhraðalsgeislun)
- semidetached binary
- [íslenska] hálftvinnað tvístirni [skýr.] þar sem efni
streymir frá annarri stjörnunni til hinnar
- semidiameter
- [íslenska] sýndargeisli [sh.] hálft sýndarþvermál
- semimajor axis
- [íslenska] hálfur langás (umferðarbrautar) [skýr.] einn af
brautarstikum himinhnattar
- semiregular variable
- [íslenska] hálfregluleg breytistjarna
- sensitivity
- [íslenska] næmi
- separation
- [íslenska] bil [skýr.] hornbilið milli stjarna í tvístirni
- Serenitatis Basin
- -> Mare Serenitatis
- Serpens
- [íslenska] Höggormurinn [skýr.] stjörnumerki
- setting
- [íslenska] setur (himinhnattar) [dæmi] sólsetur
- setting circle
- [íslenska] stillihringur (á sjónauka) [skýr.] til að
stilla á tiltekin himinhnit
- Seven Sisters
- -> Pleiades
- Sextans
- [íslenska] Sextantinn [sh.] Sextungurinn [skýr.]
stjörnumerki
- sextant
- [íslenska] sextant [sh.] sextungur [skýr.]
hornamælingatæki
- Seyfert galaxy
- [íslenska] Seyfertsþoka [sh.] Seyferts-vetrarbraut [skýr.]
kennd við bandaríska stjarneðlisfræðinginn Carl Keenan Seyfert (1911-1960)
- shadow bands
- [íslenska] skuggabönd [skýr.] sjást á jörðu við sólmyrkva
- shatter cone
- [íslenska] splundurkeila [skýr.] keilulaga steinbrot sem
myndast þegar höggbylgja frá stórum loftsteini fer gegnum berglag
- shell star
- [íslenska] sveipstjarna [skýr.] stjarna umlukt gassveip
eða kringlu
- shepherd satellite
- [íslenska] hirðistungl [skýr.] tungl sem hefur stjórn á
reikistjörnuhringum, t.d. hringum Satúrnusar
- shock wave
- [íslenska] höggbylgja
- shooting star
- [íslenska] stjörnuhrap
- short-period comet
- [íslenska] skammferðarhalastjarna [skýr.] halastjarna sem
hefur skemmri umferðartíma en 200 ár
- shower meteor
- [íslenska] drífuloftsteinn [skýr.] loftsteinn sem
tilheyrir loftsteinadrífu
- shutter
- [íslenska] lokari (í myndavél)
- shutter
- [íslenska] raufarhleri (í hvolfþaki stjörnuturns)
- shuttle
- -> space shuttle
- side lobe
- [íslenska] hliðargeiri (rafaldsloftnets)
- sidereal lo.
- [íslenska] stjörnu- [sh.] stjarnbundinn [skýr.] sem
miðast við fastastjörnur
- sidereal day
- [íslenska] stjörnudagur [skýr.] snúningstími jarðar miðað
við fastastjörnur
- sidereal month
- [íslenska] stjarnbundinn tunglmánuður [skýr.] umferðartími
tungls miðað við fastastjörnur
- sidereal period
- [íslenska] stjarnbundinn umferðartími [sh.] stjarnbundinn
snúningstími [skýr.] umferðartími sem miðast við fastastjörnur
- sidereal rate
- [íslenska] stjarnbundinn snúningur (sjónauka)
- sidereal time
- [íslenska] stjörnutími [skýr.] tími sem miðast við
fastastjörnur, ólíkt solar time
- sidereal year
- [íslenska] stjörnuár [skýr.] umferðartími jarðar um sólu
miðað við fastastjörnur
- siderostat
- [íslenska] stjörnuhald [skýr.] spegill sem snýst þannig að
sama stjarnan sjáist stöðugt í sjónauka sem beint er að speglinum
- sign of the zodiac
- [íslenska] stjörnuspámerki [sh.] dýrahringsmerki
- signal to noise ratio
- [íslenska] suðhlutfall (í rafaldssjónauka)
- silicon star
- [íslenska] kísilstjarna [skýr.] stjarna sem sýnir áberandi
litrófslínur kísils
- silvering
- [íslenska] silfrun (spegils)
- SIMBAD
- [skýr.] (Set of Identifications, Measurements and Bibliography
for Astronomical Data) stjörnufræðilegt gagnasafn á vegum Centre de
donnés astronomiques de Strasbourg (CDS)
- single-lined binary
- [íslenska] einlínutvístirni [skýr.] litrófstvístirni
þar sem aðeins er unnt að greina ljós frá annarri stjörnunni
- singularity
- [íslenska] sérstæða [skýr.] þar sem bjögun tímarúms fer úr
böndum fræðanna, t.d. í svartholi
- sinus
- [íslenska] tunglflói
- Sirius
- [íslenska] Síríus [sh.] Hundastjarnan [skýr.]
stjarna í stjörnumerkinu Stórahundi
- small circle
- [íslenska] skammhringur [skýr.] hringur á yfirborði kúlu,
t.d. himinkúlunnar, með miðju á ás kúlunnar en ekki sammiðja henni, sbr.
great circle
- Small Magellanic Cloud (SMC)
- [sh.] Nubecula Minor [íslenska] Litla Magellansskýið [skýr.]
stjörnuþoka á suðurhveli himins
- Smithsonian Astrophysical Observatory (SAO)
- [íslenska] Smithson-stjarneðlisfræðistofnunin [skýr.]
stofnun í Bandaríkjunum; heyrir nú undir Harvard-Smithsonian Center for
Astrophysics (CfA)
- solar activity
- [íslenska] sólvirkni [sh.] umbrot á sólu
- solar apex
- [íslenska] sóknarpunktur sólar [skýr.] sá staður á
stjörnuhimninum sem sólin (sólkerfið) stefnir að
- solar cell
- [íslenska] sólarhlað [skýr.] búnaður sem breytir
sólgeislun í raforku
- solar constant
- [íslenska] sólstuðull [sh.] sólskinsstuðull [skýr.]
mælikvarði á geislaorkuna sem berst frá sól til jarðar
- solar corona
- [íslenska] sólkóróna [skýr.] ysti hjúpur sólar
- solar cycle
- [sh.] sunspot cycle [íslenska] sólsveifla [sh.]
sólblettasveifla, sólblettaskeið
- solar day
- [íslenska] sólarhringur
- solar eclipse
- [íslenska] sólmyrkvi
- solar magnetogram
- [sh.] magnetogram [íslenska] sólsegulrit [skýr.]
mynd úr sólsegulrita, sýnir segulsvið á yfirborði sólar
- solar magnetograph
- -> magnetograph
- solar nebula
- [íslenska] sólkerfisþokan [skýr.] efnisþoka sem talið er
að sólkerfið hafi myndast úr
- solar neutrino unit (SNU)
- [íslenska] sólfiseindaeining [skýr.] mælieining notuð við
talningu á fiseindum sem berast frá sólu
- solar parallax
- [íslenska] hliðrun sólar [skýr.] hámarksmunur á stefnunni
frá jörð til sólar, annars vegar frá athugunarstað á yfirborði jarðar en
hins vegar frá miðju jarðar
- solar sector boundary
- [íslenska] geiraskil [skýr.] staðir á braut jarðar þar sem
segulsvið í sólvindinum skiptir um stefnu (að eða frá sólu)
- solar system
- [íslenska] sólkerfi
- solar telescope
- [íslenska] sólsjá
- solar time
- [íslenska]
sóltími [skýr.] tími sem miðast við sól
[dæmi] mean solar time, apparent solar time
- solar tower
- [íslenska] sólturn [skýr.] mannvirki hannað til
sólrannsókna
- solar wind
- [íslenska] sólvindur [skýr.] streymi rafagna frá sólu
- solar year (1)
- [íslenska] sólarár [skýr.] árstíðaárið, hvarfárið
- solar year (2)
- [íslenska] sólarár [skýr.] almanaksár tengt gangi sólar
- solar-terrestrial relations
- [íslenska] sólhrif [skýr.] áhrif sólvirkni á jörð,
einkanlega á segulhvolf jarðar og háloftin
- solstice (1)
- [íslenska] sólstöður [sh.] sólhvörf
- solstice (2)
- [sh.] solstitial point [íslenska] sólstöðupunktur (á
stjörnuhimninum) [skýr.] þar sem sólin er á sólstöðum
- solstitial colure
- [íslenska] sólstöðubaugur [skýr.] baugur sem liggur um
himinskautin og sólstöðupunkta himins
- solstitial point
- -> solstice
- Sombrero galaxy
- [íslenska] Hattþokan [sh.] Hattvetrarbrautin [skýr.]
þyrilþoka í meyjarmerki
- sonde
- [íslenska] háloftakanni [skýr.] búnaður í eldflaug eða
loftbelg
- sounding rocket
- [íslenska] háloftaflaug
- source count
- [íslenska] lindatalning [sh.] lindatal [skýr.]
kerfisbundin talning rafaldslinda á himni
- south celestial pole
- [íslenska] suðurskaut himins
- south point
- [íslenska] suðurpunktur (á sjóndeildarhring)
- space
- [íslenska] geimur
- space motion
- [íslenska] geimhreyfing [skýr.] hreyfing stjörnu í geimnum
þegar bæði hraði og stefna eru tiltekin
- space probe (probe)
- [íslenska] geimflaug [sh.] geimkanni
- space shuttle
- [sh.] shuttle [íslenska] geimferja [sh.] geimskutla
- space station
- [íslenska] geimstöð
- space telescope
- [íslenska] geimsjónauki [skýr.] sjónauki í geimnum
- Space Telescope Science Institute (STScI)
- [íslenska] Geimsjónaukastofnunin [skýr.] stofnun í
Baltimore, rekin af Geimferðastofnun Bandaríkjanna og helguð rannsóknum með
Hubblessjónaukanum
- space velocity
- [íslenska] geimhraði (stjörnu)
- spacetime
- [íslenska] tímarúm [skýr.] samfella rúms og tíma
- spallation
- [íslenska] splundrun [skýr.] kjarnabreyting sem verður
þegar háorkueindir (t.d. geimgeislar) rekast á annað efni
- special relativity
- [íslenska] takmarkaða afstæðiskenningin
- speckle interferometer
- [íslenska] flekkjavíxlunarmælir [skýr.] tæki sem
sniðgengur tíbrá og eykur þannig skerpu sjónauka
- spectral class
- [sh.] spectral type [íslenska] litrófsflokkur (stjörnu)
- spectral index
- [íslenska] litrófsvísir
- spectral line
- [íslenska] litrófslína
- spectral type
- -> spectral class
- spectrogram
- [íslenska] litrófsmynd [sh.] rófmynd
- spectrograph
- [íslenska] róflínuriti [sh.] litrófsriti, rófriti
- spectroheliogram
- [íslenska] róflínumynd af sól [skýr.]
mynd tekin með róflínu-sólmyndavél, hliðstætt filtergram
- spectroheliograph
- [íslenska] róflínu-sólmyndavél
- spectrohelioscope
- [íslenska] róflínusólsjá
- spectrometer
- [íslenska] rófgreinir
- spectrophotometer
- [íslenska] rófljósmælir
- spectroscope
- [íslenska] litsjá [sh.] rófsjá
- spectroscopic binary
- [íslenska] litrófstvístirni [sh.] rófrænt tvístirni [skýr.]
stjarna sem litrófið eitt sýnir að er tvístirni
- spectroscopic parallax
- [íslenska] litrófsmæld hliðrun [sh.] rófmæld hliðrun [skýr.]
hliðrun reiknuð út frá þeirri vísbendingu sem litrófið gefur um ljósafl
stjörnunnar
- spectroscopy
- [íslenska] rófgreining
- spectrum
- [íslenska] litróf
- spectrum variable
- [íslenska] litrófsbreytistjarna [sh.] litrófsbreyta
- spherical aberration
- [íslenska] kúluvilla [sh.] hvelvilla (linsu eða spegils)
- spherical angle
- [íslenska] kúluhorn [skýr.] horn milli stórhringa á kúlu
- spherical astronomy
- -> astrometry
- spherical astronomy
- [sh.] astrometry, positional astronomy [íslenska]
stjörnuhnitafræði [sh.] stjarnmælingafræði
- spherical triangle
- [íslenska] kúluþríhyrningur [skýr.] myndaður af
stórhringum á kúlu
- spheroid
- [íslenska] snúðvala
- spherules
- [íslenska] loftsteinsdropar [skýr.] kúlulaga smáagnir úr
loftsteinum
- Spica
- [íslenska] Spíka [sh.] Axið [skýr.] stjarna í
meyjarmerki
- spicule
- [íslenska] sólbroddur [sh.] sóltoppur (í lithvolfi sólar)
- spider
- [íslenska] spegilfesting [sh.] köngur
- spider diffraction
- [íslenska] köngurljósbeyging [skýr.] vegna spegilfestingar
í sjónauka
- spin
- [íslenska] spuni (frumagnar)
- spiral arm
- [íslenska] þyrilarmur (í vetrarbraut) [skýr.] gormlaga
sveipur stjarna og geimefnis
- spiral galaxy
- [íslenska] þyrilþoka [sh.] þyrilvetrarbraut
- spoke
- [íslenska] spæll [skýr.] dökkur geisli, einn af mörgum sem
myndast og hverfa í hringum Satúrnusar
- sporadic meteor
- [íslenska] staksteinn [sh.] stakur loftsteinn [skýr.]
loftsteinn sem tilheyrir ekki loftsteinadrífu
- spring equinox
- [íslenska] vorjafndægur [sh.] vorjafndægri
- spring tide
- [íslenska] stórstreymi
- sprite
- [íslenska] spriti [skýr.] ein tegund af háloftabliki
- -> transient luminous event
- spur
- [íslenska] spori [skýr.] gastota sem teygist út frá
Vetrarbrautinni
- Spörer mininum
- [íslenska] Spörerslágmark (í sólblettum) [skýr.] lágmark á
árunum 1450-1550, nefnt eftir þýska stjörnufræðingnum Gustav Spörer
(1822-1896)
- Spörer's law
- [íslenska] Spörerslögmál [skýr.] um breytingar á
breiddarstigi sólbletta á sólblettaskeiðinu, kennt við þýska
stjörnufræðinginn Gustav Spörer (1822-1896)
- standard candle
- [íslenska] staðalkerti [skýr.] ljósgjafi sem hefur þekkt
ljósafl svo að hægt er að ráða fjarlægð hans af sýndarbirtunni
- standard epoch
- -> fundamental epoch
- standard time
- [íslenska] staðaltími [skýr.] tími sem klukkur eru að
jafnaði stilltar eftir (þegar sumartími er ekki í gildi) og er víkur
venjulega heilum stundafjölda frá miðtíma Greenwich
- star (fixed star)
- [íslenska] fastastjarna [sh.] sólstjarna
- star atlas
- [íslenska] stjörnukortabók
- star catalogue
- [íslenska] stjörnuskrá
- star cluster
- [íslenska] stjörnuþyrping
- star density
- [íslenska] þéttbýli stjarna [skýr.] fjöldi stjarna í
rúmmálseiningu
- star diagonal
- [íslenska] augahornspegill (í sjónauka) [skýr.]
hreyfanlegur spegill sem er sniðinn fyrir augnglersfestingu sjónauka
- star gauge
- [íslenska] stjörnutal [skýr.] kerfisbundin talning stjarna
- star streaming
- [íslenska] stjörnustreymi [skýr.] fyrirbæri sem fram kemur
í hreyfingum stjarna í nágrenni sólar
- star trail
- [íslenska] stjörnuslóð [skýr.] ferill stjörnu á
ljósmyndaplötu vegna snúnings jarðar þegar sjónaukanum er haldið föstum
- starburst galaxy
- [íslenska] hrinuþoka [skýr.] vetrarbraut þar sem mikill
fjöldi stjarna er að myndast
- starquake
- [íslenska] stjörnuskjálfti [skýr.] skjálfti í ysta lagi
nifteindastjörnu
- static universe
- [íslenska] kyrrstöðuheimur [skýr.] hugtak í heimsfræði
- stationary point
- [íslenska] hvarfpunktur [sh.] kyrrstöðupunktur (á braut
reikistjörnu, séð frá jörðu)
- statistical parallax
- [íslenska] tölfræðileg hliðrun [skýr.] meðaltalshliðrun
margra stjarna, áætluð út frá eiginhreyfingum og sjónstefnuhraða
- steady-state theory
- [íslenska] jafnstöðukenningin [sh.] sístöðukenningin [skýr.]
fræðikenning um alheiminn
- Stefan-Boltzmann law
- [íslenska] Stefan-Boltzmann-lögmál [sh.] lögmál Stefans og
Boltzmanns [skýr.] um sambandið milli hitastigs og orkuútgeislunar
svarthlutar, kennt við austurrísku eðlisfræðingana Josef Stefan (1835-1893)
og Ludwig Boltzmann (1844-1906)
- stellar aberration
- [íslenska] ljósvilla fastastjörnu [sh.]
ljósstefnuvik fastastjörnu [skýr.] sýndarbreyting á stefnu ljóss frá
fastastjörnu vegna hraðans í hreyfingu jarðar
[dæmi] diurnal aberration, annual aberration,
secular aberration
- stellar association
- [íslenska] stjörnufélag [skýr.] laustengdur hópur stjarna
með áþekkt litróf
- stellar interferometer
- [íslenska] stjarnvíxlunarmælir [skýr.] tæki til að mæla
sýndarþvermál stjarna
- stellar population
- [íslenska] stjörnubyggð
- stellar statistics
- [íslenska] stjörnutölfræði [skýr.] fræðigrein þar sem
almennar reglur eru leiddar af takmörkuðum fjölda stjörnumælinga með
tölfræðilegum aðferðum
- stellar structure
- [íslenska] innri gerð stjarna
- stellar wind
- [íslenska] stjörnuvindur [skýr.] streymi efnis frá stjörnu
út í geiminn
- Stephan's Quartet
- -> Stephan's Quintet
- Stephan's Quintet
- [sh.] Stephan's Quartet [íslenska] Stefánskvintett [sh.]
Stefánskvartett) [skýr.] þéttstæð þyrping vetrarbrauta í
stjörnumerkinu Pegasusi, kennd við franska stjörnufræðinginn Edouard Stephan
(1837-1923)
- steradian
- [íslenska] rúmhornseining
- stereocomparator
- [íslenska] dýptarviksjá [skýr.] tæki sem notað er til að
bera saman tvær áþekkar ljósmyndir og sýnir mismun myndanna sem dýptarfrávik
- stony meteorite
- [íslenska] bergsteinn [skýr.] tegund loftsteina
- stony-iron meteorite
- [íslenska] járnbergssteinn [skýr.] tegund loftsteina
- stop
- -> diaphragm
- storm sudden commencement (SSC)
- [íslenska] stormhviða [skýr.] truflun á segulsviði jarðar
- stratopause
- [íslenska] heiðhvörf [skýr.] efri mörk heiðhvolfsins í
lofthjúpi jarðar
- stratosphere
- [íslenska] heiðhvolf (í lofthjúpi jarðar)
- streaming
- [íslenska] streymandi (um norðurljós)
- strewn field
- [íslenska] sáldursvæði (á jörðinni) [skýr.] svæði þar sem
tektítar hafa fallið
- striated
- [íslenska] grisjóttur (um norðurljós)
- string theory
- [íslenska] strengjafræði [skýr.] kenning í öreindafræði
- Strömgren photometry
- [íslenska] Strömgrensljósmæling [skýr.] kerfi
stjörnuljósmælinga, kennt við sænsk-danska stjörnufræðinginn Bengt Strömgren
(1908-1987)
- Strömgren radius
- [íslenska] Strömgrensgeisli [skýr.] geisli
Strömgrenskúlu
- Strömgren sphere
- [íslenska] Strömgrenskúla [skýr.] rými umhverfis stjörnu
þar sem vetni er fullkomlega rafað; kennt við sænsk-danska stjörnufræðinginn
Bengt Strömgren (1908-1987)
- style (1)
- [íslenska] kambsbrún (á sólúri) [skýr.] brúnin sem myndar
skuggann sem sýnir tíma, sbr. gnomon
- style (2)
- [íslenska] stíll (í tímatali) [skýr.] dæmi: Old Style,
New Style
- subdwarf
- [íslenska] undirmálsstjarna [skýr.] stjarna sem er minni
en meðalstjarna í sama litrófsflokki
- subgiant
- [íslenska] hálfrisi [skýr.] stjarna sem að stærðinni til
liggur milli risa og venjulegra stjarna í sama litrófsflokki
- sublunar point
- [íslenska] lóðpunktur tungls [skýr.] sá staður á jörðinni
þar sem tunglið er í hvirfilpunkti
- submillimetre-wave astronomy
- [íslenska] hálfsmillimetrastjörnufræði [skýr.] grein
stjörnufræðinnar sem styðst við mælingar á rafaldsbylgjum með tæplega eins
millimetra bylgjulengd (0,3-1,0 mm)
- subsolar point
- [íslenska] lóðpunktur sólar [skýr.] sá staður á jörðinni
þar sem sól er í hvirfilpunkti
- substellar point
- [íslenska] lóðpunktur stjörnu [skýr.] sá staður á jörðinni
þar sem tiltekin stjarna er í hvirfilpunkti
- substorm
- -> auroral substorm
- sudden ionospheric disturbance (SID)
- [íslenska] skyndilegur rafhvolfsórói
- summer solstice
- [íslenska] sumarsólhvörf [sh.] sumarsólstöður
- Summer Time
- -> Daylight Saving Time
- Summer Triangle
- [íslenska] Sumarþríhyrningurinn [skýr.] þrjár bjartar
stjörnur (Vega, Deneb og Altair)
- sundial
- [íslenska] sólúr
- sundog
- -> parhelion
- sungrazer
- [sh.] sungrazing comet [íslenska] sólkær halastjarna, sólsleikja [skýr.]
halastjarna sem fer mjög nærri sól
- sungrazing comet
- -> sungrazer
- sunspot
- [íslenska] sólblettur
- sunspot cycle
- [sh.] solar cycle [íslenska] sólblettasveifla [sh.]
sólblettaskeið, sólsveifla
- Sunyaev-Zel'dovich effect
- [íslenska] Sunyaev-Zeldovitsj-hrif [skýr.] breyting á
örbylgjukliðnum þar sem hann hefur farið gegnum heitt rafgas. Kennd við
sovésku stjarneðlisfræðingana Rashid Alievitsj Sunyaev (1943-) og Jakob
Borisovitsj Zel'dovitsj (1914-1987)
- supercluster
- [íslenska] reginþyrping (vetrarbrauta)
- supergalactic equator
- [íslenska] reginmiðbaugur [skýr.] miðbaugur í hnitakerfi
sem miðast við dreifingu fjarlægra stórþyrpinga af vetrarbrautum og fellur
saman við reginflöt -> supergalactic plane
- supergalactic coordinates
- [íslenska] reginhnit, fjarþyrpingahnit [skýr.] hnitakerfi
sem miðast við dreifingu fjarlægra stórþyrpinga af vetrarbrautum
- supergalactic plane
- [íslenska] reginflötur, fjarþyrpingaflötur [skýr.] flötur
sem fjarlægar stórþyrpingar vetrarbrauta virðast hópast að
- supergiant
- [íslenska] reginrisi [skýr.] stjarna í flokki allra
stærstu stjarna
- supergiant elliptical
- [íslenska] risastór sporvöluþoka
- supergranulation
- [íslenska] ýruklasar (á yfirborði sólar)
- superior conjunction
- [íslenska] ytri samstaða (reikistjörnu og sólar) [skýr.]
þegar reikistjarnan er handan sólar
- superior culmination
- -> upper culmination
- superior planet
- -> outer planet
- superluminal source
- [íslenska] sýndarfrár ljósgjafi [skýr.] rafaldslind sem
sýnist fara hraðar en ljósið
- supernova (SN)
- [íslenska] sprengistjarna
- supernova remnant (SNR)
- [íslenska] sprengistjörnuleif
- supernova remnant
- [íslenska] sprengistjörnuþoka [sh.] sprengislæða
- superstring theory
- [íslenska] ofurstrengjafræði [skýr.] kenning í
öreindafræði
- surface gravity
- [íslenska] þyngdarafl við yfirborð
- surge
- [íslenska] sólskefla [skýr.] tegund sólstróka í lithvolfi
eða kórónu sólar
- Swan nebula
- -> Omega nebula
- symbiotic stars
- [íslenska]
sambúðarstjörnur [skýr.] ein tegund hálftvinnaðs tvístirnis þar sem
efni frá rauðri risastjörnu streymir yfir til annarrar stjörnu sem er miklu
minni og heitari
[dæmi] semidetatched binary
- synchronous orbit
- [íslenska] jafntímabraut [skýr.] braut tungls eða
gervitungls þegar svo stendur á að umferðartíminn er jafn snúningstíma
reikistjörnunnar sem tunglið gengur um. Ef slík braut er hringlaga og fylgir
miðbaug heitir hún staðbraut
- synchronous rotation
- [sh.] captured rotation, tidally locked rotation [íslenska] bundinn möndulsnúningur [skýr.] snúningur
fylgihnattar sem snýr alltaf sömu hlið að móðurhnetti, eins og tunglið að
jörðu
- synchrotron emission
- [íslenska] samhraðalsgeislun [skýr.] geislun frá hraðfara
rafeindum í segulsviði
- synodic month
- [sh.] lunar month, lunation [íslenska] tunglmánuður [sh.]
sólbundinn tunglmánuður [skýr.] umferðartími tungls miðað við sól,
ólíkt sidereal month
- synodic period
- [íslenska] sólbundinn umferðartími [skýr.] umferðartími
miðað við sól, séð frá jörð
- syzygy
- [íslenska] raðstaða [sh.] okstaða [skýr.] þegar
sól, jörð og tungl (eða reikistjarna) mynda beina línu eða því sem næst
T
- T-Tauri star
- [íslenska] T-tarfstjarna [skýr.] tegund breytistjarna,
kennd við stjörnuna T í stjörnumerkinu Nautinu (Taurus)
- tangential velocity
- [sh.] transverse velocity [íslenska] þverhraði (stjörnu) [skýr.]
hraði þvert á sjónstefnu, ólíkt radial velocity
- Tarantula nebula
- [sh.] Loop nebula [íslenska] Köngulóarþokan [skýr.]
geimþoka í Stóra Magellansskýinu
- Taurids
- [íslenska] Tárítar [skýr.] loftsteinadrífa, kennd við
nautsmerkið (Taurus)
- Taurus
- [íslenska] Nautið [sh.] Tarfurinn [skýr.]
stjörnumerki
- Teapot
- [íslenska] Teketillinn [skýr.] samstirni í
stjörnumerkinu Bogmanninum
- tectonics
- [íslenska] jarðhnik (í
skorpu jarðar eða annarrar reikistjörnu)
[dæmi] plate tectonics
- tektites
- [íslenska] tektítar [skýr.] glerkenndir steinar sem talið
er að hafi myndast við árekstur loftsteina á jörðina
- telecompressor
- [sh.] focal reducer [íslenska] brennivíddarstyttir (í sjóntæki)
- teleextender
- [íslenska] brennivíddarlengir (í sjóntæki)
- telemetry
- [íslenska] fjarsending (merkja, til eða frá geimflaug)
- telescope
- [íslenska] sjónauki [sh.] kíkir, stjörnusjá
- Telescopium
- [íslenska] Sjónaukinn [skýr.] stjörnumerki
- telluric lines
- [íslenska] jarðneskar litrófslínur [skýr.] línur í litrófi
stjörnu, upprunnar í lofthjúpi jarðar
- temperature
- [íslenska] hiti [sh.] hitastig
- termination shock
- [íslenska] jaðarhögg [skýr.] rými nálægt jaðri sólvindsins
þar sem hraði vindsins snarminnkar
- terminator
- [íslenska] skuggaskil [skýr.] skil dags og nætur á tungli
eða reikistjörnu
- terrestrial
- [íslenska] jarð- [sh.] jarðar-
- terrestrial magnetism
- -> geomagnetism
- terrestrial planet
- [íslenska] jarðstjarna [skýr.] reikistjarna áþekk jörð
(stundum er heitið jarðstjarna notað um allar reikistjörnur)
- Terrestrial Time (TT)
- [íslenska] almanakstími [skýr.]
skilgreindur eftir hreyfingum himinhnatta séð frá jörðu, óháð snúningi
jarðar
- tessera
- [íslenska] tiglajörð [skýr.] fyrirbæri á Venusi
- Theory of everything (TOE)
- [skýr.] kenning sem spannar alla frumkrafta efnisheimsins [íslenska]
allsherjarkenningin
- theory of relativity
- -> relativity
- thermal black-body radiation (black-body radiation)
- [íslenska] algeislun [sh.] svarthlutargeislun
- thermal emission
- [íslenska] hitageislun [sh.] varmageislun
- thermodynamic equilibrium
- [íslenska] varmajafnvægi
- thermonuclear reaction
- [íslenska] kjarnasamruni
- thermosphere
- [íslenska] hitahvolf (í lofthjúpi jarðar)
- thick galactic disk
- [íslenska] þykkkringla vetrarbrautar
- thin galactic disk
- [íslenska] þunnkringla vetrarbrautar
- third contact
- [íslenska] þriðja snerting (í sólmyrkva eða tunglmyrkva) [skýr.]
þegar almyrkva eða hringmyrkva lýkur
- third quarter
- -> last quarter
- Thomson scattering
- [íslenska] Thomsonsdreifing [skýr.] dreifing ljóss sem
rekst á frjálsar rafeindir. Kennd við breska eðlisfræðinginn Joseph Thomson
(1856-1940)
- three-body problem
- [íslenska] þríhnattaþraut [skýr.] sú spurning hvernig þrír
hnettir hreyfast vegna innbyrðis þyngdaráhrifa
- thrust
- [íslenska] knýr [sh.] spyrna (eldflaugar)
- tidal bulge
- [íslenska] flóðbylgja
- tidal force
- [íslenska] flóðkraftur
- tidal friction
- [íslenska] flóðbylgjunúningur
- tidal height
- [íslenska] flóðhæð
- tidal lag
- [íslenska] flóðtöf
- tidal theories
- [sh.] encounter theories [íslenska] strókakenningar (um
uppruna sólkerfisins)
- tidally locked
- [sh.] synchronous, captured [íslenska] bundinn,
flóðbundinn (um
tungl sem snýr alltaf sömu hlið að móðurhnetti sínum)
- tides
- [íslenska] sjávarföll
- time dilation
- [íslenska] tímaþan [skýr.] í afstæðiskenningunni
- time zone
- [íslenska] tímabelti
- Titius-Bode law
- -> Bode's law
- topocentric coordinate system
- [íslenska] staðbundið hnitakerfi [skýr.] hnitakerfi sem
miðast við athugunarstað á yfirborði jarðar
- topocentric coordinates
- [íslenska] staðbundin hnit [skýr.] hnit sem miðast við
athugunarstað á yfirborði jarðar
- topocentric zenith distance
- [íslenska] staðbundin hvirfilfirð (stjörnu)
- torus
- [íslenska] snúðla [skýr.] hlutur sem líkist kleinuhring í
lögun
- total eclipse
- [íslenska] almyrkvi
- total magnitude
- [sh.] integrated magnitude [íslenska] heildarbirta [sh.]
heildarskærð (t.d. stjörnuþoku eða halastjörnu) [skýr.] það birtustig
sem dreifður ljósgjafi myndi hafa ef allt ljósið kæmi frá einum punkti
- total phase
- [íslenska] almyrkvastig (í sólmyrkva eða tunglmyrkva)
- totality
- [íslenska] almyrkvun [skýr.] það skeið myrkva þegar sól
eða tungl eru almyrkvuð
- tower telescope
- [íslenska] turnkíkir
- train
- [íslenska] loftsteinsslóð
- trajectory
- [íslenska] farbraut (flaugar)
- trans-Neptunian object (TNO)
- [skýr.] reikistirni utan við braut Neptúnusar
- transfer orbit
- [íslenska]
skiptibraut [skýr.] tímabundin braut geimflaugar sem fer á nýja braut
[dæmi] Hohmann transfer orbit
- transient
- [íslenska] svipall [skýr.] skammvinnt fyrirbæri
- transient luminous event (TLE)
- [íslenska] háloftablik [skýr.] skammvinnt ljósfyrirbæri í
heiðloftinu, hátt yfir þrumuskýjum [dæmi] sprite, elf
(ELVES)
- transient lunar phenomenon (TLP)
- [sh.] lunar transient phenomenon (LTP) [íslenska]
ljósbrigði á tungli [skýr.] skammvinnt ljósfyrirbæri á yfirborði
tungls
- transit
- [íslenska]
þverganga [skýr.] ganga himinhnattar yfir hábaug eða annan himinhnött
[dæmi] upper transit, lower transit
- transit circle
- -> transit instrument
- transit instrument
- [sh.] transit circle, meridian circle [íslenska] þverald [sh.]
þvergöngumælir, hábaugssjónauki
- transition
- [íslenska] rafeindarstökk (í atómi)
- transition probability
- [íslenska] stökklíkur (rafeindar í atómi)
- transition region
- [íslenska] hvolfahvörf [skýr.] þar sem lithvolf og kóróna
sólar mætast
- transmission grating
- [íslenska] raufagreiða [skýr.] áhald sem klýfur ljós í
liti um leið og það hleypir því í gegn, sbr. reflection grating
- transverse velocity
- -> tangential velocity
- Trapezium
- [íslenska] Trapisan [skýr.] samstirni í stjörnumerkinu
Óríon
- tri-schiefspiegler
- [íslenska] þríspeglasjónauki [skýr.] skáspeglasjónauki
þar sem þriðja speglinum er skotið inn til leiðréttingar á spegilvillum
- Triangulum
- [íslenska] Þríhyrningurinn [skýr.] stjörnumerki
- Triangulum Australe
- [íslenska] Suðurþríhyrningurinn [skýr.] stjörnumerki
- Triangulum spiral
- [íslenska] Þríhyrningsþokan [skýr.] stjörnuþoka
(vetrarbraut) í stjörnumerkinu Þríhyrningi
- Trifid nebula
- [íslenska] Þrískipta þokan [skýr.] geimþoka í
bogmannsmerki
- trigonometric parallax
- [íslenska] mæld hliðrun (fastastjörnu) [skýr.] árleg
hliðrun fengin með beinum mælingum á stöðu stjörnunnar
- triple star
- [íslenska] þrístirni
- triple-alpha process
- [sh.] Salpeter process [íslenska] þríhelínhvörf [skýr.]
kjarnahvörf í iðrum sólstjarna
- Trojan asteroids
- [sh.] Trojan group [íslenska] Trójusmástirni [skýr.]
smástirni sem fylgja braut Júpíters. Flest þeirra bera nöfn hetja úr
Trójustríðunum
- Trojan group
- -> Trojan asteroids
- tropic
- [íslenska]
hvarfbaugur [dæmi] hvarfbaugur Krabbans, hvarfbaugur Steingeitarinnar
[skýr.] annar hvor þeirra bauga sem afmarka hitabeltið á jörðinni og
samsvarandi stjörnubreiddarbaugar á himinkúlunni
[dæmi] Tropic of Cancer, Tropic of Capricorn
- Tropic of Cancer
- [íslenska] hvarfbaugur Krabbans [skýr.] sá breiddarbaugur
á norðurhveli jarðar þar sem sól er í hvirfildepli á sólstöðum, sbr.
tropic
- Tropic of Capricorn
- [íslenska] hvarfbaugur Steingeitarinnar [skýr.] sá
breiddarbaugur á suðurhveli jarðar þar sem sól er í hvirfilpunkti á
sólstöðum, sbr. tropic
- tropical month
- [íslenska] hvarfmánuður [skýr.] umferðartími tungls miðað
við vorpunkt himins
- tropical year
- [íslenska] hvarfár [sh.] árstíðaár [skýr.]
umferðartími sólar miðað við vorpunkt himins
- tropopause
- [íslenska] veðrahvörf [skýr.] í lofthjúpi jarðar, skil
veðrahvolfs og heiðhvolfs
- troposphere
- [íslenska] veðrahvolf (í lofthjúpi jarðar)
- true anomaly
- [íslenska] rétt brautarhorn [skýr.] mælikvarði á fjarlægð
reikistjörnu frá sólnándarstað, séð frá sólu
- true equinox
- [sh.] apparent equinox [íslenska] sannur vorpunktur [skýr.]
ólíkt mean equinox
- true horizon
- [íslenska] jarðmiðjusjónbaugur [skýr.] þar sem flötur
gegnum miðju jarðar, samsíða sjónbaugsfleti athugandans, sker himinkúluna.
Sé miðað við fastastjörnur er enginn munur á jarðmiðjusjónbaug og venjulegum
sjónbaug (astronomical horizon)
- true place
- [sh.] true position [íslenska] sönn staða (stjörnu) [skýr.]
séð frá miðju sólar, ólíkt apparent place, mean place
- true position
- -> true place
- Trümpler classification
- [íslenska] Trümplersflokkun [skýr.] flokkun lausþyrpinga
stjarna, kennd við svissnesk-bandaríska stjörnufræðinginn Robert J. Trümpler
(1886-1956)
- Tucana
- [íslenska] Túkaninn [sh.] Piparfuglinn [skýr.]
stjörnumerki
- Tully-Fisher relation
- [íslenska] Tully-Fisher-vensl [skýr.] samband milli birtu
og snúningshraða vetrarbrauta, kennt við kanadíska stjörnufræðinginn Richard
Brent Tully (1943-) og bandaríska stjörnufræðinginn James Richard Fisher
(1943-)
- turnoff point
- [íslenska] fráhvarfspunktur [skýr.] þar sem risar greinast
frá meginraðarstjörnum í Hertzsprung-Russell-línuriti
stjörnuþyrpingar
- twilight
- [íslenska] rökkur [sh.] ljósaskipti
- twinkling
- -> scintillation
- two-body problem
- [íslenska] tvíhnattaþraut [skýr.] sú spurning hvernig
tveir hnettir hreyfast vegna innbyrðis þyngdaráhrifa
- two-colour diagram
- [íslenska] tvívísa línurit [skýr.] línurit sem sýnir
samband tveggja litvísa í hópi himinhnatta
- Tychonic system
- [íslenska] heimskerfi Tychos
U
- UBV system
- [íslenska] UBV-birtumælingakerfið [skýr.] (U=ultraviolet,
B=blue, V=visual)
- ultraviolet (UV)
- [íslenska] útblár [sh.] útfjólublár, útbláma-
- ultraviolet (UV)
- [íslenska] útblámi
- ultraviolet astronomy
- [íslenska] útblámastjörnufræði
- ultraviolet radiation
- [íslenska] útblá geislun [sh.] útblámageislun
- umbra (1)
- [íslenska] alskuggi
- umbra (2)
- [íslenska] kjarni [sh.] blettkjarni (sólbletts)
- umbral phase
- [íslenska] alskuggastig (í tunglmyrkva) [skýr.] það
tímaskeið þegar alskugginn sést
- undersampling
- [íslenska] vanskyn (í litrófsmælingum, myndgreiningu eða
sveiflumælingum) [skýr.] kemur upp þegar myndeindirnar eru
stærri en þeir drættir sem verið er að mynda, eða skráningartíðnin minni en
hæsta sveiflutíðni þess fyrirbæris sem verið er að skrá. Sbr. aliasing
- Unidentified Flying Object (UFO)
- [íslenska] fljúgandi furðuhlutur
- United Kingdom Infrared Telescope (UKIRT)
- [skýr.] breskur sjónauki fyrir myndatökur og mælingar í
nær-innrauðu ljósi. Sjónaukinn er á fjallinu Mauna Kea á Hawaii
- Universal Time (UT)
- [íslenska] heimstími
- universe
- [íslenska] alheimur
- unresolved source
- [íslenska] vangreind rafaldslind
- upper culmination
- [sh.] superior culmination, culmination [íslenska] háganga
(himinhnattar) [skýr.] þegar himinhnöttur er hæst á lofti (næst
hvirfilpunkti) í daggöngu sinni
- upper transit
- [íslenska] efri þverganga (himinhnattar) [skýr.] þegar
himinhnöttur fer yfir hádegisbaug næst hvirfilpunkti
- Uranus
- [íslenska] Úranus [skýr.] ein af stóru reikistjörnunum
- Ursa Major
- [íslenska] Stóribjörn [skýr.] stjörnumerki
- Ursa Minor
- [íslenska] Litlibjörn [skýr.] stjörnumerki
- Ursids
- [íslenska] Úrsítar [skýr.] loftsteinadrífa, kennd við
stjörnumerkið Litlabjörn (Ursa Minor)
- UV Ceti star
- [íslenska] UV-Ceti-stjarna [skýr.] algengasta gerð
blossastjarna, kennd við stjörnuna UV í hvalsmerki (Cetus)
- uvby system
- [íslenska] uvby-birtumælingakerfið [skýr.] (u=ultraviolet,
v=violet, b=blue, y=yellow)
V
- vacuum energy
- -> dark energy
- Valles Marineris
- [íslenska] Marinersgljúfur (á Mars) [skýr.] kennt við
geimflaugina Mariner 9
- vallis
- [íslenska] dalur [sh.] gil, gljúfur [skýr.] á
yfirborði himinhnattar
- Van Allen belts
- [sh.] radiation belts [íslenska] Van Allen-belti [sh.]
geislabelti (í segulhvolfi jarðar) [skýr.] kennd við bandaríska
eðlisfræðinginn James Van Allen (1914- )
- variable
- -> variable star
- variable star
- [sh.] variable [íslenska] breytistjarna [skýr.]
stjarna sem breytir birtu sinni
- variation
- [íslenska] lengdarbrigði [skýr.] hálfsmánaðarlegt frávik í
göngu tungls (mælt í sólbaugslengd) vegna breytingar á aðdráttaráhrifum
sólar eftir afstöðu
- variation of latitude
- [íslenska] breiddarvik (staðar á yfirborði jarðar) [skýr.]
vegna hreyfingar heimskautanna
- Vega
- [íslenska] Blástjarnan [skýr.] stjarna í stjörnumerkinu
Hörpunni
- veil
- [íslenska] slæða (í norðurljósum)
- Veil Nebula
- [sh.] Cirrus Nebula [íslenska] Slæðan [skýr.]
geimþoka í stjörnumerkinu Svaninum, hluti af Svanssveignum (Cygnus Loop)
- Vela
- [íslenska] Seglið [skýr.] stjörnumerki
- Venus
- [sh.] morning star, evening star [íslenska] Venus [sh.]
morgunstjarnan, kvöldstjarnan [skýr.] bjartasta reikistjarnan
- vernal equinox
- [íslenska] vorjafndægur [sh.] vorjafndægri
- vernal equinox
- [íslenska] vorpunktur [sh.] vorhnútur (á stjörnuhimninum)
[skýr.] þar sem sólin er við vorjafndægur
- vernier
- [íslenska] níundarkvarði
- vertical circle
- [íslenska] lóðbaugur (á himni)
- Very Large Array (VLA)
- [íslenska] Reginramminn [skýr.] bandarískur
rafaldssjónauki
- Very Large Telescope (VLT)
- [íslenska] Reginsjónaukinn [skýr.] samstæða fjögurra
stórra sjónauka og tveggja minni á fjallinu Paranal í Chile. Tilheyrir
stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli (ESO)
- Very Long Baseline Array (VLBA)
- [íslenska] Óravegsnetið [skýr.] bandarískt kerfi
rafaldssjónauka
- Very Long Baseline Interferometry (VLBI)
- [íslenska] óravegsmælingar [skýr.] víxlunarmælingar með
rafaldssjónaukum sem eru mjög langt hver frá öðrum
- vignetting
- [íslenska] ljósskerðing (í sjóntæki)
- Virgo
- [íslenska] Mærin [sh.] Meyjan [skýr.] stjörnumerki
- Virgo cluster
- [íslenska] Meyjarþyrpingin [skýr.] risastór þyrping
vetrarbrauta í meyjarmerki
- virial theorem
- [íslenska] innkraftareglan [skýr.] um samband stöðuorku og
hreyfiorku í lokuðu kerfi
- visual binary
- [íslenska] aðgreint tvístirni [skýr.] eiginlegt tvístirni
þar sem báðar stjörnurnar sjást
- visual magnitude
- [íslenska] sjónbirta [sh.] sjónbirtustig (stjörnu)
- Vogt-Russell theorem
- [íslenska] Vogt-Russell setningin [skýr.] svo til algild
staðhæfing sem segir að innri gerð stjörnu ráðist algerlega af massa hennar
og efnasamsetningu. Kennd við þýska stjörnufræðinginn Heinrich Vogt
(1890-1968) og bandaríska stjörnufræðinginn Henry Norris Russell (1877-1957)
- Volans
- [íslenska] Flugfiskurinn [skýr.] stjörnumerki; hét
upphaflega Piscis Volans
- Vulcan
- [íslenska] Vúlkan [skýr.] reikistjarna sem sumir
stjörnufræðingar 19. aldar töldu hugsanlegt að finnast myndi nær sól en
Merkúríus
- Vulpecula
- [íslenska] Litlirefur [skýr.] stjörnumerki
W
- W Ursae Majoris star
- [íslenska] W-Stórabjarnarstjarna [skýr.] tegund
myrkvastjarna sem jafnframt eru snertitvístirni
- W Virginis star
- [íslenska] W-Meyjarstjarna [skýr.] breytistjörnutegund,
sefíti í stjörnubyggð II
- walled plain
- [íslenska] tunglgarður [skýr.] fjöllum girt slétta,
stærsta tegund tunglgíga; heiti sem sjaldan er notað nú á dögum
- wane
- [íslenska] þverra [sh.] minnka (um tunglið)
- waning moon
- [íslenska] þverrandi tungl [sh.] minnkandi tungl [skýr.]
gagnstætt waxing moon
- wavefront
- [íslenska] öldufaldur
- waveguide
- [íslenska] öldustokkur
- wax so.
- [íslenska] vaxa (um tunglið)
- waxing moon
- [íslenska] vaxandi tungl [skýr.] gagnstætt waning moon
- weakly interacting massive particle (WIMP)
- [íslenska] drumbeind
- west point
- [íslenska] vesturpunktur (á sjóndeildarhring)
- western elongation
- [íslenska] vestri álengd (reikistjörnu) [skýr.] þegar
innri reikistjarna er lengst í vestur frá sól
- Whirlpool galaxy
- [íslenska] Svelgþokan [skýr.] vetrarbraut í stjörnumerkinu
Veiðihundunum
- whistler
- [íslenska] rafaldsflaut [skýr.] flaututónar sem stundum
greinast með rafaldssjónaukum og stafa frá fjarlægum eldingum
- white dwarf
- [íslenska] hvítur dvergur
- white hole
- [íslenska] hvíthol
- Widmanstätten figures
- [íslenska] Widmanstättenmynstur (í slípuðum loftsteinum) [skýr.]
kennt við austurríska eðlisfræðinginn Aloys Beck von Widmanstätten
(1753-1849)
- Wien displacement law
- -> Wien's law
- Wien's law
- [sh.] Wien displacement law [íslenska] Wienslögmál [skýr.]
um samband litar og hitastigs svarthlutar, kennt við þýska eðlisfræðinginn
Wilhelm Wien (1864-1928)
- Wilson effect
- [íslenska] Wilsonvik [skýr.] sýndarfærsla sólblettskjarna
eftir því hvernig bletturinn snýr við jörðu. Kennt við skoska
stjörnufræðinginn Alexander Wilson (1714-1786)
- Wilson-Bappu effect
- [íslenska] Wilson-Bappu-hrif [skýr.] tengsl milli útlits
tiltekinnar línu (svonefndrar K-línu) í litrófi síðstjörnu og
ljósafls stjörnunnar. Kennt við bandaríska stjörnufræðinginn Olin Wilson
(1909-1994) og indverska stjörnufræðinginn Vainu Bappu (1927-1982)
- WIMP -> weakly interacting massive particle
-
- winter solstice
- [íslenska] vetrarsólstöður [sh.] vetrarsólhvörf
- Wolf diagram
- [íslenska] Wolf-línurit [skýr.] línurit notað til að finna
fjarlægð skuggaþokna með talningu á stjörnum á mismunandi birtustigum, kennt
við þýska stjörnufræðinginn Max (Maximilian) Wolf (1863-1932)
- Wolf number
- -> relative sunspot number
- Wolf-Rayet star
- [íslenska] Wolf-Rayet-stjarna [skýr.] tegund mjög bjartra
og heitra stjarna, kennd við C.J.E. Wolf (1827-1918) og G.A.P. Rayet
(1839-1906)
- world coordinate system (WCS)
- [íslenska] myndhnitakerfi
- world line
- [íslenska] söguferill (atburðar) [skýr.] rás atburðar frá
sjónarhóli afstæðiskenningarinnar
- wormhole
- [íslenska] ormasmuga [skýr.] fræðileg smuga milli tveggja
staða í tímarúmi
- wrinkle ridge
- [íslenska] fellingarkambur (á tunglinu)
X
- X-ray astronomy
- [íslenska] röntgenstjörnufræði
- X-ray burst
- [íslenska] röntgenblossi
- X-ray burster
- [íslenska] röntgenblossastirni
- X-ray source
- [íslenska] röntgenlind
- X-ray telescope
- [íslenska] röntgensjónauki
- X-ray transient
- [íslenska] röntgenbjarmi
Y
- Yagi
- -> Yagi antenna
- Yagi antenna
- [sh.] Yagi [íslenska] Yagi-loftnet [skýr.] tegund
rafaldsloftneta, kennd við japanska verkfræðinginn Hidetsugu Yagi
(1886-1976)
- Yarkovsky effect
- [íslenska] Yarkovskyhrif [skýr.] stefnuvirk áhrif
sólarljóss á geimagnir sem snúast, kennd við rússneska vísindamanninn Ivan
Osipovich Yarkovsky (1844-1902). Geta haft áhrif á brautir smástirna. Sbr.
Poynting-Robertson effect
- Yerkes classification
- -> Morgan-Keenan classification
- ylem
- -> primeval fireball
- yoke mounting
- -> English mounting
Z
- Zanstra's theory
- [íslenska] Zanstrakenning [skýr.] kenning sem fjallar um
ákvörðun hitastigs stjörnu sem er í miðri hringþoku. Kennd við
hollenska stjarneðlisfræðinginn Herman Zanstra (1894-1972)
- Zeeman effect
- [íslenska] Zeemanshrif (í litrófi) [skýr.] áhrif
segulsviðs á litrófið, kennd við hollenska eðlisfræðinginn Pieter Zeeman
(1865-1943)
- zenith
- [íslenska] hvirfilpunktur [sh.] himinhvirfill
- zenith attraction
- -> zenithal attraction
- zenith distance
- [íslenska] hvirfilfirð (stjörnu)
- zenith telescope
- [sh.] zenith tube [íslenska] hvirfilsjónauki [sh.]
hvirflilkíkir
- zenith tube
- -> zenith telescope
- zenithal attraction
- [sh.] zenith attraction [íslenska] lóðsækni
(loftsteinadrífu) [skýr.] færsla á geislapunkti loftsteinadrífu vegna
aðdráttarafls jarðar sem breytir stefnu loftsteinanna
- zenithal hourly rate (ZHR)
- [íslenska] hvirfiltala á klukkustund [skýr.] mælikvarði á
fjölda stjörnuhrapa
- zero-age main sequence (ZAMS)
- [íslenska] upphafsmeginröð [skýr.] meginröð stjarna í
Hertzsprung-Russell-línuriti, fyrst eftir myndun stjarnanna
- zodiac
- [íslenska] dýrahringurinn
- Zodiacal Catalogue (ZC)
- [íslenska] Dýrahringsstjörnuskráin
- zodiacal light
- [íslenska] sverðbjarmi [skýr.] daufur bjarmi sem fylgir
dýrahringnum nálægt sólu
- zone
- [íslenska] belti [skýr.] (á Júpíter: ljóst belti)
- zone of avoidance
- [íslenska] skuggabelti [sh.] hulinssvæði (í
Vetrarbrautinni) [skýr.] svæði þar sem Vetrarbrautin er ógagnsæ
- zone time
- [skýr.] tími sem gildir í tilteknu tímabelti á jörðinni, ef
jörðinni er skipt í 24 belti þar sem tímamunur milli belta er ein
klukkustund og hvert belti víkur heilum fjölda stunda frá miðtíma Greenwich
[íslenska] beltatími
- Zürich relative sunspot number
- -> relative sunspot number
- Zwicky Catalogue
- [íslenska] Zwicky-stjörnuskráin [skýr.] skrá yfir þrjátíu
þúsund vetrarbrautir og tíu þúsund vetrarbrautaþyrpingar, kennd við
svissneska stjörnufræðinginn Fritz Zwicky (1898-1974)
Síðast breytt 19. 3. 2020 |