Vikunúmer og fyrsti dagur viku Í viðskiptum er algengt að vikur ársins séu
tölusettar og vikunúmerin notuð, til dæmis þegar áætla þarf
afgreiðslutíma vöru. Um viknatalninguna gildir regla sem hlotið
hefur staðfestingu Alþjóðlegu staðlasamtakanna (ISO). Samkvæmt
reglunni hefst hver viðskiptavika með mánudegi og henni lýkur með
sunnudegi. Þegar áramót skipta viðskipaviku í tvennt skal vikan
talin til þess árs sem meiri hluti hennar tilheyrir. Þetta má líka
orða þannig að vikan fylgi sama ári og fimmtudagurinn.
Viðskiptavikur ársins eru ýmist 52 eða 53 talsins. Í ár (2005) eru
vikurnar 52, en fyrstu tveir dagar janúarmánaðar tilheyra 53. viku
fyrra árs (2004). Ef árið endar á fimmtudegi verða vikurnar 53, annars 52. Alþjóðlegi staðallinn um viknatalningu hefur haft þau áhrif að æ fleiri þjóðir líta nú á mánudag sem fyrsta dag viku í stað sunnudags áður.
|
Þ.S. 16.1. 2005. Síðasta viðbót 29.4. 2010 |