Venus í Sjöstirninu
Eins og greint er frá í almanaki 2012 (bls. 66) er Venus
kvöldstjarna í aprílmánuði þetta ár, skær og áberandi á vesturhimni. Hún reikar
til austurs miðað við fastastjörnurnar. Að kvöldi 3. apríl verður hún stödd í Sjöstirninu og ætti það að vera falleg sjón ef veður leyfir. Því miður vantar þá
aðeins þrjá daga í tunglfyllingu svo að himinninn verður ekki fyllilega dimmur.
Júpíter er líka kvöldstjarna á vesturhimni, en lægra á lofti en Venus og ekki
nærri því eins bjartur.
Auk Venusar sést Júpíter lágt yfir fjöllum. Hér kemur stækkun úr sömu mynd:
Loks setti Snævarr myndina af Venusi (sem er í rauninni oflýstur blettur) inn á eldri mynd af Sjöstirninu, sem hann hafði tekið við annað tækifæri með sjónauka.
Þ.S. 1.4 2012. Viðbót 10. 4. 2012. |