Hve oft ber uppstigningardag upp á 1.maí?  

    Í almanaki fyrir árið 2008 sést að uppstigningardag ber upp á 1. maí svo að þessir tveir hátíðisdagar falla saman. Þetta gerist ef páskadag ber upp á 23. mars sem er afar sjaldgæft, kemur að meðaltali fyrir einu sinni á 105 árum. Bilið er mjög misjafnt, getur farið niður í 11 ár og yfir þúsund ár (hámarkið er 1363 ár). Eina dæmið á 20. öld var árið 1913, en næst mun þetta gerast árið 2160.   

 Þ.S. 11. mars 2008.

 

Almanak Háskólans