Minnsta tunglsigðin  

    Hve langur tími líður frá því að tungl er nýtt þar til það verður sýnilegt með berum augum? Þetta er áhugaverð spurning, ekki síst vegna þess að tímatal Múhameðstrúarmanna fylgir tunglmánuðum, og upphaf mánaðar telst þegar menn geta fyrst greint "nýtt" tungl. Stjörnuáhugamenn hafa lengi keppt um það hver gæti náð mynd af grennstu tunglsigðinni. Í júli 2013 tókst Frakkanum Thierry Legault að ná mynd af tunglinu á þeirri stundu sem það taldist nýtt, stjörnufræðilega séð, þá aðeins 4,6° frá sól. Aðeins örlar fyrir tunglsigðinni:

  

    Myndina er að finna á vefsíðu Legaults:

http://www.astrophoto.fr/new_moon_2013july8.html.

    Eins og Legault útskýrir á vefsíðunni var tunglið alls ósýnilegt berum augum og þurfti sérstaka tækni til að ná mynd af sigðinni í innrauðu ljósi.

   Í júníhefti tímaritsins Sky & Telescope 2015 segir frá því að áhugamanni í Íran, Mohsen Mirsaeed, hafi tekist að sjá tunglið með berum augum rétt fyrir og rétt eftir nýtt tungl sem varð kl. 11 14 hinn 30. janúar 2014. Fyrri athugunin átti sér stað að morgni 30. janúar en hin síðari að kvöldi 31. janúar. Tíminn milli athugana var aðeins 35 stundir og 3 mínútur, sem mun vera heimsmet. Meðfylgjandi mynd fylgdi fréttinni í Sky & Telescope:




 Þ.S. 8.5. 2015.

 

Almanak Háskólans