Nýir gígar á tunglinu

    Í tímaritinu New Scientist hinn 15. október 2016 er sagt frá ţví ađ fundist hafi 222 nýlegir gígar á tunglinu. Gígar ţessir fundust međ samanburđi mynda sem teknir voru úr geimflauginni Lunar Reconnaissance Orbiter. Nánari upplýsingar er m.a. ađ finna í tímaritinu Astronomy Now hinn 21. október, upplýsingasíđunni www.space.com og víđar. Geimflaugin, sem er á vegum Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hefur veriđ á braut um tungliđ síđan í júní 2009 og tekiđ mikinn fjölda mynda af yfirborđinu. Um tíu ţúsundir ţessara mynda hafa veriđ bornar saman viđ myndir af sömu svćđum sem teknar voru síđar úr sömu flaug. Tíminn milli mynda af sama svćđi var frá hálfu ári upp í ţrjú og hálft ár. Alls tóku ţessi mynduđu svćđi yfir tćp 7% af yfirborđi tunglsins, eđa 2,5 milljón ferkílómetra. Nýju gígarnir voru frá 10 upp í 40 metrar í ţvermál. Gígar ţessir hafa myndast viđ árekstur loftsteina viđ tungliđ. Ţađ sem ţykir sérlega athyglisvert eru glögg merki um ađ yfirborđsefni hafi dreifst yfir stórt svćđi allt ađ 30 km frá árekstarstađnum. Slíkt gćti valdiđ töluverđri hćttu fyrir vćntanlega tunglfara og er atriđi sem ekki hefur veriđ tekiđ međ í reikninginn hingađ til.

    Hér má sjá samanburđ á tveimur myndum af yfirborđi tunglsins. Fyrri myndin var tekin 12. febrúar 2012 en sú seinni 28. júlí 2013. Nýi gígurinn er um 20 metrar í ţvermál, og mótar fyrir geislum út frá honum. Er ţađ efni sem ţeyst hefur í allar áttir viđ áreksturinn.

(Mynd: NASA/Goddard Space Flight Center/Arizona State University) 


Þ.S. 22.10. 2016.

Forsíđa