Sunnudagsbókstafir og sólaröld

    Fremst í almanakinu á hverju ári er ţess getiđ hver sé sunndagsbókstafur ársins, gyllinital og paktar. Ţarna er fylgt gamalli hefđ, ţótt ekki sé lengur ţörf á ţessum upplýsingum fyrir hinn almenna lesanda. Fćstir vita í rauninni hvađ ţessi heiti tákna. Međ ţví ađ fletta upp í Almanaksskýringum geta menn séđ ađ gyllinitaliđ segir til um, hvar áriđ stendur í 19 ára tunglöld, og paktar segja til um aldur tunglsins á nýársdag samkvćmt kirkjulegum tungltöflum. Hvort tveggja kemur ađ gagni viđ ađ reikna út dagsetningu páska.

   Í Almanaksskýringum er sunnudagsbókstafurinn  líka útskýrđur. Ţađ verđur ljósara međ dćmi. Áriđ 2019 hafđi sunnudagsbókstafinn F. Stafurinn F er sjötti stafur stafrófsins. Ţá er 6. janúar fyrsti sunnudagur ársins, og út frá ţví má reikna alla ađra vikudaga sama árs. Hlaupárin hafa tvo sunnudagsbókstafi, og gildir sá fyrri fyrir tímabiliđ frá áramótum til hlaupársdags, en sá síđari frá hlaupársdegi til ársloka. Međ öđrum orđum, eftir hlaupársdag falla sunnudagar á ţau dagsnúmer sem ţeir hefđu gert, ef áriđ hefđi veriđ almennt ár og haft seinni sunnudagsbókstafinn. Dćmi: Áriđ 2016 var hlaupár og hafđi sunnudagsbókstafina C og B. Fyrri bókstafurinn, C,  segir okkur ađ fyrsti sunnudagur ársins sé 3. janúar. Seinni bókstafurinn, B, segir okkur ađ vikudagarnir eftir hlaupársdag, frá 1. mars til ársloka, falli á sömu dagsnúmer og í ţeim árum sem hafi ţann bókstaf einan, ţ.e séu almenn ár međ sunnudagsbókstafinn B.  

   Gagniđ af ţví ađ ţekkja sunnudagsbókstafinn var augljóst á fyrri tíđ ţegar prentuđ almanök voru ekki tiltćk. Sunnudagsbókstafir áranna endurtaka sig á 28 ára fresti. Sú regla var algild međan júlíanska tímataliđ ("gamli stíll") var í notkun, en eftir ađ gregoríanska tímataliđ ("nýi stíll") var tekiđ upp, riđlađist röđin eins og síđar verđur vikiđ ađ. Ţetta 28 ára tímaskeiđ kallađist sólaröld hin minni. Nafniđ sólaröld (e. solar cycle, d. solsirkel)  mun dregiđ af sól = sunna og vísar til sunnudaganna. Númer árs í sólaröld sagđi mönnum til um niđurröđun vikudaganna í árinu. Númeriđ nefnist sóltala og getur tekiđ gildin frá 1 til 28. Til ađ finna sóltöluna má nota einfalda reiknireglu: Bćtiđ 8 viđ ártaliđ og deiliđ međ 28. Sóltalan er ţá einum hćrri en afgangurinn. Dćmi: Ártaliđ 1000. Bćtum 8 viđ og deilum međ 28. Afgangurinn er 0. Sóltalan er ţá 1. Ţađ merkir ađ áriđ 1000 var fyrsta ár í sólaröld.

   Međan gamli stíll var í gildi, nćgđi mönnum ađ vita sóltölu ársins. Ţá vissu menn um leiđ hver sunnudagsbókstafurinn var. En međ nýja stíl raskađist ţetta, í fyrsta lagi vegna ţeirra 10 dagsetninga sem felldar voru niđur viđ tímatalsbreytinguna, og síđan ţegar aldamótaár voru felld úr tölu hlaupára (árin 1700, 1800 og 1900, sjá Almanaksskýringar - hlaupár). Ţetta varđ til ţess ađ flestir gáfust upp á ţví ađ nota sólaröldina til ađ finna vikudaga áriđ um kring. Hérlendis varđ ţó undantekning. Ţegar Jón Árnason (1665-1743) varđ biskup í Skálholti tók hann sér fyrir hendur ađ leiđbeina almenningi um dagatal í hinum nýja stíl sem tekinn hafđi veriđ upp á Íslandi  áriđ 1700. Í ţví skyni samdi hann bókina Fingrarím sem út kom áriđ 1739.

       

   Til ţess ađ fólk gćti áfram notađ sóltöluna til ađ finna sunnudagsbókstaf ársins, greip Jón til ţess ráđs ađ skilgreina töluna upp á nýtt. Lét hann fyrsta ár í nýrri sólaröld vera ţađ hlaupár sem hefđi sunnudagsbókstafina B, A, en áđur hafđi fimmta ár sólaraldar haft ţá bókstafi. Til ţess ađ festa ţetta samband breytti Jón um skilgreiningu sóltölunnar á aldamótunum 1700, 1800 og 1900, en tafla hans yfir sunnudagsbókstafi náđi fram til ársins 2000. Rétt er ađ taka fram ađ Jón biskup notar ekki heitiđ sóltala heldur ritar ţess í stađ "vetur sólaraldar", frá ţeim fyrsta til hins 28.  Svo virđist sem heitiđ "sólaröld hin minni" sé frá Jóni komiđ, en "sólaröld hina meiri" kallar hann 400 ára tímaskeiđiđ í nýja stíl ţegar vikudagar fara ađ endurtaka sig á sömu mánađardögum. Ţá sólaröld notar Jón ekki í sínum leiđarvísi, en skrásetur hana og lćtur hana hefjast áriđ 1601 og ljúka áriđ 2000.

   Spyrja má hvers vegna Jón biskup hafi valiđ ađ láta sólaröldina byrja međ sunnudagsbókstöfunum B, A. Skýringin virđist vera sú, ađ Jón valdi áriđ 1600 sem byrjunarár í töflum sínum og tilgreindi stafina B, A sem sunnudagsbókstafi ţess árs. Honum hefur sést yfir ţađ ađ áriđ fćr ţá bókstafi ekki nema nýi stíll sé í gildi, en hann var ekki innleiddur hér á landi fyrr en áriđ 1700 eins og fyrr segir. Ţess vegna hefđu sunnudagsbókstafir töflunnar átt ađ fylgja gamla stíl fram til 1700. Í gamla stíl hafđi áriđ 1600 sunnudagsbókstafina F, E. Ţetta hefur vćntanlega ekki komiđ ađ sök fyrir lesendur Fingrarímsins, sem fćstir hafa haft sérstakan áhuga á dagatali 17. aldar.

   Ađferđ Jóns biskups til ađ finna sóltöluna (vetur í sólaröld) var ţessi: Takiđ tvćr síđustu tölur ártalsins, bćtiđ 1 viđ fyrir ártöl sem byrja á 16, 5 fyrir ártöl sem byrja á 17, 9 fyrir ártöl sem byrja á 18 og 13 fyrir ártöl sem byrja á 19. Deiliđ svo í útkomuna međ 28. Ţá er afgangurinn sóltalan. Dćmi 1600 -> 00+1=1. 1860 -> 60+9=69, sem deilt međ 28 gefur 13 í afgang. Áriđ 1860 er hér valiđ vegna ţess ađ ţađ ár stóđ í íslenska almanakinu ţessi setning: "Áriđ 1860 er í sólaröld hinni minni hiđ ţrettánda." Slíkar upplýsingar voru gefnar í almanakinu frá 1850-1856 og aftur frá 1859-1861. Á ţessum árum sá Jón Sigurđsson um "ađ íslenska almanakiđ og laga eftir íslensku tímatali" eins og ţađ var orđađ á forsíđunni. Ljóst er ađ Jón hefur notađ skilgreiningu Jóns biskups á sólaröldinni. Hvers vegna sólaraldar er ekki getiđ eftir 1861 er óráđin gáta. Ef til vill hefur einhver komiđ auga á, ađ til var eldri sólaröld sem ekki samrýmdist öld Jóns biskups. En ađferđ Jóns var snjöll ađ ţví leyti ađ hún gerđi mönnum kleift ađ fara sömu leiđ og ţeir höfđu áđur tamiđ sér viđ niđurröđun vikudaga í árinu. Ekki er vitađ til ţess ađ slíkt hafi gerst í öđrum löndum. Ţar sögđu flestir skiliđ viđ sólaröldina sem hjálpartćki um leiđ og nýi stíll var innleiddur.
 

Ţ.S. 14. apríl 2019.

Forsíđa