Er dagurinn alltaf stystur á vetrarsólstöđum?
Ef klukkur vćru alls stađar stilltar eftir sönnum sóltíma, ţannig ađ klukkan
vćri alltaf 12 ţegar sólin er í suđri, myndi svariđ ađ vera játandi. En klukkur
eru stilltar eftir međalsól, og ţar ađ auki eru frávik vegna samrćmingar tíma á
stórum landsvćđum.
Ţess vegna getur ţađ brugđist ađ sólstöđudagurinn sé sá stysti. Ţađ gerist einmitt
hér á landi á ţessu ári
(2006). Stjörnufrćđilega reiknađar vetrarsólstöđur eru ţví sem nćst á ţví
augnabliki ţegar sól er lengst til suđurs á stjörnuhimninum. Vetrarsólstöđur í ár eru kl.
00:22 hinn 22. desember. Sá dagur telst ţví sólstöđudagurinn. En hann er
ekki stysti dagurinn hér á Íslandi ef nákvćmlega er reiknađ. Vegna ţess hvernig
klukkur eru stilltar hérlendis eru sólstöđurnar nćr hádeginu 21. desember en
hádeginu 22.desember. Ţess vegna er 21. desember stysti dagurinn á Íslandi í ár.
Munurinn milli ţessara daga er ţó varla merkjanlegur, minni en ein sekúnda, sé dagurinn
reiknađur frá sólarupprás til sólarlags. Síđan áriđ 1968 hafa klukkur á Íslandi veriđ stilltar eftir miđtíma Greenwich sem er einni klukkustund á undan ţeim tíma sem áđur var stađaltími hérlendis. Ef klukkunni hefđi ekki veriđ flýtt og eldri tímareikningur vćri enn í gildi, teldust sólstöđurnar í ár vera kl. 23:22 hinn 21. desember og sólstöđudagurinn vćri ţá jafnframt stysti dagurinn hér á landi. Lenging dagsins fram ađ áramótum sést á eftirfarandi töflu ţar sem tímar reiknast í mínútum. Á gamlársdag hefur dagurinn lengst um 13 mínútur í Reykjavík en um 18 mínútur á Akureyri. Nánari upplýsingar er ađ finna í greininni "Hve stórt er hćnufetiđ?".
Ţ.S. 21.12. 2006. Síđasta viđbót 24.12.06 |