Sumarsólstöđurnar 2008  

    Sumarsólstöđur eru oftast 21. júní, en ţó getur dagsetningin hnikast um dag til eđa frá vegna hlaupáranna (sjá hér). Í ár voru sólstöđurnar 20. júní, og munađi ţó litlu ađ dagsetningin yrđi önnur. Í Almanaki Háskólans er sólstöđutíminn sagđur kl. 23:59,  en nákvćmlega reiknađ voru sólstöđur kl. 23:59:21, ţ.e. 39 sekúndum fyrir dagaskiptin. Mjög sjaldgćft er ađ svo litlu muni, og hefur ţađ ekki gerst síđan menn fóru ađ stilla klukkur eftir međalsól í Greenwich. Fyrr á tímum notuđust menn viđ sannan sóltíma og reiknuđu ekki sólstöđurnar međ svo mikilli nákvćmni.

    Sumarsólstöđur eru skilgreindar sem ţađ augnablik ţegar sólin kemst lengst til norđurs frá miđbaug himins. Venjulega er sagt ađ sólargangur sé lengstur á sólstöđudaginn sjálfan, en strangt tekiđ getur ţađ brugđist vegna ţess ađ klukkur eru ekki stilltar eftir sannri sól. Á Íslandi gildir fljót klukka (sumartími) allt áriđ, og á sólstöđum er hádegi í Reykjavík klukkan hálftvö. Lengstur sólargangur verđur daginn sem sólstöđurnar eru nćst hádeginu. Ef sólstöđur eru t.d. kl. 1  ađfaranótt 21. júní, er sá tími nćr hádeginu 20. júní en hádeginu 21. júní. Lengstur sólargangur yrđi ţví 20. júní í ţađ skiptiđ ţótt sólstöđurnar vćru 21. júní. Munurinn milli daga er ţó sáralítill og í rauninni ađeins frćđilegur. Í Reykjavík er mesti munur á lengd sólargangs milli daga um sumarsólstöđur 11 sekúndur. Í ár var munurinn ađeins ein sekúnda vegna ţess ađ sólstöđurnar voru svo nćrri dagamótum.
 
    Oft vill gleymast ađ dagsetning sólstöđudags er háđ ţví í hvađa tímabelti athugandinn er. Í ár eru sólstöđur í Evrópu 21. júní, en í Ameríku 20. júní. Ef Seyđfirđingar hefđu tekiđ upp sérstakan sumartíma hjá sér á ţessu ári, hefđu sólstöđurnar hjá ţeim orđiđ 21. júní. Lengstur sólargangur hjá ţeim hefđi samt sem áđur veriđ 20. júní eins og hjá öđrum landsmönnum.
--------------------------------------------------------------------------------------------------
    Viđ vetrarsólstöđur getur ţađ gerst á sama hátt ađ skemmstur sólargangur verđi daginn fyrir sólstöđurnar en ekki á sólstöđudaginn sjálfan. Í almanakinu fram til ársins 1971 fylgdi sólstöđudegi á sumri textinn "lengstur dagur" eđa "lengstur sólargangur", en sólstöđudegi á vetri fylgdi textinn "skemmstur dagur" eđa "skemmstur sólargangur". Ólíklegt er ađ  umsjónarmenn almanaksins hafi leitt hugann ađ ţví ađ ţetta ţyrfti ekki ađ fara saman ef ýtrustu nákvćmni vćri gćtt. Misrćmi gat í fyrsta lagi komiđ fram áriđ 1908, ţví ađ fram ađ ţeim tíma var almanakiđ reiknađ eftir međalsóltíma Reykjavíkur. Munurinn á međalsól og sannri sól er sáralítill á sumarsólstöđum, ađeins tvćr mínútur, svo ađ hádegi eftir međalsóltíma tiltekins stađar verđur sem nćst kl.12.  Frá og međ árinu 1908 var almanakiđ hins vegar reiknađ eftir íslenskum miđtíma sem miđađist viđ 15. gráđu vestlćgrar lengdar, en ekki lengdarbaug Reykjavíkur. Viđ ţađ seinkađi hádegi í Reykjavík um 28 mínútur samkvćmt klukkunni og ţađ gat leitt til mismunar í dagsetningum. Viđ athugun hafa fundist ţrjú dćmi um slíkt: á sumarsólstöđum áriđ 1913, á vetrarsólstöđum áriđ 1932 og á sumarsólstöđum 1942. Áriđ 1968 var tímareikningi á Íslandi breytt og miđtími Greenwich tekinn upp í almanakinu. Viđ ţađ seinkađi hádegi í Reykjavík um eina klukkustund í viđbót og međ ţví jókst hćttan á misrćmi. Ađeins eitt dćmi finnst um ţađ í almanakinu ađ ţetta hafi komiđ ađ sök: á  vetrarsólstöđum áriđ 1969. Ţá var skemmstur sólargangur 21. desember, en ekki sólstöđudaginn 22. desember ţótt svo stćđi í almanakinu. Sá sem ţetta ritar var annar umsjónarmanna almanaksins á ţessum tíma og ber ţví nokkra ábyrgđ á mistökunum. Rétt er ađ ítreka ađ ţarna er ađeins um frćđilegan mun ađ rćđa, en alls ekki mćlanlegan.

 Ţ.S. 23. júní 2008. Breytt 25.6. 2008

Almanak Háskólans