Sjómannadagurinn  

    Sjómannadagurinn var haldinn hátíđlegur í fyrsta skipti hinn 6. júní áriđ 1938. Sá dagur var mánudagur, annar í hvítasunnu. Nćstu ár var fylgt reglu sem á endanum var lögtekin áriđ 1987, ađ sjómannadagur skyldi vera fyrsti sunnudagur í júní nema hvítasunnu bćri upp á ţann dag. Ţá skyldi sjómannadagurinn vera viku síđar. Áđur en lögin voru sett var vikiđ frá reglunni í ţau sex skipti sem hér verđa talin. Áriđ 1963 var sjómannadagurinn haldinn á annan í hvítasunnu. Árin 1965-1968 var haldiđ upp á daginn í maímánuđi. Áriđ 1986 var deginum frestađ til 8. júní vegna sveitarstjórnarkosninga í kaupstöđum og kauptúnahreppum laugardaginn 31. maí. Ţegar almanakiđ fyrir 1986 var prentađ, var ekki vitađ um frestunina og ţví var 1. júní auđkenndur sem sjómannadagur ţađ ár, en dagurinn hafđi fyrst veriđ tekinn upp í almanakiđ áriđ 1984. Hér fer á eftir listi yfir dagsetningar sjómannadags fram ađ lagasetningunni 1987. Listinn er fenginn frá Sjómannadagsráđi.
 
1938   6. júní 1948   6. júní 1958   1. júní 1968  26. maí 1978  4. júní
1939   4. júní 1949 12. júní 1959   7. júní 1969   1. júní 1979 10. júní
1940   2. júní 1950   4. júní 1960  12. júní 1970   7. júní 1980   1. júní
1941   8. júní 1951   3. júní 1961   4. júní 1971   6. júní 1981 14. júní
1942   7. júní 1952   8. júní 1962   3. júní 1972   4. júní 1982   6. júní
1943   6. júní 1953   7. júní 1963   3. júní 1973   3. júní 1983   5. júní
1944   4. júní 1954 13. júní 1964   7. júní 1974   9. júní 1984   3. júní
1945   3. júní 1955   5. júní 1965 30. maí 1975   1. júní 1985   2. júní
1946   2. júní 1956   3. júní 1966 15. maí 1976 13. júní 1986   8. júní
1947   1. júní 1957   2. júní 1967 28. maí 1977   5. júní 1987 14. júní

 

Ţ.S. 26. apríl 2008.

 

Almanak Háskólans