Breyting á tímasvæðum í Rússlandi
Hinn 28. mars s.l. þegar sumartími tók gildi í
Rússlandi, ákváðu yfirvöld að breyta staðaltíma á nokkrum svæðum og var
klukkunni ekki flýtt á þeim svæðum þetta sumarið. Af þessu leiðir að
tímakortið á bls. 78 í Almanaki Háskólans þarfnast leiðréttingar. Tímasvæði +12
á kortinu, austast í Síberíu (grænt í Almanaki 2010), sameinast nú næsta
svæði vestan við (+11) og verður grátt. Tvö lítil svæði í tímabelti +4
(græn í Almanaki 2010) sameinast svæðinu vestan við (+3, þ.e. Moskvutími) sem er
grátt. Loks flyst héraðið Kemerovo í suðvestur-Síberíu sem var í tímabelti +7
(grátt) yfir í tímabelti +6 (svart). Þessar breytingar verða sýndar á
tímakortinu í næsta almanaki.
Þ.S. 30. mars. 2010 |