Almanaksskýringar
Meðfylgjandi orðaskrá greinir frá merkingu og uppruna
helstu orða úr almanökum og tímatali. Stofninn í
ţessari skrá eru almanaksskýringar sem undirritađur tók
saman fyrir Almanak Þjóðvinafélagsins árin 1969 og 1970,
og ítarlegri útgáfa ţeirra sem birt var í
bókinni Stjörnufræði-Rímfræði árið 1972. Sú bók hefur lengi verið
ófáanleg, og ţótt síđan hafi komiđ út bćkur sem skarast
viđ hana ađ efni til, ţótti rétt ađ veita lesendum ađgang ađ
ţessum almanakskýringum á nýjum vettvangi. Viđ ţetta tćkifćri hafa
ýmsar breytingar veriđ gerđar og skýringum bćtt viđ ţar sem
ástćđa ţótti til. Þorsteinn Sæmundsson A aðfangadagur, nú venjulega notað í merkingunni aðfangadagur jóla (24. desember). Aðfangadagur páska og aðfangadagur hvítasunnu voru áður nöfn á laugardögunum fyrir þessa helgidaga. Orðið aðfangadagur mun að líkindum vera þýðing á gríska orðinu parasceve (undirbúningur) sem notað var um daginn fyrir páskahelgina, þ. e. föstudaginn langa. aðventa, jólafasta. Nafnið er dregið af latneska orðinu adventus sem merkir koma, þ. e. koma Krists, og skírskotar til jólanna sem fram undan eru. aftann, tímabilið frá kl. 15 til kl. 21 að sönnum sóltíma, eða þar um bil (-> eykt). Agnesarmessa (21. janúar), messa til minningar um rómversku stúlkuna Agnesi sem talið er að hafi dáið píslarvættisdauða í Róm um 300 e. Kr. Agötumessa (5. febrúar), messa til minningar um meyna Agötu sem talið er að hafi verið uppi á Sikiley, líklega á 3. öld, og liðið píslarvættisdauða. allra heilagra messa (1. nóvember), messa til minningar um alla helga menn. Kvöldiđ fyrir messudaginn hefur stundum veriđ kallađ hrekkjavaka međ tilvísun til erlendra hefđa. allra sálna messa (2. nóvember), messa til að minnast allra sálna í hreinsunareldinum. almanak, rit með dagatali og ýmsum öðrum upplýsingum,
svo sem um göngur himinhnatta, sjávarföll o. fl. Skýring
nafnsins er óviss. Elsta almanak sem fundist hefur er frá
Egiptalandi um 1200 f. Kr., ritað á papýrus. Ein fyrsta prentaða bókin var almanak
(1448). Fyrrum tíðkuðust
mest svonefnd eilífðaralmanök (calendarium perpetuum) sem
höfðu inni að halda upplýsingar er nota mátti
ár eftir ár með því að fylgja sérstökum
reglum. Í þeim flokki er elsta íslenska almanakið
sem varðveist hefur, "Calendarium - Íslenskt rím", prentað
á Hólum 1597. Nú á dögum eru árleg almanök algengust.
Á Íslandi hafa slík almanök komið út
á prenti samfellt fyrir hvert ár síðan 1837 (Almanak
Háskólans, öđru nafni Íslandsalmanakiđ).
almanaksár, það ár sem almanök sýna og miðað er við í daglegu lífi, venjulega 365 dagar, en stundum 366 (->hlaupár}. almanakstími, tími sem miđast viđ brautarhreyfingar himinhnatta frá jörđu séđ, óháð snúningi jarðar. Ţessi tími líđur fullkomlega í takt viđ atómtíma eftir ţví sem bestu mćlingar sýna og hefur í seinni tíđ veriđ ákvarđađur međ atómklukkum. Ambrósíusmessa (4. apríl og 7. desember), messa til minningar um Ambrósíus kirkjuföður, biskup í Mílanó, sem lést 4. apríl árið 397. Andrésmessa (30. nóvember), messa í minningu Andrésar postula, þjóðardýrlings Skota. Antóníusmessa (17. janúar), messa til minningar um Antóníus einsetumann í Egiptalandi, sem stofnaði fyrstu munkaregluna, um 305 e. Kr. apríl, mánaðarnafn komið frá Rómverjum. Nafnskýring óviss. atómtími, tími mćldur í sveiflum atóma. Sekúndan í hinu alţjóđlega einingakerfi er nú skilgreind á ţann hátt, međ talningu sveiflna í raföldu frá loftkenndu sesíni. aukanætur, fjórir dagar sem skotið er inn á eftir þriðja íslenska sumarmánuðinum (sólmánuði) til að fá samræmi milli mánaðatalsins og viknatalsins í árinu. Nafnið vísar til þess að tímaskeið voru áður fyrr talin í nóttum. Aukanætur hefjast með miðvikudegi í 13. viku sumars, þ. e. 18.-24. júlí. aukatungl, 1)
heiti tunglsins þann
tunglmánuð sem ekki
er tileinkaður ákveðnum almanaksmánuði eða
tímaskeiði eftir rímreglum. Fyrrum voru tunglmánuðirnir gjarna kenndir við almanaksmánuðina tólf, en þar
sem tunglkomur í árinu geta orðið einni fleiri en
almanaksmánuðirnir, urðu tunglmánuðir umfram,
þ. e. aukatungl. Gerðist það á 2-3 ára
fresti, og giltu þá um það kerfisbundnar reglur,
hvaða tungl skyldu teljast aukatungl.
Á ágúst, almanaksmánuður kenndur við Ágústus keisara (63 f.Kr.- 14 e.Kr.). Þessi mánuður hét áður Sextilis, dregið af sextus: sjötti (fyrsti mánuður ársins var mars). Ágústínusmessa (28. ágúst), messa til minningar um Ágústínus kirkjuföður, biskup í Hippó í N-Afríku (354-430 e.Kr.). ár, 1) sólarár, tímaeining sem miðast við göngu jarðar um sólu. Hið náttúrlega árstíðaár nefnist hvarfár (eftir sólhvörfum) og er að meðaltali 365 dagar 5 stundir 48 mínútur og 45 sekúndur. -> almanaksár, -> hlaupár. 2) tunglár. árstíðir, tímaskeið sem árinu er skipt í eftir árlegri sveiflu veðurfarsins. Aðalárstíðirnar eru venjulega taldar tvær, sumar og vetur, og samkvæmt því er árinu skipt í íslenska misseristalinu (-> tímatal, forníslenskt). Á mótum aðalárstíðanna eru svo tvær aukaárstíðir, vor og haust. Mörk ţeirra hafa verið skilgreind á fleiri en einn veg. Er oft látið svo heita að þau séu við jafndægur og sólstöður. Nær þá vorið frá vorjafndægrum að sumarsólstöðum, sumarið síðan fram að haustjafndægrum, o.s.frv. Orsök árstíðaskiptanna er möndulhalli jarðar sem veldur því að norðurskaut og suðurskaut hallast að sól á víxl á göngu jarðar um sólina. áttidagur, áttundi dagur jóla, helgidagur í fornum kristnum sið; fellur á nýársdag í núgildandi tímatali. Innan kirkjunnar hafði áttundi dagur (octava) frá messudegi sérstaka merkingu sem lokadagur vikuhátíðar. Dæmi: Octava Epiphanie Domini, 13. janúar, þ. e. áttundi dagur frá þrettánda (geisladagur); Octava Petri et Pauli, 6. júlí. B bandadagur (1. ágúst), dagur sem fyrr var haldinn helgur í minningu þess að Heródes II. Agrippa lét færa Pétur postula í fjötra. Barbárumessa (4. desember), messa til minningar um Barbáru mey sem þjóðsögur herma að hafi dáið sem píslarvottur um 300 e. Kr. Barnabasmessa (11. júní), messa til minningar um Barnabas postula, öðru nafni Jósep Levíta frá Kípur, sem uppi var á 1. öld e. Kr. barnadagur (28. desember), minningardagur um börnin í Betlehem, sem Heródes konungur mikli lét taka af lífi samkvćmt frásögn Matteusarguđspjalls. Bartólómeusmessa (Barthólómeusmessa, 24. ágúst), messa til minningar um Bartólómeus postula. beltatími, sá tími sem ætti að gilda á hverjum stað ef stranglega væri fylgt þeirri hugmynd sem lá að baki alþjóðlegu samkomulagi frá árinu 1883. Þá var jörðinni skipt í 24 tímabelti sem hvert náđi yfir 15 gráður lengdar. Í hverju belti skyldi klukkan stillt á sama tíma, en tímamunurinn frá einu belti til hins næsta skyldi vera ein klukkustund. Almennt gildir sú regla að beltatíminn er staðaltími á úthafssvæðum, en á landi verða frávik, m.a. vegna þess að hagkvæmara er að láta stađaltíma fara eftir landamærum en lengdarbaugum. Benediktsmessa (21. mars og 11. júlí), messa til minningar um heilagan Benedikt frá Núrsía, sem uppi var á Ítalíu á 6. öld og stofnaði hina þekktu munkareglu sem við hann er kennd. biblíudagurinn, nafn sem á síđari árum hefur veriđ tengt viđ 2. sunnudag í níuviknaföstu. birting, sá tími að morgni þegar myrkri lýkur. Í almanökum er venjulega miðað við þá stund þegar sólmiðjan er 6 gráður undir sjónbaug, -> myrkur. Blasíusmessa (3. febrúar), messa til minningar um Blasíus biskup og píslarvott sem sumir telja að hafi verið uppi í Armeníu á 4. öld e. Kr. boðunardagur Maríu (Maríumessa á föstu, 25. mars), messudagur til minningar um það að Gabríel engill vitraðist Maríu mey og boðaði fæðingu Krists. Ţessa er einnig minnst 5. sunnudag í föstu, einkanlega ef sá dagur er nćrri 25. mars. bolludagur, mánudagurinn í föstuinngang. Nafnið er kennt við bollur sem siður er að borða þennan dag. Þótt siðurinn sé erlendur mun nafnið upprunnið á Íslandi. bóndadagur, fyrsti dagur þorra, miðsvetrardagur. Þessi dagur var tyllidagur að fornu. Sagt er að bændur hafi þá átt að "bjóða þorra í garð" og að húsfreyjur hafi átt að gera bændum eitthvað vel til. Einnig munu finnast dæmi um það að hlutverk hjónanna í þessum sið hafi verið hin gagnstæðu. Bóndadag getur boriđ upp á dagana 19.-26. janúar. -> ţorri. Bótólfsmessa (17. júní), messa til minningar um Bótólf ábóta sem stofnaði klaustur á Englandi á 7. öld. brandajól, jól sem falla þannig við sunnudaga að margir helgidagar verða í röð; upphaflega haft um það þegar jóladag bar upp á mánudag, og ţeirri reglu hefur veriđ fylgt í almanakinu síđan 1995. Stundum hefur verið gerður greinarmunur á stóru og litlu brandajólum, en notkun heitanna virðist hafa verið á reiki. Nafnskýring óviss, ef til vill tengt eldibröndum á einhvern hátt. Sunnar í löndum kemur svipað orð fyrir í sambandi við páskaföstuna (Dominica Brandorum: fyrsti sunnudagur í föstu). Brettívumessa (11. janúar), messa sem víða er getið í norskum og íslenskum heimildum. Um tilefnið er ekkert vitað. Briktíusmessa (13. nóvember), messa til minningar um Briktíus biskup í Tours í Frakklandi (d.444). Brígidarmessa (1. febrúar), messa til minningar um heilaga Brígidi sem var abbadís á Írlandi um 500 e. Kr. og er mjög í hávegum höfð þar í landi. bræðramessa (20. janúar), messa til minningar um tvo rómverska menn, Fabianus og Sebastianus, sem reyndar virðast ekki hafa verið bræður eða tengdir að neinu leyti. Fabianus mun hafa verið biskup í Róm á 3. öld e. Kr., en um Sebastianus er lítið vitað með vissu. bænadagar (lægri helgar, skírdagshelgar), skírdagur og föstudagurinn langi. bænadagur, dagur sem sérstaklega er helgaður fyrirbænum. Í fleirtölunni (bænadagar) er orðið notað um skírdag og föstudaginn langa. Eftir siðaskipti voru yfirleitt fyrirskipaðir 3-4 bænadagar á ári, sbr. kóngsbænadag. Þessi siður var endurvakinn að nokkru leyti áriđ1952 með hinum almenna bænadegi þjóðkirkjunnar, sem haldinn er 5. sunnudag eftir páska ár hvert. Áriđ 1983 var bćnadagur ađ vetri tekinn upp í almanakiđ. Lengi framan af var hann síđasti sunnudagur eftir ţrettánda, síđar var reglunni breytt og er hann nú haldinn 4. sunnudag eftir ţrettánda ţau ár sem sunnudagar eftir ţrettánda eru fjórir eđa fleiri. Séu ţeir fćrri, skal bćnadagurinn vera sá síđasti eins og áđur. C Cecilíumessa (22. nóvember) -> Sesilíumessa. D dagalína, lína sem skiptir dögum á jörðinni. Lína þessi fylgir í stórum dráttum 180. gráðu lengdar reiknað frá Greenwich. Þegar miðnætti er við dagalínuna mætast þar upphaf og endir sama mánaðardags. Annars ríkja yfirleitt tveir mánaðardagar á jörðinni, og er þá dagsetningin vestan megin dagalínunnar komin einum lengra áleiðis en austan megin. Dagalínan er sprottin af rökfræðilegri nauðsyn, en staðsetning hennar ræðst af alþjóðlegu samkomulagi. dagatal, skrá yfir daga ársins, þar sem þeir eru flokkaðir eftir mánuðum og vikum. Þáttur í almanökum. dagmál, -> eykt. dagur, 1) sólarhringur, 2) bjarti tími sólarhringsins,
3) tíminn frá sólarupprás til sólarlags, 4) tímaskeiðið frá kl. 5 til kl. 18 að staðartíma,
lauslega áætlað. Að fornu taldist dagurinn ná
frá dagmálum til óttu (-> eykt). dagur íslenskrar tungu, 16. nóvember, fćđingardagur Jónasar Hallgrímssonar, í heiđri haldinn síđan 1996 samkvćmt ákvörđun stjórnvalda. desember, mánaðarnafn komið frá Rómverjum, dregið af latínunni decem: tíu, þ. e. tíundi mánuður ársins að tímatali Rómverja fyrr á tíð. Díónysíusmessa (9. október), messa tileinkuð Díónysíusi biskupi í Frakklandi á 3. öld. Díónysíus er oft talinn verndardýrlingur Frakka, en um hann er lítið vitað með vissu. dymbilvika (dymbildagar, efsta vika, kyrra vika), síðasta vikan fyrir páska. Nafnið mun dregið af áhaldi sem notað var í klukku stað í kirkjum þessa viku (sbr. dumb bjalla). Sums staðar virðist trékólfur hafa verið notaður í stað venjulegs kólfs og þá kallaður dymbill. dýridagur (Kristlíkamahátíð), fimmtudagurinn eftir trínitatis. Hátíðisdagur í tilefni af nærveru Krists í brauði og víni hins heilaga sakramentis, sbr. orð Krists við hina heilögu kvöldmáltíð. Þessi hátíðisdagur var fyrst tekinn upp á 13. öld (á Íslandi 1326), en lagðist niður meðal mótmælenda við siðaskipti. dægur, hálfur sólarhringur (dagur eða nótt). Í fornum ritum virðist orðið dægur stundum hafa verið notað í merkingunni sólarhringur (það orð þekktist ekki), en sú merking er horfin í nútímamáli. E efsta vika, -> dymbilvika. Egidíusmessa (1. september), messa til minningar um Egidíus einbúa í Frakklandi. Um hann eru ýmsar þjóðsögur, en lítið af traustum heimildum. einmánaðarsamkoma, fyrsti dagur einmánaðar. Þann dag var fyrrum lögboðin samkoma hreppsbúa (sjá Grágás). einmánuður, síðasti mánuður vetrar að forníslensku tímatali; hefst á þriðjudegi í 22. viku vetrar (20.-26. mars). Nafnskýring óviss. eldadagur (6. október). Þennan dag var venja að bændur tækju við þeim húsdýrum til eldis, sem þeim hafði verið gert að skyldu að hafa á fóðrum yfir veturinn. eldaskildagi (10. maí). Þann dag var venja að bændur "skiluðu úr eldunum", þ. e. skiluðu húsdýrum sem þeim hafði verið gert að skyldu að hafa á fóðrum yfir veturinn. eldbjargarmessa, alþýðlegt nafn á 7. janúar, deginum eftir þrettánda. Skýring nafnsins er óviss, en hugsanlegt að það sé dregið af siðum eða leikjum sem hafðir hafi verið um hönd á hinum fyrsta virka degi eftir jólahald. Nafniđ mun ekki vera íslenskt að uppruna, en hingað komið frá Noregi eða Svíþjóð. Eldríðarmessa (23. júní), messa til minningar um Eldríði abbadís sem stofnaði klaustur í Ely á Englandi á 7. öld. Elegíusmessa (1. desember), messa til minningar um Elegíus, kunnan biskup og hagleiksmann í Frakklandi á 7. öld. engladagur (Mikjálsmessa, 29. september). Dagurinn var sums staðar kallađur messa heilags Mikjáls og allra engla, og af því mun nafnið dregið. epiphania, forn hátíð kristinna manna, haldin 6. janúar til minningar um skírn Krists. Um tíma var þetta líka talin fæðingarhátíð Krists í andlegum skilningi áður en 25. desember var úrskurðaður fæðingardagur Krists og tekið að halda þann dag heilagan. Með aukinni áherslu á kristið jólahald breytti epiphania um svip á Vesturlöndum víðast hvar og varð að þrettándahátíð. Nafnið epiphania er komið úr grísku og merkir opinberun. eykt, mun upprunalega hafa samsvarað nokkurn veginn þeim tíma
dags sem seinna var kallaður nón, þ. e. um kl. 15 að
sönnum sóltíma. Sú átt eða kennileiti
sem sólina bar við á þessari stundu nefndist
eyktarstaður og markaði upphaf helgitíma (helgidags-eykt).
Um eyktarstað virðist hafa átt að gilda sú regla,
að hann væri röskar 50 gráður frá suðri,
þ.e. milli áttanna SV og VSV, en menn greinir á um
það hvernig beri að skilja ákvæðin eða
hversu nákvæmlega þeim hafi verið fylgt. Síðar
urðu eyktirnar fleiri, eða 8 talsins, og réðu menn tímann
af því hvenær sól eða önnur himintungl
bar yfir ákveðin kennileiti (eyktamörk, dagsmörk).
Nöfnin á eyktunum voru þessi: ótta (um kl. 3 að
sönnum sóltíma), miður morgunn eða rismál
(um kl. 6), dagmál (um kl. 9), miðdegi eða hádegi
(kl. 12), nón (um kl. 15), miður aftann eða miðaftann
(um kl. 18), náttmál (um kl. 21) og miðnætti
eða lágnætti (kl. 24). F fardagar, fjórir fyrstu dagarnir í 7. viku sumars. Þessa daga fluttust menn búferlum og er nafnið dregið af því. Fardagur presta, einnig kallaður nýi fardagur, er á föstum mánaðardegi, 6. júní, samkvæmt tilskipun frá 1847. Sú tilskipun studdist við eldra ákvæði (frá 18. öld). febrúar, annar mánuður ársins eftir núgildandi tímatali. Mun (ásamt janúar) hafa verið
aukið við hið forn-rómverska mánaðatal alllöngu
fyrir Kristsburð. Í fyrstu var febrúar í árslok
(árið var talið byrja með mars), og mun þar vera
að finna skýringu á því að hann er frábrugðinn öðrum mánuðum hvað dagafjölda snertir,
og eins því, að hlaupársdegi er bætt við
þennan mánuð. Nafnið er dregið af februa, trúarlegri
hreinsunarhátíð sem tíðkaðist meðal
Rómverja í þessum mánuði. fimmtudagur, eldra nafn: fimmti dagur viku, þar áður þórsdagur (-> vika). fingrarím, forn aðferð við tímatalsreikning. Aðferðin er í því fólgin að liðir og hnúar á fingrum beggja handa eru kenndir við tölur og minnisbókstafi á kerfisbundinn hátt. Með æfingu má beita fingrarími til að finna dagsetningar kirkjuhátíða, tunglkomur, vikudaga o. fl. ár og aldir fram og aftur í tímann á hinn skjótasta hátt. Fingrarím mun hafa þekkst með mörgum þjóðum frá fornu fari og var talsvert iðkað á Íslandi áður en prentuð almanök komu til sögunnar, og jafnvel lengur af sumum. Fídesmessa (6. október), messa tileinkuð heilagri Fídes. Fides var gyđja trausts og góđrar trúar hjá Rómverjum. Kaţólska kirkjan tók hana síđar í dýrlingatölu, en engar öruggar heimildir finnast um konu međ ţessu nafni. frídagur verslunarmanna, árlegur frídagur sem orðinn er víðtækari en nafnið bendir til. Var tekinn upp 1895 sem hátíðisdagur verslunarmanna í ágústmánuði. Árið 1897 var ákveðið að hann skyldi framvegis vera á föstum mánaðardegi, þjóðhátíðardaginn 2. ágúst, en ţann dag áriđ 1874 héldu Reykvíkingar upp á ţúsund ára afmćli Íslandsbyggđar. Með reglugerð var síðar ákveðið að halda hann fyrsta mánudag í ágúst, og er svo enn. Í Íslandsalmanakinu er dagsins fyrst getið áriđ 1941. fullveldisdagurinn (1. desember). Þann dag árið 1918 varð Ísland fullvalda ríki. Dagurinn var almennur hátíðisdagur fram að stofnun lýðveldisins 1944, er lýðveldisdagurinn 17. júní kom í hans stað. föstudagur, nafn sem vísar til föstuhalds þennan dag í kaþólskum sið. Dagurinn hét áður frjádagur, sennilega kenndur við aðra hvora gyðjuna, Freyju eða Frigg. föstudagurinn langi (áður langi frjádagur), föstudagurinn fyrir páska. Helgidagur til minningar um krossfestingu Krists. föstuinngangur (föstuígangur, föstugangur), fyrstu dagar þeirrar viku sem langafasta hefst í, þ. e. sunnudagur, mánudagur og þriðjudagur á undan öskudegi, eða aðeins fyrsti dagurinn af þessum þremur (föstuinngangs-sunnudagur). G Gallusmessa (16. október), messa til minningar um Gallus munk frá Írlandi (d. um 640). gamli stíll, júlíanska tímatalið, -> tímatal. gangdagavika, vikan sem hefst með 5. sunnudegi eftir páska. -> gangdagar. gangdagar (síðari gangdagar, rogationes), dagarnir þrír á undan uppstigningardegi. Á gangdögum var gengið umhverfis tún í kaþólskum sið og beðið til árs og gróðrar. Þessi venja mun fyrst hafa verið tekin upp í Gallíu (Frakklandi) á 5. öld. gangdagurinn eini (gangdagurinn mikli, litli gangdagur, lithania
major),
25. apríl. Nafnskýring: -> gangdagar. Þessi gangdagur
mun upprunninn í Róm á 6. öld, og var dagurinn
valinn með það fyrir augum að hinn nýi siður
kæmi í stað heiðinnar hátíðar
sem fyrir var. Geirþrúðardagur (17. mars), messudagur tileinkaður Geirþrúði abbadís í Nivelles í Belgíu (626-659 e.Kr.). geisladagur (13. janúar), réttri viku eftir þrettánda (-> áttidagur). Nafnið vísar til sögunnar um Betlehemstjörnuna, og er sennilegt að það hafi upphaflega átt við þrettándann sjálfan, sem á latínu var kallaður festum luminarium. gormánuður, fyrsti mánuður vetrar að forníslensku tímatali; hefst fyrsta vetrardag. Nafnið mun vísa til sláturtíðar. góa (áður gói), fimmti mánuður vetrar að forníslensku tímatali; hefst með sunnudegi í 18. viku vetrar (18.- 24. febrúar, nema á eftir rímspillisári, þá 25. febrúar). Nafnskýring óviss. góupáskar, páskar sem eru svo snemma ađ páskadagur er á góu í stađ einmánađar sem venjulegt er. Góupáskar verđa ţegar páskadagur er einhver daganna 22., 23. eđa 24. mars sem eru fyrstu hugsanlegu dagsetningar páska. Ţetta er mjög sjaldgćft, gerđist ađeins tvisvar á 20. öld og einu sinni á ţeirri 21. góutungl, heiti tunglsins þann tunglmánuð sem kemur næst á undan páskatungli. (-> tunglheiti) góuþræll, síðasti dagur góu. gregoríanska tímatalið (nýi stíll) -> tímatal. Gregoríusmessa (12. mars), messa til minningar um Gregoríus páfa mikla (f. um 540, d. 604). Gvendardagur (16. mars), dánardagur Guðmundar góða Arasonar Hólabiskups (1237). gyllinital, tala (1-19) sem segir til um, hvar tiltekið ár stendur í tunglöld. Notað við páskaútreikning, sérstaklega í gamla stíl. Gyllinital árs má finna með því að deila í ártalið með 19. Afgangurinn er þá einum lægri en gyllinitalið. H Hallvarðsmessa (15. maí), messa til minningar um Hallvarð Vébjörnsson hinn helga sem uppi var í Noregi á 11. öld. harpa, fyrsti mánuður sumars að forníslensku tímatali; hefst með sumardeginum fyrsta. Nafnið sjálft er ekki mjög gamalt, varla eldra en frá 17. öld. Skýring nafnsins er óviss. Í Snorra-Eddu er mánuðurinn kallaður gaukmánuður og sáðtíð. haust, -> árstíðir. haustmánuður (garðlagsmánuður), síðasti mánuður sumars að forníslensku tímatali; hefst með fimmtudegi í 23. viku sumars, eða 24. viku ef sumarauki er, þ. e. 21.- 27. september, nema í rímspillisárum: 28. september. haustvertíð, veiðitími að hausti. Á Suðurlandi (Faxaflóa) telst haustvertíð frá fornu fari hefjast á Mikjálsmessu (29. sept.) en ljúka á Þorláksmessu (23. des.). -> vertíð. hádegi, 1) sú stund þegar sól er hæst á lofti, nánar tiltekið í hásuðri. Þetta er sú skilgreining sem fylgt er í almanökum. 2) kl. 12 að staðartíma, 3) kl. 12-13 að staðartíma, eða þar um bil. heimstími (samrćmdur heimstími, UTC) tími sem jafngildir því sem næst miðtíma Greenwich en getur ekki fylgt honum nákvćmlega vegna ţeirrar kröfu ađ hver sekúnda í heimstíma sé jafnlöng atómsekúndunni (-> atómtími). Ef munur tímanna verður meiri en 0,9 sekúndur er annað hvort skotið inn aukasekúndu í heimstímann eða sekúnda felld niður. Ákvörðun heimstímans er verkefni margra athugunarstöðva, og eftir samræmdri niðurstöðu þeirra eru klukkur síðan stilltar um allan heim. heitdagur (heitdagur Eyfirðinga), heitdagur Skagfirðinga, Eyfirðinga og Þingeyinga á seinni öldum, þann dag sem áður var lögskipuð einmánaðarsamkoma. Áheitsdagur í vetrarlok þegar erfiðlega áraði. Afnuminn með tilskipun árið 1744. helgavika, hvítasunnuvikan, vikan sem hefst með hvítasunnudegi. helgi, tímabil sem haldið er heilagt. Eftir kirkjulegum reglum hefst helgin ætíð á undan þeim degi sem kallaður er helgidagur. Fyrrum taldist helgin byrja að nóni daginn fyrir helgidaginn, en síðar breyttist þetta þannig að reiknað var frá miðaftni. Í daglegu tali er algengt að orðið helgi sé notað um þann tíma sem frí er frá vinnu, sbr. "verslunarmannahelgi". heyannir, fjórði mánuður sumars að forníslensku tímatali. Hefst með miðsumri (23.-29. júlí, nema í rímspillisárum: 30. júlí). Mánuðurinn sjálfur eða nokkur hluti hans mun einnig hafa borið nafnið miðsumar. Um eitt skeiđ var mánuđurinn viđmiđunartími fyrir lagasóknir (stefnur). Á Alţingi áriđ 1700 var samţykkt ađ heyannir (í lagaskilningi) skyldu framvegis hefjast 13. júlí og standa minnst 10 vikur. hlaupár, almanaksár sem er degi lengra en venjulegt almanaksár, þ. e. 366 dagar í stað 365. Í nýja stíl er hlaupár alltaf þegar talan 4 gengur upp í ártalinu, nema á aldamótum þegar ártalið endar á 00. Þá er hlaupár aðeins þegar talan 400 gengur upp í ártalinu. Aukadeginum, sem nefndur er hlaupársdagur, er aukið við febrúarmánuð. Nafnið hlaupár mun dregið af því, að merkisdagar eftir hlaupársdag "hlaupa yfir" þann vikudag sem þeir myndu annars falla á. Reglur um hlaupár eru nauðsynlegar til að fella almanaksárið að árstíðaárinu, sem ekki telur heila tölu daga. hlaupársdagur, dagur sem skotið er inn í almanaksárið þegar hlaupár er. Degi þessum er bætt við febrúarmánuð, sem um skeið var síðasti mánuður ársins að tímatali Rómverja. Samkvæmt tímatalsákvæðum Sesars frá 46 f. Kr. (-> tímatal) skyldi hlaupársdeginum skotið inn á eftir vorhátíðinni Terminalia, sem haldin var 23. febrúar. Sú hátíð virðist hafa táknað lok eins árstíðaárs og upphaf annars í augum Rómverja, þótt hinn opinberi nýársdagur flyttist frá 1. mars til 1. janúar þegar á 2. öld f. Kr. Hlaupársdagurinn varð því 24. febrúar (sumir segja 25. febrúar, ţví ađ upphaflega var litiđ svo á ađ sama dagsetning ćtti viđ báđa dagana í hlaupárum, ţannig ađ 24. febrúar stćđi í tvo sólarhringa). Festi sú regla rætur í kirkjulegu tímatali þannig að messur sem annars féllu á 24.-28. febrúar, féllu í hlaupárum á 25.-29. febrúar. Helsta messan sem þarna er um að ræða er Matthíasmessa, sem venjulega fellur á 24. febrúar. Í hlaupárum var hún í flestum löndum flutt til 25. febrúar. Á Íslandi var þó undantekning frá þessu og Matthíasmessa yfirleitt látin haldast 24. febrúar, en 25. febrúar gerður að hlaupársdegi í staðinn. Nú á dögum er almennt litið á 29. febrúar sem hlaupársdag, enda sjaldan miðað við messudaga. hlaupársmessa, annað nafn á Matthíasmessu (24. febr.). hlaupársöld, fjögurra ára tímaskeiđ, -> öld Hólahátíđ,
kirkjuleg hátíđ haldin sunnudaginn í 17. viku sumars, ţ.e. 12.-18.
ágúst. hundadagar, tiltekið skeið sumars um heitasta tímann, nú talið frá 13. júlí (Margrétarmessu) til 23. ágúst í íslenska almanakinu (6 vikur). Nafnið mun komið frá Rómverjum, er sóttu hugmyndina til Forn-Grikkja. Grikkir settu sumarhitana í samband við hundastjörnuna (Síríus), sem um þetta leyti árs fór að sjást á morgunhimninum. Bæði hérlendis og erlendis hefur nokkuð verið á reiki hvenær hundadagatímabilið teldist byrja og hve lengi það stæði. Grikkir munu hafa tekið eftir því að Síríus birtist þegar sól gekk í ljónsmerki, og með hliðsjón af því eru hundadagar stundum reiknaðir frá 23. júlí til 23. ágúst. Var það t. d. gert í íslenska almanakinu fram til 1924 og sömu reglu er enn fylgt í danska almanakinu og því norska. Hjá Íslendingum er hundadaganafnið tengt minningunni um Jörund hundadagakonung sem tók sér völd á Íslandi 25. júní 1809, en var hrakinn frá völdum 22. ágúst sama ár. hvarfár ("trópískt" ár), tíminn milli sólhvarfa, árstíðaár. Vegna óreglu í göngu jarđar um sólu er tíminn milli sólhvarfa örlítiđ breytilegur, en nákvæm skilgreining miđast viđ međalgöngu sólar og svonefndan međalvorpunkt. Sem stendur er lengd hvarfársins 365 dagar 5 stundir 49 mínútur og 45 sekúndur. hvíta vika (hvítadagar), vikan sem hefst með hvítasunnu (hvítasunnuvikan). hvítasunna, þriðja stærsta kirkjuhátíð kristinna manna, haldin sjö vikum eftir páska til minningar um það þegar heilagur andi kom yfir lærisveina Krists. Nafnið mun dregið af því að þessi hátíð varð snemma skírnarhátíð og hvítur klæðnaður því þáttur í athöfninni. Hátíðin féll saman við eldri hátíð (uppskeruhátíð) meðal Gyðinga, pentecoste, á 50. degi frá páskum. Í núgildandi tímatali (nýja stíl) getur hvítasunnudagur falliđ á dagana 10. maí til 13. júní. hvíti týsdagur, dagurinn fyrir öskudag, nú kallaður sprengidagur. Nafnið, sem líklega stendur í sambandi við mataræði (mjólkurmat) í föstuinngang, kemur ekki fyrir í gömlum heimildum íslenskum og hefur því líklega borist frá Danmörku með almanakinu, en aldrei náð fótfestu meðal almennings. Það var tekið upp í Íslandsalmanakið árið 1853 en fellt niður árið 1970. höfuðdagur, 29. ágúst. Dagur sem fyrrum var haldinn helgur í minningu þess að Heródes Antipas lét hálshöggva Jóhannes skírara. I imbrudagar, fjögur árleg föstu- og bænatímabil, sem standa þrjá daga í senn, miðvikudag, föstudag og laugardag eftir 1) öskudag, 2) hvítasunnudag, 3) krossmessu (14. september) og 4) Lúsíumessu (13. desember). Nafnið er komið úr engilsaxnesku og merking þess umdeild, en giskað á að það merki "umferð", þ. e. umferðarhelgidaga sem endurtaka sig aftur og aftur á árinu. Jafnframt virðist nafnið hafa orðið fyrir áhrifum af latneska heitinu quatuor tempora: fjórar tíðir, þ. e. fjórar kirkjulegar (kaþólskar) árstíðir sem árinu var skipt í og hófust með imbrudögum. imbruvika, vika sem imbrudagar falla í. Upprunalega mun átt við vikuna sem hefst með fyrsta imbrudegi (-> sæluvika). J jafndægur, sú stund þegar sól er beint yfir
miðbaug jarðar. Þetta gerist tvisvar á ári,
á tímabilinu 19.-21. mars (vorjafndægur) og 21.-24.
september (haustjafndægur). Um þetta leyti er dagurinn (frá
sólarupprás til sólarlags) um það
bil jafnlangur nóttinni hvar sem er á jörðinni,
og af því er nafnið dregið. Breytileiki
dagsetninganna stafar aðallega af því að almanaksárið
er ekki nákvæmlega jafnlangt árstíðaárinu,
og samræmingin við árstíðaárið verður
að gerast í stökkum, með aukadegi í hlaupárum. Jakobsmessa (25. júlí), messa til minningar um Jakob postula Zebedeusson, sem Heródes Agrippa lét taka af lífi um 44 e. Kr. janúar, fyrsti mánuður ársins eftir núgildandi tímatali hjá flestum þjóðum. Kenndur við rómverska guðinn Janus. Þessum mánuði mun ásamt febrúar hafa verið bætt við hið forn-rómverska mánaðatal alllöngu fyrir Krists burð og hann síðan gerður að fyrsta mánuðinum. jól, forn hátíð á Norðurlöndum, e. t. v. haldin nokkru síðar en nú (miðsvetrarblót). Með kristninni urðu jólin aðalhátíð kristinna manna, í minningu um fæðingu Krists. Ákvörðunin um að halda fæðingardag Krists hátíðlegan 25. desember tók að breiðast út í Suðurlöndum á 4. öld e. Kr. Um skýringu á hinu norræna nafni jól er ekkert vitað með vissu. jólafasta (ađventa), trúarlegt föstutímabil á undan jólunum. Hefst með 4. sunnudegi fyrir jóladag, þ.e. 27. nóv. - 3. des. jólakvöld, kvöldið fyrir jóladag, aðfangadagskvöld. jólanótt (nóttin helga), nóttin fyrir jóladag. jólatungl, heiti tunglsins þann tunglmánuð sem þrettándinn fellur í. Er þá miðað við gang tunglsins eins og hann reiknast samkvæmt rímreglum eða tungltöflum. Nú er tunglið að jafnaði 1-2 dögum á undan áætlun miðað við töflurnar. Af því leiðir að tungl sem er nýtt á sjálfan þrettándadag, telst yfirleitt ekki jólatungl, því að samkvæmt töflunum á það ekki að kvikna fyrr en eftir þann dag. (-> tunglheiti) Jónsdagur, venjulega notað um Jónsmessu, og þá oftast um Jónsmessuna 24. júní. Í almanökum síðan 1924 hefur nafnið staðið við messudag Jóhannesar guðspjallamanns, 27. desember. Jónsmessa, 1) Jónsmessa Hólabiskups á föstu, 3. mars, haldin í minningu þess að þann dag árið 1200 voru bein Jóns Ögmundssonar upp tekin, 2) Jónsmessa Hólabiskups um vorið (eða hin síðari), 23. apríl, andlátsdagur Jóns Ögmundssonar 1121, 3) Jónsmessan 24. júní, haldinn fæðingardagur Jóhannesar skírara. Eini fæðingardagur dýrlings sem haldinn var helgur. Helgidagur á Íslandi fram til 1770. Jónsmessunótt, nóttin fyrir Jónsmessudag 24. júní, þ.e. nóttin 23.-24. júní. Jónsvaka, Jónsmessuhelgin 23.-24. júní. Nafnið merkir upprunalega kvöldið fyrir messudaginn (-> vaka). Jónsvökudagur: (yfirleitt) 23. júní. Jónsvökunótt: nóttin 23.-24. júní. júlí, almanaksmánuður kenndur við Júlíus Sesar. Þessi mánuður hét áður Quintilis (quintus: fimmti, þ. e. fimmti mánuður ársins eftir þágildandi tímatali í Róm). júlíanska tímatalið, -> tímatal. júlíanska öld, tímaskeið sem nær yfir 7980 ár, oft notað í tímatalsreikningi. Upphaf júlíönsku aldar reiknast frá 1. janúar 4713 f. Kr. Árafjöldinn (7980) fæst sem margfeldi þriggja skemmri skeiða: 28 ár (sólaröld) x 19 ár (tunglöld) x 15 ár (skattöld). Eftir eina júlíanska öld fá árin sömu afstöðu með tilliti til allra þriggja skeiða. Stjörnufræðingar tímasetja atburði oft með því að tilgreina tölu þeirra daga sem liðnir eru frá upphafi júlíanska tímabilsins, og losna þannig við ýmsa ókosti venjulegra dagsetninga. Júlíanski dagur nr. 2451545 byrjaði á hádegi 1. janúar 2000 eftir heimstíma. Hugmyndina ađ ţessari tímatalsađferđ átti Joseph nokkur Scaliger (1582) en ekki er vitađ međ vissu hvort hann kenndi hana viđ hinn sögufrćga Júlíus Sesar, eđa föđur sinn, Julius Caesar Scaliger. júní, mánaðarnafn komið frá Rómverjum. Nafnskýring umdeild. K Kalixtusmessa (14. október), messa í minningu Kalixtusar I, páfa í Róm á 3. öld. Katrínarmessa (25. nóvember), messa til minningar um Katrínu píslarvott frá Alexandríu, sem margar sögur eru um, en engar áreiðanlegar og óvíst hvort hún hefur verið til. kirkjuár, starfsár kirkjunnar, hefst með jólaföstu. Klemensmessa (23. nóvember), messa til minningar um Klemens I, páfa í Róm á 1. öld e. Kr. Knútsdagur (7. janúar), messudagur til minningar um Knút hertoga sem veginn var á Sjálandi árið 1131. Kolnismeyjamessa (21. október), messa tileinkuð heilagri Úrsúlu og ellefu þúsund meyjum sem þjóðsögur segja að hafi látið lífið fyrir trú sína við Kolni (Köln) snemma á öldum. Konráðsmessa (26. nóvember), messa til minningar um Konráð biskup í Konstanz í Þýskalandi á 10. öld. konudagur, fyrsti dagur góu. Sagt er að húsfreyjur hafi átt að fagna góu þennan dag, og að bændur hafi átt að gera húsfreyjum eitthvað vel til. Þess munu einnig dæmi, að hlutverk hjónanna í þessum sið hafi verið hin gagnstæðu. Konudag getur boriđ upp á dagana 18. - 25. febrúar. -> góa. kornskurđarmánuđur, ->
tvímánuđur kóngsbænadagur, 4. föstudagur eftir páska. Almennur bænadagur, fyrst skipaður af Danakonungi 1686 og því kenndur við konung. Afnuminn sem helgidagur 1893. krossmessa, 1) krossmessa á vori, 3. maí, haldin í minningu þess að kross Krists hafi fundist á þeim degi árið 326, 2) krossmessa á hausti, 14. september, haldin í minningu þess að Heraklíus keisari vann Jerúsalem og krossinn úr höndum Persa árið 629 og bar krossinn upp á Golgata. kvartil, tunglfjórðungur. Sagt er að tungls sé á fyrsta kvartili þegar það er hálft og vaxandi, en á þriðja kvartili þegar það er hálft og minnkandi. Í báðum tilvikum sést fjórðungur af yfirborði tungls upplýstur af sól. kvöld, nú oftast notað um tímaskeiðið frá kl. 18 til kl. 24 að staðartíma eða þar um bil. Að fornu mun orðið kvöld hafa haft svipaða merkingu og orðið aftann (-> eykt), en þó fremur verið notað um síðari hluta aftansins. kyndilmessa, 2. febrúar, hreinsunardagur Maríu meyjar (þ. e. hreinsunardagur samkvæmt Gyðingatrú), 40 dögum eftir fæðingu Krists. Nafnið er dregið af kertum sem vígð voru þennan dag og borin í skrúðgöngu. kyrra vika, -> dymbilvika. L lagningarvika, -> sumarauki. Lambertsmessa (17. september), messa í minningu Lamberts biskups frá Maastricht (í Belgíu), sem uppi var á 7. öld. langafasta, -> sjöviknafasta. laugardagur, einnig nefndur þváttdagur í fornum heimildum. Þvotturinn mun hafa verið liður í helgihaldi á fyrri tíð, en um uppruna nafnsins verður ekkert fullyrt að öðru leyti. lágnætti, það skeið nætur, einkum að sumri til, þegar sól er lengst undir sjóndeildarhring. Lárentíusmessa (Lafransmessa, 10. ágúst), messa til minningar um Lárentíus djákna í Róm, sem dó píslarvættisdauða árið 258 e. Kr. Leonisdagur (11. apríl), messudagur tileinkaður Leó mikla, páfa í Róm (d. 461). Leonardusmessa (6. nóvember), messa til minningar um Leonardus einbúa sem mjög var dýrkaður á miðöldum, en um hann er ekkert vitað með vissu. Leódegaríusmessa (2. okt), messa í minningu um Leódegaríus biskup í Autun í Frakklandi á 7. öld. lokadagur (11. maí), síðasti dagur vetrarvertíðar á Suðurlandi. Lúkasmessa (18. okt), messa til minningar um Lúkas guðspjallamann. Lúsíumessa (13. desember), messa til minningar um meyna Lúsíu, sem talið er að hafi látið lífið sem píslarvottur á Sikiley um 300 e. Kr. lýðveldisdagurinn, 17. júní. Ţjóđhátíđardagur Íslendinga, haldinn til ađ minnast stofnunar lýðveldis á Íslandi þann dag 1944. Dagurinn er jafnframt afmælisdagur Jóns Sigurðssonar forseta. Hann er ekki lögskipaður frídagur, en ævinlega virtur sem slíkur. lægri helgar, -> bænadagar. M Magnúsmessa, messa til minningar um Magnús jarl Erlendsson á Orkneyjum, 1) Magnúsmessa hin fyrri, 16. apríl: dánardagur Magnúsar 1115, 2) Magnúsmessa hin síðari, 13. desember: þann dag voru upp tekin bein Magnúsar. maí, mánaðarnafn komið frá Rómverjum. Nafnskýring umdeild. Margrétarmessa (13. júlí), messa til minningar um Margrétu mey, sem óstaðfestar sögur herma að hafi verið uppi í Litlu-Asíu snemma á öldum og látið lífið fyrir trú sína. Margrétarmessa hin síðari: 20. júlí. Maríumessa, messa til minningar um Maríu mey, 1) hreinsunardagur Maríu (2. febrúar), -> kyndilmessa, 2) Maríumessa á föstu (25. mars), -> boðunardagur Maríu, 3) vitjunardagur Maríu (2. júlí), minningardagur um það þegar María heimsótti móður Jóhannesar skírara, -> þingmaríumessa, 4) Maríumessa hin fyrri (himnaför Maríu, 15. ágúst), dánardagur Maríu að kaþólskri trú, 5) Maríumessa hin síðari (8. september), fæðingardagur Maríu að kaþólskri trú, 6) Maríu offurgerð (21. nóvember), minningardagur þess að María hafi verið færð til musterisins sem barn og vígð guði til þjónustu, 7) getnaður Maríu (8. desember), minningardagur um það að María hafi verið getin án erfðasyndar. mars, almanaksmánuður kenndur við guðinn Mars, herguð Rómverja. Fyrsti mánuður ársins í fornrómversku tímatali. Marteinsmessa (11. nóvember), messa til einkuð Marteini biskupi í Tours í Frakklandi, ötulum kristniboða (f. 315, d. 397). Matteusmessa (21. september), messudagur tileinkaður Matteusi postula og guðspjallamanni. Matthíasmessa (24. febrúar), messa til minningar um Matthías postula, þann sem kjörinn var með hlutkesti til að taka sæti Júdasar Ískaríots. Dagurinn er einnig kallađur hlaupársmessa, -> hlaupársdagur mánudagur, áður mánadagur, nafnið kennt við tunglið. -> vika. mánuður, tímaeining sem upphaflega miðaðist við gang tunglsins og dregur nafn af því. Réttur tunglmánuður (milli tunglfyllinga) er að meðaltali 29 dagar 12 stundir og 44 mínútur. Almanaksmánuðir þeir sem nú eru notaðir í flestum löndum heims eru mislangir (28-31 dagur) og miðast ekki við kvartil tunglsins. Máritíusmessa (22. sept), messa til minningar um rómverska herforingjann Máritíus sem sagan segir að hafi verið tekinn af lífi ásamt mönnum sínum vegna þess að þeir neituðu að framfylgja skipunum sem brutu í bága við kristna trú þeirra. Tímasetning og sannleiksgildi atburðarins óviss. Medardusdagur (8. júní), messudagur tileinkaður Medardusi biskupi sem líklega hefur verið uppi í Frakklandi á 6. öld. meðalsól, ímynduð sól sem gengur með (ţví sem nćst) jöfnum hraða eftir miðbaug himins, ólíkt sannri sól sem gengur með misjöfnum hraða eftir sólbraut meðalsóltími, tími sem miðast við meðalsól, -> miðtími miðaftann, -> eykt. miðdegi, ýmist notað í merkingunni hádegi eða í svipaðri merkingu og miðmundi. miðfasta, fjórði sunnudagur í sjöviknaföstu. miðgóa, þriðji sunnudagur í góu. miðmundi (miðmunda), venjulega tíminn mitt á milli hádegis og nóns, þ. e. um kl. 13:30 að sönnum sóltíma, lauslega reiknað (-> eykt). miðnætti, 1) sú stund, þegar sól er lægst á lofti, 2) kl. 24 að staðartíma. miðsumar. Samkvæmt forníslensku tímatali telst miðsumar bera upp á sunnudag í 14. viku sumars, nema í sumaraukaárum, þá á sunnudag í 15. viku sumars. Miðsumar fellur á 23.-29. júlí, nema í rímspillisárum, þá 30. júlí. Nafnið vísar til þess að um þetta leyti er venjulega hlýjasti tími ársins. Heyannamánuður telst byrja með miðsumarsdegi, en áður fyrr virðist nafnið miðsumar stundum hafa verið notað í víðari merkingu um fyrri hluta heyannamánaðar eða jafnvel allan mánuðinn. Um eitt skeið var miðsumar (þ. e. miðsumarsdagur) talið 14. fimmtudag í sumri í öllum árum. miðsumarsvaka, nóttin 23.-24. júní (Jónsvaka). Miðsumar er hér dregið af erlendri fyrirmynd, en er ekki tengt hinu forníslenska tímatali. miðtími (meðalsóltími), tími sem miðast við meðalsól en ekki sanna sól. Klukkur eru venjulega stilltar þannig að þær sýni sem næst miðtíma ákveðins lengdarbaugs -> beltatími). "Miðtími Greenwich" merkir að sjálfsögðu meðalsóltíma í Greenwich, fyrrum stjörnustöð í úthverfi Lundúna, en auk þess er þetta heiti oft notað í merkingunni -> heimstími. Munurinn á þessu tvennu getur nálgast eina sekúndu. miður vetur. Samkvæmt forníslensku tímatali telst miðjan vetur bera upp á föstudaginn í 13. viku vetrar, þ. e. 19.- 25. janúar, nema á eftir rímspillisári, þá 26. janúar. Dagurinn kallast einnig bóndadagur og er fyrsti dagur þorra. Nafngiftin vísar til þess að um þetta leyti er venjulega kaldasti tími ársins. miðvikudagur, hét áður óðinsdagur. -> vika. miðþorri, þriðji föstudagur í þorra. Mikjálsmessa (29. sept), messa tileinkuð Mikjáli erkiengli. Annað nafn: engladagur. misseri, 1) hálfs árs skeið, 2) árstíð. Orðið ár var ekki notað áður fyrr í þeirri merkingu sem nú tíðkast, heldur var þess í stað talað um tvö misseri. Vegna misserareikningsins hefur forníslenskt tímatal oft verið kallað misseristal. misseristal, -> tímatal, forníslenskt. myrkur í stjörnufræðilegum skilningi (stjörnumyrkur) telst þegar sólmiðjan er 18 gráður eða meira undir sjónbaug. Er þá himinn aldimmur yfir athugunarstað þannig að stjörnur af 6. birtustigi sjást í hvirfilpunkti í góðu skyggni. Í siglingafræði telst myrkur (siglingamyrkur) þegar sól er 12 gráður eða meira undir sjónbaug, en þá sést hafsbrún óglöggt eða ekki. Almannamyrkur telst þegar sól er 6 gráður eða meira undir sjónbaug. Er þá svo skuggsýnt að venjuleg útistörf verða ekki unnin án ljósa. mćđradagurinn, alţjóđlegur dagur til ađ heiđra mćđur, haldinn annan sunnudag maímánađar ár hvert. Tekinn upp í almanakiđ 1986. mörsugur, þriðji mánuður vetrar að forníslensku tímatali; hefst með miðvikudegi í 9. viku vetrar (20.-26. des. nema í rímspillisárum: 27. des.). Nafnskýring óviss. Þessi mánuður var einnig kallaður jólmánuður. Í Snorra-Eddu er hann kallaður hrútmánuður. N náttmál, -> eykt. nið, þverrandi tungl. Nikulásmessa (6. desember), messa til minningar um Nikulás biskup í Mýru í Litlu Asíu á 4. öld. Nikulás var dýrlingur barna ("Sankti Kláus"). Hann var mikið dýrkaður á Íslandi í kaþólskum sið eftir flutning líksleifa hans til Bár (Bari) á Ítalíu 1087. níuviknafasta, páskafasta sem hófst níu vikum fyrir páska og fólst í tveggja vikna viðbót við sjöviknaföstuna. Aukafastan var tekin upp sem sérstök yfirbót, ýmist af frjálsum vilja eða skylduð af kirkjunnar mönnum. nón, um kl. 15 að sönnum sóltíma, sjá þó -> eykt. Nafnið er dregið af latínunni hora nona: níunda stund, reiknað frá kl. 6. nótt, 1) dimmasti hluti sólarhringsins, 2) tíminn frá sólsetri til sólarupprásar, 3) tímaskeiðið frá kl. 0 til kl. 5 að staðartíma, eða þar um bil. Að fornu taldist nótt frá náttmálum til óttu (-> eykt). Í misseristalinu var nóttin talin heyra til þess dags er á undan fór, en eftir kirkjulegum reglum taldist nóttin tilheyra næsta degi á eftir. nóttin helga (jólanótt), nóttin fyrir jóladag. nóvember, mánaðarnafn komið frá Rómverjum, dregið af latínunni novem: níu, þ. e. níundi mánuður ársins, sem fyrrum taldist byrja með mars. ný, vaxandi tungl. nýársdagur, 1. janúar eftir núgildandi tímatali flestra þjóða. Rómverjar munu hafa ákveðið á 2. öld f. Kr. að reikna árshyrjun frá þessum degi, en áður var marsmánuður fyrstur í árinu hjá þeim. Dagurinn var jafnan mikill hátíðisdagur, löngu áður en hann var gerður að kirkjulegum helgidegi. Þótt 1. janúar væri hinn upprunalegi nýársdagur hins júlíanska tímatals, tíðkaðist víða á miðöldum að ársbyrjun væri reiknuð frá öðrum degi. Má þar helst nefna 1. mars, 25. mars (boðunardag Maríu, sem líka taldist vorjafndægur), 1. september, 25. desember (jóladag) og loks páska (föstudaginn langa eða páskakvöld). Á Íslandi var algengt í kaþólskum sið að reikna byrjun árs frá jóladegi, enda ákvæði um það lögfest 1314. Skyldu menn þá taldir svo margra vetra sem þeir hefðu lifað margar jólanætur, og hélst sá siður lengi. nýársnótt, aðfaranótt nýársdags, snemma haldin helg. nýi stíll, gregoríanska tímatalið, -> tímatal. O október, mánaðarnafn komið frá Rómverjum, dregið af latínunni octo: átta, þ. e. áttundi mánuður ársins að tímatali Rómverja á fyrri tíð. Ó Ólafsmessa, messa til minningar um Ólaf helga Noregskonung, 1) Ólafsmessa hin fyrri: 29. júlí, talinn dánardagur Ólafs 1030, 2) Ólafsmessa hin síðari: 3. ágúst; þann dag árið 1031 voru tekin upp bein Ólafs konungs. Ólafsvaka, Ólafsmessuhelgin (fyrri), sbr. Jónsvaka. Ólafsvökudagur: (yfirleitt) dagurinn fyrir Ólafsmessu hina fyrri, þ. e. 28. júlí. P paktar, hjálpartala sem notuð er við páskareikning, sérstaklega í nýja stíl (gregoríanska tímatalinu). Paktar tiltekins árs eru (í nýja stíl) skilgreindir sem aldur tunglsins á nýársdag, þ. e. sá dagafjöldi sem þá er liðinn frá því að tungl var nýtt samkvæmt kirkjulegum tungltöflum. Paktar eru ýmist taldir frá 1 til 30 eða frá 0 til 29. Paktarnir 0 jafngilda þá pöktunum 30. Paktatölurnar voru upphaflega ritaðar með rómverskum tölustöfum. Þar sem tákn fyrir 0 var ekki til, var ýmist notað merkið * eða eyða í staðinn, og er það stundum gert enn. Pankratíusmessa (12. maí), messa til minningar um píslarvottinn Pankratíus sem talið er að hafi látið lífið í Róm árið 304 eða þar um bil. pálmasunnudagur, sunnudagurinn fyrir páska. Minningardagur um innreið Krists í Jerúsalem. Í kaþólskum sið eru pálmaviðargreinar notaðar við guðsþjónustur þennan dag, og af því er nafnið dregið (sbr. Jóh. 12). Pálsmessa (25. janúar), messa haldin í minningu þess að Sál (síðar Páll postuli) snerist frá ofsóknum móti kristnum. páskakvöld, kvöldið eða vakan fyrir páskadag. páskar, elsta hátíð kristinna manna, til minningar
um upprisu Krists. Nafnið er komið frá samnefndri hátíð
Gyðinga, á hebresku pesakh, sem merkir "yfirhlaup" og er sagt
vísa til þess að drottinn hlífði Ísraelsmönnum
í Egiptalandi, þegar hann deyddi frumburði Egipta. Í
fyrstunni héldu kristnir menn í Gyðingalandi páskahátíð á sama tíma og aðrir Gyðingar,
þ. e. a. s. við fyrstu tunglfyllingu eftir jafndægur á
vori. Á 3. öld náði sú stefna hins vegar
yfirhendinni að páskadagur skyldi vera sunnudagur, og þá
fyrsti sunnudagur eftir fullt tungl eftir vorjafndægur. Þessi
stefna var staðfest af kirkjuþingi í Nikeu árið
325 e. Kr. Fullkomin eining um páskahald náðist þó
ekki fyrr en á 8. öld. Voru páskar upp frá því
haldnir fyrsta sunnudag eftir fyrsta tunglfyllingardag frá og
með 21. mars. Tunglfyllingardagurinn (nánar tiltekið 14. dagur tunglmánaðar)
skyldi ákveðinn međ sérstökum reikniađferđum, en ekki
međ beinum athugunum á gangi
tunglsins. Eins og um hnútana var búið gat
páskadagur ekki orðið fyrr en 22. mars og ekki síðar
en 25. apríl og er svo enn. páskatungl, heiti tunglsins þann tunglmánuð, sem páskarnir falla í. páskaöld, 532 ára tímabil; sá tími í gamla stíl (júlíanska tímatalinu) sem leið milli þess að páskadagur endurtæki sig aftur kerfisbundið á sömu mánaðardögum; margfeldi sólaraldar (28 ára) og tunglaldar (19). Í nýja stíl (gregoríanska tímatalinu) er tilsvarandi tímabil 5 700 000 ár. Pétursmessa (Pétursstóll, 22. febr.) messa til minningar um það þegar Pétur postuli stofnaði biskupsstól í Antíokkíu á Sýrlandi. Pétursmessa og Páls (29. júní), messa til minningar um postulana tvo, Pétur og Pál. Q quadragesima, 1. sunnudagur í föstu (lönguföstu) eða (eldri merking) fastan sjálf (40 virkir dagar). Nafnið er latneskt: quadragesima (dies): fertugasti (dagur). Ţađ stóđ í almanakinu fram til 1970. quinquagesima, föstuinngangs-sunnudagur, 7. sunnudagur fyrir páska. Nafnið er latneskt: quinquagesima (dies): fimmtugasti (dagur), lauslega talið til páska. Heitið mun sennilega tekið upp til samræmis við quadragesima. Ţađ stóđ í almanakinu fram til 1970. R Remigíusmessa (1. október), messa tileinkuð Remigíusi biskupi í Rheims í Frakklandi (f. um 438, d. um 533). réttir, sá tími þegar fé er smalað á haustin. Í Íslandsalmanakinu fyrir 1925 voru réttir taldar byrja föstudaginn í 21. viku sumars, en síðan hafa þær talist byrja fimmtudaginn í 21. viku sumars. Reglan er þó breytileg eftir byggðarlögum. Víðast hvar er miðað við tiltekinn vikudag í 21. eða 22. viku sumars, en sums staðar við ákveðinn mánaðardag. Hvergi munu þó réttir byrja fyrr en þann dag sem almanakið tilgreinir. riddaradagur (9. mars), messudagur til minningar um 40 kristna hermenn Likínusar keisara í Róm, sem kusu að láta lífið fremur en hlýðnast fyrirskipunum keisarans um að afneita trúnni. Þetta gerðist árið 320 e.Kr. rismál (hirðisrismál), -> eykt. rím (rímtal), kerfisbundnar tímatalsreglur eða almanak sniðið eftir þeim. Af þessu eru dregin orðin "fingrarím" og "lesrím", svo og orðatiltækið "að ruglast í ríminu". rímspillir, tímabil í íslenska misseristalinu þegar viðmiðunartímar tengdir gömlu misserunum verða degi seinna en mögulegt er samkvæmt venjulegum rímreglum. Þetta gerist í þau skipti sem sumarauka er skotið inn degi síðar en venjulega, oftast á 28 ára fresti. Rímspillir stendur frá sumaraukanum, þ. e. frá miðsumri, fram á hlaupársdag næsta ár. Rímspillisár ţekkist á ţví ađ áriđ hefst á sunnudegi og nćsta ár á eftir er hlaupár. Rímspillirinn fćrir fram um viku heyannamánuđ, tvímánuđ, haustmánuđ, gormánuđ, ýli, mörsug, ţorra og góu. rímspillisár (varnaðarár), það ár sem rímspillir hefst. rúmhelga vika, vikan fyrir hvítasunnu. Nafnskýring óviss, en líklega andstæða við helguviku. rökkur, tímabilið frá sólsetri til myrkurs eða (sjaldnar) frá birtingu til sólarupprásar. S sáđtíđ, -> harpa september, mánaðarnafn komið frá Rómverjum, dregið af septem: sjö, þ. e. sjöundi mánuður ársins að fornu tímatali í Róm. septuagesima, sunnudagurinn í byrjun níuviknaföstu, 9. sunnudagur fyrir páska. Nafnið er latneskt: septuagesima (dies): sjötugasti (dagur), lauslega talið til páska. Ţađ hefur sennilega veriđ tekiđ upp til samrćmis viđ -> quadragesima, -> quinquagesima, og -> sexagesima fremur en ađ taliđ hafi veriđ til laugardags eftir páska eins og sumir hafa haldiđ f ram. Nafniđ stóđ í almanakinu fram til 1970. Sesilíumessa (Cecilíumessa, 22. nóvember), messa til minningar um Sesilíu sem talið er að hafi verið uppi í Róm snemma á öldum og liðið píslarvættisdauða. sexagesima, 2. sunnudagur í níuviknaföstu, 8. sunnudagur fyrir páska. Latneskt nafn: sexagesima (dies): sextugasti (dagur), lauslega talið til páska. Nafniđ hefur sennilega veriđ tekiđ upp til samrćmis viđ -> quadragesima, og -> quinquagesima. Ţess var getiđ í almanakinu fram til 1970. Símonsmessa, -> tveggjapostulamessa. sjónbaugur, láréttur sjóndeildarhringur, stórhringur sem hugsast dreginn á himinhvolfið þannig að hringflöturinn sé láréttur. Úti á rúmsjó sést hafsbrún lítið eitt neðan við sjónbaug, einkum ef athugandinn er hátt yfir haffletinum. Þessu veldur hnattlögun jarðarinnar, en ljósbrot andrúmsloftsins dregur örlítið úr muninum. sjómannadagurinn, hátíđisdagur tileinkađur sjómönnum, haldinn fyrsta sunnudag í júní, nema sá dagur sé hvítasunnudagur, ţá er sjómannadagurinn viku síđar. Ţessari reglu hefur veriđ fylgt allar götur síđan 1938, ef frá eru talin árin 1965-1968, en ţau ár var haldiđ upp á sjómannadaginn í maímánuđi. sjösofendadagur (27. júní), messudagur tileinkaður sjö ungum mönnum sem þjóðsagan segir að hafi sofið í tvö hundruð ár í helli við Efesus í Litlu-Asíu. sjöviknafasta (langafasta), páskafasta sem miðaðist við sunnudaginn sjö vikum fyrir páska og reiknaðist þaðan til páska. Strangt föstuhald byrjaði þó ekki fyrr en með öskudegi (miðvikudegi) að undangengnum föstuinngangi og stóð þá 40 daga (virka) til páska. skattöld (indictio), 15 ára tímabil sem oft var miðað við í tímatalsreikningi áður fyrr og taldist frá upphafsárinu 3 f. Kr. Mun upprunalega hafa verið egipskt skattatímabil sem síðar var innleitt í Róm. Skálholtshátíđ, kirkjuleg hátíđ sem haldin er ţann sunnudag sem nćstur er Ţorláksmessu á sumri (20. júlí). Fyrir 1995 gilti sú regla ađ hátíđin var haldin fyrsta sunnudag sem féll á eđa eftir Ţorláksmessu á sumri. skerpla, annar mánuður sumars að forníslensku tímatali. Hefst laugardaginn í 5. viku sumars (19.-25. maí). Nafnskýring óviss. Í Snorra-Eddu er þessi mánuður kallaður eggtíð og stekktíð. skírdagshelgar (-helgi), -> bænadagar. skírdagur (áður skíri dagur, skíri þórsdagur), fimmtudagurinn fyrir páska; helgidagur til minningar um hina heilögu kvöldmáltíð. Nafnið mun dregið af því að Kristur þvoði fætur lærisveina sinna þennan dag. Síðar varð venja að æðri stéttar menn þvægju fætur fátæklinga á þessum degi. Skólastíkumessa (10. febrúar), messa til minningar um hina helgu mey Skólastíku (f. um 480, d. um 543), sem var systir Benedikts frá Núrsía (-> Benediktsmessa). sólarár, árstíðaárið, -> hvarfár sólarhringur, möndulsnúningstími jarðar miðað við sól. Venjulegar klukkur miðast við meðalsól fremur en sanna sól. Í daglegu tali er sólarhringnum ýmist skipt í dag og nótt eða í fleiri hluta: nótt (kl. 0-5 að staðar tíma, eða þar um bil), morgun (kl. 5-12), hádegi (kl. 12-13), eftirmiðdag eða síðdegi (kl. 13-18) og kvöld (kl. 18-24). sólarlag , sólsetur, sú stund þegar sól er að setjast. Í almanökum reiknast sólarlag venjulega þegar efri brún sólar á niðurleið nemur við láréttan sjóndeildarhring (sjónbaug). Er ţá tekiđ tillit til ljósbrots í andrúmsloftinu. Ljósbrotið hækkar sólina á himninum sem svarar einni sólbreidd eða þar um bil þegar hún er við sjónbaug og hún sest ţví seinna en hún ella myndi gera. sólarupprás (sólris), sú stund þegar sól er að koma upp. Í almanökum er almennt miðað við það augnablik þegar efri brún sólar á uppleið nemur við láréttan sjóndeildarhring (sjónbaug). Ljósbrotið í andrúmsloftinu verður ætíð til að flýta sólarupprásinni, -> sólarlag. sólaröld hin minni, 28 ára tímabil. Sá tími sem leið milli þess að sömu vikudagar féllu á sömu mánaðardaga árið um kring í júlíanska tímatalinu (gamla stíl). Slík endurtekning á 28 ára fresti á sér líka stað í gregoríanska tímatalinu (nýja stíl), nema yfir þau aldamótaár sem þar eru felld úr tölu hlaupára. sólaröld hin stærri, 400 ára tímabil. Sá tími sem líður milli þess að sömu vikudagar falli á sömu mánaðardaga árið um kring í núgildandi tímatali (nýja stíl). sóldagur, sólarhringur. sólhvörf (sólstöður). Nafnið sólhvörf er dregið af því að sólin hverfur aftur, þ.e. snýr við. -> sólstöđur. sólmánuður, þriðji mánuður sumars að forníslensku tímatali. Hefst mánudaginn í 9. viku sumars (18.-24. júní). Í Snorra-Eddu er þessi mánuður einnig nefndur selmánuður. sólris, -> sólarupprás sólsetur, -> sólarlag sólstöður (sólhvörf), sú stund þegar
sól kemst lengst frá miðbaug himins til norðurs eða
suðurs. Sólstöður eru tvisvar á ári,
á tímabilinu 20.-22. júní og 20.-23. desember.
Um sumarsólstöður er sólargangurinn lengstur, en
um vetrarsólstöður stystur. Breytileiki dagsetninganna
stafar fyrst og fremst af hlaupársdögunum sem skotið er inn vegna
þess að almanaksárið er ekki jafnlangt árstíðaárinu.
Nafnið sólstöður vísar til þess að
sólin stendur kyrr, þ.e. hættir að hækka eða
lækka á lofti.
sóltala, númer ársins í 28 ára sólaröld (sólaröld hinni minni).
sprengidagur (áður sprengikvöld), þriðjudagur í föstuinngang, kenndur við kjöthátíð mikla á undan páskaföstunni í kaþólskum sið erlendis. Orðið sprengikvöld kemur ekki fyrir í rituðum heimildum íslenskum fyrr en á 18. öld. staðaltími, sá tími sem lög mæla fyrir um að klukkur skuli stilltar eftir að öllum jafnaði. Tímabundin frávik frá staðaltíma eru leyfð í mörgum löndum (-> sumartími). staðarmiðtími, međalsóltími tiltekins staðar á jörðinni. Allir staðir á sama lengdarbaug hafa sama staðarmiðtíma. -> miđtími, -> stađartími staðartími, lögtími, sá tími sem venjulegar klukkur eru stilltar eftir á þeim stað sem um ræðir. Algengast er að klukkur sýni staðaltíma viðkomandi svæðis. Í nokkrum löndum er þó miðað við annan tíma nokkurn hluta ársins, sérstaklega yfir sumarið (-> sumartími). Á afskekktum stöðum er stundum farið eftir staðarmiðtíma. Stefánsdagur (26. desember), messudagur til minningar um Stefán
frumvott sem fyrstur allra leið píslarvættisdauða
fyrir Krist, árið 35 eða þar um bil. sumar, -> árstíðir. sumarauki (lagningarvika, viðlagning,
viðurlag), innskotsvika
sem bætt er inn í íslenska misseristalið á
nokkurra ára fresti til að samræma það hinu
náttúrlega árstíðaári. Í
tveimur misserum (sumri og vetri) teljast venjulega tólf mánuðir
þrítugnættir og fjórar nætur umfram (aukanætur),
eða 364 dagar samtals. Árstíðaárið er
rúmum degi lengra. Af því leiðir, að með
hverju ári sem líður verða bæði sumar og
vetur í misseristalinu stöðugt fyrr á ferðinni
miðað við árstíðirnar ef ekki er lagfært
með innskotsdögum. Lagfæringin er framkvæmd á
þann hátt að einni viku (sumarauka) er skotið inn á eftir
aukanóttum svo að miðsumar, og þar með næsta
sumarkoma níu mánuðum (270 dögum) síðar,
verður viku seinna en ella hefði orðið. Eftir núgildandi reglu (í
gregoríanska tímatalinu eđa nýja stíl) má sumardagurinn
fyrsti ekki koma fyrr en 19. apríl. Sumaraukanum er því
skotið inn í hvert sinn sem fyrirsjáanlegt er að sumardagurinn fyrsti myndi annars koma of snemma næsta ár
(18. eða 17. apríl). Hægt er að sýna fram á
að sumarauki hefst alltaf 22. júlí ef sá dagur
er sunnudagur, en 23. júlí ef sá dagur er sunnudagur
og hlaupár fer í hönd. Sumaraukaár verða
öll ár sem enda á mánudegi, svo og ár
sem enda á sunnudegi ef hlaupár fer í hönd.
Sumaraukinn verđur ýmist á 5 eđa 6 ára fresti, en örsjaldan á 7 ára
fresti (ţađ kemur fyrir einu sinni á hverjum 400 árum). sumardagurinn fyrsti (áður sumardagur hinn fyrsti), fyrsti dagur sumars að íslensku tímatali. Fyrsti fimmtudagur eftir 18. apríl (þ. e. 19.-25. apríl). Í gamla stíl (júlíanska tímatalinu) var hann fyrsti fimmtudagur eftir 8. apríl (þ. e. 9.-15. apríl). Messudagur áður fyrr (fram til 1744). sumarmál, síðustu dagar vetrar að íslensku tímatali, frá laugardegi til miðvikudags í 26. viku vetrar. Orðið var áður haft um sumarbyrjun, en nákvæm tímatakmörk þeirrar merkingar eru óviss. sumarpáskar, páskar sem eru svo síđla páskadagur fellur á hörpu í stađ einmánađar sem venjulegt er. Ţetta gerist ef páskadagur er einhver daganna 22., 23., 24. eđa 25. apríl, sem eru seinustu hugsanlegu páskadagsetningarnar. Sumarpáskar urđu sjö sinnum á 20. öld og verđa sex sinnum á ţeirri 21. sumartími, tími sem klukkur eru stilltar eftir að sumri til, venjulega einni stund á undan staðaltíma í viðkomandi landi. sumartungl, heiti tunglsins næsta tunglmánuð á eftir páskatungli (-> tunglheiti). sunnudagsbókstafur, sá bókstafur sem fellur við sunnudaga í árinu ef fyrsti dagur ársins og sjöundi hver dagur frá honum er merktur með A, annar dagur ársins og sjöundi hver frá honum með B, þriðji dagur og sjöundi hver frá honum með C og svo framvegis þar til komið er að bókstafnum G. Í hlaupárum er hlaupársdeginum annaðhvort sleppt úr röðinni eða honum gefinn sami bókstafur og deginum á eftir. Hlaupárin fá því tvo sunnudagsbókstafi, og gildir sá fyrri fyrir tímabilið frá áramótum til hlaupársdags, en sá síðari frá hlaupársdegi til ársloka. sunnudagsheiti, kirkjuleg heiti til að greiningar sunnudaganna í kirkjuárinu. Frá byrjun jólaföstu eru taldir fjórir sunnudagar: fyrsti, annar, þriðji og fjórði sunnudagur í jólaföstu. Þá kemur jóladagur, annar í jólum eða sunnudagur milli jóla og nýárs eftir því hver daganna 25.- 31. desember er sunnudagur. Næst kemur nýársdagur, sunnudagur milli nýárs og ţrettánda, eđa ţrettándinn (ţrettándasunnudagur) eftir ţví hver daganna 1.-6. janúar er sunnudagur. Áđur fyrr var heitiđ sunnudagur eftir nýár notađ ef einhver daganna 2.-6. janúar var sunnudagur. (Ţeirri reglu var fylgt í almanakinu fram til 1982.) Síðan kemur fyrsti sunnudagur eftir þrettánda, og er talið áfram frá þrettándanum fram að níuviknaföstu. Sunnudagar eftir þrettánda geta orðið 1-6 að tölu. Sunnudagurinn níu vikum fyrir páska heitir níuviknafasta eða fyrsti sunnudagur í níuviknaföstu. Næsti sunnudagur heitir annar sunnudagur í níuviknaföstu. Þá kemur föstuinngangur eða sunnudagur í föstuinngang. Á eftir honum eru taldir fyrsti, annar og þriðji sunnudagur í föstu, þá miðfasta eða fjórði sunnudagur í föstu, fimmti sunnudagur í föstu eða boðunardagur Maríu, pálmasunnudagur og loks páskar. Frá páskum eru taldir fyrsti, annar, þriðji, fjórði, fimmti og sjötti sunnudagur eftir páska. Þá kemur hvítasunna og næst trínitatis eđa ţrenningarhátíđ. Frá trínitatis eru svo taldir sunnudagar fram að jólaföstu, og geta sunnudagar eftir trínitatis orðið 22-27 talsins. Þess má geta, að í kaþólskum sið er talið frá hvítasunnu í stað trínitatis. Fyrsti sunnudagur í nóvember ber aukaheitið allra heilagra messa. Til viðbótar þeim nöfnum sem hér eru talin eru sunnudagarnir oft nefndir latneskum nöfnum sem eru upphafsorð messugerða í kaþólskum sið. Þessara nafna var áður getið í Íslandsalmanakinu. sunnudagstexti, ritningartexti sem lagt er út af við messugerð
þann sunnudag sem um ræðir. Hverjum sunnudegi tilheyra
textar sem tengjast heiti sunnudagsins (-> sunnudagsheiti). Í Íslandsalmanakinu
hefur veriđ tilgreindur
sá texti sem fyrstur er talinn í handbók þjóðkirkjunnar. sunnudagur, nafnið dregið af orðinu sunna, þ. e. sól.
Dagurinn hét einnig drottinsdagur áður fyrr. -> vika
Svitúnsmessa (hin fyrri: 2. júlí, hin síðari: 15. júlí), messa til minningar um Svitún biskup í Winchester á Englandi á 9. öld. Sylvestrimessa (31. desember), messa til minningar um Sylvester I, páfa í Róm á 4. öld e. Kr. Symfóríanusmessa (22. ágúst), messa til minningar um Symfóríanus píslarvott sem uppi var í Frakklandi á 2. eða 3. öld e. Kr. sæluvika, vikan (frá sunnudegi til laugardags) sem imbrudagar
falla í. Stundum er þó sæluvikan talin byrja
með imbrudögum, og er það að líkindum upprunalegra. Sæluvika Skagfirðinga, sem svo er nefnd, er af öðrum
toga spunnin. Uppruni hennar var mannfagnaður í lok sýslufunda
upp úr 1875, en nafnið sjálft, sæluvika, mun ekki
hafa farið að tíðkast í því sambandi
fyrr en um 1920 eða síðar.
T Tíbúrtíusmessa (14. apríl), messa til minningar um píslarvottinn Tíbúrtíus sem lítið er vitað um annað en það að hann er grafinn í Róm. tímajöfnuður, sú tímalengd sem bæta þarf við miðtíma til að fá sannan sóltíma; getur mest orðið rúmar 16 mínútur. tímatal, kerfi til að fylgjast með atburðarás
í daglegu lífi eða í fræðilegum tilgangi.
Hin mörgu tímatöl sem notuð hafa verið að
fornu og nýju, eiga það yfirleitt sameiginlegt að
þau grundvallast bæði á gangi sólar og tungls.
Þær náttúrlegu tímaeiningar sem notaðar
hafa verið eru þrjár: sólarhringurinn, tunglmánuðurinn og
árstíðaárið.
Af öðrum einingum er vikan merkust (-> vika). Það sem
gerir tímatal svo flókið er að hinar náttúrlegu
einingar eru algjörlega ósamstæðar: tunglmánuðurinn
er rúmlega 29 ˝ sólarhringur og árstíđaáriđ
tæplega 12 ˝ tunglmánuður eða tæplega 365
og ź úr degi. tímatal, forníslenskt
(misseristalið). Forníslenskt
tímatal var að ýmsu leyti sérstætt. Reiknað
var í misserum, sumrum og vetrum, og höfuðáherslan
lögð á viknatalningu en ekki mánaða. Í
tveimur misserum (sumri og vetri) voru venjulega taldar 52 vikur réttar
(364 dagar), en aukaviku (lagningarviku eða sumarauka) bætt við
sumarmisserið á nokkurra ára fresti til að halda
samræmi við árstíðirnar. Í sumri töldust
26 vikur og 2 dagar (eða 27 vikur og 2 dagar, ef sumarauki var), en
í vetri 25 vikur og 5 dagar. Reglur um sumarauka voru lögleiddar
á 10. öld að tillögu Þorsteins surts, en síðar
lagfærðar og komið í fast horf á 12. öld.
Tómasmessa, 1) 21. desember, messa til minningar um Tómas postula. 2) 29. desember, messa til minningar um Tómas Becket, erkibiskup í Kantaraborg, sem var veginn þennan dag árið 1170. trínitatis (þrenningarhátíð); hátíðisdagur til heiðurs heilagri þrenningu, fyrirskipaður af Jóhannesi páfa 22. á 14. öld. Fyrsti sunnudagur eftir hvítasunnu. tunglár, venjulega tólf tunglmánuðir. Í rímtali reiknast mánuðirnir til skiptis 29 og 30 daga langir, og verður tunglárið þá 354 dagar réttir. Til þess að fá samræmi milli tunglárs og sólarárs er skotið inn aukamánuði (-> aukatungl) á 2-3 ára fresti. Sá mánuður telst 30 daga langur og lengist tunglárið þá í 384 daga. tunglheiti. Áður fyrr tíðkaðist sú venja að gefa tunglinu nýtt nafn með hverjum tunglmánuði. Var þá talað um janúartungl, febrúartungl o. s. frv. og venjulega miðað við þann almanaksmánuð sem hófst í tunglmánuđinum. Nýtt tungl sem kviknaði í janúar var því oftast kallað febrúartungl. Í sambandi við íslenska misseristalið urðu líka til önnur tunglheiti s. s. þorratungl, góutungl, einmánaðartungl, hörputungl o. s. frv. Enn fremur voru til nöfn sem tengd voru við önnur tímaskeið s. s. sumartungl, vetrartungl og jólatungl, að ógleymdu páskatunglinu. Við þetta bættust svo aukatungl. Mörg þessara nafna er að finna í íslenska almanakinu enn í dag. Við nafngiftirnar er fylgt ákveðnum reglum, en reglurnar hafa sumar hverjar verið nokkuð á reiki á liðinni tíð. tunglkoma, koma nýs tungls, upphaf tunglmánaðar. tunglmánuður, sá tími sem líður frá því að tungl er nýtt, þar til það er aftur nýtt, þ. e. umferðartími tungls um jörðu miðað við sól. Réttur tunglmánuður er að meðaltali 29,53 dagar. Frá fornu fari hefur það tíðkast í rímtali (m. a. í því rími sem útreikningur páskanna grundvallast á) að reikna með því að tunglmánuðirnir séu ýmist 29 eða 30 daga langir og stilla svo til að meðallengdin verði sem næst réttu lagi. Aldur tunglsins, þ. e. tíminn, sem liðinn er frá nýju tungli, var áður talinn í nóttum og jafnframt venja að telja tunglið einnætt á fyrsta degi tunglmánaðarins, þ. e. þann dag, sem tungl var nýtt. tunglöld, 19 ára tímabil. Í lok hverrar tunglaldar er aldur tunglsins (þ. e. tíminn sem liðinn er frá nýju tungli) mjög nærri því sem hann var í upphafi tímabilsins, þannig að kvartilaskipti tungls endurtaka sig nokkurn veginn á sömu mánaðardögum á 19 ára fresti. tveggjapostulamessa, 1) 1. maí, messa til minningar um postulana Filippus og Jakob Alfeusson. 2) 28. október, einnig kölluð Símonsmessa og Júdas (Júde), messa tileinkuð postulunum Símoni vandlætara og Júdasi (Thaddeusi). tvímánuður, fimmti mánuður sumars eftir íslensku tímatali. Hefst með þriðjudeginum í 18. viku sumars, en í 19. viku ef sumarauki er (þ. e. 22.-28. ágúst, nema í rímspillisárum: 29. ágúst). Í Snorra-Eddu er þessi mánuður líka nefndur kornskurðarmánuður. U uppstigningardagur, sjötti fimmtudagur eftir páska (40. dagur frá og með páskadegi). Helgidagur til minningar um himnaför Krists. Hét áður einnig "helgi þórsdagur". Í núgildandi tímatali (nýja stíl) getur hann falliđ á dagana 30. apríl til 3. júní. Ú Úrbanusmessa (25.maí), messa til minningar um Úrbanus páfa í Róm á 3. öld e. Kr. útmánuðir, þrír síðustu mánuðir vetrar að íslensku tímatali, þorri, góa og einmánuður. V vaka. 1) kvöldtími að veturlagi, frá því að ljós eru kveikt og fram að háttatíma. 2) í samsetningum merkir orðið helgitíma sem hófst að nóni daginn fyrir sjálfan messudaginn og stóð fram að messunni (dćmi: Jónsvaka, Bótólfsvaka, Ólafsvaka, Lafransvaka). Upprunalega merkingin hér er kvöldið fyrir messudaginn. -> helgi. Valborgarmessa (1. maí), messa til minningar um enska nunnu, Valborgu, sem gerðist abbadís í Heidenheim í Þýskalandi á 8. öld. Fólk hét á Valborgu til verndar gegn göldrum, og í Ţýskalandi var ţađ útbreidd trú ađ galdrakonur kćmu saman kvöldiđ fyrir messudaginn (Walpurgisnacht). Valentínusdagur eđa Valentínusardagur (14. febrúar), messudagur til minningar um tvo helga menn sem sagt er ađ hafi dáiđ píslarvćttisdauđa ţennan dag. Annar á ađ hafa veriđ rómverskur prestur, hinn biskup, báđir uppi á 3. öld e. Kr. Heimildir um ţá eru ótraustar og hugsanlegt taliđ ađ um einn og sama manninn sé ađ rćđa. Engin tengsl eru milli dýrlinganna og ţeirrar hefđar sem náđ hefur talsverđri útbreiđslu, ađ piltar og stúlkur skiptist á ástleitnum kveđjum ţennan dag. Um uppruna ţess siđar er lítiđ vitađ. Mjög skammt er síđan hann náđi fótfestu á Íslandi. varnaðarár, -> rímspillisár. verkalýđsdagurinn (1. maí), einnig kallađur hátíđisdagur verkamanna og baráttudagur verkalýđsins. Löggiltur frídagur á Íslandi síđan 1966. Dagsetning verkalýđsdagsins á uppruna sinn í samţykkt alţjóđaţings sósíalista áriđ 1889, sem valdi deginum heitiđ "alţjóđlegur verkalýđsdagur". Í Bandaríkjunum og Kanada er haldiđ upp á verkalýđsdag (Labor Day) fyrsta sunnudag í september. Hugmyndin um ađ heiđra verkamenn á ţennan hátt var sett fram í Bandaríkjunum áriđ 1882 og fyrstu lagaákvćđin voru sett ţar áriđ 1887. Í Ástralíu og Nýja-Sjálandi er haldiđ upp á verkalýđsdag í október. vertíð, sjósóknartími. Vertíðir eru kenndar við árstíma (vetrarvertíð, vorvertíð, haustvertíð, sumarvertíð), en vertíðarbyrjun hefur ætíð verið nokkuð mismunandi eftir því hvar er á landinu. Í íslenska almanakinu eru tilgreind tímamörk aðalvertíðanna sunnanlands. Sunnudagsróðrar voru ekki leyfðir nema goldinn væri fimmti hluti aflans til fátækra. Þegar vertíð skyldi hefjast á sunnudegi hafa menn hneigst til að seinka vertíðarbyrjun um einn dag. Ţetta virðist sérstaklega hafa verið tekið fram í sambandi við vetrarvertíð, þannig að byrjun hennar hefur verið færð til 4. febrúar í þau skipti sem 3. febrúar bar upp á sunnudag. Hefur þessa verið gætt í almanakinu oftast nær frá 1929. verslunarmannahelgi, helgin sem lýkur með -> frídegi verslunarmanna. Í daglegu tali er mánudagurinn venjulega talinn til helgarinnar. vetrardagur, fyrsti, laugardagurinn að lokinni 26. viku (í sumaraukaárum 27. viku) sumars. Fyrsta vetrardag ber upp á 21.-27. október, nema í rímspillisárum: 28. október. Um eitt skeið (a. m. k. frá 1500 og fram yfir 1800) var venja að telja veturinn hefjast á föstudegi, en reglur þær sem nú er farið eftir í íslenska almanakinu, eru engu að síður gamlar, að líkindum samdar á 12. öld. Í gamla stíl (júlíanska tímatalinu) var vetrarkoman 10.-17. október ef miðað er við föstudag. Fyrsti vetrardagur var messudagur fram til ársins 1744. vetrarkoma, -> vetrardagur, fyrsti. vetrartungl, heiti tunglsins 2. tunglmánuð á undan jólatungli. Til er önnur regla sem segir að vetrartungl sé það tungl sem er á lofti á allra heilagra messu, og var þeirri reglu fylgt í Íslandsalmanakinu um nokkurt skeið. (-> tunglheiti) vetrarvertíð (á Suðurlandi), veiðitími að vetri; telst frá fornu fari hefjast daginn eftir kyndilmessu, þ. e. 3. febrúar, nema ef það er sunnudagur, þá 4. febrúar, -> vertíð. Vertíđinni lýkur 11. maí (lokadag). Tímamörk vetrarvertíðar voru staðfest með alþingissamþykkt um breytt tímatal árið 1700, en í gamla stíl hófst vetrarvertíð á Pálsmessu (25. janúar). vetur, -> árstíðir. veturnætur, tveir síđustu dagar sumars ađ íslensku tímatali, ţ. e. fimmtudagur og föstudagur ađ lokinni 26. viku (í sumaraukaárum 27. viku) sumars. Nafniđ var áđur notađ um tímaskeiđ í byrjun vetrar, en nákvćm tímamörk ţeirrar skilgreiningar eru óviss. viđskiptavika, öđru nafni vinnuvika, er skilgreind í alţjóđlegum stađli sem flestar ţjóđir hafa sameinast um. Samkvćmt stađlinum hefst vikan á mánudegi og endar á sunnudegi. Vikurnar eru númerađar frá fyrsta mánudegi ársins og geta veriđ ýmist 52 eđa 53 í árinu. Ef áramót skipta viku í tvennt telst vikan tilheyra ţví ári sem fleiri dagar hennar falla á. Einnig má setja regluna ţannig fram ađ áramótavikan fylgi ţví ári sem fimmtudagurinn lendir á. vika. Með viku er nú venjulega átt við sjö daga tímaskeið. Aðrar vikulengdir hafa þó tíðkast með ýmsum þjóðum, þar á meðal 10 daga, 8 daga og 5 daga vikur. Sjö daga vikan, sem sigursælust hefur orðið, verður rakin til Ísraelsmanna, mörgum öldum fyrir Krists burð. Þaðan barst hún til Grikkja, Rómverja og loks til Norðurlandaþjóða. Helst er álitið að sjö daga skeiðið hafi verið valið með hliðsjón af kvartilaskiptum tunglsins. Hinir fornu Ísraelsmenn gáfu hvíldardeginum ákveðið heiti (sabbat), en númeruðu hina dagana frá einum upp í sex. Síđar var byrjað að kenna dagana við hin sjö hreyfanlegu himintungl og samnefnda guði. Var ţađ fyrir áhrif frá stjörnuspeki og er taliđ ađ hugmyndin hafi náđ fótfestu í Alexandríu á 2.öld f. Kr. en síđan breiđst út uns hún var orđin alsiða meðal Grikkja og Rómverja á 2. öld e. Kr. Dagarnir voru kenndir við himintunglin i þessari röð: Satúrnus, sól, máni, Mars, Merkúríus, Júpíter og Venus. Engilsaxar og Norðurlandabúar tóku síðar upp sama nafnasið, en notuðu eigin guðanöfn. Á Norðurlöndum mun fimm daga vika (fimmt) hafa tíðkast áður en sjö daga vikan náði yfirhendinni, að því er sumir telja. Með kristninni var gerð tilraun til þess á Íslandi að láta hin fornu guðanöfn víkja, og tókst það, einkum fyrir tilverknađ Jóns biskups Ögmundssonar skömmu eftir ađ hann settist á biskupsstól (1106). Sunnudagur og mánadagur héldust þó áfram. Í stað týsdags, óðinsdags, þórsdags og frjádags komu þriðji dagur (viku), miðvikudagur, fimmti dagur (viku) og föstudagur. Laugardagsnafnið hefur sérstöðu sem norrænt nafn án suðrænna fyrirmynda. Um aldur þess verður ekki fullyrt, en það var komið á undan kristninni. Sú venja að telja sunnudaginn fyrsta dag vikunnar, var viđtekin frá öndverđu í kristninni, í samrćmi viđ forna hefđ Gyđinga, en í Rómaríki hafđi laugardagurinn (dagur Satúrnusar) lengi vel veriđ talinn fyrstur. Í seinni tíð hefur náðst víđtćkt samkomulag um almanaksvikur sem hefjast á mánudegi og eru númeraðar (-> viđskiptavika). Í gamla íslenska misseristalinu hófust vikur sumars á fimmtudegi en vikur vetrar á laugardegi (eða föstudegi, -> vetrardagur, fyrsti ). Vinsentíusmessa (Vincentíusmessa, 22. janúar), messa til minningar um Vinsentíus frá Saragossa á Spáni, sem dó píslarvættisdauða í ofsóknum Díókletíanusar keisara árið 304. vinnuhjúaskildagi, nú 14. maí. Dagur sem ráðning vinnufólks miðaðist við.Vinnuhjúaskildagi hinn forni (í gamla stíl), 3. maí, ţ.e. krossmessa á vori. Vítusmessa (15. júní), messa til minningar um Vítus píslarvott sem talið er að hafi látið lífið á Suður-Ítalíu einhvern tíma snemma á öldum. vor, -> árstíðir. vorpunktur, sá staður meðal stjarnanna á himinhvelfingunni þar sem sólin er stödd við vorjafndægur. Í stjörnufrćđi er vorpunkturinn skilgreindur sem skurðpunktur sólbaugs og miðbaugs himins, sem er nokkurn veginn ţađ sama. Vorpunkturinn var áður fyrr í stjörnumerkinu Hrútnum en hefur nú færst yfir í fiskamerkið. vorvertíð (á Suðurlandi), veiðitími að vori, reiknast að gömlum sið frá 12. maí (Pankratíusmessu) til 23. júní að báðum dögum meðtöldum. -> vertíð. Y ýlir, annar mánuður vetrar að íslensku tímatali. Hann hefst með mánudegi í 5. viku vetrar (20.-26. nóvember, nema í rímspillisárum: 27. nóvember). Nafnskýring umdeild. Í Snorra-Eddu er þessi mánuður kallaður frermánuður. Þ þingmaríumessa, 2. júlí, einn af messudögunum í minningu Maríu meyjar, tekinn upp á Íslandi á 15. öld. Nafnið er af því dregið að alþingi var haldið um þetta leyti árs. þingvikur, þingtíminn áður fyrr.Í fyrstu stóð alþingi tvær vikur réttar, en þegar á leið styttist þingtíminn í 3-4 daga, þannig að þingvikan varð ein. Fram undir kristnitöku hófst þinghald með 10. viku sumars, en síđan var þingið flutt um viku og hófst með 11. viku sumars. Árið 1262 var þingbyrjun flutt til 28. júní og stóð svo til 1700, en þá varð dagsetningin í nýja stíl (gregoríanska tímatalinu) 8. júlí. Árið 1754 var dagurinn fluttur til 3. júlí, og stóð svo meðan alþingi var háð á Þingvöllum. Þorláksmessa, 1) Þorláksmessa á sumri 20. júlí, lögleidd 1237 í minningu þess að þann dag 1198 voru upp tekin bein Þorláks biskups helga Þórhallssonar í Skálholti. Ein mesta hátíð ársins fyrir siðaskipti. 1) Þorláksmessa 23. desember, dánardagur Þorláks biskups 1193. Messa lögleidd 1199. þorratungl, heiti tunglsins 2. tunglmánuð á undan páskatungli (-> tunglheiti). þorraþræll, síðasti dagur þorra (laugardagur). þorri, 4. mánuður vetrar að íslensku tímatali; hefst með föstudegi í 13. viku vetrar (19.-25. jan. nema á eftir rímspillisári, þá 26. jan.). Nafnskýring óviss. þrenningarhátíð, -> trínitatis. þrettándanótt, nóttin fyrir þrettándann. Sú nótt var haldin helg áður fyrr. þrettándinn, þrettándi dagur jóla (6. janúar). Áður mikill helgidagur, tengdur sögunni um vitringana þrjá er fundu Krist. -> epiphania. þriðjudagur, áður þriðji dagur viku, eldra nafn týsdagur. -> vika. ţríhelgar, messudagarnir ţrír, 21.-23. nóvember: Maríumessa, Sesilíumessa og Klemensmessa. Ć ćskulýđsdagurinn, fyrsti sunnudagur í mars, dagur sem ţjóđkirkjan hefur tekiđ upp á síđari árum og tileinkađ ćskulýđnum. Ö öld, tímaskeið með ákveðnum sérkennum, sem endurtaka sig aftur og aftur, þannig að segja má að eitt slíkt skeið taki við af öðru. Dæmi: sólaröld, tunglöld, páskaöld, hlaupársöld. Í daglegu tali merkir orðið oftast nær 100 ára tímabil; sé miðað við Krists burð (-> tímatal), hófst fyrsta öldin e. Kr. 1. janúar árið 1 e. Kr. og lauk 31. desember árið 100 e. Kr. Tuttugasta öldin hófst 1. janúar árið 1901 og henni lauk 31. desember árið 2000. Stundum sést þeirri skoðun haldið fram, að 20. öldin hafi stađiđ frá 1. janúar árið 1900 til 31. desember árið 1999. Ţað tímabil er að sjálfsögðu ein öld, en hún miðast ekki við Krists burð, heldur öllu fremur við útlit ártalanna. öskudagur, miðvikudagur í 7. viku fyrir páska, fyrsti dagur 40 (virkra) daga páskaföstu (-> sjöviknafasta). Askan, gamalt tákn iðrunar, var á miðöldum notuð við guðsþjónustur þennan dag, er pálmagreinar frá pálmasunnudegi árið áður höfðu verið brenndar. Hefur þessi siður haldist í rómversk-kaþólskri trú (dies cinerum). Leikir með öskupoka eru seinni tíma fyrirbæri, upprunnir eftir siðaskipti. Í núgildandi tímatali (nýja stíl) er öskudagur á tímabilinu frá 4. febrúar til 10. mars. 28. 1. 2002. Síđast breytt 20.3. 2023 |