Sólmyrkvar í Reykjavík 1837-2020

    Taflan hér að neðan sýnir alla sólmyrkva í Reykjavík frá því að Íslandsalmanakið (Almanak Háskólans) hóf göngu sína, fram til ársins 2020. Ekki er vitað hve margir þessara myrkva hafa sést, enda hefur það ráðist af skýjafari á hverjum tíma og skoðunartækni athugunarmanna. Prósentutalan í þriðja dálki sýnir hve mikill hluti af þvermáli sólar hefur verið hulinn af tungli. Ef hámark myrkvans var fyrir sólarupprás eða eftir sólarlag sýnir talan hve mikið af þvermálinu var myrkvað þegar sólin (neðri brúnin) nam við láréttan sjóndeildarhring Alls eru myrkvarnir 86 talsins á 172 árum, sem merkir að myrkvar voru að meðaltali annað hvert ár. Í þrjú skipti urðu tveir sólmyrkvar á sama árinu (1841, 1848 og 1935), en lengsta bil milli myrkva var talsvert á sjöunda ár (okt. 1986 - maí 1993).

    Þegar þessir útreikningar eru bornir saman við gömul almanök kemur í ljós að villur eru á stöku stað í elstu almanökunum. Í almanakinu 1846 er tunglið sagt hylja þrjá tólftu hluta (25%) af þvermáli sólar frá Reykjavík séð, í stað 7%. Tímalengd myrkvans er sömuleiðis ranglega tilgreind. Í almanaki fyrir 1861 segir að tunglið hylji fimm tólftu (42%) af þvermáli sólar í stað 19%, en lengd myrkvans er hins vegar rétt tilgreind. Um sólmyrkvann 1869 segir að tunglið hylji þrjá tólftu af þvermálinu (25%) í stað 43% og lengd myrkvans er þar talin skemmri en hún var í raun.  Áberandi er hversu allar upplýsingar um myrkva verða nákvæmari og ýtarlegri eftir 1889 þegar C.F. Pechüle er tekinn við útreikningi almanaksins.

   
 
1837 4. maí 2%  
1841 21. febr.  14%  
1841 18. júlí 3%  
1842 8. júlí 43%  
1845 6. maí 71%  
1846 25. apríl 7%  
1847 9. okt. 54%  Hámark fyrir sólarupprás (70%)
1848 5. mars 4%  
1848 27. sept. 2%  
1851 28. júlí 94%  Almyrkvi á norðausturhorni landsins
1854 26. maí 27%  
1858 15. mars 64%  
1859 29. júlí 52%  
1860 18. júlí 78%  
1861 31. des. 19%  
1863 17. maí 40%  
1865 19. okt. 20%  
1866 8. okt. 54%  
1867 6. mars 61%  
1869 7. ágúst 43%  Hámark eftir sólsetur (46%)
1870 22. des. 81%  
1873 26. maí 65%  
1874 10. okt. 39%  
1875 29. sept. 15%  
1878 29. júlí 31%  
1880 31. des. 65%  
1885 16. mars 84%  
1888 7. ágúst 2%  
1890 17. júní 0,4%  
1891 6. júní 39%  
1892 20. okt. 30%  Hámark eftir sólsetur (90%)
1895 26. mars 24%  
1899 8. júní 43%  
1900 28. maí 48%  
1905 30. ágúst 67%  
1909 17. júní 90%
1912 17. apríl 51%  
1913 31. ágúst 15%
1914 21. ágúst 75%  
1916 3. febr. 57%
1918 8. júní 10%  
1919 22. nóv. 7%  
1920 10. nóv. 73%  
1921 8. apríl 88%  
1925 24. jan. 88%  
1927 29. júní 82%  
1929 1. nóv. 25%  
1930 28. apríl 69%  
1932 31. ágúst 70%  
1935 3. febr. 21%  Hámark eftir sólsetur (22%)
1935 30. júní 21%  
1936 19. júní 32%  
1939 19. apríl 58%  
1942 10. sept. 34%  
1945 9. júlí 87%  
1946 29. júní 15%  
1949 28. apríl 55%  
1951 1. sept. 12%  
1952 25. febr. 3%  
1954 30. júní 99%  Almyrkvi syðst á landinu
1959 2. okt. 26%  
1963 20. júlí 49%  
1966 20. maí 9%  
1967 9. maí 4%  
1968 22. sept. 40%  
1970 7. mars 76%  
1971 25. febr. 77%  
1972 10. júlí 55%  
1973 24. des. 5%  Hámark eftir sólsetur (11%)
1975 11. maí 76%  
1976 29. apríl 9%  
1979 26. febr. 77%  
1982 20. júlí 22%  
1983 4. des. 8%  
1984 30. maí 33%  
1985 19. maí 53%  
1986 3. okt. 77%  Hámark eftir sólsetur (99%)
1993 21. maí 17%  
1994 10. maí 41%  
1996 12. okt. 62%  
1998 26. febr. 4%  Hámark eftir sólsetur (5%)
1999 11. ágúst 65%  
2003 31. maí 94%  Hringmyrkvi
2005 3. okt. 50%  
2006 29. mars 0,1%  Vart sýnilegur
2008 1. ágúst 59%  
2011 1. júní 46%  
2015 20. mars 98%  
2017 21. ágúst 7%  
2018 11. ágúst 20%  

Þ.S. 8.8. 2008. Síðast breytt 5.7. 2019.                                                              

Almanak Háskólans