Myrkvanir reikistjarna 

    Marsmyrkvinn á aðfangadag 2007 vakti þá spurningu hversu algengt það væri að tunglið myrkvaði reikistjörnur. Af því tilefni hefur verið tekið saman yfirlit um slíka myrkva fyrir tímabilið 1837-2050. Byrjunarárið var valið með tilliti til þess að það var upphafsár íslenska almanaksins. Stjörnumyrkva var þó ekki getið í almanakinu fyrr en árið 1894. Þá var sagt frá því að tunglið myndi ganga fyrir Spíku (Spica), björtustu stjörnuna í Meyjarmerki. Fyrsta myrkvun reikistjörnu sem almanakið greindi frá var myrkvun Satúrnusar í desember 1910. Þá var fyrirbærið kallað "yfirskygging". Á erlendum málum er gerður greinarmunur á því hvort sól eða tungl myrkvast (e. eclipse, d. eklipse eða formørkelse) eða tungl gengur fyrir stjörnu (e. occultation, d. okkultation). Ekki hefur þess alltaf verið gætt að geta um helstu stjörnumyrkva í almanakinu; t.d. er ekki sagt frá myrkvun Venusar í maí 1935. En árið 1972 var tekin upp sú regla að birta ýtarlega skrá yfir stjörnumyrkva sem sést gætu frá Reykjavík.

    Við fyrstu gerð töflunnar hér að neðan voru teknir með allir reikistjörnumyrkvar, svo fremi stjarnan var yfir sjónbaug í Reykjavík, hvort sem þetta gerðist á degi eða nóttu. Heildarfjöldinn á tímabilinu 1837-2050 reyndist 352. Myrkvanir Plútós voru ekki taldar með, en þær voru fjórar talsins. Síðan var ákveðið að sleppa myrkvum í dagsbirtu og taka aðeins þau tilvik þegar sól væri meira en 6 gráður undir sjónbaug. Undantekning var þó gerð fyrir björtustu reikistjörnurnar, Venus og Júpíter. Þegar Venus átti í hlut voru allir myrkvar taldir með því að Venus er svo björt að stundum má greina hana að degi til. Júpítersmyrkvar voru taldir ef sól var undir sjónbaug. Mars getur stundum orðið álíka bjartur og Júpíter, en Marsmyrkvi varð ekki á þessu tímabili þegar þannig stóð á og sól var minna en 6° undir sjónbaug. Alls urðu þetta 138 myrkvar. Í sumum tilvikum var það aðeins byrjun eða endir myrkvans sem uppfyllti sett skilyrði. Myrkvarnir skiptust þannig: Venus 45 (þar af 39 í björtu), Mars 20, Júpíter 9 (tveir í björtu), Satúrnus 15, Úranus 22, Neptúnus 27. Merkúríus myrkvaðist aldrei þegar sól var 6° eða meira undir sjóndeildarhring.

    Í hverri línu töflunnar er sýnd hæð reikistjörnunnar í gráðum, og sólarhæð (í svigum). Ef um Venus er að ræða og sól er á lofti, þ.e. ef sólarhæðin er jákvæð tala, er fjarlægð Venusar frá sól sýnd, reiknuð í sólbaugslengd. "A" merkir að Venus sé austan við sól en "V" að hún sé vestan við sól. Því lengra sem Venus er frá sól, þeim mun líklegra er að myrkvinn sjáist. Sólarhæð skiptir líka máli því að hún hefur áhrif á birtu himinsins.

    Hæðartölur eru gefnar í heilum gráðum. Þegar tilgreint er að hæð Venusar hafi verið 0° þegar hún myrkvaðist 19. apríl 1855 merkir það ekki að stjarnan hafi verið nákvæmlega á láréttum sjóndeildarhring, aðeins að hæðin hafi verið nær 0° en 1°. Að sjálfsögðu er harla ólíklegt að unnt sé að sjá myrkva svo nærri sjóndeildarhring. Sérstaklega gildir það um hinar daufari reikistjörnur, Úranus og Neptúnus, að erfitt er að sjá þær þegar nærri dregur sjónbaug, jafnvel í góðum sjónauka. Stundum er 5° hæð talin lágmarkshæð við athuganir stjörnumyrkva.
 
    Allar tímasetningar eru í heimstíma, þ.e. núgildandi íslenskum tíma.
 

Dagsetning               Hæð Sólarhæð
18.02.1837 Mars   hverfur kl. 22:19 41° (-27°)
18.02.1837 Mars   birtist kl. 23:30 46° (-32°)
15.11.1839 Úranus  hverfur kl. 23:50 11° (-42°)
16.11.1839 Úranus  birtist kl. 00:48  6° (-44°)
26.03.1841 Venus   hverfur kl. 14:13 43° ( 28°) 44°A
26.03.1841 Venus   birtist kl. 15:24 47° ( 25°)
30.08.1841 Neptúnus hverfur kl. 03:35  1° (-13°)
16.07.1844 Venus   hverfur kl. 11:57 35° ( 44°) 12°A
16.07.1844 Venus   birtist kl. 13:04 39° ( 47°)
01.02.1846 Mars   hverfur kl. 21:14 29° (-25°)
01.02.1846 Mars   birtist kl. 22:17 23° (-32°)
04.11.1847 Venus   hverfur kl. 15:48  4° ( 5°) 38°V
02.09.1849 Neptúnus hverfur kl. 05:20  1° ( -6°)
26.10.1849 Neptúnus hverfur kl. 20:50 14° (-22°)
26.10.1849 Neptúnus birtist kl. 21:09 15° (-24°)
07.12.1849 Júpíter  hverfur kl. 06:16 28° (-27°)
07.12.1849 Júpíter  birtist kl. 06:50 29° (-23°)
27.02.1850 Júpíter  hverfur kl. 07:23 12° (-10°)
27.02.1850 Júpíter  birtist kl. 08:06  7° ( -5°)
19.04.1855 Venus   hverfur kl. 00:50  0° (-15°)
23.12.1858 Satúrnus hverfur kl. 09:17 23° (-10°)
25.04.1860 Venus   hverfur kl. 00:39 11° (-12°)
25.04.1860 Venus   birtist kl. 01:24  7° (-13°)
27.04.1860 Júpíter  hverfur kl. 03:42  3° ( -8°)
09.06.1861 Venus   hverfur kl. 04:53  4° ( 6°) 8°A
09.06.1861 Venus   birtist kl. 05:25  7° ( 8°)
02.05.1862 Úranus  hverfur kl. 00:48  3° (-10°)
02.05.1862 Úranus  birtist kl. 01:32  1° (-11°)
28.08.1866 Neptúnus hverfur kl. 23:46 16° (-14°)
29.08.1866 Neptúnus birtist kl. 00:27 20° (-16°)
19.11.1866 Neptúnus hverfur kl. 03:17  9° (-41°)
19.11.1866 Neptúnus birtist kl. 04:10  3° (-36°)
01.05.1867 Venus   hverfur kl. 12:47 23° ( 40°) 38°V
01.05.1867 Venus   birtist kl. 13:52 19° ( 41°)
12.10.1868 Venus   hverfur kl. 14:35 21° ( 17°) 45°V
12.10.1868 Venus   birtist kl. 15:36 14° ( 14°)
20.04.1870 Satúrnus birtist kl. 03:44  2° (-10°)
24.08.1870 Venus   hverfur kl. 19:40  6° ( 9°) 27°V
24.08.1870 Venus   birtist kl. 20:14  3° ( 5°)
17.10.1870 Úranus  birtist kl. 22:05  0° (-26°)
14.11.1870 Úranus  hverfur kl. 04:52 46° (-31°)
14.11.1870 Úranus  birtist kl. 05:06 47° (-30°)
03.02.1871 Úranus  birtist kl. 19:12 26° (-12°)
03.03.1871 Úranus  hverfur kl. 02:56 29° (-31°)
03.03.1871 Úranus  birtist kl. 03:56 23° (-28°)
17.04.1874 Venus   hverfur kl. 12:06 36° ( 35°) 13°A
17.04.1874 Venus   birtist kl. 13:12 39° ( 36°)
14.10.1874 Venus   birtist kl. 15:60  1° ( 11°) 46°A
30.01.1877 Úranus  hverfur kl. 05:41 31° (-29°)
30.01.1877 Úranus  birtist kl. 06:36 26° (-23°)
13.10.1879 Venus   hverfur kl. 15:28 11° ( 14°) 28°V
13.10.1879 Venus   birtist kl. 16:05  7° ( 11°)
01.12.1885 Úranus  hverfur kl. 05:03 10° (-34°)
01.12.1885 Úranus  birtist kl. 05:53 14° (-29°)
21.02.1886 Úranus  hverfur kl. 05:17 22° (-25°)
21.02.1886 Úranus  birtist kl. 06:01 20° (-20°)
16.04.1886 Úranus  birtist kl. 22:24 22° ( -8°)
08.08.1888 Venus   hverfur kl. 07:18  8° ( 13°) 8°A
08.08.1888 Venus   birtist kl. 08:20 15° ( 19°)
14.03.1889 Satúrnus hverfur kl. 06:19  8° (-11°)
21.12.1889 Venus   hverfur kl. 12:07  4° ( 2°) 14°V
21.12.1889 Venus   birtist kl. 13:16  3° ( 3°)
02.10.1890 Neptúnus hverfur kl. 22:15 13° (-22°)
02.10.1890 Neptúnus birtist kl. 22:58 17° (-25°)
23.12.1890 Neptúnus hverfur kl. 20:45 37° (-29°)
23.12.1890 Neptúnus birtist kl. 21:51 42° (-36°)
20.01.1891 Neptúnus hverfur kl. 02:49 23° (-44°)
20.01.1891 Neptúnus birtist kl. 03:41 17° (-42°)
17.03.1892 Úranus  hverfur kl. 00:25  3° (-26°)
17.03.1892 Úranus  birtist kl. 01:30  8° (-27°)
22.05.1898 Venus   hverfur kl. 18:15 40° ( 26°) 24°A
22.05.1898 Venus   birtist kl. 19:02 36° ( 21°)
06.07.1899 Venus   birtist kl. 02:32  2° ( -2°)
19.11.1899 Neptúnus hverfur kl. 18:36  4° (-14°)
19.11.1899 Neptúnus birtist kl. 19:23  8° (-19°)
17.12.1899 Neptúnus hverfur kl. 02:48 46° (-47°)
17.12.1899 Neptúnus birtist kl. 03:43 42° (-43°)
13.01.1900 Neptúnus hverfur kl. 08:30  4° (-14°)
13.01.1900 Neptúnus birtist kl. 09:19  1° ( -9°)
23.11.1907 Neptúnus hverfur kl. 21:13 12° (-31°)
23.11.1907 Neptúnus birtist kl. 22:10 18° (-36°)
21.12.1907 Neptúnus hverfur kl. 04:22 44° (-40°)
21.12.1907 Neptúnus birtist kl. 05:11 40° (-35°)
17.01.1908 Neptúnus hverfur kl. 09:20  5° ( -8°)
08.04.1908 Neptúnus hverfur kl. 04:04  4° (-13°)
08.04.1908 Neptúnus birtist kl. 04:25  2° (-12°)
02.09.1909 Mars   hverfur kl. 03:08 23° (-15°)
02.09.1909 Mars   birtist kl. 04:02 23° (-12°)
13.04.1910 Mars   hverfur kl. 22:13 28° ( -8°)
13.04.1910 Mars   birtist kl. 22:44 25° (-11°)
12.12.1910 Satúrnus hverfur kl. 21:18 34° (-33°)
12.12.1910 Satúrnus birtist kl. 22:07 35° (-38°)
05.12.1911 Mars   hverfur kl. 04:07 33° (-40°)
05.12.1911 Mars   birtist kl. 04:50 29° (-36°)
29.01.1912 Mars   hverfur kl. 02:19 23° (-44°)
29.01.1912 Mars   birtist kl. 03:14 17° (-42°)
26.06.1914 Venus   hverfur kl. 07:53  6° ( 23°) 34°A
26.06.1914 Venus   birtist kl. 08:50 11° ( 30°)
03.10.1915 Mars   hverfur kl. 00:26  6° (-29°)
03.10.1915 Mars   birtist kl. 01:24 11° (-29°)
10.12.1915 Úranus  hverfur kl. 17:13  8° ( -8°)
10.12.1915 Úranus  birtist kl. 18:16  8° (-14°)
24.12.1915 Neptúnus hverfur kl. 08:29 25° (-14°)
24.12.1915 Neptúnus birtist kl. 09:27 18° ( -9°)
15.03.1916 Neptúnus hverfur kl. 01:50 32° (-28°)
15.03.1916 Neptúnus birtist kl. 02:39 27° (-27°)
02.07.1921 Venus   hverfur kl. 04:30 15° ( 4°) 46°V
02.07.1921 Venus   birtist kl. 05:15 20° ( 7°)
26.08.1924 Venus   hverfur kl. 11:17 44° ( 32°) 45°V
26.08.1924 Venus   birtist kl. 12:17 40° ( 35°)
30.10.1929 Venus   hverfur kl. 11:34 22° ( 10°) 24°V
30.10.1929 Venus   birtist kl. 12:23 22° ( 12°)
17.04.1932 Neptúnus hverfur kl. 04:16 10° ( -9°)
05.05.1935 Venus   hverfur kl. 23:33 14° ( -7°)
06.05.1935 Venus   birtist kl. 00:02 11° ( -8°)
20.02.1936 Venus   birtist kl. 09:07  2° ( 0°)
03.08.1937 Venus   hverfur kl. 07:55 40° ( 18°) 42°V
03.08.1937 Venus   birtist kl. 08:59 44° ( 25°)
07.11.1938 Úranus  hverfur kl. 23:50 40° (-40°)
08.11.1938 Úranus  birtist kl. 00:39 42° (-42°)
06.07.1943 Venus   hverfur kl. 15:29 37° ( 44°) 45°A
06.07.1943 Venus   birtist kl. 15:55 38° ( 42°)
17.12.1943 Júpíter  hverfur kl. 06:36 38° (-26°)
17.12.1943 Júpíter  birtist kl. 07:37 36° (-19°)
27.10.1945 Mars   hverfur kl. 04:37 42° (-28°)
27.10.1945 Mars   birtist kl. 05:32 46° (-22°)
24.11.1945 Mars   hverfur kl. 02:17 36° (-45°)
24.11.1945 Mars   birtist kl. 03:20 42° (-42°)
15.10.1946 Úranus  hverfur kl. 07:27 44° ( -6°)
08.12.1946 Úranus  hverfur kl. 23:12 43° (-44°)
09.12.1946 Úranus  birtist kl. 00:13 47° (-47°)
01.03.1947 Úranus  hverfur kl. 00:41 29° (-33°)
01.03.1947 Úranus  birtist kl. 01:26 24° (-34°)
28.01.1948 Mars   hverfur kl. 05:30 36° (-30°)
28.01.1948 Mars   birtist kl. 06:05 33° (-27°)
24.02.1948 Mars   hverfur kl. 01:28 43° (-36°)
24.02.1948 Mars   birtist kl. 02:13 42° (-36°)
06.02.1957 Mars   hverfur kl. 23:23 20° (-36°)
07.02.1957 Mars   birtist kl. 00:21 14° (-39°)
07.10.1961 Venus   hverfur kl. 06:45 13° ( -8°)
07.10.1961 Venus   birtist kl. 07:39 19° ( -2°)
19.09.1967 Satúrnus hverfur kl. 22:32 16° (-18°)
19.09.1967 Satúrnus birtist kl. 23:10 19° (-20°)
17.10.1967 Satúrnus hverfur kl. 01:30 25° (-35°)
17.10.1967 Satúrnus birtist kl. 01:55 24° (-34°)
06.01.1968 Satúrnus hverfur kl. 18:29 26° (-14°)
06.01.1968 Satúrnus birtist kl. 19:26 26° (-19°)
25.08.1968 Venus   hverfur kl. 08:56  6° ( 19°) 18°A
25.08.1968 Venus   birtist kl. 09:51 12° ( 24°)
31.10.1970 Venus   hverfur kl. 12:31  0° ( 12°) 16°A
31.10.1970 Venus   birtist kl. 12:43  1° ( 12°)
10.12.1973 Satúrnus hverfur kl. 23:32 40° (-45°)
11.12.1973 Satúrnus birtist kl. 00:33 45° (-48°)
07.01.1974 Satúrnus hverfur kl. 08:41  6° (-13°)
07.01.1974 Satúrnus birtist kl. 09:25  3° ( -9°)
02.03.1974 Satúrnus hverfur kl. 23:18 41° (-28°)
03.03.1974 Satúrnus birtist kl. 00:16 35° (-31°)
26.12.1978 Venus   hverfur kl. 12:37  8° ( 2°) 45°V
26.12.1978 Venus   birtist kl. 13:19  5° ( 3°)
20.01.1980 Venus   hverfur kl. 11:42  1° ( 3°) 36°A
20.01.1980 Venus   birtist kl. 12:47  7° ( 5°)
12.08.1980 Júpíter  birtist kl. 21:56  1° ( 0°)
05.10.1980 Venus   hverfur kl. 05:07 13° (-18°)
05.10.1980 Venus   birtist kl. 06:12 20° (-11°)
18.02.1982 Neptúnus hverfur kl. 07:58  3° ( -9°)
25.04.1987 Venus   hverfur kl. 12:02 26° ( 37°) 31°V
25.04.1987 Venus   birtist kl. 13:04 24° ( 39°)
20.04.1988 Venus   hverfur kl. 00:14 13° (-13°)
20.04.1988 Venus   birtist kl. 00:54 10° (-14°)
19.04.1993 Venus   hverfur kl. 17:02 10° ( 25°) 26°V
19.04.1993 Venus   birtist kl. 17:52  4° ( 20°)
27.05.1995 Venus   hverfur kl. 05:55 13° ( 10°) 23°V
27.05.1995 Venus   birtist kl. 07:03 20° ( 17°)
20.09.1999 Neptúnus hverfur kl. 22:16  6° (-17°)
20.09.1999 Neptúnus birtist kl. 22:44  6° (-19°)
03.11.2001 Satúrnus hverfur kl. 21:39 20° (-29°)
03.11.2001 Satúrnus birtist kl. 22:03 22° (-32°)
01.12.2001 Satúrnus hverfur kl. 02:04 46° (-47°)
01.12.2001 Satúrnus birtist kl. 02:59 44° (-44°)
26.01.2002 Júpíter  hverfur kl. 17:49 22° ( -5°)
26.01.2002 Júpíter  birtist kl. 18:40 28° (-10°)
23.02.2002 Júpíter  hverfur kl. 02:33 28° (-35°)
23.02.2002 Júpíter  birtist kl. 03:25 23° (-33°)
26.03.2004 Mars   hverfur kl. 00:16 13° (-22°)
26.03.2004 Mars   birtist kl. 01:09  8° (-24°)
29.03.2007 Satúrnus hverfur kl. 04:56 12° (-13°)
29.03.2007 Satúrnus birtist kl. 05:28  9° (-10°)
18.06.2007 Venus   hverfur kl. 13:38 35° ( 49°) 45°A
18.06.2007 Venus   birtist kl. 14:52 41° ( 47°)
24.12.2007 Mars   hverfur kl. 03:07 50° (-46°)
24.12.2007 Mars   birtist kl. 03:30 48° (-44°)
13.09.2008 Neptúnus hverfur kl. 01:58  7° (-22°)
13.09.2008 Neptúnus birtist kl. 03:02  2° (-20°)
06.11.2008 Neptúnus hverfur kl. 18:10  9° ( -8°)
06.11.2008 Neptúnus birtist kl. 19:09 11° (-14°)
01.12.2008 Venus   hverfur kl. 15:22  2° ( 1°) 43°A
01.12.2008 Venus   birtist kl. 16:40  2° ( -4°)
11.09.2014 Úranus  hverfur kl. 00:48 26° (-21°)
11.09.2014 Úranus  birtist kl. 01:36 29° (-21°)
06.12.2016 Neptúnus hverfur kl. 22:14  9° (-39°)
06.12.2016 Neptúnus birtist kl. 23:14  4° (-44°)
19.06.2020 Venus   hverfur kl. 07:47 29° ( 23°)
19.06.2020 Venus   birtist kl. 08:49 35° ( 30°) 23°V
14.09.2022 Úranus  hverfur kl. 21:58  9° (-13°)
14.09.2022 Úranus  birtist kl. 22:38 13° (-16°)
12.10.2022 Úranus  hverfur kl. 07:05 28° ( -8°)
08.12.2022 Mars   hverfur kl. 04:32 40° (-38°)
08.12.2022 Mars   birtist kl. 05:35 34° (-32°)
01.01.2023 Úranus  hverfur kl. 21:49 42° (-35°)
01.01.2023 Úranus  birtist kl. 22:59 40° (-42°)
09.11.2023 Venus   hverfur kl. 09:18 26° ( -2°)
09.11.2023 Venus   birtist kl. 09:58 26° ( 1°) 46°V
07.04.2024 Venus   hverfur kl. 17:29  7° ( 19°) 15°V
07.04.2024 Venus   birtist kl. 17:58  4° ( 16°) 15°V
12.11.2024 Neptúnus hverfur kl. 02:48  5° (-41°)
18.12.2024 Mars   hverfur kl. 09:07 27° (-11°)
18.12.2024 Mars   birtist kl. 10:03 21° ( -6°)
04.01.2025 Satúrnus hverfur kl. 17:19 18° ( -7°)
04.01.2025 Satúrnus birtist kl. 17:57 18° (-10°)
09.02.2025 Mars   birtist kl. 19:21 36° (-11°)
19.09.2025 Venus   hverfur kl. 11:15 38° ( 23°) 27°V
19.09.2025 Venus   birtist kl. 12:30 38° ( 26°) 27°V
25.05.2028 Venus   hverfur kl. 05:05  5° ( 5°) 11°A
25.05.2028 Venus   birtist kl. 05:45  8° ( 9°) 11°A
19.12.2029 Úranus  hverfur kl. 19:34 27° (-22°)
19.12.2029 Úranus  birtist kl. 20:26 33° (-28°)
16.01.2030 Úranus  hverfur kl. 03:02 31° (-45°)
16.01.2030 Úranus  birtist kl. 03:40 27° (-42°)
14.08.2033 Neptúnus birtist kl. 23:04  5° ( -7°)
29.12.2033 Neptúnus birtist kl. 17:28 25° ( -9°)
25.01.2034 Neptúnus hverfur kl. 23:37  9° (-40°)
26.01.2034 Neptúnus birtist kl. 00:06  6° (-42°)
09.12.2036 Satúrnus hverfur kl. 04:49 34° (-36°)
09.12.2036 Satúrnus birtist kl. 05:54 37° (-30°)
31.10.2037 Júpíter  hverfur kl. 03:36 35° (-34°)
31.10.2037 Júpíter  birtist kl. 03:40 36° (-34°)
30.07.2038 Venus   hverfur kl. 06:20 22° ( 9°) 21°V
30.07.2038 Venus   birtist kl. 07:06 27° ( 14°) 21°V
04.12.2039 Mars   hverfur kl. 07:23 39° (-19°)
04.12.2039 Mars   birtist kl. 08:27 33° (-13°)
23.10.2041 Venus   hverfur kl. 11:16 21° ( 11°) 17°V
23.10.2041 Venus   birtist kl. 12:10 22° ( 14°) 17°V
01.04.2044 Venus   hverfur kl. 19:38 39° ( 4°) 45°A
01.04.2044 Venus   birtist kl. 20:26 34° ( -1°)
02.04.2046 Venus   hverfur kl. 06:54  3° ( 1°) 46°V
02.04.2046 Venus   birtist kl. 08:11  9° ( 9°) 46°V
05.08.2048 Júpíter  hverfur kl. 04:34 24° ( -1°)


Þ.S. 6. janúar 2008. Viðbót 25.2. 2008.

Almanak Háskólans