Svo sem kunnugt er af fréttum fór bandaríska geimfarið New Horizons
(sem kalla mætti Nýjar víddir á íslensku) fram hjá dvergreikistjörnunni
Plútó hinn 14. júlí s.l. eftir ferðalag sem tekið hafði 9
½ ár. Þetta
einstæða tækniafrek veitti mönnum margvíslegar nýjar upplýsingar. Aðeins
ein þeirra er hér til umræðu, en það er mæling á þvermáli Plútós, sem
reyndist 2370 km. Óvissan í þeirri tölu telst 20 km á hvorn veg.
Nákvæmustu athuganir frá jörðu niðri höfðu bent til þess að þvermálið
væri aðeins minna, eða 2322 km. Þótt þarna muni ekki miklu, skiptir
munurinn máli vegna samanburðar við næststærsta hnött sem fundist hefur
handan reikistjörnunnar Neptúnusar. Sá heitir Eris og þvermál hans telst
vera 2326 km. Hefðu eldri tölur verið réttar, var svo að sjá að Eris
væri jafnstór eða stærri en Plútó, en nú telst Plútó örugglega hafa
vinninginn. |