Ţessi vígahnöttur sást á kvikmynd sem tekin var međ eftirlitsmyndavél á Fagurhólsmýri. Sást blossinn fara niđur allbratt yfir Örćfajökli og var kominn niđur fyrir hábungu jökulsins ţegar hann hvarf vinstra megin viđ bunguna. Frá Grindavík sást hnötturinn lágt á himni milli aust-norđausturs og norđausturs, fara frá hćgri til vinstri, fremur aflíđandi niđur á viđ. Ţetta bendir til ţess ađ ferillinn hafi legiđ skammt sunnan viđ Mývatn, á ađ giska 310 km frá Grindavík og 170 km frá Fagurhólsmýri. Frá Grindavík séđ var hnötturinn ámóta bjartur eđa jafnvel bjartari en neyđarblys (sólir) sem skotiđ er upp á áramótum, en eru auđvitađ margfalt nćr athuganda. Athugunarmađur í Grindavík, Guđmundur Birkir Agnarson, gaf mjög nákvćma lýsingu á átt og stefnu. Blossinn sást einnig úr bifreiđ sem var á Reykjanesbraut, á móts viđ Hvassahraun, og bar lýsingum vel saman.