Dagana 27. og 28 október s.l. birtust í fjölmiðlum fréttir af ljósum sem fólk
hafði séð á himni víða á landinu (http://www.visir.is/furduljos-saust-a-lofti-a-nokkrum-stodum/article/2011111029141 Næsta kvöld, hinn 26. október sást annað ljós fara yfir Suðvesturland frá austri til vesturs. Ljósið var afar bjart, sambærilegt við tunglið eða bjartara, þótt ekki slægi birtu á jörð. Það var hvítt að lit, en sumir sáu grænan eða rauðan hala. Ljósið sást í allt að 5 sekúndur og splundraðist í lokin. Þetta var um klukkan 18:40, en nokkur óvissa er í tímasetningunni. Ljósið sást frá Reykjavík, Borgarfirði, Hrútafirði, Dalvík, Akureyri og Mývatnssveit. Þótt báðar lýsingarnar komi heim við loftsteina, er ekki hægt að
útiloka að brot úr gervitungli hafi komið inn í gufuhvolfið á þessum
tímum, en engar fréttir hafa borist af slíku. Endurkast frá Iridíum
gervihnetti (sjá
http://www.almanak.hi.is/iridium.html) kemur ekki til greina, bæði
vegna hreyfingar fyrirbæranna, tímasetningar þeirra og þess stóra svæðis
sem blossarnir sáust frá. Þ.S. 15.11. 2011. Viðbót 17.11. 2011 |