Litróf fastastjörnu ljósmyndað hérlendis Snævari
Guðmundssyni, fyrrverandi formanni Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, tókst
nýlega að ljósmynda litróf fastastjörnunnar Vegu. Mun það vera í fyrsta sinn sem
stjörnulitróf er fest á mynd hér á landi. Áður hefur verið greint frá öðrum
stjörnumælingum Snævars á þessu vefsetri: Síðan ofangreindar mælingar voru
gerðar hefur Snævarr flutt sig um set og býr nú á Höfn í Hornafirði þar sem hann
starfar við Náttúrustofu Suðausturlands. Þar hefur hann komið sér upp hvolfþaki
fyrir sjónauka. Sjónaukinn er af
gerðinni, Meade LX 200 ACF með 40 cm (16 þumlunga) spegli og áföstum minni
sjónauka af gerðinni Skywatcher ED með 80 mm linsu og einlitri (mono) ZWO
ASI174MM-C myndavél. Nýlega keypti Snævarr rauflausan litrófsrita (e. slitless
spectrograph) sem hann tengdi við myndavélina. Búnaðinn má sjá á
meðfylgjandi mynd. Í fyrstu tilraun
beindi Snævarr sjónaukanum að björtu stjörnunni Vegu í Hörpunni og tók af henni
15 myndir sem hann sameinaði svo í eina. Hver myndataka tók eina sekúndu.
Niðurstaðan er sýnd í línuritinu hér fyrir neðan. Þ.S. 16. 10. 2018 |