Forsíđa

Hver var lengsta nóttin í ár?  

Í morgunútvarpi Ríkisútvarpsins hinn 21. desember var greint frá ţví ađ ţennan dag yrđu vetrarsólstöđur, og myndi ţađ gerast kl. 16 28. Jafnframt var ţess getiđ ađ lengsta nóttin vćri nú ađ baki. Athugull hlustandi hefđi hugsanlega dregiđ ţetta síđara atriđi í efa, ţví ađ tímasetningin 16:28 gćfi til kynna ađ sólstöđurnar féllu nćr nćsta miđnćtti en miđnćttinu á undan. En hve miklu skyldi muna á lengd nćtur 20.-21. desember og 21.-22. desember í ár? Í almanakinu eru tímasetningar í sólargangstöflum sýndar í heilum mínútum, en sú nákvćmni nćgir ekki til ađ ákvarđa muninn. Lítum ađeins á nákvćmari tölur fyrir Reykjavík. Hér fyrir neđan verđur fylgt hefđbundinni skilgreiningu í almanökum. Birting og myrkur miđast viđ ađ sól sé 6° undir (láréttum) sjóndeildarhring, en dögun og dagsetur miđast viđ ađ sól sé 18° undir sjóndeildarhring. Nánari skýringar er ađ finna á bls. 3 í Almanaki Háskólans.

20. desember:
                    t   m   s
Sólsetur      15 29 53,5
Myrkur       16 48 23,8
Dagsetur     18 57 29,6

21. desember:
Dögun           7 53 52,5
Birting         10 02 59,5 
Sólarupprás 11 21 31,9
Sólsetur       15 30 18,6
Myrkur        16 48 50,9
Dagsetur      18 57 57,8

22. desember:
Dögun            7 54 21,9
Birting          10 03 28,1
Sólarupprás  11 21 59,2

Ef viđ reiknum lengd nćtur frá sólsetri til sólarupprásar verđa tímalengdirnar ţessar:

Nóttin 20.-21. des: 19 51 38,4
Nóttin 21.-22. des: 19 51 40,6
Mismunur: 2,2 sekúndur

Ef viđ reiknum lengd nćtur frá myrkri til birtingar verđa tímalengdirnar ţessar:

Nóttin 20.-21. des:  17 14 35,7
Nóttin 21.-22. des:  17 14 37,2
Mismunur: 1,5 sekúndur

Ef viđ reiknum lengd nćtur frá dagsetri til dögunar verđa tímalengdirnar ţessar:

Nóttin 20.-21. des: 12 56 22,9
Nóttin 21.-22. des: 12 56 24,1
Mismunur: 1,2 sekúndur

Ţetta sýnir ađ munurinn er svo hverfandi lítill ađ hann er ađeins frćđilegur, ekki mćlanlegur.

Sjá einnig www.almanak.hi.is/haenufet.html ţar sem fjállađ er um lengingu sólargangs dagana eftir vetrarsólstöđur.


Ţ.S. 24.12 2017. Viđbót 27.12. 2017