Lenging dagsins eftir vetrarsólhvörf |
Í ár (2020) eru vetrarsólhvörf kl. 10:02 ađ íslenskum tíma. Á ţeirri stundu er sólin lengst frá norđurpól himins, sem er beint yfir norđurpól jarđar. Í Reykjavík kemur sólin upp ţennan dag kl. 11:22 og sest kl. 15:30. Nákvćmlega reiknađ er tíminn frá sólarupprás til sólseturs 4 stundir 8 mínútur og 41 sekúnda. Nćsta dag (22. desember) hefur ţessi tími lengst um 12 sekúndur, ţriđja daginn lengist hann um 29 sekúndur, og fjórđa daginn um 47 sekúndur. Ţessar tölur eru dálítiđ breytilegar frá ári til árs, eftir ţví hvenćr dagsins sólhvörfin verđa. Fyrstu dagana eftir sólhvörf kemur lenging dagsins eingöngu fram síđdegis. Tími sólarupprásar breytist lítiđ sem ekkert en sólsetrinu seinkar. Ţetta stafar af ţví ađ hádegistíminn, ţ.e. sá tími ţegar sól er hćst á lofti, er breytilegur, og á ţessum árstíma er hádeginu ađ seinka eftir klukkunni ađ dćma. Veldur ţađ seinkun bćđi sólarupprásar og sólarlags. Dagurinn lengist sífellt hrađar, og undir áramót eru árhrifin einnig farin ađ sjást á tíma sólarupprásar. Međallenging dagsins frá vetrarsólstöđum fram ađ sumarsólstöđum er 5,6 mínútur í Reykjavík en 6,8 mínútur á Akureyri. Sjá nánar hér:
|