Hve ört lengist dagurinn?

      Oft er um ţađ spurt hve ört dagurinn lengist eftir vetrarsólstöđur. Í greininni "Hve stórt er hćnufetiđ?" er  ţess getiđ ađ lenging dagsins fari eftir landfrćđilegri breidd stađar og sé t.d. meiri á Akureyri en í Reykjavík.  Fyrsta sólarhring frá sólstöđum lengist sólargangurinn í Reykjavík um 9 sekúndur. Annan daginn lengist hann um 27 sekúndur og ţriđja daginn um 44 sekúndur. Ţessar tölur eru međaltöl sem gilda ef sólstöđurnar eru á hádegi. Í ár (2009) eru sólstöđur hins vegar kl. 17:47. Viđ ţađ breytast tölurnar lítiđ eitt og verđa sem hér segir: Fyrsta sólarhringinn lengist sólargangurinn um 6 sekúndur. Annan daginn lengist hann um 24 sekúndur og ţriđja daginn um 41 sekúndu. Munurinn frá međaltali er sem sagt 3 sekúndur. Í Reykjavík er stysti dagur ársins 4 stundir og 9 mínútur (reiknađ frá sólarupprás til sólarlags), en sá lengsti 21 stund og 10 mínútur. 

Ţ.S. 21. des. 2009. 

 

Almanak Háskólans