Leiđréttingar og breytingar  

Síđan 2019 hefur klukkunni í Marokkó veriđ seinkađ um eina klukkustund yfir helgitímann Ramadan. Í ár (2023) stendur Ramadan frá kvöldi 22. mars til kvölds 21. apríl. Ţennan mánuđ gildir miđtími Greenwich í Marokkó eins og á Íslandi. Sama regla hefur veriđ tekin upp í nágrannaríkinu Vestur-Sahara.

Frá og međ 1. nóvember 2021 varđ austasta hérađ Kanada, Yukon, á föstum tíma áriđ um kring, 7 klst. á eftir íslenskum tíma, og fylgir ekki lengur sumartímabreytingum annars stađar í Kanada.
 
Á bls. 61 í almanaki  2023 er lýst tunglmyrkvanum  28. október.  Ţar segir ađ ţegar myrkvanum ljúki, kl. 22:28, sé tungl komiđ hátt á loft í suđaustri frá Reykjavík. Ţarna hefđi mátt geta ţess ađ tungliđ verđur mjög nálćgt reikistjörnunni Júpíter sem ţá er björtust sýnilegra stjarna á himni.

Á bls. 81 í almanaki 2023 segir ađ 1 mól sé magn efnis í kerfi sem inniheldur jafnmargar efniseindir og frumeindirnar eru margar í 12 g af kolefni 12, og ađ fjöldi einda sé nálćgt 6,02 ∙ 1023. Áriđ 2019 var skilgreiningunni breytt ţannig ađ eitt mól sé nákvćmlega 6,02214076 ∙ 1023 efniseindir. Er ţá yfirleitt veriđ ađ fjalla um mjög smáar eindir eins og frumeindir eđa sameindir. Talan í skilgreiningunni heitir Avogadrostala.

Á bls. 85 í almanaki 2023 er skilgreining á amperi sem er úrelt. Áriđ 2019 var amperiđ endurskilgreint sem sá rafstraumur sem jafngildi ţví ađ 1,602176634 ∙ 1018 rafeindir eđa róteindir fari fram hjá hverjum stađ á sekúndu hverri.

Á bls. 88 í almanaki 2023 segir ađ höfuđborgin Nuuk Grćnlandi fylgi tíma sem er 3 stundum á eftir íslenskum tíma, en klukkunni sé flýtt á sumrin (auđkennt međ *). Ţađ var gert 25. mars 2023, en klukkunni verđur ekki seinkađ aftur í október eins og til stóđ. Ákveđiđ hefur veriđ ađ sumartími verđi framvegis í gildi allt áriđ í öllum tímabeltum á Grćnlandi. Nuuk verđur ţví 2 stundum á eftir íslenskum tíma.

Á bls. 62 í almanaki  2024 er lýst tunglmyrkva 18. september og hann sagđur vera hálfskuggamyrkvi. Hiđ rétta er ađ myrkvinn verđur deildarmyrkvi ţótt alskugginn nái ađeins ađ ţekja 9% af ţvermáli tungls. Tungliđ gengur í alskuggann frá kl. 03:12 til kl. 03:17.  Ađrar tölur í lýsingunni eru réttar.

Almanak Háskólans