Í Almanaki Háskólans birtist árlega tafla yfir helstu stjörnumyrkva sem sjást frá Reykjavík. Með stjörnumyrkva er átt við það þegar tunglið skyggir á stjörnu svo að stjarnan hverfur um stund. Í myrkvatöflunni koma fyrir skammstafanir á latneskum nöfnum stjörnummerkja. Efirfarandi listi nær yfir öll stjörnumerki sem hugsanlega geta komið fyrir í töflunni, en það eru þau merki sem tunglið getur gengið um. Latnesk eignarföll nafnanna eru sýnd í sviga. Eignarfallið er notað þegar stjörnunafn eru ritað fullum stöfum, og það sést stundum á skammstöfuninni. Til dæmis heitir bjartasta stjarnan í ljónsmerki Alfa Leonis, þar sem Alfa er grískur bókstafur, en Leonis er eignarfallið af Leo (Ljónið). Í töflunni myndi þetta ritað α Leon. Í töflunni eru notaðar fjögurra stafa skammstafanir sem tíðkuðust í stjörnufræði um skeið, en þriggja stafa skammstafanir náðu síðar yfirhöndinni. Báðar tegundir skammstafana verða sýndar hér fyrir neðan.
Aqar/Aqr Aquarius (Aquarii) = Vatnsberinn Þ. S. 1. febrúar 2011. |