Helgidagar

Hve margir helgidagar skyldu vera á Íslandi á ári hverju? Međ helgidegi er hér átt viđ andstćđuna viđ "virkan" dag en ekki eingöngu kirkjulega helgidaga. Svariđ liggur ekki í augum uppi ţví ađ helgidagar geta skarast. Auk sunnudaganna eru ţessir taldir helgidagar:

Nýársdagur (1. janúar)
Skírdagur (19. mars - 22. apríl)
Föstudagurinn langi (20. mars - 23. apríl)
Annar í páskum (23. mars - 26. apríl)
Sumardagurinn fyrsti (19.- 25. apríl)
Verkalýđsdagurinn (1. maí)
Uppstigningardagur (30. apríl - 3. júní)
Annar í hvítasunnu (11. maí - 14. júní)
Lýđveldisdagurinn (17. júní)
Frídagur verslunarmanna (1.- 7. ágúst)
Jóladagur (25. desember)
Annar í jólum (26. desember)

Auk ţessara daga teljast ađfangadagur og gamlársdagur helgidagar ađ hálfu, ţótt ţeir séu ekki auđkenndir sérstaklega í dagatölum.

Af ţessum fjórtán dögum geta sjö lent á laugardögum eđa sunnudögum, tveir geta falliđ á sama fimmtudaginn (skírdagur og sumardagurinn fyrsti) og uppstigningardagur getur lent á 1. maí. Ţegar tillit er tekiđ til ţessa reiknast árlegur fjöldi ţessara helgidaga 11,2 ađ međaltali. Ţeir geta fćstir orđiđ 8 á ári.  Mesti fjöldi á ári er 13 og er ţađ ekki óalgengt. Eru ţá ađfangadagur og gamlársdagur taldir međ sem einn heill dagur.

Um jól og áramót aukast helgar um einn til fjóra daga. Međaltaliđ er 2,9 dagar.

Rétt er ađ taka fram ađ samkvćmt lögum um 40 stunda vinnuviku telst laugardagur ekki til virkra daga.


Þ.S. 5.3. 2016. Síđast breytt 22.10. 2016

Forsíđa