Heimskautsbaugurinn Ef menn vilja staðsetja heimskautsbaugana
með nákvæmni, verður að láta breidd þeirra
fylgja horninu sem möndull jarðar myndar við jarðbrautarflötinn.
Þetta horn er ekki óbreytanlegt heldur tekur það
hægum breytingum og er ýmist að vaxa eða minnka. Aðalsveiflan
tekur um 40 þúsund ár, þannig að tíminn
sem líður frá lágmarki til hámarks er um
það bil 20 þúsund ár. Útreikningar
hafa sýnt að á síðustu fimm milljón
árum hefur hornið mest orðið 68,0° en minnst 65,5°.
Sem stendur er hornið nálægt 66,56° (66° 33,5')
og vex um 0,01° á hverri öld. Þótt heimskautsbaugurinn
hafi áður fyrr snert nyrsta odda Íslands, gerir hann
það ekki lengur, sbr. hnattstöðutölur á
bls. 96 í almanakinu. Hins vegar liggur baugurinn enn yfir Grímsey
eins og sýnt er á meðfylgjandi mynd. Baugurinn færist
skrykkjótt norður á bóginn um 1,5 km á
öld að meðaltali og verður kominn norður fyrir eyna
eftir miðja 21. öld. (Úr Almanaki Háskólans 1991 međ lítilsháttar
breytingu) |
Ţ.S. apríl 1998 Síđast breytt 13.4. 2002 |