Geislunareiningar


Geislavirkni

1 bekerel (becquerel, Bq) = geislavirkni efnismagns sem ein kjarnasundrun verđur í á hverri sekúndu.
1 kúrí (curie, Ci) = 3,7 ∙ 1010 Bq. Eitt gramm af radíni (radium) hefur geislavirkni sem er mjög nálćgt einu kúrí.

Geislaskammtur (raffrćđilegur)

1 röntgen (R) = sá skammtur röntgengeisla eđa gammageisla sem í lofti leiđir til myndunar rafa (jóna) sem hafa til samans hleđsluna 2,58 ∙ 10-4 kúlomb af hvoru formerki fyrir sig (+/-) í hverju kílógrammi lofts. Ţessi eining (röntgen), sem miđast viđ áhrifin á loft, er fremur ófullkominn mćlikvarđi á álagiđ á ađra hluti. (1 kúlomb er rafhleđslan sem straumurinn 1 amper flytur fram hjá hverjum stađ í leiđara á hverri sekúndu.)

Geislaskammtur (orkufrćđilegur)

1 grei (gray, Gy) = sá skammtur hvers kyns geislunar sem veldur ţví ađ hvert kg efnis tekur í sig geislaorku sem nemur
1 júl (Gy = J/kg.)
1 rad = 0,01 Gy. Fyrir röntgengeislun og gammageislun á efni mannslíkamans svarar 1 rad nokkurn veginn til 1 röntgen. Geislaţol líkamans í rad er misjafnlega mikiđ eftir ţví hver geislunin er. Ţannig veldur 1 rad af alfaögnum og hrađfara nifteindum um ţađ bil tuttugu sinnum meiri skađa líffrćđilega séđ en 1 rad af röntgengeislum, gammageislum eđa betageislum.

Geislaálag

1 sívert (sievert, Sv) = ţađ geislaálag hvers kyns geislunar sem hefur ámóta líffrćđileg áhrif og skammturinn 1 grei af röntgengeislum eđa gammageislum. Algengt geislaálag á mannslíkamann frá náttúrulegu umhverfi er 0,002-0,003 Sv (2 -3 millisívert) á ári. Á Íslandi er ţetta álag međ ţví minnsta sem ţekkist, um 0,001 Sv á ári. Yfirleitt er ekki talin ţörf á sérstökum varúđarráđstöfunum ef álagiđ er undir 0,02-0,5 Sv  á ári (markiđ er breytilegt eftir líkamshlutum). Áhrifa hefur orđiđ vart á ungbörn og fóstur viđ 0,1 Sv á allan líkamann. Snögg geislun sem nemur 0,25 Sv á allan líkamann, hefur sjaldan merkjanleg áhrif, en 3-7 Sv er banvćnn skammtur.
1 rem = 0,01 Sv.

Ţ.S. 3. 6. 2022 (Ađ mestu úr Íslandsalmanaki 1998)


Forsíđa