Fornir messudagar Hér fylgir listi yfir daga úr kaþólskum sið sem lengi voru sýndir í
almanakinu. Flestir þessara daga eru messudagar, bundnir við
tiltekna mánaðardaga. Imbrudagar eru undantekning. Þeir fylgja
öskudegi, hvítasunnudegi, krossmessu og Lúsíumessu og hefjast
miðvikudag eftir þessa fjóra daga. Nokkrir daganna eru ekki
eiginlegir messudagar. Það á við um imbrudaga, gangdaga, gangdaginn
eina og Eldbjargarmessu. Dagarnir þrír á undan uppstigningardegi
heita gangdagar, en " gangdagurinn eini" er 25. apríl. Sjá nánar í
Almanaksskýringum. 7. janúar: Knútsdagur 7. janúar: Eldbjargarmessa 11. janúar: Brettívumessa 13. janúar: Geisladagur 17. janúar: Antoníusmessa 20. janúar: Bræðramessa 21. janúar: Agnesarmessa 22. janúar: Vinsentíusmessa 25. janúar: Pálsmessa 1. febrúar: Brígidarmessa 2. febrúar: Kyndilmessa 3. febrúar: Blasíusmessa 5. febrúar: Agötumessa 10 febrúar: Skólastíkumessa 14. febrúar: Valentínusardagur 22. febrúar: Pétursmessa 24. febrúar: Matthíasmessa 3. mars: Jónsmessa Hólabiskups á föstu 9. mars: Riddaradagur 12. mars: Gregoríusmessa 16. mars: Gvendardagur 17. mars: Geirþrúðardagur 21. mars: Benediktsmessa 25. mars: Boðunardagur Maríu/Maríumessa á föstu 4. apríl: Ambrósíusmessa 11. apríl: Leonisdagur 14. apríl: Tíbúrtíusmessa 16. apríl: Magnúsmessa hin fyrri 23. apríl: Jónsmessa Hólabiskups um vorið 25. apríl: Gangdagurinn eini 1. maí: Tveggjapostulamessa (Filippus og Jakob) 1. maí: Valborgarmessa 3. maí: Krossmessa á vori 12. maí: Pankratíusmessa 15. maí: Hallvarðsmessa 25. maí: Úrbanusmessa 8. júní: Medardusdagur 9. júní: Kólúmbamessa 11. júní: Barnabasmessa 15. júní: Vítusmessa 17. júní: Bótólfsmessa 23. júní: Eldríðarmessa 24. júní: Jónsmessa (Jóhannes skírari) 27. júní: Sjösofendadagur 29. júní: Pétursmessa og Páls 2. júlí: Þingmaríumessa 2. júlí: Svitúnsmessa hin fyrri 8. júlí: Seljumannamessa 11. júlí Benediktsmessa á sumri 13. júlí: Margrétarmessa 15. júlí: Svitúnsmessa hin síðari 20. júlí: Þorláksmessa á sumri 20. júlí: Margrétarmessa hin síðari 22. júlí: Maríumessa Magdalenu 25. júlí: Jakobsmessa 29. júlí: Ólafsmessa hin fyrri 1. ágúst: Bandadagur 3. ágúst: Ólafsmessa hin síðari 10. ágúst: Lárentíusmessa 15. ágúst: Maríumessa hin fyrri 22. ágúst: Symfóríanusmessa 24. ágúst: Bartólómeusmessa 28. ágúst: Ágústínusmessa 29. ágúst: Höfuðdagur 1. september: Egidíusmessa 8. september: Maríumessa hin síðari 14. september: Krossmessa á hausti 17. september: Lambertsmessa 21. september: Matteusmessa 22. september: Máritíusmessa 29. september: Mikjálsmessa/Engladagur 1. október: Remigíusmessa 2. október: Leódegaríusmessa 6. október: Fídesmessa 9. október: Díónysíusmessa 14. október: Kalixtusmessa 16. október: Gallusmessa 18. október: Lúkasmessa 21. október: Kolnismeyjamessa 28. október: Tveggjapostulamessa (Símon og Júdas) 1. nóvember: Allra heilagra messa 2. nóvember: Allra sálna messa 6. nóvember: Leonardusmessa 11. nóvember: Marteinsmessa 13. nóvember: Briktíusmessa 21. nóvember: Maríumessa. Þríhelgar 22. nóvember: Sesilíumessa 23. nóvember: Klemensmessa 25. nóvember: Katrínarmessa 26. nóvember: Konráðsmessa 30. nóvember: Andrésmessa 1. desember: Elegíusmessa 4. desember: Barbárumessa 6. desember: Nikulásmessa 7. desember: Ambrósíusmessa 8. desember: Maríumessa 13. desember: Lúsíumessa 13. desember: Magnúsmessa hin síðari 21. desember: Tómasmessa 23. desember: Þorláksmessa 26. desember: Stefánsdagur 27. desember: Jónsdagur (Jóhannes guðspjallamaður) 28. desember: Barnadagur 29. desember: Tómasmessa (Tómas erkibiskup) 31. desember: Sylvestrimessa
|