Nýr fánadagur Samkvæmt auglýsingu í Stjórnartíðindum hefur forseti Íslands gefið út úrskurð þess efnis að fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, skuli framvegis vera fánadagur. Auglýsingin, sem gefin var út 17. desember 2008, er dagsett 4. janúar sama ár. Í Fréttablaðinu 24. desember 2008 segir að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi gert tillögu um þetta á ríkisstjórnarfundi 16. nóvember árið áður (2007) og hafi tillagan þá verið samþykkt. Dagurinn er ekki merktur sem fánadagur í Almanaki Háskólans 2009 þar sem ritstjóra var ókunnugt um þessa ákvörðun þegar almanakið fór í prentun. |
Þ.S. 25. desember 2008. Breytt 29. des. 2008. |