Forsķša
 
Fingrarím

I. kafli

Að finna vikudag hvers mánaðardags


 
Fingurstaðirnir sjö

Í þessum þætti rímsins er aðeins notaður einn fingur, vísifingur vinstri handar. Fingurinn skiptist í þrjá liði sem við munum nefna framlið, miðlið og upplið. Á fingrinum innanverðum (lófamegin) skilgreinum við þrjá fingurstaði, einn á framlið, einn á miðlið og einn á upplið. Á fingrinum utanverðum (handarbaksmegin) fáum við þrjá fingurstaði til viðbótar, einn á hverjum lið. Loks veljum við fingurtoppinn sem sjöunda fingurstað.

Fingurstaðina tileinkum við nú vikudögunum á eftirfarandi hátt (sjá 3. mynd). Við setjum sunnudag á fingurtoppinn, mánudag á framlið innanverðan, þriðjudag á miðlið innanverðan, miðvikudag á upplið innanverðan, fimmtudag á upplið utanverðan, föstudag á miðlið utanverðan og laugardag á framlið utanverðan. Þá erum við komin hringinn og að sunnudegi aftur. 
 

3. mynd. Niðurröðun vikudaganna á fingurstaðina sjö


 
Fundnir vikudagar 1970

Setjum nú svo að við viljum finna hvaða vikudag 10. janúar árið 1970 hafi borið upp á. Þetta gerum við á þann hátt að rekja okkur áfram frá einum fingurstað til hins næsta, hring eftir hring. Við byrjum á þeim stað sem svarar til aðfarardags ársins. Aðfarardagur 1970 (þ.e. síðasti dagur ársins 1969) var miðvikudagur, og í bili skulum við gera ráð fyrir að við höfum haft vitneskju um það. Aðfarardagurinn á þá sæti á upplið innanverðum (sjá 4. mynd). Þar af leiðir, að 1. janúar á sæti á næsta stað, upplið utanverðum (fimmtudegi), 2. janúar á miðlið utanverðum (föstudegi), 3. janúar á framlið utanverðum (laugardegi), 4. janúar á fingurtoppinum (sunnudegi), 5. janúar á framlið innanverðum (mánudegi), 6. janúar á miðlið innanverðum (þriðjudegi), 7. janúar á upplið innanverðum (miðvikudegi), 8. janúar á upplið utanverðum (fimmtudegi), 9. janúar á miðlið utanverðum (föstudegi) og 10. janúar á framlið utanverðum (laugardegi). 10. janúar er því laugardagur
 

4. mynd. Fundinn vikudagur 10. janúar 1970


Hugsum okkur nú að mánaðardagurinn hefði verið seinna í árinu, t.d. 10. nóvember. Hvernig hefðum við þá fundið vikudaginn? Auðvitað mætti rekja sig áfram á sama hátt út allan janúarmánuð og síðan mánuðina hvern af öðrum fram í nóvember, en slíkt yrði býsna seinlegt. Þess í stað notum við þá reglu, sem auðvelt er að sannprófa, að aðfarardagur nóvember er fjórði vikudagur frá aðfarardegi ársins (að báðum meðtöldum). Við byrjum því að telja og teljum 1 á upplið innanverðum (aðfarardegi ársins, sjá 5. mynd), 2 á upplið utanverðum, 3 á miðlið utanverðum og 4 á framlið utanverðum. Þar stendur laugardagur, sem þá er aðfarardagur nóvembermánaðar þetta ár. Við höldum síðan áfram talningunni og teljum 1. nóvember á fingurtoppi (sunnudegi), 2. nóvember á framlið innanverðum, 3. nóvember á miðlið innanverðum, 4. nóvember á upplið innanverðum, 5. nóvember á upplið utanverðum, 6. nóvember á miðlið utanverðum, 7. nóvember á framlið utanverðum, 8. nóvember á toppinum, 9. nóvember á framlið innanverðum og 10. nóvember á miðlið innanverðum, og er sá dagur þá  þriðjudagur.

5. mynd. Fundinn vikudagur 10. nóvember 1970


Tökum annað dæmi. Hvaða vikudagur var 5. maí 1970? Um aðfarardag maí gildir sú regla, að hann er 2. dagur frá aðfarardegi ársins, að báðum meðtöldum, þ.e.a.s. hann er næsti dagur við aðfarardag ársins. Við teljum þá 1 á upplið innanverðum og 2 á upplið utanverðum. Síðan kemur 1. maí á miðlið utanverðan, 2. á framlið utanverðan, 3. á toppinn, 4. á framlið innanverðan og 5. á miðlið innanverðan. Þá er 5. maí þriðjudagur.
 

Minnistölur mánaðanna

    Lesandanum er nú sennilega orðið ljóst, að til þess að fínna vikudaginn þarf umfram allt að vita hve langt eigi að telja frá aðfarardegi ársins þar til komið er fram á aðfarardag þess mánaðar sem um ræðir. Þetta er atriði sem verður að lærast utanbókar, en ætti þó ekki að reynast neinum ofraun, ef rétt er að farið. Reglan er þessi: Fyrir janúar er talinn 1 (aðfarardagur ársins er jafnframt aðfarardagur janúar), fyrir febrúar 4, fyrir mars 4, apríl 7, maí 2, júní 5, júlí 7, ágúst 3, september 6, október 1, nóvember 4 og desember 6. Eftir nokkra æfingu geta sumir vafalaust munað hvaða tala tilheyrir hverjum mánuði. Öðrum mun þykja auðveldara að læra tölustafina í þulu, þrjá og þrjá í senn: 

1,4,4 -7,2,5 - 7,3,6 - 1,4,6

Í þessari talnarunu er ákveðin hrynjandi sem auðveldar að muna tölurnar. Ef fyrstu bókstafir stafrófsins eru settir í stað talnanna þannig að A komi í stað 1, B í stað 2 o.s.frv. fæst röðin: 

A,D,D,G,B,E,G,C,F,A,D,F

Þessa "mánaðabókstafi" munu þeir kannast við sem séð hafa fingrarím Jóns Árnasonar, enda voru þeir almennt notaðir áður fyrr í rímreglum. Jón ætlar mönnum að læra 12 vísur til að muna þetta, eina vísu fyrir hvern mánuð, en mér sýnist í fljótu bragði auðveldara að raða stöfunum þannig að kveða megi að

ADD - G, BEG - C, FAD - F

Þrístöfurnar mynda þarna af tilviljun ensk orð. En hvort sem lesendur kjósa að telja fram á aðfarardaga mánaðanna með tölustöfum (eins og hér verður gert) eða bókstöfum, verða þeir að leggja það á sig að læra þá tólf stafi sem til þarf. 

Tökum eitt dæmi í viðbót og finnum þann vikudag sem svarar til 31. desember 1970. Desembermánuður hefur töluna 6 (eða bókstafinn F). Við byrjum sem fyrr á upplið innanverðum og teljum 1 (eða A) þar, 2 (eða B) á upplið utanverðum, 3 (eða C) á miðlið utanverðum, 4 (eða D) á framlið utanverðum, 5 (eða E) á toppinum og 6 (eða F) á framlið innanverðum. Síðan teljum við áfram og er þá 1. desember á miðlið innanverðum, 2. á upplið innanverðum, 3. á upplið utanverðum o.s.frv. þar til kemur að 31. desember, sem er á upplið utanverðum og því fimmtudagur
 

6. mynd. Fundinn vikudagur 31. desember 1970


Nú er ekki því að neita, að við höfum orðið að telja æði marga hringi á fingrinum til að komast upp í töluna 31. Þessa fyrirhöfn hefðum við getað sparað okkur með því að notfæra okkur þá staðreynd að 7. hver mánaðardagur lendir alltaf á sama vikudegi. Með öðrum orðum, 1., 8., 15., 22. og 29. dagur hvers mánaðar lendir alltaf á sama vikudegi. Þegar 1. desember var fundinn, á miðlið innanverðum, gátum við því talið þar á sama stað 1., 8., 15., 22. og 29. desember (sjá 6. mynd). Síðan kemur svo 30. desember á upplið innanverðum og 31. desember á upplið utanverðum, þ.e. á fimmtudegi. Ef við hefðum ætlað að finna 20. desember, hefðum við fyrst staðnæmst við 15. desember, eftir að hafa talið 1., 8. og 15. á sama stað, en talið svo áfram þaðan til þess 20. Eftir skamma æfingu mun lesandinn hafa fest sér í minni talnaröðina 1, 8, 15, 22, 29, og verður að því mikill flýtisauki. 
 

Hvernig aðferðin breytist frá ári til árs

Hingað til höfum við einskorðað okkur við árið 1970. Hvernig myndum við nú fara að því að finna vikudagana í öðrum árum ? Svarið er, að aðferðin er alltaf sú sama, nema hvað aðfarardagar áranna eru mismunandi. Aðfarardagur ársins 1970 er miðvikudagur eins og fyrr er sagt. Aðfarardagur ársins 1971 er fimmtudagur, en aðfarardagur 1969 var hins vegar þriðjudagur. Á fingrinum verður 1969 (þ.e. aðfarardagurinn) þá á miðlið innanverðum, 1970 á upplið innanverðum og 1971 á upplið utanverðum (sjá 7. mynd).

7. mynd. Aðfarardagar nokkurra ára


Við flytjum okkur sem sé fram um einn fingurstað fyrir hvert ár. Eftir því mætti ætla að árið 1972 myndi lenda á miðlið utanverðum (föstudegi), og það myndi það vissulega gera ef árið hefði verið almennt ár. En árið 1972 var hlaupár. Þegar kemur fram í febrúarlok það ár og hlaupársdeginum er skotið inn í (29. febrúar), verður afleiðingin sú að allir mánaðardagar sem á eftir fara verða einum vikudegi síðar en ella. Með öðrum orðum, frá hlaupársdegi til ársloka er sambandið milli mánaðardaga og vikudaga eins og verið hefði ef aðfarardagur ársins hefði verið laugardagur en ekki föstudagur. Til þess að gera ráð fyrir þessu segjum við að árið 1972 hafi tvo aðfarardaga, annan (föstudag) sem gildi frá byrjun árs fram á hlaupársdag, en hinn (laugardag) sem gildi frá hlaupársdegi til ársloka. Þegar við ætlum að finna vikudag einhvers mánaðardags í janúar eða febrúar 1972 notum við því föstudag sem aðfarardag, en ef mánaðardagurinn er á tímabilinu frá mars til desember notum við laugardaginn sem aðfarardag. Árið 1972 fær því tvo fingurstaði, bæði miðlið utanverðan og framlið utanverðan. Árið 1973 fellur á fingurtoppinn, þ.e. sunnudag, 1974 á framlið innanverðan, þ.e. mánudag, 1975 á miðlið innanverðan, þ.e. þriðjudag, 1976 (hlaupár) á upplið innanverðan og upplið utanverðan, þ.e. bæði miðvikudag og fimmtudag, o.s.frv. 

Á sama hátt mætti telja aftur á bak: 1969 féll á miðlið innanverðan, 1968 (hlaupár) féll á framlið innanverðan (mánudag, sem gilti frá mars til desember) og fingurtoppinn (sunnudag, sem gilti fyrir janúar og febrúar), 1967 féll á efsta lið utanverðan o.s.frv. Þannig mætti rekja sig áratugi og aldir fram og aftur í tímann. Gallinn er bara sá að þessi vinnubrögð eru allt of seinleg þegar langt þarf að leita. Þess vegna verðum við að finna fljótlegri aðferð til að hafa upp á aðfarardegi hvaða árs sem vera skal. 
 

Hlaupár

Við skulum þá byrja á að rifja upp hvaða reglur gilda um hlaupár. Flestir kannast við þá reglu að hlaupár sé fjórða hvert ár, í hvert sinn sem talan 4 gengur upp í ártalinu. Þessi regla er þó ekki algild, því að þrjú af hverjum fjórum aldamótaárum eru undanþegin reglunni. Árið 1900 var til dæmis ekki hlaupár, þótt talan 4 gengi upp í ártalinu. Til þess að muna hvaða ár eru hlaupár, er því eftirfarandi regla hentugri: Árið er hlaupár þegar talan 4 gengur upp í þeirri tölu sem tveir öftustu stafir ártalsins mynda. Dæmi: 1972. Tveir öftustu stafirnir gera 72, 4 ganga upp í 72 (18 sinnum), og árið 1972 verður því hlaupár. Í þessari mynd varar reglan óbeinlínis við aldamótaárunum. Ef við tökum árið 1900 sem dæmi, eru tveir öftustu stafir ártalsins 00. Ganga 4 upp í 00 ? Svarið er ekki augljóst, a.m.k. ekki fyrir allan þorra manna. Um aldamótaárin setjum við nú fram viðbótarreglu: Aldamótaár er hlaupár ef talan 4 gengur upp í tveim fyrstu stöfum ártalsins, þ.e. aldatalinu. 4 ganga ekki upp í 19, og þess vegna var 1900 ekki hlaupár. Hins vegar verður árið 2000 hlaupár, því að 4 ganga upp í 20. Við látum þetta nægja um hlaupárin í bili og snúum okkur aftur að aðfarardögunum. 
 

Vikudagareglan fyrir alla 20. öld

Lítum þá fyrst á aldamótaárið 1900. Úr því að það er almennt ár en ekki hlaupár, hefur það aðeins einn aðfarardag. Sá dagur er sunnudagur svo að 1900 lendir á fingurtoppinum. Með því að telja þaðan getum við gengið úr skugga um, hvar árin 1920, 1940, 1960 og 1980 sitja á fingrinum. Þessi ár eru öll hlaupár og hafa því tvo fingurstaði. Þá staði má finna á skjótan hátt sem hér segir (sjá 8. mynd): 
 

8. mynd. Aðfarardagar áranna 1900, 1920, 1940, 1960 og 1980


Við byrjum að telja á 1900 (toppinum), teljum 1 á framlið innanverðum og 2 á miðlið innanverðum. Síðan kemur 1920 á upplið innanverðum og aftur 1920 á upplið utanverðum. Við teljum áfram 1 á miðlið utanverðum, 2 á framlið utanverðum og finnum 1940 á toppinum og (aftur) 1940 á framlið innanverðum. Enn teljum við 1 á miðlið innanverðum, 2 á upplið innanverðum og komum þá að 1960 á upplið utanverðum og 1960 á miðlið utanverðum. Loks teljum við 1 á framlið utanverðum, 2 á toppinum, 1980 á framlið innanverðum og 1980 á miðlið innanverðum. Við hlaupum með öðrum orðum yfir tvo áratugi í hvert sinn sem við hlaupum yfir tvo staði á fingrinum. 

Ef við ættum nú til dæmis að finna aðfarardag ársins 1942 myndum við fyrst stökkva frá 1900 til 1920 (sjá 9. mynd) og síðan til 1940 sem er á toppinum og framlið innanverðum. Þá er 1941 á næsta stað, sem sé miðlið innanverðum, og 1942 á upplið innanverðum. Aðfarardagur 1942 er því miðvikudagur
 

9. mynd. Fundinn aðfarardagur ársins 1942


Tökum annað dæmi: 1972 (sjá 10. mynd). Við byrjum á 1900 (toppinum) og rekjum okkur eftir áratugunum 1920, 1940 og upp í 1960, sem er á upplið utanverðum og miðlið utanverðum eins og fyrr er sagt. Síðan teljum við áfram: 1961 á framlið utanverðum, 1962 á toppinum, 1963 á framlið innanverðum, 1964 á miðlið innanverðum, 1964 (aftur) á upplið innanverðum, 1965 á upplið utanverðum, 1966 á miðlið utanverðum, 1967 á framlið utanverðum, 1968 á toppinum og 1968 á framlið innanverðum, 1969 á miðlið innanverðum, 1970 á upplið innanverðum, 1971 á upplið utanverðum, 1972 á miðlið utanverðum og 1972 á framlið utanverðum. Aðfarardagar 1972 eru því föstudagur og laugardagur. Í framkvæmd tekur þetta miklu skemmri tíma en ætla mætti af svo orðmörgum skýringum. Við talninguna þarf sérstaklega að gæta þess að tvísetja hlaupárin, en þau koma alltaf 4. hvert ár frá byrjunarárinu, hvort sem talið er frá 1900, 1920, 1940, 1960 eða 1980. 
 

10. mynd. Fundnir aðfarardagar ársins 1972


 
Hvernig aðferðin breytist frá einni öld til annarrar

Við höfum nú séð hvernig finna má aðfarardag fyrir sérhvert ár frá 1900 til 1999. (Þetta er ein öld, þótt ekki sé það 20. öld hins kristna tímatals, því að sú öld nær frá 1901 til 2000!) Næst athugum við aðrar aldir. Lykillinn að hverri öld er aðfarardagur aldamótaársins við upphaf aldarinnar. Að öðru leyti er aðferðin alltaf sú sama. Fingurstaðir nokkurra aldamótaára eru sýndir á meðfylgjandi myndum. 
 

11. mynd. Aðfarardagar aldamótaáranna 1700-2000 í nýja stíl
(a) = fram á hlaupársdag, (b) = eftir hlaupársdag.

12. mynd. Aðfarardagar aldamótaára í nýja stíl


Myndirnar sýna að aldamótaárin falla kerfisbundið á alla fingurstaðina nema tvo: framliður innanverður (mánudagur) og uppliður innanverður (miðvikudagur) eru auðir. Ennfremur sjáum við að árin falla á sama stað á 4 alda fresti. Árin 1400, 1800 og 2200 falla öll á einn stað, árin 1500, 1900 og 2300 sömuleiðis, o.s.frv. Til þess að muna staðina koma ýmsar leiðir til greina, en einna auðveldast mun þó að festa sér í minni að árin 1900, 2300 o.s.frv. eru á fingurtoppinum og telja síðan frá einhverju þeirra aftur í tímann. Með því móti vinnst tvennt. Í fyrsta lagi förum við þá alltaf í sömu átt eftir fingrinum og við erum vön að gera - öfugan hring, að því er flestir myndu segja. Í öðru lagi komum við þá að hlaupársliðunum tveimur í réttri röð þannig að fyrri staðurinn sem við komum að, á við fyrri hluta ársins fram á hlaupársdag, en seinni staðurinn við síðari hluta ársins. Reynslan sýnir að meiri hætta er á ruglingi ef talið er á báða vegu, ýmist "réttan" eða "öfugan" hring eftir fingrinum. 

Tökum nú dæmi og finnum aðfarardag ársins 1875. Við munum að 1900 er á toppinum og teljum því eftir venju í öfugan hring, hlaupum yfir auða fingurstaðinn á framlið innanverðum og finnum 1800 á miðlið innanverðum. (Aðfarardagur ársins 1800 er þá þriðjudagur.) Frá 1800 teljum við 1 á upplið innanverðum, 2 á upplið utanverðum, 1820 á miðlið utanverðum, 1820 á framlið utanverðum, 1 á toppinum, 2 á framlið innanverðum, 1840 á miðlið innanverðum, 1840 á upplið innanverðum, 1 á upplið utanverðum, 2 á miðlið utanverðum, 1860 á framlið utanverðum og 1860 á toppinum. Þaðan teljum við 1861 á framlið innanverðum, 1862 á miðlið innanverðum, 1863 á upplið innanverðum, 1864 á upplið utanverðum, 1864 á miðlið utanverðum, 1865 á framlið utanverðum, 1866 á toppinum, 1867 á framlið innanverðum, 1868 á miðlið innanverðum, 1868 á upplið innanverðum, 1869 á upplið utanverðum, 1870 á miðlið utanverðum, 1871 á framlið utanverðum, 1872 á toppinum, 1872 á framlið innanverðum, 1873 á miðlið innanverðum, 1874 á upplið innanverðum og 1875 á upplið utanverðum. Aðfarardagur 1875 er því fimmtudagur.
 

Vikudagar í gamla stíl.

    Sú aðferð sem hér hefur verið lýst er nothæf fyrir allar dagsetningar núgildandi tímatals sem ýmist er nefnt gregoríanska tímatalið eða nýi stíll. Nýi stíll gekk í gildi í kaþólskum löndum á árunum 1582-1583, en síðar í öðrum löndum. Í Danaveldi (og þar með á Íslandi) tók hann gildi árið 1700, í Bretaveldi árið 1752 en í Rússlandi ekki fyrr en 1918. 
 

13. mynd. Aðfarardagar aldamótaára í gamla stíl

(Rétt er að taka fram, að árið sem þarna er táknað með 0 er í raun árið 1 f.Kr. samkvæmt hefðbundnu tímatali.)

Við breytinguna frá gamla stíl til nýja stíls voru allmargar dagsetningar felldar niður (10-13, eftir því hvenær breytingin kom til framkvæmda). Á Íslandi var dagurinn á eftir 16. nóvember kallaður 28. nóvember, svo að dagsetningarnar frá 17. til 27. nóvember voru ekki notaðar á Íslandi árið 1700. Við þetta raskaðist sambandið milli vikudaga og mánaðardaga því að vikudagarnir héldu sinni föstu röð. Það er því augljóst mál að við getum ekki fundið vikudaga í gamla stíl með alveg sömu aðferð og við notuðum í nýja stíl. Það bætir þó nokkuð úr skák að gamli stíll er auðveldari viðfangs en nýi stíll. Ástæðan er sú að hlaupársreglan í gamla stíl var miklu einfaldari: fjórða hvert ár var alltaf hlaupár, og frá þeirri reglu voru engar undantekningar á aldamótum eins og í nýja stíl. Í gamla stíl voru öll aldamótaárin hlaupár og hafa því tvo fingurstaði. Árið 1700, til dæmis, hafði í gamla stíl aðfarardagana sunnudag og mánudag, og gildir sá fyrri að sjálfsögðu fram á hlaupársdag, en sá síðari eftir hlaupársdag. Árið 1700 í gamla stíl á því sæti bæði á fingurtoppi og á framlið innanverðum. Árið 1600 hafði hins vegar aðfarardagana mánudag og þriðjudag, og á því sæti á framlið innanverðum og miðlið innanverðum. Árið 1500 hafði aðfarardagana þriðjudag og miðvikudag og á því sæti á miðlið innanverðum og upplið innanverðum. Þannig getum við talið aftur á bak í tímann eins langt og þörf krefur; við förum sömu leið eftir fingrinum og við erum vön (öfugan hring), en í gamla stíl eru allir fingurstaðir notaðir. Á 13. mynd sjáum við að aldamótaárin í gamla stíl falla á sömu staði á 700 ára fresti. Árin 300, 1000, 1700 og 2400 lenda til dæmis öll á toppinum og framlið innanverðum. Þar sem árið 1700 var einmitt ár tímatalsbreytingarinnar á Íslandi er gott að hafa það til viðmiðunar og telja aftur á bak frá því, líkt og við töldum aftur á bak frá árinu 1900 í nýja stíl. Einnig er auðvelt að muna að árið 1000 er á sömu stöðum. Að öðru leyti er aðferðin til að finna vikudaga alveg sú sama í gamla stíl og nýja.

Við skulum nú prófa þetta með því að finna þann vikudag sem svarar til 17. nóvember árið 1700 í gamla stíl og bera hann saman við vikudaginn fyrir 28. nóvember sama ár í nýja stíl. Þar sem hér er um einn og sama daginn að ræða, eins og fyrr er sagt, ættum við að fá út sama vikudag í bæði skiptin.

17. nóvember er eftir hlaupársdag í gamla stíl. Við notum því seinni aðfarardag ársins og byrjum að telja á framlið innanverðum. Nóvember hefur töluna 4, svo að við teljum 1 á framlið innanverðum, 2 á miðlið innanverðum, 3 á upplið innanverðum, og 4 á upplið utanverðum. Síðan kemur 1. nóvember á miðlið utanverðum; þar verður sömuleiðis 8. nóvember og 15. nóvember. 16. nóvember lendir þá á framlið utanverðum og 17. nóvember á fingurtoppinum og er þá sunnudagur.

Til þess að finna 28. nóvember árið 1700 í nýja stíl byrjum við með 1900 á fingurtoppinum, 1800 er á miðlið innanverðum og 1700 á upplið utanverðum. Síðan teljum við 4 fyrir nóvember: 1 á upplið utanverðum, 2 á miðlið utanverðum, 3 á framlið utanverðum og 4 á toppinum. 1. nóvember verður þá á framlið innanverðum, og sömuleiðis verða þar 8., 15. og 22. nóvember. 23. nóvember lendir á miðlið innanverðum, 24. nóvember á upplið innanverðum, 25. á upplið utanverðum, 26. á miðlið utanverðum, 27. á framlið utanverðum og 28. á fingurtoppinum. Við höfum því aftur fengið sunnudag eins og vera bar. 
 

Töflur til að finna vikudag hvers mánaðardags

Með því að nota töflur I til III er auðvelt að finna þann vikudag sem svarar til sérhvers mánaðardags, hvaða ár sem er. Tölurnar í töflu II og töflu III sýna aðfarardaga áranna í nýja stíl og gamla stíl. Talan 1 merkir sunnudag, talan 2 mánudag, o.s.frv. Í hlaupárum eru tilgreindar tvær tölur, og gildir þá fyrri talan fram á hlaupársdag, þ.e. fyrir janúar og febrúar. Svigar eru settir um sum ártölin til að minna á það að nýi stíll gekk ekki í gildi á Íslandi fyrr en árið 1700.

Þegar finna skal vikudaginn er fyrst fundin lykiltala mánaðardagsins í töflu I og hún lögð við töluna sem svarar til ártalsins í töflu II (eða töflu III, ef um gamla stíl er að ræða). Útkoman gefur þá vikudaginn samkvæmt eftirfarandi reglu:
 

Ef útkoman er 2 eða  9 er dagurinn mánudagur 
- 3 eða 10 - þriðjudagur
- 4 eða 11 - miðvikudagur
- 5 eða 12 - fimmtudagur
- 6 eða 13 - föstudagur
- 7 eða 14 - laugardagur
- 8 - sunnudagur

 
Tafla I. Lykiltölur mánaðardaganna
Mán- aðar- dagur 
Jan
Feb
Mar
Apr
Maí
Jún
Júl
Ágú
Sep
Okt
Nóv
Des
1.
 1
4
4
7
2
5
7
3
6
1
4
6
2.
2
5
5
1
3
6
1
4
7
2
5
7
3.
3
6
6
2
4
7
2
5
1
3
6
1
4.
4
7
7
3
5
1
3
6
2
4
7
2
5.
5
1
1
4
6
2
4
7
3
5
1
3
6.
6
2
2
5
7
3
5
1
4
6
2
4
7.
7
3
3
6
1
4
6
2
5
7
3
5
8.
1
4
4
7
2
5
7
3
6
1
4
6
9.
2
5
5
1
3
6
1
4
7
2
5
7
10.
3
6
6
2
4
7
2
5
1
3
6
1
11.
4
7
7
3
5
1
3
6
2
4
7
2
12.
5
1
1
4
6
2
4
7
3
5
1
3
13.
6
2
2
5
7
3
5
1
4
6
2
4
14.
7
3
3
6
1
4
6
2
5
7
3
5
15.
1
4
4
7
2
5
7
3
6
1
4
6
16.
2
5
5
1
3
6
1
4
7
2
5
7
17.
3
6
6
2
4
7
2
5
1
3
6
1
18.
4
7
7
3
5
1
3
6
2
4
7
2
19.
5
1
1
4
6
2
4
7
3
5
1
3
20.
6
2
2
5
7
3
5
1
4
6
2
4
21.
7
3
3
6
1
4
6
2
5
7
3
5
22.
1
4
4
7
2
5
7
3
6
1
4
6
23.
2
5
5
1
3
6
1
4
7
2
5
7
24.
3
6
6
2
4
7
2
5
1
3
6
1
25.
4
7
7
3
5
1
3
6
2
4
7
2
26.
5
1
1
4
6
2
4
7
3
5
1
3
27.
6
2
2
5
7
3
5
1
4
6
2
4
28.
7
3
3
6
1
4
6
2
5
7
3
5
29.
1
4
4
7
2
5
7
3
6
1
4
6
30.
2
 
5
1
3
6
1
4
7
2
5
7
31.
3
 
6
 
4
 
2
5
 
3
 
1

 
Tafla II. Aðfarardagar í nýja stíl
Ár
(1500)
1900
(1600)
2000
1700
2100
1800
2200
             0 
1
6,7
5
3
             1    29    57    85
2
1
6
4
             2    30    58    86
3
2
7
5
             3    31    59    87
4
3
1
6
             4    32    60    88
5,6
4,5
2,3
7,1
             5    33    61    89
7
6
4
2
             6    34    62    90
1
7
5
3
             7    35    63    91
2
1
6
4
             8    36    64    92
3,4
2,3
7,1
5,6
             9    37    65    93
5
4
2
7
           10    38    66    94
6
5
3
1
           11    39    67    95
7
6
4
7
           12    40    68    96
1,2
7,1
5,6
3,4
           13    41    69    97
3
2
7
5
           14    42    70    98
4
3
1
6
           15    43    71    99
5
4
2
7
           16    44    72
6,7
5,6
3,4
1,2
           17    45    73
1
7
5
3
           18    46    74
2
1
6
4
           19    47    75
3
2
7
5
           20    48    76
4,5
3,4
1,2
6,7
           21    49    77
6
5
3
1
           22    50    78
7
6
4
2
           23    51    79
1
7
5
3
           24    52    80
2,3
1,2
6,7
4,5
           25    53    81
4
3
1
6
           26    54    82
5
4
2
7
           27    55    83
6
5
3
1
           28    56    84
7,1
6,7
4,5
2,3

 
Tafla III. Aðfarardagar í gamla stíl
Ár
0
700
1400
100
800
1500
200
900
1600
300
1000
1700
400
1100
(1800)
500
1200
(1900)
600
1300
(2000)
0    28    56    84
4,5
3,4
2,3
1,2
7,1
6,7
5,6
1    29    57    85
6
5
4
3
2
1
7
2    30    58    86
7
6
5
4
3
2
1
3    31    59    87
1
7
6
5
4
3
2
4    32    60    88
2,3
1,2
7,1
6,7
5,6
4,5
3,4
5    33    61    89
4
3
2
1
7
6
5
6    34    62    90
5
4
3
2
1
7
6
7    35    63    91
6
5
4
3
2
1
7
8    36    64    92
7,1
6,7
5,6
4,5
3,4
2,3
1,2
9    37    65    93
2
1
7
6
5
4
3
10    38    66    94 
3
2
1
7
6
5
4
11    39    67    95 
4
3
2
1
7
6
5
12    40    68    96 
5,6
4,5
3,4
2,3
1,2
7,1
6,7
13    41    69    97 
7
6
5
4
3
2
1
14    42    70    98 
1
7
6
5
4
3
2
15    43    71    99 
2
1
7
6
5
4
3
      16    44    72 
3,4
2,3
1,2
7,1
6,7
5,6
4,5
      17    45    73 
5
4
3
2
1
7
6
      18    46    74 
6
5
4
3
2
1
7
      19    47    75 
7
6
5
4
3
2
1
      20    48    76 
1,2
7,1
6,7
5,6
4,5
3,4
2,3
      21    49    77 
3
2
1
7
6
5
4
      22    50    78 
4
3
2
1
7
6
5
      23    51    79 
5
4
3
2
1
7
6
      24    52    80 
6,7
5,6
4,5
3,4
2,3
1,2
7,1
      25    53    81 
1
7
6
5
4
3
2
      26    54    82 
2
1
7
6
5
4
3
      27    55    83 
3
2
1
7
6
5
4

 
Dæmi: 23. september 1241. Við 23. september í töflu I stendur talan 7. Í töflu III (fyrir gamla stíl) finnum við að árið 1241 hefur aðfarardaginn 2 (mánudag). Við leggjum saman 7 og 2 og fáum 9. Dagurinn hefur því verið mánudagur.
 

Sunnudagsbókstafir

Eins og við höfum séð, ræðst sambandið milli mánaðardaga og vikudaga tiltekið ár af aðfarardegi ársins, eða aðfarardögum þess, ef þeir eru tveir. Ef tvö ár hafa sömu aðfarardaga, svara sömu mánaðardagar til sömu vikudaga í báðum árum. Hugtakið aðfarardagur kemur hér í stað sunnudagsbókstafs sem oft er notaður í sama tilgangi til að lýsa sambandi mánaðardaga og vikudaga. Tengslin milli aðfarardags og sunnudagsbókstafs eru fljótlærð, eins og sjá má á næstu mynd.
 

14. mynd. Aðfarardagar og sunnudagsbókstafir.


Bókstöfunum A til G er raðað í réttan hring eftir fingrinum (ekki í öfugan hring eins og við höfum venjulega farið) og byrjað á framlið utanverðum. Þeir sem hafa kynnt sér fingrarím Jóns Árnasonar munu kannast við þessa niðurröðun bókstafanna. Ár sem hafa laugardag fyrir aðfarardag hafa þá sunnudagsbókstafinn A; ef aðfarardagurinn er föstudagur er sunnudagsbókstafurinn B, o.s.frv. Árið 1970 hefur miðvikudag fyrir aðfarardag og sunnudagsbókstafinn D. Í hlaupárum verða sunnudagsbókstafirnir tveir, alveg eins og aðfarardagarnir. Í þeim fingrarímsreglum sem hér er verið að kynna, er notkun sunnudagsbókstafa óþörf.