Aukasólir og aukatungl  

    Flestir hafa líklega séđ svonefndar aukasólir, regnbogalita bjarta bletti sem sjást sinn hvorum megin viđ sól ţegar sólin skín gegnum slćđu af háskýjum. Ţessum aukasólum hafa veriđ gefin nöfn og heitir sú gíll sem er vestan viđ sól, en hin úlfur sem er austan viđ sól. Ţćr sjást best ţegar sól er lágt á lofti og eru ţá eins og gagnstćđir litblettir á eđa nćrri ljósbaug (rosabaug) sem umlykur sólina. Oft sést ađeins annar bletturinn.  Ţessar aukasólir, sem á frćđimáli heita parhelia (í eintölu parhelion), myndast viđ ljósbrot í sexstrendum ískristöllum. Aukasólirnar geta reyndar orđiđ fleiri en tvćr eins (dćmi eru um sjö sólir á lofti), en ţessar eru bjartastar og hafa ţví hlotiđ sérstök nöfn. Á ensku heita ţćr sólhundar (sun dogs). 

    Aukatungl (paraselenae, í eintölu paraselene eđa parselene) myndast á sama hátt í tunglskini, en eru mun sjaldséđari.  Tungliđ svo miklu daufara en sólin ađ blettirnir verđa ađ sama skapi daufari og menn veita ţeim síđur eftirtekt. Ţá  ţarf tungliđ ađ vera nćrri fyllingu til ađ birtan sé nćgileg, og ţađ takmarkar mögulegan athugunartíma. Vegna ţess hve aukatunglin eru dauf, sjást sjaldnast litir í ţeim og góđar ljósmyndir af ţessu fyrirbćri eru vandfundnar.

    Ađ kvöldi föstudagsins langa, hinn 21. mars s.l., virđast skilyrđi hafa veriđ einstaklega góđ til ađ sjá aukatungl hér á landi. Valgerđur Brynjólfsdóttir á Leirubakka í Landssveit sá fyrirbćriđ greinilega um miđnćturbil ásamt fleira fólki ţar á stađnum. Um líkt leyti, eđa kl. 23:30, sáust aukatungl úr Skjaldfannardal viđ Ísafjarđardjúp. Árni Sveinn Fjölnisson sendi lýsingu af ţessu ásamt ljósmynd sem Oddur Einar Kristinsson tók og birtist hér fyrir neđan. Á myndinni sést rosabaugur, 22 gráđur frá tungli, og bćđi aukatunglin í regnbogalitum. Ţá sést ljóskross gegnum miđju tungls og loks vottar fyrir öđrum baug, sem snertir hinn ofan frá. Hvort tveggja eru ţekkt ljósfyrirbćri ţegar um sólina er ađ rćđa, en sjaldséđari viđ tungliđ. 

 

Til ađ sjá myndina í fullri stćrđ má smella hér.

Borist hefur önnur mynd af ţessu fyrirbćri, tekin á Svalbarđi í Ţistilfirđi kl. 22:19 ţetta sama kvöld, ţ.e. 21. mars. Myndina tók Stefán Erlingsson. Hún er birt hér fyrir neđan.

Hjá Veđurstofu Íslands fengust ţćr upplýsingar ađ aukatunglin hefđu sést í Reykjavík ţetta kvöld. Á vefsetri Veđurstofunnar er birt mynd sem var tekin á Tumastöđum í Fljótshlíđ. Myndin sést hér.
Ţá hefur frést ađ aukatungl hafi sést frá Melrakkasléttu.

Skömmu eftir ţetta, nánar tiltekiđ hinn 14. apríl, sáust aukasólir ađ kvöldi í Reykjavík. Ţótt ţetta sé ekki mjög sjaldgćft, verđa sýndar hér tvćr myndir teknar ţetta kvöld. Fyrri myndina tók Alejandro Jose Arias Baissón.Á myndinni sjást björtustu aukasólirnar tvćr, sín til hvorrar handar, en auk ţess sú ţriđja beint ofan viđ sólina. Ţessi toppsól er talin myndast ţannig ađ ljós fari gegnum aflanga, sexstrenda ískristalla sem liggja lárétt, en hinar tvćr verđa ađ líkindum til ţegar ljós fer gegnum láréttar, sexstrendar ţynnur. Toppsólin myndar gjarna sveig sem kallađur er efri snertibaugur. Auk ţess má greina daufan, lóđréttan geisla, svonefndan sólstólpa, beint upp af sólinni. Álitiđ er ađ sólstólpar myndist af endurkasti ljóss frá sextrendum ísţynnum, ţ.e. ljósiđ fer ekki gegnum kristallana og dreifist ţví ekki í regnbogaliti. Glćsilega mynd af sólstólpa er ađ finna á vefsetri Veđurstofu Íslands: http://www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/nr/836

Á nćstu mynd sést hćgri aukasólin (gíllinn) ađ kvöldi 14. apríl. Út frá henni liggur láréttur, hvítur geisli, sem er ţekkt fyrirbćri og mun stafa af endurkasti frá ískristöllum líkt og sólstólpinn.

 
Mynd: Ţ.S.

Nánari lýsingar á ţessum og öđrum ljósfyrirbćrum er ađ finna í eftirtöldum heimildum: 
M. Minnaert: Light and Colour in the open air. G. Bell and Sons Ltd. 1959.
Rober Greenler: Rainbows, Halos, and Glories. Cambridge University Press 1980. 
David K. Lynch og William Livingston: Color and Light in Nature. Cambridge University Press 1995.

Ţ.S. 26. mars 2008. Síđasta viđbót 17.4.  2008.

Almanak Háskólans