Á bls. 92 í almanakinu, í töflunni um ríki heimsins, er
höfuðborg Kasakstan sögð vera Almatí (Alma Ata). Þetta er ekki lengur svo. Árið 1997 fékk forseti landsins, Nursultan Nazarbaev,
því framgengt að minni borg í norðurhluta landsins skyldi gerð að
höfuðborg. Sú borg hét þá Akmola, en árið 1998 lét Nazarbaev
breyta nafninu í Astana sem merkir einfaldlega "höfuðborg".
Astana er því stjórnarsetrið nú, og eru lesendur almanaksins eru
beðnir velvirðingar á því að þetta skuli ekki hafa verið
leiðrétt fyrr. Astana fylgir sama tímabelti og Almatí (UT+6). Þ.S. 23. ágúst 2006. |