Serbía og Svartfjallaland aðskilin ríki
Í júní 2006 gerðist það að Serbía og Svartfjallaland urðu hvort um sig
sjálfstætt ríki. Almanak fyrir 2007 hafði þá verið prentað og var því ekki unnt
að breyta skránni yfir ríki heimsins. Þar er stærð ríkjanna í sameiningu sýnd
sem 1,0 (þ.e. ámóta og Ísland) og fólksfjöldinn 36,6 þar sem íbúafjöldi Íslands
er einingin. Serbía er bæði stærri og fjölmennari en Svartfjallaland; stærðin er
0,9 og mannfjöldi 34,3 miðað við stærð Íslands og íbúafjölda. Stærð
Svartfjallalands er aðeins 0,1 og mannfjöldinn 2,3 í sömu einingum. Höfuðborg
Serbíu er Belgrad en höfuðborg Svartfjallalands heitir Podgorica. Einkennisstafir
Serbíu verða RS en
Svartfjallalands ME.Tölvupóstseinkennið
.yu fellur niður. |