Að morgni 5. nóvember 2004 voru tvær björtustu
reikistjörnurnar, Venus og Júpíter, mjög nálægt hvor annarri
á morgunhimninum. Bilið á milli þeirra var
litlu meira en þvermál tungls. Þessa er getið í almanakinu á
bls. 47, en þar stendur að Venus verði 0,6° norðan við
Júpíter 4. nóvember. Þar sem þetta gerðist að kvöldi hins 4.
og Venus var morgunstjarna, sást samstaðan best að morgni
hins 5. nóv. Ætla má að margir hafi
séð þessa fallegu samstöðu hér á landi því að veður var
víða hagstætt. Meðfylgjandi mynd tók Snævarr Guðmundsson
í Hafnarfirði klukkan 09:30 um morguninn. Þá var farið að birta og
skýjaslæða á himni. Bjartari stjarnan er Venus.
|