Hvenær sest sól bak við Snæfellsjökul?

   Þessi spurning hefur komð upp nokkrum sinnum og er því ástæða til að leita svarsins. Að sjálfsögðu er átt við sólsetur í Reykjavík og eru útreikningarnir miðaðir við Skólavörðuholt. Tindur jökulsins er í 1446 m hæð, en hann er í 115 km fjarlægð svo gera verður ráð fyrir jarðbungu og ljósbroti í andrúmsloftinu sem hvort tveggja hefur áhrif á sjónlínuna til tindsins. Útreikningur sem gerður var 9. mars 1970 að beiðni Freymóðs Jóhannessonar listmálara gaf dagsetningarnar 3. maí og 9. ágúst eða þar um bil. Endurtekinn reikningur árið 1998 gaf seinni dagsetninguna 8. eða 9. ágúst. 

                                                            

Þ.S. 8.10. 2023  

Forsíða